Vísir


Vísir - 31.07.1935, Qupperneq 2

Vísir - 31.07.1935, Qupperneq 2
VISIR Tryggvi Þórhallsson bankastjópi andaðist kl. 9V2 i morgun í sjúkrahúsi Hvítabandsins hér í bænum. Hann hafði verið á ferðalagi austur um sveitir fyrir fám dögum og verið lasinn er heim kom. Var ekki talið að nein hætta væri á ferðum, en í gærkveldi varð hann snögg- lega mjög veikur og álitu læknar, að bilun í þörmum væri orsökin. Þótti þá sýnt, að eina vonin um líf væri sú, að gera á honum holskurð þegar í stað. Var Tr. Þ. þá fluttur í sjúkra- hús og skurðurinn framkvæmdur. Er talið að sú læknisaðgerð hafi hepnast vel, en þá bilaði hjarta sjúklingsins svo alvar- lega, að lifi hans varð ekki bjargað. Hæstiréttur. Dómsmálaráðherra misbeitir lögunum um aldurshámark embættismanna. Gyíingum bannað að flytja til Berlin. London, 31. júli. — FB. Vegna þess, að um 20.000 Gyðingar liafa sest að í Berlín á undanförnum tveimur árum er búist við því, samkvæmt heim- ildum frá mönnum, sem hafa náið samband við yfirvöldin, að Gyðingum verði með öllu bann- að að setjast að í Berlín. Undan- farnar tvær vikur hafa að minsta kosti 120 leiðtogar Gyð- inga, kaþólskra manna og stál- hjálmamanna verið handteknir i Þýskalandi. (United Press). Ný stjópn í Hollandi. / Haag, 31. júlí. — FB. Colijn hefir myndað stjórn og hafa litlar breytingar verið gerðaráskipun stjórnarinnarfrá þvi fyrir stjómarskiftin. Colijn- er sjálfur forsætisráðherra. (United Press). Flcg Solbergs frá Labrador til Grænlands. Osló, 30. júlí. — FB. Samkvæmt loftskeyti frá Aft- enposten frá Tlior Solberg, sent frá Julianehaab, var veð- ur mjög óhagstætt á leið- inni þangað frá Labrodor, þvi að hann lenti í þoku og varð að fljúga i svartaþoku lengi. í átta klukkustundir samfleytt sá hann ekki sjó. Hann sá alt í einu fjöllin hjá Julianehaab skamt fyrir framan flugvélina. Loft- skeytatækin vom í ólagi á leið- inni og hafði hann því ekki sam- band við umheiminn á leiðinni. Solberg býst við, ef veður leyfir, að komast til Bergen í vikulokin (Tilk. frá sendiherra Dana hermir, að Solberg hafi lagt af stað frá Julianehaab áleiðis til Angmagsalik kl. 14.15 í fyrra- dag). 1 Færeyingai* krefjast sj álfstj órnar. Osló, 30. júli. — FB. Á mjög fjölmennum útifundi, sem haldinn var í Þórshöfn í Færeyjum í gær, flutti Paturs- son kóngshóndi snjalt erindi. Að fundinum loknum var samþykt ályktun þess efnis, að krefjast sjálfstjórnar fyrir Færeyjar. Utan af landi. FÚ. 30. júlí. . Síldarslötun á Skagaströnd. . í gær var fyrst byrjuð síld- arsöltun á Skagaströnd, og voru þá saltaðar 30—40 tunnur, en í morgun 100 tunnur. Þar eð bryggjan er ekki full- gerð, varð togari frá að hverfa í gær með 80 tunnur síldar. Tíðarfar. Þá segir fréttaritarinn að júlí- mánuður hafi verið þar mjög votviðrasamur, og töður víða hrakist. Síðustu tvo daga liafa þó hey náðst upp í Langadal, og er sumstaðar búið að hirða tún. Róið frá Blönduósi. Róið hefir verið til fiskjar á Blönduósi síðustu daga og aflast dálitið. Hvalveiðarnar byrjaðar. Frá Patreksfirði simar frétta- ritari útarpsins þar, að hval- veiðabáturinn „Maryuies de Estella“ hafi komið í gær til Tálknafjarðar með fyrsta hval- inn. Var það lítill reyðarhvalur, aðeins 52 fet á lengd. Síðastliðinn sunnudag kom hvalbáturinn ,Jerv 1“ til Tálknafjarðar frá Noregi, og mun einnig stunda hvalveiðar þaðan. Hann fer í fyrstu veiði- för sína í kvöld. I lögum um aldurshámark embættismanna er veitt heim- ild til þess að leysa embættis- mann frá embætti, þegar hann er orðinn 65 ára að aldri, ef hann þykir ekki nógu ern, til líkama og sálar, lil þess að gegna því lengur. Nú hefir Hermann Jónasson dómsmálaráðherra lagt fyrir hæstaréttardómarana, Eggert Briem og Pál Einarsson, að beið- ast lausnar frá embætti og vísar um það til nefndra laga. Eggert Briem er nú orðinn 68 ára, en Páll Einarsson 67. Hvorugur þeirra fellur undir hið undantekningarlausa ákvæði laganna um aldurshámark em- bættismanna, svo að þeir „megi ekki“ gegna embætti lengur, en það er bundið við 70 ára aldur. Hermann Jónsson hefir þannig tekið sér úrskurðarvald um það, hvort þessir tveir dómarar séu „nógu ernir“ til að gegna em- bættum sínum. Hermann Jónasson hefir gert margt misjafnt, án þess að „blikna eða blána“, en skyldi hann kinnroðalaust geta sagt það við þessa tvo menn, að þeir séu ekki „nógu ernir“ orðnir til sálarinnar, til þess að leysa störf sín af hendi, t. d. til jafns við hann sjálfan. Eggert Briem er sá þessara Iveggja dómara, sem eldri er, og það skal liiklaust fullyrt, að ekki einn einasti lögfræðingur, sem nokkuð þekkir til dómara- starfa lians, mundi láta sér um munn fara orð í þá átt, að nokk- ur ellimörk sé að finna í störf- um hans. Og auðvitað kemur ekki nokkrum manni til hugar, að Hermann Jónasson þykist liafa orðið slíks var. Það er þannig ekki nokkur vafi á því, að það er alt annað, sem ráðið liefir þeirri ákvörðun ráðherr- ans, að leggja það fyrir þessa tvo dómara að beiðast lausnar, heldur en að honum „þyki“ þeir ekki „nægilega emir til líkama og sálar“ til að gegna embætti lengur. En því að eins, að sú ástæða sé fyrir hendi, er nokk- ur heimild til þess, samkvæmt lögunum, að leysa þá frá em- bætti. Að lögum er það nú ef til vill ráðherra, sem á að skera úr um það, hvort embættismaður „þyki“ nógu ern til að gegna embætti sinu eftir að Iiann er orðinn 65 ára. Annað úrskurð- arvald er þó hugsanlegt. En ef það er ráðherrann, sem á að skera úr þessu, þá verður úr- skurður hans að sjálfsögðu að fara eftir þvi, hvað honum „þykir“, hvað hann álítur sjálf- ur um þetta. En mundi nú Her- mann Jónasson vera reiðubú- inn að staðfesta það með eiði, að það sé skoðun sín, að þessir tveir dómarar séu fyrir elli sak- ir ekki færir um að gegna leng- ur störfum? Það virðist svo sem „Alþýðu- blaðið“ kveinki sér við því, að leggja þessa ábyrgð á ráðherr- ann. Það er að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar „al- mennings” i landinu“! Um leið og það segir frá þvi, að dóms- málaráðherrann hafi ákveðið að leysa dómarana frá embætti, með tilvísun til heimildarinnar í lögunum um aldurshámark embættismanna, segir blaðið, að „almenningur í landinu muni líta svo á“, að þeir séu ekki „nógu emir, til líkama og sál- ar“ til að gegna lengur embætti! Eftir því virðist það vera skoð- un Alþýðublaðsins, að það sé í rauninni „almenningur i land- inu“, sem eigi að skera úr þvi í liverju einstöku tilfelli, hvort embættismenn sé starfhæfir fyrir elli sakir, þegar þeir eru orðnir 65 ára, eins og i lögunum stæði: Ekki mega aðrir gegna embætti,, eftir 65 ára aldur, en þeir, sem að áliti almennings „þykja til þess nógu ernir“ o. s. frv. Virðist blaðið með þessu vera að gefa það í skyn, að Her- mann Jónass. hafi svo sem ekki tekið þetta upp hjá sjálfum sér, að leysa dómarana frá embætt- um, heldur hafi hann gert það af þvi einu, að „almenningur í landinu liti svo á að það bæri að gera það!“ Nú kynnu menn að spyrja hvernig „almenningur i land- inu“ hefði farið að því að birta dómsmálaráðherranum þetta á- lit sitt. Það er ekki kunnugt, að nokkurt slikt álit almennings hafi á nokkurn liátt verið látið uppi. Það hefir ekki einu sinni, svo vitað sé, verið gerð nokkur tilraun til þess að leita álits al- mennings í landinu um þetta. Og í annan stað kynnu menn að spyrja um það, hvort „al- menningur í landinu“ hefði eig- inlega nokkura aðstöðu til þess að mynda sér'. nokkurt „álit“ uin þetta, svo að nokkurt mark væri takandi á þvi. En að lokum skal það líka fullyrt, að því fari mjög fjarri, að það sé álit al- mennings, að liæstaréttardóm- aramir séu ekki fullfærir til að gegna störfum sínum. Eða mundi ráðherrann vilja gera til- raun til að leiða það í ljós, t. d. með almennri atkvæðagreiðslu! Vill Alþýðublaðið beita sér fyr- ir því, að það verði gert, til að fá slaðfesta tilgátu sina um álit almennings um þetta? „Almenningur í landinu“ er ákaflega handhægt skálkaskjól, þegar eitthvað er gert, sem erf- itt er að réttlæta. Og „rauðlið- um“ er það ákaflega tamt, að leita í þetta skálkaskjól. 1 nafni almenningsálitsins krefjast þeir þess að hverskonar rangindi séu framin. En þegar þeir eru krafðir sagna um það, hvaða heimild þeir hafi til að gera kröfur sínar í nafni almennings, þá verður niðurstaðan ávalt sú, að „almenningur í landinu“ eru þeir einir, sem fylgja þeim að málum og „álit almennings“ í landinu er það eitt sem þeir vilja vera láta. Það er ekki nokkur fótur fyr- ir því, að „almenningur í land- inu“ krefjist þess að hæstarétt- ardómararnir verði leystir frá embættum. Þvi trúir heldur enginn maður, að það sé gert af því að þeir „þyki ekki nógu ernir“ til að gegna embættum sínum. Það vila allir, að ástæð- an til þess er sú ein, að þeir eru reyndir að því að dæma dóma sína eftir lögum, en ekki eftir geðþótta „rauðliða“. Rauðliðar gera þá kröfu til hæstaréttar- dómaranna, að þeir dæmi eftir „áliti almennings“, alveg án til- lits til þess hvað lög mæla fyrir. 0|g „álit almennings“ er það eitt, sem forkólfar „rauðliða“ vilja una. Þó að Jónas frá Hriflu eða Héðinn Valdimarsson verði brotlegir við landslög, þá er það „álit almennings“, að þá eigi að dæma sýkna saka, hvað sem tautar og raular. Ef andstæðingur þeirra er kærður af „rauðum“ valdhafa, þá á að dæma hann sekan, þó að liann hafi ekkert afbrot framið. Þeir einir dómarar mega vera í Hæstarétti, sem dæma þannig, að það sé í samræmi við þetta „almenningsálit“ og siðalögmál rauðliða. Og menn vita þá, hvers má vænta af liinum nýju dómur- um. Menn vita að minsta kosti livaða kröfur verða gerðar til þeirra. — Hitt vita menn ekki ennþá, hverjir muni verða fáan- legir til að setjast i dómarasæti í Hæstarétti með skuldbindingu um að dæma eftir siðalögmáli rauðliða, eins og það er nú orð- ið kunnugt öllum almenningi í landinu. , Það virðist satt að segja lítið eftirsóknarvert, að verða dóm- ari í Hæstarétti, og mega eiga von á því, hvenær sem dómur fellur eitthvað á annan veg en „almenningsáliti“ rauðliða geðj- ast sem best, að verða fyrir árásum og svívirðirigum, eins og dóinarar Hæstaréttar liafa orðið að þola fyrir að dæma eftir landslögum. Fjárhagup Bretlands. Þegar fjárlögin voru til þriöju umræÖu í neöri málstofunni þ. 5. júlí greiddu aö eins 11 þingmenn atkvæöi á móti þeim. Fjárhagur Bretlands hefir fariö hægt en ör- ugglega batnandi síöan er þjóð- stjórnin tók við völdum og við- skiftatraust og öryggi hefir auk- ist að miklum mun, svo mjög í raun og veru, að öðrum þjóðum er hið mesta öfundarefni. Þjóð- stjómin hefir. komið fjárhag rík- isins á traustan gmndvöll að nýju, viðskifti hafa aukist og traust þjóðarinnar, og það er þessvegna ekkert kynlegt, þótt fáir þingmenn íáist til þess að greiða atkvæði móti fjárlagafrumvarpinu. Eins og menn muna hafði orð- ið að grípa til mjög víðtækra ráð- stafana, til þess að bjarga við fjárhag ríkisins. Þegar verst gegndi horfði svo, eins og einn af kunnustu stjórnmálamönnum landsins komst að orði, aö af- leiðingin hlyti að verða gjaldþrot ríkisins, ef ekki væri tekið í taum- ana og ný stefna tekin. Það var skýrt tekið fram þá, að þjóðin yrði að leggja á sig miklar byrð- ar. En Bretar hafa aldrei bmgð- ist þegar á reyndi og þeir gerðu það heldur ekki að þessu sinni. Meðal þeirra sparnaðarráðstafana, sem varð að gera, var sú, að lækka laun starfsmanna rikisins, Slíkar launalækkanir em ávalt ó- vinsælar og þarf t. d. ekki annað, en benda á hvernig frakknesku stjórninni hefir gengið með sín sparnaðaráform í þessa átt. Starfs- menn ríkisins hafa risið upp í mótmælaskyni, hótað verkfalli eða gert það, og haft sitt fram. Lav- al-stjómin síðasta hefir aö vísu komið fram margskonar sparnað- aráformum og m. a. lækkun launa starfsmanna ríkisins, en það varð að grípa til mjög vitækra ráð- stafana til þess að koma i veg fyr- ir, að þeir hefði öfluga mótmæla- baráttu. Starfsmenn ríkisins fengu ekki einu sinni að halda mótmæla- fundi. Hér kemur ekki til greina að ræða um hversu réttmætt sé að lækka laun starfsmanna hins opinbera, sem oft hafa síður en svo há laun, heldur hitt, að svo getur verið ástatt, að slík lækk- un sé alveg óhjákvæmileg — sem einn liöur í víðtækri sparnaðará- ætlun til björgunar fjárhags heill- 'ar þjóðar — og þegar svo ber undir kemur í ljós hverjum kost- uirí þegnamir búa yfir, hvort þeir eru fórnfúsir og skylduræknir, hvort þeir vilja láta hag ríkisins sitja í fyrirrúmi í bili, vegna knýjandi nauðsynjar þótt þeim sjálfum veröi að blæða enn meira — eða hvort þeir neita með öllu að taka á sig auknar byrðar. Það er um Breta að segja, að þeir tóku á sig þessar auknu byrðar án þess að mögla. Launalækkunin bitnaði á um 1.200.000 starfs- manna hins opinbera. En þeir gerðu það í því trausti, að þjóð- stjórnin væri á réttri 3eið, hún væri raunverulega að rétta viö fjárliag ríkisins. Það hefir kom- ið í ljós, að skattaþegnamir gátu borið fult traust til þjóðstjórnar- innar, því að hún hefir reist við fjárhaginn, lækkað skattana og hækkað laun starfsmanna ríkisins upp í það, sem þau vom áður. Fjárhagur Bretlands stendur nú traustari fótum en flestra annara ríkja. Þar liefir ekki verið ráðist i stórfeldar áætlanir, þriggja og fimm ára áætlanir til ýiniskonar framkvæmda, sem með þessum orðum er þó alls ekki verið að lasta, heldur unnið hægt og bít- andi að viðreisninni. Aðferð Bret- ans liefir verið öll önnur. Hann liefir ekki tekið stór stökk — og því aldrei þurft að stökkva til baka, lieldur stöðugt getað sótt fram og unnið margt til nytja og íramfara um leið og íjárhagnum var komið á traustan grundvöll, með þeim árangri, að flestum þjóðum er nú öfundarefni. Bret- ar hafa með öðrum orðum fylgt hinni gætilegu fjármálastefnu, sem oss íslendingum heíir oftlega verið bent á, að nauðsynlegt væri að fylgja, svo framarlega, sem hér getur verið um nokkura fjárhags- lega og viðskiftalega endurreisn að ræða. Hér hefir verið haldið í gagnstæða átt, með þeim árangri að aldrei hefir fjárhagur ríkisins verið bágbornari og fjárhags- og viðskiftalíf þjóðarinnar staðið á ó- traustari grundvelli. r. „Klausak‘. Bréf það, sem liér fer á eflir, mmi mörgum þykja ærið skor- inort — líklega óþarflega skor- inort. Höfundur þess er ungur, íslenskur læknir, sem dvalist hefir í Winnipeg að undan- förnu. Bréfið er svo hressilegt að efni og orðfæri, að Vísir birt- ir það með ánægju. — Höf. virðist ætla, að það sé svo magn- að, að hann verði látinn gjalda þess, ef það komi fyrir almenn- ingssjónir. Sá ótti er vist ger- samlega ástæðulaus. — Tilefni bréfsins er það, að Ríkisútvarp- ið hefir notað orðið „klausa“ í frétt að vestan um skáldkonuna Jakobínu Johnson. Visir fær ekki séð, að orðið „klausa“ sé á nokkurn hátt meiðandi eða móðgandi. Það hefir verið notað um stuttorðar frásagnir áratug- um saman og engum þótt það móðgandi eða „dónalegt“, svo að vitað sé, nema hinum unga lækni, er nú fær ekki orða bund- ist og kveðst hafa orðið að „hella úr skálum reiði“ sinnar. — Og þá tekst ekki betur til en svo, að liann „hellir úr skálun- um“ á röngum slað — „bellir“ yfir blöðin í staðinn fyrir út- varpið. Stendur þó skýrum stöfum yfir „klausunni“, að hún sé frá F.U., þ. e. fréttastofu út- varpsins. , Ritstj. The Winnipeg General Hospi- tal, 18. júni ’35. Hr. ritstjóri „Vísis“! Eg var að lesa blað yðar frá 27. maí s. 1. Mér sárnaði svo al- varlega þegar eg las greinina um Jakobínu Johnson, þar sem þið þurfið endilega að nota orð-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.