Vísir - 10.08.1935, Blaðsíða 3
V í S i R
sísoííttíscísoaííöCOíiöíSöttGísssööttí
Ifir kaipendur llísis.
Þeir, sem gerast áskrif-
endur þessa dagana, fá
blaðið ókeypis til mánaða-
móta.
SttOttötStttSöötSöttÖöötSÖttöötSOÖtSt
Af útfluttu kjöti bar aS endur-
greiSa gjaldiö, og narn sú upphæö
kr. 154666,14 og er það þegar
greitt. EftirstöSvarnar kr. 138847,
00 auk framlags ríkissjó'Ss kr. 150
000,00 alls kr. 288847,00 veröur
úthlutaö á útflutta dilkakjötið, sem
verðuppbót, og hefir nefndin á-
hveöiö aö hún veröi 9J4 eyrir á
kgr. af freðkjöti en 14J4 aurar á
kgr. af saltkjöti.
Verö á freðkjöti, sem selt var
erlendis, svarar til þess að vera
7114 aurar pr. kgr. til framleið-
enda aö meðaltali, og er þá frá-
dreginn allur kostnaður við söln,
flutninga, geymslu, frystingu og
slátrun.
Erlenda verðið á saltkjötinu
svarar til þess að vera 54 aurar
pr. kgr. til framleiðenda, meðal-
tal af báðum flokkum og er þá
frádreginn samsvarandi kostnað-
ur og á freðkjötinu.
Meðalverð á samskonar kjöti
árið áður var 78 aurar pr. kgr.
af freðkjöti og 58 aurar kgr. af
saltkjöti og nemur því verðlækk-
unin á erlendum markaði 4—6J4
aurum á kgr. Þegar verðuppbót
þeirri, sem ákveðin hefir verið er
bætt við, verður verðið á útfluttu
kjöti til framleiðenda 81 eyrir fyr-
ir kgr. af freðkjöti og rúmir 68
aurar fyrir kgr. af saltkjöti.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sláturfélagi Suðurlands, sem hefir
mesta kjötsölu á Reykjavíkur-
markaði, er meðal verð þess til
framleiðendanna á dilkakjöti 86
aurar pr. kgr. 1934 en 68 aurar
Í933, hvorutveggja miðað við 10
kgr. kroppþunga og þyngri og er
frá dreginn samsvarandi kostnaður
Ijæði árin. Verðhækkunin til fram-
leiðenda á þessu kjöti er því 18
aurar á kgr.
Heildsöluverð á t. fl. dilkakjöti
á 1. verðlagssvæði var í aðalslátur-
tíð haustið 1934 kr. 1,15 og á
frystu kjöti út úr íshúsunum kr.
1,22 frá miðjum nóv. til 15. jan.,
en eftir það kr. 1,30 pr. kgr.
Verðframfærsla i smásölu mátti
vera alt að 15 af hundraði, en
mun áður oftast hafa verið ca. 20
af hundraði í Reykjavik.
Allskonar innanlandskostnaður
á kjotinu er að sjálfsögðu breyti-
legur og mismunandi á hinum
ýmsu sláturstöðum, bæði við söl-
una og annað og sláturleyfishafar
seldu líka mismunandi mikið á
innlendum markaði. Af þvi leiðir
að verðið til framleiðendanna,
hlýtur að verða nokkuð mismun-
andi hátt, og viða annað en með-
alverð það eftir sölunni erlendis,
sem að framan er greint.
Reykjavík, 7. ágúst, 1935.
Jón ívarsson, Helgi Bergs,
Jón Árnason, Ingimar Jónsson,
Þorleifur Gunnarsson.
Otan af landi.
Leiðangur Pálma Hannessonar
og félaga hans.
9. ágúst (FU)
í gær komu þeir Pálmi Hannes-
son rektor og íélagar hans, Stein-
dór Steindórsson, Magnús Björns-
son, Sigurður Þórarinsson, Finnur
Jónsson og Sigurður Jónsson til
bygða að Staíafelli í Lóni, eftir 18
daga útilegu á fiöllum. Láta þeir
vel af veru sinni í óbygðum;
höfðu gott skygni og blíðviðri síð-
ustu viku. Þeir segja mælinga-
fiokk Steindórs Sigurössonar í
Viðidal, og að þaðan fari hann
að Þrándarjökli, en síðan niður
Flamarsdal til bygða.
Tilraunir með síldarvörpu.
Siglufiröi 9. ágúst (FÚ)
Þeir Árni Friðriksson fiskifræð-
ingur og Geir Sigurðsson skip-
stjóri fóru í gærkveldi út á Sindra
með síldarvörpu. LTrðu þeir að
reyna fyrir sér í Eyjafirði, því ó-
hagstætt veður var úti fyrir, og
fengu þeir þrjár sildar.
Arni fer aftur með vörpuna, með
eimskipinu Þór.
Lítill síldarafli.
Sama sem engin sild hefir bor-
ist til Siglufjarðar til söltunar
])enna sólarhring, og þá helzt dá-
lítið af reknetasíld. Saltaðar hafa
verið 129 tunnur.
Frá Djúpvík.
9. ágúst. (FÚ).
Fréttaritari útvarpsins við Fiski-
flotann simar, að i nótt hafi lagt
á land í bræðslu í Djúpvík togar-
arnir Suqrrise 359 mál og Kári
458 mál. í gær og í dag segir hann
hafa verið hvassviðri og hvorug-
zn daginn síldarvart fyrir öllu
Norðurlandi.
Frá Austfjörðum.
9. ágúst. (FÚ).
Frá Seyöisfirði simar fréttarit-
ari útvarpsins, að síöasta hálfan
n ánuð hafi verið þar ágæt hey-
skapartið, og mörg tún séu alhirt,
og hafi taðan fengið ágætisverkun.
Aflabrögð segir hann fara batn-
andi, og hafa veiðst 3 til 8 skip-
pund á stærri báta af góðfiski.
Gæftir eru þó nokkuð óstöðugar.
Sjómenn telja mjög mikla síld af
öllum stærðum austan Langaness
til Glettinganess, og ])ó lengra.
Síldarlöndun á Raufarhöfn.
9. ágúst. (FÚ).
Síðan á mándag hefir verið lögð
á land síld sem hér segir í Rauf-
arhöfn:
Pétursey 607 mál, Stella 504
mál, Þorgeir goði 448 mál, og 53
mál, ísbjörn 499 mál, Jón Þorláks-
son 317 mál, Fáfnir 39 mál, Nanna
74 mál, — Öll skipin hafa veitt viö
Langanes.
Verksmiðjan í Raufarhöfn hefir
r,ú tekið á móti 22.559 tnálum sild-
ar alls. Stormur og rigning var á
norðanverðri Melrakkasléttu í dag.
Frá Keflavík.
9. ágúst. (FÚ).
I dag var góð síldveiði í reknet
á báta úr Keflavík. Sildin er fryst
til beitu því allir eru tunnulausir.
Félagsíshús útgerðarmanna í
Keflavík hefir nú fylt íshús sitt
með beitusíld. í surnar hefir íshús-
ið fryst 2385 tunnur, sem er veiði
tveggja báta, en í fyrra frysti ís-
liúsið alls 1540 tunnur, sem var þá
öll sumarveiði tveggja báta til
septembermánaðarloka.
Útvegsbanki íslands hefir í
sumar látið endurbæta íshús sitt í
Keflavík mjög mikið. Guömundur
Kristjánsson kaupmaður, sem hef-
ir eignir Útvegsbankans í Kefla-
vík á leigu, er nýfarinn að láta
frysta síld í íshúsi þessu.
Frá Norðfirði.
9. ágúst. (FÚ).
L. v. Garðar frá Bergen kom í
dag til Neskaupstaðar til’ þess að
taka kol og hafði fengið í nótt
300 tunnur síldar djúpt út af Glctt-
ingi. — Kvað hann annað norskt
veiðiskip hafa fengið um 700 tunn-
ur á sömu stöðvum.
Nokkuð af sildinni var millisild.
Skipstjótinn telur talsverða síld
þar um slóðir en veður var óhag-
stætt. — Engin islensk skip voru
þar að veiðum.
Bæjaríréttir
Messur á morgun:
í dómkirkjunni: Kl. n, sira
Bjarni Jónsson.
í íríkirkjunni í Hafnarfirði: Kl.
2, síra Jón Auðuns.
Veðrið í morgun:
í Reykjavík 7 stig, Bolungarvík
7. Akureyri 6, Skálanesi 9, Vest-
mannaeyjum 8, Sandi 9, Kvígind-
isdal 8, Hesteyri 5, Gjögri 5,
Blönduósi 6, Siglunesi 4, Grimsey
4, Raufarhöfn 5, Fagradal 7, Hól-
urn i Hornafirði 10, Fagurhóls-
mýri 13, Reykjanesi 9, Færeyjum
13. Mestur hiti hér í gær 10 stig,
minstur hiti 7 stig. Sólskin 4.7
st. — Yfirlit: Lægð fyrir austan
land á hreyfingu austur eftir.
Horfur: Suðvesturland, Faxaflói:
Allhvass norðan í dag, en lygnir í
nótt. Þurt og víöa bjart veður.
Breiðafjörður: Norðankaldi. Víð-
ast úrkomulaust. Vestfirðir, Norð-
urland, uorðausturland, Austfirð-
ir:. Nórðankaldi. Skýjað1 og dálitil
rigning. Suðausturland: Noröan-
kaldi. Víðast bjartviðri.
Dronning Alexandrine
kom kl. 7 i morgun til Kaup-
mannahafnar.
E. s. Primula
fer kl. 8 í kveld til útlanda,
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss fór frá Kaupmanna-
höfn í morgun, áleiðis til Leith.
Goðafoss er á útleið. Dettifoss er
væntanlegur hingað kl. 5 e. h. í
dag frá útlöndum. Selfoss er í
Reykjavik. Lagarfoss er í Kaup-
mannahöfn. iBrúarfoss kom að
vestan í nótt.
Myndasýningin
í Miðbæjarskólanum vekur
mikla athygli allra þeirra, sem þar
koma, en aðsóknin er stöðugt góð
og fer- vaxandi, enda er það reglu-
lega íróðlegt og skemtilegt að sjá
af myndunúm hvernig umhorfs
hefir verið hér í bæ alt frá því hér
voru 5^—6 hús og þar til nú, að
liér er upp komin nýtísku borg.
Sýningin er opin kl. 2—10 daglega
(einnig á morgun, sunnudag). Að-
sókn er mikil á kveldin, þegar
fólk er Iaust úr vinnu. — Njóta
myndirnar sin vel við Ijós.
Við gamalmennaskemtunina
á morgun flytur dr. Guðm. Finn-
bogason landsbókavörður erindi,
Sigurður Skúlason magister les
upp, dómkirkjukórið syngur,
hornaflokkur spilar, Jósep Hún-
:fjörð kveður og fleira í undirbún-
ingi sem getið verður um í fyiva-
málið.
Veöurútlitið er ágætt, svo aö
vænta má fjölmennis að svo marg-
þættri og góðri skemtun.
Strætisvagnarnir, sem íara um
Sólvelli, fara alveg fram hjá Elli-
heimilinu og Skerjafjarðarvagnar
skamt frá því, — og því verða
engir sóttir frá Élliheimilinu
sjálfu. Væntanlega hlynna marg-
ir að ]>ví, að þeir sem fóthrúmir
eru, komist samt.
Gjörið svo vel að láta það ber-
ast til allra, en þó sérstaklega til
roskinna einstæðinga, sem ekki
lesa blaðið, að skemtunin sjálf
hefjist kl. 2 siðd. á morgun við
Elliheimilið, og alt ókeypis fyrir
,.gamla fólkið“, en hinir borga of-
urlítið til styrktar heimilinu, sem
„kreppan" ])rýstir að á ýmsa lund.
S. á Gíslason.
Danskennararnir
Helene Jónsson og F.igild Carl-
sen skemta með danssýningum i
yfirstandandi mánuði á „St. Thom-
as“ í Kaupmannahöfn við mikið
lof og fögnuð áhorfenda.
Gengið í dag:
Sterlingspund .......... — 22.15
Dollar.................. — 4-47ý2
100 ríkismörk .......... — 180.22
— franskir frankar . — 29.76
— belgur ...’......... — 75-5°
—■ svissn. frankar .. — 146-35
— lírur .............. — 37-25
— finsk mörk______ » — 9.93
— pesetar ............ — 62.12
— gyllini.............. — 302.88
tékkósl. krónur .. — 18.93
— sænskar krónur .. — 114.36
— norskar krónur .. — 111.44
— danskar kiónur .. — 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 49.13.
Hjálpræðisherinn.
I kvöld kl. 8y2 verður útisam-
koma á Lækjartorgi. Samkomur
sunnudagsins: Kl. 11 f. h. helgun-
arsamkoma, Kapt. R. Nærvik tal-
ar, kl. 4 og- kl. 7 e. h. útisamkom-
ur, kl. 8)4 hjálpræðissamkoma, all-
ir foringjar og liðsmenn munu
taka þátt í samkomunum. Allir vel-
komnir.
Næturlæknir
er í nótt Gúðm. K. Pétursson.
Sími 1774. — Næturvörður í
Laugavegs apóteki og Lyfjabúð-
inni Iðunni.
Nýja Bíó
sýnir mjög eftirtektarverða
kvikmynd í fyrsta sinni í kveld.
Er það sænsk tal- og tónmynd,
sem nefnist „Endurfundin ást“.<
.4 ðalhlutverkin hafa með hönd-
um sex af ágætustu leikurum
Svía.
Útvarpið í kveld.
^9,10 Veðurfregnir. 19,20 Tón-
leikar: Danslög (plötur). 20,00
Klukkusláttur. 20,00 Upplestur.
20,30 Fréttir. 21.00 Tónleikar: a)
Út varpstrióið ; b) Siiðræn sönglög
(plötur). 22,00 Danslög til kl. 24.
Sykmútið í Varsjá.
Seinni hluta þessa mánaðar fer
fram landakeppni í skák í Varsjá.
Þessar landakeppnix njóta sívax-
andi vinsælda og 1930 i Hamborg
og 1933 í Folkestone tók ísland
þátt í keppninni v:ið góðan orð-
stir. Að þessu sinni tekur ísland
ekki þátt i keppninni, en hins-
vegar mun mörgum forvitni á því
hvernig hinar Norðurlandaþjóð-
irnar „standa sig“, en þær taka
allar ])átt í keppninni. Þrátt fyrir
alla kreppu er fyrirsjáanlegt, að
þátttaka verður meiri en nokkru
sinni áður. Um miðjan júli höfðu
21 þjóð tilkynt þátttöku sína. Þær
eru ])essar: (Getið verður um
keppendur þar, sem kunnugt er
um þá) 1. Argentina' (L: R. Piazz-
ini, R. Grau, J. Pieci, J. Bolboc-
han), 2. Austurríki (A. Becker,
E. Eliskases, E. Grúnfeld, H.
Múller, R. Spielmann), 3. Dan-
mörk, 4. Spánn, 5. Eistland (P.
Keres, G. Friedmann, Laurenti-
us, J. Rauel, F. Kibbérman), 6.
Finnland (E. Böök, I. Solin, B.
Rasmusson, R. Ivrogius, C. Heili-
mo), 7. Frakkland (Dr. A. Aljec-
hin, Dr. O. S. Bernstein, V. Kohn,
Muffang, (Betbeder), 8. Bretland
(Sir. G. A. Thomas, E. Atkins, W.
Winter, C. H. O’ D’ Alexander,
H. Golombek), 9. Ungverjaland,
io. írland (A. de Burca, G. Cran-
ston, J. Creevey, J. J. Ó’ Hanlon,
Brian Reillv), 11. ítalia, 12. Lett-
land (F. Apsenek. V. Petrov, M.
Feigin, W. R. Haséníuss), 13. Lit-
hauen (Macht, Mikenas, Vaitonis,
Vistaneckis), 14. Noregur (T. Hal-
vorsen, E, Rojahn, A. Gullbrand-
sen, E. Haabe, O. Óversand), i5.
Palestína, 16. Póila d. 17. Rúm-
enia (H. Silbermann, Dr. N.
Brody, J. Halic. S. Erdelyi, T.
lchim), 18. Sviþjót. 19. Tékkó-
slovakia (S. Flohr, Dr. K. Trey-
bal, K. Opocensky, j. Rejfir, Peli-
kan), 20. Bandaríkin (U. S. A.),
21 Jugoslavia. D.
„LITLI KARL — “
Hermenskulífið — að minsta lcosti i lierbúðunum
þama við Niagaravatnið — varð framan af nokkurs
konar skemtun í þeirra augum, skemtun, sem þeir
voru þátttakendur í. Þeir voru ekki að hugsa fram i
tímann enn sem komið var. Og þeir voru ekki komn-
ir þarna af því, að þeir hefði fundið hjá sér nokkura
hvöt lil þess að berjast „fyrir föðurlandið“. Þeir
höfðu alið allan sinn aídur langt norður í bygðum
og þeir höfðu verið sóltir þangað. Til þess tíma höfðu
þeir lítið um styrjöldina vitað. Það hafði gengið í
heilmiklu stímabralci að fá þá lil að skilja, að alt
væri undir þeim komið, þeir yrði að gerast hermenn
til þess að „bjarga menningunni“, og þcir skildu það
vist aldrei, en þeir gerðust hermenn eigi að siðnr.
Það var ekkert undanfæri. Þeir töluðu slundum um
það, að Quebee-fylki væri ekki í neinni hætlu, en ef
óvinalier hefði ráðist inn í Quebec, hefði þeir hotnað
eitthvað í þessu og farið með af áhuga, en þeirra
Iieimur var í rauninni skógarheimurinn þeirra norð-
ur í landi og þar hefði þeir helst kosið að vera kvrrir,
stunda veiðiskap, pranga-með loðskinn og daðra við
eskimóa- og Indíánastelpur, þegar færi gæfist, en nú
var elcki um þetta að tala, eins og annar þeirra, Al-
bert að nafni, sagði, er þetta bar á góma.
Báðir höfðu þeir mikla ánægju af því, þegar kveld
var komið og allir komnir í háttinn í tjöldunum, og
rætt var um alla hluti milli himins og jarðar, uns
skipað var að slökkva á öllum kertum og hætta öllum
liávaða. Heimilislífinu í tjöldunum, ef svo mætti
kalla það, undu þeir vel.
En svo kom það fyrir, að þeir — eins og svo marg-
ir aðrir — fóru — í leyfisleysi eða að fengnu leyfi,
til þorpsins við valnið, „Niagara on the Lake“. Þar
voru sýndar kvikmyndir, þar fekst hjór og koníak,
og þar var hægt að fá sér snúning. Og þar var kven-
fólk, sem fyrirhafnarlítið var að koma sér i kynni
við. ,
Svona leið líminn fyrir þeim, við æfingarnar.
Skyldustörfunum gegndu jieir samviskusamlega og
kvörtuðu ekki. Það leyndi sér ekki, að þeir undu
hermenskulífinu sæmilega, kannske vegna þess, að
það var tilbreyting. Þeir voru að kanna nýja stigu
og af því að þeir liugsuðu sjaldan lengur en til næsta
dags — eða kannske næstu helgar — voruþeiránægð-
ir, nokkurn veginn ánægðir, með alt eins og það var
i herbúðunum. Þeir voru ekkert að hugsa út í það,
hvað myndi gerast, er til Frakklands kæmi — ekki
enn ]iá — en um það hugsuðu þeir og ræddu hvað
þeir ætti að gera „í kveld“ eða „næsta laugardags-
kveld“. Smáalvik livers dags og næstu daga veru
þeirra aðalumliugsunarefni.
Verutíminn þarna var stuttur. Fáar vikur. Hann
var svo stuttur, að menn, sem eins var ástatt fyrir
og þeim bræðrum, áttuðu sig ekki fyllilega á þvi, er
kallið skyndilega kom um að fara til Englands. Og
þó voru þeir í hópi þeirra fáu, sem höfðú engan að
kveðja, að því er virtist.
Eg man allaf eftir því, að daginn, sem okkur var
tilkynt, að lagt yrði af stað að kveldi, voru þeir bræð-
ur staddir fyrir ulan tjald sitt og eldri bróðirinn,
Hubert, var óvenjulega alvarlegur á svipinn. Þeir
voru að tala saman bræðurnir og þeir voru rólegir
að sjá. Þeim var sýnilega meiri alvara i hug, en eg
áður liafði orðið var við hjá þeim.
Þetta sama kveld, er liði var fylkt til brottfarar,
og búið var að kynda bálin á völlunum og við vorum
að húast í fylkingu, var víða sungið við raust, mest
ættjarðarsöngvar, á ensku og frakknesku, frakkneski
þjóðsöngurinn og „God save the King“ og lika „The
Star Spangled Banner“. Menn höfðu fengið sér liress-
ingu og þegar eg hitti Hubert þarna úti á völlunum
sagði hann við mig:
„Það er alvara!“
Setningar hans voru að jafnaði stuttar og þegar
honum var mikið í hug var eins og hann lirækti út
úr sér orðunum, eins og úttugðum tóbakstölum, en
hann japlaðj sýknt og heilagt á tóbaki eða tottaði
pipuna sína, þegar yfirforingjarnir voru hvergi nærri.
„Vitanlega er það alvara,“ sagði eg.
„Við förum til Frakldands, lia?“
„k.g liefði nu Iialdið það, en við verðum sendir til
Lnglands fyrst, til æfinga. Þu ert hissa á þessu Hu-
bert ?“
„Eg hefi fjandans lítið hugsað út í það!“
„Ert kannske leiður yfir, að hafa lent i þessu ?“
„O—svei!“
Eftir nokkura þögn bætti liann við:
„Sjáðu, eg hafði Iofað pabba því, að lita eftir Al-
beit, þegar hans — skilurðu — nyti ekki við lengur.
Eg hefi alt af liaft Albert með mér síðan pabbi dó.
Kannske sjáum við aldrei Quebec aftur. Undarlegt
Hnefaleikskepnf.
Osló, 9. ágiist. — FB.
Hnefaleikskepni f<ir fram í
Montreal í gær og keptu þeir
Pete Sanstöl og Sixto Escobar
um heimsmeistaraíign (í „bant-
am-þyngd). Eseobar var dæmd-
ur sigurinn. Leikurinn var jafn
og voru áhorfendur hlyntir
Sanstöl. Hann meiddist á auga
í kepninni. Áhorfendur voru
um 10.000.
Norsk skip, sem stunda veiðar við
Island, ekki undanþegin greiðslu
söluskatts.
Fjármálaráðunej'tið heíir ákveö-
ið, að skip, sem búin eru til veiða
við ísland skuli ekki undanþegin
því að greiða viðskiftaskatt (om-
sætningsskat). Útgerðarmannafé-
Lgið í Alasundi vinnur að því, að
Jæssari ákvörðun verði breytt.
Kyndarinn: Þú kystir unnust-
una mína i gærkveldi, þegar dimt
var orðið. Hvað hefiröu þér til
afsökunar?
Hásetinn: Eg kyntist henni í
dimmu. Nú, þegar eg hefi séð hana
við dagsljós get ég íullvissað þig
um, að i framtíðinni þarftu engar
áhyggjur að hafa.