Vísir - 19.08.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 19.08.1935, Blaðsíða 3
V ÍSÍR Kappleikurinn i Dresden. Saxneska-liðið vann með 11:0. Hiti var mik- ill og sólskin. Áhorfendur 12.000. — Góðar viðtökur. Dresden 19. ágúst. FB. Saxneska úrvalsliöiö sigraöi með ellefu gegn engu. í fyrri hálf- leiknum skoruöu . Saxlendingar fimm mörk. Hiti var mikill og sólskin og Islendingar óvanir vell- inum. Áhorfendur voru 12,000. — Viðtökur ágætar. Var lúðrafloklc- ur á brautarstöðinni og fari'S þaö- Gagnfræðaskúlinn í Rejkjavík. Hér í Reykjavík eru nú starf- andi tveir gagnfræðaskólar, seni kunnugt er, og hættir fólki nokkuð til að „rugla þeim sam- an“, sakir þess liversu lieiti þeirra eru lik. — Heitir annar „Gagnfræðaskóli Reykvíkinga“. Skólastjóri hans er og hefir verið frá upphafi dr. pliil. Ágúst H. Bjarnason, prófessor. — Hinn heitir „Gagnfræðaskólinn í Reykjavík“ og er skólastjóri hans síra Ingimar Jónsson, áð- ur prestur að Mosfelli i Gríms- nesi. — Skýrsla „Gagnfræðaskólans í Reykjavík fyrir árið 1934—35“ er nú komin út., „Skólinn var settur 1. októ- ber. Inntökupróf í 2. bekk fóru fram næstu daga. — I 3. bekk (framhaldsbekk) voru teknir 25 nemendur. —í 2. bekk voru teknir 6 nýir nemendur en 21 komu eldri. Alls voru þvi í 2. bekk 27 nemendur. í 1. hekk voru teknir 73 nemendur, og var honum, skift í þrjár deildir, A, B. og C. Var leitast við að skipa í deildirnar þannig, að i hvefri deild væri sem samstæð- astir nemendur að þroska og kunnáttu. í kvöldskólanum nutu kenslu 30 nemendur, en nokkurum &.n í skrúögöngu. í gær vorum viö i boöi rikisstjórans, en í kveld í boði borgarstjórans í Dresden. A morgun förum viö í ferðalag um Saxland. — Þjóöverjar unnu í dag í kappleik við Finnlendinga með sex gegn engu og i kappleik viö Luxemburgara meö fimm gegn engu. Saxneska liöiö er taliö næst- sterkasta liö Þjóöverja. P. S. varð að visa frá vegna þrengsla. Kensla var þar 13 stundir á viku. Alls nutu kenslu i skólanum 155 nemendur. Auk þess tóku 5 nemendur 3. bekkjar þátt í námskeiði i is- lensku stærðfræði, eðlisfræði og jarðfræði til undirbúnings undir gagnfræðapróf í Menta- skólanum, 12—14 stundir á viku.“ | „Fastir kennarar voru skóla- stjórinn, Ingimar Jónsson, og Árni Guðnason cand. mag., skipaðir af ríkisstjórninni, og Sveinbjörn Sigurjónsson, nia- gister, og Friðrik Ásmundsson Brekkan, rithöfundur, ráðnir af skólanefnd.“ — Þessir voru stundakennarar: Einar Magnús- son, Mentaskólakennari, Jó- liannes Áskelsson, cand. phil., Sigurkarl Stefánsson, kennari, Magnús Björnsson, bókari, Guðgeir Jóhannsson, kennari, Þórarinn Sveinsson, stud. med., Gunnþórunn Karlsdóttir, Vignir Andrésson, Björn Björnsson, Þórarinn Einarsson og Sigríður Pétursdóttir. Námsgreinir voru þessar: ís- lenska, danska, enska, þýska, stærðfræði, saga, félagsfræði, landafræði, náttúrufræði, heilsufræði, eðlisfræði, bók- færsla, vélritun, teiknun, saum- ur, smiðar, leikfimi. Slys. Maður fellur af hárri bryggju og bíður bana af. Grenivík 18. ágúst. FÚ. Þaö slys. vildi til í Grenivík viö Eyjafjörö i gær, aö Sigurbjörn Sigurösson frá Sólgöröum í Greni- \ ík, er var þar viö uppskipun stein- 'litns, féll út af hárri bryggju og rotaðist viö fallið. — Sigurbjörn heitinn var maöur á sjötugs aldri og lætur eftir sig ekkju, Ólöfu Gunnarsdóttur frá Höföa. — Eftir símtali viö Grenivík. Bæjarfréttir Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 9 stig, Bolung- arvík 9, Akurcyri 10, Skálanesi 13, Vestmannaeyjum 9, Sandi 10, Kvígindisdal 10, Hesteyri 8, Gjögri 9, Blönduósi 9, Siglunesi 8, Grímsey 8, Raufarhöfn 9, Skálum 9, Fagradal 10, Papey 9, Hólunx í Hornaíiröi 11, Fagurhólsmýri 11, Reykjanesi 8, Færeyjum 12, Mest- ur hiti hér í gær 14 stig, minstur 9. Úrkoma 2.0 mm. Sólskin 1,0 st. Yfirlit; Grunn lægö viö noröaust- urströnd íslands. Önnur lægö um 1000 ktn. suðvestur af Reykjanesi. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiöafjöröur: Hæg vestan og norövestan átt. Skýjað loft en úr- komulítiö. Vestfirðir, Norðurland, norðausturland: Hæg norðan og norðvestan átt. Rigning eða þoku- súld. AustfirÖir, suöausturland: Hæg vestan átt. Víöast útkomu- laust og sumstaöar léttskýjað. Barðastrandarsýsla. Umsóknarfrestur um sýslu- mannsembættiö i Baröastrandar- sýslu er nú útrunninn. Urnsækj- endur eru : Einar M. Jónasson, fyr- verandi sýslumaöur, Hjálmar Vil- hjálmsson, bæjarstjóri Seyöisfiröi, Tngólfur Jónsson lögfræöingur, íyrrv. bæjarstjóri á ísafiröi, Jó- hann Skaftason lögfr., Jón Þór Sigtryggsson lögfr., Seyðisfiröi, SUNDÞRAUT YFIR STÓRABELTI Jón Steingrímsson sýslumaöur, Stykkishólmi, Jón Sveinsson fyrr- verandi bæjarstjóri Akureyri, Sig- urgeir Sigurjónsson lögfr., Rvík, Valdimar Stefánsson lögfr., Rvík., Þorst. G. Símonarson lögfr., Pat- reksfirði og Þórhallur Sæmunds- son lögreglustjóri á Akranesi. Af síldveiðum eru komnir Snorri goði og Egill Skallagrímsson. Skip Eimskipafélagsins. iGullfoss fer vestur og noröur annað kveld. Goöafoss kemur til Hull í dag. Dettifoss var á ísafiröi í morgun. Brúarfoss er í Grimsby. Lagarfoss er á leiö til Djúpavogs frá Leith. Selfoss er á leið til Antwerpen. Frú Sigríður Magnúsdóttir, Bergþórugötu 10 átti 74 ára af- mæli 4 gær. E.s. Lyra kom í morgun. Um Bessastaðaskóla flytur Ámi Pálsson prófessor útvarpserindi kl. 8 í kveld. Gengið í dag. Sterlingspund ........ kr. 22.15 Dollar................ — 4.46 Y\ 100 ríkismörk......... — l79-72 — franskir frankar . — 29.76 — belgur.............. — 75-50 — svissn. frankar .. — 146.25 — Hrur................ — 37.25 — finsk mörk...... — 9.93 — pesetar ............ — 62.07 — gyllini............. — 303.57 — tékkósl. krónur . . — 18.93 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur . . — II 1.44 — danskar krónur . . — 100.00 Myndasýningin. Aðsóknin að myndasýningunni í Miðbæjarskólanum var feikna mikil í gær. Komu á 9. hundrað manns að skoöa myndirnar, en samtals í gær og í fyrradag um 1000 manns. Útvarpið í kveld: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tón- leikar (plötur) : Hersýningalög. 20,00 Klukkusláttur. 20,00 Erindi: Um Bessastaðaskóla (Ánii Páls- son prófsessor). 20,30 Fréttir. 21,00 Tónleikar: a) Alþýðulög IDönsk stúlka, Elsie Kragh, gerði fyrir nokkuru tilraun til þess að synda yfir Stóra-Belti. Þegar hún átti aðeins 200 metra ófarna varð (Útvarpshljómsveitin); b) Ein- söngur (María Markan); c) Org- elleikur úr Fríkirkjunni (Páll ís- ólfsson). SDOdmeistaramút í. S. í hófst í gær á Álafossi. Forseti í. S. >í. setti mótið, með ræðu. Að því búnu hófst sundmótið. Fyrst var þreytt 100 st sund, frjáls að- ferð: 1. Jónas Halldórsson (Æ) á 1 mín. 8.7 sek. og er það nýtt met. Fyrra metið var 1 mín. 9,8 sek. 2. Gísli Jónsson (Á) á 1 m. 10,7 sek., 3. Logi Einarsson (Æ) á 1 minútu 14,3 sek. —• Allir kepp- endurnir syntu skriösund. Þá var 200 st. bringusund. 1. Magn- us Pálsson (Æ) á 3 mín. 16,7 sek. 2. Þorsteinn Hjálmarsson (Á) 3 mín. 16,9 sek og^. Ingi Sveinsson (Æ) á 3 mín 17,1 sek. Þá var 100 st. sund, frjáls aðferð fyrir konur: 1. Klara Ivlængsdóttir (Á) á 1 mín. 42 sek. 2. Þórdís Þorkelsdóttir (í 'B.) á 1 mín. 49,2 sek. Loks var þreytt boðsund: 4X50 st. og vann „Ægir“ á 2 mín. 8,1 sek. og er nýtt met, fyrra metið var 2 mín. 9,9 sek. (Æ). Sundsveit „Ármanns" var 2 mín. 10,1 sek. Nokkrir merin og meyjar sýndu dýfingar af stökk- pöllum, og tókst það vel. Veöur var gott meöan mótið stóö yfir, og hún aö hætta, vegna þess að sterk- ur straumur bar hana úr leið. — Myndin er tekin, er ungfrú Kragh var komin miðja vega. Sótadistar. Kámug þá er kvæði les, klám- og rudda-fengin, segja má að Sótades1) sé þar afturgenginn. Býður mér við bókum Dóra,2) bölverk hans meö raun því les; heldur vil ég hreinsa flóra en hlýða á nokkurn Sótades. Þjóðfélags aö safna sora sjaldgæfum, — og spilling máls, menning framar varla vora, virðing lands—né skáldsins sjálfs. 1) Grískt klænrið skarn-skáld, um 300 f. Kr. 2) Þótt vísur þessar yröu til við lestur bóka Laxness-Dóra, eru þær hér með jafnframt tilejnkaðar Katla-Jóa og öðrum höfundum sótadiskra bók-„menta“. J BúL margt áhorfenda. Sigurjón Péturs- sön haföi látið gera ýmsar endur- bætur á útisundlauginni, sem reyndust mjög vel; og á hann þakkir skilið fyrir sitt mikla og góða iþróttastarf. Sundmótið held- ur áfrarri annað kvöld, og hefst kl. -8 síðdegis. Stefán Helgason. Svo hét alkunnur flækingur nyrðra. Kynjaður mun hann hafa verið úr Húnavatnssýslu og þar var hann oftast á reiki. — Hann þótti undarlegur í hátfcum, vart með öllum mjalla stuadum, og kallaður var liann ærið sóðafenginn. Til dæmis var sagt, að hann æti lýs og sleikti hráka. Og fleira gerði hann af líku tæi eða þaðan af verra. Verður það ekki rakið hér. Talið var af ýmsum nyrðra, að Stefán liefði verið efnis- piítur í æsku og sæmilega viti borinn. En skift liafi um liann snögglega, er liann fór að grös- um með öðru fólki eittlivert sinn. Hafi þá eitthvað komið fyri* hann, er varð þess vald- an<|k að liann gerðist ærið un^arlegur í háttum og náð! sér ekki upp frá því. Bn ekki er niér kunnugt — eða þá úr minni liðið — livað þa<? hafi átt að vera. — Aðrir fiegja, að þá er hann sat yfir kví-#é í æsku, liafi það verið siðdr lians — síðara eða sið- astá sumarið — að leggjast til svéftis á einum og sama stað dag eftir dag. Hafi liann þá jafnan hallast upp að kletti eða stökum steini, vel miklum og jarðföstum, er þar var og horfði mesti flöturinn við sólu. En kletturinn var raunar álfa- bústaður og lagðist Sefán á gluggann. Svo sem líklegt má telja, þótti álfunum slæmur gestur kominn á glugga sinn og vildu ekki una slíku. Og er Stefán var sofnaður einhvern daginn, kom til lians kona, tíguleg og fögur, og bað liann þoka um set. Þetta væri bærinn hennar. „Og liggur þú á glugga mín- um og tekur frá okkur sólar- Ijósið. En hér eru hörn á hæ, mörg og smá, og vil eg að þau fái notið sólargeislanna, svo sem verið hefir. Getur þú og víðar livílst en hér, og verð nú á brottu.“ — Mundi Stefán drauminn, er hann vaknaði, en gaf engan gaum að og liélt uppteknum hætti. Degi síðar kemur konan til hans öðru sinni og mælti: „Illa gerðir þú, að verða ekki á brottu, svo sem eg bað þig i gær. Vil eg enn sýna þér vin- áttu mína og hverf nú héðan hið bráðasta. Vænti eg þess, að þú látir nú að ósk minni og mun þá hvergi saka. En sofn- ir þú hér hið þriðja sinn í ó- leyfi mínu, muntu gjalda verða þrákelkni þinnar og ó- hlýðni. Er þér betra lieilum vagni heim að aka, en híða þess sem koma hlýtur, ef þú brýtur enn boð mín og rænir hörn min Ijósinu.“ Að svo mæltu hvarf konan, en Stefán varð glaðvakandi þegar og hugleiddi það, er fyr- ir hann liafði horið í svefnin- um. Staðfestir hann nú með sér, að liafa orð konunnar að engu, enda muni þetta vitleysa ein og draumskrök. — Huldu- fólk sé livergi til, eins og all- ir megi skilja, er það sjáist livergi í vöku. Þriðja daginn legst liann enn til livíldar undir steinin- um og sigur þegar á hann mók nokkurt. Er þá heitt af sólu, sem liina fyrri daga, og þykir pilti gott að hvilast. Hafði hann áður bælt ærnar í móunum fyrir neðan. Jórtra sumar ánægjulega, en aðrar liafa lagt höfuð á fót sér og eru þegar sofnaðar. Kemur þá enn hin sama kona og hefir nú brugðið skapi. Kveðst hún ekki munu biðja liann frekar en orðið sé, að liverfa af glugganum. „Og sof nú sem þig fýsir,“ segir hún. „En breytingar nókkur- ar muntu kenna á hag þínum og sálarlífi, er þú vaknar, og mun sú ekki hverfa né við þig skilja stundu lengur, það sem eítir er lifdaganna. — Þú sýndir mér og mínum þverúð og kærleiksleysi, og muntu nú þola verða slíkt liið sama af mannfólkinu. Hefir þú og sannlega til þess unnið. Mér virtist þú vel í fyrstu, mælti og vel til þín og vildi firra þig höli. En ekki má sköpum renna og verður nú lilutur þinn slíkur, sem verðleikar standa til.“ Sefur nú Stefán lengi og vaknar ekki fyrr en sól er all- mjög gengin vestur. — Sér liann þá hvergi ærnar og höfðu þær rásað viðs vegar. — Kenn- ir hann þegar allmikillar breytingar á hag sínum og liugarfari og þykir nú ekki að 01-ðið, þó að ærnar sé týndar. — Honuni dettur og ekki i hug að leita þeirra, en tekur að lemja klettinn sem ákafast og lætur því næst dynja á hon- um grjóthríð lengi kvelds. Hugsar hann sér nú, að hrjóta glugga huldukonunnar, liinnar illu nornar, sem á hann liafi lagt fj'rir þær sakir einar, að liann blundaði undir steinin- um í meinleysi. — Að lokum slangrar liann þó heini, kinda- laus, og þótti öllum mikil breyt- ing og ill á lionum orðin. Þótti kunnugum, sem um liann hefði skift gersamlega og hörmuðu margir slík örlög. Og upp frá þessari stundu varð hann eirðarlaus reikunar- maður. Sögu þessa sagði mér, ung- um dreng, gömul kona, Sigrið- ur Jónsdóttir að nafni, er dvaldist á heimili foreldra minna árum saman. Hún mun hafa verið ættuð- úr Svína- vatnshreppi. Kunni liún marg- ar sögur og sagði okkur krökk- unum, er hún sat við prjóna sína á vökunni. — Annars lieyrði eg margar sögur um það, hvers vegna Slefán Helga- son hefði orðið svona undar- legur. Eru sumar svipaðar þessari, en sumar með öðrum hætti. — Ekki heyrði eg þess getið, að Stefán væri beinlínis hættu- legur maður, en þó mun hann liafa haft það til, að vera nokkuð frekur og ruddalegur, einkum við kvenfólk og ung- linga, ef karlmenn voru ekki lieima að bæjum, þar sem liann kom á flakki sinu. En meinlausari þótti liann og hetri gestur, heldur en t. d. Björn Snorrason, hinn svarfdælski, er stöku sinnum var á reiki um Hún aA' a tn ssýsl 11. Stefán Helgason vildi eiga vingott við stúlkurnar, eins og gerist og gengur. Og stundum fékst hann mjög við kvonbæn- ir, að því er talið var. En ekki tók liann sér hryggbrotin nærri, og þótti ekki að orðið, þó að ein neitaði eða tvær. Einhverju sinni kom liann á hæ og bað dóttur bónda með. þessum orðum: , — Viltu ekki eiga mig, grey- ið mitt? Stúlkan tók því fjarri. t — Hvaða helvítis-gikkur get- urðu verið, stúlku-kind. — Finst þér það, sagði súlk- an. — Ertu viss um að þú vilj- ir mig ekki, greyið mitt? Hugs- aðu þig vel um, þvi að mitt hoð stendur ekki lengi. — Eg þarf ekki að skoða huga minn um það, sagði stúlk- an. — — Jæja, gefðu mér þá graut í skál og leðurskó með hvítum ristarþvengjum. — Það skal eg gera, sagði stúlkan. — Og alla hráka, sem til falla hér á lieimilinu til morg- uns. Þá erum við kvitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.