Vísir - 19.08.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 19.08.1935, Blaðsíða 2
VlSIR Neyðarrátstafanir. Síldveiðarnar glæðast á ný. Vonir síldarfólksins nyrðra hafa glæðst aftur og hætti mikill meiri hluti þess við að fara heim á Dettifossi, eins og til stóð. SvlpÍF. —O— t \ Sögunnar hérna ég svipi finn við sólarlag liljóðlega reika .... Minningar Ijúfar mér klappa á kinn, kringum sólbrendan vanga minn eins og laufvindar leika. , Eyðimörk döpur, þin yglibrún örfar minn liug til ljóða. Töfrar mig hverfleikans ramma rún; reikulli sálu opnar hún draumanna heiminn hljóða. Sandur, hve dýrðlega sögu þú átt, og sorg þín mér unun vekur, því fortíðar heyri ég lijartaslátt og horfinna kynslóða andardrátt, er andblær þinn andvörp lekur! Hér seiði ég fram, það, sem saga þin á: svipi liðinna ára. Leyf mér, drottinn, að dreyma og þrá. Drottinn, taktu mér aldrei frá söknuðinn ljúfa og sára. Grétar Fells. Þríveldaráðstefnan er farin út um þúfur. Mussoltni liafnap samkomulags- tillögum Breta og Frakka. Heyrst hefir, að Frakkar ætli að gera tilraun til þess að finna samkomulagsgrundvöll, en menn hafa enga trú á, að það takist. Fulltrú- ar Breta farnir heimleiðis. — Abessinia mun fara fram á, að fjárhags- og viðskiftalegum þvingunarráðstöfunum verði beitt til þess að ___ ítalir neyðist til þess að hætta við að herja á Abessiniu. París, 19. ágúst. FB. Mussolini hefir neitað að fall- ast á samkomulagstillögur Breta og Frakka. Vegna svars þessa hefir þríveldaráðstefnan raunverulega farið út um þúf- ur og það er ekki búist við, að þríveldin geri frekari tilraunir á sameiginlegum fundi til þess að koma á samkomulagi. Að afstöðnum þríveldafundi síð- degis í gær var gefin út opinber yfirlýsing þess efnis að þríveld- unum hefði ekki tekist að finna grundvöll til lausnar deilum Ítalíu og Abessiniu og hafi nýir erfiðleikar í því sambandi kom- ið til sögunnar og verði því ekki hægt að hverfa að öðrU ráði en því, að fresta ráðstefn- unni um óákveðinn tíma. Frek- ari athuganir eiga þó fram að fara af ríkisstjórnum hlutaðeig- andi ríkja, til þess í lengstu lög að halda áfram athugunum og umræðum, sem kannske gæti leitt til sátta. Hins vegar er al- ment talið, að öll von sé úti um sættir. Og það er opinbert leyndarmál, að Bretar telja vonlaust um aðfrekari sáttaum- leitanir beri árangur áður en ráð bandalagsins kemur saman. Heyrst hefir, að frakkneska stjórnin ætli að gera tilraun til MUSSOLINI. þess að finna samkomulags- grundvöll í deilunni, en ekki eru menn trúaðir á, að þa5 beri árangur. Bresku fulltrúarnir fara heimleiðis í dag. Árangur- inn af þríveldaráðstefnunni hefir því enginn orðið. Það er nú búist við, að Abessinia muni enn á ný leita til Þjóðabanda- lagsins um að það taki tfl at- hugunar að beita þvingunarráð- stöfunum f járhags og viðskifta- legs eðlis til þess að knýja ítali til þess að hætta við að fara með her á hendur Abessiniumönn- um. (United Press). Ef svo fer, að síldveiðarnar bregðast að mestu, eins og líkur eru til, þá má gera ráð fyrir þvi, að til nokkurra vand- ræða horfi um afkomu ýmsra þeirra, sem leituðu sér sumar- atvinnu í sambandi við þær, en koma nú heim, að lokinni ver- tíð, jafnvel fátækari en þeir fóru. Og að sjálfsögðu verður með einhverjum hætti að sjá því fólki farborða, sem bjargar- þrota verður af þessum sökum. Ráðstafanir hafa þegar verið gerðar til þess að koma þessu fólki heim til sín. En talið var að eitthvað á níunda hundrað aðkomumanna á Siglufirði væri þurfandi slíkrar hjálpar. Þegar heim kemur, verða þeir, sem ekki eru sjálfhjarga, að leita hjálpar þess opinbera. Og að sjálfsögðu verða þá rann- sakaðar ástæður þeirra og þeim veitt sú aðstoð sem þeir þurfa og best hentar eftir ástæðum. Að svo stöddu verður ekkert um það sagt, livort þörf verður á því, að gripa til nokkurra óvenjulegra ráðstafana til bjargar þessu fólki hér í Reykjavík. Talið er að á Siglu- firði hafi verið um 340 manns héðan iir bænum, sem hjálpar þyrftu til heimferðarinnar. En um ástæður þess lieima fyrir er ókunnugt. Hér er allt af hörg- utl á stúlkum til lieimilisstarfa, og þarf varla að gera ráð fyrir þvi, að ekki megi takast að út- vega kvenfólkinu flestu vinnu. En líklegt er að talsverður meiri hluti þessa fólks sé ein- mitt stiilkur. Margir einhleyp- ingar munu eiga að heimilum að hverfa, þar sem þeir geta fengið framfæri, og á ýmsa vegu geta ástæður verið þannig, að vandræðjai verði minni en í fljótu bragði mætti virðast lik- legt. , Það hef'ir verið minst á það, í sambandi við þetta mál, að rétt væri óg jafnvel alveg sjálf- sagt, að bæjarstjórnin kæmi á fót „almenningseldhúsi“, þar sem þetta fólk, og jafnvel þurfamenn bæjarins yfirleitt, gæti fengið mat, ókeypis eða við lágu verði. Er því jafnvel haldið fram, að rétt væri að hærinn liefði þannig með hönd- um matseldir fyrir almenning, og ekki að eins fyrir þurfamenn sína, einnig undir venjulegum kringumstæðum, af því að með þeim hætti yrði best trygt, að almenningur fengi hollan og góðan mat. Það má nú vel vera, að ýmis- leg rök megi finna þessu til stuðnings. En svo er einnig um ýmsar aðrar kenningar social- ista og kommúnista, þó að þær falli ekki i geð þeiin mönnum, sem yfirleitt telja hag almenn- ings best borgið með því að leggja ábyrgðina á velferð ein- staklingsins, að sem mestu leyti á lierðar einstaklingsins sjálfs. — Og mundi ekki sama máli að gegna uin aðrar daglegar Jiarfir manna, eins og matseldirnar, að finna mætti rök fyrir því, að með opinberri íhlutun mætti tryggja almenningi betri og hollari aðbúnað einnig að ýmsu öðru leyti — uns einstaklingn- um væri jafnvel ekkert eftirsltil- ið til að annast um sjálfur! Öðru máli er auðvitað að gegna um það, til livaða neyðar- ráðstafana kann að þurfa að taka, ef almennur skortur er yfirvofandi og ókleift er að ráða bót á nema brýnustu þörf- um. Innbrot í skrifstofu kirkjugarðsvarðar. —o— t fyrrinótt var brotist inn í skrifstofu kirkjugarðsvarðar, en liún er í horni kirkjugarðsins og ingangur í liana frá Ljósvalla- götu. Höfðu þjófarnir mölvað niðu í ytri liurð og seilst niður að smekklás og gátu' þannig opnað hurðina. Þegar inn í for- stofuna kom liafa þjófarnir brotið upp innri hurðina. Er þeir voru komnir inn veltu þeir um tréskáp, en á honum var eldtraustur járnskápur, ætlaður til þess að geyma í bækúr. Pen- ingar eru aldrei geymdir á þessum stað. Eldlrausta skápn- um liafa þeir því næst komið út í garðinn og tekist að komast í hann. Höfðu þeir fundið lykil- inn að skápnum, en hann var geymdur á skrifstofunni. Valn komst í skápinn og blotnuðu og óiireinkuðust bækurnar, sem í honum voru. Mun verða að endurskrifa a. m. k. eina þeirra. I viðtali, sem Vísir átti við Felix Guðmundsson kirkju- Siglufiröi 18. ágúst. FÚ. Nokkur síldveiöiskip hafa enn íengiö góöan afla við Selsker. — Auk Ólafs (Bjarnasonar sem kom í morgun til Siglufjaröar meö 550 tunnur síldar, kom línuveiöaskipiö Ármann meö 400 tunnur er voru saltaöar hjá Tynes. Sæhrímnir var og væntanlegur meö 400—500 tunnur til söltunar hjá Ingvari Guöjónssyni. Von var og á fleiri skipum er talaö var til Siglufjarö- ar um miðaftan í dag, en óglögt haföi frést um afla þeirra. Afli í reknet hefir verið lítill. Haft er eftir bóndanum í Málmey aö mikið sé af fugli þar úti fyrir og mikil áta. Gott veður var á Siglufirði og þar í grend í dag —• sléttur sjór en þoka. Lítil von er um bræöslu- síld, því alt sem kann að veiöast og teljast söltunarhæft verður salt- aö. Snæfell hefir tekið 2000 föt síld- arlýsis á Raufarhöfn til útflutn- ings. Vonir síldarfólks hafa nú glæöst og hafa flestar síldarstúlk- ur í bili horfiö frá heimferð. —• Skv. símtali við Þormóð Eyjólfs- son. Ólafsfiröi 17. ágúst. FÚ. Undanfarna daga hefir veriö ailgóö sildveiöi í reknet á Ólafs- firði, og hafa alls verið saltaðar þar um 1200 tunnur. Tíu bátar stunda reknetaveiöar frá Ólafs. íiröi. Ingólfsfiröi 17. ágúst. FÚ. Frá Ingólfsfirði símar Guöjón Guömundsson útvarpinu, að síð- astliðna þrjá daga hafi engin síld korist þangað. í. sumar var fyrirhugaö aö sálta á Ingólfsfirði 15—18 þúsund tunn- ur, en veiðin hefir brugöist til þessa, og er nú búiö að salta 1430 tn. Sjö skip áttu aö leggja síld á land í Ingólfsfiröi, en aðeins tvö þeirra hafa komið meö síld, og er annað þeirra mótorkútterinn Síldin, sem Guðmundur Sigurös- son í Hafnarfiröi er skipstjóri á og eigandi aö. Hefir hann fiskaö iooo unnur í salt. Útgerðina á Ingólfsfirði rekur Ólafur A. Guðmundsson, á síld- \ eiöistöð sem Geir Thorsteinsson i Reykjavík er eigandi að og hefir hann látið bæta þá stöð stórmikið. Starfsfólk við síldarstöðina á Ingólfsfirði vonar að úr rætist með veiði, segir fréttaritari, enda kvart- ar það ekki um líðan til þessa. Síldarsöltun hefir verið stunduð á Ingólfsfirði undnafarin sumur og hefir veiöi verið góð og bænd- ur hreppsins hafa fengið næga síld til skepnufóðurs, og bjargaði það bústofni hænda síðastliðinn vetur. Þá segir Guðjón að veðurfar, það sem af er sumrinu, hafi verið fremur kalt og átt norðaustlæg oft- ast síðan sláttur byrjaði, með' vot- viðri. Töður eru ])ó ahnent hirtar. Fréttaritari útvarpsins segir í símskeyti í dag: Árni Friðriksson kom i dag úr garðsvörð í morgun, sagði hann, að liér liefði bersýnilega verið um mjög bíræfna þjófa að ræða, þeir hefði hlotið að gera þarna rnikinn hávaða, er þeir voru að brjótast inn og koma út skápnum, og vafalaust verið jiarna góða stund. rannsóknarför til Siglufjarðar. — Mældi hann sjávarhita við Langa- nes frá landi og 25 sjómílur út til hafs. Yfirborðshiti var rúmlega 8 stig, en botnhiti á 50 metra dýpi 7,52 stig, á 150 metra dýpi 4,69 stig, á 260 metra dýpi 2,89 stig. Ata ýmsar tegundir, var eins og mest gerist, alla leið frá Eyjafirði til Sléttu. — Síldin er mjög falleg og jafnstór. Norskt reknetaveiðiskip, Fulrn- ar, sá mikla síld á Skagagrunni. Sild hefir einnig sést út af Siglu- firði. Síldarafli Sandgerðisháta. Útflutningur síldar frá Sandgerði. Sandgerði 18. ágúst-. FÚ. Síldveiði var með minsta móti í Sandgerði í dag. — Eggert fékk 47 tunnur, Gylfi 32 tunnur og Óð- inn 41 tunnu. Öll síldin var söltuð. ísland tekur í Sandgerði í kveld 430 tunnur saltsildar. Áður eru farnar 100 tunnur saltsíldar. Dá- lítið hefir einnig verið kryddsalt- að og matjessaltað. — Skv. sím- skeyti frá fréttaritara útvarpsins í Sandgerði. i } Afli Djúpvíkurtogaranna. Djúpuvík 18. ágúst (FÚ) í nótt lögðu á land í Djúpuvík við Reykjarfjörð : Línuveiðaskipið Freyja 560 tunnur til grófsöltunar, vélbáturinn Þorsteinn 360 tunnur og togarinn Hávarður ísfirðingur 140 tunnur í krydd. í dag hafa lagt á land, Hannes ráðherra, Hávarður ísfirðingur og Surprise 300—400 tunnur hver. — Síldin veiddist við Selsker. (Skv. simsk. frá fréttaritara útvarpsins t,m veiðiskipin). Seinnstu fréttir að norðan. Vísir átti tal við Siglufjörð laust laust fyrir hádegi og fékk þær fregnir, að Örn, m. s. Ámi Árná- son og 2—3 skip önnur hefðu feng- ið dágóð köst við Selsker í nótt. I gærkveldi kom Sæhrímnir með 600—700 tn. og Huginn með 500 tn. Fleiri skip hafa ekki komið síð- an í gærkveldi. Heimildarmaður blaðsins sagði, að ekki væri hægt að segja með neinni vissu, hvort síldin væri komin aftur svo um munaði, en menn væri að gera sér vonir um það. Veður er frekar hlýtt í dag nyrðra, en hálfgerð bræla útifyrir. — Afli í reknet er lítill. írekstnr á sjð. Liverpool 19. ágúst. FB. Cunardlínuskipið Laurentic og Napier Star, eign Blástjörnulín- unnar, rákust á í gærmorgun á Ir- landssjó. Við áreksturinn meidd- ust fimm menn, en sex fórust, allir af skipsmönnum. Skipin löskuðust svo, að það varð að draga þau hæði inn til Liverpool. Árekstur- inn varð í svarta þoku. (United Press). * Tilraunastöðin í Yalta á Krím. Yalta, Krím í ágúst. FB. Garðræktar- og gróðrartilrauna- stöðin skamt frá Yalta er nú orðin heimsfræg. Hún er skamt frá Svartahafi og flykkjast þangað nú ferðamenn frá ýmsum löndum heims, meðal þeirra grasafræðing- ar og ýmsir sérfróðir menn aðrir. Þarna eru ræktaðar þúsundir grasa og blómtegunda frá nærri öllum hlutum heims. Með kyn- blendingarækt hafa verið fram- leiddar þarna um 400 tegundir drúfna og 300 eplategundir, nýj- ar peru-, aprikósu- og ferskjuteg- undir. I rósagarðinum eru 1500 tegundir rósa og hefir tekist að framleiða þar, með kynblendings- rækt, bláar og grænar rósir, en það hefir ekki tekist fyr, svo að vitað sé. (United Press). London, 17. ágúst. FÚ. Óeirðir á Indlandi. Óeirðir liafa brotist út á ný á norðvesturlandamærum Ind- lands, og er það Efri-Moman kynflokkurinn, sem að þeim stendur. Hefir hann liafið skipu- lagðar árásir á lestir, seta fara um Gundabveginn, og liefir her- sveit verið kölluð á vettvaug til að veita hinu fasta lögregluliði aðstoð, en erfiðlega liefir gengið að veita árásarmönnum við- nám, vegna þess að ákyggni hefír verið slæmt ])ar í f jalllefid- inu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.