Vísir - 23.08.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 23.08.1935, Blaðsíða 2
VlSIR Fleiri bræðslnstöðvar! Islendingar liafa vilað það í þriðjung aldar, að síldveiði er einhver brigðulasti og áliættu- samasti atvinnuvegur þjóðar- innar. Þegar vel veiðist og verðlag er gott á síld og sildar- lýsi, verður hagur að sil^veiðun- um. Stundum fer svo, að út- gerðarmenn sleppa rétt aðeins. En stundum verður gífurlegt tap á þessari grein útgerðar- innar. Þetta vita allir. Og því er það, að útgerðarmenn eru oft ragir við það, að „gera út á síld“. Þeir liafa ekki gleymt og geta ekki gleymt liinu ægilega tjóni, sem oft og einatt liefir orðið á þess- um veiðiskap. Samt liafa sumir þeirra látið skip sín „fara á síld“ ár eftir ár — upp á von og óvon. Stundum hefir þetta blessast, stundum ekki. Áliætt- an hefir einatt verið mikil og útgerðarmenn sett eignir sínar og lánstraust í hættu, meðal annars til þess, að geta útvegað mörgu fólki vinnu — fólki, sem annars kostar hefði að likindum orðið að ganga iðjulaust. Stjórnarvöldin liafa stundum gengið rösklega fram í því, að gera hinn áhættusama atvinnu- veg, síldveiðarnar, enn þá vara- samari — enn þá áhættumeiri. Er hér átt við hin „rauðu“ stjórnarvöld og flokka þá, sem hafa lialdið þeim uppi. Nægir i þessu efni að benda á síldar- einkasöluna gömlu. Það var auðvitað óðs manns æði að setja hana á stofn. Og árangurinn af því asnastriki varð hörmulegur. Verkafólk var svikið um kaup sitt og útgerðarmenn töpuðu stórfé. - Tjón ríkissjóðs varð og stórkostlegt. Hið beina tjón frá- leitt undir einni miljón króna, en óbeint tjón landsins í lieild sinni (verkafólks, sjómanna, útgerðarmanna o. s. frv.) í raun réttri ómetanlegt. Síldareinok- unin, þetta óskabarn hinna rauðu óvita, varð auðvitað gjaldþrota. En reynt var þó að halda henni á floti meðan þess var nokkur kostur. , Eins og menn vita, hófust sildveiðar með fyrra móti ísum- ar og var veiðin all-mikil fyrslu dagana. Sildarlýsi mun og hafa hækkað eitthvað í verði í vor, en lítil eða engin ástæða var til að ætla, að sú verðhækkun yrði venju fremur vai’anleg. — Verðið gat fallið jafn-snögglega og það hækkaði. Og vitanlega verður ekkert við slíkar verð- sveiflur ráðið héðan af landi. — Verðið á síldarlýsi fer ekkert eftir því, hvers Islendingar óska í þeim efnum — því er nú ver og miður. Það getur verið nógu fróðlegt að veita því athygli — ekki síð- ur en öðru — hvernig menn snúast við ýmsum fyrirbrigð- um atvinnulífsins. Hækki verð á einhverri útflutningsvöru i svipinn, þá er engu líkara, en að sumir menn ímyndi sér, að sú verðhækkun muni stöðug standa um óralangan tíma — kannske áralugum saman! Og þeir krefjast þess með hávaða og gauragangi, að þjóðin hagi sér þar eftir! Hækki síldarlýsi í verði sé alveg sjálfsagt að rjúka í það, að reisa fleiri bræðslustöðvar! Það er fullyrt að þetla þoli enga bið — og þar fram eftir götunum. — Svona gekk þetta til í sumar, í það mund sem sildveiðarnar voru að hefjast. Þá var mikil síldarganga og þá hafði verð á síldarlýsi hækkað eilthvað ofur- lílið. — Þá var um að gera, sagði Alþýðublaðið, sennilega fyrir munn stjórnarinnar og alls hins rauða „almættis‘, að rjúka upp til handa og fóla og reisa að minsta kosti tvær nýj- ar bræðslustöðvar eða „sildar- verksmiðjur“, eins og það er kallað. — Það mátti ekki minna kosta! — Og yfir því var lýst, að þetta yrði að gerast undir- eins, því að hagur lands og jjjóðar krefðist þess. Þessar nýju bræðslustöðvar eða síldar- verksmiðjur yrði að vera lil- búnar næsta vor. — Þótti blað- inu sem nú reyndi fyrir alvöru á stjórnmálaþroskann og fram- sýnina. Yrði daufheyrst við kröfunum uin tvær nýjar síld- arliræðslu-stöðvar væri bersýni- Jegt, að þjóðin jjekti ekki sinn vitjunartíma. — Blaðið ætlaðist til jæss, að þessar nýju „ríkisbræðslur" yrði mjög fullkomnar, og vitan- lega er sjálfsagt að þvilíkar verksmiðjur sé að öllu með ný- tískusniði og sem fullkomnast- ar, ef þær eru á annað borð reistar. Kostnaðurinn við að reisa „stöðvarnar“ liefði jjvi sennilega orðið eitthvað yfir tvær miljónir króna. Það er ekki ónýtt fyrir þjóð- ina, að eiga slíkan ráðgjafa sem Alþýðublaðið! Það væri nú — til dæmis að taka — ekki litilsvert, að koma sér upp tveim nýjum „síldarverksmiðjum“, svo að j)ær gæti bættst í hóp hinna bræðslustöðvanna, sem tómar standa og hafa ekkert að gera tímunum saman, eins og verið hefir nú í sumar. Það má vel vera að rauða foringja- hyskinu þætti gaman að því, að sjá sem allra flestar iðjulausar „rikisbræðslur“, en hitt er annað mál, hvort þjóðin hefði nokkurn, hag af sliku. — , Sjómannakveðja. LagSir af sta’ð til Þýskalands. Vellíðan. Kveðjur. Skipverjar á Sviða. Andúð gegn Qydingum í Austurríki. Gyðingar eiga ekki upp á pall- borðið hjá austurrísku stjórninni og það er megn andúð gegn þeirn víða í landinu, og svo hefir lengi verið, eins og í svo mörgum Ev- rópulöndum öðrum. Eins og geta má nærri er andúðin gegn þeim mögnuðust hjá austurriskum nas- istum, sem helst af öllu vilja, að þeir verði ofsóttir á sama hátt og í Þýskalandi. En austurríska stjórnin hefir tekið málið öðrum tökum en nasistastjórnin þýska. í Austurríki eru 200.000 menn og konur, sem eru Gyðinga-trúar eða 3% af þjóðinni. Austurrískir nas- istar segja, að 8% af þjóðinni sé af Gyðingaættum. — Andúð gegn Gyðingum hefir alt af verið tals- verð i Austurríki og stundum mik- il, og núverandi stjórn hefir ekki gert neitt til þess að draga úr þeirri andúð, en lýst sig andviga því, að þeir væri ofsóttir á svip- aðan hátt og er — eða var gert a. m. k. — í Þýskalandi. Og jjó eru sumir Gyðingar ofsóttir i Austur- ríki með atvinnusviftingu og á fleiri vegu. Blaðamaður, sem ferðast hefir í Austurríki, og gerir jretta að um- talsefni, segir eftirfarandi smá- sögu: „Fyrir rneira en 50 árunr var dr. Karl Lúger, stofnandi Kristilega socialista flokksins, ávítaður fyrir það af jjingmanni einum, að hann umgengist marga Gyðinga. „Eg“, sagði Lúger, sem þá var borgar- stjóri í Wien, „ákveð hverjir telj- ast Gyðingar og hverjir ekki.“ Andúðarstarfsemin i Austurríki nú er á þessum grundvelli, segir hlaðamaðurinn, og skýrir málið nánara Jjannig: „Kaþólska kirkjan í Austurriki er voldug. Hún hefir altaf unnið og vinnur enn gegn erjum og ó- friði milli trúarflokkanna. Ef Gyð- ingur tekur kristna trú má ekki, innan kirkjunnar, láta það bitna á honum, að hann ,er Gyðingur. En það er engin regla án undantekn- ingar. Margir Gyðingar, sem tekið hafa kristna trú eftir heimsstyrj- cldina, sumir komnir að austan úr Evrópu, eru nú ofsóttir í Austur- ríki, ])ótt með öðrum hætti sé en í Þýskalandi, þ. e. Jjeir eru ekki látnir sæta misjjyrmingum o. s. frv. En svo eru Gyðingar í Austurríki, sem ekki hafa skift um trú, hafa átt heima ]>ar alla sína æfi og forfeður Jjeirra allangt aft- ur í tímann, og sumir jæssara manna hafa orðið frægir menn og gert landinu mikið gagn. Þessir menn sæta ekki andúð í Aust- urríki. Andúðin bitnar ekki á/Gyð- ingum í Austurríki alment, heldur aðeins sumum þeirra þeim, sem að- komnir eru, sbr. það, sem að fram- an var sagt, og ])eim, sem starfað hafa i flokki socialista. Áður en Hitler komst til valda í Þýska- landi voru fjölda margir Gyðingar í Austurríki socialistar. Þegar austurríska stjórnin átti í höggi við bæði nasista og socialista og binir síðarnefndu voru kúgaðir gengu margir Gyðingar úr flokki socialista ýfir í Ættjarðarflokkinn svo kallaða, einkanlega eftir fehrúarósigur socialista. Að þess- um Gyðingum, Gyðingunum í Ættjarðarflokknum (Fatherland Front) er stjórninni styrkur og c-ngin andúð er látin bitna á þeim. Ríkisstjórnin j)ykist ekki eiga of marga vini og það er víst um það, að svo er. Einnig vill austurriska stjórnin ekkert gera, sem gæti vak- ið andúð gegn Austurríki, og er minnug ])ess hverjar afl^iðingar Gyðingaofsóknirnar í Þýskalandi höfðu erlendis. En j)rátt fyrir þetta lætur stjórnin viðgangast, að sum- um Gyðingum sé sýnd mikil and- Ný ijóðabók. Gunnar S. Hafdal: GlæSur II. Akureyri MCMXXXV. Út- gefandi: Félagið „Birtan“. Vísir veit engin deili á höf- undi Jjeim, sem hér er á ferð. Hann mun hafa gefið út ljóða- kver áður (Glæður I.), en ekki hefir blaðið séð jjá bók. „Glæður 11“ segja ekki til um það, svo að úr skeri, hvort höf- undurinn muni í raun réttri skáld, eða hara venjulegur hag- yrðingur. Hann virðist ekki vera boðberi neinna nýrra hugs- ana, þvi að kvæði hans eru ærið hversdagsleg að efni. Hann virð- isl ekki heldur svo bragslyngur, að formið eitt geti skipað hon- um á bekk með skáldum j)jóð- arinnar. Gunnar S. Hafdal er sýnilega einn þeirra hagyrðinga nútím- ans, sem telja sér skylt að daðra við j)á, sem félitlir eru, en velja hinum, sem þeir hyggja betur megandi, ýms skammaryrði. Hefir J)essu gengið nú um nokk- ur ár, og eru flestir orðnir dauð- leiðir á Jjeirri slefutuggu. Þess er og ekki að vænta, að alþýðu manna getist að J)essu sargi til lengdar, og allra síst, er höf- undarnir eru engir menn til J)ess, að lúlka mál sitt á list- rænan hátt. — G. S. H. lítur smáum augum J)au skáld þjóð- arinnar, sem ríkið hefir reynt að hlynna að lítilsliáttar. Telur hann J)á höfunda einskis verða og ój)arfa og reynir að velja J)eim hæðileg orð. Hann segir: „En launuð „listaskáldin", lýðnum örðug byrði, löngum liggja og hnoða ljóðin —r einskis virði.“ Þetta er leiðinlegur dómur og ber vitni um öfund. Verður og ekki séð, að hann sé á neinu viti reistur. Skulu nú hirt nokkur sýnis- horn af kveðskap höfundarins, valin af handahófi. Mega J)á all- ir um dæma, hversu honum tekst ljóðagerðin. Höf. lcvartar undan J)vi, að hann eigi óhæga aðstöðu við kveðskapinn: „Lífstríð lamar andann — löngum hörð er glíma. Ljóðin vildi eg vanda en vantar næði og tíma.“ Og enn segir hann: „Vildi’ eg gjarnan gleðja þig með góðu heilla kvæði. úð, þeir sé sviftir atvinnu o. s. frv., og er það niikiS vegna óánæg’ju í heimwehrlrðinu gegn Gyðingum. í sumum stéttum í Austurríki eru Gyðingar fjölmennastir. Það hefir vakið óánægju, einkanlega meðal þeirra, sem vilja ná i J)ær stöður, sem Gyðingar hafa komist í, vafa- laust oftast vegna dugnaðar og kunnáttu sjálfra þeirra. Kröfur í þessa átt hafa verið bornar fram af mönnum úr stuðningsflokkum stjóriiarinnar, mönnum, sem stjórnin óttast að missa yfir í flokk r.asista. Austurríska stjórnin hefir tekið J)á afstöðu, að hún ákveður „hverjir séu Gyðingar og hverjir ekki“, eða með öðrum orðum hverjir verði látnir sæta andúð og hverjir ekki. Fjöldi lækna af Gyð- ingaættum hafa mist stöður sínar, stöður sem þeir fengu að tilhlutan socialista áður fyrri, og það er nú svo kornið, að það er orðiö mjög erfitt fyrir Gyðinga að fá ýmsar opinberar stöður og nærri óger- legt, og það enda J)ótt þeir sé í Ættjarðarflokknum.“ En — til Jjess skortir málvald mig og ment — J)aö vitum bæði.“ Þj'kir rétt og skylt að J)etla sé hafl í huga er kvæði liöf. eru metin. —o— , Hér koma sýnishornin: Hollvættalier heillir ber á höndum sér. — Ársæld fer um ey og ver og auðnu lér. Birtist mér liið besta hér og blessað er: Ornandi sál, andans bál ilmjjrupgin skál og hrifandi mál hvelt sem stál. , Þetta er fyrsta kvæði bókar- innar og má ætla að höf. hafi ekki valið af verri endanum. — Næsta sýnishorn er úr kvæð- inu „Fleyið“: „— Fleyið hvíta herðir ganginn yfir hið breiða bylgju haf; liður til slrandar lukku vafið, , varpar festum i værri höfn.“ „Daggarúðann drekkur blær. Dreymir prúða rós á engi; — i sælum draumi sefur lengi rós, er blundi bregða nær, J)egar ársól grundu gyllir og geislastraumum loftið fyllir. Þegar varmur vordagsblærinn vekur blóm af vetrardvala út um nes og inn til dala. Óðum Jjornar daggarsærinn af skreyttri lilíð og skrýddum lundi. — Yið morgun-unað lífið bregð- ur blundi. (Þakkargjörð).“ „Vekur Ijúfar vonir mér vor — og skín á Ijóra. Blær og sólskin úti er. — Eflaust kemur Þóra! (Til Þóru í Fosshlið).“ „Einslíg grýttan oft hef J)rætt á öræfum lífsins. , Hef illgirni og misskilning mætt og mótvindum ldfsins. (Villiblóm).“ „Nú er klukkan orðin eitt eftir miðja nóttu. Lokast augu löngum þreytt af lestri og skrift á óttu. (Eftir miðnætti).“ —o— | „Kæri vinur! Vorið nálgast óðum. og varpar ljóma yfir haf og jörð. Þá vermist alt í sólargeislaglóð- um og gróður klæðir tún og holta- hörð. Um loftið tæra líður söngva- kliður. Lifsins-gígjur syngja J)ýðum , róm. Fossagnýr og frjálsra lækja niður fjdla vorsins þúsund radda hljóm. (Til C. Jóh. L.).“ —o— „Þar brotna J)eirra fælur og J)ar með er endað skeið. Þannig fer fyrir öllum, sem fara of grýtta leið. (Hrannir)“. „Þeir vangefnu vesalingar voru af „hærri stöðum“. Sá háskrill hégómlegur hlæjandi sat í röðum. Og hyskið heimska, spilta með „hærri staða“ blettum launhæddi listamanninn, sem lægri var af stéttum! (Lislamaður).“ —o— , „Gys að andans gróðri , gjöra jafnan enn ýtar ósanngjarnir, auðvaldshyggjumenn, , sem eiga fjái’munafúlgur og feitast bera hold, en fjöldinn fljótt þeim gleymir, er falla þeir í mold. (Tvent ólíkt).“ —o— Á mannlífsins öræfum stend eg í straumi — straumi sem eflir hin geigvæna tíð. Að baki mér hvíla nú borgir í draumi borgir, sem lcúga liinn Jmuitpínda lýð; borgir sem viðhalda t braskara flaumi — hylur á öreigum ræningja ýl, borgir með háska og hatursins glaumi, heimskum og illgjörnum • burgeisaskríL (Aldarfar).“ Þelta verður að nægja. Flest kvæðin í „Glæðum 11“ eru stutt. Er það — eftir atvikum —- verulegur kostur. Bankastj óra- skifti verða við útbú Útvegsbank- ans á Akureyri nú um mánaða- mótin. Bjarni Jónsson, cand. juris, frá Unnarliolti, ágætur nxaður, sem stjórnað hefir út- búinu mjög lengi og rækt starf sitt samviskusamlega, svo sem auðvitað er um slíkan mann, liefir að sögn verið neyddur til J)ess að segja af sér, gegn lof- orði um undirtyllustöðu í Út- vegsbankanum hér í Revkjavík. Ástæðan er talin sú, að koma Jjyrfti Svafari Guðmundssyni „á gras“, en liann var rekinn úr S. I. S. fyrir skönnnu, eftir 18 ára J)jónustu. Sv. G. var for- maður hankaráðs Úlvegsbank- ans, og nú liefir það „ráð“ feng- ið honum góða stöðu á Akur- eyri. Munu sumir .segja sent svo, að Jjarna lxafi Svafar hankaráðsformaður konxið nafna sinum, Svafari liinum út- skúfaða (úr S. 1. S.) til nota- legrar hjálpar. — Ileyrst hefir að Stefán Jóh. Stefánsson verði nú formaður hankaráðs Út- vegsbankans. — Hætt er við a<$ einliverjum kunni að finnast hálfgerð ólykt al' þessum ráð- stöfunum. Áthngasemd. Út af umtali J)ví sem orðiö hef- ir í blöðum hér, í sambandi við hið „smekklega" tal Hermanns ráð- herra við „Politiken" í Kaup- mannahöfn íyrst í þessum mánuði, vildi eg leyfa mér að biðja fólk að ihuga hvernig ])ví þætti líklegast að t. d. Stanley Baldwin, forsætis- ráðherra Breta, mundi hafa tekið því, ef einhver hefði komið (eða kæmi) með þau skilaboð til hans, að hann væri beðinn „að hringja upp“ Alþýðublaðið í Reykjavík. Ætli hinn breski forsætisráðherra hefði orðið eöa yrði mjög upp með sér af þeim skilaboðum? Og ætli hann hefði rokið til og „hringt“ til Alþýðublaðsins ? Mér finst langlíklegast, að hann hefði talið stjórnarforsetaembættinu breska sýndan mikinn dónaskap með slíkum skilaboðum. Og vitanlega kemur ekki til neinna mála, að hann hefði ansað svona vitleysu. Þetta er hliðstætt því, sem hér

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.