Vísir - 24.08.1935, Blaðsíða 4

Vísir - 24.08.1935, Blaðsíða 4
VlSíR höll og veröur dansaö fram eftir kveldi. Þeir, sem ætla aö taka þátt í för þessari, en hafa ekki ennþá tilkynt þátttöku sína. ættu nú þeg- ar aö tala viö Hjört Hansson, Veltusundi i, sími 4361, eða Guð- jón Jónsson, Hverfisgötu 50, sími 3414, og láta'þá vita. Skip Eimskipafélagsins. iGullfoss er á Siglufirði. Goða- foss koin hingað frá utlöndum i morgun um kl. 10. Dettifoss er á leiö til Hull frá Vestm.eyjum. Brú- arfoss fór frá Kaupmannahöfn í morgun áleiöis til Leith- Lagarfoss er á Raufarhöfn. Selfoss er í Ant- werpen. Næturlæknir er í nótt Jón Norland, Skóla- vörðustíg 6. Simi 434S. —• Næt- urvöröur í Laugavegs og Ingólfs ■apóteki. Útvarpið í kveld. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tóu- leikar (plötur) : Danslög. 20,00 Klukkusláttur. 20,00 Upplestur: Skopsaga eftir Mark Twain (Brynjólfur Jóhannesson leikari). 20,30 Fréttir. 21,00 Tónleikar: a) Útvarpstríóiö; b) Ferðasöngvar og lög (plötur), 22,00 Danslög til kl- 24. ötan af landí. Siglufirði 23. ágúst. FU. Brautin um Siglufjaröarskarð. Tveggja kílómetra leiö af Siglu- fjarðarskarðsbraut, eða einn sjötti hluti, er nú fuílhlaöinn, og er verið að áka slitlagí á þann kafla vegar- ■ins. Sá ofaníburður er tekinn niður við Fjarðará. — Þessi kafli og næstu 500 metrar eru einna sein- unnastir og dýrastir, að undan- skildu sjálfu skarðinu sem er ör- mjótt. Til þessa hafa verið unnin 856 gjafadagsverk, auk 136 dagsverka sem gefin voru af Ríkisverk- smiðjumönnum og 80 dagsverka er verksmiðjumenn Snorra og' Hjalta- líns gáfu. — Végurinn er 4.50 mtr. breiður, fullsíginn. Frú Jensen: — Mikil ósköp og skelfing er ég hrædd um, að hún Jónfríður hérna ,í næsta húsi sé orðin ekkja. Mér rfínst ég sjá manninn hennar svo •sjaldan nú orðið. tJtvarpsfréttir. Mæling ráðgerð á jökulbákni Grænlands. London, 23- ágúst (FU) Frá Victoria í British Columbia kemur sú fregn,að kaþólskur prest- ur að nafni Bernard Hubbard, sem kunnur er fyrir jöklarannsóknir sinar i norðurheimskautslöndum, sé nú að ttndirbúa leiðangur til að mæla dýpt Grænlandsjökuls, er hann álíttir að ekki fari fram úr 2000 fetum. Til að reyna mæl- ingatæki sin, ætlar hann fyrst að fara rannsóknarför til Alaska og gera mælingar á Takujöklinum. Hann heldur því fram, aö sá þrýst- ingur, sem orsakast af þunga fann- ar og íss, framleiði hita, sem bræði stöðugt nokkurn hluta af jöklin- um. Á ferðalaginu í Alaska mun presturinn hafa með sér sérstakan bát, 18 feta langan, smíðaðan úr ryðfríu stáli, og ætlar hann að ferðast á honum yfir hinar hættu- legu flúðir í ánum í Alaska. Síldarverð fer hækkandi. í Noregi vænta ntenn að verð- ið’á íslenskri síld verði 50 krónur fyrir tunnuna. Síldarsöluhorfur í Póllandi og Þýskalandi fara batn- andi. Frá Dansk-íslenskri ráðgjafar- nefnd. Fréttaritari útvarpsins í Kaup- mannahöfn hefir haft tal af pró- fessor dr. phil- Erik Arup um fund dansk-íslensku nefndarinnar, 24. ágúst, —- en próf. Arup á sæti í nefndinni. Prófessor Arup segir, að nefndin muni meðal annars at- huga möguleika á því, að auka út- flutning til Danmerkur á íslenskri síldarolíu og síldarmjöli. Þrátt fyr- ir það, að fjárhagsástæður í Dan- mörku eru ekki sem bestar og ekki er heldur gott útlit meö að fá inn- flutning til Danmerkur aukinn, vegna þess, hve reglur um gjald- tyrisleyfi eru strangar, álítur próf. Arup, að möguleiki sé til þess að fá atikinn innflutning á þessum vörutegundum frá íslandi. Danski hluti nefndarinnar er fús til þess að reyna að fá aðalinnflytjendur síldarolíu og síldarmjöls til ])ess aö vinna að þvi, að koma þessu til leiðar. Þá skýrði próf. Arup frá því, aö það væri ætlun nefndarinnar að ferðast um Jótland, og sýna ís- lensku nefndarmönnunum ýms mannvirki, og starfrækslu þar, sem þeir álíta að hafi sérstaka þýð- ingu fyrir ísland, til dæmis fiski- skipahöfnina í Esbjerg, olíuverk- smiðjurnar í Árósum, og niður- suðuverksmiðju á Skagen- Síöast en ekki síst muni Danirnir sýna þeim hina nýsmíðuðu Litla-beltis- brú, sem þeim finst rnjög mikið til um. Verkfalli lokið. London í gærkveldi (FU) Skyndiverkfalli því, er hafnar- verkamenn í Plymouth i Englandi gerðu í gær lauk í dag. Eftir að fulltrúar verkamanna höfðu átt viðræður við fulltrúa vinnuveit- enda, varö aö samkomulagi, að vinna skyldi hafin aftur, þar til saníningaumleitanir hafa farið fram, í næstu viku, og séð verður, hvort samkomulag ekki næst. Hafskipið Champlain, sem varð fyrir tveggja daga töf um daginn, er verkfalliö skall á í Le Havre, kom til Plymouth í dag, og stóð aðeins hálftíma við. Það hafði staðið við mjög skamma stund í New York, :Og var gært ráð fyrir aö þáð gæti siglt frá Le Havre á morgun, á upphaflegum áætlunar- tíma. Slys. Berlín 22. ágúst (FÚ) í rúmenskri flugvélaverksmiðju varö í dag mjög alvarlegt slys. Nýreist flugvélabyrgi hrundi og biðu margir menn bana, en íjöldi særðist. Húsagerðameistari sá, sem reisti skýliö, hefir verið handtek- inn. Bretar og Abessiníudeilan. Berlín, gærkveldi. — FÚ. Eftir ráðlierrafundinn í. Lon- don í gær er það álit áhuga- manna um stjórnmál í Eng- landi, að breska stjórnin muni ekki gera frekari tilraunir til að hafa áhrif á.ítali út af misklíð þeirra og Abessiníumanna, en láta frönsku stjórnina cina um þær tilraunir. Óveður. London, i gærkveldi. — FÚ. I dag og s. 1. nótt gerði óveður með þrumum og eldingum í suður- og suðausturhluta Eng- lands, eftir liitann í gær, og urðu sumstaðar rniklar skemdir af völdum veðursins, ýmist vegna hvassviðris eða eldinga. Eldur í Yorkshire. London, í gærkveldi. — FÚ. Á annað þúsund manns vann i alla nótt við að reyna að slökkva sinu-eldinn, sem nú brennur á rúmlegja 2000 ekra svæði i Yorksliire, og í dag liafa hermenn verið sendir til að að- stoða við slökkvistarfið. Álitið er að eldurinn hafi kviknað út frá vindlingi, er einhver flevgði frá sér í ógáti. Norskar loftskeytafregnir. Oslo 23. ágúst- FB. Landbúnaðarráðuneytið hefir skipað nefnd til þess að ganga frá áætlun um það, hvernig best megi nýta feitmeti, sem tinnið er í landinu sjálfu. Hundseid fyrr- um forsætisráöherra, stórþings- maöur og formaður liændaflokks- ins er formaöur nefndarinnar. J Hlutabréf hækka í verði. Ófriðarorðrómurinn olli því í gær, aö hlutabréf í útgerðarfélög- um hækkuðu mjög í veröi á kaup- inni í Oslo. Onnur verðbréf hækk- uðu urn alt aö 6%. Sala var mikil. Síðan í ágústbyrjun hafa hluta- bréf eimskipafélagsins Bruus- gaard og Klædsterud hækkað úr 32 upp í 45, Ameríkulínan úr 70 i 82J/2, Ocean úr 55 í 67JÖ, Waage úr 50 í 60. Hækkunin á hlutabréf- um útgeröarfélaganna olli og nokkurri hækkun á iðnaðarhluta- bréfum, og hækkuöu meðal ann- ars hlutabréf í Hvdro, Borregaard, Kosntos, Rosshavet, Skytteren, Vestfold og sjóvátryggingarfélög- unum. i Stríðsvátryggingar- Centralforeningen heíir skipað nefnd til þess aö gera uppástungur um stríðsvátryggingarkjör fyrir vörur í skipum. I Í Reynsluför. Hvalveiöaskipið ,,Pol 4“, sem bygt Var á Nyland skipasmíöastöö- inni til hafíssiglinga fó'r í reynslu- ferö i gær og náði 13,5 hnúta hraða. * Hitt og þetta. —o--- Hann varð af lestinni. Auðugur Lundúnabúi býður ár- lega blaðsöludrengjunum í hverfi einu í London í skemtiferð aö bað- stað nokkrum við.Thames og er að jafnaði farið í járnbrautarlest. Eft- irfarandi samræða á að hafa heyrst í skemtiferð blaðadrengjanna í sumar, er þeir voru að „fara út í“. •—- Þú þarna, Billy, þú ert kol- biksvartur á skrokkinn. — Já, eg misti af Iestinni í íyrra! KlitSNÆtll 2—3 áreiðanlegir menn, sem vildu búa saman, geta fengið herbergi og fæði fyrir sann- gjarnl verð í góðu liúsi i mið- bænum. Tilboð, merkt: „1-2-3“ leggist inn á afgr. Vísis fyrir 28. þ. m. (507 1—2 herbergi og eldliús ósk- ast 1. okt. 2 i heimili. Tilboð, merkt: „H.“, sendist Vísi strax. (508 Sólrík stofa með sérinngangi óskast nú þegar. Uppl. í síma 1513. , (513 2 herbergi og eldhús óskast 1. okt. Uppl. í sima 2818. (514 Tvö til þrjú herbergi óskast 1. sept. Uppl. í síma 2656. (516 Lítil ihúð i nýju húsi óskast 1. okt. Tilboð merkt: „27“ send- ist Visi fyrir miðvikudag. (517 Góð íbúð óskast í austur- bænum. Skilvís búsaleiga. Að- eins tvent i heimili. Uppl. i síma 4378. (495 Stór ibúð, 3 stórar stofur og 2 minni lierbergi rétt við mið- bæinn. Heppilegt fyrir matsölu. Til leigu frá 1. okt. Uppl. í síma 3294, en á kvöldin: 1839. (473 Stúlka óskar eftir litlu her- hcrgi með sérinngangi, helsl með miðstöðvarhita. — Tilboð merkt: „Fljótt“ sendist Visi. — (519 Óska eftir 1 herbergi með eldunarplássi 1. okt., helst í austurbænum. — Uppl. í síma 2394, kl. 5—7 e. m. (520 Góð slofa lil leigu, með ljósi og liila. Getur komið til greina lítill eldhúsaðgangur. Uppl. í síma 4410. (523 Reglusamur maður getur fengið slrax eilt lítið herbergi með eða án húsgagna, með að- gangi að baði og shna. Fæði á sama stað. — Tilboð, merkt: „Bárugata“ sendist afgr. Vísis fyrir iniðvikudagskvöld. (525 Frúin (viö þernu sína, sem gIo])rað Iiefir niöur miklu af „leir- taui og brotiö í mjöl) : — Veriö ekki aö tefja yðitr á því núna, ung- frú jensen. aö sópa brotunum sam- an. — Þaö er bara tvíverknaður. Bíöiö heldur þangaö til þér eruð búnar aö bera út af boröinu og brjóta það sem þér ætliö yður aö sinni. Til leigu sólrik slofa og eld- unarpláss og 1 stofa og eldhús. Reylcjavíkurevgi 7, Skerjafirði. (510 KiíAlPSKAFlKl 2 hámjólka kýr til sölu. Eru báðar undan sömu kú, sem hefir fengið 1. verðlaun. — Jón Magnússon, Njálsgötu 13 B. — (521 Gott útvarpstæki fyrir Reykja- víkurstraum fæst á Kárastíg 10. Ödýrt. Uppl. eftir kl. 6. (511 Vil kaupa lítinn peningaskáp. Sími 2332, frá kl. 6 e. h. (512 HÚSGAGNAVERSL. VIÐ DÓMKIRKJUNA selur ydup húsgögnin. Notaður barnavagn öskast keyptur. Sími 3253. (524 1/2 lons vörubifreið i góðu standi til sölu. — Uppl. í sima 1439. (530 ttÁPÁf) fUNDIf)J Tapast hefir silfurbúinn bvalbeinsbaukur, sömuleiðis silfurbúin svipa. Uppl. á Grett- isgötu 59. (509 Kvenarmbandsúr fundið. — Uppl. Vesturvallagötu 7. (527 Peningabudda liefir tapast frá Skóbúð Revkjavíkur vestur að Ránargötu. Skilist á Ránarg. 20. Sími 1811. (529 MVINNAW Ung stúlka óskar eftir for- miðdagsvist lil 1. okt. Ulppl. í síma 1699. (515 Stúlka óskast. Laufásveg 57. (522 Stúlka óskast um mánaðar- tima eða lengur ef um semur. Ilátl kaup. Laugavegi 49. (528 IKENSUI Kenni píanó og orgelspil. — Hljóðfæri til æfinga gæti komið til greina. Lorange, Freyjugötu 10,— ,‘ (526 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. VANDRÆÐ AMENN. 30 :hún. — Vinir mínir eru efnaðir, og munu sjá mér farborða.....Má eg fá eitt glas aí víni til, áður en eg legg af stað? Þakka yður fyrir. Og fáeina vindiinga? — Þakka yður fyrir. — En áður en þér farið, verðið þér að segja mér alt, sein þér vitið um þetta leyndardóms- fulla gistihús, mælti liann. Hún hristi Iiöfuðið. , — Yður er óhætt að trúa mér, kæri —- Roger? Eg veit ekki meira, en eg hefi þegar sagt yður. Við komum eklci auga á fleira fólk, en þennan þjón, sem visaði okkur til herbergisins og bar kampavínið á borð fyrir okkur. — Og svo þenn- an ógeðslega mann, sem reifst við Henri, þeg- ar eg liljóp leiðar minnar. Annað veit eg ekki. Og yður er alveg óhætt að trúa því, sem eg segi. — Er þetta þá áreiðanlega alt, sem ]>ér vitið ? —. Já. — Alt, það fullvissa eg yður um. — Þér vitið ]>á nokkuð lítið, finsl mér, taut- aði Roger, gramur í geði. — Það er kannske of lítið fj-rir yður. En það var mikils virði fyrir mig að rekast á yður, hvislaði hún og tók hönd hans. Rúmri klúkkustund síðar hjálpaði Roger Marie Lauise inn í hina fögru tveggja manna bifreið sína, vafði teppi um hana, og gaf bif- reiðarstjóranum skipanir sínar. Hún hallaði sér skyndilega út úr bifrciðinni, ’tók andlit hans á milli handa sér, og kysti hann alúðlega. Það var góður koss. Ilún mælti: — Viljið þér ekki sjálfur aka mér til Marseillc, Roger? Svo kysti hún liann öðru sinni. Hún kvaðst miklu heldur vilja, að hann æki sér sjálfur. — Bifreiðarstjórinn gæti vel orðið eftir. — Góða ferð, kæra ung'frú, sagði liann liátt, og bætti svo við í liálfum hljóðum. — Gætið þess að láta ekki lögregluna klófesla yður. Þvi næst rélti hann úr sér og sá á sama augnabliki lögregluþjón, — allskörulegan mann og risa á vöxt, ganga hratt yfir götuna að bif- reiðinni. Honum féll allur ketill í eld. Vesalings litla Marie Louise. — Bifreið yðar, Iierra minn, má ckki standa þarna. Bifreiðastæðin eru lúnum megin göt- unnar. — Hann sagði þetla sæmilega kurteis- um en allströngum rómi. , Roger kom þetta illa og lionum spratt sveiti á enni, og þó var alls ekki lilýtt í veðri þessa nótt. —■ Þakka vöur fyrir leiðbeininguna, lög- regluþjónn, tautaði hann og afhenti hina til- skildu tíu franka. — Best að komast hjá öllu þrefi, hugsaði hann með sjálfum sér. Næsta kvöld þegar Roger gekk inn í vínveit- ingastofu íþróttaklúbbsins, heyrði hann strax á liinum æstu röddum gestanna, að eittlivað óvenjulegt liafði komið fyrir. Frænka lians, Erskine, Savonarilla, Thornton, Terence Brown og kona lians og Maggie Saunders — í stuttu máli allir „samsærismennirnir", sátu í kringum kringlótta borðið, og horfðu á hann, eins og týndan sauð, sem nú sneri aftur til hjarðar sinnar. , — Hvar í ósköpunum hefir þú alið manninn, Roger? spurði frú Julia og horfði á hann frá hvirfli til ilja gegnum stangargleraugu sin. Hann settist á auðan stól andspænis Tornton og kveikti sér í vindlingi. — Eg þurfti að lireyfa mig ofurlítið, og fór þessvegna i langa gönguför, alla leið til La Tur- hie, og þaðan fór eg með áætlunarbifreiðinni lil Nizza, borðaði þar hádegisverð — i ró og næði — í Pergola veitingaliúsinu, ef ])ig fýsir að vita ])að — og kom svo heim fremur seint. í morgun lieji eg verið í Cannes við tenniskepnina. Nú er eg búinn að skrifta, og nú er komið að ykkur. — Hefir nokkuð komið fyrir? — Nokkuð sögu- legt? — Ætlarðu okkur að trúa þvi, að þú liafir ekki frétt það? mælti frænka hans. -—■ Eg hefi hvorki frétt eitt né annað, svaraði liann mjög rólegur í bragði. — Það bafa von- andi ekki orðið fleiri slys? -— Það getur það nú eiginlega ekki kallast, svaraði Thornton. — Og enda þótt það kunni að hljóma undarlega í eyrum þínum, þá erum við ekkert við það riðin. Einn gjaldkeranna við spilavitið er horfinn. Hann hvarf í gær og hafðí á braut með sér hálfa aðra miljón franka. — Hvað er þetta! hrópaði Roger. — Þctla lítst mér á! Hefír liann náðst! — Hefir maður- inn náðst? Hversvegna svarið þið ekki? Thornton horfði rannsakandi í augu Roger. — Það er mjög undarlegt, að þér skulið ekki vita annað eins og þetta. , — Hversvegna ? spurði Roger. — Eg las isiorg- unblaðið mitt alt, frá upphafi til enda. Og það stóð ekki eilt einasta orð um peningahvarfið. — Þér eruð samt nauðkunnugur öllu, sem fram fer að tjaldabaki, svaraði majórinn. Það er nú að minsta kosti mín skoðun. — Svo lítur út, sem tveir gjaldkerar séu við þjófnaðinn riðnir — eða öllu heldur einn gjaldkeri, aðal- gjaldkerinn, og ung stúlka — litla laglega ungfrúin, sem vann i kvenfalageymslunni. Þau komust undan i hifreið, en siðar hafa þau, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, orðið ósált við aðra samseka um skiftingu þýfisins. Því að hinn roskni aðalgjaldkeri fanst í morgun, að bana kominn, i gljúfri einu rétt hjá Eze, og gal að eins stunið upp nokkurum óljósuin orðum, áður en hann skildi við. Iiann var hroðalega leilcinn, manngarmurinn. — Hafa menn fundið nokkur vegsummerki, er gætu leill til þess *að morðinginn eða morð- ingjarnir fvndust? sjiurði Roger ákafur. Mér þætli ekki ósennilegt, að eitthvað gæti fundist, ef vel væri leitað. Thornton liristi höfuðið. — Og hvað hefir orðið af peningunum? — Ef treysta má hinni samhengislausu skýr- ingu hins deyjandi aðalgjaldkera, er svo að sjá, sem stúlkan hafi orðið hrædd við rifrildið i karlmönnunum, og liafi laumast á brott í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.