Vísir - 25.08.1935, Síða 3
VÍS1&
iffKttK*
Huey P. Long.
Þa'S Héfir stundum veriö minst
á Huey P. Long í skeytumj og út-
varpsfregnum. ÞaS var hann, sem
ætlaöi aö koma i veg fyrir þaö,
meö málþófi, aö viöreisnarlögin
næöi fram aö ganga i sinni breyttu
mynd. Birtist fregn um þetta hér
í blöðunum og var þess þar getiö,
aö þessi seinasta tilraun hans í bar-
áttunni gegn Franklin D. Roose-
velt heföi mishepnast. Og nú fyrir
skömmu kom útvarpsfregn um,
aö Huey P. Long ætlaði aö veröa
í kjöri viö næstu forsetakosning-
ingar í Bandaríkjunum. Meö því er
vitanlega átt við, að hann ætli sér
að reyna aö ná tilnefningu flokks
síns sem forsetaefni, þvi að þaö er
svo vestra, aö á allsherjar flokks-
þingum, sem sérstaklega eru til
þess samankölluð, eru forsetaefni
útnefnd. Og þaö hefir ávalt veriö
svo og verður vafalaust um langa
framtíö, aö annaöhvort forsetaefni
demokrata eöa repulDlikana á kosn-
ingu vísa. En þaö veröur að telj-
ast meira en lítiö vafasamt, að
Huey P. Long verði valinn for-
setaefni flokksins.
Vitanlega getur hugsast, aö ann-
arhvor þessara aöalflokka klofni,
en afleiðingin yröi vatn á mylnu
hins. — Brot úr stjórnmálaflokki
vestra getur ekki komiö forseta-
efni upp í forsetastólinn.
Demokratar unnu, sem kunnugt
er, .'afarglæsilegan sigur í seinustu
forsetakosningum, og þingkosning-
um. En á undanförnum mánuðum
hefir boriö meira og meira á Long,
en hann er demokrat, sem fer æ
meira sinar götur. Hann er einráð-
ur, ófyrirleitinn, litt vandur aö
viröingu sinni, en bardagamaður
mikill.
Hann á sæti í öldungadeild
þjóöþingsins sem fulltrúi frá rík-
inu eða fylkinu Louisiana. Hér
veröur ekki rakin öll saga Huey P.
Long, en þess verður aö geta, að
hann hefir átt í miklum erjum og
brösum í Louisiana og hefir löng-
um ráðið þar mestu og komið þar
fram sem ofstopafullur einræðis-
stjórúandi. Hann hefir treyst völd
sín þar í ríki með því að hæna
að sér hverskonar menn, sem hann
gat notað að vild, og hefir laun-
aö þeim vel. En svo megna mót-
spyrnu og andúð heíir stjórnmála-
starfsemi Longs vakið í Luisiana,
aö þar hafa risið upp fjölda mörg
íélög, sem vinna að því að hnekkja
veldi hans. Fregnir frá Baton
Rouge í Louisiana, sem birtar eru
í amerískum blöðum, herma að í
tölu þeirra félaga, sem vinni gegn
Long, hafi nú bæst félagasamband-
ið „The Square Dealers Associa-
tions“, en í því eru 70.000 skrá-
settir meðlimir. Félag þetta á
mestu fylgi að fagna í sveitahér-
uðum fylkisins. En Long á lika
andstæðinga í borgum Louisiana,
ekki síst meðal verkamanna, sem
eru honum sárgramir fyrir hinn
hávaðasama og að ýmsu ódrengi-
lega og óprúða undirróður gegn
Roosevelt. Kenna verkamenn Long
um, að þeir hafa ekki notið jafn-
mikillar aöstoðar og verkamenn i
öðrum ríkjum. Eins og stendur er
Long voldugasti maður Louisiana.
Vilji hans ræður á fylkisþinginu,
en í ýmsum sveitarborgarstjórnum
hefir honum gengið erfiðlegar að
1>rjóta vilja annara á l>ak aftur.
M. a. hefir hann reynt að koma
borgarstjóranum í New Orleans,
mestu borg Louisiana og einni af
stórborgum Bandaríkjanna, frá
völdum, en gengið erfiðlega. Þeir,
sem fylgja borgarstjóranum,
Walmsley, og óháðir demokratar,
sem vilja knésetja Long, hafa nú
tekið höndum saman við fyrrnefnt
félag og önnur, til þess aö reka
„skottulæknirinn“ á dyr.
Að svo stöddu skal engu um það
spáð hversu þessum andstæðing-
um hans verður ágengt, en „vænt-
anlega kemur aldrei til þess, að
(1 Bæjarfréttir I)
Jarðarför
frú Jóhönnu Magnúsdóttur írá
Kárastööum fór fram að Þing-
völlum síðastliðinn fimtudag að
viðstöddu fjöhnenni, eftir því sem
! sveitum gerist- Kom fólk víða að
til þess að fylgja hinni ágætu og
vinsælu konu til moldar. Athöfn-
in hófst á því, að síra Friðrik
Hallgrimsson flutti húskveðju að
heimili hinnar látnu, Skólavörðu-
stig 28, en því næst var líkið flutt
að Kárastöðum og hélt þar ræðu
síra Hálfdán Helgason, prestur að
Mosfelli. I Þingvallakirkju flutti
ræðu síra Halldór Jónsson á
Reynivöllum og mælti hann enn-
íremur nokkur orö við gröfina, en
síra Hálfdán á Mosfelli kastaði
rekunum. — Jarðarförin var öll
hin viröulegasta og í fornum
sveitastil. Að lokinni athöfninni
buðu synir frú Jóhönnu sálugu
gestum til snæðings í Valhöll.
'l óku 130—140 manns þátt í borð-
haldinu, og var rausnarlega fram-
reitt.
Veðurhorfur í gærkveldi:
Suðvesturland, Faxaflói: Stinn-
ingskaldi á sunnan og suövestan í
nótt, en gengur sennilega í norð-
vestur á morgun. Skúrir, einkum
í nótt. Breiöafjörður, Vestfirðir:
Vaxandi norðankaldi. Rigning
öðru hverju- Norðurland, norð-
austurland: Breytileg átt i nótt
en gengur í norður á morgun.
Rigning. Austfirðir: Suðvestan og
vestankaldi. Úrkomulaust. Suð-
austurland : Suðvestan- og vestan-
kaldi. Skúrir.
Síra Þorsteinn Briem
hefir ,'tekið við formenskii i
Bændaflokkinum eftir lát Tryggva
Þórhallssonar, en hann haföi verið
formaður flokksins frá upphafi.
Laust embætti.
Þjóðskjalavarðarembættið hefir
nú verið auglýst laust til umsókn-
ar. Umsóknarfrestur til 25. sept.
n. k. — Eftir lát dr- Hannesar
Þorsteinssonar hefir Barði Guð-
mundsson sagnfræðingur gegnt
cmbættinu.
Kaupmálar.
Það færist nú mjög i vöxt að
hjón og hjónaefni geri meö sér
kaupmála. I síöasta Lögbirtinga-
blaöi eru birtar tilkynningar um
kaupmála milli 22 hjóna og hjóna-
efna.
Kreppulánasjóður.
Enn eru bændur að sækja um
lán úr Kreppulánasjóði, en mjög
eru nú umsóknir teknar aö strjál-
ast. í síöasta Lögbirtingablaði eru
birtar umsóknir frá sextán bænd-
um. Tryggvi heitinn Þói'hallsson
var formaður Kreppulánasjóðs-
stjórnarinnar, og hefir ekki verið
settur maður í stað hans- Eru þar
því aðeins tveir stjórnendur, þeir
Pétur Magnússon og Jón Jónsson,
• bóndi í Stóradal.
Útsvör. — Dráttarvextir.
Athygli gjaldenda bæjarins er
hér með vakin á því, að dráttar-
vextir konxa á annan fimtung út-
svara þessa árs, ef hann er eigi
greiddur fyrir næstu mánaðamót.
Bæjarráðið hefir ákveðið, að drátt-
arvextir sem þegar eru fallnir á
útsvör ársins 1935, falli niður, ef
útsvörin eru greidd að fullu fyrir
mánaðamótin-
slikur maður sem Long kornist ná-
lægt því að verða forseti Banda-
ríkjanna", segir eitt amerísku
blaðanna.
Almenningseldhús.
A bæjarráðsfundi i fyrradag var
borgarstjóra faliö að athuga, hvort
ástæða mundi til að koma á fót al-
menningseldhúsi og með hverjum
hætti það skyldi rekiö. Það er
þannig ekki allskostar rétt, aö á-
kveðið hafi verið að ráðast i þetta
fyrirtæki, eins og Alþbl. segist frá
i gær.
Fulton,
norskt fisktökuskip, konx hing-
að í gær úr fisktökuerindum á
höfnum úti um land.
Laxfoss
fór til Borgarness í gær og
kom aftur samdægurs.
Búnaðarfélag íslands.
Tryggvi heitinn Þói'hallsson var
íorseti stjórnar Búnaðarfélags ís-
lands, sem kunnugt er. Eftir frá-
fall hans hefir Svafar Guðmunds-
hon tekiö sæti í stjóni Búnaöarfé-
lagsins.
Næturlæknir
í nótt Gísli Pálsson, Ingólfs-
stræti 21C. Sími 2474. — Nætur-
vöröur í Reykjavíkur apóteki og
Lyfjabúðinni Iðunni.
Skriftarnámskeið.
Frú G'uörún Geirsdóttir hefir
haldið uppi skriftarnámskeiðum
hér í borginni undanfarna vetur og
hafa þau veriö fjölsótt og eru hin
þarflegasta starfsemi.
Margir skrifa svo illa, að naum-
ast er hægt að kalla þá skrifandi.
Á þetta ekki hvað síst við um ungt
fólk og er engu líkara, en aö skól-
ar og heimili vanræki nú algei'-
lega, að kenna börnunum að skrifa.
Og þó er alt að kafna í allskonar
skólum, en ekki er víst að menn-
ing þjóðarinnar og mentun vaxi í
hlutfalli við skólafjölgunina. —
Þyrfti að athuga þaö mál betur en
gert hefir verið. Þaö þykir mjög
áberandi nú á síðustu og verstu
tímum, hversu skriftaricikninni
hefir farið aftur- Það er þó ekki
einskisvirði að kunna að draga til
stafs, svo að skammlaust nxegi
heita. Það getur komið sér illa með
mörgu móti að vera sanxa sem ó-
skrifandi, geta t. d. að taka ekki
skiáfað tölustafi svo að hægt sé að
lesa þá. Getur slíkt valdið miklum
óþægindum og jafnvel beinu
tjóni. — Allir þeir, senx taka
fólk í vinnu á skrifstofum eða viö
verslanir ætti að gera þær kröfur,
aö hlutaðeigendur væri nokkurn
veginn skrifandi. H. B. K.
Músíkklúbburinn
hefir ákveðið aö halda aítur
hljómleika á miðvikudaginn kem-
ur á Hótel ísland, ]>ar eð fjöldi
fólks liefir óskað að gerast með-
lirnir síðan á fyrstu hljómleikun-
um. Aðgöngumiðar fást í Hljóö-
færahúsinu.
Betanía,
Laufásveg 13. Samkoma i kveld
kl- 8ýý. Jón Jónsson talar. Allir
velkomnir.
HeimatrúboÖ leikmanna
Hverfisgötu 50. Samkomur i
dag- Bænasamkoma kl. 10 f. h. og
almenn samkoma kl. 8 e. h. I
Hafnarfirði, Linnetsstig 2. Sam-
koma kl. 4 e. h. Allir velkomnir.
Gjafir
til fátæku konunnar afhentar
Vísi: S kr. frá Margréti, 5 kr. frá
J. G. ?
Áheit á Strandarkirkju
afhent Vísi: 2 kr. frá K. P., 5
kr. frá B- G.
Hjálpræðisherinn.
Samkomur i dag: Fagnaöarsam-
komur fyrir lautinant Kronberg-
Haxxsen. Kl. 11 f. h. helgunarsam-
koma, kl. 4 og 7 e. h- útisamkomur,
kl. 8jA; hjálpræðissamkoma. Kapt.
R. Nærvik stjórnar. Allir vel-
Romnir.
Útvarpið í dag-
10,40 Veðurfregnir. 14,00 Messa
í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðs-
son). 15,00 Tónleikar frá Hótel Is-
land. 18,45 Barnatími: Þjóðsaga
(Ólafur Þ. Kristjánsson kennari).
19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleik-
ar (plötur): Barnalög, 20,00
Klukkusláttur. 20,00 Fréttir- 20,30
Minningarkveld um Jóhann Jóns-
son skáld : a) Erindi og upplestur
(Halldór K. Laxness) ; b) Ein-
söngur og hljóöfæraleikur. Dans-
lög til kl. 24.
Meistaramót í. S. í.
hófst í gær kl. 5)J á íþróttavell-
inum. Veður var óhagstætt, suö-
vestanstrekkingur, kuldi og rign-
ing öðru hverju. Enda urðU| afrelc
heldur litil að þessu sinni. Áhorf-
endur vora fáir.
Mótið hófst á 100 m. hlaupi.
Ski'ásettir keppendur voru 9, en 4
mættu ekki til leiks. Úrslit urðu
þau að Sveinn Ingvarsson (K-R.)
varð meistari. Annar að marki
varð Baldur Möller (Á). Runnu
1>áðir skeiðið á il>4 sck. Var
Sveini dæmdur sigurinn. Þriöji
varö Karl Vilmundarson (Á) á
11,5 sek., Hafsteinn Snorrason
(K.V.) meiddist á fæti og rann því
ekki úrslitasprettinn- ísl. met er
11.0 sek.
Þessu næst fór fram spjótkast.
Þar varð meistari Kristján J. Vatt-
nes (K.R.). Kastaði hann 45,96 m.
Annar varð Gísli Sigurðsson (F-
H.). Kastaði 39,00 m. Þriðji varö
Friðbj.örn Hólrn (K.R.) Kastaði
37,62 m. ísl. met er 52,41 m-
Að því búnu fór fram 800 m.
hlaup. Þátttakendur voru 5. Meist-
ari varð Gisli Kærnested (Á).
Rann hann skeiðið á 2 mín. 10,4
sek. Annar að marki varð Stefán Þ.
Guömundsspn (K.R.). Rann hann
skeiðið á 2 mín. 13,7 sek. Þriöji
varð Sverrir Jóhannesson (K.R.)
á 2 mín. 15,9 sek. ísl. met er 2 mín.
2,2 sek.
Þvínæst var kept í þristökki-
Þar varð meistari Sig. Sigurðsson
(K.V.) Stökk hann 13,38 m. Næst-
ur vctrð Karl Vilmundsson (Á).
Stökk 12,94 m. þriöji Daniel Lofts-
son (K-V.). Stökk 12,43 m- ísl.
met er 13,44 m.
Að lokum fór fram 5000 m.
hlaup. Þar varö meistari Gísli Al-
bertsson (Í.B.). Rann hann skeiöiö
á 17 min- 39,5 sek. Annar að marki
varð Sverrir Jóhannesson (K.R.).
Rann skeiöið á 17 min. 49,3 sek.
Þriðji varö Einar B- Guömundsson
(K.R.) á 18 min. 0.6 sek.
Tveimur íjxróttagreinum var
frestað þangaö til i dag, kringlu-
kasti og 4X100 m. boðhlaupi- Fer
boöhlaupið fram kl. 11 árd., en
kringlukastið að lokinni finrtar-
þrautinni í kveld. í dag verður ]>ar
að auki kept í 200 m. hlaupi, kúlu-
varpi, langstökki, 1500 m. hlaupi,
stangarstökki, 10000 m. hlaupi,
400 m- hlaupi og 110 m. grinda-
hlaupi. Kepni í þessum íþróttum
hefst kl. 2 síðd. Kl. 7-% síðd. verð-
ur kept í hástökki og fimtarþraut.
Kl. 9y2 siðdegis verða vei'ðlaun
afhent í Iönó og hefst þvínæst
dansleikur fyrir íþróttamenina og
gesti þeirra- H.
Fope i Lonðoo.
London í gærkveldi. — FÚ.
För Pope, þingmanns i Idaho,
í Bandarikjunum, til London,
hefir orsakað mikið umtal i
Washington meðal stjórnmála-
manna. Pope mun eiga við-
ræður við Sir Samuel Hoare, og
þrátt fyrir að hann liefir lýst
yfir þvi, að hann sé ekki i opin-
berum erindum, eru margir
stjórnmálamenn i Washington
þeirrar skoðunar, að hann sé
sendur af Roosevelt til að ræða
við utanríkismálaráðlierrann.
Fastar flugferðir milli Noregs og
Englands.
Undanfarna daga hafa staðið yf-
ir samningaumleitanir milli Hil-
man Airways og United Airways
annarsvegar og Norsk Luftfartsel-
skap hinsvegar um að kornið yrði
upp föstum flugferðum milli Nor-
egs og Englnds-
V erðbréfahæklrunin.
Hækkun veröbréfa i kauphöll-
inni í Osló hélt áfram í gær. Eftir
því, sem Osló-blaðinu „Tidens
Tegn" telsf til, nam hækkunin frá
miðvikudegi til föstudags milli io
og l57° ú helstu hlutabréfum. Auk
þess hækkuðu hlutabréf Orkla-
námanna og hvalveiðahlutabréf.
Mundu það.
Með sveita þíns andlitis fæðu þú
færð
og fögnuð sem vinnan þér skapar.
Meö hógværð og ljúfmensku
lýðhylli nærð
og láninu aldrei ]>ú tapar.
Temdu þér dygöir, syo hjartaö sé
hreint,
en hræsnina forðast aö drýgja.
Ilaltu svo leiðinni hiklaust og
beint
i heimkynnið sælunnar nýja.
Þá sérðu þann ávöxt, er sáðir þú
hér.
þó syndin ]>ig reyndi aö fleka.
Trúin á skaparann athvarf vort er,
hann engann vill burt írá sér reka.
Jón M. Melsted.
Kjósa heldnr myrkrlð.
Eins og kunnugt er kemur
það stundum fyrir, að inann-
eskjur, sem lengi hafa verið
steinblindar, fái sjónina skyndi-
lega. Þeir, sem hlindir hafa
verið frá fæðingu, en fá sjón á
fullorðinsaldri, verða flestir
fyrir miklum vonbrigðum. —
Þeim finst veröldin ekki líkt
því eins falleg og þeir bafa bú-
isl við, eftir lýsingum að dæma.
Sumu þessa fólks er sjónin
hermdargjöf og það óskar þess,
að hún yrði tekin frá því aftur.
Það kemur og fvrir um þetta
fólk sumt, að það fái sérstaka
óbeit á ýmsum mat, sem þaS
hefir borðað með góðri lyst,
meðan það sal í myrkrinu. Því
þvkir maturinn svo ljótur, að
því býður við honum. Sumu
þykir fólkið miklu Ijótara en
það hafði búisf við að það væri.
Það hefir gert sér i hugarlund
að það væri ákaflega fallegt og
þá ekki síst þær manneskjur,.
sem liafa reynst þvi bestar. En
svo eru þetta þá bara karlar og
kerlingar eða ljótar ungar
stúlkur eða ungir menn. Svona
hafði það ekki hugsað sér ver-
öldina og matinn og mennina.
Það fiafði verið sanntrúað á
það, að alt væri fegurð. — Von-
brigðin verða ekki ósjaldan svo
mikil, að „blindingjarnir“ óska
þess, að þeir hefði aldrei fengið
sjónina. Og sumir falla á kné-
beð og biðja guð að laka liana
frá sér aftur.
Þ J ÓÐFLOKK AST R ÍÐ ?
Þær skoðanir hafa komið fram, m- a. frá Smuts hershöföingja, heimskunnum manni aö framkoma
ítala gegn Abessiniumönnum kunni að leiöa til þess, aö upp korni þjóöflokkastriö í Afríku, þar sem
hvítir menn verði fyrir fjandskap og árásum allra „litaöra“ þjóðflokka. Á myndinni hér að ofan eru
sýndir afríkanskir hermenn. Til hægri merkur höföingi.