Vísir - 27.09.1935, Síða 2

Vísir - 27.09.1935, Síða 2
V ISÍR l))» mmxOLSEN^l C I ÆTAR I O I ONDLUR B f Ásgeir SigurOsson, fyrverandi aðalræðismaður Breta hér á landi, andað- ist í gær eftir langvinnan sjúkleik. Þessa merka manns verður nánara getið hér í blaðinu síðar. RAOsfunduFinn i gæp, Fulltrúi Italíu ekki viðstaddur. Skipun þrettán manna nefndar til skýrslugerðar o. s. frv. — Fimm manna nefndin á að vera reiðubúin til þess að hefja samkomulagsumleitanir á ný. Genf í gærkveldi. Á hinum opna fundi Þjóða* bandalagsins í dag var ákveðiS einróma, en fulltrúi Ítaiíu var ekki viístaddur, aS íara aö eins og mælt er fyrir í 3. og 4. li'ö 15 gr. sátt- mála bandalagsins, um undirbún- ing skýrslu um deiluna o. s. frv., eins og sagt var í skeytinu í morg- un. Einnig var samþykt, aö skipa brettán manna nefnd til þess aö ganga frá skýrslunni og undirbúa tillögur um lokaafgreiöslu. Loks var ákveöiö, aö ráöiö héldi áfram fundahöldum sínum, en frestaöi þeirn ekki aö sinni. — Á hinúm lokaöa fundi ráösins var ákveðiö, aö fimm manna nefndin skyldi vera reiöubúin til þess aö hefja samkomulagstilraunir á ný. (United Press—FB) itoös í skyndiheimsókn Göhring. hjá Berlin 27. sept. Gömbös, forsætisráöherra í Ung- Svar Breta við orðsendingu Frakka verjalandi, kom til Berlín í gær loftleiðis, til viðtals við Göhring. Talsvert er urn skyndiheimsókn þessa rætt og er hún stjórnmála- lega talin mikilvæg. (United Press—FB). var afhent í gær. — Bretar ætla að taka þátt í samtök- um þjóðabandalagsins gegn hvaða þjóð sem gerist frið- rofi. London 27. sept. Svar breskú ríkisstjórnarinnar við orösendingu frá Frökkum við- víkjandi afstöðu Bretlands, ef til meginlandsstyrjaldar kæmi, var afhent Corbin, sendiherra Frakk- lands á fimtudag. Aö: því er Unit- ed Press hefir fregnað er svarið í samræmi við ræðu þá, er Samuel Hoare, utanríkismálaráðherra Breta flutti í Genf, er hann lýsti yfir því, aö Bretar ætluöu að fram- fylgja sáttmála Þjóðabandalagsins í öllum atriöum. Bretar munu því styðja Þjóðabandalagið og taka þátt í samtökum þess án tillits til þess hvaöa þjóö það er, sem-gerist friðrofi. En Frakkar vildu leggja áherslu á að fá skýr svör við vegna óttans við Þjóðverja. (United Press—FB). GÖMBÖS Bitlingalýðurinn vill fá ný húsaieignlög. Eins og áður hefir verið vikið að hér í blaðinu, hóf Alþýöublað- ið máls á því á dögunum, að hús- næðisekla mikil væri yfirvoíandi hér í bænum og að húsaleiga á smáxbúðum færi stórum hækkandi. Dagblað Framsókifarmanna tók þegar á næsta degi í sama streng, er, notaði tækifærið til að minna á það, um leið, að endur fyrir löngu hefði það af visku sinni og alkunnri velvild til Reykvíkinga cg föðurlegri umhyggju fyrir hag þeirra, lagt á ráðin um það, með hverjum hætti yrði best varist „húsaleiguokrinu" hér í bænum. En til þess væri að eins eitt ráð, og það væri að setja húsaleigulög, og láta þar til skipaða nefnd á- kveða alla húsaleigu ! Og í nokkuð „herralegum“tón áminti blaðið svo Alþýöuflokkinn að lokum um það, að fara í þessu efni að ráðum ■ þeirra, sem vitið hefði meira. Virö- íst Alþýðublaðið í gær líka vera komið að þeirri niöurstöðu, að flokkurinn eigi að láta sér þetta að kenningu verða, og heitir í auð- rnýkt stuðningi sínum við hið góöa málefni! En hvað er þá hæft í þessu, að húsaleigan í Reykjavík sé að hækka? Vísir' hafði nú gert ráð fyrir því, að nokkur húsnæðisekla kynni að verða í bænum í haust, vegna þess hve stórkostlega hefir dregið úr húsabyggingum. Af því gat svo leitt að leiga hækkaði á einstökum íbúðum. Það var því hugsanlegt að Alþýðublaðið hefði að einhverju leyti rétt fyrir sér um þetta. Hins- vegar vakti þessi „samdráttur" Tímadilksins og Alþýðublaðsins, og bollaleggingar þeirra um ný húsaleigulög, grunsemdir um það, að ef til vill væri meira gert úr húsnæðisvandræðunum og húsa- leiguhækkuninni, en tilefni væri til, í þeim tilgangi að fá átyllu til þess að vekja upp gamla húsa- leigulagadrauginn. Þessvegna fór Vísir að grenslast eftir því, hvað hæft rnundi vera í því, sem Al- þýðublaðið hafði um þetta sagt, og leitaði upplýsinga um það hjá þeim mönnum, sem gagnkunnug- astir eru í bænum í þessum efn- um. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið hefir þannig fengið, virðast vera heldur meiri örðug- leikar á því nú, að fá smáar íbúð- ir, heldur en, undanfarin haust, og þó miklu minni en vænta mætti. Og það er fullyrt, að leigan á ó- dýrustu íbúðunum hafi ekkert hækkað, og að húsaleigan yfirleitt muni standa í stað. Hinsvegar er það kunnugt, að kröfur almenn- ings til allra húsnæðis-„þæginda“ fara sívaxandi. En meiri þægind- um fylgir hærri húsaleiga. Og það á auðvitað ekkert skylt við al- menna hækkun á húsaleigu, þó að fólk, sem skiftir um íbúð, og fær „þæginda“-íbúð í staðinn fyrir þægindalausa, verði að greiða hærri húsaleigu en áður. —< En yf- irleitt tekur fálk ekki þægindalaus- ar íbúðir á leigu, fyrr en það er gengið úr skugga um, að 'þáð geti ekki fengið annað betra, fyrir við- ráðanlega leigu, og af því getur það stafáð, að húsnæðiseklan virð- ist vera rneiri en hún er í raun og veru. Og í annan stað getur af þessu sprottið umtal um hækkun á leigunni, bygt á röngum sam- anburði á leigu fyrir þægindalausa íbúð, sem farið er úr, og leigu fyr- ir íbúð með öllum þægindum en sama herbergjafjölda. Þannig má gera ráð fyrir því, að þetta blaðaskraf um húsnæðis- vandræði og húsaleiguhækkun sé á litlum rökum bygt. En það kem- ur að sjálfsögðu hinum soltna bitl- ingalýð stjórnarflokkanna í góðar þarfir, að þessu sé haldið á loft. Ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn hafa að vísu úthlutað miklum sæg af beinum og bitlingum til „þurf- andi“ flokksmanna, en það hefir orðið til þess, að enn fleiid hafa orðið „þurfandi", og altaf bætast fleiri við í hópinn, sem þykjast vera eins vel að því komnir og hinir, að fá eitthvert bein að naga. En það fer nú að þrengjast urn og möguleikunum að fækka, til þess að búa til bitlinga. Það þarf því engan að furða á því, þó að stjórn- arblöðin þykist. nú hafa unnið flokkum sínum þarft verk með því, að finna upp þörfina á því að setja húsaleigulög á ný, og skipa nýja nefnd, vellaunaða nefnd, handa gírugum flokksmönnum1 að setjast i. — Og nefndin er aðalatriðið. Hvort nokkur þörf er á' nefndinni, það er aukaatriði. Otan af landi. Stóra-Kroppi 26. sept. ('FÚ) Níræð kona. Elsta kona Borgarfjarðar, Mar- grét Einarsdóttir, Mófellsstöðum, verður 90 ára á morgun. Flún er fædd 27. september, 1845, °8' hefir alið svo að segja allan sinn aldur á Mófellsstöðum, og verið þar hús- freyja yfir 50 ár. Maður hennar, Jón Þórðarson, er dáinn fyrir mörgum árum. Af börnum þeirra, sem á lífi eru, er elstur Þórður blindi, nafnkendur hagleikssmið- ur. Margrét er óvenjulega ern eftir aldri, en hefir þó gengið við hækju með kreptan fót í marga tugi ára. i i Faraldur í sauðfé. 1 Það kom í ljós, er leitað var á Arnarvatnsheiði, að rnikill faraldur hafði verið þar í sumar í sauðfé, frá þeim bæjum þar sem lungna- pestin geisaði í vor og vetur. Lágu dauðar ær víðsvegar, og öðrum var slátrað sem ekki gátu gengið til bygða. Frá einum bónda fundust 20 ær dauðar, og dauðvona; frá öðrum átta, og fleiri áttu kind og kind sýkta. Síldveiðar Akranesbáta. Akranesi'25. sept. (FÚ) Fréttaritaid útvarpsins á Akra- nesi símar í dag að þessir bátar hafi komið með síld til Akraness: Víkingur með 60 tunnur, Ver með 36 tunnur, Valur með 48 tunnur, Egill með 20 tunnur, Skírnir með 12 tunnur, Höfrungur með 9 tunn- ur, Ármann með 14 tunnur, Hrefna með 35 tunnur, Rjúpa með 30 tunnur og Alda með 48 tunnur. Þegar fréttaritari símaði kl. 18,30 var verið að losa línuveiðar- ann Jarlinn frá Akureyri. Áætlað var að aflinn væri 180—200 tunn- ur. Hafnarfirði 26. sept. FÚ. Bruggunarstöð uppi í Esju. Nýlega lióf hreppstjórinn í Kjalarneshreppi leit eftir brugg- unarstöð, er tveir drengir liöfðu komist eftir að væri fólgin uppi í Esju. — Fann hreppstjórinn jarðhús 3 sinnum 3 metra að flatarmáli, þakið jámplötum. í húsinu voru allskonar bruggun- artæki og 3 tunnur og var á- fengislögur í einni þeirra. — Málið er í rannsókn lijá lög- reglunni í Hafnarfirði. -------—wamnmmm-—-------- Bretai* áforma stórfelda flotaaukningu. Þeir ætla innan skamms aS tilkynna undir- skrifendum Washingtonsáttmálans, að þeir ætli bráðlega að hefja framkvæmd áætlunar um stórfelda flotaaukningu. . BRESK ORUSTUSKIP í horninu: Sir Bolton Eyres Monsell, flotamálaráðherra Bretlands. London 27. sept. Að því er United Press hefir íregnað ætlar breska ríkisstjórnin innan skamms að tilkynna þeim þjóðum, sem skrifuðu undir Was- hington-sáttmálann um flotamál, að (Bretar ætli að hefja fram- kvæmd stórfeldrar áætlunar um flotaaukningu, vegna hins mikla vígbúnaðar annara stórvelda á sjó, og til þess að nægilegs öryggis sé gætt til undirbúnings verndar Bretaveldis hvar sem er á hnettin- unx. Þetta skylduhlutverk geti Bretar ekki int af hendi í framtíð- inni, nema þeir fullkomni og stækki herskipaflota sinn. (United Piæss—FB). í Ölfasi. Bærinn Grænhóll brann til kaldra kola síðdegis í gær. Eldur konx upp í íbúðarhúsinu á Grænhóli í Ölfusi, síðdegis í gær. Var húsfreyja ein heirna, ásamt tveimur ungxxrn börnum og kaupa- manni, er var við vinnu ú.ti við, er eldurinn kom upp. Bóndinn var að heiman. Var réttadagur í Ölfusi í gær og hafði hann farið í réttirn- ar. Eldhús var í kjallara og þar mun eldurinn hafa kornið upp. Kl. að ganga sex varð eldsins vart. Var þaö kaupamaðurinn, sem fyrstur varð eldsins var. Eldur var þá far- inn að brjótast út um þakið. Hljóp hann þegar heinx til þess að að- vara konuna og börnin, en fór svo að Sandhóli. Er þar símastöð og var þringt þaðan til Hveragerðis og skýrt frá hvernig komið væri. Sömuleiðis var hringt til Reykja- víkur og be'ðið um aðstoð. Fóru tveir slökkviliðsmenn austur með dælu o, f 1., en er þeir komu aust- x:r var húsið brunnið, þ. e. alt, sem brunnið gat, því aö hér var um steinhús að ræða, einlyft með ris- hæð og kjaliara. Timburhús og hlöðu rétt hjá tókst að verja,ænda var vindur hagstæður. Voru hús þessi varin af mörinum úr sveit- inni, sem komið höfðu á yettvang. Húsið var vátrygt, en innanstokks- múnir ekki. Nokkru af húsmunum varð bjargað. Matvæli skemdust eða eyðilögðust alveg. Húsið var gamalt og skilrúm og þak úr tirnbri. Eigi er með vissu kunnugt urn eldsupptök, en líkur eru til, að kviknað hafi út frá reykháfi. JSpetaF og Abessiniii- deilan. Winston Churchill flytur ræðu. „Alt breska veldið styður ríkisstjórnina.“ — 1 London í gær. FÚ. Afstaða ihaldsflokksins enska til Abessiniudeilunnar kom greinilega fram í morgun í orð- um Winston Chursehill, þar sem hann kemst svo að orði: „Öll breska þjóðin og alt breska veldið styður ríkisstjórnina í þeirri viðleitni hennar að styrkja vald Þjóðabandalags- ins. Ótvíræð skylda þjóðarinn- ar og áhugi hennar fyriraðvarð- veita friðinn — alt knýr þetta liana til þess að láta ekld sitt eftirliggja, til þess að lög megi ráða í alþjóðaviðskiftum og til þess að hinum ægiíegum afleið- ingum ófriðar verði afslýrt“. Bönsk skólabörn og ísl. þjóð- söngurinn. Yfirstjórn skólamála Kaup- mannahafnarborgar hefir á- kveðið að hér eflir slculi kenna öllum nemendum í barnaskól- um horgarinnar að syngja ís- lenska þjóðsönginn. (Einka- skeyli frá Kbh. til útvarpsins). \

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.