Vísir - 02.10.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 02.10.1935, Blaðsíða 3
V ISIR Stj órnmálamennirniF í Genf og breska píkisstjóFnin bú- ast viö ófriði milli Ítalín og Abessiníu þá og þegai9. Mikilvægup fundur í bresku Fíkisstj ÓFniimi í dag. Bretar eru í þann veginn að spyrja Þjóðverja og Bandaríkjamenn um afstöðu þeirra, ef bandalagið beitir samtakamætti sínum. Bret- ar draga í efa, að æskilegt sé að framkvæma þvingunarráðstafanir gegn ítölum, nema Bandaríkjamenn og Þjóðverjar lofi að að- stoða ekki friðrofann á nokkurn hátt. London 2. okt. Stjómmálamennimir í Genf eru nú sannfærðir um, að styrjöldin milli Ítalíu og Abessiniu skelli á J)á og þegar. Að því er United Press hefir fregnað frá áreiðanleg- um beimildum er Bretastjóm í þann veginn að spyrjast fyrir um það hjá ríkisstjórninni í Banda- ríkjunum og einnig hjá þýsku rík- isstjóminni, hver afstaða þeirra mundi verða, ef Þjóðabandalagið tæki ákvörðun um að beita sam- takamætti gegn friðrofa með því að banna siglingar til ítalskra hafna. Það er fullyrt, eftir áreiðanleg- um heimildum, að Bandaríkin muni fallast á takmarkaða aðstoð, þ. e. ekki taka þátt í hemaðarlegum refsiaðgerðum, en hinsvegar er eigi ljóst enn hvaða stefnu Þjóðverjar taka. Þvf að eins, að Þýskaland og Bandaríkin undirgangist, að að- stoða ekki friðrofann á nokkurn hátt, er það dregið mjög í efa af áhrifamiklum breskum stjómmála- mönnum, að æskilegt sé að láta refsiaðgerðir koma til fram- kvæmda. (United Press. — FB). Anthony Eden verður falið, að tilkynna Þjóðabandalaginu, að Bretar ætli ekki að hafast neitt að einir. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum mim breska stjórnin á fundi sínum í dag lýsa yíir því, að stefna hennar sé hin sama og sú, er fram kom í ræðu Samuels Hoare í Genf, en jafnframt ákveða, að Anthony Eden, Þjóðabandalagsráðherra Bretlands, verði falið að lýsa yfir því og leggja áherslu á það, að Bretar ætli sér ekki að' hafast neitt að einir — og því að eins að sam- komulag verði um samtök innan Þjóðabandalagsins. Breska ríkisstjórnin telur ófrið milli ítala og Abessiniumanna yf- irvofandi og mun að líkindum ganga frá fyrirspurnum þeim, sem vikið var að hér að framan, til Þýskalands og Bandaríkjanna, um stefnu þeirra, ef samþykt verður að framkvæma refsiaðgerðir gagn- vart Itölum, hefji þeir árásarstríð á hendur Abessiniumönnum. — (United Press. — FB). María Markan syngur í Hamfeorg við ágætar undirtektir. — Hamborg 2. okt. Söngur og leikur Maríu Markan í kveld í Schiller-óperunni var mikill sigur og hlaut hún fult fang blóma að launum fyrir framúr- skarandi söng sinn að honum loknum. Kristjánsson. ötan af landL —0— Vegabætur. Stykkishólmi 1. okt. (FÚ). Síðastliðinn sunnudag fór bif- reið úr Stykkishólmi kring um Álftafjörð og inn að Dröngum á Skógarströnd. í bifreiðinni voru 6 manns. Óku þeir eftir fjörunni í kringum fjörðinn, en síðan eftir þjóðveginum, þegar komið var inn hjá Narfeyri. Þurftu þeir lítið eitt að ryðja á þessari leið. Nú er verið að gera við brúna á Valshamarsá, svo að hún verði bíl- fær, og verður þá allgóður bílveg- ur frá Dröngum í Hörðudal. í sumar hefir verið unnið við að- gerð og ruðning á þessum vegi fyrir 3000 krónur. Lagði ríkissjóð- ur fram 1500 krónur, sýslusjóð- ur Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 450 kr., og Skógarstrandar- hreppur 1050 kr. Til þess að af- kasta sem mestu fyrir þessa pen- inga, lögðu Skógstrendingar á sig þá kvöð að taka aðeins kr. 4.50 fyrir hvern vinnudag. Heyskapur. Slátrun. Fé heldur rýrt. Blönduósi 1. okt. (FÚ) Fréttar. útvarpsins á Blönduósi skrifar: Heyskap í Húnavatns- sýslu lauk víðast um fyrri helgi. Heyfengur var tæplega í meðal- lagi. Er hann þó talinn betri og meiri en síðastliðið sumar, enda var nýting ágæt eftir höfuðdag. Slátrun er byrjuð hjá öllum versl- unum er sláturfé taka. — Hjá Kaupfélagi Hffnvetninga verður meira fryst af kjöti en nokkuru sinni fyr.Sauðfé’ reynist fremur létt. — Bráðapest hefir allvíða gert vart við sig. Brúðkaup. Rangaárvallasýslu 1. okt. (FÚ) Brúðkaup Helgu Björgvinsdótt- ur og Þórarins Þórarinssonar, guð- fræðings frá Valþjófsstað fór fram að Efra Hvoli síðastliðinn laugar- dag. Síra Erlendur Þórðarson vígði brúðhjónin í Stórólfshvols- kirkju. Var það um nón. Síðan var haldin vegleg veisla að fornum sið fram til óttu. Meðal annars er þar var til skemtunar var íslenskur tvísöngur. Fjöldi heillaskeyta barst víðsvegar að. — Boðsgest- irnir voru fult hundrað. BÚSTAÐASKIFTI. Kaupendur Vísis, þeir er bú- staðaskifti hafa nú um mánaða- mótin, eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni í Austur- stræti 12 (Sími 3400) hið nýja heimilisfang, svo að komist verði hjá vanskilum á blaðinu. Veðrið í morgun. í Reykjavík 9 stig, Bolungarvík 5, Akureyri 5, Skálanesi 4, Vest- mannaeyjum 7, Sandi 7, Kvígind- isdal 7, Hesteyri 2, Gjögri 7, Blönduósi 6, Grímsey 3, Siglunesi 2, Raufarhöfn 4, Skálum 2, Fagra- dal 3, Papey 5, Hólum í Homa- firði 5, Fagurhólsmýri 5, Reykja- nesi 7, Færeyjum 8. Mestur hiti hér í gær 12 stig, minstur 5. Sól- skin í gær 8,5 st. — Yfirlit: Djúp lægðarmiðja um 400 km. suður af Vestmannaeyjum á hreyfingu austur eftir. — Horfur: Suðvest- urland, Faxaflói, Breiðafjörður: Hvass norðaustan fram eftir deg- inum, en síðan lygnir. Úrkomu- laust. Vestfirðir: Hvass norðaust- an í dag, en lygnir í nótt. Rign- ing eða slydda norðan til. Norð- urland, norðausturland : Allhvass. norðaustan. Rigning í útsveitum. Austfirðir, suðausturland: Hvass norðaustan. Rigning. Eftirgjafir. iBæjarstjórn eða bæjarráði hefir nýlega borist erindi frá oddvita Dyrhólahrepps, þar sem þess er óskað, að bærinn gefi eftir „fá- tækraskuldir hreppsins að nokkru leyti“. Era slíkar beiðnir til bæj- arsjóð Reykjavikur frá hreppsfé- lögum víða utn land orðnar ærið tíðar, og hefir ekki annars orðið vart, en að bæjarsjóður verði greiðlega við öllum þessháttar til- mælum. Ber slíkt vitni um mikla rausn og örlæti. Aflasölur. Hafsteinn seldi ísfisk í Englandi í gær fyrir 831 stpd. Gyllir seldi í Cuxhaven í gær, 110 smálestir, fyrir 29.450 ríkismörk. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn á morgun á venjulegum stað og stundu. — Kommúnistinn í bæjarstjórn hefir óskað þess, að fátækramál verði tekin til umræðu. Annars er fund- arefnið fundargerðir nefnda og bæjarráðs og ennfremur útsvars- mál. 1 78 ára verður á morgun, 3. okt., Einar Jónsson, Baldursgötu 1. Þorsteinn Bjamason frá Háholti í Gnúpverjahrepp, rtú til heimilis í Ingólfsstræti 21, verður 70 ára í dag. Fimleikaæfingar í. R. Athygli skal vakin á augl. í. R. á öðrum stað í blaðinu um að fim- leikaæfingar hefjist þann 15. þ. m. Eins og undanfarið verður æft í 1 öllum flokkum. Karlaflokkur, kvenflokkur, frúaflokkur og Old- Boys. Þátttaka tilkynnist til Jóns Kaldal, Laugaveg n, sími 3811. Gullbrúðkaupsdag áttu i gær heiðurshjónin Gísli Sigurðsson og Halldóra Skarphéð- insdóttir á Vagnsstöðum í Suður- sveit, Austur-Skaftafellsýslu. Þau eiga j böm á lífi, öll mesta dugn- aðar- og myndarfólk. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími 2161. — Næturvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss kom til Leith í gær- kveldi. Goðafoss kom úr hringferð í gærkveldi. Dettifoss fór frá ITull í gær áleiðis til Vestmannaeyja. Lagarfoss og Brúarfoss eru á Vopnafirði, Selfoss er á leið til Vestmannaeyja frá útlöndum. Sig. Nielsson Bergstaöastræti 30 B, er 70 ára i dag. Frá Englandi eru nýkomnir Max Pemberton og Hilmir. Þórólfur kom af ufsaveiðum í dag. Féhirðir Sumargjafar greiðir reikninga vegna dag- heimilisins kl. 10—12 á morgun, Ingólfsstræti 14 (niðri). Kristniboðsfélag kvenna heldur fund á morgun. Dansleikur í sambandi við verðlaunaútbýt- ingu frá leikmóti Olympsnefndar- innar verður haldinn í Iðnó í kveld kl. 10. Starfsmönnum og þátttak- endum er boðið og öðrum meðlim- um úr íþróttafélögunum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar fást í Iðnó eftir kl. 7 í kveld. Flutningamir í gær. Talsverðir flutningar voru hér í bænum í gær og voru allir bílar Vörubilastöðvarinnar í gangi allan daginn. Húsnæðisleysi er nú mun minna hér í bænum, en að undan- íörnu og rættist á síðustu stundu úr fyrir mörgum, sem húsnæðis- lausir voru. Til fátækranefndar leituðu færri um húsnæði en nokk- uru sinni áður.í bæjarhúsunum eru nokkurar íbúðir lausar. Húsaleiga hefir ekki hækkað. — Lesið var á um 630 rafmagnsmæla vegnaflutn- inga og er það litlu minna en i vor, en talsvert minna en í fyrra- haust. Félagsblað K. R. Nýlega er komið út félagsblað K. R. Ætlunin mun að þetta blað komi út 2svar á ári, þ. e. á starfs- mótum úti og inni, vor og haust. Þetta tölublað er myndum prýtt og fjölbreytt að efni. Um „Starf og stefnu K. R.“ skrifar form. fé- lagsins, Guðm. Ólafss. Er greinin snjallyrt uppörfun til allra íþrótta- manna. Um „Þýskalandsför ís- lenskra knattspyrnumanna" ritar Hans Kragh mjög fjörlega. Þá eru ennfremur grein um „Að standa í skilum“ eftir gjaldkerann, Jón Le- ós og flokkar hann menn í 7 flokka eftir skuldseiglu og skorar á menn aö komast sem allra fyrst upp í I. fl. (félagar, sem greiða strax og með glöðu geði). Þá er grein eftir Sigurð Halldórsson um III. fl. K. R. sem gæti heitið: „Byrjið nógu ungir og nógu vís- indalega". Loks eru fréttir úr íþróttaheiminum eftir Sigurð Ól- afsson og greinar um Ferðanefnd K. R. og húsnefnd K. R. eftir Kristján Gestsson. Sérstakt erindi til félagsmanna eiga tilkynningar um að innanhúsæfingar byrji 3. október og að þátttaka í æfing- um skuli tilkynnast 1. og 2. þ. m. Kl. 8—10 á skrifstofu K. R. Þar fá i’élagar skírteini sín. Félagið hefir bætt við sig mjög vinsælli íþrótt, sem sé hnefleikum. Kennir Þor- steinn Gíslason þá íþrótt. D. 78 ára verður á morgun, 3 okt., Einar Jónsson, Baldursgötu 1. Gengið í dag: Sterlingspund .......... kr. 22.15 Dollar................... —• 4.52JÍ 100 ríkismörk .......... —• 181.55 — franskir frankar . — 2g-9l — belgur............. — 76.39 — svissn. frankar .. — 147.24 — Hrur................ _ 37.45 — finsk mörk....... — 9.93 — pesetar ............ — 62.52 — gyllini............. — 3°6-°5 — tékkósl. krónur .. — i9-°3 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur . . — 111.44 — danskar krónur .. — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 48.88. Nýja Bíó sýnir þessi kveldin framúrskar- andi vel leikna og skemtilega mynd, sem nefnist „Stærsti sigur- inn hennar". Aðalhlutverkið leik- ur söng- og leikkonan Martha Eggerth af mikilli list. Þ. K. F. Freyja heldur fund í Iðnó uppi í kveld. Er þetta fyrsti fundur ársins og áríðandi að félagskonur mæti. Gamla Bíó sýndi í fyrsta skifti i gær stór- fenglega kvikmynd, sem nefnist „Synir Englands“. Kvikmyndin var sýnd fyrir fullu húsi og mun óhætt að fullyrða, að hér sé um að ræða einhverja best gerðu kvik- mynd, sem hér hefir sést. Aðal- hlutverkið leikur Gary Cooper. Eftirtektarverð aukam. er sýnd: Útför Ástríðar Belgíudrotningar. Smásaga. Eftir Freeman Wills Crofts. Snaith verið honum gáta, liann sjálfur, persónuleiki hans, fremur en sagan, sem hann sagði. Lumiey sá það nú, að mál hans, framkoma öll, hafði verið ósamkvæmnislegt. Stuncl- um hafði liann virst ákaflega amerískur í aðra röndina, talað eins og persóna i tiu centa „reyfara“ eða persóna í lélegri kvikmynd, en stundum hafði hann talað eins góða ensku og Lumley sjálfur. Því lengur sem Lumley hugsaði um þetta alt saman, því sannfærðari var hann um það, að Silas Snaith hefði verið að leika ákveðið Iilutverk, en ekki tekist það bet- ur en svo, að hann hafði við og við komið sjálfur í ljós, þótt þetta væri nú fyrst orðið sér ljóst. í stuttu máli, Lumley var að sannfærast um, að Snaitli væri alls ekki Ameríkumaður. Þegar hann var nú að velta þessu fyrir sér komst hann inn á þá braut að álykta, að Snaith hefði ætlað sér að stela frum- myndinni í Louvre. Hafði hann ekki talað um að fara til París- ar? Gat elcki legið þannig í þessu, að hann ætlaði sér að stela frummyndinni og eyði- leggja mynd Arthurs lávarðs? Og ef grunur félli á liann gæti hann haldið þvi fram, að mynd- in í lians fórum væri sú, sem hann hafði keypt af Arthur lá- varði? Þannig hafði verið frá sölunni gengið, að Snaith mundi liafa allmikilvægt sönnunargagn í höndum. Lumley hugði, að svona gæti legið í þessu, og ef svo væri, var þá ekki eins lik- legt að grunur félli á sig, fyrir aðstoð við að fremja afbrot? Hvernig gæti hann sannað' sak- leysi silt — að hann hefði eriga hugmynd liaft um hvað Snaith ætlaði sér fyrir? Lumley ákvað nú, að fara þegar í stað niður í Scolland Yard og segja þeim alla söguna þar, og leita ráða leynilögreglu- manna þar. Með því sannaði hann, að hann vildi ekki vera þátttakandi í að brjóta nein lög. Hann leit á úrið sitt. Klukkan var á mínútunni liu. Hann lagði jiegar af stað i bíl og ók til Scotland Yard. Hann óskaði eftir að fá að lala við þann fulltrúann, sem var á verði. Honum var vísað í litið her- bergi. Þar var maður fyrir, há- vaxinn og kyrlátlegur, er bar það með sér, að hann var fær maður og æfður í sinni grein. Hann spurði Lumley um er- indi lians. „Eg liefi lent í dálítið óvana- legu æfintýri, ef eg svo mætti kalla það, fulltrúi,“ sagði hann. „Eg hefi enga sönnun fyrir því, að hér sé neitt alvarlegt á ferð- um, en ýmislegt í sambandi við ]>etta, er dálítið grunsamlegt, svo að eg komst að þeirri niður- stöðu, að rétt væri að eg hefði tal af ykkur hér og leitaði álits ykkar.“ „Vafalaust rétt ályldað. Ger- ið svo vel að segja mér frá þessu i höfuðatriðum.“ Og nú tók Lumley til og byrjaði frásögnina á heimsókn Silas Snailh’s. Fulltrúinn lilust- aði á hann með kurteisissvip, en án þess, að sjáanlegt væri, að liann hefði nokkurn álmga fyrir frásögninni, fyrr en Lumley nefndi nafn Arthurs lávarðar. Þá brá sem snöggvast fyrir glampa í augum hans. Hann fór að veita nánari athygli því, sem Lumley hafði að segja, en gætti þess að grípa ekki fram í fyrir lionum, og lét liann segja sögu sína á enda. „Þér hafið skýrt greinilega frá þessu öllu, Mr. Lumley,“ sagði liann, „og eg get fullviss- að yður um, að það hafi verið rétt gert af yður, að leita álits okkar. Afsakið mig augna- hlik." Hann kom að vörmu spori og var með lionum annar full- trúi, sem hélt á skjalabunka. „Þetta er Niblock lögreglu- fulltrúi", sagði liann, „og geri eg ráð fyrir, að hann muni lilýða á frásögn yðar með enn meiri athygli en eg. Eg vænti þess, að þér gerið oss þann greiða, að endurtaka frásögn yðar?“ Mr. Lumley hóf nú frásögn sína á nýjan leik og er hér skemst af að segja, að Niblock þessi gat vart dulið það, hversu mikil áhrif frásögnin liafði á hann, og eru lögreglufulltrúar í Scotland Yard þó vanir því, að láta ekki á því bera, livort frá- sagnir slíkar sem þessar hafa á- hrif á þá eða ekki. Hannþakkaði Mr. Lumley fyrir frásögnina og fór þegar að blaða í skjölum sínum og tók fram nokkrar ljósmyndir og rétti Lumley. „Gerið þér svo vel og litið á þessar ljósmyndir,“ sagði hann. Mr. Lumley gerði eins og hann var beðinn. Ljósmyndirn- ar, sem voru allmargar, og límdar á spjöld, virtust vera af „skikkelsis“ fólki. Hann var dálítið Irissa á, að sjá myndir af „svona fólki“ þarna, en undrun hans verður ekki með orðum lýst, er hann tók fjórðu mynd- ina sér i hönd, þvi að hún var af Silas Snaitli og engum öðr- um. „Hafið þér séð hann áður?“, spurði Nihlock og hló við lítils háltar og neri saman höndun- um. „Eg held, Mr. Lumley, að þér hafið gert miklu betri ,,kaup“ en yður grunaði.“ Hann varð þegar i stað mjög alvarlegur á svip og virtist mjög hugsi stundarkom. „Við verðum að ákveða fyrir- fram í einstökum atriðum hvernig við eigum að liaga okk- ur, þvi að alt er undir því kom- ið, að okkur verði engin skissa á“. — Lögreglufulltrúarnir töluðu saman í hálfum Iiljóðum i nokkrar mínútur, en því næst sneri Niblock sér að Lumley og mælti: : „Þér segið, að málverkið sé i peningaskápnum yðar, Mr. Lumley? Eg geri ráð fyrir, að það sé óhreyft, þ. e. a. s., að ekkert hafi verið hróflað við því, síðan er þér tókuð við þvi af Arthur lávarði?“ „Nei. Það hefir ekkert verið hróflað við þvi.“ „Við verðum að ná i málverk- ið undir eins. Viljið þér koma með okkur í skrifstofu yðar undir eins og afhenda okluir það ?“ Mr. Lumley og lögreglufull- trúarnir lögðu af stað þegar i leigubifreið og óku til skrifstofu Lumley’s. Fór hann með leyni-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.