Vísir - 16.10.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 16.10.1935, Blaðsíða 2
VISIR ítalir slá eign sinni á Adua og hérudin þar i kring. Rómaborg, 15. okt. Tilkynt hefir verið opinberlega, að De Bono, yfir- stjórnandi Austur-Afríkuhers ítala, hafi í dag lýst yfir því, í nafni konungsins á Ítalíu, að ítalir hafi slegið eign sinni á Adua og héruðin þar í kring. (United Press — FB.). — Bretar ad- vara ítali. Bretastjóm hefir tilkynt ítölsku stjórninni, að hún telji Addis Abeba og Dire Dawa óvíggirtar borgir, sem óheimHt sé að ráðast á úr lofti. — ítalir lofa að iaka betta til athugunar. Oslo 15. okt. Breska ríkisstjórnin hefir tilkynt ítölsku ríkisstjórninni, að hún telji Addis Abeba og Dire Dawa í A- bessiniu óvíggirtar borgir, sem meö öllu sé óheimilt samkvæmt gildandi aljjjóðalögum, að gera á- rásir á úr lofti. — Samkvæmt sím- skeyti til Dagbladet hefir ítalska stjómin ákveöiö aö taka tillit til þessarar bendingar iBretastjómar. Hefir ítalska hermálaráöuneytiö sent yfirstjórn ítalska hersins í Austur-Afriku tilkynningu um þetta. (NRP—FB). Hawariate / <er nú staddur í Belgíu tU vopnakaupa fyrir Abessin- iustjóra. — Hann telur Abessiniumenn fullvissa um sigur. Kalundborg, 15. okt. — FÚ. Hawariate, fullirúi Abessiniu- 'manna i Þjóðabandalaginu, er nú staddur i Belgíu, og kaupir í óða önn vopn fvrir Abessiníu. Hann hefir í bláðaviðtali sagt, að þess sé enginn kostur að semja við Ítalíu, nema hún kalli her sinn burt úr Abessiníu. Enn- fremur segir hann, að Abess- iníumenn séu fullvissir um sig- ur. ítalir muni smámsaman eyða kröftum sínum og fé í bar- áttu við þá örðugleika, sem þeir eigi við að etja í Abessiníu, ián þess þó að hafa neina von um úrslitasigur. Sáttaumleit- anip Lavals. London, 15. okt. — FÚ. 1 dag gengur margskonar orðrómur um það, að Laval hafi lagt fram nýjar tillögur í því skyni, að stöðva ófriðinn milli Ítalíu og Abessiníu. I gær kvaddi hann bresku og ítölsku sendiherrana ó fund sinn í Par- ís. Það er sagt, að Laval hafi látið fara. l>ess á leit við Mússó- líni, að liann gerði grein fyrir því, hverjar væru þær minstu ívilnanir sem hann gæti sætt sig við, til þess að endi yrði bund- inn á ófriðinn. Hann á meira að segja að hafa gefið í skyn, að framkvæmdum refsiaðgerða yrði frestað þar til Mússólíni hefði svarað þessu. í London er því neitað í dag, að breska stjórnin hafi nokkura vitneskju um, að neinar slíkar nýjar tillögur hafi komið fram, og þótt svo væri, þá mundi fyrst verða að leggja þær fyrir þjóða- bandalagið. Samtímis keinur fregn um það frá London, að breska stjórnin sé ekki líkleg til þess, að fara lengra í sáttatil- boðum sínum, en hún gerði í ágústmánuði. Frönsk blöð tala samt sem áður í dag uin það, að nýjar sáttaumleitanir eigi sér stað, og að þeim miði nokkuð áfram. Ansten Cbamberlaio og afstaða Frakka. 'London 15. okt. (FÚ). Franska blaðiS „Soir“ birtir í dag viötal viö enska stjórnmála- manninn Austen Chamberlain. í þessu viötali kemst hann svo aö oröi, aö hann sé bæöi hissa og hafi brugöiö stórkostlega viö þá tergðu og eigingirni, sem Frakkland hafi sýnt í afskiftum sínum af Abessi- niudeilunni. Hann kemst ennfrem- ur svo að orði, að nú sé um þaö að ræða, ekki einungis, hvort hægt sé aö koma í veg fyrir þetta striö, heldur hvort skipulag á alþjóöa- viöskiftum eigi að líða undir lok eöa lifa. Hann segir, að næstu vik- ur múni gefa um það örlagaþrung- inn vitnisburð. „Ef Þjóðabanda- lagssáttmálinn sigrar, meö þeim skilningi, sem i honum felst, ])á er þar meö gefið fordæmi, sem hlýt- ur aö verða ákvarðandi fyrir við- lika athafnir í framtíðinni. En ef hinsvegar þjóðirnar, sem í Þjóða- bandalaginu eru, bregðast á þess- ari stundu, verður afleiðingin sú, að Bretland hlýtur að álíta sig leyst frá skuldbindingum þeim, sem Þjóðabandalagssáttmálinn lcggur því á herðar“. Endahnúturinn. Ráðherrarnir gera grein fyrir atkvæði sinu! Við atkvæðagreiðsluna um þingsetu Magnúsar Torfasonar í gær, þurftu ráðlierrarnir Ey- steinn Jónsson og Hermann Jónasson að „gera grein fyrir atkvæði sínu“. Báðir greiddn þeir atkvæði á móti því, að M. T. yrði látinn víkja af þingi. En báðuni hefir þeim verið það ljóst, að með því var réttlætið fyrir borð borið. Þess vegna urðu þeir að afsaka sig með sérstakri greinargerð fyrir af- stöðu sinni. I rauninni hafa all- ir ræðumenn stjórnarflokk- anna játað það, í þessum um- ræðum, um þingsetu M. T., ým- ist beint eða óbeint, að hann ætti að víkja af þingi. Nú hafa ráðherrarnir játað þetta líka. M. T. játaði þetta óbeinlínis, með því að halda sér dauðahaldi í þá firnu, að hann væri enn í bændaflokknum. Jónas Guð- mundsson gerði það með all- livössum ummælum í garð þeirra manna, sem yfirgæfi flokk sinn og vildu þó ekki af sjálfdáðuin leggja niður slík trúnaðarstörf, sem flokkurinn hefði falið þeim. Jónas Jónsson gerði það með þvi að færa það eitt fram M. T. til afsökunar, að bændaflokkurinn ætti það ekki skilið, að hann léti honum eftir, þingsætið, af því að i þeim flokki væri svo vondir menn og þeir liefði verið svo vondir við Magnús og við hann (J. J.) sjálfan. Og svo bætast ráðherr- arnir við með sínar játningar. Eysteinn Jónsson gerði þá grein fyrir sínu atkvæði, að því hefði verið yfirlýst af liálfu bændaflokksins, fyrir síðustu kosningar, að flokksmenn lians skyldu engum flokksböndum háðir, og þess vegna gæti liaim ekki fallist á, að M. T. ætti að víkja af þingi, þó að hann hefði yfirgefið flokkinn. Virðist þó hæpið, að leggja þann skilning i slíka yfirlýsingu, þó að liún liefði verið gefin, að „flokks- mennirnir“ ætti ekki einu sinni að vera háðir því flokkshandi, að vera í flokknum! Hermann Jónasson hætti því við fyrirvara Eysteins í sinni greinargerð, að í þessu efni ætti eitt og liið sama að ,gúnga yfir alla þingmenn, bæði' kjördæmaþingmenn og uppbótarþingmenn, og því gæti hann ekki greitt atkvæði með þvi að M. T. væri látínn fara. Um fyrirvara Eysteins má segja, að hann sé hið mesta „þarfaþing“ fyrir framsóknar- menih Ef uppbótarþingmaður úr fíokki sócialista skyldi „slíta samvinnu“ við flokk sinn og snúast gegn stjórninni, þá er Eysteinn frjáls og óbundinn af því, hvernig hann greiddi at- kvæði um þingsetu M. T. Allir vita, að flokksbönd socialista eru rammari en svo, að nokkur maður geti verið „flokksmaður“ l>eirra, án þess að vera í flokki með þeim o,g í fullri samvinnu við þá! Samkvæmt fyrirvara Eysteins, væri framsóknar- mönnum því bæði rétt og skylt að úrskurða livern þann upp- hótarþingmann, sem sviki socialista, út úr þinginu. Viðbót Hermanns, við þenn- an fyrirvara Eysteins, á auðvit- að rætur sínar að rekja til hins sérkennilega gáfnafars höfund- arins. Hann sagði í ræðu á laugardaginn, að af því að kjör- dæmaþingmennirnir væri miklu fleiri en upphótarþingmennirn- ir, þá væri miklu minni nauð- syn á því, að tryggja rétt flokk- anna gagnvart þeim. Auðvitað má ekki ætlast til ]>ess af Her- manni, að hann geti gert sér grein fyrir því, að í þessu efni hlýtur sitthvað að gilda um kjördæmaþingmenn og uppbót- arþingmenn. Þingmaður kosinn í kjördæmi ber fyrst og fremst ábyrgð gagnvart kjósendum í kjördæmi sínu, sem hafa kosið liann beinni kosningu! Uppbót- arþingmaðurinn er kosinn af flokki sínum, óbeinni kosningu, án þess að kjósendur viti hvaða mann þeir eru að kjósa, og hann ber þvi fyrst og fremst ábyrgð gagnvart flokknum. Hins vegar játar Hermann það með fyrirvara sínum, alveg eins og hinir, að uppbótarþingmað- ur, sem hefir yfirgefið flokk sinn, ætti að vikja af þingi, og jafnframt játar hann, að það sé ekkert í lögum, sem banni að víkja lionum af þingi, þó að hann telji ekki rétt að gera það, af því að ólieimilt er að víkja kjördæmaþingmanni af þingi þegar eins stendur á!Enaf þessu leiðir, að Hermann er í rauninni ekki alveg eins frjáls ferða sinna eins og Eysteinn, ef svo bæri undir, að sljórninni kæmi vel að geta vikið uppbótarþing- manni af þingi. Hefir liann í þessu efni skort hrekkjavit á við embættishróður sinn. Það er skylt að vekja athygli á því, að talsvert öðru máli er að gegna um frainkomu social- ista en framsóknarmanna i þessu máli. í þvi sambandi skiftir glamur Jónasar Guð- mundssonar um „þrælahald“ í þinginu engu máli. Hann dró enga dul á það, að hann teldi slíkt „þrælahald“ alveg sjálf- sagt innan flokkanna, þannig að engum þingmanni gæti liald- ist það uppi, að sitja á þingi eftir að liann hefði yfirgefið flokk sinn. Hann leiddi að vísu alveg hjá sér að gera grein fyrir þvi, livernig ætti að fara að, ef þingmaðurinn þverskallaðist og virti flokksagann að vettugi. Hins vegar skuldbatt hann flokk sinn siðferðislega til þess að láta eitl yfir alla ganga i því efni, og gerði enga tilraun til aðiialda neinum bakdyrumopn- um fyrir sig og sína flokks- menn, eins og framsóknarmenn gerðu. Framsóknarmenn hafa beinlínis áskilið sér rétt til þess að breyta algerlega um afstöðu, ef svo vill verkast. Framkvæmd laga og réttar í þessum efnum sem öðrum, samkvæmt þeirra siðferðiskröfum, á að fara eftir þvi, hver í hlut á í hvert sinn. Það er það, sem þeir kalla að breyta eftir „lífsskoðun hins nýja tíma“! Rugl Jónasar „gamla“. 1 42. thl. Tímans, sem út kom daginn fyrir þinghyrjun,ergrein eftir Hriflu-Jónas, sem heitir: „Þarf að óttast framtiðina?“ í grein þessari er lýst með mörg- um orðum live ástand sé nú gott á íslandi og gleymir höf. þá ekki að telja þar til skólahús sin og „hinn endurreisia fimtar- dóm þjóðveldisins“. Ennfremur að vélbátar skriði nú fyrir landi (togara er eðlilega ekki minst á), að ágæt strandgæsluskip séu nú hinir nýju landvættir. (Ný- lega þóttist hann raunar liafa verið að reyna að selja þessa „landvætti“ út í heimi). Þjóðin sé sjálfstæð og andlega sem efnalega í liraðvaxandi blómg- un. Nei — það þarf ekki að kvíða framtíðinni, l>ó að Reyk- víkingar geri það, segir J. J. — En það eru færri bjartsýnir í höfuðstaðnum en réttlátir í Só- dómu, staðhæfir karlinn. Þarna hittir J. J. naglann á liöfuðið. Það er svo sem ekkert kvíðaefni, þó að rauðliðar stjórni landinu áfram — þó að þeir ráði að nafninu til yfir fé landsmanna. Er þó sjálfstæðið í þeim rnálum fokið út í veður og vind og ís- lendingar gengnir Brelum á liönd um fjárráð. Hvaða ástæða er til að óttast framtíðina fyrir menningu landsmanna, með öll fallegu skótahúsin, þar sem rauðblesóttir Tíma-kennarar eiga að leiða unglingana tit mentunar og meiriþroska,ogút- varpið þar sem afdankaður dagbleðils ritstjóri og upp- gefinn sósiatistaklerkur fræða landsmenn hlutlaust af sínum margreyndu dygðum um tíðindi úr „borg og bý“. Bóndinn, sem stynur undan verslunarkúgun sósialista, þarf svo sem engu að kvíða. — Hvaða ástæða er til annars en að Jiann blessi stjórn- aryöidin og framtíðina um leið og hann fær ostana sina og súra skyrið sent heim aftur — eða borgi sektina fyrir rjóma- flöskuna, sem lögregla „hænda- vinanna“ fann í hílnum lijáhon- um! Hann á liklega að lála huggast, þegar liann gengur inn i kaupfélagsbúð, sem er lögð marmaraplötum, en á sama tima liggur aðflutningur á nauð- synlegasla byggingarefni, handa þeim, sem reisa vilja ibúðarhús, midir miklum takmörkunum. Og hví skyldi strandgæslan ekki vera til að hugga liina sjálf- stæðu þjóð, dg þá einkum Reyk- víkinga, sem vikum saman haía horft á nýjasla gæsluskipið liggja úti á Skerjafirði, við að bjarga togara fyrirEnglendinga, og' einkum þegar endirinn á stappinu varð sá, að togarinn sekkur enn dýpra og alveg til botns að lokum og með honum vonin um björgunarlaun og „uppslátt“ handa dyggum skip- stjóra, sem var gamall flutn- ingamaður á Jónasi í snatt út um land og áður hafði með „berum höndum“ bjargað skipi austur á söndum! Hungurdauð- inn er rekinn frá dyrum segir liöf. Það er munur eða var á síð- ustu öld. Rétt er það. En það er minst fyrir aðgerðir J. J. eða lians manna, ef fólki þvi, sem nú gengur félaust eftir sumarið verður á einhvern hátt séð far- borða, því loforðin um „vinnu handa öllum sem vildu vinna“ eru ekki til þess að kasta Ijóma á framtíðina -— þau hafa aldrei verið lialdin frekar enn önnur loforð. Og svona mætti lengi telja. En þeir sem áreiðanlega þurfa ekki að kvíða í náinni framtíð eru allar bitlingakindur rauðliðanna, sem liður vei á garðanum. — Þeir þurfa ekki að óttast það sem framundan er og heldur ekki þeir aðrir, sem ljá vilja fylgi sitt núverandi valdhöfum, því þeir eru furðan- lega lagnir á að firtna smHgur þar sem Eysteinn hefir geymt einhverja skildinga, þó fé skorti átakanlega þegar nota á það til nauðsynlegra framkvæmda í „ílialdskjördæmum“. J. J. finst kvíði við framtið- ina ástæðuiaus. Það er svoglæsi- legt — svo líklegt til þjóðar- heilia, að sjá rauðliðana sigla enn út og nú með Magnús Torfason í stafni — þessa ómerkilegustu af öllum ómerki- legum „fígúrum“, sem nú er að finna ineðal hásetanna á þeirri fleytu. Islensk framtíð! Hvað er að óttast? — l E. Sókn fypir- skipud á Ogadenvíg- stöðvunum. London 15. okt. Frá Harrar barst sú fregn í gær- kveldi (mánudagskveld), at5 Nasi- bu hershöföingi heföi fyrirskipað alnienna sókn á Ogadenvígstööv- unum. Hríðarveðnr og fannfergi í Noregi. Oslo 15. okt. Mikið fannfergi og ofviöri hef- ir verið undanfarna daga á Hauk- elifjell og þar í grend. Umferð hef- h' tepst á öllum vegum og eru bíl- ar víöa að hálfu á kafi í snjó og sumstaðar hefir fent alveg yfir þá. Á einum stað er talið, að bilþ sem er á kafi í snjó, náist ekki fyrr en að vori. (NRP—FB).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.