Vísir - 27.10.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 27.10.1935, Blaðsíða 3
V í SIR hingaö til hafa ritaö í Minninga- bókina, eru undantekningarlaust valdir menn. Þess biö eg menn lengstra oröa aö ætla ekki aö í bók þessari eigi aöeins heirna ævisögur þeirra, sem taldir hafa verið í stórmenna hópi. Ævi daglaunamannsins er oft og einatt ekki síður frásagnarverð en ævi ráðherrans. Ætli ekki að sag- an hennar Mariu á Knútsstöðum verði lengi talin eitt af djásnum íslenskra bókmenta, eins og Guð- mundur Friðjónsson hefir skilað henni? María hefir þó vafalaust v-erið talin til smælingjanna. Uppdráttur að hinni fyrirhuguðu kirkju er enn ekki til, en nú mun þó vera unnið að honum. Á um- hverfinu, þar sem henni er ætlað- ur staður (örlítið fyrir norðan kirkjugarðinn eins og hann er nú), þarf að gera rniklar breytingar. Verður það mikið starf, og á því hafa sóknármenn ákveðið að byrja þegar í haust, ef tíðarfar leýfir. Vinsamlega væri það gert af Vesturheimsblöðunum að skýra lesendum sínum frá gangi málsins, því verkin sýna merkin, að lönd- um vestan hafs er þetta mál ekki síður hugleikið en okkur, sem heima sitjum. CLandsnefndin væntir þess enn af öllurn velunnurum málsins, að þeir leggi því lið í orði og verki, hver eftir því, sem ástæður hans og tækifæri leyfa. Sn. J. Bresknr togari strandar skamt frá Dvergasteini. — Seyðisfirði, 26. okt. FÚ. Togarinn Waldorf strandaði í morgun kl. 5 í norðvestan fár- viðri og liríð innan við Dverga- stein við Seyðisfjörð. Skipverj- ar 12 að tölu björguðust allir ómeiddir og eru komnir til Seyðisfjarðar. Skipstjórinn er enskur, Austin að nafni. Afli skipsins var 140 körfur fiskjar. Skipið er fult af vatni, en stend- ur enn á réttum kili. Tvo vélbáta sleit upp í nótt á Seyðisfirði, og liggja þeir nú báðir uppi í fjöru skamt frá togaranum. Hey liggja ennj)á á túnum og liá er óslegin á sumum túnum. Mnssolini ávarpar bændor. London 26. okt. FÚ. Mussolini ávarpaði í dag þús- undir bænda, af svölum Feneyja- hallarinnar í Rómaborg. Hann sagði m. a.: „Aldrei í sögu ítala hefir þjóðin skilið betur köllun sína, né réttmæti þeirrar kröfu, sem til hennar er gerð.“ Þá brýndi Mussolini það fyrir þeim, að bænd- urnir, og hið óbrotna fólk, væri mergur þjóðarinnar. „Það hafa ver- ið gerðar margar tilraunir til að sanna, að eg sé kominn af hinum fornu höfðingjum Rómverja. En foreldrar mínir, og foreldrar þeirra, og ættfeður mínir um margar kyn- slóðir, voru bændafólk. Eg er einn af yður, og tel mér það til sóma.“ Alt með kypp- um kjöpum á Krít' Londou 26. okt. FB. Frá Aþenuborg er símað, að alt sé nú með kyrrum kjörum á Krit. Fregnirnar um uppreist- artilraunina voru nokkuð orð- um auknar. Hið sanna í mál- inu er nú talið, að bændur hafi safnað liði og ráðist á lögreglu- lið stjórnarinnar og afvopnað það. Voru miklar æsingar út af jjessu um stund, en ferða- menn, sem komu til Ajienu- borgar, gerðu meira úr þvi en ástæða var til, svo og blöðin, og óttaðisl Grikklandsstjórn, að óeirðirnar kynni að breið- ast út, og sendi því tundur- spilla og herlið til eyjarinnar. Ríkisstjórnin liefir tilkynt op- inberlega, að yfirvöldin á eyj- unni hafi komið á reglu. (Uni- ted Press — FB.). Otan af landi. Kópur skríður í fjárhús og er skotinn. Stóra-Hrauni, FÚ. Lifandi útselskópur fanst í fjárhúsi á Stóra-Hrauni í Kol- beinsstaðalireppi 3. j). m. Bónd- inn á Stóra-Hrauni, Þórarinn Árnason, gekk í fjárliús um morguninn þenna dág. Þegar hann kom inn í fjárhúskróna sá hann þar lifandi útselskóp, snjólivítan að lit. — Nú hagar þannig til að fjárhúsin eru kipp- korn frá sjó og hefir kópurinn orðið að skríða yfir mýri og jjýfi áður en hann náði fjárhús- unum. >— Þegar hann sá Þór- arinn ýifraði hann og var auð- sjáanlega svangur, en vildi jró ekkert þiggja, og varð bóndinn að skjóta hann, vegna þess að hann j>orði ekki að láta hann alast upp með ungbörnum á heimilinu, og af j>ví að hann var of ungur til að bjargast móðurlaus í sjónum. — Skýrir Þórarinn svo frá, að þar hafi ekki sést útselur innan við Haf- fjarðarárós í 12—14 ár. Norðan Kjöl. Bönduósi, FÚ. Tveir piltar, af Blönduósi og úr Svartárdal, fóru til skólavistar að Haukadal í Biskupstungum nú i vikunni. Fóru j>eir Ey- vindarstaðalieiði og sem leið liggur i Hvitárnes og j>aðan í Haukadal. Höfðu þeir afsláttar- hesta undir farangur sinn og var þeim fylgt á Hveravelli. Gistu j>eir tvær nætur í gangna- mannakofum, en þá síðustu í ferðamannahúsinu í Hvítárnesi. Lögðu þeir upp s. I. sunnudag og komu á miðvikudagskvöld i Haukadal. — Snjór var nokkur á öræfum en sæmileg færð. Blönduósi, 26. okt. FÚ. Slátrun sauðfjár lauk á Blönduósi 22. þ. m. Alls var slátrað 25.822 sauðfjár. Þar af 1.219 fullorðnum. Hjá Kaup- félagi Húnvetninga var slátrað 19.694, j>ar af fryst um 18.100 kroppar, einnig var fryst nokk- ur þúsund hausar og innmatur. Sauðfé reyndist ekki vel til frá- lags, en j>ó betur en síðastliðið haust. Meðalþungi dilka var nú 12,62 kg. eða um % kg. meiri en i fyrra. Þyngsti kroppurinn var 26 kg. Þetta lamb var borið á venjulegum tíma og gekk i sumar með móður sinni úti í Eyjarey við Skagaströnd. Bráðapest hefir drepið allmargt fé í haust, — einnig bólusett fé. Veðrátta hefir verið góð og hagstæð og snjólaust er í bygð og bíll geng- ur enn millí Skagastrandar og Reykjavíkur. II Baejarfréttir y 1.0.0 f z=\mmt=vi,\ Veðurhorfur í gærkveldi. Suðvesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður; Norðvestan kaldi og úr- komulítiS, en vaxandi suðaustanátt og snjókoma, er líður á morgundag- inn. Vestfirðir, Norðurland: All- hvass norðvestan og hríðarveður fram eftir nóttunni, en lygnir og 1>atnar með morgninum. Norðaust- urland: Hvass norðvestan og hríð- arveður í nótt, en lygnir á morgun. Austfirðir, suðausturland: Norð- vestan stormur fram eftir nóttunni, en lygnir svo. Víðast bjartviðri. Barnaguðsþjónusta verður á Elliheimilinu í dag kl. 2 e. h. Öll börn velkomin. Skipafregnir, Esja er væntanleg úr hringferð i dag og Gullfoss að vestan og norðan. Hjúskapur. í gær voru gefin saman af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Margrét Sæmundsdóttir og Torfi Sigurjóns- son, Grimsnesi. Næturlæknir er í nótt Ólafur Helgason, Ing- ólfsstræti 6. Sírni, 2128. — Nætur- vöröur í Ingólfs apóteki og Lauga- vegs apóteki. Náttúrufræðifélagið hefir satnkomu mánud. 28. j>. m. kl. 8% e. m„ í sal safnsins í Safna- húsinu. Karlakór Reykjavíkur efnir til hlutaveltu í K.R.-húsinu i dag kl. 4. í sambandi við hluta- veltuna er hapixlrætti (1200 kr. virði). Ágætir munir eru á hluta- veltunni, matvæli o. s. frv/ Skemt verður með söng og hljóðfæra- slætti. Sjá augl. Simaskráin 1936. Athygli skal vakin á augl., sem birt er í blaðinu i dag, um síma- skrána 1936. Hlutavelta Hellisgerðis. í dag verður haldin rnikil hluta- velta til ágóða fyrir Hellisgerði í bæjarjiingssalnum í Hafnarfirði. Verður j>ar margt ágætra muna á boðstólum. Sjá augl. Barn'a- og unglingasöng frá ýmsum löndum, verður út- varpað í dag (]>. e. sunnud.) kl. 4—6, eftir íslenskum tíma, frá flestum útvarpsstöðvum, bæði í Ev- rópu og öðrum heimsálfum. Kór- ar barna og unglinga syngja í hverju landi, 3—4 mínútur á hverj- um stað. Löndin eru alls um 30, og er röðin framan af eins og hér seg- ir: Þýskaland, Bretland, Ástralía, Pólland, Frakkland, Bandarikin, Hawaii, Spánn, Ítalía, Holland, Norðmenn og refsiaðgerðirnar. Oslo 26. október. Hin stækkaða utanríkis- málanefnd Stórþingsins hefir lokið fundahaldi sínu að sinni. Hefir hún og ríkisstjórnin rætt hinar ýmsu þvingunarráðstaf- anir, sem ákveðnar hafa verið og geta komið til mála, vegna j>eirrar afstöðu, sem Þjóðá- bandalagið liefir tekið gagn- vart ítaliu i deilu hennar og Abessiníumanna. í nefndinni var eining um þá stefnu, sem ríkisstjórnin liefir tekið og til- lögur hennar í refsiaðgerða- málinu. 1 umræðunum tóku ráðherrarnir þátt, og allir nefndarmenn, að undantekn- um Hambro og Sven Nilsen, sem voru forfallaðir. (NRP.— FB.). Sviss, Austurríki, Bclgía, Noregur, Tjekkóslóvakía, Argentína, Brasil- ía, Svij>jóð, Ungverjaland o. s. frv. Löndin munu verða kynt, um leið og söngurinn hefst á hverjum stað. Island er ekki með i söngnum, en öll hin Norðurlöndin. Söngnum verður endurvarpað frá útvarps- stöðinni í Reykjavík. Morg’unn. Júlí—desemberheftið ]>. á. er nú komið út. Efnið er ]>etta: Kirkjan og sálarrannsóknirnar. (Erindi eft- ir Einar H. Kvaran. Flutt að Undir- felli 18. ágúst 1935). — Hverju getum vér leynt? (Prédikun eftir síra Tryggva H. Kvaran, Mæli- felli). — Andlát Lúðvígs Dahls og kaflar úr siðustu bók hans (Hall- grímur Jónsson ritaði á íslensku). — Utan við líkamann. (Erindi eft- ir Einar Loftsson). — Draugur. — Varðengill. — Tvifari. (E. H. K.). — Ásgeir Þ. Sigurðsson konsúll farinn af þessum heimi. (E. H. K.). — Miðilsfundur í flugvél. (Furðu- leg afleiðing af samtali við Conan Doyle). — Samband við annan heim. — Ritstjórarabb Morguns um hitt og þetta. — Sam1>ands- ástand. — Þjónusta englanna. (Eft- ir frú Joy Snell). Með útkomu þessa heftis er lokið XVI. árgangi Morguns, og hefir Einar H. Kvar- an verið ritstjóri hans frá upphafi. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, frá X, 100 kr. til minningar um Önnu Bjarnardótt- ur frá Sauöafelli. Mun æviminning \hennar verða skráð i Minningabók kirkjunnar. — Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Heimatrúboð leikmanna, Hverfisgötu 50. Samkomur í dag: Bænasamkoma kl. 10 f. h. Barnasamkoma kl. 2 e. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. — Hafnarfirði, Linnetsstíg 2: Samkoma kl. 4 e. h. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: Kl. 11 f. h. helgunarsamkoma, kl. 2 e. h., sunnudagaskóli, kl. 4 e. h. úti- samkoma (ef veður leyfir). Kl. 8 e. h. (veitiS breytingunni athygli) mikil hjálpræðissamkoma. Major Soma-Andersen annast stjórn þessara samkoma. Betanía. Vakningasamkoma verður i kvöld kl. 8y<2,- Jóhannes Sigur-ðsson frant- kvæmdarstjóri talar. Allir vel- komnir. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 10 kr. frá 2+7, 20 kr. frá N. N„ 10 kr. frá ónefnd- um, 2 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá ónefndum, 50 aurar frá Olaf Eit- tesvalt, 2 kr. frá ónefndum, 2 kr. frá N. N. Til heilsulausa mannsins, afhent Visi: 15 kr. frá G. og M„ 25 kr. frá J. E.. 5 kr. frá Þ. J- Áhcit á Hallgrímskirkju í Satirbæ, afhent Vísi: 5 kr. frá G.. -f- B„ 2 kr. frá konu. Aheit á barjiaheimilið Vorblómið (Happakrossinn) frá Sm.. 2 kr„ frá J. Ó. 48 kr. Móttekið með þakklæti. Þuríður Sigurðardóttir. Útvarpið í dag. 10,40 Veðurfregnir. 12,00 ILá- degisútvarp. 14,00 Messa í Hafn- arfjarðarkirkju (síra Garöar Þor- steinsson). 15,00 Tónleikar frá Hótel ísland. ió,oo (18,00): End- urvarp : Barna- og unglingasöngur frá ýmsum löndum heims. 18,30 ÍBarnatimi: a) Tryggvi Gunnars- son, skógurinn og dýrin (Aðal- steinn Sigmundsson kennari) ; b) Söngur; c) Lesnar dýrasögur. 19,10 VeSurfregnir. 19,20 Hljóm- plötur: Sígild skemtilög. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Jörundur hundadagakonungur III. (Jóhannes skáld úr Kötlum). 20,40 Hljóm- plötur: Chaliapin syngur. 21,05 Upplestur: Saga (frú Elínborg Lárusdóttir). 21,30 Hljómplötur: Paganiui-tónleikar. 22,00 Danslög til-kh 24. Skák. Annað taflið í kepninni um meistaratignina, teflt í Amsterdam 5. og 6. okt. — Drotningarpeðs- taf 1. — Hvitt: Dr. Euzve. — Svart: Dr. Aljechin. — 1. d2—CI4, Rg8— f6; 2. C2—C4, S7—g6; 3. Rbi—C3, d7—d5; 4. Ddi—b3, d5Xc4.; 5- Db3Xc4, Bc8 —eó; 6. Dc4—b5-J-, Rb8—c6; 7. Rgi—f3, Ha8—b8; 8. Rf3—e5, Be6—d^; 9. R X B, D X R; 10. d4—d5, Rc6—d4; 11. D1>5—d3, ey —<5; 12. e2—e3, Rd4—f5; 13. e3 —e^, Rf5—d6; 14. Í2—f4!, Dd7 —c?> 15- Bci—e3, Rf6—g4; 16. Be3Xa7, Hb8—a8; 17. h2—h3, Ha8Xa7; 18. h3Xg4, Bf8—g7; 19. Dd3—e3, Ha7—a5; 20. f4—f5, Bg7—f6; 21. a2—34,' Bf6—65 —J- ; 22. g2—g3, Bh4—g5 ; 23. De3—Í3, o—o ; 24. b2—b4, Iia5—a8; 25. Hai—a2, Rd6—e8; 26. Ha2—1>2, Re8—f6; 27. Bfi—e2, c7—c6; 28. d5Xc6, 1>7Xc6; 29. o—o; Ha8— d8; 30. Kgi—g2, Hd8—CI4; 31. 1>4—1>5. cóXbs; 32. a4Xl>5. Hf8 —1>8; 33. f5Xg6, f7Xg6; 34- 65— 1>6, De^—b7; 35. Kg2—113! 8 7 6 5 4 3 2 1 (ef nú Rf6Xc4; þá 36. Rc3XRe4, HXe4; 37- Db^-f og því næst Bf3; ef 36...., DXe4, þá 37. Df7+, Kh8; 38. Dc7 !;' Hd4—d8; 39. Be2 —+3!!, De4—d5; 40. Hb2—b5, Dd5—d6; 41. Hfi—f7!!! og hvit- ur vinnur). 35....., Hd4—d6; 36. Rc3—<15, Kg8—g7; 37. PIl>2— c2, RfóXRdS; 38. e4Xd5, Hd6x 1>6; 39. Hc2—c6! Hb6Xc6 (ef t. d. Hbi þá 40. d5—d6!, HbiXHfi; 41. Hc6—c7+!, Kg7—h6; 42. D XHf 1 og því næst KI12!!). 40. 65 Xc6, Dl>7—e7 ; 41. Be2—c4!, Kg7 —h6; 42. Df3—hi!, Hb8—1>2; 43. Hfi—í* 1/, Dey—e8; 44. c6—c 7, Hl>2—C2; 45. Dhi—b7! og Alje- chin gaf. Heimsmeistarakepnin. Eins og getið var til hér í blað- inu, var útvarpsfregn sú, sem sagði að andstæðingur dr. Aljechin’s (Dr. Emve) hefði gefist upp eftir 4. skákina, á misskilningi bygð. Ein- vígið er í fullum gangi. Aljechin vann i„ 3. og 4. skákina; dr. Euwe þá 2. og sú 5. varÖ jafntefli, en hin 6„ sem seinast fréttist af, varð biðskák í tvísýnni stöðu. Hin nýja bók Kristmanns Guð- mundssonar fær góða dóma. Kaupmannahöfn. 25. okt. , (Einkaskeyti til’FÚ.). Bók Kristmanns Guðmunds- sonar, „Jordens Barn“, er koin- in út í Noregi, og hirtist fyrsti ritdómurinn i dag i Norges Handels- og Sjöfartstidende. I ritdóminum segir, að Kristmann sé gæddur miklum liæfileika til þess að lýsa viðfangsefnum sín- um, og i bókinni séu margir kaflar sem séu þrungnir af feg- urð og krafti, og beri vott um mjög þroskaða frásagnariíst. Kærkomnar fermingargjaflr: Nýtísku kvenveski, samkvæmistöskur, skrifmöppur, ferða- áhöld, seðlaveski, buddur, lyklabuddur, skjalatöskur, pappírs- hnífar. — Birgðir m.jög takmarkaðar. Leðurvörudeild mjdðfærahússins og Atlabúðar. fföskiftaráðstefna Norðarlanda. Kaupmannahöfn, 26. okt. FÚ. (Einkaskeyti). A viðskiftaráðstefnu Norður- landa, sem nú er lialdin í Kaup- mannahöfn, var í dag rætt um að skipuleggja skifti já verka- mönnum milli hinna norrænu landa. Einnig var talað um að samræma verslunarlöggjöf og hagfræðiskýrslur. Þá var enn- fremur rætt um, að hefja sam- vinnu milli norrænu þjóðanna um utanríkisverslun. Yar nefnd skipuð til þess að athuga ýms atriði sem hafa mikla þýðingu fyrir ulanríkisverslun Norður- landaþjóðanna, og var einn maður frá hverju landi skipað- ur í þessa nefnd. Þá var fulltrú- unum falið, að fara þess á leit við stjórnir sínar, að fá lækkuð símgjöld milli Norðurlandanna. Breyting á umferðareglum á fslandi? Á fundinum var tilkynt, að íslenska stjórnin hefði í hyggju að breyta umferðarreglum þannig að vikið sé til hægri, og ekið hægra megin í götunni. Vínarborg, 25. okt. Nýja austurríska stjórnin held- ur sömu stefnu og gamla stjórn- in í innan- og utanrikismálum. Schusnigg kanslari liefir lýst yfir þvi, að stefna hinnar nýju ríkisstjórnar i innan- og utan- rikismálum sé óbreytt frá stefnu gömlu stjórnarinnar. — (United Press. — FB.). Sjö menn alls hafa farist við sprenginguna í Noregi. Osló, 23. október. Sjö menn als hafa farist við ketilsprenginguna í e.s. úrsa, sem er eign Bergenska. Auk þeirra fimm, er fórust, og frá var sagt i gær, hafa tveir menn látist í sjúkraliúsi. Þeir voru báðir um fertugt og kvæntir menn. Rannsókn, sem Norske Veritas og hin tekniska deild Bergenska liafa látið frarn- kvæma, hefir leitt i Ijós, að öryggis-„ventillinn“ var ekki í :lagi. (NRP. — FB.). i Kalundborg, 26. okt. FÚ. „Times‘ um Abessiniudeiluna. Blaðið „Times“ skýrir svo frá, að ólíklegt sé, að Þjóða- bandalagið og Abcssinia fallist á tillögur Mussolini um lausn á Abessiniudeilunni, en blaðið gerir sér vonir um, að þetta verði ekki siðasta tilboð Musso- líní. —■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.