Vísir - 10.11.1935, Blaðsíða 4

Vísir - 10.11.1935, Blaðsíða 4
VÍSXR CJtan af landí. —o— Síldveiðarnar. Sandgerði, 9. nóv. FÚ. Vélbáturimi Björgvin koni lil Sandgerðis um kl. 17 i dag með rúmar 100 tunnur síldar, er hann hafði aflað i 6 net, en 25 netum tajxaöi hann vegna of- mikillar sildar. Hann lagði net sín út af Eyrarbakka síðdegis í gær og hyrjaði að draga lxau kl. 19,30 í gærkveldi. Vestmannaeyjum. FÚ. M.s. Lagarfoss kom til Vest- xnannaeyja í dag með 140 tunn- ur síldar, er hann liafði veitt í 25 net. Vonin var að koma um kl. 18,30 með áætlaðar 200 tunn- ur síldar, er hún hafði veitt í 22'net. Margir bátar eru ókomn- ir enn. Útlit er fyrir ágætt veiði- veður i nótt. XJtvarpsfFéttir. K.höfn, 9. nóv. (Einkaskeyti FÚ.). Gunnar Gunnarsson rithöf. flytur erindi í kvöld i Köb- mandsskolen í Kaupmannahöfn, um ísland og íslensk málefni. Kjarval og dönsku blöðin. Dönsku blöðin, Social Demo- kraten, Dagens Nyheder, Extra- bladet og Börscn liafa flutt greinar með myndum um myndamöppu þá, sem gefin lief- ir verið út, af verkum Kjarvals. Segir Social Demokraten að Kjarval minni á liina miklu Renaissance íneistara. Broadbent kominu til Ástralíu. Leitin að Kingsford-Smith heldur áfram. London 9. nóv. FÚ. Broadbent er nú kominn til Ástr- alíu, og hefir farið fram úr meti Sir Charles Kingsford-Smith, er hann setti á flugi sínu milli Eng- lands og Astralíu haustið 1933. Rroadbent kom til Port Darvvin kl. 4.19 í morgun, eftir enskum tínxa. Hafði hann j>á verið 6 daga, 21 klst. og 19 mtn. á leiðinni, og er það hér uín bil 7)4 klst. skemmri tími, en það tók Sir Charles Kings- ford-Smith að íljúga þessa sömu leið, fyrir tveimur árum. Broadbent kvaðst hafa fengið ofsa-storm á leiðinni milli Rangoon og Singa- pore, og gera memi ráð fyrir, að í þeinx stornxi hafi Sir Charles hlekkst á. Leitin að honunx heldur áfram, og er nú veður sagt mjög stilt á þessum slóðum. I.ondon 9. nóv. FÚ. Flugslys, Þrír flugforingjar úr breska hernum létu lífið í dag, er tvær herðnaðarflugvélar rákust á, uppi yfir flugvelli enska hersins í Ab- bingdon. Er þetta fyrsta slysið, sem manntjóni hefir valdið, senx komið hefir fyrir síðan flugstöðin í Ab- bingdon var tekin í notkun, fyrir þrenx árunx. Kunnur norskur skíðamaður ferst. Oslo 9. nóvember. Kunnur norskur skíöamaður, Erik Walle, lést í gær af slysföi’- um. Hann var í Tovgatens Bad og ætlaði að kasta sér til sunds af annari pallhæð og voru aðrir, sem þarna voru aS baSa sig og synda, aSvaraSir, en samt tókst svo illa til, aS ung stúlka varS fyrir Walle er hann kom niSur. Stúlkan meidd- ist ekkei’t aS ráSi, en Walle hlaut svo alvarleg meiðsl, að hann lést af þeim samstundis. (NRP—FB). SKRÍTLUR, Jón: Þú munt eiga afnxælisdag bráSurn. Jósef: Já — núna þann þrett- ’ ánda. Jón: Og hvers mundir þú nú óska þér í afmælisgjöf, ef þú mætt- ir velja Jósef: AnnaS hvort bifiæiS eSa konu.— Jón: Hvei’svegna óskarSu þér ekki einlxvers, sem þú getur stjórn- að? Meðmæíi. Frá Hansen (horfir rannsóknar- augum á unga stúlku meö hárauð- ar neglur): — Eg sé af þessum meömælum, sem eg var aS lesa, aS þér hafiö verið í fjórum vistum tvo síSustu mánuSina. Ungfrú Jensen: LátiS yður vænt um þykja, kæra frú. — ÞaS sýnir ekki annaö en þaS, aS eftirspurn- in er mikil. í sjöunda hinmi. Kalli litli (ltemur heim úr skól- anum og faöir hans spyr hvernig gangi). DANSKI LEIKARINN SCHEN STROM (,,Vitinn“) og frú lxans áttu nýlega silfurbrúSkaupsdag og voru þá gefin sanxaix í hjónaband dóttir þeirra og unnusti hennar. Myndin er tekin lieima hiá Schenström og konu lians. JOAN CRAWFORD og Franchot Tone kvikmyndaleík-ari. Þau voru nýlega gefin saman í lxjónaband. WlNNA Dugleg stúlka, sem kann mat- argerð, óskast í vist strax (vegna veikinda annarar) — Uppl. Ljósvallagötu 16, uppi. — (239 „Eiegant“ kjólar og fallegar kápur fást saumaðar á Njarðar- gölu 31, niðri. (234 Fótaaðgerðir. Sigurbjörg Magnúsdóttir. Sími 1613. (233 Stúlka óskast i vist. — Sími 2761. — Sigríður Einarsdóttir, Bræðraborgarstíg 4. (229 Saumastofan, Hafnarstr. 22 saunxar kven- og barnafatn- aö eftir nýjustu tísku. - Reykjavíkur elsta kemiska fatahreinsunar- og viðgerðar- verkstæði brejdir ölium fötum. Gúmmíkápur límdar. Bukux pressaðar fyrir eina krónu. Föt pressuð fyrir 3 kr. Föt kemiskt hreinsuð og pressuð á 8 kr. Pressunarvélar eru ekki notað- ar. Komið til fagmannsins Ry- delsborg kiæðskera. Laufásvegi 25. Sími 3510. (1298 Ilerbergi með eldliúsaðgangi, fyrir reglusamt og ábyggilegt fólk, til leigu á Bergjptaðastræti 11 A. (235 Slór og sólrík kjallarastofa til leigu nú þegar á Egilsgötu 22. — Simi 2240. (228, iTAPAt TUNDIf)! í gærkveldi týndist Ijósmynd af síra Matthíasi Jochumssyni á leið frá Mjóstræti 6 að Félags- prentsmiðjunni. Skilist í Prent- myndagerð Ólafs Hvanndals gegn fundarlaunum eða á afgr. Vísis. Tapast hefir stútur af mót- orlampa á Laugaveginum. — Skilist til Eiríks Hjartarsonar. (232 Kalli: Ágætlega. Fa'ðirinn: ÞaS er afbragö. Kenn- arinn er þá væntanlega ánægönr meö þig? Kalli: Hann er í sjöunda himni. Hann sagSi seinast núna áöan, aS ef allir ki’akkarnir væri eins og ég, þá væri bara ekki um annaS aö gera en a'ð loka skólanum! Rciðhjól í óslcilum, Sauða- gerði C. Uppl. 12—1 og 8—9 síðd. , " (231 AUGLÝSINGAR FYRIR HAFNARFJURI), Nýr, reyktur og liakkaður fiskur daglega. Reykjavíkur- vegi 5, Sími 9125. (1297 IKAIPSTAPIDI Fóðurrófur fiást i Gróðrar- stöðinni. ^ (239 Ung kýr, komin að burði, til sölu í Gróðrarstöðinni. — Simi 3072. (238 Leiknir hefir nokkrar ritvél- ar til sölu, einnig góða klæð- skera-saumavél og barnavagn. Uppl. í síma 3459. , (236 Vönduð borðsjofuhúsgögn til sölu. Uppl. í sima 4118. (230 íslensk frímerki kcypt. Út- lend frimerki seld. Gísli Sigur- björnsson, Lækjartorgi 1. Opið 1-—4. Simi 4292, og Laugavegi 49 (Hraðpressan). Opið 9—7. Sími 1379. Svefnherbergishúsgögn sem ný (satin), til sölu, með tæki færisverði. A. v. á. (200 EDINÁ snyrtivörur bestar. Kaupi ullarprjónatuskur og gamlan kopar. Vesturgötu 22. Sími 3565. (175 Fopnsalan. Hafnarstræli 18, kaupir og selur ýmiskonar húsgögn og litið notaðan karlmannafatnað. Sími 3927. Stúkan Framtíðin nr. 173 lieldur fund mánudaginn 11. þ. m. kl. SVz, í litla salnum uppi í G. T. húsinu. Kosning og inn- setning embættismanna. (241 ‘ ' N Stúkan Einingin nr. 14 til- kynnir: Fundurinn í kvöld kl. 81/2, verður í Oddfellowbygg- ingunni (uppi). Á fundinum fer fram inntaka, innsetning embættismanna, dráttur í happ- drættinu o. fl. En myndatök- uniii verður að fresla til mið- vikudagskvölds, vegna málning- ar á Templarahúsinu. Æ. t. •— (240 Í.E1C5A 1 lierbergi, lientugt fyrir saumastofu óskast, lielst í mið- bænum. Tilboð, merkl: „Hent- ugt“ leggist inn á afgr. Visis. — (237 FÉLAGSPREN TSM1Ð J AN Wodehouse: DRASLARI. 20 — Hverskonar? — Það er svo sem auðskilið, sagði frú Pett. Haim háfði verið mésli reglupiltur áður — enda uppalinn vestra. — Og þar vann hann við dagblað eitt. Svo var hann skyndilega rif- inn upp og fluttur til Englands. Og hér í Lunún- um átti að gera hann að einhverskonar hefðar- manni. Honum er boðið að umgangast finu mennina. Og hver veit nema honum liafi verið skipað að fara í skolalleik við konginn! Og hér liefir öllum litist vel iá drenginn, því að hann er mesti myndarpiltur. En öll þessi rassaköst voru auðvitað eintóm vitlcysa. -— Eintóm andskotans vitleysa! Og þvi fór sem fór! Frú Crocker mýktist heldur og gerðist ánægð- ari á svipinn. — Svona er nú þetta. — Og eins og þið vilið, þá er ómögulegt að koma í veg fyrir að blöðin birti það sem þeim sýnist. — Og svo lóku þau upp á því, að skrifa um afreksverk hans meðal heldra fólksins. — • — Afrelcsverk? — , — Jæja, eða framkomu. Það er kannske rétt- ara að segja — framkomu. — Og auðvitað má ekki við svo búið standa, mælti frú Pett.— Eitthvað verður að gera —- eitthvað til bragðs að taka. Það er augljóst mál. Hr. Pett studdi mál konu sinnar. — Hún Nesta mín verður að heilsulausum aumingja, ef þessu heklur áfram, mælti hann. — Hún getur fengið slæm köst — það er að segja liún er svo viðkvæm, að taugarnar þola ekki spenninginn. — Hún ber alveg geysilega umhyggju fyrir drengnum. Frú Grocker lyfti augnabrúnunum dálílið hærra. Hún áíti i rauninni örðugt með að verj- ast brosi. , — Ef þér gengur ekki annað til en öfund, Nesta. —------1 Það er svo skritið að koma alla Jeið hingað lil þess eins að lala um þetta. Frú Pctt liió kuldalega. — Það er fyrst og fremst skömmin og sví- virðingin, sem-eg er að hugsa um. — Taktu eftir því: Skömmin og svívirðingin! , — Skömmin og svivirðingin? — Eg skil víst ekki — þú talar i ráðgátum. — Eg get ekki nefnt það öðru nafni, alls ekki nefnt það öðru nafni, Eugenia. — Eða myndir jni ekki skannnast þín, er þú læsir sunnudags- bláðið jxitl og sæir þar livorki meira né minna en heillar blaðsíðu grein um það, að frændi þinn eða stjúpsonur þinn — hefði verið blind- fullur að drabba úti á skeiðvelli og lent þar í iiörku-áflogum við veðmáláskrifara? Hugsaðu jxér bara annað eins. Stjúpsonur þinn blind- fullur og í áflogum! Og ekki nóg með það, held- ur er svo farið að segja frá öðrum og eldri „af- rekum“ piltsins, svo sem lil dæmis að taka því, að hann liafi einu sinni lilcypt upp stjórnmála- fundi og í annað sinn verið dreginn fyrir lög og dóm út úr kvennamálum. Hann hafði gert sér lítið fyrir og lieitið réltri og sléttri vinnukonu eiginorði! En svo sveik liann alt saman. — Það er eklci ófélegur æviferill að larna! —- Fyllirí, áflog, kvennafar! Frú Crocker varð órótt innanbrjósts, en tókst þó að láta á engu bera. Þetta var alt löngu liðið og tilheyrði fortiðinni. — Flenni fanstástæðulítið að vera að koma alla lcið vestan úr Ameriku til þess að segja þessi tiðindi. — Reyndar var svo að sjá, að einhver blöð þar vestra væri enn að þvæla um þetta. Og vitanlega var það bölvað. Hún tók þá föstu ákvörðun, að tala svo að um munaði yfir hausamótunum á stjúpsyni sínum, þegar er henni gæfist færi á því næst. Sá skyldi nú fá orð i eyra. Hún ætlaði að reka út af hon- um alla djöfla og Iireinsa svo til i sál hans og hugslcoti, að þar þyrfti ekki um að bæta síðai’. Ilann skyldi sannarlega verða þess var, að hann ætti stjúpa, sem hugsaði ofurlitla ögn um sið- semi og velsæmi. ■, — Þetta er þó að eins byrjunin, hélt lrú Pett áfram. Því er nú ver og miður — bara lítilfjör- leg byrjun. Og þó finst mér í sannleika ekki á bætandi. En það er meira blóð i kúnni, systir mín. — Það tekur upp á taugarnar og sálina, að þeir liafa einhvernveginn grafið upp, þessir óguðlegu blaðamenn, að pilturinn sé í tengdum við mig! — Já — Jesús rninn góður! Það liafa þeir grafið upp! Fyx-ir tveim vikum birtu þeir mynd af mér — með einni greininni um piltinn. Og ef eg þekki þá rétt, þessa guðlausu menn, þá halda þeir því áfrarn. í livert einasta skifti, sem þeir segja frá yfirsjónum piltsins, þá birta þeir mynd af mér. Þessu verður að afstýra og þess vegna cr eg hingað komin. Við verður að koma i vcg fyrir, að þelta lialdi áfram. Eg liefi liugsað málið nólt og dag. Og eg hefi komist að þeirri niðurstöðu, með guðs hjxxlp, að eina ráðið til þess að losna við þessi vandræði sé það, að flytja stjúpson þinn héðan frá Lundúnum. Hér hagar hann sér eins og guðlaus dóni eða naut í flagi. — Peter rninn elskulegur hefir góðfúslega heitið því, að fá honum eitthvað að.gera á skrif- stofunni, þvi að þegar drengurinn er jafn óvan- ur allri vinnu og nú, ])á verður hann vitanlega ekki til mikillar hjálþar fyrst um sinn. En við liöfum rætt málið frá öllum liliðum, og okkur hefir komið saman um það, að þetta sé eina úrræðið. Og okkur er Ijóst að það er ábyrgðar- hluti að láta piltinn grotna niður hér. 1 þessum tilgangi er eg nú hingað komin. Við bjóðumst íil þess lijónin, Peter minn elskulegur og eg, að taka James með okkur vestur, og forða honum frá þeii'ri ógæfu, sem yfir honum vofir hér. Við ætlum að taka hann af þeim refilstigum, senx hann er nú komin út á. Og við — eða Pet- er minn — ællum að fá honum vei’k i höud. Hvað segir þú urn þctta? Örlítil þögn. Og frú Crocker lyfti augnabrún- unum cnn þá liærra en áður. — Hvaða svari býst þú við Nesta syslir? — En þér að segja, þá er þetta svo fráleitt, að eg hefi aldrei lieyrt aðra eins vitleysu. Eg held að mér sé óliætt að segja, að þetta sé lieimsku- legasta uppástungan, sem eg hefi heyrt um mína daga. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.