Vísir - 19.11.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 19.11.1935, Blaðsíða 2
V í SIR Refsiaflgerðirnar komu til framkvæmda i gær. ítalir drógu fána á stöng um alla Rómaborg í gær til þess að láta með því í ljós, að þeir mundu engan bilbug láta á sér finna þótt refsiaðgerðum 50 þjóða sé nú beitt gegn þeim. — Stórráð fascistaflokksins iýsir fullu trausti á Mússólínt Oslo 18. nóv. Á fundi stórráös fascistaflokks- ins s. 1. laugardag var samþykt til- laga þess efnis, aö stórráðiö lýsti yfir fylsta trausti sínu á Musso- lini. Samþykt var áskorun til allra borgara Iandsins aö draga fán á stöng í dag, r8. nóvember, vegna þess aö í dag koma refsiaögerö- irnar gegn Ítalíu til framkvæmda. í áskoruninni eru menn hvattir til þess aö hafa flögg sín á stöng í heilan sólarhring. (NRP—FB). Rómaborg 18. nóv. Fánar voru dregnir á stöng' um alla Rómaborg í dag samkvæmt áskorun fascista-stórráösins, til þess aö láta í ljós, aö Italir muni engan bilbug láta á sér finna, þótt refsiaðgeröirnar sé nú komnar til framkvæmda . Stúdentar héldu mótmælafundi í dag gegn fram- kornu þeirra ríkja, sem þátt taka í refsiaðgeröunum og gengu fylktu liði um göturnar. Sterkur lögreglu- og hervörður var hafður við bú- staði og skrifstofur sendiherra og ræðismanna allra þeirra ríkja, sem þátt taka í refsiaðgeröunum, til þess að koma í veg fyrir óeirðir. (NRU—'FB). London í gær. (FtJ). í Genf gera embættismenn Þjóðabandalagsins sér vonir um, að eklci muni skipta nema nokkr- um vikuin uns afleiðingar refsiað- gerðanna verði tilfinnanlegar fyr- ir Ítalíu, vegna takmarkaðra birgða á nauðsynjavörum, og tak- markaðrar framleiðslu á lífsnauð- synjum. í Frakklandi eru blöðin einróma um að harma nauðsyn þess, að beita refsiaðgerðum, þótt sú nauðsyn sé hinsvegar viður- kend, og mæla flest blöðin mjög með því,' að haldið verði áfram að reyna að komast að samkonuilagi við Ítalíu. 1 Indlandi hefir stjórnin í dag gefið út bráðabirgðalög, þar sem það er látið 'varða lengri eða skemri fangelsisvist, að brjóta í bága við ákvæðin um refsiaðgerð- ir gegn Ítalíu. London 18. nóv. (FÚ) Badoglio, hinn nýskipaði yfirhershöfðingi I- tala í Austur-Afríku. leggur ai stað frá Neapel i kvöld. Með hon- um fara tveir synir hans, annar þeirra flugforingi í ítalska flug- h.ernum, en hinn stórskotaliðsfor- ingi. Gert er ráð fyrii, að þeir komi til Massawa í Eritreu 25. eða 26. þ. m., og að de Bono komi þar til móts við þá. Þar til Badoglm getur tekið við herstjórninni á norðurvígstöðvun- um er búist við að ítalir noti tím- ann til þess að búa sig sem best undir væntanlega framsókn. Stór- ar skotfæra- og vopnabirgðir hafa verið fluttar, og eru í flutningi, frá aðalherstöðvunum til herlínunnar, og það er verið að koma smáhóp- um úr stórskotaliðinu fyrir, þar sem þeirra er talin mest þörf, við rætur fjalllendisins suður af Mak- ale. Flugvélastöðvarnar eru nú fluttar suður á bóginn, eins langt og unt er. Abessiniukeisari hefir nú lokið undirbúningi fyrir' ferð sína til Dessié, og búist við að hann Ieggi af stað þangað inn- an fárra daga. Hjúkrunarvagnar, ásmt hjúkrunarsveitum, sem eru sagðar vel útbúnar, er lagðir af stað til norðurvígstöðvanna. Cýpruseyjarbúar eru meðal þeirra, sem einiia mest tjón munu bíða af framkvæmd refsiaðgérðanna. Viðskiftavelta þeirra við Ítalíu nemur um 90 þús- und sterlingspundum. Italskir strokumenn í Addis Abeba Frá Addis Abeba kemur sú fregn, að ítalskir strokumenn — sem nú eru ságðir vera um 1000 i höfuðstað Abessiniu — hafi sagt frá því, að öllum fréttum um refsi- aðgerðir hafi verið haldið vandlega leyndum fyrir ítölskum hermönn- um í Austur-Afríku. Argentínustjórn tilkynti í dag, að hún legði bann við útflutningi þaðan á olíu, kol- um, járni og stáli, til Ítalíu, og er Argentína því fyrsta landið, sem beitir þessu ákvæði refsiaðgerð- anna. Kjötsðiu-braskið. Sumarið 1934 var ærið vot- viðrasamt víða um land, eink- um er á leið. Hröklust þá liey bænda svo mjög í ýmsum sveit- um og héruðum, að kalla mátti að þau yrði nálega ónýt. Þótti þá illa liorfa og gerðust bænd- ur uggandi um hag sinn. En „þegar neyðin er stærst er hjálpin næst“, segir forn orðskviður. — Og nú risu upp „spekimenn“ tveir, ekki all-litlir fvrirferðar, og tókust á hendur það mikilsverða starf, að liugga bændur og leiðbeina þeim. — Þessir „ástvinir“ bændanna voru þeir Páll Zóphoniasson og Jónas frá Hriflu. — Virðast þeir ærið svipaðir að gáfnafari. Hvorugur er „tekinn alvarlega“, að því er séð verður. Og það hefir orðið hlutskifti beggja nú um sinn, að vera hlátursefni þingmanna og palla-gesta á Al- þingi. — Þá er rigningarnar mögnuð- ust dag frá degi, er síga tól^á seinni liluta sumars 1934, mun Páli Zóphoníassyni ekki hafa farið að lítast á blikuna. Og hann mun liafa komist að þeirri niðurstöðu, eftir mikl- ar liugsana-þrautir, þrálátar vanga-veltur, og alvarlegt sál- ar-stríð, að nú yrði hann eitt- hvað að skerasl í leikinn, og þá auðvitað lielst svo, að um munaði. , Og það varð fangaráð hans að setjast niður og skrifa bænd- um landsins einskonar „hirðis- bréf“. — Segir nú ekki af fæð- ingarhríðunum, en einhvern veginn tókst að koma bréfinu saman. Var höf. þar með ýmis- konar bollaleggingar, leiðbein- ingar og „góð ráð“. — Og eitt þessara „góðu ráða“, og jafn- framt hið mikilvægasta, var það, að nú skyldi bændur taka upp nýjan sið og brytja ærnar í kýrnar. Með öðrum orðum: Bændum var ráðlagt að drepa ærnar og fóðra beljurnar á kjötinu! Menn vita ekki lil þess, að bændur hafi farið að þessum frumlegu ráðleggingum. —- Þeir eru íhaldssamir flestir og halda fast í fornar vénjur. — Hinu þykjast sumir Iiafa veitt athygli, að siðan er þelta gerð- ist sé þeir óvenjulega Iaun-Iiýrir á svip, kankvisir og brosmildir, er þeir rekast á Pál þenna á yf- ir-reiðum lians um' landið í þágu „búvísindanna“. Og enn er þess getið, að hinn fágæti maður hafi — væntanlega í öðru hirðis- bréfi — beðið alla bændur landsins að muna sig um það, að setja aldrei á vetur þau lömb, sem ærnar drepi undan sér að vorinu! En ekki hefir Vísir séð það „hirðisbréf“ og má vera, að þetta fari eitthvað milli mála. Sálufélagi Páls Zóphónías- sonar, Jónas frá Hriflu, lét og stórrigningarnar til sín taka, en þó nofckuð á annan veg. Og hann mun hafa hugsað sér að sýnast frumlegur, engu miður en félagi hans. — Kvað hann áslæðulílið að æðrast og kvarta þó að syrti, í lofti, því að nú mundi „liahn sjálfur“ setja eða láta „setja undir lekann“, og gerði því í rauninni ekki svo mikið til hverju viðraði. — Annars væri alveg sjálfsagt að viðurkenna það, að þessar sí- feldu slórrigningar gæti verið skaðlcgar fjæir landbúnaðinn, ef ekki væri tekið í taumana. En nú hefði „hann sjálfur“ og stjórnin fundið upp annað „regn“, sem verða mundi bænd- um landsins til mikillar bless- unar í bráð og lengd. Það gerði því ekki mikið til úr þessu, þó að* himnafaðirinn léti rigna hvíldarlausl fyrst um sinn! Og nú væri von að bændur langaði til að fá að vita eitthvað nánara um hið blessunarríka, nýja „regn“, sem þeir félagar hefði verið að búa til undan- farna daga og nætur. Þessi nýja væta þeirra félaga héti „laga- regn“ og væri svo leiðis til- búin, að hún þurkaði upp á svipstundu allar skaðlegar r „verkanir“ hins kalda liimna- regns, sem helt væu si og æ og ! miskunnarlaust vfir saklausan framsóknarlýð. — Stærstu gusur liins mátluga „lagaregns“, sem Jónas . talaði um, eru vafalaust kjötsölulögin og mjólkursölulögin. Og það mun sanni nær, að eitthvert slangur af bændum hafi búist við þvi, að sú laga- setning gæti orðið þeim að ein- liverju gagni. En nú hefir reynslan talað sínu máli. Og hún segir alt annað um þessa hluti, en Jónas frá Hriflu og aðrir óvitar á hans reki. — Kjötið hækkaði að vísu nokk- uð í verði haustið 1934. En sú hækkun var alveg vís, þó að engin þvingunarlög hefði verið sett. Og sennilega hefði sunn- lenskir bændur fengið Iiærra verð fyrir kjöt sitt en raun varð á, ef stjórnin hefði haft vit á því, að láta kjötverslunina af- skiftalausa í höndum framleið- anda sjálfra og j>eirra manna, sem um þau mál liöfðu fjallað ] með góðum árangri árum og áratugum saman. — Með kjötsölulögunum var kjötsölunni á innlendum mark- aði í raun réttri stefnt í beinan voða. — Það er þó ekki sakir þess, að það sé fráleitt i sjálfu sér eða háskalegt, að setja lög um þvilík efni, lieldur vegna hins, að lögin eru heimskuleg og ranglát í mörgum greinum. Umráðin yfir kjötinu eru tekin úr höndum bænda og fengin í hendur stjórnmála-klíku, sem enginn gelur treyst og hefir að i lífcindum ekki nægilegt vit á þvi, sem henni.er ætlað að gera. —- Og nú í haust liefir skipasl svo í höndum þeirra manna, sem kjötversluninni stjórna, að kjötverð hefir haldist óbreytt í útsölu (hér i Reykjavik), en framleiðendur fiá þó — að því er fregnast hefir — 14 aurum minna fyrir hvert kg. af kjöti sínu en þeir fengu í fyrraliaust. Það er engin furða, þó að sunnlenskum bændum gremjist slíkt ráðlag. Látið er 1 veðri vaka, að þeir sitji einir að besta kjötmarkaði landsins — Reykja- víkurmarkaðinum — og því beri þeim ekki að kvarta undan háu verðjöfnunargjaldi og öðr- um álögum. Iíjötið þeirra fljúgi út og hafi ekki aðrir af slíku að segja. En samtímis því, að þetla er iiredikað, er safnað á markaðinn hér kjötbirgðum úr fjarlægum héruðum og kept við Sláturfélag Suðurlands ogKaup- félag Borgfirðinga, en það hef- ir lengi rekið hér kjötverslun. Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Borgfirðinga munu ekki hafa fengist til þess, að ganga undir samábyrgðar-jarð- armenið. Og það er ætlun margra, að kjöfsölubraski stjórnarflokkanna sé ekki hvað sist stefnt gegn þessum frjálsa félagsskap bænda og þá auðvit- að í hefndarskyni fyrir óþægð- ina. — I umræðum þeim, sem orðið hafa á þingi að undanförnu um kjötsölulögin, hefir Páli Zópó- níassyni mjög verið beitt fyrir slysavagninn af liálfu stjórn- arflokkanna. — Er hann og hæfilegur fulltrúi hins illa málstaðar. — Af ræðu-sulli hans várð ekki ráðið að hann botnaði neitt í neinu, enda fná- leitt við sli.ku að búast. Pétur Ottesen var til móts og rak vitleysurnar ofan i P. Z. jafn- harðan. — M. a. sýndi Pétur fram á, að P. Z. færi algerlega rangt með ýmsar tölur, vísvit- andi eða af öðrum orsökum. — En P. Z. fataðist öll vörn, gerð- ist óðamála, pataði í allar áttir og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, að því er virtist. — En þing- heimur allur veltist um í hlátri. Frá Alþingl —o-- Efri deild. Þar var stuttur fundur. Þrjú mál lágu fyrir, öll til i. umr. Frv. til laga um eignarnámsheimild og stækkun lögsagnarumdæmis Hafn- arfjarSar, frv. um breyt. á tolllög- um og frv. um búreikningsskrif- stofu ríkisins, og héldu þau áfram til 2. umr. Neðri deild. Þar kom til umr. heimild til hreppsnefndar Sauðárkrókshrepps til álagningar vörugjalds. Beiðni um slíkar heimildir hefir áður leg- ið fyrir Alþingi, t. d. frá Akureyr- arkaupstað, en ekki náð frant að ganga. Vestmannaeyjar hafa aftur fengiS slika heimild, og er það rökstutt m@ð því, að þeir flytji eingöngu inn vörur til sín, en ekki til nærliggjandi sveita, St. Jóh. St, kom fram með rökstudda dagskrá þannig hljóðandi, að málið bæri að taka af dagskrá í því trausti að ríkisstjórnin undirbyggi sem bráðast alm. löggjöf um tekjur sveita- og bæjarfélaga, en sú dag- skrá var feld. Málið var til 2. umr. Þá var einnig til 2. umr. frv. um sameining Blönduóss-kaup- túns í eitt hreppsfélag. Urðu um þetta bæði langar 0g heitar um- ræður, því hér er um all viðkvæmt mál að ræða fyrir hrepp þann, sem láta á af hendi þann hluta kaup- túnsins, sem er utan Blöndu til aðalhlutans sunnan megin árinnar. Þrír af hreppsnefndarm. þess hrepps (Engihlíðarhrepps), sem hér á að skerða, voru staddir í á- lieyrendasölum, og má nokkuð af því marka, að ekki sé þeim sama um hvernig þessu reiðir af. Hann- es Jónsson mælti mjög á móti sameiningunni, en þeir Guðbr. ís- 1>erg, Jakob Möller og Gísli Sv. með henni. Pétur Ottesen kom fram með rökstudda dagskrá, að leita úrskurðar sýslunefndar áður en Alþingi tæki ákvörðun um mál- ið —■ en umræðum var frestað áður en dagskráin kæmi til at- kvæða og höfðu þá umræður um það staðið í 1 y2 klst. Breyt. á 1. um aldurshámark embættismanna var samþ. og sent efri deild, og frv. um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga var samþykt til 3. umræðu. Eitupfpum- varpiö enn. Eiturfrumvarpið er nú fyrir nokkru komið til neðri deildar. Allsherjarnefnd E. d. hafði gert á því dálitlar breytingar, en þó frem- ur að formi en efni og meingallar frumvarpsins eru enn þá hinir sömu og áður. Nefndin í Ed. hefir þó reynt að laga frv., einkum að því leyti að stuðla til þess, að settar verði var- úðarreglur til varnar gegn tjóni eða slysum af eitrun, en þau á- kvæði nefndarinnar virðast þó harla gagnslítil. Er nú t. d. lagfært það ákvæði 1. gr., er um var’getið hér í blaðinu á dögunum, að hetm- ilað var að eitra fyrir svartbak í löndum annars manns, og nægði að gera honum skilaboð samdæg- urs um, að eitrað hefði verið. Nefndin lagði til að eitrun í lönd- unr annara manna væri þein* skil- yrðum bundin, að gerð sé sýslu- samþykt eða bæjarsamþykt um þetta áður, er hlotið hafi staðfest- ingu atvinnumálaráðh., og „sett- ar nauðsynlegar varúðarreglur til varnar gegn tjóni eða slysum af eitruninni". — Einnig er sagt, að eiturlyfin skuli „valin mei ráði landlæknis". Með þessum varúðarráðstafun- um, sem nefndin gerir ráð fyrir að settar verði um eitrun fyrir svartbak í löndum annara manna, viðurkennir hún ótvírætt, ai hún kannist við, að eitrunin geti þar valdið tjóni eða slysuíh, en hitt er víst bæði nefndíuni sjálfri og öðrum alt óljósara, á hvern hátt þessar „nauðsynlegu varúðarregl- ur“ verði gerðar svo öruggar, að alls engin hætta geti af hlotist. Nefndin reynir að friða samvisk- una með ákvæðinu um, að þitur- lyfin skuli valin með ráði land- læknis. En hér fer á sömu leið, sem um eitrunina sjálfa í annara manna löndum, þvi að það en staðhæft af fróðustu mönnum um þau efni, — er einmitt hafa nú athugað þetta mál — að ekki komi annað eitur til greina, heldur en hið alkunna og illræmda „strychnin", sem al- þýða manna hefir af sjálfsdáðum og mannlund sinni hafnað) til eitr- unar fyrir refi víðsvegar um land- ið. Banvæn ,en þjáningalítil eitur- lyf, er hér komi til greina, eru alls ekki til, svo sem deyfandi lyf, enda eru öll mjög dýr. Landlæknir mun því ekki ýkja þ’akklátur nefndinni og Ed. fyrir þessa tilvísun á sig, enda sjálfur andvígur þesskonar svívirðilegri notkun „stychníns", að því er neyrst hefir eins og aðr- ir, er þekkja til hinna kvalafullu áhrifa þess. Af þessu er auðsætt, að nefnd- inni hefiivalveg mistekist a3f um- bæta frv., svo að fullkomið #ryggi íáist gegn slysum og tjóni, enda var þess eigi að vænla: Stfychnin er strychnin, eitrun er eitrua, hvað sem öllum pappírsvarúðareglum líður og hvort sem eitrunin er aug- lýst með „nægum fyrirvara" eða ekki. Hvað er „nægur fyrirvari“ og „nauðsynlegar varúðaréglur“ ? Skrifstofuorðtæki, sannkallaður „dauður bokstafur", og ekkert annað. STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ í ADDIS ABEiBA,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.