Vísir - 15.12.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 15.12.1935, Blaðsíða 2
VlSIR Afturgöngur. Breytingartillögur framsóknarmanna við fjárhags- áætiun Reykjavíkur. iFramsókna.rflokkurinn hefir nú birt breytingatillögur þær, sem hann æltar-að bera fram í bæj- arstjórn Rvíkúr við fjárhagsáætl- unina fyrir næsta ár. Erú tillögur þessar; að mestu leyti afturgöngur frá fyrri árurn og harla fávíslegar. Samkvæmt tillögunum á að auka fastan starfrækslukostnað bæjarins um nokkura tugi þúsunda, og binda þannig bæjarsjóði bagga á kom- andi árunr. Er í því efni farið aö dæmi ríkisstjómar framsóknar- flokksins, sem á fyrstu stjórnarár- um flokksins jok svo föst rekstrar- útgjöld rikiáihs, að það er nú að sligast undir þeim. Að vísu er nú •öllu hægara faríð í þessum efnum, •en þó í áttina. Samkvæmt tillögutn flokksins, er ráðgert a'ð útgjöld bæjarsjóðs aukist um nálega 40 þús. kr., en tekjurnar minki um nál. 10 þús. En þennan halla á svo að vinna upp aðallega tneð tölubreytingum á ýmsum útgjaldaliðum áætlunar- innar, og er þá ruglað alveg sam- an reikningum bæjarsjóðs, raf- magnsveitu og hafnarsjóðs. Virð- ist höfunduin tillagnanna þannig hafa yfirsést.nokkuð, þar sem fjár- hagur þessara stofnana er aðskil- inn. Auk þess eru lækkunar tillög- urnar alveg út í loftið, þvi að gjaldaliðir þeir, sem lagt er til að fækka, eru áætlunarlíðir, t. d. ^,skrifstofukostnaður“ og „önnur :gjöld“ stofnananna, sem hvorki verða hærri né lægri fyrir það, þó: aö tölum áé breytt í fjárhagsáætl- uninni. En aðal-húmer flokksins í sam- bandi við íjjárhagsáætlunina mun eiga að verða „skipulagning“ fá- tækramálanna, sem flokkurinn hef- ir, eins og hann kallar það, „bar- ist fyrir“ at rttikiutn „áhuga“, alla tíð síðan Hermann Jónasson fór úr fátækrastjórn bæjarins, eftir að hafa átt þar sæti í 4 ár, án þess ;að hreyfa nokkurum tillögum til breytingá á átjórn eða fyrirkomu- 3agi þeirra mála. Eru tillögur þess- ar utn sameíginleg' innkaup á öll- um nauðsyn|um þurfalinganna utn saumastofur og almenníngseldhús, allt „afturgöngur“. Við er svo bætt tillögu um að fela „fullvinnufær- um styrkþegum bæjarins, eftir því s<yn við verður konúð, ýtniskonar vinnu, er bænum tnegi að gagni koma“. Það vita nú allir, að þessu -síð- asta, að veita vinnufærustu styrk- þegum vintiu, er reynt að fullnægja „eftir Jm sem við verður kotnið“, með atvinnubótav^nnunni. Og ef framsóknarflökknuttt hefir ekki skilist það etin.'þá ér sjálfsagt von- lítið um að honum skiljist það nokkurn tíma. Unt sátuéi.g'itileg innkaup fyrir jþurfalinga, hefir áður verið rætt, og rök leidd 'að þvt, að sú hug- mynd væri óframkvætnanleg, netna þá í sambandi við santeiginlega frámfærslustofnun. Að öðrum kosti yrði að starfrækja sérstakar smáverslanir eða úthlutunarbúðir yíðs vegar utlt bæinn, til að gera þurfalingununt kleift að draga að sér nauðsyujar sínar, og tnundi það síst verða til sparnaÖar. Og ltannig er það um atlar þessar tillögur, að þær koma Irvergi nálægt veruleik- anurn, og jafnveí ekki framsókn- armönnutn sjálfum ketnur til hug- ar að framkvæma ]>ær, þar sem þeir hafa aðstöðu til að ráða nokk- uru um stjórn þessara mála. Og munu tillö.gurnar bornar fram, að eins í þeirri fánýtu von, að ein- hverjir kutini að geta glæpst á því að aðhyllast sltkar firrur, af ]>ví að engin reynsla er fengin á því, hvernig þær tnundu gefast. En með því er of lítið gert úr vitsmunum háttvirtra kjósenda, jafnvel kjós- enda fratnsóknarflokksins. í ritstjórnargrein, setn birtist í dagblaði framsóknarmanná í gær, er verið að gefa fyrirheit um það, að meiri hluti bæjarstjórnar muni með tíð og tima taka upp þessar tillögur framsóknarmanna og koma þeitn í framkvæmd. Svo hafi það farið um ýmsar tillögur, sem fyrst hafi verið bornar fram af fram- sóknarmönnutn, gegn algerðri and- stöðu meiri hlutans í bæjarstjórn. Til dætnis utn þetta er bent á það, að fulltrúi framsóknarflokksins ha*fi í fyrra borið fram tillögu um byggingu á nýjum barnaskóla fyrir Skildinganes og Grímsstaðaholt, og nú hafi meiri hlutinn tekið þessa tillögu upp. — Það var nú verið að byggja skólann við Reykjaveg (í Laugahverfinu), þegar fjárhags- Eftir nónbil í gær, skall á norð- anhríð og stórviðri um alt Vest- urland og suðvesturland og mik- inn hluta Norðanlands. Vind- hraði var víðast 10 stig og var mestur í Reykjavík, n stig. Talsverðar skemdir munu hafa orðið hér í bænum á húsum og girðingum ag símalínum. Bárust símaeftirlitinu fjölda margar til- kynningar um bilanir á ofanjarð- arlínum. Nokkur brögð munu hafa verið að því um tíma, að eigi náð- ist samband við miðstöð, þar sem jarðsímasamband er. Ljóslaust var í bæuum um stund tví- eða þrí- vegis. Reykháfar fuku og sumstað- ar af húsum hér í bænum. Vísir átti tal við Guðm. Hlíðdal póst- og símamálastjóra í gær- kveldi og spurði hann hvort um tniklar bilanir .væri að ræða á símalínum. Kvað hann engar fregnir hafa borist enn utn stór- kostlegar sketndir, en víða hefði sítnaþræðir flækst saman. Allvíð- ast væri þó satnband. Hætt er þó við.'að fleiri bilanir hafi orðið, en kunnugt er um enn. Brúarfoss frestaði brottför sinni þar til í dag vegna of- veðursins. Gullfoss lá til drifs á Selvogsbanka. Eins og fyrr var að vikið var livassviðrið feikna tnikið hér í bænum, um 11 vindstig, þegar inest var, og mátti heita óstætt á götum þegar hvassast var. E. s. Brúarfoss, setn átti að fara héðan til útlanda, frestaði brottför sinni vegna óveðursins. Dettifoss lá á Patreksfirði síödegis í gær og beið þtss, ao veður ’ægði. Gullfoss lagðt af stað frá Vest- tnannaeyjum um kl. 10 í gærmorg- un áleiðis til Reykjavíkur og kom- !ust lausafregnir á kreik um það hér í bænum, að skipinu hefði hlckst á. Vísir átti tal viö Guöm. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra Fimskipafélagsins utn kl. 9 í gær- kveldi, og sagði hann, að Gullf.'-ss héfði legið til drifs á Selvogs- banka síðdegis í gær og færi ekki fyrir Reykjanesskaga fyrr en veð- ur iægði. Um kl. 10 í gærkveldi skýrði Guðm. Vilhjálmsson blaðinu frá þvi, að skeyti væri nýkomið frá Gullfossi þess efnis.að hann mundi halda kyrru fyrir í nótt, en koma kl. 8—9 árdegis í dag, ef veður leyf'ði. Öllum farþegutn leið. vel. áætlunin var. satnin í fyrra. Meiri hluti bæjarstjórn^r vildi ekki að svo stöddu ráðast í meira. En allir vissu, að Skildinganesskólinn átti að koma næst. Og auðvitað hefði sá skóli komið, þó að framsóknar- flokkurinn hefði ekki nefnt hann á nafn, alveg eins og skóli fyrir vest- urbæinn væntanlega keniur næst á eftir þeim skóla, hvort setn nú fratnsóknarflokkurinn reynir að vera fyrstur með tillögu um ]>að eða ekki. — Eins er það auðvitað fullkominn miSskilningur, að breyt- ing hafi verið gerð á reiknings- færslu bæjarins „í samræmi við þá endurbót, sem gerð var á bókhaldi ríkisins, að tillögum núverandi fjárniálaráðherra". Það var Jón Þorláksson, sem átti frumkvæði að breytingunum á reikningsfærslu bæjarins i samræmi við þær breyt- ingar, sem hann hafði gert á reikn- ingsfærslu ríkisins — um það leyti sem núverandi f jármálaráðherra var að reyta í sig viskuna í Sam- vinnuskólanum. Þrjá báta vantar norðan- lands, tvo frá Sauðárkróki og þann þriðja frá Ólafs- firði. Tdkynt var í útvarpinu í gær kveldi frá Slysavarnafélaginu, að þrír bátar væri ókomnir að norð- anlands, og beðið um að gera Slysavarnafélaginu aðvart, ef .fréttist til þeirra, og aðstoða þá, ef unt væri. Vísir átti tal við Jón Bergsveins- son erindreka Slysavarnafélags- íslands í gærkveldi. Hafði hann þá talað við Sauðárkrók og var það helst von manna þar, að bát- arnir hefði komist upp undir Málmey eðá Drangey og Iægi þar. Veður var hið versta á Sauðár- króki og bærinn ljóslaus. Á Sauð- árkróksbátunum tveimur eru 7 menn, eins og liermt er í skeyti til FLÍ, sem birt er hér í blaðinu. Þriðji báturinn, sem var ókotninn að í gærkveldi, er frá Ólafsfirði. Á honum eru þrír tnenn. Allir þrír bátarnir eru opnir vélbátar. Að því er Jón |Bergsveinsson best vissi voru engir bátar á sjó héðan úr bænum í gær og sennilega ekki úr veiðistöðvunum hér suður með sjó. 1.0.0 F. 3= 11712168 = E.K. □ Edda 593512177 — Jólahugl. Veðurhorfur í gærkveldi. Suðvesturland, Faxaflói: Norð- anrok og snjókoma í nótt, en læg- ir heldur og léttir til á rnorgun. Breiðáf jörður, Vestfirðir : Norðan- rok í nótt, en lægir heldur á tnorg- un. Snjókoma. Norðurland, norð- austurland, Austfirðir: Norðanrok. Snjókotna. Suðausturland: Norð- austan storniur, er liður á nóttina. Léttir til á tnorgun. Vísir er átta síður í dag. Að gefnu tilefni. Búast má við því, að allmikil vanskil hafi orðið á Vísi í gær, sakir þess að veðrið mátti heita ófært síðari hluta tlagsins, eða á þeim tíma, sem blaðið er bor- Ofviðri skail yfir 1 gær um alt Vesturland, sudvest- upland og mikiiiiii lilu ta Morö- urlands. Þrjá báta vantar norðanlands með samtals 10 ■" mönnum. KAUPIÐ SPEGLA TIL JÓLAGJAFA. Islensk framleiðsla. LUDVIG STORR. — Laugavegi 15. HJZ LESLAMPAR — BORÐLAMPAR —- , OG LOFTSKERMAR eru góðar og nytsamar jólagjafir. , SKERMABUÐIN. — Laugavegi 15. 3TJ ið til kaupenda. Ofsinn var svo mikill að ekki gat heitið stætt á götunum, jafnvel ekki fullorðnu fólki, hvað þá krökkum og unglingum. Má því búast við, að ýmsir kaupendur hafi ekki feng- ið blaðið. Verður að sjálfsögðu reynt að bæta úr því eftir föng- um, og eru þeir kaunendur, sem fyrir vanskilum hafa orðið, vin- samlegast beðnir að gera af- greiðslu blaðsins aðvart — í síma 3400. — Slökkviliðið var í gærkveldi kl. urn 9)4 kvatt að húsinu nr. 48 við Laugaveg. Er þar kjötverslun i kjallaranum og kom eldurinn upp í bakherbergi sölubúðarinnar, í útsuöurhorni hússins, ef til vill út frá vél í kjall- aranum. Var elduurinn kominn gegnum loftið og milli þilja á suð- ur hlið hússins á hæðinni yfir kjallaranum. Var slökkviliðið góða stund að slökkva eldinn og var um klukkutima í ferðinni. Skugga-Sveinn verður leikinn í kveld í síðasta sinn á þessu ári. — Aðgöngumiðar eru seldir við lækkuðu Verði. M. A.-kvartettinn syngur í Nýja Bíó kl. 3 í dag. Þetta er síðasta tækifærið að sinni til að hlusta á þessa skemtilegu ng vinsælu söngvara. Sáskólafyrirlestrár á ehskú: Næsti fyrirlestur ver'ður flúttúr í Háskólanhm annað kveld kl. 8,15. Efni: Jól á Englandi. ■n ■!' Tímarit iðnaðarmanna er nýkomið út (5.—6. hefti). — Flytur tí'ðindi af iðnþinginu á Ak- ureyri. — Það var háð 6.—10. júlí þ. á. Til Péturs Jakobssonar. |Bók þín, Pétur, birtir letur bést er setur móð í þjóð, svo hún getur, verði vetur, virt þín betur ljóðin góð. Jón frá Hvolí. Heimsmeistarakeppaín. Búið var að segja hér í blaðínu frá úrslitum fyrstu skákanna, millí Dr. Aljechín og Dr. Euwe. Nú hef- ir fréttst af næstu 14 skákum og liafa þær farið þannig: Dr. Alje- chiir vann 16., 19. 0g 27. Dr. Euwe vann’ 20., 21., 25. og 26. Jafntefli urðu r5., 17., 18., 22.,»23., 24. og 28. Eftir 28 skákir hefir Dr. Euwe því einum vinning meira og þarf aðeins að fá jafntefli úr þeim tveim skákrnn, sem eftir eru til þess að verða heimsmeistari. Hann hefir nú 14^2 vinning. Aljechin hefir 13J4. E.s. Hekla kom til Port Talbot i fyrradag. Fór þaðan áleiÖis til Barcelona og Genua. Aflasala. Venus seldi ísfisksafla í Bret- Íandi í fyrradag, 472 vættir, fyrir 797 sterlingspund. Áheit á Strandarkirkju afhent Vísi: 20 kr. frá S. N. (Þýskalandi), 25 kr. frá N. N., 10 krV írá stúlku, 5 kr. frá G. S. Til heilsulausa mahíisms afhent Vísi: 5 kr. frá J. Þ. 5 kr. frá ónefndutn. Næturlæknir * er í nótt Þórður Þórðarson, Ei- riksgötu 11, sími 4655. — Nætur- vörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni ISunni. Kátir félagar! Munið samæfinguna í dag kl. 2 stundvíslega. AthygK . skal vakín á augl. frá lögreglu- stjóra ttm sieðaferðir barna. Aðalklúbburinn. Nýju dansarnir í K. R.-húsinu í kveld. Sjá atrgl. Hjálpræðisherinn. Sainkonutr í dag: KI. 11 f. h. helgunarsamkoma; kl. 2 e. h. sunnadagaskóíi; kl. 8 e. h. hjálp- ræðíssamkotna. Allir velkomnir. Hreinar lérefts-tnsknr kaupir Félagsprent- smiðjaa hssta verði. Skemtun Vetrarhjálparinnar er í K.R.-húsinu í dag kl. 5 e. h. Verður þar margt til skemtun- ar, einsöng’Ur, satnspil, upplestur o. fl. — Menn ættu að fjölmenna á skemtun þessa. Ágóðanum verð- ur varið til þess að lina að nokk- uru ney'ð þeirra, sem bágast eiga. Heímatrúboð leikmanna Hverfisgötu 50. Samkormir í cíag. Bænasáinkoma kl. 10 f. h.. Barnasamkoma kl. 2 e. h. Almenn samkoma ki. 8 e h. í Hafnarfirði Linnetsstíg 2. Samkoma kl. 4 e. h. Allir velkomnir. Betanía. Laufásveg 13. Samkoma í kveld kl. 8)4; Guðmttndur Jónsson talar. Allir velkomnir. K. F. U. M. og K„ Hafnarfirði. Almenn samkoma í kveld kl. 8)4. — Steinn Sigurðsson talar, Efm: Guðríki fyrst. — Allir vel- konrnir. Barnag-uðsþjónusta verður á SjómannastofunHÍ á Norðurstig 4, í dag kl. 10 f. h. Oll börn velkotnin..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.