Vísir - 28.12.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 28.12.1935, Blaðsíða 2
VÍSIR * i fr Dmræöornar i frakk- neska þinginu halda áfram í dag og verður gengið til at- kvæða um traustsyfirlýsinguna í kveld. — Ræða Reynaud’s fyrrverandi fjármálaráð- herra hafði mikil áhrif — hann sagði, að Lavai yrði nú að velja milli ítalíu, sem hefði rófið sáttmála bandalagsins og Breta, sem hefði gerst verndarar sáttmálans. í þinglok. Viðtal við dr. phil. Alexander Johannesson prófessor. París 27. des. Umræöur um utanríkismál hóf- ust í fulltrúadeild frakkneska þjóð- þingsins síðdegis í dag og er enn ■óvíst hvort þeim verSur lokiS í nótt eða á morgun. Þegar umræð- urnar hófust var enn talið mjög vafasamt, hvort Lavalstjórniil mundi sigra við atkvæðagreiSsluna að afstaðinni kosningunni. Laval ræddi fyrst um friðartillögurnar og ger'ði greiti fyrir samkomulagi ■sínu og Hoare og þeim viðburö- um, er síðar gerðust, þ. e. a'ð Ho- are sagði af sér vegna mótspyrn- unnar gegn tillögunum. Laval kvað alt af hafa vakað fyrir sér að koma á friði og vinna að því í anda Þjóðabandalagsins. Hann kvaðst ekki bera frarn nein mótmæli gegn því, að Bretastjórn hefði hafnað friSartillögunum. „Eg átti frum- kvæðið að því, að tillögurnar komu fram. og mig iðrar þess ekki. Tilgatigur minn er æ hinn sami: að korna á friði. Verði ég á- fram við völd, mun ég starfa í sama anda, }>. e. reyna aö tryggja friðinn. Nýjar tilraunir verður að gera til þess að ófriðurinn hætti“. (United Press—FB). London í gær. FÚ. Leon Blum tók til máls, og réðist á Laval og ræðu lians. Hann sagði. að forsætisráð- herra Breta, Stanley Baldwin, tnanna í Dessie hafa þær fregnir verið símaðar til Tidens Tegn, að yfir standi uú mesta orusta ófrið- arins í Abessiniu til þessa dags. Barist er vtð Takasse-ána. Giskað er á, að þegar hafi fallið utn 5000 Stanley Baldwin varar við hinni byltingar- kendu stefnu socialista í innanríkismálum. London 27. des. Stanley Baldwin forsætisráð- herra Bretlands hefir í nýársboð- skap sínutn til íhaldsflokksins bent á hinar hættulegu afleiðingar, sem fyrirsjáanlegar séu, vegna þess hversu byltingarkend stefna social- ista sé í innanlandsmálum. Telur Baldwin hættu á ferðum og skyndileg vandræði geti af hlotist heima fyrir á Englandi, haldi soci- alistar áfram á sömu braut. (Un- ited Press—FB). Forvaxtalækkun í Tékkóslóvakíu. Prag 28. des. Þjóðbankinn hefir ákveðið að lækka forvexti um y2°/o í 3% frá og raeð 1. janúar að telja. (Uni- ted Press—FB). hefði getað liagnast á því, að Sir Samuel Hoare lét af em- bælti, „en þér eruð ekki í þeim sporum, að geta liagnast á því, að láta utanríkismálaráðherr- ann segja af sér, þar sem þér eruð hæði forsætis- og utanríkis- málaráðherra. Þér virðist hafa í hyggju, að koma fram' fyrir þjóðina með svolátandi úrslita- kosti: annað livort mína stefnu, eða ófrið“. Lengra var Blum ekki kominn í sinni ræðu, er fréttin var send. París 28. des. Umræðunum í fulltrúadeild frakkneska þjóðþingsins var frest- að í gærkveldi þar til í dag og) fer þá frarn ^tkvæðagreiðsla, sem sker úr um það, hvort Lavalstjórnin nýtur enn trausts deildarinnar. ' Undir umræðunum í gærkveldi vakti einna mesta athygli ræða Reynaud’s fyrrverandi fjármála- ráðherra, en hann er talinn hæg- fara róttækur þingmaður og telja menn, að orð hans muni hafa haft mikil áhrif. Hann hvatti eindregið til samvinnu með Bretum og Frökkum og um leið og hann sneri sér að Laval sagði hann: „Þér verðið nú að velja milli ít- talíu, sem hefir brotið sáttmála Þjóðabandalagsins óg Bretlands, sem hefir gefst verndari sáttmál- ans“. (United Press—FB). af beggja liði. Abessinium. sækja á, án þess að skeyta um mannfall í liði sínu, og leggja sérstaka á- herslu á, að berjast í návígi við ít- ali. — Abessiniumenn hafa skotið niður ítalska flugvél við Dagga- bur. (NRP—,FB). London i gær. FÚ. Friðarskilmálar Haile Selassie. Hálf-opinber fregn frá Addis Abeba herinir, að Abessiniu- lceisari hafi nú gengið frá skil- málum þeim, er hann setji fyrir því, að ræða um frið við ítali. Skilmálar hans eru sagðir vera eftirfarandi: í fyrsta lagi, að Italir verði algerlega á brott með her sinn úr Abessiniu; i öðru lagi, að Þjóðabandalags- nefnd verði skipuð til þess, að ganga frá landamærum; i þriðja lagi, muni hann geta fall- ist á að hafa sér við hönd ráðu- naut frá Þjóðabandalaginu, um vissar stjórnarathafnir, en alls ekki frá Italíu; í fjórða lagi krefst hann þess, að Abessinia verði viðurkend, sem frjálst og fullvalda ríki; loks ganga fregn- ir um það, að keisarinn muni ætla sér að koma fram með skaðabótakröfu á hendur ítöl- um, en muni þó varla láta samninga stranda á þvi, þó henni verði ekki fullnægt. Mánudaginn fyrir jól lauk loks lengsta og dýrasta þing- haldi sem liáð hefir verið á þessu landi. Þingstörf töfðust lengi framan af vegna ósam- komulags milli stjórnarflokk- anna um fjárlögin, en á meðan um þau var þráttað bak við tjöldin, var rætt um ýms smá mál í deildunum. Það var ekki fyr en lók að líða á þingtímann, að ýms meiri háttar mál komu fram, og loks var gripið til þess ráðs, að komast hjiá lögskipuð- um uinræðufjölda með því að lmýta nýjum tillögum aftan í mál sem voru langt komin og má þar minna á bensínskattinn, sem gekk í gegnum þingið í tveim umræðum, og auk þess ýms önnur mál. Sjálfstæðis- menn risu öndverðir gegn slíkri meðferð mála og neyttu þeir ó- spart réttar síns til þess að deila. á stefnu og aðferðir rauða liðs- ins, en blöð stjórnarinnar blása sig síðan upp um það, að siálf- stæðismenn hafi beitt málþófi og með því lengt þingið. Sann- leikurinn er sá, að baktjalda- makk og samningaumleitanir stjórnarflokkanna sín á milli er það, sem mest tafði fyrir því, að þinginu yrði lokið á hæfilegum tíma. Það sem stjórnarhlöðin kalla málþóf lijiá sjálfstæðis- mönnum er ekki annað en eðli- leg beiting þess eina réttar — málfrelsisins, sem minni hlut- inn á nú eftir á þingi, þegar sú stefna er tekin upp um af- greiðslu mála, að keyra þau áfram á einræðislegan hátt, en gengið fram hjá þeim reglum, sem gilda eiga um þinghald í lýðræðislandi. , Úr skýrslu Jóns Baldvins- sonar. Samkvæmt því yfirliti, sem forseti sameinaðs þings gaf við þinglausnir, þá hafði þingið staðið frá 15. febr. til 4. apríl og frá 10. okt. til 23. des., eða sam- tals 124 daga. Fyrir þingi# voru lögð 176 frumvörp og af þeim 14 borin fram af stjórninni. Af þessum frumvarpafjölda voru 87 samþykt og af þeim voru 11 borin fram af stjóminni. 77 frv. komust ekki leiðar sinnar. Þingsályktunartillögur voru alls 24 og 11 af þeim afgreiddar til stjórnarinnar. Þrjár fyrirspurnir til stjórnarinnar voru fluttar, en engri af þeim svarað. Samtals lágu fyrir þessu þingi 203 miál. „f hershöndum.“ Þegar Jón Baldvinsson hafði lokið skýrslu sinni um störf þingsins mælti hann nokkur orð um útlitið í fjárhags- og at- vinnumálum landsmanna. Taldi hann mikla ástæðu til að líta ekki of björtum augum á fram- tíðina og tók þá sérstaklega til live versiunarviðskifti við úl- lönd væru erfið. Endurtók J. B. með breyttum orðum það sama, sem hann saöði þegar liann var áð mæla fyrir nýjum sköttum og tollum í efri deild á dögun- um — iandið væri í umsáturs- ástandi vegna skaðvænnar slefnu í atvinnumálum úti í lieimi, og mætti búast við að enn meira iierti að. Mönnum er kunnugt, að niðurstaða þeirra hugleiðinga Jóns Baldvinssonar var sú, að bjargráðið væri að hækka enn skattaálögur á at- vinnuvegum landsmanna. Þessi ufnmæli forselans um vandræði landsmanna voru einnig í þetta sinn í miklu ósamræmi við það sem þá var nýlega fram komið að tilhlutun stjórnarliðsins. Hæstu fjárlög sém nokkurntíma hafa verið afgreidd voru þá ný- komin úr smiðju stjórnarinnar. Útkoma fjárlaganna. Samkvæmt fjárlögum teljast útgjöld nema um 15y2 miljón króna. Allmargar breytingartill. lágu fyrir við 3. umr. bæði frá fjárveitinganefnd og einstök- um þingmönnum. Tillögur fjár- veitinganefndar voru allar samþyktar nema ein — lækkun á eftirlaunum Sig. Thoroddsen yfirkennara úr 2000 kr. i 1600 kr. Minni hl. fjárveitinganefnd- ar (sjálfstæðismenn) báru fram þrjár tillögur og var ein þeirra samþylct. Langflestar breyting- artill. einstakra þingmanna voru feldar. Nokkurar útgjalda- heimildir til sjórnarinnar voru samþyktar svo sem heimild til að greiða úr ríkissjóði laun tveggja dómara í Hæstarétti, ef dómurum verður fjölgað á næsta ári, heimild til kaupa á Kaldaðarnestorfu í Árnessýslu og á jörðinni Syðsta-Bæ í Hrís- ey. Einnig var veitt heimild til sölu iá skipunum Óðni og Her- móði, þó með því fororði, að „landhelgisgæslan bíði ekki hnelcki við breytinguna“. Til mála kom að veita heimild til að selja Þór, en var felt. I" * Fjárlögin enn þá hærri en í fyrra. Eins og áður er sagt nema út- gjöld nú 15y2 milj. kr. I fyrra voru þau 14.3 miljónir og nem- ur því hækkunin meira en einni miljón. Langt og rándýrt þing og útgjaldahærri fjárlög en nokkurntíma áður hafa verið afgreidd. Ke'mur það illa heim við alvöruna, sem sósíalistafor- inginn sagði að væri nú fram- undan í lífsnauðsynjamálum þjóðarinnar. Og þetta mikla ósamræmi orða og aðgerða sýn- ir best úrræðaleysi þeirra vald- hafa, sem nú ráða, en úrræða- leysið, ómenskan og fáhnið er það, sem einkent hefir þetta lengsta þing, sem liáð hefir verið ixér á iandi. Bílstjóra- verkfallið. Undanfarna daga hefir talsvert veriö um þaö rætt hér i bænum, hvort bílstjórar mundu stöSva flutninga á hestvögnum, og í gær komust á kreik flugufregnir um, aö þeir heföi tekiö ákvörðun í í þá átt. En fregnir þessar hafa við ekkert að styðjast. Vísi var sagt frá þvi í morgun af einum leiðtoga verkfallsmanna, að þeir hefði, engar ákvarðanir tekið um þetta. Af verkfallinu er annars lítið nýtt aS segja. Alger stöðvun á bílaakstri er í Hafnarfirði og Reykjavík, nieð þeirn undanþág- um ef veittar voru og bæði Reyk- víkingar og Hafnfirðingar hafa varðlið á sömu stöðum og áður. Margir Dagsbrúnarmenn, um 300 að sögn, hafa skorað á stjórn fél. að halda fund um verkfallið hið bráðasta, en fundur mun þó eigi hafa verið boðaður enn sem komið er og hafa menn fyrir satt, að stjóru félagsins vilji komast hjá öllum fundahöldum um verkfalls- máliS. Miklar fannkomur í Suður-Noregi um jólin. Oslo 27. desember. Mikil fannkoma var í Suður- Noregi jóladagana 0g varð tals- vert tjón f völdum hríðarveðra i ýsmum bygðarlögum. Skemdust símalínur og rafmagnsleiðslur o. s. frv. (NRP—FB). Eins og kunnugt er, samdist svo um, að þeir skifti með sér verkum fyrri liluta yfirstand- andi vetrar prófessor van Hamel og dr. phil. Alexander Jóhann- esson, þannig, að prfessor von Hamel flytti fyrirlestra við Há- skóla Islands, en dr. Alexander flytti fyrirlestra og hefði með liönd kenslu við háskólann í Utrecht, sem prófessor van Ilamel starfar við. Er dr. Alex- ander nýlega kominn heim og liefir Vísir átt tal við liann og spurt liann tíðinda af utanför lians. Fundur norrænna mál- fræðinga. — 300 ára af- mæli Háskólans í Budapest. Nýjar háskólabyggingar erlendis. „Eg lagði af stað héðan þ. 18. júni síðastliðinn“, sagði dr. Alexander. „I ágústmánuði sat eg fund norrænna málfræðinga, sem lialdinn var i Kaupmannaliöfn og flutti þar fyrirlestur. Sat eg fundinn fyrir hölid Háskóla fs- lands. I september fór eg til Budapest í tilefni af 300 ára af- mæli liáskólans þar og' mætti þar sem fulltrúi Háskóla Is- lands og flutti þar ávarp fyrir hans hönd“. „Þér munuð einnig hafa kynt yður nýjar háskóiabyggiiigar erlendis í utanför yðar?“ „Já. Erindi mitt var einnig það, að nokkuru leyti með Guð- jóni Samúelssyni prófessor, liúsameistara ríkisins. Fór eg með honum þessai-a erinda til Oslo og Árósa, þar sem eru nýj- ar háskólabyggingar. Seinna fór eg einn sömu erinda til Köln og skoðaði þar nýreista háskóla- byggingu. Ennfremur sá eg nýja háskólabyggingu í Amster- dam. Og á fleiri stöðum skoðaði eg nýjar háskólabyggingar og kynti mér margt þeim miálum viðkomandi.44 Rannsóknarstofa Háskóla íslands í þarfir atvinnu- veganna verður reist í vor eða sumar. Tíðindamaðurirm spyr því næst dr. Alexander, sem er for- maður bygginganefndar Há- skólans, hvenær byrjað verði að reisa háskólabyggingarnar fyr- irhuguðu hér. Svaraði liann því á þessa leið: „Það verður nú farið að vinna af kappi að undirbúningi hyggingu húss fyrir rannsókn- arslofu Ifáskóians í þarfir at- vinnuveganna, en síðasta Al- þingi hefir sett lög um það efni. Ennfrenmr verður farið að vinna að undirbúningi liáskóla- byggingarinnar sjálfrar. Rann- sóknarstofan mun verða reist í vor eða sumar, á lóð Háskólans, fyrir sunnan Stúdentagarðinn. Leggur Háskólinn til hennar 200.000 kr. og er ráðgert, að byggingin komist upp fyrir það fé.“ Fyririestrastarfsemi dr. A. J. í Hollondi og kenslustörf hans þar. — Frá Holiend- ingum. — Menningarleg samvinna Hollendinga og íslendinga. Til Hollands kom dr. A. J. þ. 2. október og var þar prófessor við háskólann í Utrecht í slað prófessor van Hamels til 14. des. s. 1. en þá byrjaði jólaleyfið við háskólann. „Dvöl mín við liáskólann í Utrecht var í alla staði liin á- nægjulegasta“, sagði dr. Alex- ander. „Háskólinn í Utrecht er stærsti liáskóli Hollendinga. Þar stunda nám um 3000 stúd- entar, en íbúatala borgarinnar, sem er inni í miðju landi, er um 160,000. Þar flutti eg um 30 fyr- irlestra, auk þess sem eg liafði með höndum kenslu í gotnesku og íslensku. Þar að auki flutti eg tvo fyrirlestra um Island um leið og sýnd var íslandskvik- mynd Lofls Guðmundssonar, í bæði skiftin við mikla aðsókn, hjá Kgl. hollenska landfræðifé- laginu og Náttúrufræðifélaginu. Einnig flutti eg fyrirlestur um rúnir í Vísindafélaginu í Ut- recht. Naut eg óvenjulegrar vel- vildar og varð hvarvetna var ■ mjög mikils áliuga fyrir íslensk- um fræðum, hvar sem eg kom í Hollandi. Má þakka það ein- göngu prófessor van Hamel hversu mikill þessi áhugi er. Hollendingur nokkur sagði við mig í gamni, að stúdentum í Hollandi mætti skifta í tvo flokka, þá, sem hefði verið á Islandi og þá, sem ekki hefði verið þar. Kynnisfarir hol- lenskra stúdénta hingað til lands hafa óefað stuðlað mjög að auknum áhuga fyrir ís- lenskri menningu“. Stofnun íslensks bókasafns við háskólann í Utrecht. Vígi íslendinga erlendis. — Islenska er nú kend við fimm þýska háskóla. „Hollenskir mentamenn telja mjög æskilegt, að komið verði upp íslensku bókasafni við luá- skólann í Utrecht til þess, að hollenskir mentamenn og stúd- entar geti haft greiðan aðgang að nútímabókmentum íslend- inga. Hollénskúr maður, yiuur minn, dr. Quintus Boss, er verið hefir um 20 ára skeið konsúll Dana og Íslendinga á Java, gaf 50 gyllini til þess að koma upp vísi til slíks safns. Mér er það sérstakt áhugamál að þetta fyr- irhugaða safn verði stórt og myndarlegt og lieiti eg á aUa góða íslendinga, að Ijá stuðning sinn til þess. Þarna á að verða nokkurskonar andlegt vigi Is- lendinga í Hollandi, enda má búast við því, að prófessor yan Hamel kenni þar íslensku fram- vegis, auk fræðigreina sinna. Vigi slík sem þessi eru þau éinu, sem Islendingar geta eignast er- lendis. Vil eg geta þess hér, að íslenska er nú kend við fimm háskóla i Þýskalandi. Kristján Albertson lektor kennir is- lensku við háskólann í Berlín, Eiður Kvaran lektor við háskól- ann i Greifswald, dr. Gerd Will við háskólann í Hamborg, dr. Hans Kulin við háskólann í Köln og dr. Georg Weber við háskólann í Bonn. Hafa þeir allir þrír liinir síðastnefndu stundað nám við Háskóla ís- lands. Það eru nú 13 ár síðan er dr. Georg Weber stundaði hér háskólanám.Eg hitti hann iKölu og var mér það míkið ánægju- efni að lieyra, að hann talar ís- lensku prýðilega, eins rdl aj þegar hann fór héðan.“ Menningarleg samvinna á að leiða til aukinnar versl- unar og viðskifta. „Eg hygg“, sagði dr. Alexand- er ennfremur, „ef rétl er að far- ið, að af auknum, menningar- legum kynnum og samvinnu ætti að geta leitt aukin vershm og viðskifti við þær þjóðir sem eru oss Islendingum jafn vin- veittar og Hollendingar. Eg gerði lítils liáttar tilraun í þessa átt þ. e. eg reyndi að stuðla að fisksölu frá íslandi til Hollands og geri eg mér von um að þessi tilraun mín lánist. Þegar um þetta er rætt þykir Stóropusta við Takasséflj ót. • Fregnir til Tidens Tegn herma, að 5000 menn hafi fallið. Abessiniumenn sækja fram og leggja áherslu á, að berjast í návígi. Oslo 27. desember. Frá hernafSarmiðstöð Abessiniu-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.