Vísir - 29.12.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 29.12.1935, Blaðsíða 3
VÍSIR RAUÐA-KROSS LEIÐÁNGUR sendu Norömenn til Abessiniu sem kunnug't er. Á niyndinni hér aö ofan sjást læknar og hjúkrun- armenn leiöangTirsins og t. v. Meinich ofursti, forseti Rauða-Krossins i Noregi, að halda útvarps- ræöu. Ellefti nóvember, 1835 — 1935. ----o---- Vér horfum nú um lnmdrað ár til baka og heyrum engilbjarta gigju slá. Vér sjáum móður yfir sveini vaka og sæluljóma skína’ um hennar brá. En blíður ómur barnið unga vekur þvi brosinu sveinninn belga vígslu tekur. Og þessi sveinn, er vigslu tók í vöggu bann varð það skáld, sem þjóðin minnist nú, því innsýn hlutu andans augun glöggu. Hann orti Ijóð, sem vitna’ um helga trú. Hann birti’ oss það, er guð og þögnin geymdi. Hann gaf oss Ijós, sem móðurskáldsinsdreymdi. En skáldsins nafn mun geyrna kristin kirkja og kórar hennar óma snildar orð. Þau efla trú og andans áform styrkja, þvi óður skáldsins berst um haf og storð. Hans speki mátti kærleiks lögmál kanna. Hann kraup að barmi visku-uppsprettanna. Nú hefja bergmál íslands bygðir allar og undir taka snævi þakin fjöll, er þjóð til messu helgiklukka kallar. Nú klæðir landið alt hin hreina mjöll. Nú lýsa geislar yfir „landið kalda“ og Ijóma slær á hvíta bárufalda.; Sigfús Elíasson. Þjódabandalagið fæp loitflota Riissa og Pólvepja til umráða, ef þörf krefur, vegna refsiaðgerðanna. SíyrjölS - undirróður - fréttaWfiS. í Parísarskeytinu til C. S. M. í Boston segir, aö' þótt Frakkar kunni að greina á utn Abessiniu- deiluna sjálfa, sé þaö í rauninni hreinasta hneyksli hvernig blöSin í Frakklandi hafi rætt þetta mál. í Frakklandi er mútuþægni frakk- neskra blaöa viöurkend sannreynd, segir í skeytinu, og þaö er harmaö af öllum mentuðum og góöum mönnum í Frakklandi, aö svo skuli vera ástatt, en í því máli, sem hér um ræöir virðist hafa verið gengið lengra, að því er mútuþægni snert- ir, en dæmi eru til áður. Meðal stjómarembættismanna og stjórn- málamanna, á ýmsum opinberum stöðum, þar sem fólk kemur sam- an, er mjög um þetta rætt, svo ítar- lega, að menn nefna þær upphæðir, sem nafngreind blöð hafa fengiö fyrir að „agitera“ fyrir málstað ít- ala. Giskað er á, að ýms blöð, sem þegið hafa mútur af fulltrúum ít- ölsku stjórnarinnar, hafi samtals fengið um 80 til ioo miljónir franka. í skeytinu segir þó, að vitanlega verði ekki sagt með neinni vissu, hversu mikið hvert blað hefir fengið. Slík hneykslismál í sögu frakkneskrar blaðamensku komi sjaldan í ljós fyrr en löngu seinna í öllum atrið- um, stundum ekki fyrr en áratug- um seinna. Frakknesku blöðin eru fæst á venjulegum tímum óháð; ó- hlutdræg á borð við blöð Breta. Hér um bíl öll áhrifamikil blöð í París og stærstu borgum landsins eru háð einstökum stjórnmála- mönnum eða eign stjórnmála- flokka eða iðjuhölda. Le Temps"er t. d. elgu hins valdamikla stál- og vopnaiðnaðajr, Paris Soir, sem hef- Ir i milj. áshrifenda er eign ann- arar stóriðjusamsteypu og hið sama er að segja urn Le Matin. Le Populaire og L’humanité eru flokksmálgögn socialista ogkonun- únista. Ákveðnustu hægriblöðin tala ákaft máli fascista og gætir þessarar stefnu í fréttaflutningi þessara blaða. Vinstri blöðin, sem eru andstæð fascismanum, eru vin- samleg í garð Breta og Þjóða- bandalagsins. Niðufl. Til íhugunap. Óvíða hygg eg að erfiðara sé að koma fram nýmælum sínum en á íslandi. Þó er þjóðin eigi íheldn- ari en alment gerist, en hún á erfitt með að átta sig á að nokkuð nýtilegt geti vaxið úr hugheimi sínum. I>essi vanmáttartilfinning er ömurleg og talar sínu máli, vitnar um undangengna örbirgð og vandræðahugarfar —1 landlægt níðvísnahugarfar og pukur. ísland hefir sýnt litla viðleitni í því að taka þátt í alþjóða-sam- hugsun um uppgötvanir og önnur málefni, er varða miklu í lífinu — Jjeir sem brjóta nýar brautir hafa ekki stuðning fram yfir algenga beiningamenn, og beinin sem þeir fá eru lítil og afnöguð, aumari en þegar eitra skal fyrir svartbaka. Ennþá hefir þjóðin ekki séð sér fært að hafa samvinnu við Bern- arsambandið um andleg mál, listir og uppgötvanir. Þannig bætist annar liður við dauflyndið heima fyrir — islenskir hugsendur eru réttlausir í hinum stóra harðleikna heimi. Efni þetta verður eigi fullrætt í blaðagrein, því dæmin eru svo skelfilega mörg. Með línum þess- um ætlaði eg að benda á eitt af þeim auðskýrðustu. Fyrir 2 árum fann íslenskur handiðnaðarmaður, Jón Helgason, upp skíðabönd, sem að hagleik og styrkleikavtaka fram öðru sem bú- ið er til á því sviði. Bak við upp- Skák. Tafl nr. 8. 19. taflið í keppninni um heims- meistaratignina. Hvítt: Dr. Alje- chin. Svart: Dr. Euwe. — Drotn- ingarbragð. — 1. d4, d5; 2. C4, có; 3. Rf3, Rf6; 4. RC3, d5xc4; 5. a4, e6, 6. e4, Bb4; 7. e^, Re^; 8. Dc2, Dd5; 9. Be2, C5 ; 10 o—o, RxRc3; 11. 1)2xRc3, csxd^!; 12. c3xd4 (ef C3XB þá d^—d3), C4—C3; 13. !Bd2! Da5 (ef peð drepur B, þá auðvitað DxBf) 14. Bd2xc3(., Bb4xBc3; 15- Ha3, Rc6; 16. HxB, 'Bd7; 17. Hbi, o—o; 18. Hc5 (ef Hxb7 þá Rb4 og ef þá Db3 þá Rd5 og svartur nær a-peðinu), Dd8 (ef Dc7 þá Rg5 g7—g6 og Re4 og hvítur fær vinningssókn) ; 19. Hxb7, Bc8; 20. Hbi, Rxd^; 21. RxR, DxR; 22. Bf3 ! (hvítur vinnur skiftamun og hefir unnið tafl en svartur verst í 34 leiki) |Bd7; 23. BxPI, HxH; 24. a5, g6; 25. Hdi, Db^; 26. Dc4 (ekki HxB, Dei mát) Hb8; 27. DxD, HxD (endataflið er frekar þurt og virðist best að sleppa því og láta lokastöðuna nægja). ABCDEF GH Aljechin lék 57. I13—114! og dr. Euwe gaf taflið, ef hann drepur peðið þá mátar Aljechin á h6 en annars leikur Aljechin Kg3 og mátar því næst á g5. ——o----- Dr. Euwe heimsmeistari. Keppninni um heimsmeistara- tignina í skák lauk' þannig að Dr. Euwe sigraði Dr. Aljechin með 9 unnum, 8 töpuðum og 13 jafn- teflisskákum. Dr. Euwe er Hol- lendingur og er 34 ára gamall. fyndingu þessa liggur mikið og vandað starf, reynsla og þolin- mæði, sem aðeins verður fullskilin af þeim, er gengið hafa með blöðrur og sár af völdum óþjálla skíðabanda, eða þurft að gera að slitnum böndum berhentir í hörku- veðrum. Reynsla þeirra er reynt hafa bönd þessi síðastliðin tvö ár, staðfestir fullyrðingu mína af- dráttarlaust og beinir þeirri spurn- ingu til fjöldans, hvort hugvits- maðurinn eigi að standa veglaus með uppfyndingu sína, því þótt erlendir þekkingarmenn dæmi honum heiðurinn, þá er eigi nema hálfsögð saga — uppfyndingin er réttlaus frá alþjóðasjónarmiði, nema með samþyktum, dýrum einkaleyfum einstakra þjóða, sem lita á oss sem hálfgerða villumenn, sökuni þess að við tökum eigi virkan þátt í alþjóðasamvinnu bugvitsmanna. Blöðin virðast hafa nóg rúm fyrir ,,uppskriftir“ af ,,súpum“ og þjóðin peninga til að kaupa ýms böiíd þ. e. skíðabönd, en J. Helga- syni gengur treglega að selja sin bönd. „Þetta er islenskt“, segja menn. Og það íslenska er í litlum métum haft. En böndin hans Jóns 1 eru jafn þarfleg skíðamanni, eins og skeifan hrossinu. Er þörf á að segja meira? Guðm. Einarsson frá Miðdal. Sera nnrskir flntninga-Terkamenn Terkfall? Oslo 28. desember. Árangurinn af atkvæðagreiðslu flutningaverkamanna um tillögur sáttasemjara til lausnar flutninga- deilunni mun verða kunnur á mánudag. Samkvæmt fregnum, sem birst hafa í mörgum blöðum, er búist við, að verkamenn hafi hafnað tillögunum. Verði sú reynd- in, telur Morgenbladet, _að ríkis- stjórnin muni gera tilraun til þess að koma i veg fyrir verkfall (NRP —FB). Nytt kvep. Nýlega fékk ég lítið kver frá manni í Ameríku er eg hefi aldrei séð, aldrei skrifað eða haft kynni af, önnur en þau, að eftir hann eru í Vísi 16. febrúar 1935 lof- samleg orð um trúarskáldið Hall'- grím Pétursson, og um kverið mitt: Æfi H. P. Má því ekki minna vera þakklæti mitt, en að láta les- endur Visis vita af kveri þessu ; Æfisaga, Gunnars Þorbergsonar Oddson. Tekin saman af honum sjálfum. — Winni- peg — 110 bls. 8vo. Gunnar er kominn á áttræðisald- ur, f. í Neshjáleigu í Loðmundar- firði i N. M.-sýslu 6. jan. 1865. Lítið getur hann rakið ætt sína. En hann og faðir skáldkonunnar Thorstinu Jackson eru systrasynir. Sjálfur er hann líka vel hagmælt- ur, og setur 'nokkrar góðar tæki- færisvisur í æfisöguna. Ekki naut hann neinnar mentunar í æsku, fram yfir aðra fátæka alþýðu- menn, á þeim árum. Föður sinn misti hann á 2. æfi- ári, og ólst upp í erfiði miklu til lands og sjávar, með móður sinni, er hafði 6 börn um að annast. Og eru 5 þeirra á lífi þegar æfisagan er rituð (nýlega, en ekki árfærð). Gunnar fór til Ameríku rúmlega tvitugur, 1887, með móður sinni og 4 systkinum. Var hann fyrst Lvinnumensku hér og þar, en tók svo óræktað land í Morden, syðst í Canada. Braut hann landið og bjó þar 27 ár, til 1926. En varð þá, vegna heilsubilunar, að selja jörðina og flytja þaðan. Orti hann þá vísu þessa: Við Hólinn skilja minn eg mátti, mörg þá hrukku tár af vanga. Hvarf þá margt, sem einn eg átti. Örðug mörg er lífsins ganga. 1 Rúmlega þritugur, 1895 kvænt- ist Gunnar islenskri konu, Sigríði Björnsdóttur (systur Rannveigar, konu Jóhanns bróður haús). Eiga þau 2 dætur á lífi, en búa nú (ný- skeð) tvö í eigin liúsi í Dakota, hjá skyldfólki. Erfið voru oft æfikjörin og á- hættusöm á íslandi, en samt tvö- földuðust erfiðleikarnir, eða öllu heldur margfölduðust í Ameriku, bæði við þrældóms erfiði, veikindi og skort á fæði, húsnæði og öllum öðrum þægindum lífsins. Mjög er hún viðburðarík, æfi þessa ágæta, atorkusama, ánægða og ódrepandi alþýðumanns. Fimm sinnum — eða oftar — var hann í heljar greipum, fyrir byltu, hröpun og nauti hér á landi, en af skotsáfaslysi og bófahóp í Amer- íku. Nú getur haim þó loks horft sigri hrósandi á alla armæðu lífs- ins (nema svefnleysi?)- Og sigur- inn er unninn með framúrskarandi áhuga, dugnaði, sjálfsafneituu og guöstrausti. En dygðum þessum fylgir jafnan drottins blessun, með dásamlegri handleiðslu og hjálp í hættum nauða, frá einhverjum þjóna hans, sýnilegum eða ósýni- legum. Æfisagan er skrumlaust sögð, með þakklæti og hlýjum hug til guðs og góðra manna, á léttu og hreinu alþýðumáli. — Þó próf- arkalestri sé að vísu ábótavant, raskar það ekki efni orðanna eða gildi þeirra. Æfisagan er þörf og góð við- bót við landnámssögu Vestur-ís- lendinga. Slík smákver geta oft gripið yfir meira í þjóðmenning vorri og þjóðháttum, en þyklc bindi af vísindalegum gorgeir og getgátum. Kver þetta hvetur, göfgar og gleður hugarfar lesandans. Fyrir slík kver er því betur variö fáum aurum almennings, en fyrir skáld- sagnaflóðið og pláguna, sem oft er því dýrara sem það er minna siðbætandi, fjarlægara raunveru- leikanum og meira af fé almenn- ings rótað í höfundana. V. G. 1.0.0 F. 3 S 11712308 = Barnaguðsþjónusta á Elliheimilinu kl. ijú- Söng- flokkur barna heimsækir og kveikt verður á jólatrénu. Veðurhorfur í gærkveldi: Suðvesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður: Norðan- og norðaustanátt. Víða allhvass í nótt, en hægari á morgun. Úrkomulaust. Vestfirðir, Norðurland, norðausturland: All- hvass norðaustan í nótt, en hægari á morgun. Dálítil slydda eða snjó- koma. Austfirðir: Norðaustan kaldi. Rigning öðru hverju. Suð- austurland: Norðaustankaldi. Víð- ast úrkomulaust. Hræðsla alþýðuforkólfanna við verk- fall bílstjóranna er nú mjög á- lakanleg að sögn. Þeir hafa bú- ist við því, þessir eigingjörnu menn, í heimsku sinni og of- metnaði, að þeir befði liinar „vinnandi stéttir“ algerlega á valdi sínu og gæti boðið þeim hváð sem vera skyldi. Alþýðan væri nú orðin svo tamin og þjökuð, eftir meðferðina síð- ustu árin, að liún léti sér alt lynda. En nú sjá þeir, að enn muni nokkur þróttur eftir hjá hinni fjölmennu stétt og all- ríkur vilji til ]iess, að verjast böðulsverkum hinna hálauna- gráðugu manna — burgeisanna rauðu — sem skriðið liafa upp cflir bökuin efnalitla fólksins og fullyrt i hræsni sinni og yfir- drepskap, að þeir væri vinir allra smælingja. —- Og nú eru þeir svo hræddir, syndaselirnir, að þeir fálma sitt á hvað og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Oslo 28. desember. Samkvæmt símskeyti frá Dag- bladet til London hefir aðalmál- gagn lireska alþýðuflokksins (Daily Herald) birt fregn um það, að Sovét-Rússland og Pólland muni bráðlega lýsa yfir því, að þau Hjónaefni. Á aðfangadag opinberuðu trú- lofun sina ungfrú Kristín Gísla- dóttir og Árni Oddsson, Baróns- stíg 63. A jólunum opinberuðu trúlofun sína ungfrú Helga Stefánsdóttir og Friðrik Halldórsson loftskeyta- maður. Hjúskapur. Á aðfangadag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Adda Davíðs-^. dóttir og Hörður Bachtnann vél- stjóri. \ í gær voru gefin sanian aí síra Bjarna Jónssyni, Kristin Bjarna- dóttir og Eyjólfur Sveinsson, verslunarntaður. Heimili þeirra er á Óðinsgötu 4. Á annan í jólum voru gefin sam- an í hjónaband af sira Árna Sig- urðssyni, ungfrú Ásbjörg Erlings- dóttir sauntakona og Sigurþór Runólfsson vefari. Hernili þeirra er á Álafossi. Gamla Bíó sýnir „Kátu ekkjuna“ kl. 7 og kl. 9 í kveld og á alþýðúsýningu kl. 5. — Kl. 3 verður sýnd mynd- in „Skemtun í Hollywood". séu reiðubúin að láta Þjóðabanda- laginu í té loftflota sína, til varð- gæslu við Miðjarðarhaf, ef ítalir hefja árásir á þær þjóðir, sem í bandalaginu eru, vegna refsiað- gerðanna. (NRP—FB). Þarfnast. skýringar. í Alþbl. í gær segir svo: .... „allir vita nú orðið að það er leikur einn fyrir bílaeigendur að láta bensínskatlinn á engan hiátt iýra sina afkomumögu- leika.“ — Eg er nú liræddur um, að þetta sé ekki eins auðvelt og Alþýðuþlaðið lieldur. Skattinn verða þeir að borga, ef ákvæðið um hækkunina verður fram- kvæmt. Það er augljóst mál. Blaðið hugsar sér kannske, að vandinn sé ekki annar en sá, að hækka flutningsgjöld og far- gjöld með bifreiðum. Það er hægt að segja slíkt, en það mundi hefna sín, ef reynt yrði að framkvæma þá hækkun. Menn verða að gá að því, að fólk er peningalítið nú, bæði til sjávar og sveita, og liefir í mörg horn að líta. -— Hækkun far- gjalda og flutningsgjalda yrði til þess að draga úr viðskiftun- um. Niðurstaðan yrði þessi: Aukinn kostnaður við útgerð bilanna og þverrandi viðskifti — þverrandi tekjur. Bílstjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.