Vísir - 08.01.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1936, Blaðsíða 2
VÍSIR Þingrof og nýjar kosn- ingar á Spáni. Kosningarnar fara fram 16. febr., en hið nýja þjóð- þing kemur saman til funda 16. mars. Madrid, 7. janúar. Þegar Valladeras fyrrverandi innanríkismálaráðherra mynd- aði minnihlutastjórn á dögun- um, eftir fall Chapaprieta- stjórnarinanr, var tilkynt, að liann mundi fara fram á það við ríkisforsetann, að þjóðþingið yrði rofið og efnt til nýrra kosn- inga. Alcala Zamora ríkisforseti hefir haft tillögur stjórnarfor- setans hér að lútandi til með- ferðar, og tekið ákvörðun sína, í samræmi við óskir hans. Hefir í dag verið birt opinber tilkynn- ing þess efnis, að þjóðþingið hafi verið rofið, en almennar þjóðþingskosningar skuli fram fara þ. 16. febrúar. Svo er ráð ZAMORA. fyrir gert, að hið nýja þjóðþing komi saman mánuði eftir að kosningarnar fara fram eða þann 16. mars næstkomandi. (United Press. — FB). flagmálapáðheppaim flyíup pæðu um auknap landvapnip. Hann hvetur þjóðina tíl þess að sameinast um þær kröfur, að landvarnirnar — einkum loftvarnirnar — verði auknar sem mest. Hann vill og endurskipu- leggja iðnaðinn, svo að hægt verði að koma á stór- feldri hernaðarframleiðslu, ef þörf krefur. London 8. jan. Áhugi Breta fyrir auknum landvörnum fer vaxandi og hafa mörg blaðanna livatt ein- dregið til þess alllengi, að und- inn væri bráður bugur að aukn- um landvörnum, og þá einkum, að flugflotinn væri efldur sem allra mest. Hefir vígbúnaður Þjóðverja einkum haft mikil áhrif að því er þetta snertir og hefir Winston Churchill marg- sinnis bent á þær hættur, sem hann telub stafa af hinum aukna vígbúnaði þeirra. Við þetta liefir svo bæst liættan við, að afleiðing Abessiniustríðsins milli ítala og Abessiniumanna yrði þess valdandi, að styrjöld brytist út á Miðjarðarhafi, sem Bretar tæki þátt í. Hefir ríkis- stjórnin sannfærst betur en áð- ur um nauðsynina á að efla flugflotann, svo að hægt verði að hafa nægilega öflugt fluglið heima fyrir, þótt stórar flug- véladeildir dvelji annarstaðar. Kom glögt fram í ræðu, sem Windon lávarður, breski flug- .málaráðherrann, flutti í Cam- ítalir senda aukið líö til Abessiniu. LRP. 7. jan. — FÚ. Italska stjórnin hefir enn kvatt fleiri menn til vopna. Er ákveðið að koma upp nýrri lier- deild til viðbótar við sex nýjar herdeildir sem koinið var upp á síðastliðnu ári, og eiga þær að koma í stað þess liðs heimafyr- bridge í gær, um loftvarnirnar, að það er nú eitt af aðaláhuga- málum stjórnarinnar að auka þær sem mest. Ræða flugmála- ráðherrans var áhrifamikil hvatning frá upphafi til enda um að sinna þessum málum lafarlaust, þ. e. að styrkja land- varnirnar sem mest á öllum sviðum og leggja sérstaka á- herslu á aukningu flugflotans. í ræðu hans kom það einnig fram, að hann er þeirrar skoð- unar, að því öflugra sem Bret- land sé hernaðarlega því meiri sé likurnar fyrir þvi, að unt verði að varðveita friðinn. „Við eigum að endurskipuleggja iðn- aðinn“, sagði hann, „þannig, að hægt sé að nota hann til fram- leiðslu í þarfir hernaðarins, ef til ófriðar kemur, í slóruin stil, og það mun liafa þau áhrif, að auð- veldara verður að varðveita friðinn, ef þjóðir, sem liafa ó- frið i liuga, vita, að vér erurn ekki óviðbúnir því, sem fyrir kann að koma.“ (United Press —FB). ir, sem sent hefir verið til Afr- íku. í sömu tilskipun er einnig mælt svo fyrir, að koma skuli upp nýjum stórskotaliðsdeild- um. Er álitið að þær muni eiga að koma í stað Alpa-hersveit- anna, sem nú er verið að senda til Afríku. í kvöld leggur nokk- ur liluli Alpa-hersveitanna af stað frá Neapel, en sumar lögðu af stað í gærkvöldi. Ritíregn. Á eiyin ábyrgð. Það liefir vakið nokkura undrun, hve eindregið forsætis- ráðherrann tók á sig sjálfan alla ábyrgð á því, sem hann sagði i nýársræðu sinni. Það er þó ekki af því, að svo sé litið á, að rráðherra eigi ekki að vera ábyrgur orða sinna, jafnvel al- veg án tillits til þess, bvort al- ment er talið að liann uppfylli þau skilyrði, sem til þess eru nauðsynleg. En það liggur hins- vegar í hlutarins eðli, að ráð- herra getur ekki ávarpað al- menning, á þann hátt sem for- sætisráðherrann gerði, án allrar ábyrgðar stuðningsflolcka sinna. sinna. Það liggur auðvitað alveg í augum uppi, að ef ráðlierrann í sliku 4yarpi markar ákveðna stefnu í stjórnmálum, hvort heldur er alment eða í einstök- um inikilvægum atriðum, og stuðningsflokkar hans siðan neita honum um fylgi til að koma þvi fram, sem liann þann- ig hefir opinberlega lýst yfir, að hann ælli að beita sér fyrir, þá verður liann að leggja niður embætti, og það engu síður, þó að hann hafi tekið það slcýrt fram, að hann talaði á „eigin- ábyrgð“. Hvorki ráðherrann sjálfur, rié stuðningsmenn hans, geta látið sér annað lynda. Þess vegna cr þessi fyrirvari Hermanns Jónassonar í nýárs- ræðunni, um eigin-ábyrgðina, í sjálfu sér ekkert annað en markleysa. Það liggur líka í annan stað í hlularins eðli, að enginn ábyrg- ur ráðherra muni Iála sér til liugar koma, að boða ákveðnar löggjafar-framkvæmdir í mik- ilsvarðandi stefnumálum, eins og forsælisráðherraim gerði í þessari ræðu sinni, án þess að hafa gengið úr skugga um það fyrirfram, hvort þær fram- kvæmdir væri i samræmi við vilja flokks síns. Slíkt væri full- komin og óhæfileg lítilsvirðing á stuðningsflokkum stjórnar- innar. — Þess vegna liggur í rauninni næst að ætla, að fyrir- vari ráðherrans um að hann talaði algerlega á eigin-iábyrgð, sé ekkert annað en vísvitandi blekking. Ráðherrann lýsti yfir þeim vilja sínum og ásetningi, að sníða málfrelsi og ritfrelsi i landinu þrengri stakk „en gert væri með gildandi löggjöf, og kvaðst hann i því efni vilja fara að dæmum nágrannaþjóðanna, þar sem það sé ekki óalgengt, „að siðlausir öfgamenn fái að sitja í fangelsi nokkura mánuði fyrir að Ijúga vísvitandi upp á trúnaðarmenn þjóðarinnar“. J. fyrir skrif hans, ef hann liefði viljað laka það mál þannig upp, eins og skorað hefir verið á ríkisstjórnina að gera. t Hins vegar er það þess vert, að vekja alhygli ráðherrans og fylgismanna hans á því, að sú löggjöf, um rétt manna til að láta skoðanir sínar í ljós í ræðu og riti, sem nú er i gildi hér á landi og vera mun i aðalatrið- um mjög áþekk gildandi lög- gjöf allra lýðfrjálsra þjóða, er ávöxtur af starfi og kröfum frjálslyndra manna á undan- förnum áratugum. Sú löggjöf er einn þátturinn i umbótastarfi umbóla-flokkanna í heiminum á öldinni sem leið. Ef núverandi stjórnarflokkar hér á landi ætla að beita sér fyrir frekari höml- um á málfrelsi og ritfrelsi í landinu, þá er það alveg tví- mælalaust, að þeir gera það á „eigin-ábyrgð“, en ekki á ábyrgð frjálslyndisins, sem þeim er svo tamt að kenna sig við. Og það er alveg óhætt að fullyrða það, að þær „nágrannaþjóðir“ okkar, sem venjulega eru nefnd- ar svo, muni afþakka þann „heiður“, sem forsætisráðherr- ann sennilega þykist gera þeim, með því að láta það í veðri vaka, að hann ætli að taka þær til fyrirmyndar i þessu efni. Slílcr- ar fyrirmyndar mun verða að leita lengra í suður og austur. Fascistaféiðgfn í Gúlgaríu leyst tspp. London 8. jan. Samkvæmt fregnuni þeim, sem borist hafa frá Sofia, höf- uðborg Búlgaríu, hefir rilds- stjórnin nú tekið ákvörðun um að leysa upp búlgörsku fascista- félögin, en þau liöfðu með sér landssamband, og voru skipu- Iögð á líkan liátt og nasistafé- lögin þýsku. Það hefir lengi ver- ið um það rætt, að leysa félögin upp, áður þau fengi meiri út- breiðslu og yrði stjórninni þyngri í skauti. Mun verða liaf- ist handa þegar í síað um að framkvspma þá ákvörðun, sem nú hefir verið tekin. (United Press—FB). Sven Hedin. Kalundborg, 7. jan. — FÚ. Sænski landkönnuðurinn, Sven Hedin, er nú 71 árs að aldri. Hann kom í gær síðdegis lil Kaupmannahafnar, ásamt ritara sínum, og flutti þá um Það Iiggur nú næst að ætla, eins og áður hefir verið vikið að hér í blaðinu, að þessum um- mælum, um siðlausar árásir á trúnaðarmenn þjóðarinnar, sé fyrst og fremst beint til flolcks- manna ráðherrans, fyrr og síð- ar. Því að hvað var það annað en „siðlaus árás“ á borgarstjór- ann i Reykjavík, þegar blað framsóknarflokksins laug þvi upp, að hann hefði drcgið sér miljón króna af bæjarfé? Og hvað voru skrif Jónasar Jóns- sonar í velur um „fiskimálin“ annað en „siðlausar árásir“ á þá Irúnaðarmenn þjóðarinnar, sem haft höfðu með höndum fyrir liana samninga við aðrar þjóðir? En auðvitað á ráðherr- ann ekki við þessar siðlausu árásir flokksmanna sinna á trúnaðarmenn þjóðarinnar, enda hefði verið auðvelt fyrir hann, eftir gildandi lögum, að koma fram ábyrgð á hendur J. HEDIN. kvöldið erindi um rannsóknar- ferðir sínar í Asíu. Láta blöð svo um mælt, að erindi lians hafi verið stórmerkilegt og fróð- legt, og gefið lifandi hugmynd um líf og háttu manna í ýmsum hlutum Kínaveldis, sem áður eru lílt kunnir. Sigurd Christiansen: Tveir lífs og einn liðinn. Skáld- saga. — Sigurður Skúlason íslenskaði með leyfi höf- undar. — Reykjavík. Út- gefandi: Félagsprentsmiðj- an. MCMXXXV. Skáldsaga sú, sem hér um ræðir, kom út á norsku 1931. Höfundurinn hafði áður ritað nolckurar bækur, bæði skáld- sögur og leikrit. Fyrsta bók hans, slcáldsagan „Seireren“, kom út árið 1915. Mun hún ekki liafa vakið mikla athygli. Næsta bókin, „Vort eget liv“, kom út 1918, og tveim árum siðar framliald hennar: „Ved Golgata“. — Næsta skáldsaga höf. var mikið verk i þrem bindum: „Rikel“ (1925, 1927 og 1929). — Þrjú leikrit hefir S. Chr. gefið út, svo að þeim sé kunnugt, er þetta ritar: Þau eru þessi: „Edmund Jahr“ (1926), „En reise i nalten“ (1931) og „Dydens liave“ (1932). Hafa þau öll verið sýnd í Þjóðleikhúsinu í Oslo og sennilega víðar. Árið 1930 eða á öndverðu ári 1931 efndu þrjú stórmerk út- gáfufélög' á Norðurlöndum til samkepni um skáklsögur, sem þeim kynni að berast í handriti innan álcveðins tíma. Var verð- launum heitið fyrir bestu sög- urnar og auk þess sérstökum verðlaunum fyrir þá, er slcara þætti fram úr öllum öðrum. — Úrskurður dómnefndar varð sá (en í henni sátu 6 valdir menn, Sviar, Norðmenn og Danir) að sagan „To levende og en död“ bæri af öllum öðrum og skyldi hún liljóta hin sérstöku verð- laun — 34000 kr. — er ákveðið hafði verið, að greiða slcyldi af öllum útgáfufélögunum í sam- einingu, þeim er að samkepn- inni stóðu, en þau voru: Gyld- endal í Kaupmannahöfn og Osló og Bonnier í Stokkhólmi. Þetta var mikill sigur fyrir höfundinn, Sigurd Chrislian- sen. Nafn hans flaug um allar jarðir og var hann nú setlur á belck með hinum ágætustu höf- undum á Norðurlöndum. S. Chr. mun hafa starfað í þjónustu norskra póstmála um l.angt skeið og ef til vill til þess tíma, er hann gerðist víðkunnur ritliöfundur. Og saga lians, „Tveir lífs og einn liðinn“, ræð- ir að miklu leyti um póstmenn. Hefir hann sjálfur látið þess getið í formálsorðum fyrir sög- unni, að hvorlci sé átt við sér- stakt pósthús né ákveðna póst- menn. — Söguhetjurnar hafi hann skapað sjálfur og hvergi stuðst við fyrirmyndir. Kveðst hann lóta þessa getið lesöndum til hægðarauka, því að ella mætti svo fara, að norskir Ies- endur féllLí heilabrot um það, hvar tíðindi þau, er sagan grein- ir, hafi ált að gerast. — En lík- legt má þó telja, Jjrátt fyrir neitun höfundar, að hann hafi liaft náin kynni af norskum póstmönnum, svipuðum þeim Kvisthus og Lydersen, og þó einkum hinum síðarnefnda. Lydersen er gildnr fulltrúi þeirra hæfileilcasnauðu manna, sem missa aldrei sjónar á því takmarlci sínu, að troðast liærra og hærra og horfa eklci í það, að stjaka við öðrum í leyni, ef tækifæri býðst. — Hann þuml- ungast áfram hægt og liægt, greindarlaus og drýldinn, og verður póstmeistari að lokum. —o— „Tveir lífs og einn liðinn“ er að ýmsu prýðileg slcáldsaga. Og hún hefir þann mikla og sjald- gæfa kost, að vera skemtileg. Höfundurinn segir frá merki- legum hræringum 1 sálarlifi nokkurra manna og lcvenna. Og liann gerir það skilmerkilega og skemtilega. Fellur aldrei í þreyt- andi mærð og sleikir ekki út um af sjálfsánægju við aðra eða þriðju hverja setningu, eina og þeim hættir til sumuin, sem berjast um á slcálda-jálkinúm, baða út öllum öngum, þeyta gjallarhornið, svo að eftir þelm skuli telcið, og halda að þeir si einliver ofurmenni. — t Sagan gerist i norslcum bæ. Hún hefst á því, að rán er flndu- ið i pósthúsinu. Þangað koöia að kveldlagi tveir grímuklæddir náungar, vopnaðir skammbjjws- um. — Þrir póstmenn eru fyrjr: Kvisthus, Berger og Lydersfea. — Kvisthus og Berger eru kvænt- ir menn, en Lydersen ókvænfur, Þeir eru allir á bcsta aldri — liálffertugir eða þar um bil. Þeir eru í þann veginn að lcoma peningum þeim, sem þeir hafa undir höndum, inn í járnskáp- inn. En enginn þeirra hefir þó lcomið því í verk, er bófarnir ráðast á þá, grímuldæddir og með byssu á lofti. — ; Póstmennirnir eru hver í sinu herbergi. Kvisthus er næst- ur dyrunum og bófarnir ráðast fyrst á hann. — Þeim slciftum lýkur þann veg, að Iívisthus bíður bana. Hann er sleginn niður umsvifalaust og fellur svo illa, að höfuðkúpan brotnar. — Lydersen verður þess var að eittlivað óvenjulegt muni á seiði. Hann heyrir milcinn liá- vaða inni i herberginu lijá Kvist- hús.Hann ætlar að snarast þang- að, en mætir þegar grhnu- klæddum þorpara með skamm- byssu á lofti, Hann reynir að verjast, slær á böndina, sem heldur á morðlólinu og orgar samtímis: — Þú mátt elcki slcjóta! — Þú mátt ekki slcjóta! — Hann sparkar og orgar, en bráðlega er honum greitt svo vel úli lálið höfuðhögg, að liann fellur á gólfið. — Þá eru tveir fallnir og nú kemur röðin að Berger. — Hann hafði heyrt orgin í Lydersen og vildi forvitnast um liverju gegndi. — Hann nemur staðar á þröslculdinum. Lydersen liggur á gólfinu og bærir ekki á sér. Og yfir honum stendur þrek- legur maður, blóði stokkinn i andliti. Hann hefir svarta druslu undir hökunni. Það er gríma, scm Lydersen hefir svift af honum. — Nú eru cklci grið gefin. Mað- urinn með blóðuga andlitið lyft- ir skammbyssu sinni og Berger lirekkur aftur á bak inn i her- bergi sitt. — En i söinu and- ránni heyrir hann sagt að balci sér, þrumandi röddu: — Kyrr — eða eg skýt! Berger tekur sjóðinn, sem hann ætlaði að láta í geymslu- slcápinn, ber liann út í glugga- kistuna og liefir liann þár að baki sér. Hann er að vonum æst- ur í slcapi og riðar við, eins og dauðadrukkinn maður. Frammi fyrir lionum stendur grímuldæddur þorpari. Hann er grannvaxnari og hærri en sá, er staðið hafði yfir Lydersen. Þorparinn skipar Bcrger að af- henda sér sjóðinn, þann er liann liafi að baki sér í glugganum. Berger þegir og þumbasl við. Þá gerist hinn óþolinmóður og kveður alla vörn vonlausa, þvi að árásarmennirnir sé tveir og báðir vopnaðir. En Berger stendur kyrr og mælir elcki orð frá vönnn. Þá er honum tilkynt, að hann verði skotinn eftir eina mínútu, ef liann láti sjóðinn eklci lausan. , Berger liikar enn. En bráð- lega víkur hann þó til hliðar og sjóðurinn er tekinn, án þess að liann veiti mótspyrnu. —o—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.