Vísir - 08.02.1936, Side 4

Vísir - 08.02.1936, Side 4
VlSIR Sunnudagsblað Yísis á morgun. Eí'ni: Olympisku vetrarleik- arnir, grein með 4 myndum, „Vonir, sem lifa“, smásaga eft- ir Axel Thorsteinson, Skulda- dagar (frásaga). Viðhurða- rík stund, saga (upphaf), eft- ir Ben Ames Williams, Skák, André Maurois: „Ef þig fýsir að kynnast Englendingum“ (gr.). Sá sterki, smásaga eftir Ragn- ar Jóhannesson, smælki, skrítl- ur, myndir o. fl. Skákþing Reykjavíkur. 4. umferð er á morgun i Odd- fellowhúsinu uppi kl. 1 e. li. Tefla þá í meistaraflokki Jó- hann Jóhannsson og Jón Guð- mundsson, Steingrímur Guð- mundsson og Baldur Möller. Gullverð islí krónu er nu 49.21. 75 ára er í dag Guðlaug Björnsdóttir lcaupkona, Freyjugötu 6. Betanía, Laufásveg 13. Vakningar- samkoma á morgun, sunnudag, 9. febr. kl. 8% siðd. Stud. theol. Jóhann Hannesson talar. Ein- söngur og vitnisburðir. Allir velkomnir. Alþýðufræðsla Guðspekifél. Fyrirlestur um andlegar lækningar flytur Hallgrímur Jónsson yfirkennari i húsi Guð- spekifélagsins, kl. 9 annað kveld. Mál þessi eru mjög á dagskrá um þessar mundir, og mun því fyrirlestur þessi verða fjölsóttur. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Farþegar á Lagarfossi til útlanda: Sig. Skagfield, Skúli Pálsson, Jón Einarsson, Sigriður Stefánsdóttir, Hólin- geir Glúmsson. Til Austfjarða: Frú Blöndal, Björn Stefánsson, Jón G. Jónsson, Sig. Magnús- son, Marteinn Þorsteinsson kaupm., Bjarni Þorsteinsson, Þórður Runólfsson, Markús ívarsson, Theodór Blöndal, Valdimar Einarsson, Þorvald- ur Þorbergsson, Jónína Jónas- son. Næturlæknir er i nótt Guðm. Karl Péturs- son. Sími 1774. Næturvörður er í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. — Næturlæknir er á morgun Gunnlaugur Einarsson, Sóleyjargötu 5. Sími 4693. — Næturvörður í næstu viku í Reykjavíkur apóteki og Lyfja- búðinni Iðunni. Peningagjafir Á. G. 10 kr„ R. L. (áheit) 10 kr„ starfsmenn á húsgagna- vinnustofu Jón Halldórsson & Co. kr. 32.50, starfsfólk í Út- vegsbanda Islands, hf„ 100 kr„ starfsmenn lijá .1. Þorláksson & Norðmann 42 kr„ starfsfólk hjá I. Brynjólfsson & Kvaran kr. 42.50. Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálparinnar. Stefán A. Pálsson. Útvarpið í kveld: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Út- varpstríóið: Tríó í Es-dúr (10 tilbrigði), eftir Beethoven. 19,45 Fréttir. 20.15 Útvarp frá Laug- arvatnsskóla. 22.15 Danslög (til kl. 24). Útvarpið á morgun. 10,40 Veðurfregnir. 10,50 Morgúntónleikar (kammermús- ík): a) Schubert: Kvartett í Es- dúr; b) Beethoven: Sónata fyrir fiðlu, Es-dúr. 12,00 Hádegisút- varp. 13,00 Enskukensla, 3 fl. 13,25 Esperantókensla. 15,00 Miðdegistónleikar: Létt lög. 17,00 Messa í dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 18,30 Barnatími: a) Sigurður Thorla- cius skólastj.: Hvernig menn verjast kuldanum; b) Barna- söngur. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Einleikur á píanó (Rögn- valdur Sigurjónsson). 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Frá Aust- urheimi (Björgúlfur Ólafsson læknir). 20,40 Hljómplötur: Lög úr óperunni „Troubadour“ eftir Verdi. 21,05 Upplestur: Saga (frú Elínborg Lárusdótt- ir). 21,30 Danslög (til kl. 24). Handtökur í Wien. London, 8. febr. — FÚ. í Vinarborg voru í gærkveldi handteknir nokkurir leiðandi menn í lögregluliði bæjarins og á stjórnarskrifstofunum', fyrir þáttöku í félagsskap nasista. Hefir upplýst, að innan suinra stjórnardeildanna störfuðu nas- ista-sellur. Hefir þessi fregn vakið miklar æsingar í Austur- ríki, en þó sérstaklega í höfuð- borginni sjálfri. I gær bar mikið á Gyðingaof- sóknum í Póllandi. Verst fyrir mig. Kona (í strætisvagni): Eru þér vissir um að þessi bill fari til Ilafnarfjarðar. Ökumaðurinn: Koniist hann ckki þangað, fer ver fyrir mér en yður. Kvikmyodahðsin. í Nýja Bíó er sýnd ágæt skemtimynd, „Pabbi okkar er piparsveinn“, gerð samkvæmt skopleikritinu „Bachelor Fat- her“ eftir Edwards Childs. Kvikmynd þessi er sænsk og er ágællega leikin og gerð og á- köflum alveg sprenglilægileg. Ágætir leikarar liafa hlutverkin með höndum, svo sem Olof Winnerstrand, Birgit Tengroth, Stein Grieg-Halvorsen, Allan Boheim o. fl„ að ógleymdri Aase Clausen, sem vann titilinn „fegurðardrotning Evrópu“ fyr- ir nokkuru. Þetta er svo skemti- leg kvikmynd, að óhætt mun að fullyrða, að allir, sem á hana horfa, komist í sólskinsskap. í Gamla Bíó verður sýnd kvikmynd, sem nefnist „Stúlk- an, sem vildi eignast miljóna- mæring“. Er þetta lýsing á þeim nútímakonum í Ameríku, sem hugsa um það fremst af öllu að krækja sér í auðugan eigin- mann. Kvikmyndin er bráð- fjörug og víða smellin, en þrátt fyrir alla ásetninga kemst stúlkan, sem vildi ná sér i milj- ónamæring að raun um það, að ástin er meira virði en auður- inn. Kvikmyndin er gerð af Metro-Goldwyn-Mayer félaginu. Leikstjórn hafði Jack Conway með liöndum og aðalhlutverk leikur hin víðkunna Jean Ilarlow, sem að vísu er kunnari fyrir úllit sitt en leiklist. Ýinsir góðir leikarar hafa hlutverk með liöndum í myndinni og tveir þeirra eru viðurkendir af- burðaleikarar, þeir Lewis Stone og Lionel Barrymore. JEAN HARLOW Engum mun leiðast að liorfa á þessa mynd. Ný sókn á suðurvígstöðvunum. London 8. febr. FÚ. í ílalskri tilkynningu segir, að Graziani hafi hafið nýja sókn á suðurvígstöðvunum á þriðjudaginn var, og gangi alt að óskum. Abessiníumenn hafi þegar mist 2000 manns. Nýr fiskur daglega, ódýrastur Reykjavíkurvegi 5. Sími 9125. (915 ÍTAPÁf fUNDIf)] Gúmmí-barnaskór töpuðust í gær á móts við Frakkastíg 10 og óskast skilað þangað. (149 Sendisveinahjól hefir tapast. Sá sem verður var við óskila- hjól, er vinsamlega heðinn að gera aðvart í Sallfisksbúðina, Hverfisgötu 62. Sími 2098. (144 (tilk/nningam Forðist óþægindi. Rúður sett- ar í glugga fljótt og vel. Sími 3763 (165 Heimatrúboð leikmanna Ilverfisgölu 50. Samkomur á morgun. Bænasamkoma kl. 10 f. h. Barnasamkoma kl. 2 e. h. Almenn samkoma kl. 8 e. li. — í Hafnarfirði, Linnetsstíg 2. Samkoma kl. 4 e. h. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Annað kveld kl. 8, hjálpræð- issamkoma. Adjulant Svava Gisladóttir frá Isafirði stjórnar. Kl. 10Yz verður miðnætursam- koma í Varðarhúsinu. Adjutant E. Molin stjórnar. Skrúðganga frá Kirkjustræti til Varðarhúss- ins. AFMÆLISFAGNAÐUR stúk- unnar Framtíðin nr. 173, verður haldinn mánudaginn 10. febr., kl. 8)4.. Mörg skemtiatriði. Allir Templarar velkomnir. * (163 LEICAÍ Búð óskast 14. maí eða fyr eftir samkomulagi. — Uppl. í kvöld kl. 7—9. Simi 1788. (158 Myndarleg lcona óskar eftir ráðskonustöðu í vor. — Uppl. í sima 4937. (153 ) Geri við og stoppa. Uppl. á Bjargarstíg 3. (152 Sauma upphlutsskyrtur, svuntur og slifsi, sömuleiðis j barnafalnað. Ilverfisgötu 102. ? (Bakhúsið). Viðtalstími frá j 3—6. (124 1 Stúlka óskast í vist. María J. Knudsen, Framnesvegi 14. , (162 Stúlka óskast í vist. — Uppl. í síma 1271. (161 Stúlka óskast hálfan daginn um 3ja mánaða tíma. — Uppl. í síma 3429. (159 Óska eftir léttum saumaskap í húsum. Uppl. í sima 2255, kl. 6—10 e. h. (155 Unglingsstúlka óskast í vist, 3 í lieimili. Sími 4368. (164 UÐ5MH Gott herbergi til leigu á Báru- götu 7. (151 1 stórt herbergi eða 2 minni og eldhús, óskast til leigu strax. Uppl. í síma 2798. (148 2 herbergi, eldliús og stúlkna- herbergi óskast 14. maí n. k. í nýtísku steinhúsi. — Tilboð, merkt: „Skilvís“ sendist Visi i'yrir 10. þ. m. (143 2 herbergi og eldhús óskast í vesturbænum eða rétt vestan við bæinn, 14. maí eða fyr. Þarf að vera með öllum þægindum og má kosta 75—85 kr. Tilboð, merkt: „1936“, sendist Vísi fyrir 15. þ. m. (166 Góð 2 herbergja íbúð með öllum þægindum óskast til leigu 1. til 14. maí n. k. í vestur- bænum. Ábyggileg greiðsla. — Tvent í lieimili. Tilboð, merkt: „Góð íbúð“ sendist Vísi. (160 Eitt lierliergi og eldliús eða með aðgangi að eldhúsi, óskast i febrúarlok. Tilboð, merkt: „Bráðlega“, leggist á afgr. Vís- is. „ (157 Forstofuherbergi með hús- gögnum vantar um mánaðar- líma. Tilboð, merkt: „Strax“, sendist afgr. Visis. (156 iKAUPSKAPUKl Stórt grasbýli, innan við bæ- inn er til sölu, með allri áhöfn. Greiðslukjör mjög hagkvæm. — Skifti á húsi í bænum liugsan- leg. — Semja ber sem fyrst við Jónas H. Jónsson, Hafnarstræti 15. Sími 3327. (154 Kýr sem á að bera 2. mars til sölu og sýnis í Tungu. (150 Hef mikið úrval af fallegum frökkum og einriig nokkur stykki af vetrarkápum. Guðm. Guðmundsson, dömuklæðskeri. Bankastræti 7. (147 Vil kaupa lítið notaða stofu- klukku. Uppl. í síma 1754, fyrir kl. 7 e. li. (146 Kaupi og sel notaðar skrif- stofuvélar. Sími 4189. (145 Lítið notuð regnkápa til sölu. Uppl. í síma 3954. (142 Dívan, nýuppgerður, til sölu fyrir mjög lítið verð. — Uppl. Laugavegi 49. (141 Vandað lítið borðstofuborð úr eik til sölu, með tækifærisverði. Mjög hentugt fyrir htla fjöl- skyldu. A. v. á. (140 Munið eftir ódýru kjólunum á saumastofunni á Laugavegi 12. Höfum fengið mikið úrval af nýtísku kjólaefnum. Sími 2264. (549 EDINA snyrtivörur bestar. Blindraskólinn, Laufásvegi 19, selur handklæða- og þurku- dregla. Hjálpið blindum. Iíaup- ið vinnu þeirra. (115 Vil selja ódýran klæðaskáp. Til sýnis á Klapparstíg 31, frá kl. 7—8i/2 e. h. (130 Nýtt píanó, mjög vandað, lil sölu með tækifærisverði. A. v. á. (138 Kaupi gull og silfur til bræðslu. Jón Sigmundsson, gull- smiður. Laugavegi 8. (428 Uppkveikja, þur og góð. — Sag, spænir og niðursagað timb- ur fæst ávalt hjá okkur. — Kassagerð Reykjavíkur. Sími 2703. (168 KOLAOFN , óskast til kaups. Uppl. í Lauga- vegs Apóteki. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN Wodehouse: DRASLARI. 92 Svo skildust feðgarnir að þvi sinni. Ann var í sjöunda himni. Þetta hafði gengið prýðilega. — Þegar hún koin inn í setustofuna leit hún sigri lirósandi á frændkonu sina. — Hún sagði: , — Það kom fyrir — þarna niðri — skemtilegt atvik. Skinner opnaði fyrir Jimmy Crocker og hinn góði og alúðlegi ráðsmaður kannaðist und- ir eins við liinn unga mann. — En sú hjartan- lega gleði, þegar Skinner sá piltinn. Þetta kom ærið flatt upp á hina miklu frú og hún lét undrun sína í ljós með þessum orð- um: i — Kannaðist Skinner við — piltinn? Ann hló. ) — Já, eg lield nú það. Og þú ættir bara að vita, frænka min, hversu hlýr hann varð á svip- inn og fagnandi, er liann sá að Jimmy var líka kominn hingað veslur. — Mér rann blátt áfram til rif ja hversu elsku- legur Skinner gamli var og góður. Þetta er ein- stök gæða-sál, skal eg segja yður. — Mér þótti líka vænt um að liitta gamla þjóninn hennar stjúpmóður minnar, en þó held eg að hann liafi orðið enn þá glaðari. — Hann hefir víst orðið álíka fagnandi og karl-fauskurinn hann Ódyss- eifur forðum daga, þegar liann rakst á gamla hundinn sinn, hann Argos. — Ogden litli kann- ast náttúrlega við þá sögu —1 liann les svo mik- ið í fornum fræðum. , Frú Pett var alls ekki viss um, hvort hún ætti heldur að vera glöð eða láta sér fátt um finnast. Henni var ljóst, að grunur liennar mundi ekki á rökum reistur. — Hinn ungi mað- ur væri fráleitt njósnari eða glæpamaður, held- ur Jimmy Crocker, eins og hann hefði sagt í upphafi. — En heldur fanst henni þó skárra, að þetta skyldi þó vera svona. Hún mátti ekki til þess hugsa, að hafa njósnara í húsum sínum. -— Hún sagði: — Já, eg get því svo sem nærri, að liann hafi orðið glaður. Hann hlýtur líka að hafa orðið mjög undrandi. i — Já, það mátti nú segja. — Og það munu ekki liða nema fáeinar mín- úlur, uns þér rekist á annan gamlan kunningja yðar. — Jimmy var í þann veginn að taka sér sæti, er frúin sagði þetta. — Hárin hætti við að setjast og liugsaði sem svo: Hver fjandinn er nú í dúsunni barnsins! ; — Annan kunningja? Frú Pett leit á úrið sitt. — Eg hefi boðið Wisbeach lávarði til hádeg- isverðar. — , — Wisbeach lávarður kannast alls ekki við Jimmy, sagði Ann og það var ekki laust við nokkurn óþolinmæði-keim i rómnum. — Systir mín sagði mér, svaraði frú Pett, að Wiseach lávarður væri einn af allra bestu vin- um yðar, James. Hún sagði mér það á dögun- um, þegar við hittumst í Lundúnum. Alt af komu ný og ný vandræði. Ann leit á Jimmy og var auðsjáanlega orðin óróleg á ný. — Og hún fór að efast um, að ráðagerð þeirra Jimmy’s ætlaði að takast. — Eg held að þessi barátta sé vonlaus, sagði hún við sjálfa sig. Við förum alt af halloka í viðureigninni við örlögin. Jiminy þótti það bölvað, að Wisbeach þyrfti nú endilega að fara að rekast þangað. Vissulega jiekíi hann strákinn. Og liann væri svo sem viss með að tala þannig, þrátt fyrir væntanlegar að- varanir, að liið sanna kæmist upp um það, hver hann væri. Og hvað mundi Ann segja þá? —: Hvað mundi það stoða, gegn öruggum vitnum, að hún hafði sjálf séð hann á Paddington-stöð- inni með Bayliss, hinum nýja pabba? — Likleg- ast hreint ekki neitt. Hún mundi trúa „vitnun- um“, til dæmis Wisbeach lávarði. Og vaknaði grunur lijá liinni ungu stúlku og færi hún að rengja hann á annað borð, þá mundi hún eklci trúa honum framar — aldrei að eilífu. Ilonum var líka kunnugt um það að Wisbeach þessi væri hinn mesti kjaftaskúmur, sem ómögulegt væri að trúa fyrir leyndarmáli. Hann mundi rausa og rausa um alt, sem þeim hefði á milli farið, og svo kæmist alt upp. — Þetta var eitt af því lakara fanst honum. Andskotans óhöpp geta þetta verið, svona hvað ofan í annað, sagði hann við sjálfan sig! Dyrnar opnuðust í þessum svifum. , — Wisbeach lávarður, tilkynti Skinner karl- inn — það er að segja Crocker hinn eldri. Wisbeach gekk í stofuna. Hann hneigði sig fyrir frú Pett og mælli: — Mér þykir fyrir þvi, kæra frú, að eg skuli koma nokkurum mínútum of seint. — Þér komið nákvæmlega á mínútunni, kæri herra lávarður, svaraði frúin. Mætti eg kynna yður fyrir gömlum vini yðar, herra James Crocker? — Reyndar geri eg nú ráð fyrir, að ekki þurfi á því að halda. Þið munið víst hvor eftir öðrum. Nú varð örlitil þögn. En þá gekk Jimmy lil lávarðarins og rétti honum hönd sína. — Sæll, Wizzy, gamli kunningi! — Sæll — Jimmy! Þeir horfðust í augu. — Og augnaráð Wis- beachs bar því vitni, að honum þætti vænt um eilthvað alveg sérstakt í sambandi við það, að liitta Jimmy. — Hann liafði fölnað skyndilega, er frú Pett nefndi Jimmy Crocker. En nú var svo að sjá, sem liann væri að ná sér aftur. Jimmy brosti með sjálfum sér, er hann sá öll þessi svipbrigði á andliti lávarðarins og það brá jafnvel fyrir sigurglampa í augum hans.---- Hann vissi ekki hvaða erindi þessi náungi gæti átt hingað — á heimili herra Petts. Hitt var honum ljóst, að náunginn sá arni var alls ekki Wisbeach lávarður. — Og honum varð sam- stundis ljóst, að þenna mann hafði liann aldrei áður augum litið. — Hádegisverðurinn er til ræðu, frú Pett. — Það var liinn ágæti Skinner, sem tilkynti þetta úr dyragættinni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.