Vísir - 20.02.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 20.02.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Stjórnarskiffi á SpánL Spænska ríkisstjórnin sagði af sér í gær og hóf Zamora ríkisforseti þegar í stað umræöur við leið- toga vinstriflokkanna um myndun nýrrar stjórnar. Ráðabrugg nokkurra foringja í hernum um að koma í veg fyrir, að vinstriflokkastjóm tæki við völdunum komst upp og kom London, 19. febrúar. Símfregnir frá Madrid í dag herma, að Valladeras hafi beðist lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Hefir Zamora ríkis- forseti þegar byrjað viðræður við leiðtoga vinstriflokkanna, sem báru sigur í býtum i þjóð- þingkosningunum, til þess að ráðgast við þá um myndun nýrrar stjórnar. Miklar líkur eru taldar til þess, að Azana fyrrverandi forsætisráðherra, verði falið að mynda stjórn, að umræðum þessum loknum, að honum muni takast stjórnar- ríkisstjórnin í veg fyrir það. — myndun greiðlega og að liann verði sjálfur forseti hinnar nýju stjórnar. (United Press. — FB.). — Oslo, 19. febr. Frá Madrid er símað, að nokkrir háttsettir yfirforingjar hafi s. 1. nótt orðið uppvísir að ráðabruggi um að brjótast til valda, en rikisstjórnin tók i taumana, og er talið, að hún sé viðbúin til þess að bæla niður uppreistartilraunir, ef til kæmi. (NRP. — FB.). Azana hefip myndað stjópn. Stjórnarmyndunin gekk greiðlega og gera menn sér vonir um, að innanlandsfriðurinn haldist. Londn, 20. febrúar. Eins og ahnent var búist við gekk Azana fyrrverandi forsæt- isráðherra mjög greiðlega stjórnarmyndunin. Hafði hann ráðberralislann tilhúinn í gær- kvcidi og hefir Zamora ríkisfor- seti fallist á hina nýju sijórn. Azana er sjálfur forsælisráð- herra, Barcia utanríkismála- ráðherra, Salvador innanríkis- málaráðherra, Masquelet her- málaráðherra, Giral flotamála- náðherra og Francy fjármála- ráðherra. Óeirðir fara minkandi og engar nýjar fregnir liafa bor- ist um mjög alvarlegar óeirðir og vænta menn þess, að hinni nýju stjórn takist að koma i veg fyrir, að innanlandsfriðinum verði spilt. — Don Miguel Azana hefir mikla reynslu sem stjórn- málaleiðtogi og hann hefir áð- ur gegnt forsætisráðherraem- bættinu. Þegar þjóðþingið kom saman 14. júlí 1931 (að af- stöðnum kosningum) var aðalhlutverk þess að semja nýja stjórnarskrá, en vegna viðtækra breytinga snertandi trúarleg mál, beiddist Zamora þáverandi forsætisráðherra lausnar, en Azana myndaði þá stjórn með þátttöku flestra gömlu ráðherranna. (United Press. — FB.). Mjög auknar skipa> smídar á IBretlandi. Atvinna hefir aukist mjög í breskum skipasmíða- stöðvum að undanförnu, meðfram vegna skipapant- ana breska flotamálaráðuneytisins, en í ráði er að byrja smíði samtals 57 herskipa á yfirstandandi ári. — Einnig eru Bretar að smíða mikið af skipum ann- ara tegunda, stór farþegaskip, botnvörpuskip o.s.frv. London í febr. Vegna minkandi vöruflutn- inga á sjó varð feikna mikið at- vinnuleysi, eins og kunnugt er, í breskum skipasmíðastöðvum á undangengnum kreppuárum. Nú hefir atvinna á skipasmíða- stöðvunum aukist svo mjög á ný, að aldrei hefir verið eins mikið verkefni fyrir hendi í skipasmíðastöðvunum síðan 1930. Það er jafnvel talið lik- legt, að á fyrsta fjórðungi yf- nstandandi árs verði samanlögð smálestatala skipa, sem lileypt verður af stokkunum í breskum skipasmíðastöðvum, hærri en gmálestatalan fyrir alt árið 1935. Undanfarnar vikur hafa skipasmiðir, sem sumir hverjir liafa ekki haft neina atvinnu ár- um saman, flykst til skipa- smiðastöðvanna við árnar Tyne, Tee og Wear. Vinnuaukningin er aðallega vegna pantana breska flotamálaráðuneytisins, en breski flotinn ætlar að láta smíða 57 ný herskip, sem ann- aðhvort hefir verið eða verður byrjað á nú á yfirstandandi ári. En viðskiftabatinn i skipa- smíðastöðvunum var þegar haf- inn árið sem leið, eins og má t. d. sjá af því, að samanlögð smá- lestatala skipa, er smíðuð voru i skipasmiðastöðvunum við Tyne, Tee og Wear, var 128.000 1935, en að eins 88.000 1934. Á níu dögum komu pantanir eigi alls fyrir löngu til nokkurra skipasmíðastöðva í Newcastle fyrir fimm stór farþegaskip. Furness skipasmíðafélagið hef- ir 10 skip í smíðum, þar af sjö fyrir sovét-stjórnina. I skipa- smíðastöðvum við Tee er verið að smíða 21 skip nú og i stöðv- unum við Wear 28, I sumum skipasmíðastöðvunum eru margir nýir togarar í smíðum. (United Press—FB). RáöhePM- fundupí Flopentz. Austurríski utanríkismála- ráðherrann og Suvich, ítalski ráðherrann, á fundi í Florentz. London 20. febrúar. Frá Florentz er símað, að austurríski utanríkismálaráð- lierrann hafi átt viðtal við Su- málaræ Mapgup vill fá $,af litiu lofí4. Fjármálaráðherrann flutti f jármálaræðu sína í gær á fundi í sameinuðu Alþingi. Mönnum gat ekki dulist það, að ráðherr- ann fyndi talsvert til sín, þegar hann var að gera grein fyrir hinni „glæsilegu“ afkomu ríkis- búskaparins á síðasta ári. Á- heyrendur voru ekki í nokkur- um vafa um það, að hann þætt- ist eiga að telja til mikillar þakkarskuldar lijá þjóðinni, fjnir ráðsmensku sína. Samkvæmt yfirliti því, sem ráðherrann gaf yfir tekjur og gjöld rikisins á árinu, ætti að verða tekjuafgangur í reksturs- reikningi að upphæð 7—8 hundruð þúsund krónur. Og samanborið við afkomu undan- farinna ára, kvað ráðherrann það mikla framför og mjög á- nægjulega niðurstöðu, jafnvel þó að ekki hefði orðið komist lijá nokkurum greiðsluhalla, þegar öll kurl voru komin til grafar, þannig að % miljón kr. vantaði á fullan jöfnuð tekna og gjalda. En sá hængur er á þessu að þessi „glæsilega“ afkoma, er engan veginn eins glæsileg, og ráðherrann vill láta sýnast. Á haustþinginu 1934 voru tollar og skattar hækkaðir um 2—3 miljónir. Og mönnum virðist nú í rauninni, að ríkisstjórnin hafi ekki unnið til neins sér- staks þakklælis, þó að hún liefði getað lagfært eitlhvað rekstrar- afkomu rikisins með slikri hækkun á sköttum og tollum. Hinsvegar er það nú svo, að þrátt fyrir þessa skattaliækkun hefði alt setið í sama farinu um afkomu ríkissjóðs, ef ekki liefði komið stórkostlegur lival- ieki á fjörur ríkisstjórnarinnar á þessu ári, en það var afnám aðflutningsbanns á sterkum, á- fengum drykkjum. Á árinu 1935 urðu tekjur rík- issjóðs af innfluttu áfengi, toll- ur og verslunarágóði, ríflega helmingi meiri en gert hafði verið ráð fyrir í .f járlagaáætlun- inni. Tolllekjurnar 620 þús. kr. og verslunarágóðinn 860 þús. kr. meiri. Ef rilcissjóði hefði ekki áskotnast þessi tekjuauki, samtals nál. IV2 miljón króna, liefði orðið 7—8 hundruð þús. kr. tekjuhalli í stað tekjuaf- gangs á rekstrarreikningi og um 2 milj. kr. greiðsluhalli á rík- isbúskapnum. Og hefði fjár- málaráðherrann þá liaft af litlu að stæra sig. Það er áfengisnautn lands- manna á síðastliðnu ári, sem bjargað hefir ríkissjóði frá greiðsluþrotum, en livorki fjár- málaspeki Eysteins Jónssonar ■né fyrirhyggja sljórnarflokk- anna. En jafnvel þó að afkom- an hefði raunverulega orðið eitthvað skárri þetta síðastliðna ár, en þau undanfarin eyðsluár, sem framsóknarmenn og sócial- istar hafa ráðið lögum og lof- um í þinginu, þá væri það svo vicli, undir-utanríkismálaráð- lierra Ítalíu. Yiðtalið fór fram i gær og stóð yfir í fjórar klst. í tilkynningu, sem birt var að loknu viðtalinu, stóð, að það hefði farið fram til þess að ræða vinsamlega ýms mál, sem Aust- urríki og Ítalíu varða og vanda- mál þau, sem á döfinni eru, yf- irleitt, en tilgangurinn með við- ræðunum hafi einvörðungu ver- ið til skilningsauka og betri kynna. (United Press. — FB.). sem ekki lieldur sérstaklega þakkarvert. Að því hlýtur vænt- anlega að koma, að neyðin kenni þeim að hafa einhvern liemil á eyðslufýsn sinni, þó að þess sjáist enn lítil merki. En afkoma síðasta árs ætti þá frek- ar að verða þeim til varnaðar, en til þess að miklast af. Þeir verða að láta sér skiljast það, að það er að engu leyti fyrir til- verknað þeirra, að alt „slamp- aðist“ þó af í þetta sinn. Og fjármálaráðherrann verður fj'rst og fremst að láta sér skilj- ast, að það er ekkert allsherjar lijálpræði, að áætla gjöld ríkis- sjóðs nógu hátt! Hann var mjög upp með sér af því, að árið 1935 hefði verið minni munur á áælluðum gjöldum og raunverulegum greiðslum ríkis- sjóðs en nokkru sinni áður. En að hvaða haldi hefði það komið, ef ríkissjóði liefði ekki áskotn- ast hinn stórkostlegi og óvænti tekjuauki, sem stafaði af áfeng- iskaupum landsmanna? ¥rá Álþingi í gær. Þingfundur var aðeins í sam- einuðu þingi og voru tvö mál á dagskrá: 1. Kosning í utanrikismála- nefnd, 2. Frumvarp til f járlaga 1937. Fyrst var tekið fyrir 2. mál dagskrárinnar. Fjármálaráð- lierra hélt að vanda yfirlitsræðu um fjárliaginn og lýsti af- komu ársins 1935 eftir bráða- birgðayfirliti. Samkvæmt 22. gr. er ríkis- stjórninni veitt heimild til ým- issa úlgjalda, þar á meðal til að bæta tveimur dómurum íhæsta- rétt. Fjármálaráðherra komst að þeirri niðurstöðu að herða þyrfti enn á innflutningsliöftun- um til að ná liagstæðari greiðslu j öf nuði. Magnús Guðmundsson talaði fyrir hönd sjálfstæðismanna og henti á að stefna ríkisstjórnar- innar í fjármálum væri sihækk- andi fjárlög. Taldist honum að liækkunin frá 1934 væri orðin 40 lcr. á hvert mannsbarn á landinu eða 200 kr. á 5 manna fjölskyldu. Ef ríkisstjórninni liefði ekki viljað til það fjár- málalega happ að bannlögin voru afnumin, mundi afkoma ársins 1935 liafa orðið önnur. Sjálfstæðismenn væru vinir allra framfara, en vildu því að- eins leggja i þær, að þjóðin væri þess megnug fjárhagslega að framkvæma þær, því ef þjóð eyði yfir efni fram, eða fram yfir framleiðslu, blasi ekki ann- að við en gjaldþrot. Af liálfu bændaflokksins töl- uðu Hannes Jónsson og Þorst. Briem. Ifannesi þótti misrétti vera beitt i úthlutun vegafjárins og gjörði samanburð á framlagi til vega í Dalasýslu, Vestur-IIúna- vatnssýslu og StraiiC|b£ýslu. Þorsteinn Briem tók 1 sama streng og taldi að stjórnin hefði sýnt hlutdrægni og liefndarhug til lieilla héraða með því að strika út fé til vega. Hann benti á það að stjórnin sýndi litla sparsemi í mannahaldi við Á- fengisverslunina, því þar væru 40 starfsmenn, enda væri það brennivíninu (þ. e. sterku drykkjunum) að þakka að stjórnin hefði lifað fjárhags- lega, og jafnframt lýsti hann á- takanlega þvi böli, sem áfengið leiddi yfir þjóðina. Fjármálaráðherra reyndi að svara ræðum þessum og var síðan málinu frestað og visað til fjárveitinganefndar. Tekjur höfðu orðið ............................... kr. 15.769.000.00 Gjöld ............................................ — 15.263.000.00 Tekjuafgangur kr. 506.000.00 Samkv. 21. gr. fjárlagafrumvarpsins 1937 eru áætlaðar: T e lc j u r: Skattar og tollar ............................ kr. 12.205.000.00 Tekjur af ríkisstofnunum og fasteignum .... — 2.635.310.00 Tekjur af bönkuin og vaxtatekjur .............— 507.070.00 Óvissar tekjur ............................... — 50.000.00 Samtals kr. 15.397.380.00 Gj öld: Vextir ....................................... kr. 1.522.000.00 Borðfé konungs ................................... — 60.000.00 Alþingiskostnaður og endurskoðun ..................— 250.920.00 Til ríkisstjórnarinnar ........................... — 490.446.00 Til dómgæslu og lögreglustjórnar o. fl.....— 1.566.620.00 Til læknaskipunar og lieilbrigðismála .............— 693.642.00 Vegamál, samgöngur á sjó, vitamál og hafnarg. — 2.676.752.00 Kirkju- og kenslumál ............................. — 1.922.987.00 Til visinda, bókmenta og lista ................... — 189.060.00 Til verklegra fyrirtækja ......................... — 3.123.850.00 Til almennrar styrktarstarfsemi ...................— 1.554.700.00 Til eftirlauna og styrktarfjár ....................— 315.280.00 Óviss útgjöld .................................... — 100.000.00 Rekstrar afgangur .............................. —- 931.123.00 w;! Samtals kr. 15.397.380.00 Þar að auki eru, samkv. sjóðsyfirliti: Afborgun af lánum ....................... Til eignaraukningar ríkisstofnana ....... Til byggingar nýrra vita ................ Lögboðnar fyrirframgreiðslur ............ — 1.351.265.00 — 135.000.00 — 65.000.00 — 10.000.00 Kr. 1.561.265.00 Sé þar dregið frá: Rekstrarafgangur ............. kr. 931.123.00 Fyrningar og innborganir......— 454.051.00 — 1.385.174.00 verður greiðsluhalli .... kr. 176.091.00 Utanríkismálanefnd: Hannes Jónsson óskaði eftir því að bændaflokkurinn fengi sæti i nefndinni. Forseti gaf fundarhlé til þess að hægt væri að bera það undir floklcana. Að því loknu óiskaði forsætisráð- herra þess að kosning nefndar- innar færi nú fram, en ákreðið yrði síðar hvort bætt skyldi manni í nefndina. Ólafur Thors formaður sjálf- stæðisflokksins lýsti því yfir, fyrir flokksins hönd að hann væri því samþykkur að bænda- flokkurinn fengi sæti í nefnd- inni. — Hannes spurði forsætis- ráðherra, hvort yfirlýsing lians væri fyrir báða stjórnarflokk- ana, og svaraði hann þvi neit- andi. IJannes óskaði þá yfirlýs- ingar jafnaðarmanna, og svar- aði atvinnumálaráðlierra fyrir þeirra hönd, samhljóða fram- sóknarflokknum. Fór síðan kosningin fram þannig: Ólafur Thors, Pétur Magnússon, Magnús Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, IJéðinn Valdimarsson, Stefán Jóh. Stefánsson og Jónas Jónsson. Útvarpsfréttir. Gísli Sveinsson kvaddi sér hljóðs áður en fundi var slitið og talaði um hve nauðsynlegt væri að útvarpsfréttir væru skýrar, greinilegar og hlutlaus- ar og vel fluttar. j Hann áleit réttast að Alþingi skipti sér meira af þessu en ver- ið liefði, helst að forsetar og. skrifstofan, réði hverju væri út- varpað og hver flytti fréttirn- ar í útvarpinu. Forseti taldi öll tormerki á þvi sökum annríkis. Engin á- kvörðun var tekin í þessu máli. Öllum umræðum á þinginu var útvarpað. Ný frumvörp. Lögð voru fram þessi frum- vörp: Frumvarp til 1. um meðferð einkamála í héraði. Flm. Bergur Jónsson og St. Jóh. Stefánsson. Frumvarp til 1. um breyting á 1. um útflutningsgjald. Flm. Páll Þorbjörnsson. Frumv. til 1. um breyting á 1. um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi. Flm. Páll Þorbjörnsson, Jónas Guð- mundsson. Frumv. til laga um breytinga á 1. um útsvör. Flm. Jakob Möller, Páll Zópliónías- son. Frumv. til 1. um eyðingu svartbaks. Flm. Þorsteinn Þor- steinsson. Elsa Sigfúss. Kaupmannahöfn 19. febr. Einkaskeyti. FÚ. Islensku söngkonunni, Elsu Sigfúss, var forkunnarvel tekið í Erlangen í Þýskalandi, þar sem hún söng alt-sóló i Mess- ialis Hándels i liáskólakirkj- unni. Stærsta blað borgarinnar ritar t. d. á þessa leið um söng liennar: „Ungfrú Elsa Sigfúss liafði verið fengin liingað til Erlangen til þess að syngja þelta alt-sóló hlutverk. Ilún liefir mjög fagra og þróttmilda rödd, og ræður yfir svo þroskuðum stil i söng sínum, að liin mikla tónfegurð í þessu verki Hándels naut sin framúrskarandi, í með- ferð hennar“. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.