Vísir - 24.03.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 24.03.1936, Blaðsíða 3
VlSIR Til Ólafs Thors. ----o---- (Hrynlienda). Undir norðurljósa lundum lögðust að mér fjötra brögðin. Stiinið vona storkið hrími struku liastar, kaldar vastir. Skyldan beina brást í liildi, , batt og Iinekli sókn á brattann. — Ðrafnar niður dáð að jafna, dundar helst að eigin pundi.' Dáðir þarna doða háðar dingla léltar ráðs í vingli. Þyngja lög á þjáðra pyrtgjum, þykir bót að slíkum hótum. Undantekning ertu fundinn, enginn líkur þér að gengi. Fyltir þú með frama stiltum ferlegt skarð í mínum garði. Hugur knýr á kraftar víra, kliðar svo á þakkar miði: Disir sem i dimmu lýsa dreifi húmi ljóss með veifum; gegnum-þræddar geisla megni gæfu þínar dáðir hæfi. ; NafniS þitt á tiðar tafni tengist rósum auönu gengis! Jón frá Hvoli. 4 Ólafur Oddsson Ijósmyndari andaðist í gær. Hann var mörg- um að góðu kunnur hér i bæ, greindur maður og fróður um niargt. Fals og hrekkur? Emil Jónsson, bæjarstjóri í Hafnarfii'ði, fékk samþykta til- lögu, á borgarafundinum þar á dogunum, þess efnis meðal ann- ars, að skora á rétla hlutaðeig- endur að lækka mjólkurverðið nú þegar. Tillagan var um margt annað en mjólkurverðið, en var sam- þykt vegna áskorunarinnar um lækkunina. Hún hefði að öðrum kosti vafalaust verið feld. — Annar socialisti krafðist þess mjög eindregið á sínum tima, að mjólkin yrði lækkuð í verði, þannig að hún yrði komin niður i 35 aura eigi siðar en 1. janúar 1935. Hann sagði frá því í óspurðum fréttum, að hann ætláði sér að bregða fæti fyrir stjórnina, er á þing kæmi, ef þetta yrði ekki gert. — En enginn ansaði þeim manni og ekki hefir mjólkin lækkað i verði. Og nú kemur Einil bæjar- stjóri og ráðleggur kjósöndum sinum í Hafnarfirði að krefjast þess, að mjólkin vcrði lækkuð i verði tafarlaust. Kjósendurnir verða greiðlega við ósk bæjarstjórans og krefj- ast þess með bonum, að mjólk- Urverðið lækki. Og þar við situr. Margir dagar eru liðnir síðan er Emil bað kjósendur sina, verkafólkið í Hafnarfirði, að hjálpa sér í baráttunni fyrir ’sekkun mjólkurverðsins, en enginn veit lil ]iess, að nefndur Emil sé neitt farinn að gerá í því, að kröfu hans og kjósenda hans verði sint. Hafnfirskir borgarar ætli að fara að spyrja manninn að því, hvort stjórn mjólkursamsöl- lInnar bafi ekki ansað honum eða hverju hún hafi ansað, er hann fór á fund hennar og krafðist þess, fy rir sína liönd °g þeirra, að mjólkurverðið j’rði lækkað tafarlaust. Eg er nú ekki viss um, að kmil hafi meint neitt mcð lil- ^ðgu sinni um það, að mjólkur- verðið yrði að lækka. Og mig grunar líka að Emil V|U það, að ekki muni til neins fara fram á lækkun. En kví er hann þá að bera fram tillögu um málið og hiðja kjósendur sina að sam- þykkja hana? — Var lillagan ara fals og hrekkur? Var nið- uHagið, um mjólkurverðið, bara ^eU íil þess, að veiða menn til ^Sis við hina vitlausari liði Ullögunnar? Sumum hefir dottið það í . §• Og það mun koma á dag- áður en langt um líður, vaða afrcksverk Emil vinnur í j'|álinu. Fátæklingarnir hér og í Mnarlirði munu ekki gleyma j^korun“ Emils og minna á hana við og við, ef hann þUr að svikja. — Hann cða i^r socialista-broddarnir ráða Vjj.áUu sem þeir vilja. — En jgiU. lJeir mjólkurverðið þ — Það kemur i ljós Borgari. Utan af landi Ólafur Árnason í Akurey, Landeyjum, látinn 101 árs og 8 mánaða að aldri. (FÚ) 23. mars. I gær andaðist Ólafur Árna- son Akurey i Landeyjum 101 árs og 8 mánaða gamall. Hann var fæddur að Bjólu 17. ágúst 1831. Arið 1864 kvæntist hann Önnu Gísladóttur frá Sumar- liðabæ. Ólafur var fjörmaður og karlmenni. Hann gekk að bú- skap níræður og las á bók þang- að til hánn var 98 ára gamall. Fótavist hafði hann þar til hann var rúmlega 100 ára gamall. Ólafur stundaði búskap og bjó góðu búi, þar til hann misti konu sína 1891. Síðan hefir hann dvalið hjá börnum sínum. Síðustu árin hefir hann dvalið hjá Ólafi syni sínum í Akurey. Línuveiðari strandar. Enskur línuveiðari, Hilaria frá Grimsby strandaði á laug&r- dagsnótt vestan Kúðaóss. Menn úr landi komu fljótlega á strandstaðinn. Komu skips- menn línu á land og björguðust allir ó henni til lands, fjórtán að tölu. Dimmviðri var, er skipið strandaði. Linuveiðarinn er sagður gamalt skip og ekki bú- ið loftskeytatækjum. Búist er við, að skipið liðist í sundur fljótlega. Skipbrotsmennirnir eru væntanlegir til Reykjavíkur bráðlega. Dómur fyrir smygl. Hafnarfjörður 23. rnars (FÚ) Smyglvörur þær, er fundust í botnvörpungnum Júní reynd- ust að vera 29 flöskur af sterk- um vinum og 118 öskjur með 50 vindlingum í hverri. Annar kyndari skipsins, Ágúst Ágúsls- son, kannaðist við að eiga vör- ur þessar og hafa ætlað þær til sölu. Var liann dæmdur í lög- reglurétti Hafnarfjarðar í dag í 3200 kr. sekt, svo og til vara 82 daga einfalt fangelsi. Vörurnar voru gerðar upp- fækar. Heimild frá lögreglunni í Hafnarfirði. Snjóflóð. — Símabilanir. ísafjörður 23. mars. (FÚ). Símskeyti frá ísafirði barst póst- og símamálastjóra í dag þess efnis að Súðavík tilkynni, að þar séu reknir 6—8 brotnir símastaurar, og að líklegt sé tal- íð að snjóflóð hafi fallið á Snæ- fjallalínuna milli Æðeyjar og Sandeyrar. — Ennfremur barst frá Borðeyri símskeyti þess efn- is, að linur á Laxárdalsheiði séu slitnar og flæktar vegna ísingar, og að ekkert hafi verið hægt að aðhafast í dag vegna óveðurs. FÚ. 23. mars. Póst- og símamálastjóra barst í dag simskeyti þess efnis að snjóflóð hefði tekið af 3 síma- staura um 3 km. sunnan við Þrasastaði. — Víðar hafa fallið snjóflóð í undanförnum óveðr- um og valdið nokkru tjóni. Hólmavíkurpósturinn, sem menn óltuðust um, kominn fram. Króksfjarðarnes FÚ. 23. mars. Hólmavíkurpósturinn, sem lýst var eftir í útvarpinu í gær- kvöldi er kominn fram. — Hann fór síðastliðinn fimludag frá Stað í Hrútafirði áleiðis til Króksfjarðarness, en lenti í liríð á Krossárdal og var veðurteplur i 3 daga að Kleifum við Gils- fjörð, og komu engar fregnir af lionum allan þann tíma. — Pósturinn kom til Ivróksfjarð- arness kl. 7 í morgun. Fundur í Húsmæðrafélagi Reykjavíkup. Fundur í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur var haldinn í Oddfellowliúsinu i gærkveldi. Frú Guðrún Lárusdóltir setti fundinn og' skýrði fundarkon- um frá því, hvernig stjórnin hefði skift með sér verkum. Því næst tók frú Guðrún Jónasson til máls og lýsti á- nægju sinni yfir, að sjá svo margar konur saman komnar. Sneri hún siðan máli sinu að vefnaðarvöruskorti bæj ar- manna. Sagði hún, að þetta væri mál, se.ni tæki til reyk- vískra húsmæðra. Frú Guðrún Lárusdóttir íók í sama sti'eng og sagði, að mestu vandræði væru að klæða ung- börn, vegna algers skorts á þeim efnum, sem lil þess þyrfti. Hefðu fátækrafulltrúarnir slæma reynslu af því. Frú Jónina Guðmundsdóttir mintist á, að grænmeti og á- vextir væru einnig af skornum skamti. Frú Guðrún Lárusdóttir sagði frá því, að Alþingi liefði veitt fjármálaráðherra leyfi til að undanþiggja nokkrar vöru- tegundir, svo sem grænmeti o. fl„ 25% tolli, en ekki vissi hún til, að heimild þessi liefði ver- ið notuð. Bar frú G. L. þá fram eftir- farandi fundarályktun: „Húsmæðrafélagið telur það illa farið, hve lítil ítök hús- mæður hafa um afskifti á inn- flutningi á nauðsynjavörum heimilanna, allra helst þá vefn- aðarvörum ýmiskonar og vör- um til fatnaðar. Sökum stöðu sinnar í þjóðfélaginu og á heimilunum, hljóta liúsmæður yfirleitt að liafa gleggra auga fyrir þörfum heimilanna, held- ur en karlmenn alment; telur því húsmæðrafélagið lieppilegt að hlutaðeigandi yfirvöld lilut- ist til um, að húsmæður fái aðstöðu til beinna afskifta af þessum málum.“ Var ályktun þessi siðan bor- in undir atkvæði og samþykt í einu liljóði. Þvi næst flutti dr. Gunnlaug- ur Claessen fróðlegan og skemtilegan fyrirlestur, sem hann vildi helst nefna „Mas um mat“ og þökkuðu fundarkonur lionum með lófaklappi. Nokkrar konur tóku til máls um ýmisleg efni, svo sem frú Ragnliildur Pétursdóttir, frú Sigríður Sigurðardóttir og frk. Þuríður Sigurðardóttir, sem sagði frá skrííilegri tilsögn í skyrgerð, sem birtist í danska blaðinu „Hjemmet“, ásamt fleiri upplýsingum um mat- aræði og háttu íslendinga, sem birtisf í sama blaði. Því næst var sest að kaffi- drykkju og að siðustu skemtu jungfrúrnar Guðrún og Lára Sigurbjörnsdætur með söng og hljóðfæraslætti. Var þá komið fast að mið- nætti og liafði fundurinn far- ið hið besta fram. Var þá fundi slitið. London, 23. mars. FÚ. 13 manna nefndin. Fundur 13 manna nefndar- innar var haldinn í St. James liöll í London í dag. Á fundin- um varð það að samkomulagi, að Senor Madariaga og Joseph Avenol skvldu kynna sér möguleikana fyrir ]>ví, að fá Ítalíu og Abessiníu til að ræða um friðarsamninga innan vé- banda Þjóðabandalagsins. Leiðrétting. í sunnudagsblaði „Vísis“ 16. f. m. birtist grein eftir Jósef Jónsson frá Melum, sem liann nefnir: „Frá Þorbergi „snikk- ara“. Er Þorbergur þessi bor- inn allmiklu lofi sem hagyrð- ingur, og nokkurar visur teknar því til sönnunar; ennfremur er vilnað í „Beinakerlingavisur“ lil jieirra Magnúsar R. Olsen á Þingeyrum og Jósefs Skapta- sonar í Hnausum. En af einskærri nærgætni við blygðunarsemi nútímafólks er beinakerlingarvísunum slept, og má lelja það skaða, áð minsta kosti fvrir „hagyrðhiginn“, þar eð svo virðist sem hann hafi ekki notið sín til fulls í sýnis- hornunum. t I söniu grein minnist höf. á það, „er Jósef Skaptasyni var bönnuð þingseta sumarið 1853 og honum vísað heim i hérað sitt.“ Var leitt að höf. skyldi ekki gera frásögn sinni þar fyllri skil, en að áegja að þingmann- inum liefði verið bönnuð þing- sela og vísað heim, ekki síst vegna þess, að frásögnin um heimvísunina er alröng. Því Jósef Skaptasyni var aldrei vís- að lieim af þingi, en honum var bönnuð þingseta 1853, sem mun hafa stafað af því, að hann var of frjálslyndur í skoðunum og harður gegn erlenda valdinu, eins og kom fram á þjóðfund- inum 1851. Hitt tekur Jósef Jónsson svo upp hjá sjálfum sér sem sögulega staðreynd, að því er ætla má, því sannleikur- inn horfir öðruvísi við. Föstudaginn 1. júlí 1853 var þing sett, og var kosníng vara- þingmanns Húnvetninga borin undir atkvæði og feld með 11 ,á móti 7. Urðu þá nokkurar um- ræður um bann amtmanns við þingsetu J. Skaptasonar, og sýna þær ljóslega, að læknirinn hefir ekki komið lil Reykjavík- ur til þingsetu 1853, og þar af leiðandi aldrei verið vísað heim. Máli þessu til sönnunar skulu tilfærðir kaflar úr ræðum þing- manna: '■ J. P. Havstein: „Orsökin til þess, að þingmaður Húnvetn- inga mætir hér ekki er sú, að eg, sem amtmaður hans, hefi bannað honum að vera svo lengi fjarvcrandi frá umdæmi því, sem hann á að gegna sem læknir.-----“ Konungsfulltrúi: „Amtmaður- inn i norður- og austur-amtinu skýrði mér bréfega frá, að liann hefði sig neyddan til að banna alþingismanni Húnvetninga, lækni J. Skaptasyni, að fara liingað á þing og eiga þingsetu hér í sumar. Þetta verð eg að álíta sem löglega hindrun, þar eð eg ei get annað álitið, en að læknirinn væri skyldur að hlýða yfirboðara sínum; ég kallaði þvi varaþingmann Húnvetninga til Alþingis; og seinna liefi eg feng- ið bréf frá lækni J. Skaptasyni, hvar í hann tjáist ekki geta komið til Alþingis i sumar, þar hann álíti sér skylt, að hlýða amtmanni sínum.“ Af þessu er auðsætt, að J. Skaptason hefur ekki liugsað til þingsetu sumarið 1853, að mótteknu, banni amtmanns, livað þá komið suður til Alþing- is. Orðin „visað lieim í liérað sitt“ í áður nefndri grein eru því lúalega villandi og al-röng, hvort sem það stafar af van- þekkingu eða óvandvirkni. Höfundarins vegna vil eg þó ekki álíta annað en að hér hafi vanþekkingin orðið óvandvirkn- inni yfirsterkari, því það upp- lýsist (í ræðu J. Sigurðssonar, forseta), að J. Skaptason hefir komið til Reykjavíkur sumarið 1853, og mun höf. í fáfræði sinni hafa sett þá ferð læknis- ins i samband við þingkosningu hans. Skal svo ekki fjölyrða um þetta frekar, en æskilegt væri, þegar skrifaðir eru sögulegir þættir, að böfundar þeirra létu ekki imyndunaraflið lilaupa með sig í gönur, heldur liéldu sér svo við sannleikann, að ekkert þyrfti sannara að reyn- ast en frásagnir þeirra. Henrik Thorlacius. Veðrið í morgun: í Reykjavík 4 stig, Bolungar- vík —2, Akureyri 1, Skálanesi 3, Vestmannaeyjum 7, Sandi —1, Kvígindisdal —1, Iiesteyri —3, Gjögri —2, Blönduósi 1, Rauf- arliöfn 1, Skálum 1, Fagradal 2, Papey 3, Hólum í Iiornafirði 8, Fagurhólsmýri 7, Reykjanesi 3. Mestur liiti hér í gær 8 stig, minstur 3 stig. Úrkoman 2.6 mni. Yfirlit: Víðáttumikil lægð vestan við Bretlandseyjar. Hæð fyrir norðan og norðvestan land. Horfur: Suðvesturland: Norðaustankaldi. Sumstaðar dálítil rigning. Faxaflói: Stinn- ingskaldi á norðaustan. Viðast úrkomulaust. Breiðafjörður, Vestfirðir: Allhvass norðaustan. Dálítil snjókoma. Norðurland: Stinningskaldi á norðaustan. Dálítil snjókoma eða slydda. Norðausturland, Austfirðir, suð- austurland: Austangola. Rign- ing öðru hverju. Skipafregnir. Gullfoss fór liéðan i gær- kveldi áleiðis til útlanda. Lagar- foss fór héðan í gærkveldi á- leiðis til Austfjarða og úllanda. Goðafoss er í Revkjavík. Fer næstkomandi fimtudag áleiðis til Hull og Hamborgar. Detti- foss fer frá Hull i kveld áleiðis til Vestmannaeyja. Brúarfoss fer frá Kaupmannahöfn í fyrra- málið áleiðis til Leith. Selfoss er á Ieið til Álaborgar. Lyra kom í nótt frá Noregi. Esja var á Raufarhöfn í-morgun. G. s. ís- land kom að vestan .og norðan í morgun. Max Pemberton fór á veiðar í nótt. Færeyskur kútt- er kom í gær með niann veik- an af mislingum. Kári kom af upsaveiðum í morgun. Laxfoss var á Grundarfirði í gær. Var dimmviðri og brið þar siðdegis í gær og víðar þar vestra, svo að í kauptúnum sást vart til næstu liúsa. Föstuguðsþjónusta i fríkirkjunni annað kvöld kl. 9.05, sr. Arni Sigurðsson. Tím- anum breytt aðeins í þetla sinn vegna útvarpsins. Báts frá Njarðvíkum er saknað. Var útvarpað skeytum um hann i gærkveldi. Sennilegt er talið, að báturinn hafi tafist vegna vélbilunar. Er þetta 12 tonna mótorbátur frá Siglufirði og heitir „Haraldur“. Happdrætti Háskóíans. Endurnýjun til 2. flokks hefst í dag. Dregið verður í 2. fl. þ. 11. apríl. SlMI MEÐ FJARSÝNISÚTBÚNADI. í tilefni af kaupstefnunni i Leipzig opnaði v. Eltz-Riiben- ach, póst- og samgöngumálaráðherra, sima- og fjarsýnislínuna Leipzig—Berlín. Vegalengd milli borganna er rúml. 200 k.; viðtalsbil kostar 3,50 ríkismörk. — A myndinni sésl talklef- inn í Hardenbergstrasse í Berlín.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.