Vísir - 06.04.1936, Blaðsíða 4

Vísir - 06.04.1936, Blaðsíða 4
VlSIR (1 Bæjarfréttir (I Framhald af 3. síöu. „Til trúmanna og trúleysingja‘'. Svo nefnist nýútkomiiin hæklingur eftir Jóhann Hann- esson. Er ritgerð J. H. svar við trúmála-rugli Péturs G. Guð- mundssonar, er flutt hafði verið í útvarp fyrir skemstu, en síð- an prentað. Létu vist flestir litt yfir, þeir er á Pélur þenna hlustuðu og töldu að erindi lians hefði verið svæsin árás á kristindóminn, enda hefir Al- þýðuhlaðið liælt því mjög. — t>að hefir heyrst að senda eigi Pétur til Rússlands bráðlega og mun hann vel fallinn til slíks ferðalags. — Menn ætti að lesa ritling Jóþanns Ilannessonar. Næturlæknir er í nótt Björn Gunlaugsson. Sími 2232. — Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfja- húðinni Iðunni. Útvarpið í kveld: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,00 Útvarp frá Alþingi: Framh. 1. umr. fjárlaga fyrir 1937 (eld- húsumræður) (til kl. 24,00). — Eitthvað nálægt 1% mil- jón króna. Já, það er sorglega dýrt, — en það er heldur ekki að búast við því ódýrara. Ann- ars ætlar vegamálastjóri að láta gera kostnaðaráætlun samkv. fossamælingum mínum á síð- astliðnu suniri. — En hefir Akureyrarkaup- staður nokkuð að gera með slika rafstöð, þegar hann get- ur nú bjargast við 3—4 hundr- uð hestafla stöð? — Það er nú einmitt verið að leita þetta fyrir sér vegna þess, að gamla stöðin nægði ekki. Vaxandi iðnaður krefst máttugri aflgjafa, og alt bend- ir til þess, að það eigi fyrir Akureyri að liggja, að verða voldugur iðnaðarbær áíslensk- an mæíikvarða! —quis. ITILK/NNINGAU Það kostar minst að fara í Sundhöllina á Álafossi um pásk- ana. Þar er best bað og leik- völlur til skemtana. (175 Selveiðiskipinu „Tiking“ bjargað. Síðastliðinn föstudag dró fiskibáturinn Bliki til liafnar á Siglufirði selveiðaskipið Víking frá Tromsö. Hafði skipið mist skrúfu 25. f. m. í hafís norðvest- ur af Jan Mayen og varð síðan að bjargast á seglum. Skipið var tvo sólarhringa að komast suð- ur úr ísnum. Þann 31. f. m. hrepti það fárviðri og stórsjó og misti þá bát sinn, en hleypti undan veðrinu og kom undir land 2. þ. m. Skipshöfn líður vel. Skipið liafði næstum enga veiði, enda var það nýkomið norður í ísinn, er það varð fyr- ir áfallinu. Skipsverjar sáu hvergi ís á leiðinni frá ísrönd- inni. Skipið liafði með sér auka- skrúfu og biður nú viðgerðar. Fiskvart hefir orðið á trillu- báta í Siglufirði, mestur afli 500 kg. FÚ. Vestmannaeyjum 6. april FÚ. í Vestmannaeyjum var i gær tregur afli á þá báta, sem komnir voru að um kl. 17,30. — í gær liöfðu mestan afla: ísleifur 35.800 kg. — skip- stjóri Andrés Einarsson, Lagar- foss 22,300 kg. — skipstjóri Þorsteinn Gíslason og maí 20,150 kg. — skipstjóri Sigur- jón Jónsson. Afli ísleifs er mest- ur afli, sem einn bátur hefir fengið í einum róðri á þessari vertíð. Línuveiðarinn Jarlinn kom í dag til Vestmannaeyja til þess að kaupa bátafisk. -—- Fjöldi er- lendra veiðiskipa leitaði þar hafnar í dag. Veðurbliða var í dag og undanfarið, enda róið hvern dag. VlKINGSFUNDUR í kveld. — Inntaka, myndasýning o. fl. ; (195 STÚKAN VERÐANDI nr. 9. Fundur annað kveld kl. 8. Inntaka. Upplestur o. fl. (194 ÍTATAf-rUNDItl Spenna af samkæmiskjól tap- aðist í eða við Oddfellowhúsið síðastl. föstudagslcveld. Skilist í veititigasal Oddfellowhússins. (176 kkenslaE Bréfaskriftir á þýsku og ensku annars Jón Á. Gissurar- son, Marargötu 3. Sími 2340. Heima kl. 2—6. (211 EHUSNÆEll TIL LEIGU: Kjallarinn, Tryggavötu 6, (nú Matstofan) er til leigu frá 14. maí. Uppl. í síma 4721. (115 Sólrík, Iítil liæð, 3 herbergi og eldhús, til leigu. Sími 2129.(197 Herbergi til leigu fyrir ein- hleypa, reglusama. Laugavegi 28 D (196 Forstofuherbergi til leigu 14. maí á Týsgötu 6. (188 Til leigu í miðbænum 14. maí 3 herbergi og eldliús, sérmið- stöð og sérhað. — Uppl. í síma 3523. (213 6 herbergja íbúð, með nú- tíma þægindum, til leigu frá 14. mai. Uppl. á Laugavegi 66 B. i(212 Til leigu sólrík stofa, 14. mai, með eða án húsgagna. Túngötu 20. Sími 3626. (202 Stór stofa til leigu. Aðgangur að eldhúsi getur komið til mála. - Uppl. í síma 2159. (201 2 herbergi og eldliús, í sólrík- um kjallara, til leigu 14. mai. — Uppl. á Ásvallagötu 25. Sími 2683. , (217 ÓSKAST: 3 lierbergi og eldliús óskast 14. maí, sem næst Nýlendugötu. Uppl. i síma 4443 frá kl. 3—7. (142 2- (ev. 3-) Værelses Lejlig- lied med Kökken, Centralvarme og Badeværelse önskes til 15. Maj af dansk Farmaceut. Billet, merkt: „Central“, modtager Bladets Kontor. (178 Tvö herbergi óskast 14. maí. Uppl. hjá Ásgeiri Jónssyni, Bún- aðarfélagi íslands. Sími 3110. ____________________(182 Eitt eða tvö góð herbergi með forstofuinngangí, húsgögnum og nauðsynlegum þægindum, óskast um tveggja mánaða típia. Tilþoð, auðkent: „Eitt eða tvö herbergi“, leggist inn á afgr. ■ blaðsins. (218 'Wodehouse: DRASLARI. 1^8 ---Mér er vitanleg'a ókunnugt um það, hvað þér kunnið að hafa af yður brotið, herra Skinn- er. En mipnist þess, að eg er á yðar bandi. Eg vona að það reynist betra en ekki neitt. — Þér eruð einhver besti maðurinn, sem eg hefi kynst. Og cg trúi varía öðru, en að mér muni hepnast að frelsa yður — jafnvel þó að þér hafið unnið til fangelsisvistar. — Eg óttast ekki fangelsin, svaraði lierra Crocker. — Og það eru þvi miður litlar líkur til, að eg verði svo stálheppinn að lenda i ein- hverju þeirra. Kona ein mikil fyrirferðar og sköruleg gekk nú í stofuna. Hún nam staðar á miðju gólfi og litaðist um. — Hún fór sér að engu óðslega, en að lokum virtist henni verða ærið starsýnt á lierra Crocker. Hún kannaðist bersýnilega við þetta málaða andlit, en hikaði þá um sinn. — — Kannist þér við skepnuna? spurði ungfrú Trimble. — — Bingley! Aðkomukonan sagði þetta eins og við sjálfa sig. — | — Er þetta sá sem þér leitið að? — Já. Þetta er eiginmaður minn, sagði frii Crocker. / — Hann verður ekki liandtekinn fyrir þá sök eina, að vera maðurinn yðar, sagði ungfrú Trimble. — Sé svo, að skjátan hafi ekkert fyrir sér gert annað en það, að ganga að eiga yður og slrjúka s.vo frá yður, þá sé eg ekki að eg liafi hér meira að gera. — Það var bersýnilegt, að' ungfrii Trimble mundi .þýkja uppskeran í rýrasta lagi. Hún nöldraði fyrir munni sér: , —- Þetta er eitthvert leiðinlegasta og ómerki- legasta verkið, sem eg liefi fengist við um mína daga. Eg var beðin að koma hingað og liafa nánar gætur á glæpainannaflokki, en svo þegar til á að taka, þá er þetta hreint ekki neitt. Bara ómerkilegur grimudansleikur.ómerkilegrar fjöl- skyldu! Það er alt og sumt og svei því öllu sam- an. — Hún benti á Jimmy og sagði fyrirlitlega: Þetta kvikindi þykist vera sonur grímu-púk- ans. — Hvað er hæft í þvi? Frú Crocker svaraði: — Þessi ungi maður er stjúpsonur minn, Jimmy Crocker. Ann Chester liljóðaði lágt, en ungfrú Trim- ble rak upp öskur mikið og sagði því næst: — Svei ykkur öllum aftan og framan! Og nú ætla eg að fara. — Eg get átt það á hættu, að þér finnið upp á því að fullyrða, að eg sé dóttir yðar! — Þið eruð öll hringa-vitlaus og ekki þess verð, að kastað sé á ykkur kveðju! Að svo mæltu rauk hún út um gluggann og hvarf samstundis. r 25. kapítuli. Frú Crocker horfði á eftir henni og hristi Stór stofa eða 2 minni lier- bergi og eldhús eða eldhúspláss, óskast 14. maí. Tilboð, merlct: „Góð umgengni“, leggist inn á afgr. Yísis fyrir þriðjudags- kvöld. (181 2—3 herbergi og eldhús með nútíma þægindum óskast í aust- urbænum 14. maí n. k. Ilelst með laugavatnshita. Tilboð leggist inn á afgr. Vísis, auðlcent „3 í heimili“, fyrir 9. þ. m. (179 Tveggja eða þriggja lier- bergja íbúð, i nýtísku húsi í austurbænum, óskast til leigu 14. maí. 3 fullorðið í heimili. Góð umgengni og ábyggileg greiðsla. Tilboð leggist inn á afgr. Vísis, merkt: „15. apríl“. i (215 Óska eftir 1 berbergi, með eldunarplássi sem gas fylgir. — Tilboð, merkt: „Eldri hjón“, sendist Vísi. (210 1 herbergi og eldhús óskast strax. Uppl. í síma 2359. (209 Lítil ibúð óskast; einnig stór forstofustofa. Uppl. i síma 4846. (205 Lítil íbúð óskast 1. eða 14. mai. Tilboð, merkt: „Framtíð“, sendist Vísi. ^ (204 Óska eftir lítilli íbúð 14. maí helst 2 herbergi og eldhús. 3 i heimili. Fyrirframgreiðsla. Til- boð, merkt: „M.“ sendist Vísi fyrir 9. þ. m. (200 2 til 3 herbergi og eldhús ósk- ast 14. maí, sem næst miðbæn- um, má vera í sólríkum kjall- ara; Skilvís greiðsla. Þrent full- orðið í heimili. Tilboð, merkt: „13“, sendist Vísi. (199 Séríbúð óskast, 2 herbergi og eldhús, Uppl. í síma 2500. (185 ftVINNAfl Hraust og barngóð telpa, 13— 14 ára, óskast. Uppl. á Bræðra- borgarstíg 23 A. (177 Loftþvottar. Sími 2042. (27 Viðgerðir á öllum eldhús- áhöldum og einnig á olíuvélum og regnhlífum. Fljótt af liendi leyst. Viðgerðarvinnustofan, Ilverfisgötu 62. (93 Unglingstelpa óskast á Leifs- götu 6. (216 Góður unglingur óskast í vist strax. Uppl. á Öldugötu 57. (208 Tek að mér hreingerningar í húsum. Uppl. í síma 3814. Til viðtals, Njálsgötu 23, uppi. — Sigvaldi Jónasson. (69 Loftþvottar. Sími 1781. (688 Saumastofan, Hafnarstr. 22 saumar kven- 0g barnafatn- atS eftir nýjustu tísku. - Gluggahreinsun. Sími 4488. (71 Takið eftir. Tek að mér lirein- gerningar. 1. flokks vinna. Sími 4967. , (192 Stúlka, vön eldhúsverkum og matreiðslu, óskast í vist 14. maí. Uppl. á Bergstaðastræti 80, uppi. (190 Stúlka, vön matartilbúningi, og innistúlka, sem þarf lielst að kunna dönsku, óskast 14. mai: Sendiherra Dana. , (184 Hraustur og duglegur inaður, vanur mjöltum, getur fengið at- vinnu frá maílokum. — Uppl. í síma 2577. (183 KKAIPSKAPURI Fornsala á fatnaði, kvenna og karla, er á Ve.sturgötu 3. Sími 4923. Fatapressan. (171 Eins og að undanförnu verð- ur best að kaupa verkamanna- skó með bíldekksólum. Gúmmí- vinnustofan, Laugavegi 22 B. (172 Úrval af fallegum, tilbúnyin kvenblússum. Verð frá 10 til 26 krónur. Saumastofan Uppsöl- um, Aðalstræti 18. Hildur Si- vertsen. (173 Geng í hús og' krulla, einnig lieima. Guðfinna Guðjónsdóttir, Tryggvagötu 6, uppi. Sími 2048. (174 Ódýpt. — Ódýrt. Export (L. David) 65 aura st. Bón, allar teg., 85 aura dósin. Stangasápa 50 aura stöngin. Kristalsápa 50 aura V2 kg. Ágæt handsápa á 25 aura stk Brekka, útibú, Njálsgötu 40. Sími 2148. (803 Ódýr liúsgögn til sölu og not- uð tekin í skiftum. Hverfisgötu 50. Húsgagnaviðgerðarstofan. (537 Barnakerra til sölu. Uppl. á Þórsgötu 28 A. (191 Nýkomið mikið úrval af ný- tísku efnum i fermingarkjóla. Saumastofan Laugaveg 12. — Sími 2264. (628 Pantið í tíma, í síma 3416. — Kjötverslun Kjartans Milner. (757 Fopnsalan, Hafnarstræti 18, kaupir og sel- ur ýmiskonar húsgögn og lítið notaða karlmannafatnaði. — Sími 3927. Fasteignasalan, Austurstræti 17, annast kaup og sölu fast- eigna. Viðtalstími 11—12 og 5—7. Símar 4825 og 4577 (heima). Jósef M. Thorlacíus. (198 Barnavagn lil sölu á 35 krón- ur. Uppl. á Freyjugötu 10, efstu liæð. (198 Af sérstökum ástæðum eru til sölu notuð húsgögn. Freyju- götu 45. (193 Til sölu með tækifærisverði 4ra lampa Philipstæki, klæða- skápur, 2 rúmstæði, náttborð, servanlur og borð. Ránargölu 10 (kjallara). (189 Mahogni-skápaskrifborð (stórt) til sölu eða skifta fyrir annað minna. Sími 4824. (187 Kaupið blað Helgu Sigurðar- dóttur um tækifærisrétti, með ágætum myndum. Kostar 1 kr. (186 Hefi fengið nokkur karl- mannafataefni. Læt sníða og sauma karlmannaföt. 1. flokks vinna. Leví, Bankastræti 7. (180 Til sölu ágæt heyskaparjörð austan fjalls. Semja þarf fyrir páska. Jónas H. Jónsson, Hafn- arstræti 15. Sími 3327. (214 20£) ' ’V S8 iRogjn -IS3A '6161 !UIIS -uosspunuigní) imíjsuji }S[ýjjaguigJ!A ’|udaí[ -uies u[[B jm[0[iif| ‘n[sgrajggcis ugðg -í[Cl BJllB gg B IUJ9B[10AC[ X!T BjnB 0L V -lípungai JB[[B ‘}J[I[.IofuiS ’}[d bjub gg B HJU4 M N f ‘0 ‘P 4 nuifps SiA •BUBJ[SBd JIJAJ IIJOA B.IA[)C) EJ gB B ]S()}[ I>[I9J BJ9g umf[iA SIA 90S) — uoA uignqiofyi '8fff bujis •buiii 1 gpuBj uBqsjou ‘jn[joiJB>[Sigæs -pi JBiægy •jnijqjJBqsigæsjfi FÉLAGSPRENTSMIÐJAN höfuðið. Því næst sneri hún sér að manni sín- um, þóttafull og ógnandi. Röddin var livöss og hörð sem stál: — Jæja, Bingley. , -— Já, kæra Eugenia, svaraði Bingley. — Svo að þú ert þá hérna, skepnan! — Já, sagði herra Bingley Crocker. — Og skammast þín ekki fyrir framferði þitt ? — — Nei, svaraði herra Crocker. . Frúin byrsti sig enn meira: — Viltu segja það aftur frammi fyrir eigin- konu þinni, að þú skammist þín ekki? — Já, sagði herra Crocker. — Eg lield þú sért ekki með fullu viti, mað- ur! — — Eg var víst eitthvað tæpur, sagði herra Crocker, meðan eg var austur iá Englandi, en nú er ekkert að mér. Herra Pett líkaði þetta hið besta. Hann von- aði, að Crocker mundi spjara sig dálítið að þessu sinni. Hann liafði nú tekið konu sinni tak og þessi var auðsjáanlega ekki hótinu betri. Og Crocker hafði lært mikið á þessari nóttu. Hann hafði séð herra Pett brjótast lil valda á heimilinu. — Hann leit aðdáunaraugum á herra Pett og einsetti sér að reyna að feta í fótspor hans. — Frú Crocker horfði á bónda sinn og mun hafa hugsað sér, að beygja hann og buga með augnaráðinu einu saman. , En hún sá þess þó engin merki, að það mundi ælla að lakast. Þá sótti hún enn í sig veðrið og mælti þungum ásökunar-rómi: — Eg spvr þig, syndum spilti maður: Hverj- ar málsbætur liefir þú fram að bera þér til varnar? — — Mætli eg biðja þig, Eugenia, að vaða ekki alvog ofan í mig, því að nú ætla eg að taka lil nials. — Þú! sagði frúin og hörfaði ósjálfrátt aftur á bak. — Ætlar þú að fara að tala? — Heldur hefi eg hugsað mér það, svaraði herra Crocker. —■ — — Ja — guð sé oss næstur! Margt kemur nú fjuir í veröldinni! — En það ætla eg bara að segja, að mér þykir það ansans-ári hart, ef hver og ein lieybrókin, sem maður tekur upp af götu sinni------ — Svona — svona —greip herra Crocker fram í — hægan, kona góð, og lengra aftur á bak.------ Og frúin hörfaði enn nokkur skref aftur á bak. — Svo gusaðist út úr henni: ( — Og þetta leyfir þú þér, Bingley---- þú — auðnuleysinginn — allsleysinginn, sem eg misk- unnaði mig yfir og tók upp af götu minni! —' Hvilík ósvífni! — Hvílík liryllileg ósvífni oé vanþakklæli! Crocker rétti úr sér og mælti: — Þú spurðir um málsbætur. Hiustaðu nú ^ mig, þvi að nú ber eg fram vörnina. — Eg — eg skal reyna að leggja það á 1111 að hlusta, sagði frúin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.