Vísir - 07.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 07.04.1936, Blaðsíða 3
VlSIR Skipun ppestakalla* Eg rakst niður í þinghús núna einn daginn. Þar var þá fyrir gamall kunningi minn og sá eg að liann var að lesa eitt- hvert þingplagg. Eg spurði hvað það væri og sagði hann mér þá, að það væri eitt af afkvæmum Jörundar, nefnilega svokallað nefndarálit um „frumvarp til laga um skipun i)restakalla“. — Eig hefi einhvern veginn „haft það á tilfinningunni“, að Jör- undur væri heldur óvinveittur kirkjum, klerkum og kenni- dómi. Ekki mun það þó stafa af því, að Jörundur hafi ekki þurft að nota presta, svona rétt eins og liver annar, til ýmislegra embættisverka utan kirkju, en um kirkjugöngur hans veit eg ekkert. Kunningi minn lét illa yfir nefndaráliti Jörundar og þeirra tveggja manna, sem undir það höfðu skrifað með honum. Það voru þeir Páll Zophoníasson og Jónas Guðmundsson. Og hann hauðst til að gefa mér þetta einstaka plagg, ef eg hefði ekki fengið það áður. Eg þá boðið og stakk nefnd- arálitinu i vasann. Og þar hefir það legið þangað til nú i dag, að eg rakst á það og las það. Höfundurinn (sjálfsagt Jör- undur) þykist vera vinur prest- anna og vilja hlynna að þvi, að trúmálalíf þjóðarinnar blómg- ist. Og hann heldur að besta ráðið til þess, að svo megi verða, sé það, að liafa prestana sem allra fæsta. Hann vill þó ckki taka þá af lifi beinlínis, því að liann fullyrðir, að það sé ein- lægur vilji sinn, að þeir geli „lifað af“. (Sbr. „gengið af“ um útigangshross). — En hann vill hafa prestana sára-fáa, svo að þeir „geti gengið upp í starfi sínu“! Og ennfrem- ur segir liann að „fyrsla skilyrðið fyrir trúmálalífi í hverri sókn sé áhugi prests- ins.“ Og þess vegna vill liann svifta sem allra flestar sóknir presti sínum! Hann segir að með þvi sé trúmálalífinu bein- línis greiði gerður! Og niður- staðan af bollaleggingum höf. verður sú, að kristnihaldi þjóð- arinnar sé það fyrir bestu, að prestarnir sé sem allra fæslir, svo að þeir hafi ofboðlítið svig- rúm til þess, að „ganga upp í starfi sinu.“ En sé nú þetla rétt hjá Jör- undi — að kristnihald þjóðar- innar græði einna mest á því, að prestar sé sem fæstir og ókunn- ugastir andlegum þörfuin safn- aðanna, nema rétt í grend við heimili sjálfra sin — væri þá ekki, samkvæmt þessum hugs- anaferli mannsins, alveg tilval- ið, að fækka læknum um helm- ing, eða ]iar um bil, í þeirri von og vissu, að líkamlegt heilsufar þjóðarinnar mundi stórbatna við ]m breytingu? Ef andlegar þarfir manna fá fullnæging og svölun við sem mest prestaleysi, mundi þá ekki líkamleg hreysti og heilbrigði græða mjög á þvi, að læknar væri sem allra fæst- ir? Og mundi þá ekki lika best fyrir alþýðumentunina og ment- un þjóðarinnar yfir höfuð, að skólarnir væri sem allra fæstir? S. Oslo, 6. apríl. Karbid-framleiðsla í Noregi. ^erið er að mynda norskt fé- lag til karbid-framleiðslu á Notodden og verður reist ])ar úý verksmiðja í því skyni. Á- ætluð ársframleiðsla er 10.000 smálestir. 50 menn fá atvinnu i Verksmiðjunni. (NRP. — FB.). Hátföamatinn ættu allir ad kaupa hjá Sláturfélagi SuOurlands. Nýslátrað: Grísakjöt,alikálfakjöt og nautakjöt af ungu. Nýreykt: Hangikjötið viðurkenda og margskonar bjúgu. Fryst: Dilkakjöt og r júpur. Nýtt rjómabússinjör, nýorpin egg, niðursuðuvörur, fjölbreytt úrval og margt fleira. Gerið svo vel og pantið tímanlega, — spikdregnar rjúpur fyrir hádegi á miðvikudag. — Matardeildin Hafnarstræti 5, sími 1211. Kjötbdðin Týsgötu 1, sími 4685. Matarbiiöin Laugaveg 42, sími 3812. Kjötbiið Sólvalla Sólvallagötu 9, sími 4879. Kjötbdð Ansturbæj ar Laugavegi 82, sími 1947. ' "i* Smásöguv frá ýmsum löndum Eftir ónafngreindan höfund. Sögurnar eru bygðar á sönnum viðburðum úr lífi höf. sjálfs. Sumar þeirra lýsa áhrifaríkum atburðum, er hver fullorðinn maður man og veit að eru bókstaflega sannir; aðrar fjalla um sérkennilega menn, er höf. seg- ist hafa mætt hingað og þangað, og eru sumir þeirra á lífi enn. — Hér mun margur hitta gamla kunningja. Bókin er nýkomin í bókaverzlanir. Húsbyggingar á krepputímnm. Iðjuhöldar og kaupsýslu- menn í Canada vilja að rík- isstjórnin hefjist handa til þess að hrinda af stað stór- feldum húsbyggingaáform- um, að dæmi Breta. Frá því er sagt í canadiskum blöðum, að iðjuhöldar og kaup- sýslumenn í Canada hafi stofn- að með sér félagsskap til þess að vinna að því að sambands- stjórnin í Oltawa fari að dæmi bresku sljórnarinnar í þvi að koma húsnæðismálum þjóðar- innar í gott horf með því að stuðla að því, að húsbyggingar geti hafist um land alt í stórum stíl. Eélag það, sem liér um ræðir nefnist „Prosperity Housing Association“. Telja fé- lagsmenn, að með því að ráðast i liúsbyggingar i stórum stil, muni atvinna aukast svo mjög, að um betri kreppuráðstöfun en þessa geti vart verið að ræða. Félagið hefir m. a. farið þá leið, að auglýsa sein mest tilgang sinn. Hafa birtst heilsíðu aug- lýsingar í stærstu blöðum lands- ins um markmið félagsins. Er því haldið fram, að hægt væri að draga úr alvinnuleysinu að stórmiklum mun og koma í veg fyrir, að skuldir einstakra fylkja og sambandsríkisins haldi á- fram að aukast, ef ráðist væri í að framkvæma stórfelda liús- byggingaáætlun að breskri fyrirmynd. , „Það er liægt að láta 600.000 menn“, segir i einni auglýsingu félagsins, „sem nú eru atvinnu- lausir, fá atvinnu, ef af fram- kvæmdum verður í þessa átt, til þess að reisa 55.000 ný íbúðar- hús víðsvegar um landið.“ Félagið gerir ráð fyrir, að þörf sé á að smíða 25.000 ný liús á ári, vegna fólksfjölgunar- innar í landinu, og til þess að koma i veg fyrir húsnæðisskort. Félagið rökstyður íillögur sínar m. a. með því að benda ó hversu Bretum liafi orðið á- gengt með áformum sinum á þessu sviði. Þeir segja, að það sé ein af höfuðástæðunum fyrir því, hversu atvinna liefir aukist og velmegun manna á Bret- landseyjum að undanförnu, að hafist var handa um að fram- kvæma hina stórfeldu húsbygg- ingaáætlun stjórnarinnar. Enn- fremur bendir félagið á, að ' ar ýmsu fylkjastjórnir í Canada eyði árlega 145 milj. dollara vegna atvinnuleysismálanna, aðallega til þess að sjá atvinnu- leysingjunum fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. En meðan svo fari fram, aukist og skuldir sambandsríkisins stórkostlega á ári hverju. Félagið heldur því ennfremur fram, að það sé ekki hægt að híða eftir því, að kreppan haldi á brott. „Það verður að hefjast handa um að draga svo um muni úr kreppuáhrifunum og hælta að verja fé til þess, sem engan arð gcfur. Ekkert mun hafa eins viðtæk og stórkostleg álirif til þess að auka velmegun landsmanna eins og það, að koma af stað framkvæmdum i stórum stíl ó sviði húsbygginga- málanna, eins og gert hefir ver- ið á Bretlandi“. a. Oslo, 6. apríl. ítalir á leið til Addis Abeba? Þar sem ítalir hafa nú, sam- kvæmt opinberri ítalskri til- kynningu náð Quoram á sitt vald, er talið, að ]ieir muni ckki sæta verulegri mótspyrnu á leið sinni til Addis Abeba. -— (NRP. — FB.). | BæjarCréttir | Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykja- vik 3 stig, Bolungarvík 3, Ak- ureyri 6, Skálanesi 4, Vest- mannaeyjum 5, Sandi 2, Kvíg- indisdal 2, Ilesteyri 3, Gjögri 3, Blönduósi 3, Siglunesi 4, Raufarhöfn 2, Skálum 4, Fagra dal 6, Papey 6, Hólum í Horna- firði 4, Fagurhólsmýri 4, Reykjanesi 3. Mestur hiti hér í gær 8 stig, minstur 3. Úrkoma 1.9 mm. Sólskin 0.2 st. Yfirlit: Alldjúp lægð fyrir norðan land á lireyfingu austur eftir. Iíorf- ur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland: Hvass vestan og síðar útnorðan. Éljagangur. Kaldara. Norðausturland: Vax- andi vestan átt i dag, en geng- ur í útnorður með snjókomu í nótt. Austfirðir, suðaustur- land: Vaxandi vestan átt. Úr- komulaust. Skipafrejgnir. Gullfoss fer frá Leith í dag áleiðis til Vestmannaeyj a. — Goðafoss er á leið til Hull frá Hamborg. Dettifoss er á ísa- firði. Lagarfoss er í Kaup- mannaliöfn. Selfoss er á leið til landsins frá Gautaborg. — Af veiðum liafa komið eftir- taldir togarar: Hannes ráð- herra með 145 tn„ Hilmir með 109, Bragi með 105, Belgaum með 107, Gyllir með 107, Tryggvi gamli með 121, Bald- ur með 102. — Hekla kom frá Spáni í gær með 400—500 tonn af vörum hingað. Auk þess er skipið með salt, sem mun eiga að fara til Vestmannaeyja. — Lyra kom í morgun. Esja var á Blönduósi í gærkveldi. Lax- foss fór til Borgarness árdeg- is í dag og kemur aftur i kveld. Smygl-tilraun. Við tollskoðun í dönsku flutningaskipi, e.s. Crusaa, scm kom til Keflavíkur i gær, með salt, fundust 50 vínflöskur og um 5000 vindlingar. Engin grein liafði verið gerð fyrir þessu og mun hafa verið til- gangurinn, að smygla þessu á land. Verkakvennafél. Framsókn lieldur fund i kveld kl. lx/z í Iðnó uppi. Rætt verður um fé- lagsmál. Ásg. Ásgeirsson al- þingismaður flytur erindi. — Konur eru heðnar að fjöl- menna. Til auglýsenda. Lesendur Vísis eru beðnir að athuga, að auglýsingar, sem fciga að birtast í blaðinu á skír- dag (n. k. fimtudag), þurfa að afhendast skrifstofu blaðsins á morgun fyrir kl. 7 eða í prent- smiðjuna fyrir kl. 9 annað kveld. — Auglýsingar í næsta sunnudagsblað (páskablaðið) þurfa að afhendast skrifstof- unni, eða í prentsmiðjuna, ekki seinna en kl. 10 f. h. á morgun. Ný drengjabók. „Litlir flóttamenn“ nefnist ný drengjabók, eftir ICristian Elster yngra, þýdd af Árna Óla blaðamanni. Sagan grein- ir frá tveimur ungum drengj- um, er mistu foreldra sína, og lentu í ýmsum raunum og æv- intýrum, en alt fór þó vel að lokum. Gullverð isl. krónu er nú 49.28. líarlakór K. F. U. M. endurtók samsöng sinn síð- astl. sunnudag við ágæta að- sókn. Var söngmönnum klapp- að óspart lof í lófa, og urðu að endurtaka sum lögin. Vafa- laust syngur kórinn einu sinni enn, en ekki er ráðið hvenær. Um páskahelgina er hvergi betra að koma en í sundliöll Álafoss. Þar fá menn best bað og menn auka lífs- orku sína í liinni góðu sund- laug á Álafossi. — Allir að Álufossi Úm páskana. Sund- laugin vérður opin alla daga, — nema föstudag frá kl. 6 síð- degis. Fundur verður haldinn i U. M. F. Vel- vakandi í kveld kl. 8ýó, i Kaup- þingssalnum. íslenskir miðstöðvarofnar. Sigurlians Hannesson, sem um langt skeið liefir verið starfsmaður lijá h.f. Isaga, lief- ir sótl um einkaleyfi fyrir nýja tegund af miðstöðvarofnum (2 gerðum) úr stálþynnum, sem hann hefir fundið upp. Ofna þessa er auðvelt að smíða og telur Sigurhans og ýmsir, er hafa skoðað sýnishornin og kynt sér uppfundningu hans, að slíkir ofnar mundu jafngóð- ir til hitunar og samskonar miðstöðvarofnar erlendir, og auk þess eru þeir sambærileg- ir að útliti. Ofnar af þessari gerð mundu verða nokkuru ó- dýrari en erlendir miðstöðvar- ofnar. Enn liefir ekki verið hafinn undirbúningur að fram- leiðslu ofna samkvæml liug- mynd Sigurhans, en verði und- irtektir eins og hann býst við, verður bráðlega liafist handa i því efni. Silfurbrúðkaupsdag eiga í dag hjónin Steinunn Pétursdóttir og Gisli Þorsteins- son, skipstjóri, Ránargötu 29. Afmæli. Ekkjufrú Steinunn Jónas- dóttir verður 78 ára á morgun. Háskólafyrirlestur. í kveld flytur þýski sendi- kennarinn, dr. Iwan, fyrirlest- nr í háskólanum: „Berlin, vom Werden einer Millionstadt“. Fyrirlesturinn liefst kl. 8,05. Ástir og hjónabönd. Fyrirlestur sá, með þessu nafni, er Grétar Fells flutti hér Fornsalan, Hafnarstræti 18, selur með tækifærisverði: Ágæt Svefnherbergissett. Ivlæðaskápa. Kommóður. Borð- stofuborð og önnur borð. Rúm- stæði ýmiskonar. Dívana. Stóla. Karhnannafatnaði o. fl. SiluDgor glænýr. Nopdalsíshús Sími: 3007. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. i vetur oftar en einu sinni og við mikla aðsókn liefir nú ver- ið prentaður. Eru þar ýmis at- riði, er varða ásta1 lífið tekin til skynsamlegrar íhugunar, og vel og smekkvíslega á efni haldið. Tilkynning. Skiðafélag Reykjavíkur fer upp i Skiðaskálann um bæna- dagana og páskadagana, eins og hér segir: Miðvikud. 8 apr. kl. 2 V Skírdag 9. apr. ; — 9 f.h. Föstud. 10. apr. — 9 f.h. Laugard. 11. apr. — 19 1. páskad. 12. apr. — 9 f.h. 2. páskad. 13. apr. — 9 f.h. Farmiðar verða seldir lijá lir. kaupm. L. II. Miiller á mið- vikudag og laugardag, ennfrem- ur hjá afgreiðslu Steindórs á Skírdag og fyrsta páskadag, að eins frá kl. 20 til 21. Það skal tekið fram, að félagar mega alls ekki bjóða með sér gestum upp í Skiðaskálann um bæna- dagana og Páskana, og eru fé- lagar beðnir að sýna skirteini við innganginn. STJORNIN. Fólk ætti að kynna sér erindið, einkum yngri kynslóðin. Höf. er manna prúðástur í riti og þarf enginn að ætla, að hann beri á borð klám eða annan óþverra. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.