Vísir


Vísir - 14.04.1936, Qupperneq 3

Vísir - 14.04.1936, Qupperneq 3
VlSIR ið 1931 tók hann sæti í sam- steypuráðuneyti Ramsay Mac- Donalds (þjóðstjórninni) og var falið að fara með utanrík- ismálin. Því starfi gegndi hann þar til i júni 1935, er hann varð utanríkismálaráðherra, en þá hafði Stanley Baldwin tek- ið við forsætisráðherraem- bættinu. Dómarnir um Sir Jolin, sem utanríkismálaráðherra voru af- ar ólíkir, eins og tíðast þegar um framúrskarandi stjórn- málamenn er að ræða. Sumir hlóðu honum lofkesti, aðrir létu eigi linna árásum á hann. Ýms- ir halda þvi fram, að með störf- um sínum í stjórnarskrárnefnd- inni hafi Sir John ótvírætt sann- að, að liann sé mikill stjórn- málamaður. Aðrir liafa fordæmt hann sem stjórnmálamann vegna af- stöðu hans til vígbúnaðarkrafa Þjóðverja 1932 (jafnréttiskröf- urnar). Smnir hafa haldið þvi fram, að Sir John Simon sé gáfaður maður, rökfastur og á- gætlega lögfróður, en hann skorti hugmyndaflug til þess að njóta sín sem stjórnmálamaður. Hann er af flestum talinn kaldlyndur. Það streymir engin hlýja frá honum til þeirra, sem hann kemst í kynni við í stjórn- málalífinu, og það kann að hafa valdið miklu um, að hann nær eigi persónulegum tökum á ýmsum, sem hann kemst í kynni við, og þarf að liafa liðsnot af, en einkanlega gætti þess, þegar um erlenda stjóra- málamenn var að ræða. Bretar þekkja hann og skilja liann bet- ur og vita flestir, að undir hinu kalda yfirborði slær heitt lijarta. Sir John ferðaðist mikið mörg undangengin ár. Hann fór til Bandaríkjanna ár- ið 1930 og til Suður-Ameriku (Rio de Janeiro), til Indlands, sem fyrr segir — og liann fór iðulega til ýmissa borga á meg- inlandi álfunnar, oft flugleiðis. Yar stundum skopast að þessu í blöðunum, og Sir Jolin kall- aður ráðherrann, sem var „í þann veginn að fara eða í þann veginn að koma“. Þegar Sir John var orðinn innanríkismálaráðherra i stjórn Stanley Baldwin’s i fyrra tók hann sér fyrir hendur að endur- skoða löggjöf Breta um afbrot barna og unglinga og fyrirskip- aði víðtækar rannsóknir á þessu sviði. Sir John lagði mikla á- herslu á, að þeirri stefnu yrði fylgt, að sýna börnum og ung- lingum, sem leiðst hefði út á afbrotastigu, hina fylstu nær- gætni, og að komið væri sem allra mannúðlegast fram við þau. Og hann lagði drög til þess að gefinn væri sérstakur gaum- ur að velferðarmálum þeirra barna og unglinga, sem tilheyra hinum allra verst settu í þjóð- félaginu, öreigunum i skugga- hverfunum. En Sir John liefir frá upphafi gert sér ljóst, að Umbótastarfsemi í þessum greinum er bæði lagaleg og upp- eldisleg. Sir Jolin er fylgismaður Þjóðabandalagsins, sannur og einlægur. Hann er og fylgjandi þeirri stefnu, sem miðar að »sameiginlegu öryggi“. Hann bomst eitt sinn að orði á þessa leið: „Eg kalla sjálfan mig Þjóða- bandalagssinna. Ef ég ætti að gera grein fyrir þvi, hvað ég á við með orðinu. Þjóðabanda- iagssinni. mundi ég slcýra það ' þann veg, að þjóðabandalags- Sl,)ninn sé maður, sem eigi ein- vörðungu hefir þá trú og sann- ^eringu, að nauðsynlegt sé, 'eldur og gerlegt, að koma á Dýju heimsskipulagi, þar sem ‘iu siðbætandi öi'l í heiminum liafa ákvarðandi vald jfir sam- búðinni milli hinna ýmsu rikja lieims". Hið víðkunna tímarit Liter- ary Digest gerði í fyrra að um- talsefni traust hans og álit á Þjóðabandalaginu. Það vitnar í orð hans, er voru á þá leið, að voldugar þjóðir nú utan Þjóða- bandalagsins eða í þann veginn að fara úr því á löglegan hátt, gætu unnið gegn því með öllu sínu afli, en þær mundu reyna að það væri sterkt sem vígi, er eigi væri liæg't að vinna, og enn- fremur, að áhrif þess mundu verða stöðug og varanleg. Boð- orð þess er, sagði Sir John: „Látið frið ríkja“, og friður skal ríkja. Við annað tækifæri sagði hann, að þeir, sem tryði á friðinn, yrði að trúa á Þjóða- bandalagið. IJann talaði um Þjóðabandalagið sem verkfæri til þess að nota orku þjóðanna þeim sjálfum til verndar. Edward Price Bell, amerískur blaðamaður, víðkunnur, taldi Sir John mestan lagamann Bretlands núlifandi. Sir John er maður hár vexti og vel bygður, sviplireinn og fríður sýnum og unglegur á svip, þótt liann sé hvítur orðinn fyrir hærum. Hann er ekki félagslegur og spaugsyrði falla honmn sjaldan af vörum. Margir líta svo á, að hann liti niður á aðra, en svo er eigi, þótt ekki sé hann hópmenni. Sir John hefir alt af liaft mætur á íþróttum. Hann er skautamaður dágóður og golf- leikari í besta lagi. Skákmaður er hann og liefir mikinn áhuga fyrir þeirri göfugu íþrótt. Sir John kvæntist 1899 Ethel Mary Venables, en misti liana eftir nokkur ár. Ó1 hún honum son og tvær dætur. Árið 1917 kvongaðist Sir John konu að nafni Kathlyn Manning. Fjölda margir háskólar sæmdu Sir John doktorsnafn- hót í heiðurs skyni, m. a. liá- skólarnir í Oxford, Cambridge, Edinborg, Manchester, Leeds, McGiIl (Canada) og Columbia (New York, U. S. A.). Sir John’s Simon hefir eigi verið getið svo mjög i fréttum upp á síðkastið, enda vekja þau störf, er hann nú hefir með höndum, eigi eins mikla eftir- tekt og ulanríkismálaráðherra- störfin. En það er kunnugt, að hann lætur allmjög til sín taka innan stjórnarinnar, um þau mál, sem nú eru á döfinni (brot Þjóðverja á Locarnosáttmálan- um o. s. frv.). 0 Heteafell 59364147-IV./V.-2 Veðrið í morgun. I Reykjavík 8 stig, Bolungar- vík 2, Akureyri — 1, Skálanesi — 3, Vestmannaeyjum 5, Sandi 4, Kvígindisdal 2, Hesteyri 4, Gjögiá 1, Blönduósi 1, Siglu- nesi 0, Grímsey 1, Raufarhöfn 1, Skálum 1, Fagradal — 1, Papey 1, Hólum í Ilornafirði 3, Fagurhólsmýri 2, Reykjanesi 7. Mestur liiti hér í gær 10 stig, minstur 5. Sólskin 2,9 st. — Yf- irlit: Háþrýstisvæði yfir Islandi og Grænlandshafinu. Lægð norðan við Jan Mayen á hreyf- ingu suðaustur eftir. — Horf- ur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðaf jörður, Vestfirðir, Norð- urland, norðausturland, Aust- firðir, suðausturland: Hægviðri. Víðast úrkomulaust. Sumstað- ar þoka norðanlands. Skipafregnir. Gullfoss, Dettifoss og Selfoss leysir alla prentun fljótt og vel af hendi. Sími: 1640. eru i Reykjavik. Brúarfoss er á úlleið. Goðafoss er væntanleg- ur til Vestmannaeyja um há- degi á morgun. Lagarfoss er á leið til Djúpavogs frá útlönd- um. Esja kom úr strandferð á páskadag. Katla kom i gær frá Danmörku með cementsfarm. Reykjaborg kom af veiðum í morgun með 150 tn. Laxfoss fór til Borgarness í morgun. E.s. Lyra kom til Bergen kl. 5 í gær. — M.s. Dronning Alexand- rine er í K.höfn og fer þaðan 18. þ. m. áleiðis hingað með viðkomu í Færeyjum. Skíðafólk fór í liópum úr bænum bæna- dagana og um helgina. Helgi- dagana fjóra munu um 700 manns hafa dvalist i skiðaskál- anum. Á skírdag var skiðafæri heldur gott árdegis, enda frost um nóttina. Hina dagana var skiðafæri ekki gott. Skíðafólkið var hið ánægðasta og í skálan- um skemtu menn sér með ýmsu móti og fór þar alt hið besta fram. Skattstofan er flutt í Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. Hjúskapur. I gær voru gefin saman í hjónaband af síra Árna Sig- urðssyni, ungfrú Karen Irene Jörgensen frá Larvik í Noregi og Jón Bergmann Gíslason, kaupm. Heimili þeirra er á Freyjugötu 25. S. 1. laugardag voru gefin saman i lijónaband af síra Jóni Péturssyni prófasti, ungfrú Jó- hana Jóhannsdóttir, söngkona, og Baldur Johnsen, stud. med. Gengið í dag: Sterlingspund ........— 22.15 Dollar ......... ....... 4.49 100 ríkismörk .... — 180.27 — franskir frankar — 29.71 — belgur ......... — 75.94 — svissn. frankar . — 146.25 — lírur ............ 37.10 — finsk mörk .... — 9.93 — pesetar ........ — 62.12 — gyllini .......... 305.21 — tékkósl. krónur — 18.88 — sænskar krónur — 114.36 — norskar krónur — 111.44 — danskar krónur — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 49.21. Næturlæknir er í nótt Jón G. Nikulásson, Lokastíg 3. Sími 2966. Nætur- vörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kveld. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Þættir úr stjórnmála- sögunni 1896—1918, VII (Þor- steinn Gislason, ritstjóri). 20,40 Symfóníu-tónleikar: a) Brahms: Symfónía, nr. 2; b) Mozart: Pianó-konsert í d-moll; c) Stra- vinski: „Giftingin“. (Dagskrá lokið um kl. 22,30). Utvarpið árdegis á morgun. 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 Is- lenskukensla. 8,25 Þýskukensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Há- degisútvarp. 13,00 Garðyrkju- fræðsla, I: Um vermireiti (Ingi- mar Sigurðsson garðyrkjum.). 15,00 Veðurfregnir. Framtídar stada. Áreiðanlegur og reglu- samur piltur eða stúlka get- ur fengið atvinnu í kjötbúð. Þeir einir koina aðeins til greina, sem hafa unnið við verslun áður, eru reglu- samir og hafa áhuga fyrir starfinu. Tilboð, ásamt meðmælum, kaupkröfu og uppl. um aldur, sendist afgr. þessa hlaðs fyrir 17. þ. m. merkt: „Trúr“. Skógarmenn I Farið verður í heimsókn til Hafnarfjarðar annað kveld, miðvikud. kl. 7%. Þeir, sem ætla að fara, gefi sig fram við stjórnina í kveld kl. 8. — STJÓRNIN. Hernaðarlegar refsiaðgerðir. Berlín 15. apríl, FO. Á fundi bresku stjómarinnar í dag mun, að því er blaðið „Daily Telegraph“ segir, aðal- lega verða rætt um leiðir til að koma á sættum milli Italíu og Abessiniu. Blaðið kveður bresku stjórnina vera þeirrar skoðunar, að viðskiftalegar refsiaðgerðir gegn Italíu séu þýðingarlausar, en liernaðarlegar refsiaðgerðir geti þvi aðeins komið til mála, að allir meðlimir Þjóðabanda- lagsins taki þátt í þeim. Þá segir blaðið, að nokkrir af öflugustu meðlimum Þjóðabandalagsins liafi lýst sig reiðubúna til þátt- töku í hernaðarlegum refsiað- gerðum. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Áheit frá Sigurlaugu Guð- mundsdóttur Akranesi 10 kr., frá formanni Hallgrímsnefndar í Innra-Hólmssókn fyrir bækur, kr. 10,00. Afh. af Snæbirni Jóns- syni: Frá Pétri Ólafssyni, til minningar um konu sina húsfrú Ástríði Einarsdóttur 100- kr. (Minningabók kirkjunnar). Frá Magnúsi Jónssyni Sveinsstöð- um fýrir bækur 18 kr. samskot 4 kr„ frá Mattliiasi Helgasyni Kaldrananesi fyrir bækur 10 kr. Áheit 5 kr. Frá Jóni Engilberts- syni Grindavík fyrir bækur 24 kr. Álieit frg C 1 kr. Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson. Afvötnun. Matsölukonan: Eg verð að biðja yður að fyrirgcfa. Þorsk- urinn er víst nokkuð saltur i dag. — Kostgangarinn: Já, liann er brimsaltur! Óætur af salti! Það hefði ekki veilt af að senda hann „út í Danmörk“ til afvötn- unar, eins og nú er farið að tiðkast!, Eikarskrifbopð. Nokkur ný og vönduð eikar- skrifborð til sölu á kr. 125, með góðum greiðsluskilmálum. — Allskonar húsgögn smíðuð eftir pöntunum. Uppl. Grettisgötu 69, kl. 2—7. „Máttur söngsins“. hin ágæta söngvamynd, sem Grace Moore leikur aðalhlut- verkið og syngur i hefir vakið óskifta athygli hinna mörgu, sem séð hafa myndina. Þessi mynd liefir lilotið miklar viður- kenningar erlendis og verið sýnd við fádæma aðsókn og góða dóma víða um lönd. Þegar myndin var fyrst sýnd í Londont var Bretakonungur meðal kvikmyndahúsgestanna og Queen Mary. — Það er ætlan manna, að Grace Moore sé af íslenskum ættum komin i móð- urætt, en eigi veit sá, er þetta ritar hvað satt er í þeim efnum. iÉillgL; U xL' ; a* Bandalag kvenna heldur fund fimtudaginn 16. þ. m. (apríl) kl. 5 í Odd- fellowhúsinu, uppi. DAGSKRÁ: I. Hússt jórnarskólamál Reykjavíkur. II. Konur í lögreglunni. III. Önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Utanfélagskonur eru velkomnar á lundinn. STJÓRNIN. Sedlaveski, góð og ódýr. Litlar birgðir. Bdkaverslun Þdr.B.Þorlákssonar Bankastræti 11. Grænar Baunir. SpínaL Asparges. Snittubaunir, þurkaðar. Súpujurtir. Fæst i Harofiskur ágætur. TersL Visir. Hár við islenskan og útlendan bún- ing, frá 55—90 cm. lengd. Af- greitt eftir ósk, svo mikið eða litið sem vill. Hárgreiðslustofan PERLA Bergstaðaslræti 1. Sími: 3895. Fornsalan, Hafnarstræti 18, selur með tækifærisverði: Ágæt Svefnherbergissett. Klæðaslcápa. Kommóður. Borð- stofuborð og önnur borð. Rúm- stæði ýmiskonar. Dívana. Stóla. Karlmannafatnaði o. fl. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla gflaða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.