Vísir - 15.04.1936, Qupperneq 2
VISIR
Vopnahlé
í Abessiniu?
Viðræður Madariaga og Aloisi byrja í Genf í
^ag. ítalska stjórnin býst við, að fyrsta um-
ræðuefnið verði vopnahlé. — AIoisi má ekk-
ert gera upp á eigin spýtur.
„Samfylkingin" -
tákn sondriingarmnar!
London 15 apríl.
Samkvæmt fregnum, sem
United Press hefir fengið frá
Rómaborg telur ítalska stjórn-
in víst, að vopnahlé í Abessiniu
verði fyrsta umræðuefni þeirra
AIoisi, þjóðabandlagsfulltrúa It-
alíu, og Madariaga, er þeir hitt-
ast í dag (miðvikudag) í Genf.
Fregnir þessar eru frá mönn-
um, sem vanalega hafa nánar
fregnir af því, sem gerist hjá
stjórnarvöldum landsins. Jafn-
London 15. apríl.
Frá Varsjá er símað, að til
alvarlegra óeirða hafi komið
þar í borg í gær, í sambandi við
kröfugöngu atvinnulausra
verkamanna, er lögðu leið sína
til stjórnarbygginganna, í von
um að fá kröfur sínar teknar
til athugunar. Að fundarhaldi
kröfugöngumanna loknu hófst
ganga þeirra til stjórnarbygg-
mganna og segir lögreglan, að
kröfugöngumenn hafi ekki far-
ið friðsamlega, heldur hafi
menn úr flokki þeirra mölvað
rúður í kaffihúsum við götur
jiær, sem fylkingin fór um, og
enn er því haldið fram, að
Ötan af landí.
FÚ. 14. apríl
Lík fundið.
í gærmorgun fanst lik Halls
lieitins Steingrimssonar frá
Lálrum við Eyjafjörð — en
liann fórst ásamt föður sínum
í mannskaðaveðrinu 14. des.
siðastliðinn. Snjó hafði leyst
ofan af líkinu og lá það í fönn
í dæld nokkurri heint upp af
Knararnesi. Líkið var fyrir of-
an Svalbarðsstrandarveginn um
1 km. frá sjó og lá þar á grúfu.
Þess er getið til, að maðurinn
liafi verið á leið suður og ofan
hlíðina, því höfuðið vissi undan
brekkunni. Engin stígvél voru á
líkinu og hafa þau ekki fundist.
í vasa á klæðum líksins fanst úr
með brotnu glasi. Úrið hafði
stansað kl. 6. Líkið var borið í
kirkju að Svalbarði.
Isafirði, 14. apríl FÚ.
Skíðamet.
Skíðahlaupið, Fossavatns-
lilaup — 18 km. að lengd — var
háð í gær innan við ísafjarðar-
kaupstað. i
Fyrstur varð Magnús Krist-
jánsson frá skátafélaginu Ein-
herjum, 19 ára að aldri, 1 klst.
19 mín. 27 sek.
Annar varð Guðm. Hall-
grímsson frá skíðafélaginu, 20
ára að aldri, 1 klst. 20 mín. 34
sek.
Þriðji varð Bolli Gunnarsson
framt er þess getið, að stjórnin
muni líta svo á, að viðræður
þessar geti' að eins snúist um
grundvallaratriði friðarsamn-
inga, þar sem Aloisi hefir ekki
fengið neitt vald í hendur til
þess að semja fyrir hönd stjórn-
arinnar, heldur verður hann að
senda skýrslur jafnharðan til
Mussolini og hlíta skipunum
bans um alt, sem hann gerir.
(United Press—FB).
kröfugöngumenn hafi ráðist á
menn, sem voru gestir á fyrr-
nefndum stöðum. Lögreglan
hóf afskifti af þessu og lenti
nú brátt í alvarlegum óeirðum.
Beitti lögreglan vopnum og
greip loks til þess örþrifaráðs
að skjóta á mannfjöldann til
þess að dreifa honum. Full-
kunnugt er eigi um hversu
margir særðust, en vitað er að
sjö menn særðust svo, að þeir
eru í hættu staddir, en einn
maður beið bana af völdum
skotsárs. Margt manna særðist,
auk þeirra, sem að framan eru
taldir, en þó ekki alvarlega. —
(United Press—FB).
frá Einherjum, 17 ára að aldri,
1 klst. 24 niín. 11 sek.
Þátttakendur í hlaupinu voru
9, allir um og innan við tvítugs-
aldur. — Veður og færi var hið
besta.
Skíðahlaup þetta er talinn
merkisviðburður í vestfirsku í-
þróttalífi og jafnvel þótt víðar
sé leitað. Með skiðahlaupi þessu
lauk skíðavikunni á Isafirði.
Þátttakendur voru alls um 60.
Veður var með afbrigðum gott
allan tímann og færi svo gott
siðustu tvo dagana að varla get-
ur betra verið.
Breska stjórnin ræðir hernaðar-
legar refsiaðgerðir gegn ítölum.
Oslo 14. apríl.
Samkvæmt símskeyti frá
London til Dagbladet ræðir
breska stjórnin nú um hvort
gripa skuli til hernaðarlegra
refsiaðgerða gegn Ítalíu eða
hvort loka skuli Suezskurðinum
fyrir ítölskum herflutninga-
skipum. (NRP—FB).
Eiturgass-árás á föstudaginn
langa.
London 12. apríl. FÚ.
Italir notuðu páskahelgina til
þess að lierða sókn sína. Segj-
ast þeir hafa tekið Warra Hailu,
40 mílur suður af Dessie. Réð-
ust þeir m. a. á borgina úr loft-
inu á meðan á messu stóð, og
voru nokkrir menn drepnir. Þá
gerðu þeir harðvítuga eiturgas-
árás á Sasa Baneh á föstudag-
inn langa.
I herbúðum rauðliða hafa nú
um hríð verið miklar deilur um
„samfylkinguna“, eða um það,
hvort rauðu flokksbrotin eigi
öll að sameinast í einni fylk-
ingu, til baráttu fyrir sameigin-
legum stefnumálum sínum. Og
nú virðist slefna að þvi, að þessi
samfylkingarbarálta muni
valda klofningi í alþýðuflokkn-
um.
Það eru kommúnistar, sem
eru frumkvöðlar þessarar sam-
fylkingarbaráttu. Þeir krefjast
samfylkingar við alþýðuflokk-
inn og jafnvel einnig við fram-
sóknarflokkinn, en samtímis
linna þeir ekki á rógi og níði um
helstu foringja og valdamenn
þessara flokka. Það er þannig
auðsætt, að þessi samfylkingar-
barátta miðar í rauninni að því,
að leggja alþýðuflokkinn undir
kommúnista. (
Það er kunnugt, að samfylk-
ingarhugmyndin hefir átt vax-
andi fylgi að fagna innan verk-
lýðsfélaganna, einkum síðan al-
þýðuflokkurinn varð þátttak-
andi í ríkisstjórninni. Hafa
kommúnistar innan og utan
þessara félaga alið mjög" á
óánægjunni út af þvi, hve mjög
ríkisstjórnin slái slöku við að
gæta hagsmuna verkalýðsins.
Og þeir hafa unnið til fylgis við
sig ýmsa af hinum ótignari und-
irforingjum i liði sósialista, sem
fúslega hafa léð lið sitt til þess
að „blása að kolunum“ innan
félaganna. Og er nú svo komið,
að þessir menn hafa bundist
samtökum um það, áð því er
virðist, að slofna til opinbers
klofnings í alþýðuflokknum.
Tákn þessa klofnings er blað,
sem farið er að gefa út hér í
bænum, og hlotið hefir nafnið:
„Samfylking“, en fyrsta tölu-
blað læss kom út í fjrrradag. I
blaðinu er birt „ávarp“ til al-
mennings, undirritað af nokkr-
um socialistum og kommúnist-
um, sem aðallega munu beita
sér fyrir útgáfu þess. Er meðal
þeirra ritarinn í stjórn Dags-
brúnar. Auk þess flytur blaðið
sérstakar greinar eftir þessa
sömu menn og ýmsa aðra nafn-
greinda trúnaðarmenn nokk-
urra verklýðsfélaga, ýmist
socialista eða kommúnista. En
efni greinanna er eitt og hið
sama, samhljóma lofsöngur
um ágæti samfylkingarinnar, í
herkerlingastíl.
Það dylst nú engum, að það
sem vakir fyrir forsprökkum
þessarar hreyfingar, er ekkert
annað en að gcra verldýðsbar-
áttuna að hreinni kommúnisí-
iskri byllingarbaráttu. Bylting-
in er beinlinis boðuð þannig, að
„úrslitabaráttan“ verði háð þá
og þegar, ef til vill fyrr en nokk-
urn vari! Og þegar þess er gætt.
að að þessu slanda ýmsir trún-
aðarenn félaga i alþýðusam-
bandinu, og það er vitað, að al-
þýðusambandið er kjarni al-
þýðuflokksins, þá getur mönn-
ítalir dreifa flu^ritum úr lofti
yfir Addis Abeba.
Oslo 14. apríl.
Frá Addis Abeba er simað,
að í gærmorgun hafi 21 ítalskar
flugvélar flogið yfir Addis Ab-
eba og kastað niður flugritum
þess efnis, að lier keisarans hafi
beðið ósigur og að Italir hafi af-
numið þrælahald í öllum héruð-
um Abessiniu, sem ítalir hafi
náð á sitt vald. (NRP—FB).
-----
um ekki dulist, að með þessu er
stofnað til klofnings eða upp-
reistar innan þess flokks. Og
að sjálfsögðu er þessari um-
ræddu samfylkingarbaráttu,
sem gert er ráð fyrir að allur
verkalýður i landinu taki þátt
í, beint gegn núverandi ríkis-
stjórn og stuðningsflokkum
hennar á þingi. — Við einhverju
slíku mátti að sjálfsögðu búast,
fyrr eða siðar. Þess var auðvitað
ekki að vænta, að því yrði tekið
með algerðri þögn og eilífðri
þolinmæði, af kjósendaliði al-
þýðuflokksins, að liann sviki
öll kosningaloforð sín, og í stað
þess að létta mönnum lífsbar-
áttuna gerði hana því erfiðari
sem lengra líður. —
Frá Alþingl
í gær.
Efri deild.
1. Frv. til 1. um breyt. á 1. um
útsvör.
2. Frv. til 1. um breyt. á vega-
lögum.
Þessi má voru tekin út af
dagskrá.
3. Frv. til 1. um viðauka við
lö,g um brunamál. — 2. umr.
Málinu var vísað til 3. umr.
4. Frv. til 1. um löggilding
verslunarstaðar í Hjarðardal í
Önundarfirði. — 2. umr.
Frv. var vísað til 3. umr.
5. Frv. til 1. um sérstaka dóm-
þinghá í Djúpárhreppi í Rang-
árvallasýslu. 2. umr.
Frv. var vísað til 3. umr.
6. Frv. til 1. um bráðabirgða-
breyting nokkra laga. — 1. umr,
Frv. þetta er húið að sam-
þykkja í neðri deild og var því
vísað til 2. umr. og fjárhags-
nefndar.
Tvö mál, sem eftir voru á
dagskránni. (Um lax- og sil-
ungsveiði og um landsmiðju)
voru bæði tekin út af dagskrá.
Neðri deild.
Á dagskrá voru 9 mál, þar af
voru 7 tekin til umræðu.
1. Frv. til laga um ráðstafan-
ir til varnar því, að skipum sé
leiðbeint við ólöglegar fiskveið-
ar. — 2. umr.
Alsherjarnefnd leggur til, að
frv. verði samþ., þó láta 2
nefndarm. (G. Þ. og Th. Th.)
þess getið, að þeir álíti að sömu
ráðstafanir og í frv. felast, hefði
verið hægt að gera með reglu-
gerð bygðri á 1. nr. 82 14. nóv.
1917.
Héðinn Vald. hafði fraips., og
Tlior Thors skýrði frá því, á
bvaða lögum þeir bygðu um-
mæli sín í nefndarálitinu. Frv.
var síðan samþ. og vísað til 3.
umr.
2. Frv. til 1. um sveitastjórn-
arkosningar. — 3. umr.
Brtill. lágu fyrir frá Jónasi
Guðm. o. fl.
Skv. tilmæliun frá Thor
Thors var umr. frestað um
málið, svo allsherjarnefnd gæti
athugað það áður en gengið
væri frá því í deildinni.
3. Frv. til 1. um eyðingu svart-
baks (veiðibjöllu). — 3. umr.
Skrifleg br.till. þess efnis að
heimila ráðli. að neita að stað-
festa reglugerðir, sem i feldust
ómannúðlegar aðferðir við dráp
fuglsins. Till. þessi var feld með
14 atkv. gegn 9, og frv. síðan
samþ. með 16 atkv. gegn 4 og
endursent e. d.
Framfara
þjódfélag.
, i-
Margt ömurlegt má í blöðun-
um lesa, tíðindi af hörmungum
og slysförum; en sumt er þar
aftur ánægjulegt, eins og t. d. sú
frélt, að maður sem sakir
heilsubrests, hefir á einu ári
fengið hb. 7000 kr. styrk úr
bæjarsjóði (og er sennilegast,
að árstekjur þessar liafi verið
skattfrjálsar). Þannig á það að
vera, að þjóðfélagið eða bæjar-
félagið, veiti þeim sem í nauðir
rata, þá hjálp, sem þeir þurfa.
En mér virðist, sem hjálp eigi
ekki síður að veita, þó að þeir
scm hennar þurfa, vinni eitt-
hvert menningarstarf, og það
jafnvel af sjaldgæfara tagi. Og
svo er nú einmitt ástatt um mig.
Alþingi liefir nú um nokkur ár,
ekki álitið þess vert, að sinna
þeim tilmælum mínum að
hækka laun min, og þó ekki svo
að eg geti t. d. leyft mér það
ólióf að fá mér vetrarfrakka eða
láta binda bækur mínar, lieldur
aðeins þannig, að skuldir og
skattar verði mér ekki að full-
komnum vandræðum. Vil eg
enga dul á það draga, að eg
hygg mig hafa fullkomlega til
þess unnið, að geta síðustu ár
ævi minnar stundað viðfangs-
efni mín, án þess að fjárskortur
sé því stórlega til fyrirstöðu. Og
bið eg vel að gæta þess, að eg
er ekki að fara fram á nein
óliófslaun, heldur aðeins það
sem eg get komist af með minst,
til nauðsynja, skatta og skulda.
Er mér það sérstök ánægja að
borga skattana, ársgjöld mín
sem meðlimur þjóð- og bæjar-
félags; — ef eg aðeins hefi
peningana til þess. Skal það
tekið fram, að til nauðsynja tel
eg ekki bifreið, þó að það kæmi
sér vitanlega vel að eiga slikan
grip, vegna jarðfræðiiðkana
þeirra sem eg aldrei liefi lagt
alveg niður.
H.
Því smærra sem þjóðfélag er,
því meiri hætta er á, að sumar
tegundir af óhagnýtu starfi
verði þar ómögulegt að vinna.
Eða réttara sagt, slarfi sem
virðist óhagnýtt, en er það
raunar ekki, vegna áhrifa sinna
á hugsunarhátt og menningar-
stig þjóðarinnar. Og því fruni-
legar sem starf af því tagi stefn-
4. Frv. til 1. um jarðakaup
ríkisins. — Frh. 1. umr. (atkv.
gr.) — Enn á ný var reynd at-
kv.gr. um frv. þetta, en fékst
ekki nægileg þátttaka til að
vísa málinu til 2. umr. Var því
atkv.gr. enn frestað.
5. Frv. til 1. um breyting á I.
um brúargerðir. — Frli. 2. umr.
Br.till. samgöngumálanefndar
voru samþykt. En br.till. frá
Gísla Guðmundssyni var feld
með 14 atkv. gegn 10 að
viðhöfðu nafnakalli. Frv. síðan
samþ. með áorðnum breyting-
(mn og vísað til 3. umr.
6. Frv. til I. um vátrygging-
arfélög fyrir vélbáta. — Frh. 3.
umr. — Umræður urðu tölu-
verðar um málið, og snerust
þær aðallega um ])að, að málið
væri ekki nægilega undirhúið
til að verða að lögum á þessu
þingi. Pétur Ottesen lagði því
fram rökstudda dagskrá. Atkv.
gr. um málið var frestað.
7. Frv. til 1. um br. á 1. um
bann gegn dragnótaveiði 1 land-
lielgi. — Frli. 2. umr. —• Umr.
urðu litlar um málið, enda voru
fáið orðnir eftir á fundi og var
því atkv.gr. frestað.
Blóðugar
óeirðir
í Varsjá á Póllandi. Lögreglan skaut á at-
vinnuleysingja, sem voru á leið til stjórnar-
bygginganna. Margir menn særðust, þar af
sjö hættulega, en einn maður var skotinn til
bana. —
ir, því meiri eru erfiðleikamír
á að því verði framgengt. En
lömun frumlegrar hugsunar,
verður smáþjóðinni á ýmsan
hátt til baga, og gerir henni
jafnvel alveg ókleift, að öðlast
þá tegund sjálfstæðis, sem mest
er undir komið, og jafnvel er
ómissandi ef þjóðin á að geta
náð þeim þroska sem henni er
hollastur og eiginlegastur.
III.
Eg er einn af hinum óhag-
nýtu mönnum þjóðfélagsins.
Hefi eg aldrei ætlað mér að
vinna neitt af hinum vanalegu
störfum, aldrei sótst ef tir neinni
stöðu, aldrei hugsað neitt um að
komast áfram, sem kallað er.
Eg hefi aðeins ætlað mér að
vera fræðimaður og reyna til að
átta mig á tilverunni, með þeim
aðferðum, sem mér voru tiltæk-
ar. Hefir árangurinn af þessari
viðleitni minni orðið meiri en
likindi hefðu þótt til, þegar
gætt er að erfiðleikunum, sem
liafa verið miklir og að sumu
leyti jafnvel lygilegir, eins og eg
hefi sagt nokkuð af liér í blað-
inu í grein sem heitir „Nöðru-
mennin og aldaskiftin“.
I velviljaðri grein um mig hér
í „Vísi“, var svo að orði komist,
að mig mætti kalla föður ís-
lenskrar jarðfræði, og er slíkt
vitanlega ofmælt, þó að vel
megi skilja hvernig greinarhöf.
hefir getað komið til hugar
að viðhafa slík orð. — En það
er alveg óhætt að segja, og liægt
að sýna fram á, að enginn hefir
unnið meir brautryðjandi verk
í jarðfræði íslands en eg; og er
engum niðrað þó að slíkt sé
sagt. Eg tók að stunda heim-
speki skömmu eftir að eg hafði
leyst af hendi próf í náttúru-
fræði, og i 34 ár hefir rannsókn
á eðli draumlífsins verið sér-
grein mín. Hafa þær rannsókn-
ir leitt lil víðtækari skiínings á
tilverunni en eg hafði gert mér
nokkra von um að öðlast. Hefi
eg uppgötvað lifið á stjörnun-
um og er fyrsli maðurinn á
þessari jörð, sem lítur fullkom-
lega náttúrufræðingsaugum á
lífið eflir dauðann. En slíkt er
talsvert þýðingarmikið og gæti
Alþingi sannað það á skemti-
legan hátt að svo er. Því að ef
þessi merkilega samkoma veitti
mér í einu hljóði þau laun sem
viðunandi mættu teljast, þá
mundi brátt koma í ljós, að
slíkur drengskapur miðaði ekki
til lialla fyrir ríkissjóðinn, held-
ur allri þjóðinni og þá vitan-
lega einnig hinum sameiginlega
sjóði hennar til heilla og far-
sældar.
10. apríl.
Helgi Pjeturss.
Nokkuru fyrir kl. 4 í gær var
komið með telpu, um það hil
10 ára, á Landakotsspítala,
vegna meiðsla, sem hún hafði
orðið fyrir. Læknisskoðun
leiddi í ljós, að telpan hafði
fengið heilahristing. Þegar liún
fékk rænu síðar um daginn gat
hún sagt til nafns síns og heiin-
ilis. Heitir hún Björg Ólafsdótt-
ir og á heima á Ásvallagötu 45.
Fólk það, sein hafði komið með
liana á spítalann, fór meðan á
læknisskoðuninni stóð, en telp-
an mundi það eitt, að hún var
stödd á Túngötunni og á heim-
leið. Hver tildrög slyssins voru
var ekki fyllilega upplýst í
morgun. Blaðið átti í morgun
viðtal við Bjarna Jónsson lækni
sem skoðaði telpuna. Kvað
hann Iienni lða sæmilega, etí
hiin væri þó ekki búin að na
sér.