Vísir - 25.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 25.04.1936, Blaðsíða 3
VlSIR Vélapnai* og atvinnn- leysiö. Vélarnar auka ekki atvinnu- leysið svo mjög, sem ýmsir hafa látið í veðri vaka. Hinsvegar þykir hafa komið i ljós, að þær hafi fremur aukið atvinnuna, segja formælendur vélamenn- ingarinnar. Og þeir vitna í liag- skýrslur, máli sínu til sönnun- ar. —» Félag eitt mikið, ameriskt, „Machinery and Allied Products Institute“, hefir rannsakað þetta mál frá ýmsum hliðum, og komist að þeirri niðurstöðu, að vélarnar hafi yfirleitt aukið at- vinnuna. Ætlar það að senda ýmsum mönnum t. d. bókaút- geföndum, fræðimönnum, rit- höfundum o. fl., skýrslu um niðurstöður sínar, til þess að leiðrétta skoðanir manna i þess- um efnum. Telur það hinar röngu skoðanir stafa af tak- mörkuðum rannsóknum og ónógri þekkingu. Fleiri taka málstað vélanna. Fyrir skömmu hefir „Nat- ional Industrial Conference Board Inc.“ tekið málstað vél- anna og leitt rök að skoðun sinni. Og liáttsettur starfsmað- ur Ford-verksmiðjanna, W. J. Carneron, sagði í útvarpsræðu á dögunum, að þegar tveim dýr- um vélaverkstæðum hefði verið bætt við hjá Ford, þá liefði starfsmönnum jafnframt verið fjölgað þar. — , Annar maður, Jolin W. O’Leary, hefir einnig viðað að | sér tölum um þetta efni, og sýna þær, að atvinna í landinu (Bandar.) liefir aukist tiltölu- lega meira en fólkinu hefir fjölgað. John O’Leary þessi er t-, forseti „Machinery Institute“, en var áður forseti verslunar- ráðs Bandaríkjanna. Fleiri iðngreinar. Meiri atvinna. Til dæmis fjölgaði íbúum Bandaríkjanna um 218% á ár- unum frá 1870 til 1933. En á sama tíma jókst tala þeirra, sem vinnu höfðu, um 309%. Vélaafl var mörgum sinnum meira not- , að árið 1933 en árið 1870, en stórar nýjar iðngreinir hafa vaxið upp, vegna ýmissa upp- fundninga og auka atvinnuna stórkostlega. Með öðrum orðum — segir í skýrslu Machinery Institute — er ástandið þannig, að móti 32.4% af þjóðinni 1870 koma 39.8% árið 1933 í ýmsum starfs- greinum. Yngri skýrslur um þessi efni munu ekki fullgerðar. Árið 1910 var þessi tala komin upp i 40% og hefir haldist hér um bil i þvi marki síðan, þrátt fyrir mjög aukna vélanotkun í mörgum hinna stærri iðngreina. Kreppan , á sök á afturförinni. Atvinnan er að vísu ekki jafn mikil nú, en afturförin stafar ekki frá vélunum, enda hefir þeim ekki fjölgað að ráði síðan 1930, heldur er það kreppan, sem á alla sökina. Auk þess er á það bent í skýrslu M. I., að i mörgum iðn- greinum, þar sem vélaafl er not- að, sé nú jafnmörgum veitt at- vinna, eins og þegar sæmilega árar, og alt gengur sinn vana- gang. í hagskýrslum atvinnu- málaráðuneytis Bandarikjanna eru t. d. birtar tölur, sem sýna að bómullariðnaðurinn, sem mjög notar vélaaflið, veitti vinnu í nóv. s. 1. 103.1% i hlut- falli við meðaltal áranna 1923— 25. Meðaltal allra fatnaðarvöru- iðngreina sýndi, að vinnan, sem þær veittu, var 97% af meðal- tali áranna 1923—25. I ( Þröngt í búi hjá handiðnagreinunum. Til þess að færa enn fyllri sönnur á mál sitt, segir skýrsla M. I. frá því, að vinnufólks- þörfin i bifreiðaiðnaðinum — en hann notar mest allra iðn- greina vinnusparandi vélar — hafikomist upp í 114.7% á móti 100% samanborið við áður- nefnd ár. Á hinn bóginn, segir í skýrsl- unni, er nú þannig komið hjá iðngreinum, sem mjög nota mannsaflið, eins og t. d. bygg- ingariðnaðurinn, að þar er mjög mikið atvinnuleysi, sök- um lítillar eftirspurnar. Líkt er á komið lijá steypusmiðjum og vélaverkstæðum, sem verða að treysta á „fagþekkingu“. Þar er að eins notuð 65.2% af þeim mannfjölda, sem áður var not- aður. En fólk er alment þeirrar skoðunar, að menn hafi mist at- vinnu sína vegna þess, að vél- arnar hafi minkað eftirspurn- ina eftir verkamönnum. Hver og einn þykist þekkja einhvern, sem áður hafi haft góða stöðu, en gengur nú at- vinnulaus, sakir þess, að ný vél hafi verið fundin upp, sem hafi bolað lionum frá vinnunni. Rangar hugmyndir um þessi efni. Þetta, segir í skýrslu Machi- nery Institute, liefir orðið til þess, að fólk hefir farið að trúa því, að nú væri um færri störf að ræða og minni atvinnu. Mönnum verður það á, að lita ekki á málið í lieild sinni, held- ur í einstökum atriðum, en það er auðvitað rangt sjónarmið. Einnig verður að taka tillit til þess, hversu margar konur sjarfa nú i ýmsum iðngreinum. Á því leikur enginn vafi, að sé miðað við fólksfjölda, þá eru nú fleiri atvinnulausir og í atvinnu- leit, heldur en áður en vélaöldin mikla hófst fyrir alvöru. En það haggar ekki þeim staðreyndum, sem að framan greinir. Og M. I. lætur ekki þá hlið málsins til sín taka sérstaklega. H. P. þýddi. [X| Helgafell 59364287—IV./V. —2. Veðrið í morgun. , í Reykjávík 7 stig, Bolungar- vík 3, Akureyri 6, Skálanesi 3, Vestmannaeyjum 6. Sandi 5, Kvígindisdal 5, Hesteyri 3, Gjögri 2, Blönduósi 9, Siglu- nesi 2, Raufarhöfn 3, Skálufn 2, Fagradal 3, Papey 6, Hólum í Hornafirði 7, Fagurhólsmýri 7, Reykjanesi 8 stig. Mestur hiti hér í gær 10 stig, minstur 4. Úr- koma 2.5 mm. Sólskin 0.5 stundir. Yfirlit: Djúp lægð og víðáttumikil fyrir sunnan og suðaustan land á hægri hreyf- infu norðaustur eftir. Horfur: Suðvesturland: Austan og norð- austan kaldi. Rigning austantil. Faxaflói, Breiðafjörður: Aust- an og norðaustan kaldi. Víðast úrkomulaust. Vestfirðir: Norð- austan kaldi í dag, en allhvass í nótt. Rigning öðru hverju. Norðurland, norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Vax- andi austan og norðaustan kaldi þegar líður á daginn. Rigning, einkum í nótt. Vikapiltur dæmdur. Vikapilturinn, sem varð upp- vís að þjófnaðinum í Dettifossi og falsaði 650 kr. ávísun, sem hann gerði árangurslausa til- raun til þess að selja, var dæmdur i 6 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi. Dómurinn var skilorðsbundinn. Pilturinn varð nýlega 18 ára. Leikhúsið. í gærkvöldi var frumsýning á nýju leikriti, sein nefnt er „Æska og ástir“ og var það sýnt fyrir fullu húsi. Leikritið hefir á sér léttan blæ og eru í þvi mörg skemtileg atriði. Leik- sviðsútbúnaður er og aUur góð- um. Þótti áhorfendumfagurt um að litast á „skerinu“ um sólar- lagsbil og þökkuðu það sérstak- lega með lófataki, er tjaldið var dregið frá og það atriði hófst. Ýmsir nýliðar komu þarna fram og var þeirra á með|al ungfrú Sigríður Helgadóttir, sem leikfélagið á vafalaust eftir að hafa ánægju af. Leikendum var margsinis launað með lófa- klappi, er þeir fóru út af leik- sviðinu og voru þeir kallaðir fram að lokum. Hnefaleikamót K. R. verður lialdið á morgun í Iðnó og hefst kl. 4 e. h. Þar munu margir hrausflr hnefa- leikamenn keppa, og mun mót þetta verða enn meira „spenn- andi“, en byrjendamót það, er lialdið var á dögunum. Ætti menn að fjölmenna í Iðnó á morgun, og mun engan iðra, er það gerir. íþ. Yngri deild K. F. U. K. Síðasti fundur á morgun kl. 3V2. Fjölmennið. Ármenningar fara skíðaferð i Bláfjöll á morgun. Þátttaka tilkynnist til ferðanefndar eða á skrifstof- una, sími 3356, kl. 6—7 i kveld. Kappglíma um Drengjahorn Ármanns var háð í Iðnó á síðasta vetrar- dag. Keppendur voru 6, og varð hlutskarpaslur Sigurður Hall- björnsson mcð 5 vinninga, og hlaut hann einnig 3. fegurðar- glímuverðlaun. Fyrstu fegurð- arverðlaun fékk Kristófer Krist- ófersson og Sigurjón Hall- björnsson önnur. Stefán Run- ólfsson gaf hornið 1929 og er ávalt kept um það síðasta vetr- ardag. Vinni sami maður það þrisvar hlýtur hann það til fullrar eignar. Handliafi horns- ins var Guðni Kristjánsson. Drengjahlaup Ármanns verður háð á morgun, sunnu- dag, kl. 10y% árd. Kept verður um nýjan bikar gefinn af Agli Vilhjálmssyni bifreiðasala. — Iveppendur í hlaupinu eru frá Ármann, K. R. og I. R. alls 22. Hlaupið liefst i Vonarstræti fyr- ir framan Iðnskólann, þaðan hlaupin Suðurgata kring nm pýja íþróttavölhnn niður Skot- húsveg, Tjarnargötu og endað i Lækjargötu gegnt Amtmanns- stig, Keppendur og starfsmenn ejga að mæta í fimleikasal Mentaskólans kl. 10. Gengið í dag: Sterlingspund .........— 22.15 Dollar ................— 4.50 100 ríkismörk .... — 180.46 — franskir frankar — 29.67 — belgur ..........— 75.99 — svissn. frankar . — 146.40 — Iírur ...........— 37.10 — finsk mörk .... — 9.93 — pesetar .........— 62.02 — gyllini .........— 304.91 — tékkósl. krónur — 18.93 — sænskar krónur — 114.36 — norskar krónur — 111.44 — danskar krónur — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 49.28. Fundur talsímanotenda verður lialdinn i Nýja Bíó á morgun kl. 3 e. li. og er fund- arefniið hneykslismál það liið mikla, hlerun símtala, sem gert hefir verið að umtalsefni liér í blaðinu. Til fundarins er boðað af stjórn Félags talsímanotenda í Reykjavík og að honum lokn- um verður aðalfundur félagsins haldinn. Sú ákvörðun stjórnar félagsins að boða til almenns fundar út af lilerun símtalanna, mun mælast vel fyrir í bænum. Eru menn sárgramir yfir því, að njósnastöð skuli hafa verið starfrækt, til þess að komast að því, sem menn segja sín á milli i einkaviðlölum. Hafa menn treyst þvi, að réttur þeirra í þessum efnum væri i engu skertur. Til þess að koma i veg fyrir, að slík framkoma í garð I símnotenda endurtaki sig, er knýjandi nauðsyn, að þeir standi saman sem einn maður um kröfur sínar og fylgi þvi fast eftir, að þeim verði sint. Talsímanotendur! F j ölmennið á fundinn á morgun og standið sameinaðir um kröfur yðar! — Munið, að mæta stundvíslega, því að fundartíminn er tak- markaður. Félagsmaður. Kvenmið- ill hand- tekinn. Frú Köber, dóttir Dahls heit. bæjarfógeta í Fredrik- stad, handtekin. Oslo 24. apríl. Hinn kunni miðill, frú Inge- borg Köber, dóttir Dahls heit- ins bæjarfógeta í Fredrikstad, var liandtekin í gær, samkvæmt ákvörðun rannsóknarréttarins i Osló, að beiðni lörgeglustjórans i Fredrikstad. Krefst hann þess, að frú Köber verði ákærð, fyrst og fremst fyrir að hafa drepið föður sinn, Dahl bæjarfógeta, 8. ágúst 1934 og til vara, að liapn framdi sjálfsmorð, með þvi að segja fyrir um dauða lians, og ineð þvi að gera ekki á- rangursvænlega tilraun til þess að bjarga Dahl frá druknun. Ennfremur, að frú Köber verði ákærð fyrir vátryggingasvik, þar sem hún með upplýsingum sínum um fráfall Dahls hafi fengið liftryggingafélagið til þess að greiða 60.000 kr. í slysa- trySSinSu. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að grunur gæti aðeins hvílt á frú Köber fyrir þá refsiverðu verknaði, sem tilfærðir eru í varaákærun- um. Frú Köber var leidd fyrir yfirheyrsluréttinn í dag og var Úrskurðað, að hún skyldi höfð i lialdi þrjá mánuði, en á þess- um tíma verður liún að undir- gangast rannsókn hjá geð- veikralæknum. (NRP—FB). Skíðakvikmynd. Sænski skíðakennarinn, hr. Tufveson, sem verið liefir á Isa- firði undanfarið við skíða- kenslu, liefir meðferðis skíða- kvikmynd, sem sýnir hvernig menn eiga að ganga og stökkva á skíðum. Kvikmynd þessi verður sýnd i Nýja Bió kl. 7% í kveld og skýrir hr. Tufveson sjálfur myndina. Mynd þessa þurfa allir að sjá, bæði skíða- menn og aðrir, þvi margt er liægt af lienni að læra. — Að- göngumiðar verða seldir i Nýja Bíó frá kl. 7. íþ. Mest frost hér á landi x febrúarmánuði síðastliðnum — á þeim stöðum sem mælingar Veðurstofupnar fara fram — reyndist á Gríms- stöðum 4. dag mánaðarins. — Þá var þar 23.9 stiga kuldi. KRISTALSKLÓ. 10 Avenue, BexhiII-on-Sea, England. — Rithöndin var einkennileg og ógreinileg, og leyndi sér ekki, að það var útlendingur, sem hafði skrifað utan á. ^ Feng leit á umbúðirnar. „Pakkinn var settur í póst í Peking,“ sagði hann. „Eigið þér nokkura vini þar, Mrs. Audley?“ ,,Nei, vissulega ekki,“ sagði hún, og svarið kom dr. Feng sýnilega á óvart. „Eg hefi aldrei þekt neinn í Kina. Eruð jxír vissir um, að þetta hafi verið sent frá Iíina ?“ Dr. Feng brosti. „Þér gleymið þvi, að eg er Kínverji Mrs. Audley,“ sagði hann. „Þér getið verið alveg viss- ar um, að þessi pakki kom frá Kina, frá Pek- ing. Utan um kassann var vafið kínverskum hríspappír og það var skrifað utan á af Kín- verja.“ Mrs. Audley botnaði auðsjáanlega ekkert í þessu. t „Jæja, einhver sem jiekkir mig, lilýtur að hafa farið til Kina. En klóip er falleg og eg ■vildi óska að eg vissi hver hefir sent mér liana.“ „Þér verðið að gæta hennar vel“, sagði dr. ^eng. „Hún er ákaflega verðmæt, jxótt ekki sé tillit til þess, að þér hljótið að fá miklar maetUr á jafn fögrurn grip og þessum“. , smám saman komst tal okkar á aðrar hiautir, en eg sá, að dr. Feng gat ekki annað en horft á klóna hvað eftir annað, og vafalaust var hann að liugsa um hana og hvernig á þvi stóð, að hún var komin í eigu Mrs. Audley. Hann var óvanalega þögull og viðutan meðan á mál- tíðinni stóð. Mrs. Audley kvartaði yfir þvi, að hún væri lúin eflir skíðaferðina þá um daginn, og fór snemma upp. ; Þegar við dr. Feng sátum yfir kaffibollun- um okkar í reylcsalnum spurði eg hann um kristalsklóna. „Hvernig liggur í þessu með kristalsklóna, læknir ?“, spurði eg alt í einu og kom það hon- um vissulega mjög á óvart, að eg skyldi bera þessa spurningu svona fram. Hann horfði á mig með alhygli. „Við hvað eigið þér?“ spurði liann. „Af hverju haldið þér að eg viti nokkuð um hana?“ „Af þvi, læknir“, ságði eg „að eg leit af til- viljun á yður þegar Mrs. Audley kom inn í salinn og eg sá svipbreytinguna, sem varð á andliti yðar. Eg sá yður líka athuga hlutinn mjög vandlega. Af þessu dreg eg þær ályktanir, að þér vitið eitthvað um þennan einkennilega grip. Minnist þess nú, að eg er lögfræðingur! Leynið mig engu“. Gamli maðurinn hló við, , „Þér hafið á réttu að standa,, piltur minn. Eg veit talsvert um kristalsklóna. En það, sem eg ekki veit, er það hver sendi hana til Mrs. Aud- ley — eða réttara sagt til Miss Shaylor“. „Útkoman verður nú sú sama“, sagði eg. „Alls ekki, alls ekki“ sagði liann fljótlega og eins og til þess að mótmæla mér. „Klóin var send Miss Shaylor — til Miss Shaylor“. Hann endurtók nafnið með áherslu. „Það er áreiðanlegt, að það hefir ekki ráðið neinu um, að hún er Mrs. Audley. Sendandinn hefir fráleitt neitt um það vitað, að Miss Shayl- or yrði Mrs. Audley, er klóin kæmi henni i hendur. Þetta er ekki brúðargjöf, eins og hún heldur. Eins og eg sagði veit maðurinn, sem sendi henni ldóna, ekkert um það, að hún er gift“. — ( „Segið mér alt af létta, læknir“, sagði eg. „Nú“, sagði hann, það getur varla gert yður neitt ilt að fá nokkuru frekari vitneskju um það sem hér liggur á bak við en eg ráðlegg yður að segja engum frá þvi, sem eg segi yður, að minsta kosti ekki að svo stöddu“. Lofaði eg þvi og hélt hann þvi næst áfram máli sínu. „Ivristalsklóin er merki eða einkenni Thu- tseng, hins valdamikla Manchi leynifélags. Það er félagsskapur, sem starfar á löglegum grund- velli. Markinið hans er einvörðungu endurreisn og algert sjálfstæði sameinaðs Kinaveldis. Hsi- yuan var sjálfur einn af lielstu mönnum þessa leynifélags. Hans hafið þér vafalaust lieyrt get- íð. Einkenni félagsins, kristalsklóna, fá að eins sárfáir utan félagsskaparins, og því að eins að þeir liafi unnið félaginu eða markmiði þess ómetanlegt gagn. Nú get eg ekki spð, hversu langt sem eg læt ímyndunina hlaupa með mig, séð með nokkuru móti, hvemig Mrs. Audley liefir gptað unnið þessu leynifélagi gagn. Eg held næstum þvi, að eg sé eini Kínverjinn, sem hún nokkuru sinni hefir talað við“. „Vitið þér ekki, að faðir hennar var flotafoi'- ingi og var fjölda mörg ár í Kina?“ Eg hafði aldrei séð dr. Feng bregða eins og nú. — „Eruð þér vissir um þetta?“, spurði liann. „Vissulega“, sagði eg, „hún sagði mér það sjálf í dag“. Dr. Feng hallaði sér aftur i stólnum og var rnjög hugsx. ,Þarna er skýringarinnar að leita“, sagði hann hægt. „Það getur vel verið, að klóin hafi verið send henni í þakklætisskyni fyrir eitt- hvað, sem faðir hennar hefir gert fyrir félagið. En ef svo er lilýtur það að hafa verið afar mik- ill, alveg ómetanlegur greiði, sem hann gerði félaginu. Hvað er langt frá því faðir hennar andaðist?“ „Um það bil ár“, sagði eg. „Nú“, sagði hann, eftir nokkura þögn, „ein- hverjar ástæður hljóta að vera fyrir því, að dráttur varð á, að klóin var send, en“ — hann talaði nú með vaxandi ákafa, „þér getið verið vissir uin, að Mrs. Audlgy á volduga vini. Með klóna i hönd sér gæti liún farið frarn á livað sem er, livar sem liún væri stödd í Kína, eins og nú er þar í landi. Klóin nnmdi reynast henni bæði töfra- og verndargripur“. Eg var að sjálfsögðu svo undrandi yfir þessu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.