Vísir - 08.06.1936, Síða 4

Vísir - 08.06.1936, Síða 4
VlSIR ...-----------1 -'m ii tt—ii nnwrr-—ttíim-nrwtjfrr»mivT.M*xi-n þúsund manns muni hann af- máðan vilja. En hverir geía eða þora upp að stynja? Gáið þvi að guði, hverjum þér eigið reikning að gjöra, svo það illa. sem mögulegt er, mætti takast af ísrael, annars vegna eins, þó ekki væri fleiri, lcann ó- lukka að koma yfir lönd og lýði. — Guð veri með ykkur og styrki í því og öllu góðu.“ Erlendur sá, sem í bréfinu er nefndur, náðist siðar, „og vár færður norður Porleifi lög- manni Korlssyni að Þingeyr- um, og þar brendur; þótti mönmim, sem hann mælti nokkra stund úr eldi“. Heimsþing I Hamborg. „Wellkongress fiir Freizeit und Erholung“ verður haldið í Hamborg dagana 23.—30. júlí næstkomandi. — Formaður Fé- lags fslendinga í Þýskalandi, Björn Kristjánsson, hefir sent FB. starfsskrá og upplýsinga- efni um ofannefnt heimsþing, sem fer fram í Iiamborg rélt fyrir olympisku leikana í Berlin. 1 bréfinu segir m. a.: Skipulags- nefndin hefir beðið Félag ís- lendinga í Þýskalandi að vekja athygli á heimsþinginu á Is- landi og aðstoða við móttöku þeirra fslendinga, sem vonandi koma hingað á þingið. Það skal tekið fram, að skipulagsnefndin liefir þegar fyrir nokkru sent islensku ríkisstjórninni boð til fslendinga um að mæta á þing- •inu. Æskilegt væri, að 15—20 manns gaéti komið. Er þess vænst af skipulagsnefndinni, að íslendingarnir geti m. a. sýnt ís- Ienska glímu og þjóðdansa, enn- fremur .sungið þjóðlög. Eins væri æskilegt, ef hægt væri að sýná stutta filmu frá íslandi, ■sérstaklega af þjóðlífinu“. — plögg þau, sem hr. Björn Krist- jánsson Iiefir sent FB. geta blaðamenn og aðrir fengið til afnota með því að snúa sér til forstöðumanns FB. Sími 4558, kl. 9%—10 árd. og 4—7 síð- degis. — (FB.). g—aHBWKt q» S K R í T L U R. Gen.ginn úr móð. Konan (við bónda sinn, sem er að leggja upp í Iangferð): FLUGKEPNI fór fram nýlega, milli Norðurlandaflugmanna. Sést hér mynd af hópnum. Sigur bar úr být- um Thuriberg lautinant frá Sviþjóð. THUNBERG. Og mundu mig nú um það, elsk- an mín að vera mér trúr og gefa ekki ungu stúlkunum undir fót- inn. Bóndinn: Engin hætta, góða mín! Eg er alveg úr móð og þær líta ekki við mér. — Það er margreynt, lieillin! — Matar- og kaffisteDin blá, funkis, marg eftirspurðu eru loks komin aftur. Einnig einstök stykki. Mjög litlar birgðir. K. Einarsson & JB| dipnsson. Fu gjlapnlF® íslensk dýr III, eftir Bjarna Sæmundsson, 700 bls. með 252 myndum, er komin út. — Verð heft kr. 15,00, ib. kr. 20,00 og 22,00. — Fæst hjá bóksölum. Bókaverslun Sigfúsar Eymunðssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugavegi 34. Svarið hennar Stínu. — Eg var að kallsa það við hana Stínu dóttur þina, núna á sunnudaginn, hvort hún væri ekki til í það, svona með tíð og tíma, að verða konan mín. — Og hverju svaraði stelpan? — Það var nú ekki mikið. Hún sagði: Þú getur reynt að koma, þegar útséð er um að nokkur almennilegur maður vilji líta við mér! Víkingsfundur í kvöld. Fram- haldsumræður um stórstúku- mál. (174 VERÐANDI nr. 9. Fundur ann- að kvöld kl. 8. Karlakór, pí- anósóló o. fl. Hinir tæplega fimtugu. (188 ÍÞAKA annað kvöld (þirðjud.) kl. 8V2. Síðasti fundur vors- ins. Hagnefndin annast. (192 ÍTAPAf) FUNDIf)! Svart kvenveski tapaðist á laugardagskvöldið með pening- um o. fl. Skilist, gegn fundar- launum, í Þingholtsstræti 11, uppi. (183 Tapast hefir stokkabelti í austurbænum. Finnandi vin- samlegast beðinn að skila því á Brávallagötu 4 gegn fundar- launum. (197 ■ FÆCI MATSÁLA: Spítalastíg 6 (uppi). tHClSNÆDi ágætar sérlbúðir 2ja, 3ja og 4 herbergja, með öllum þægindum, til leigu 1, okt. í nýju, ný- tísku liúsi við miðbæinn. Sanngjörn leiga, en ósk- að eftir nokkurri fyrir- framgreiðslu. Tilböð, auðkent: „Sér- íbúð“ sendist Vísi. Herbergi með eldunarplássi óskast, mætti vera í kjallara. Tilboð sendist Vísi fyrir þriðju- dagskvöld, merkt: „100“. (175 SHT' ^ herbergi og eldhús til leigu í miðbænum. A. v. á. (176 Mann í fastri stöðu vantar ný- tísku íbúð, 2 til 3 herbergi og eldhús. Tilboð, merkt: „61 “, sendist Vísi. (177 Til leigu 1—2 stofur. Aðgang- ur að eldhúsi, eða fæði getur komið til greina. Sími 1569. (191 Stúlka óskar eftir litlu her- bcrgi í mið- eða austurbænurri, Ábyggileg greiðsla. Uppl. í síma 4710. (193 Sólrík forstofustofa til leigu á besta stað í bænum. Uppl. í sima 3984. (194 " Lítið herbergi óskast. Tilboð, merkt: „Strax“, sendist Vísi. (195 Stúlku í fastri atvinnu vantar herbergi nálægt miðbænum. — Uppl. í síriia 2925 frá 6—8 í kveld. (181 fcVINNA Saumastofan, Hafnarstr. 22 saumar kven- og barnafatn- að eftir nýjustu tísku. - Þrifin stúlka óskast til að halda hreinum herbergjum lá Bræðraborgarstíg 52, uppi. — Uppl. kl. 7—8 e. h. (199 Ráðskona óskast í sveit; mætti liafa með sér stálpað barn. Uppl. í Garðastræti 3, niðri, frá kl. 5—8. . (180 Stúlka óskast til að gera hreint. Uppl. á rakarastofúnrii, Vesturgötu 11. (184 Kaupakonu vantar á gott sveitaheimili. Uppl. í Ingólfs- stræti 7, frá kl. 5—7. (178 Ikautskahjr] Trésmiöir takið eftirl Sívöl sköft úr ýmsu tré: 6, 8, 10, 14, 18, 25, 35 millimetra gild. — Kúlur af ýmsum stærð- um. — Islenska leikfangagerðin Elfar Lækjartorgi 2. Sími 2673. Barnavagn óskast til kaups. A. v. á. (179 S8I) '8kkk ímIS 'uoa urgnqtofyi ••rejægn ‘p[[.v T.isniq go nmqocl r anijotmq ‘jnqnuj ‘jpfuisjujgojS ‘.in[BAi[ jns ‘i:s[Ác!u.iji[ jns ‘jnjejs jjris §0 gigos ‘pjis jqÁaj ‘igurugnej JiijqÁaj :piuioqÁjq Ágætur, lítill fólksbíll til sölu. Tilboð, merkt: „100“, sendist Vísi. (185 Vindsæng óskast til kaups. — Sími 1832. (186 Með sérstöku tækifærisverði seljast: Skrifbörð, stofuborð, útvarpsborð, smáhorð, rnargar stærðir, svefnherbergishúsgögn í heilum settum og einstök stykki, kommóður, smáskápar, barnarúm og margt fleira. — Notuð liúsgögn telcin upp í við- skifti. Klapparstíg 11. Hús- gagnaviðgerðarstofan. (187 Kaffi, 90 aura pakkinn, Ex- port 65 áura, smjörlíki 75 aura, hveitipokinn 2 kr. Ný egg 90 aura A2 kg. Alt selt ódýrt, ekk- ert lánað. Sent heim. Bergstaða- stræti 40. Sími 1388. (189 Góður barnavagn og stólkerra til sölu ódýrt. Klapparstíg 11. Húsgagnaviðgerðarstofan. (190 Borðstofuborð, úr eik með 4 plötum, til sölu. Verð kr. 50. — Trésmíðavinnustofa Lofts Sig- urðssonar, Laufásvegi 2. (196 Ódýrar þökur til sölu. Uppl. á Stýrimannastíg 7. (198 Góðar túnþökur óskast. Uppl. Njálsgötu 80 í kvöld kl. 8 eða í síma 1788. (200 FÉLAGSPRKNTSMIÐJA\ KRISTALSKLÓ. 35 haft hraðan á. Eg hygg, að er hann gat ekki náð korlctappanum úr meðalaglasinu nreð ben- síninu úr nógu fljótt, liafi hann brotið stútinn á flöskunni — og skorið sig. Tappinn er enn í ■ stútnum.“ ”En það var ekki tími til — “ „Vissulega,“ sagði Seton, „jakkinn hefirverið úr þunnu efni og allar líkur til, að hann brynni fljótt upp, er búið var að lrella í hann bensíni. Þér hafið staðið við dyrnar alt að því tíu mín- útur og það var að minsta kosti fjórðungur stundar eða vel það, uns við brutum upp dyrn- ar.“ „Já, en það sannar ekkert um það hvernig hann komst út úr herberginu — eða hvert hann fór.“ Seton, fyrrverandi bryti Kenhythe’s lávarðs, yipti öxlunr og leit á mig og það var eitthvað dularfult í svipnum, er lrann mælti: „Hvernig hann komst út úr herberginu, herra minn, eða hvert hann hefir farið, veit eg ekki. En eg er sannfærður um, að hann mun koma aftur eða skrifa mér. Auk þess: Hann er, ekki i flokki þeirra nranna, sem fara á brott án þess að greiða skuldir sínar.“ „Jæja, þér tapið ekki nriklu,“ sagði eg, „hann hefir skilið eftir samtals um 200 sterlingspund." Eg kvaddi nú Seton og fór, en lofaði að líta inn til hans daginn eftir, og það gerði eg, áfjáð- ur i að fá vitneskju um, lrvort nokkuð hefði komið í Ijós, sem varpað gæti ljósi á þessa furðulegu atburði. Þegar eg kom inn til Setons veitti eg því þegar eftirtekt, að hann var enn alvarlegri á svipinn, en hann var er við ræddumst við deginum áður. „Hvað hefir gerst, Mr. Seton?“ spurði eg. „Seðlarnir, herra minn. Þeir eru — falsaðir. Þegar eg fór með þá í bankann í rnorgun var eg beðinn að koma inn í einkaslcrifstofu eins yfir- mannsins og eg var yfirheyrður mjög nákværn- lega. Seðlarnir eru falsaðir.“ „Falsaðir,“ endrirtók eg og gapti og horfði á hann undrandi. „Já, herra minn. Yfirmaðurinn sagði mér, að fyrir misseri hefði bankinn og allir bankar hér í landi og erlendis verið aðvaraðir, því að mik- ið af fimm og fimtíu sterlingspunda Englands- bankaseðlum væri í umferð. Seðlarnir hafa ver- ið prentaðir í Argentinu. Lögreglan þar gerði húsrannsókn í „prentsmiðjunni“, gerði upp- tækar seðlabirgðirnar, mótin og öll áhöld, og handtók sex menn. Þeir voru allir dæmdir í fangelsisvist til langs tíma, En við yfirheyrsl- urnar kom í ljós, að þeir liöfðu liaft sambönd við menn í Madrid, París og London — og þess- ir menn höfðu það hlutverk með höndum, að koma seðlunum, einkum fimm punda seðlum — í umferð.“ „Og hvað sögðuð þér?“ „Herra minn, — eg sagði alla söguna. Yfir- maðurinn tók alla seðlana og eg held, að hann hafi sent þá til yfirstjórnar Englandsbanka.“ „Þá er málið sama sem komið til lögregl- unnar,“ sagði eg. Mér voru að þessu beisk von- brigði, því að þetla mundi gera alt flóknara og erfiðara fyrir mér við að hjálpa Thelmu og firra liana frekari vandræðum. „Já, lierra minn,“ sagði Seton, „mér skilclist á yfirmanninum, skildist fyllilega á honum, að lögreglunni mundi verða falið að rannsaka mál- ið. Scolland Yard hefir vafalaust þegar tekið ]iað til meðferðar.“ XI. Ást og heiður. Hér var komið nýtt atriði til sögunnar, sem gerði alt enn flóknara og örðugra viðfangs. Hvers vegna var Stanley Audley öðru nafni Philip Graydon, með falsaða bankaseðla í fór- unr sínum — seðla frá hinni alræmdu prent- smiðju í Suður-Ameriku? Af hverju liafði hann gert tilraun til þess að eyða einum þeirra í eldi, en skilið hina eftir í skúffu í sama herbergi. í þeirri veiku von, að geta fengið einliverjar frekari upplýsingar um Audley frá Marigold Day hringdi eg liana ujrjr og bað hana snæða með mér nriðdegisverð í Piccadilly gistihúsinu. Hún þá boð mitt þegar í stað og rneðan á máltiðinni stóð kom eg því svo fyrir, að sam- ræðan hneigðist í áttina til Stanley Audley. Og eg sagði henni frá hinu merlcilega hvarfi lians úr hcrberginu í einkagistihúsi Seton’s við Lan- caster Gate. „En er nú áreiðanlegt, að það lrafi verið Mr. Audley?“, spurði hún. „Vissulega“, sagði eg, „vegna vitnisburðar og lýsingar Seton’s getur það ekki verið nein- um vafa bundið. Þar að aulci hefir lrann þekt Audley lengi. Það getur þvi ekki átt sér stað, að honum skjátlist.“ „Mér þykir afar einkennilegt,“ sagði lrún, „að hann skuli ekki hafa látið nrig vita neitt unr konru sína til borgarinnar.“ Það var auðséð á svip hennar, að henni þótti mjög við hann, að lrafa ekki gert sér aðvart. „Það er einkennilegt,“ sagði eg, „en við meg- um elcki gleyrna því, að hann hefir sjálfur kos- ið, af einhverjum ástæðunr, sem okkur eru ókunnar, að fara lruldu höfði.“ „Harold Ruthen heldur, að hann felist ein- hversstaðar í Parísarborg,“ sagði hún. „En af liverju fer lrann huldu höfði, — hvern óttast hann. Haldið þér, að það geti verið, að lögreglan sé á hælum lrans?“ „Eg veit varla hvað eg á að hugsa,“ sagði hún og andvarpaði, „en af hverju nefnið þér lögregluna?“ „Eg liygg réttast að segja yður frá því að lrverju við komumst við rannsóknina í her- berginu í gistihúsi Seton’s. Við fundum þar, í eldstónni, leifar af 50 sterlingspunda seðli. I skúffu í sama herbergi fundum við þrjá aðra. Og það hefir konrið i Ijós, að allir þrír seðlarn- ir eru falsaðir." „Nú, þetta vitið þér,“ sagði lrún og augnaráð hennar varð einkennilegt og lrörkulegt. Eg liafði eigi séð lrana þannig á svip fyr.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.