Vísir - 13.07.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 13.07.1936, Blaðsíða 2
VlSIR Samvinna Breta og Balkanrikja á Miðjarðarhafi. — Samkomulag það, sem gert var, vegna hættu á, að ítalir réðist á breska flotann, er enn í gildi. En nú ætla Grikkir að ræða við Tyrki, hvort segja skuli upp samkomulaginu. London i morgun. Símfregnir frá Aþenuborg herma, að Grikkir liafi nú sam- þykt til fullnustu afnám refsi- aðgerðanna gagnvart Italíu. I sambandi við þetta hefir United Press fregnað, að gríska stjórnin ætli að ræða við hin Balkanríkin, einkanlega Tyrki, um það hvort halda skuli áfram flotasamvinnu við Breta á Mið- jarðarhafi eða ekki. Eins og kunnugt er varð það að sam- kpinulagi með Bretum og Grikkjum og fleiri Balkanþjóð- I um, að þau hétu gagnkvæmri aðstoð á Miðjarðarhafi, ef til árásar kæmi af ílala hálfu, vegna refsiaðgerðanna. Sam- komulag það, sem Bretar og Frakkar gerðu með sér á Mið- jarðarhafi, af sömu ástæðum, er nú gengið úr gildi. (United Press—-FB). Bretar semja við leið- toga Araba. Verður innflutuingur Gyðinga til Palestínu stöðvaður? Oslo. — FB. Verkamannahlaðið Daily Her- ald skýrir frá því, að hreska ríkisstjórnin liafi látið tilkjnma leiðtogum Araba i Palestina, að mnflutnngur Gyðinga til Pale- stina skuli stöðvaður fyrst um sinn, eða meðan rannsóknar- nefnd taki deilumálin til með- ferðar. Heyrst hefir, að Arabar ætli að aflýsa verkfallinu, undir eins og opinber tilkynning ligg- ur fyrir frá hresku stjórninni um að innflutningur Gyðinga skuli stöðvaður í bili. (NRP— FB). Þýsknr kommúnisti dæmdnr tii llflðts. Oslo. — FB. Frá Hamborg er símað, að hinn víðkunni, þýski kommún- isti Edgar Andre, sem var á- kærður fyrir undirbúning land- ráðastarfsemi, dráp og hluttöku í drápi, hafi verið dæmdur til lífláts. (NRP—FB). Sonur Hambro’s hlýtur doktorstitil í Genf. Oslo. — FB. Ungur norskur visindamað- ur, Edward Hambro, sonur Hambro forsætisráðherra, liefir unnið doktorstitil við Genfar- háskóla, fyrir ritgerð um fram- kvæmd alþjóðasanminga. (NRP —FB). Þýsk'austnrrísknr sáttmáti. London FÚ. Samkomulag hefir orðið milli Þýskalands og Austurríkis um ýms mál, sem undanfarin ár liafa verið rikjum þessum hið mesta ágreinings efni. Hefir nú verið gerður úm þau sáttmáli milli þessara ríkja, og er þar með þriggja ára stríð á enda kljáð, sexn náði hámarki sinu með morði Dollfuss kanslara. Sáttmálinn í heilcl verður birtur á morgun. Þeir Sehuss- nigg kanslari og von Papen liafa unnið að þessari samn- ingsgerð. Þjóðverjar falla alveg frá kröfu sinni um innlimun Aust- uiTÍkis og sameiningu ríkjanna, og Iýsa yfir að þeir hafi ekkert á ínóti því, að keisaradæmi verði endurreist í Austurríki. Hins vegar nemur austurriska stjórnin úr gildi ýms bönn, sem legið hafa á nazistum. Austur- rískir nazistar fá t. d. leyfi til að bera hakakrossmerki. Sagt er að samningur þessi hafi orðið til fyrir sterkan imd- irróður frá Mussolini, og er álit- ið að hann sé fyrsta skrefið til þess að bræða Mið-Evrópuríkin saman i eitt liernaðarbandalag. Samningurinn er líklegur til að hafa mikil áhrif á Locarno- fundinn og yfirhöfuð alla milli- rikjasamninga í álfunni. Vopnaðir , facsistar I taka útvarpsstöðina í Val- encia á Spáni og útvarpa tilkynningu, sem veldur æsingum í bili, en leggja svo á flótta. London í moi’gun. FB. Á Valencia á Spáni hefir gerst atburður, sem að vísu liafði ekki alvarlegar afleiðing- ar, en olli talsverðum ótta á Spáni í bili. Nokkrir vopnaðir fascistar náðu á sitt vald útvarpsstöðinni í Valencia og tilkyntu, að fas- cistasambandið hefði tekið stöð- ina. En fascistarnir lögðu fljót- lega á flótta og var skömmu síðar skýrt frá málavöxtum og þjóðsöngurinn því næst leikinn. Útvarpstilkynning fascistanna vakti allmiklar æsingar í bili. (United Press—FB). „Wyatt Earp‘í Oslo. — FB. „Wyatt Earp“, skúta Sir Hu- bert Wilkins, kom til Barrow s. 1. föstudag og hélt því næst eftir skamma viðdvöl áfram til Noregs. Wilkins heimsótti skipasmíðastöð Vickers & Arm- strong í Barrow og ræddi við yfirmenn stöðvarinnar um ráðagerð sína, að komast til norðurpólsins í kafbát. Það eru á yfirstandandi ári fimm ár síð- an er Wilkins gerði tilraun til þess að komast til pólsins í kaf- bátnurn Nautiliusi. (NRP—FB) Leigfuiiámid -o- I. Leigunámið á mjólkurvinslu- stöð samvinnubænda liefir nú fram farið, samkvæmt fógeta- úrskurði. Þar með eru mörg lxundruð sanxvinnubændur sviftir öllum umráðum yfir eign sinni. Um réttmæti úrskurðarins skal ekki rætt hér, en liann er vitanlega framkvæmdnr á á- byrgð gjörðarbeiðanda, þ. e. ríkisst jórnarinnar. Þetta vita allir og skilja, nema dagblaðsnefna íorsætis- ráðherrans, en þar eru þeir öllu ráðandi, Hermann Jónasson og Jónas frá Hriflu. Og sanxkvæmt þeirra skiln- ingi á málinu, er leigunámið alls ekki framkvæmt á ábyrgð gjörðarbeiðanda, þó að svo standi i úrskurðinum sjálfum, heidur á ábyrgð Lyjólfs Jó- hannssonar!! Þeir skýra svo frá í blaði sinu á laugardaginn: „Leigunám það, sem nú fer fram, er á ábyrgð Eyjólfs Jó- hannssonar“. (Leturbreyting hér). Og enn fremur segja þeir, spekingarnir: „Löggilding stöðvarinnar var beinlínis bundin því slcilyrði, að hún tæki að sér að geril- sneyða alla þá mjólk, sem ger- ilsneyða þarf til neyslu í bæn- um.“ (Leturbreyting hér). Það er vafalaust ósatt, að á það hafi verið fallist, að stöð- in gerilsneyddi mjólk bænda, án þess að nokkuð væri á það minst, hvað sú gerilsneyðing ætti að kosta. En í skrifi þeirra félaga, Jónasar og Hermanns, virðist fullkomlega gefið i skyn, að stöðinni liafi verið skylt að að framkvæma verkið, jafnvel þó að engin borgun kæmi fyr- ir. Þetta fær vitanlega ekki staðist, fremur en önnur heimska þeirra félaga og rök- villur. Vitanlega áttu þessir ut- anfélagsxxienn, 20—30, að greiða fyrir gerilsneyðinguna sama verð og félagsmenn sjálf- ir. Og það liggur í augum uppi, að félagsmenn liafi ekki farið að greiða liærra gerilsneyðing- argjald en þeir töldu nauðsyn- legt, til þess að stöðin bæri sig í rekstri. En svo koma fáeinir utan- félagsmenn og heimta lægra gjald. Þeir heimta í raun réttri gjafir af samlagsbændum. Það vérður nú ekki séð, að þeir eigi hinn allra minsta rétt til þvílikra gjafa. Og þvi verð- ur ekki neitað, að það er ákaf- lega furðulegt, að þeir skyldi geta fengið sig til þess, að krefj- ast slíkrar fórnar af samvinnu- bændunum. Og fari nú svo, að fógeta- gerðin verði látin óröskuð standa, mun öllunx almenn- ingi ekki þykja liggja í augum uppi, livar óbilgjörnum mönn- unx sé taknxörk sett í hlunn- inda-kröfum á hendur öðrum. II. Það mun nú talið, að for- dæmi sé fyrir því, að taka eign- ir einkaifyrirtækja leigunámi, með svipuðum hætti og í lík- unx tilgangi, eins og Mjólkur- stöðin hefir verið tekin. En eina fordæmið. sem um getur verið að ræða, er leigunáxnið á sildarverksnxiðjunni á Sól- hakka sumarjð 1934. Og um það er þó alt öðru máli að gegna. Eigandi síldarverksmiðju þessarar, Útvegsbankinn, lxafði ákveðið að starfrækja ekki verksmiðjuna þetta sumar. Það var vitanlegt, að sú á- kvörðun var tekin í þvi skyixi, að þröngva ríkisstjórninni til þess að lcaupa verksmiðjuna og starfrækja liana vegna þeirrar almennings nauðsynj- ar, sem telja íxxætti á þvi, að liún yrði starfrækt á sildarver- tiðinni, hæði til atvinnuaukn- ingar á sjó og landi við síld- veiðar og sildarvinslu, og til þess að liagnýtt yrði sem mest af þeirri síld, sem unt yrði að afla. Það hefði líka verið með öllu óverjandi, að láta starf- rækslu verksmiðjunnar falla xxiður, eins og þá stóð á, enda voru þá ekki komnarupp þrjár af verksmiðjum þeim, sem nú eru starfandi. Og úr því að eigandi verksnxiðjuxxnar var nxeð öllu ófáanlegur til að starfrækja hana, varð ekki lijá því konxist, að ríkið tæki liana til reksturs. Það liefir hins vegar aldrei koixxið til mála, að lögð yrði niður starfræksla xxxjólkur- stöðvarinnar. Eigendur liexxnar liafa verið fúsir til að láta hana gerilsneyða alla þá íxxjólk, sem að liefir borist, og að eins kraf- ist að fá fyrir það kostnaðar- verð. Það var þannig engin frambærileg ástæða til þess að rikisstjórpin tæki rekstur hennar í sínar hendur. En með leigunámi mjólkur- stöðvarinnar er gefið nýtt for- dæmi, sem er mjög vafasamt, að ríkisstjórixin hafi gert sér greixx fyrir, hverjar afleiðing- ar geti orðið af. Samvinnufélög, víðsvegar um landið, hafa komið sér upp frystihúsum, nx. a. til þess að frysta beitusíld. Til þessara frystihúsabygginga liefir verið veitlur mjög ríflegur styrkur úr ríkissjóði. Það virðist nú liggja allnærri, að setja eig- endum frystihúsa þessara á- kveðin skilyrði um það, að þeinx skuli ekki aðeins slcylt að frysta síld fyrir aðra, lieldur um það, live hátt gjald þeir megi taka fyrir það. Gæti þá svo farið, að ágreiningur um frystingargjaldið yrði i skjóli fordæmisins, sem gefið er með leigunámi nxjólkurstöðvarinn- ar, notaður sem átylla til þess að taka öll umráð yfir frysti- húsunum af eigendum þeirra, samvinnufélögunum, og þau fengin einhverjum öðrum í hendur, t. d. félögum útgerðar- maima. Og sannleikurinn er sá, að sá orðrónxur liefir nú þeg- ár lagst á, að ýms samvinnu- félög beiti unxráðarétti sínunx yfir frystiliúsum þannig, að allmiklar likur megi telja til þess, að sú krafa verði gerð, heldur fyrr en siðar, að tekið verði í taumana. — Er þvi ekk- ert ólíklegt, að sumum sam- vinnuforkólfununx i landinu þyki aðfarirnar gagnvart eig- endum nxjólkurstöðvarinnar í ógætilegasta lagi. Norskur st j órnmála- maðup látinn. Oslo. — FB- Abrahanx Berge, fyrrverandi forsætisráðherra i Noregi er lát- inn 85 ára að aldri. Hann varð fyrst ráðherra 1906 og forsætis- ráðherra eftir andlát Halvor- sens til 1924. (NRP—FB). Rockefellerstofnnnin veitir dr. Helga Tómassyni 11.000 króna styrk til geðveikirannsókna hér á landi. Dr. Helgi Tónxasson var með- al farþega á Gullfossi síðast, en hann fór utan til þess að sitja aðalfund sálsýkislækna i Bretlandi, senx lialdinn var í Folkestone 1.—4. júli, eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu. Var honunx boðið þangað til þess, að flytja erindi um sálsýkisrannsóknir sínar. Sátu fundinn um 150 læknar. Vísir hefir átt stutt viðtal við dr. Helga Tómasson, og spurði hann tiðinda úr ferð lians. Kvað hann sér vera það gleði- efni, að Rockefellerstofnunin liefði ákveðið að veita sér 11000 kr. styrk til geðveikirannsókna hér á landi og jafnframt hefði stofnunin gert tilboð um að kosta sérnánx eins eða tveggja lækna til aðstoðar við rann- sóknirnar. Rannsóknir þær, sem hér er um að ræða, eru framhaM þeirra rannsókna, sem dr. Helgi Tómasson hefir haft með hönd- um, unx blóðsölt geðveikisjúkl- inga, en doktorsritgerð hans. fjallar unx það efni, en rann- sóknum sinum hefir hana hakl- ið áfram hér á landi undanfar- in ár. Hefir hann skrifað um þær í erlend læknatímarit, og leiddi það til þess, að honum var boðið að koma á fundinni og flytja erindið. Dr. Helgi Tómasson sagði, að sér hefði verið ágætlega tekið og fvrirlestur sinn vakið at- hygli. Skraddaraþankar. ii. Fiskhringurinn. Það er eftirtektarvert fyrir þá, sem utan við dægurþrasið standa hér á landi, hvernig ýmsum óhöppum, einkum í verslun, hefir verið tekið, og hvernig slík óhöpp hafa verið dæmd. í öðru orðinu hafa þeir, sem fyrir óhöppunum lxafa orðið, verið dæmdir auðvalds- herrar, sem féflett haf5 al- menning hræðilega, þó þeir hafi ekki verið meira en bjarg- álnamenn. I hinu orðinu eru sömu menn ásakaðir fyrir bankaskuldasöfnun, og svik við lánadrottna sína. En á hinar einu sönnu orsakir óliappanna, lxefir aldrei verið minst einu orði. Eitt af þessunx óliöppum t. d. var fjiárhagsútkonxa hins svo- nefnda fiskhrings, sem lir. Geo Copland var fyrirliði fyrir, og hlestu efnamenn, kaupmenn og útgerðármenn, urðu fyrir svo gífurlegu tjóni af, að þeir bíða þess aldrei hætur. Tildrög að stofnun þessa fiskhrings voru þessi: Eins og mönnum er kunn- ugt, var afarverð á íslenskum framleiðsluvörunx á stríðsárun- um. Lögðu menn alment mikla áherslu á, að njóta þess háa verðs sem lengst. En eðlilega lilaut svo að fara, að það liá- spennuverð færi smámsamaii lækkandi að stríðinu loknu. Og þegar menn fóru að óttast verð- fallið, fóru þeir að beita ýnxs- um ráðum, sem eigi liöfðu ver- ið áður notuð til þess, að halda verðinu uppi, þar á meðal að sameina framboð vörunnar á sem fæstar hendur, svo einn biði ekki niður fyrir annan, þjóðinni og einstaklingum liennar til tjóns. Og vitanlega voru þessar tilraunir gerðar ekki síður til liagsmuna al- menningi, en einstökum mönn- um. En þar sem varan lá dreifð nxeðal almennings og unx land- ið, og almenning skorti nægt bankalánstraust, hlutu efnuð- ustu kaupmenn og félög að safna vörunni saman, nota bankalánstraust sitt til þess ýtrasta og bera alla áhættuna af slíkum tilraunum alþjóðar vegna. Og okkar aðalútflutn- ingsvara var þá, eins og endra- nær, sallfiskurinn. Geo Copland var vel þektur og reyndur Englendingur, sem hafði rekið hér stórverslun með saltfisk í nokkur ár, og var þvi vel kunnur spænska og ítalska fiskmarkaðinunx. Hann var vel fjáður og taldi ráðlegt, til þess að halda fiskverðinu uppi, að mynda þennan svo- nefnda fiskhring. Og af því Copland var vel efnaður, reynd- ur fisksali og naut traust þeirra, sem hann komst í viðskifta- kynni við, tókst honum að stofna félag, sem setti sér það mark, að kaupa sem nxest af öllum saltfiski landsins, og að annast söluna á honum. Flestir stórútgerðarmenn og fiskkaup- menn við Fgxaflóa tóku þátt í þessupx félagsskap, beint eða óbeint; sunxir gerðust beint félagsmenn, hringsins, og er- lendir fiskkaupnxenn fylgdu \erðlagstefnu lians, t. d. A. T. Möller í Kaupmanna liöfn, Boókless Brothers í Hafn arfirði, o. s. frv. Sjálfur lagði Copland fram 1250 þús. kr. í fyrirtækið. Fiskhringurinn var stofnað- ur 1919. Voru meðlinxir hins eiginlega hrings aðeins 6, þar af 1 útlendingur (Copland), 4 voru kaupnienn og útgerðar- menn, og eitt útgerðarfélag. 1 fyrstu tókst hringnum, og fisk- kaupniönnum þeinx, er fylgdu lians verðlagi, að halda verð- inu uppi, en smánxsaman urðu samtök fiskkaupalandanna yf- irsterkari, og neituðu fyrir- varalaust að borga fiskinn á venjulegan hátt, gegn afhend- ingu farmskjala. Fiskkaupend- urnir liér urðu þvi tilneyddir að afhenda erlendum fisk- kaupendum, sérstaklega Spán- verjunx, fiskinn í umboðssölu, til þess að fá þó eittlivað fyrir hann. Endirinn varð sá, að nxeð- linxir fisklxringsins munu hafa tapað nálega öllu þvi, sem þeir áttu, og sumir meira en það. Firmað Bookless Brotliers, sem talið var að eiga unx 2 miljónir króna, tapaði allra þeirri upp- liæð og A. T. Möller i Kaup- mannahöfn tapaði stórfé. Og loks tapaði Islandsbanki stórri upphæð hjá fiskhrings- nxönnum og öðrum, er keyptu liér fisk á tímabilinu, sem fisk- hringurinn stóð, eða árin 1919 —1923. Þar nxeð var útvegsstarfsemi þeirra, er í fiskhringnum voru, fullkomlega lömuð og eigin- lega alveg drepin. En hún hafði staðið árunx saman með mikl- um blóma, veitt fjölda manna lífvaönlega atvinnu og ríkis- sjóði miklar tekjur. Nú geta slyngir rógberar lialdið þvi fram, að þessi nxildu töp liafi stafað af þekldngarlaysi eða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.