Vísir - 13.07.1936, Blaðsíða 4

Vísir - 13.07.1936, Blaðsíða 4
VlSIR IIAILE SELASSIE TALAR I GENF. Myndin er tekin af honum í rœðustólnum á þingi Þjóðabandalagsins. T. v.: Svissneskur lögregluþjónn leiðir út einn italska blaðamanninn, sem gerði óp að keisaranum. Ötan af landi, ----o---- Skipstjórinn á Nab Wyke, sem Ægir tók, sektaður um 10.000 gullkrónur. Akureyri 11. júlí. FÚ. I fyrrakveld kom varðskipið Ægir til Akureyrar með ensk- an togara, Nab Wyke frá Hull, er staðinn var að ólöglegum veiðum í landbelgi austur við Tjörnes. Próf í málinu stóðu ýfir 'í gær ,og í dag fyrir bádegi. Kvað Sigurður Eggerz bæjarfó- geti upp dóm yfir skipstjóran- .um, O. C. Collinson. !Er skipstjóranum gert að ;greiða i sekt 10 þúsund gull- ■krónur, þ. e. 20124.77 seðla- krónur, eða 10 mánaða einfalt fangelsi. Afli og veiðarfæri skal gert upptækt — alls metið kr. ■6900.00. — Skipið var nálega fullhlaðið af fiski. — (Heimild fréttaritara frá bæjarfógeta- •skrifstofunni). Bitarnir ÍBandiríkjununi London 12. júlí. FÚ. SjÖ bundruð manns eru nú dánir í Bandarikjunum af völd- ujn bitans. Hitinn er ægilegur í dag um ÖIl Bandaríkin, hvar ?e,fn til spyrst, en þó rigndi lit- ilsbáttar í New York. í Kansas eru nú 100 þúsund fjölskyldur, sem algerlega eru komnar á vonarvöl vegna upp- skerubrests af völdum hitans, og er gert ráð fyrir, að rik- ið verði að taka við og hjálpa. Blaðamaður, sem verið hefir á ferð um Norður- og Suður- Dakota símar New York blaði, ‘að fólkið sé að verða örvita á mestu þurkasvæðunum, og að það sé átakanlegt að sjá það, að fjöldi manna liggi á bæin til guðs um að liið mikla krafta- verk gerist og regn komi úr lofti svo að uppskerunni verði borgið. í Missouri, Iowa, Kansas og Norður- og Suður-Dakota eru allar horfur á, að uppskeran gereyðileggist. Kröfur Færeyinga fá slæmar undirtektir hjá Dönum. Kaupmannahöfn 11. júlí. Einkaskeyti FÚ. Landsráð Suður-Grænlands hefir ákveðið að hafna tilmæl- uin færeyska lögþingsins um áðgang fyrir Færeyinga til þesjs að stunda fiskveiðar við Suður- Grænland, og fer þess á leit við dönsku stjórnina að hún neiti þéssum tilmælum, með því að slíkar veiðár myndu spilla sel- veiði Grænlendinga.*- Jösef prestur Loftsson. Þorsteinn skáld Erlingsson kemst m. a. þannig að orði í „Eiðnum“, er nærsveitarklerkar eru komnir í Skálholt, þá er eiðfesta slcal Ragnheiði biskups- dóttur og hreinsa liana þann veg af öllum grun um „skemd- arverk manna“: Þar stendur Jósef sterki á Ólafsvöllum í stuttri liempu, sgm er , alt of víð o. s. frv. — ' '-4 ' Við sjáum klerkinn fyrir okk- ,ur þarna á bæjarstéttinni í Skálholti, samkvæmt þessari fáorðu og meistaralegu lýsingu. Síra Jósef Loftsson var dótt- ursonur Odds biskups Einars- sonar. Fékk veitingu fyrir Mos- felli, en misti það og fékk svo Ólafsvelli á Skeiðum. — „Hann var mikill maður og sterkur og hinn mesti raddmaður; var hann stundum í Skálholti; hann gjörði það eitt sinn til þrek- raunar, að liann vóð Hvítá á Þengilseýri um vetur í frosti, svo hann Iiakaði vatnið, og studdist við járnstaf, en settist á bæjarþrepskjöld, er liann kom heiiii í Skálholt og drakk mikla blöndu kalda, en eítir það sló að honum hrolli. Þá leysti Brynjólfur biskup hann fyrir of<jirfð“. ’ Thomas Meigham kvikmynda- leikari látinn. London 9. júlí. FÚ. í gærkveldi andaðist Thomas Meigham kvikmyndaleikari, að heimili sínu á Long Island við New York. MATSALA: Spítalastig 6 (uppi). [TAPAt rUNDIDl Stór svört karlmannskápa tekin fyrir aðra minni í Rauð- hólum 5. júlí. — Uppl. i síma 4460. (360 Svartir dömulianskar töpuð- ust síðastl. föstudagskveld frá Bankastræti 6 að Þingholtsstr. 21. Skilist í Bankastræti 6, mið- liæð, gegn fundarlaunm. (373 Vasaúr tapaðist s.l. föstudag, líklega í strætisvagninum Kleppur—Lækjarlorg. Finnandi geri vinsámlegast aðvart í síma 1249. Fundarlaun. (374 Tapast hefir lítill páfagaukur, gulur á. lit með svartar doppur á baki. Sá, sem kynni að finna hann, geri svo vel að gera að- vart í síma 3921. (381 ÍKVBNNA Mótoristi, sem hefir réttindi til að vera með 90 lia. vél, ósk- ast strax. Sími 4636. (364 Barngóð og þrifin róðslcona óskast strax. 3 í lieimili. Uppl. í Kirkjustræti 4. (365 Stúlka óskast nú þegar. Mat- stofan. Tryggvagötu 6. (369 Saumastofan, Hafnarstr. 22 saumar kven- og barnafatn- að eftir nýjustu tísku. -- Dömukápur, kjólar og dragt- ir, er sniðið og mátað. Sauma- stofan, Laugaveg 12. (167 Loftþvottar og utanhússþvott- ar. Símar 2042 og 4661. (16 Þvæ í húsum. Júlíana Péturs- dóttir, Njálsgötu 36, kjallara (steinhúsið). Sími 1460. (209 Fólk! — Kaupakona óskast og kaupamaður á besta heimilið í Grímsnesi. Uppl. hjá Gunnari Sigurðssyni, Von. Ekki í síma. (376 KliClSNÆtll 2 herbergi og eldhús óskast 1. okt, Uppl. í síma 3534, (362 öská eftir 2 herbergjum og eldhúsi 15. sept. eða 1. okt. — Tilboð, merkt: „K. J.“, leggist á afgr. Vísis fyrir 15. þ. m. (367 Maður í fastri atvinnu óskar eftir lítilli 2ja herbergja íbúð, með eldhúsi og þægindum, helst nálægt miðbænum, frá 1. sept. eða 1. okt. Tilboð, merkt: „A. G.“, Ieggist inn á afgr. Vísis. (368, Góð íbúð, 2—3 herbergi og eldhús, lielst í suðausturbæn- um, óskast 1. október. Skilvís greiðsla. Sími 1390. (370 4ra herbergja íbúð, í nýtísku liúsi, óskast 1. okt. Hálfsárs- leiga fyrirfram. Tilboð sendist Vísi merkt „333“. (232 Herbergi með aðgangi að síma og eldhúsi, óskast strax. Up.pl. í síma 3223. (358 Ungur maður, i góðri stöðu, óskar eftir tveggja herhergja íbúð með þægindum, 1. okt. — Tilboð sendist Vísi, ekki síðar eni 25, þ. m., merkt: „Ábyggileg greiðsla“. (378 HáufsFárH Nýja fiskbúðin, Laufásveg 37, er altaf birg af nýjum fiski. — Sent um allan bæinn. — Simi 4052. (361 SUMARBÚSTAÐUR, nálægt Reykjavík, til sölu. — Tilboð, merkt: „Nú þegar“, sendist Vísi. (363 Vil leigja eða kaupa gott út- varpstæki fyrir batterí, nú þeg- ar. Uppl. í síma 3022. (366 .—;-----------------« Athugið! — Karlmannahatta- búðin, Hafnarstræti 18, næstu dyr við kjölbúðina Herðubreið, selur hatta, nærfatnað, sokka, axlabönd, mancliettskyrtur, dömusokka o. m. fl. — Tekur gamla hatta til viðgerðar. Að- eins vönduð, handunnin vinna. (371 Til sölu nýtísku steinhús á stórri eignarlóð, við Miðhæinn. 2 stórar ibúðir. Utborgun ca. 10 þúsund, annars mjög góð greiðslukjör. Semja þarf fyrir 18. þ. m. við Jónas H. Jónsson, Hafnarstræti 15. Sími 3327. — (372 Fopnsalan Hafnarstræti 18, kaupir og sel- ur ýmiskonar húsgögn, og lítið nolaða karlmannafatnaði. — Tækifærisverð. Símí 3927. Pantið í tíma, í síma 3416. — Kjötverslun Kjartans Milner. (757 Permanent fáið þér best í Venus, Austurstræti 5. Sími 2637. (2 Til sölu: Mauser Magasin- riffill með kíki 8x32 og nóg- um skotum. Tækifærisverð. -r- Uppl. í síma 3426. (377 Nýtt barnarúm (járnrúm) og barnavagn til sölu á Grettis- götu 70, uppi. (375 Víkingsfundur i kvöld. (379 AUGLYSEMGAR FYRIR :NARÍJCRI)- í Hafnarfirði er til.'isölu liænsnahús og 10 ung hænsni, Guðm. Á, Jónsson. Sími 9069; , ' . . . ; ■ irfvi (380 “ FÉ1.AGSPHKNTSMÍU J ax ’f/ KRIST AtSKLÓ. 54 drágá mig í hlé. Hins vegár — fyrst um sínn mun eg leggja aðaláherslu á að finna þann, sem reyndi að myrða mig.“ „Það næst i liann einhvern tíma,“ sagði dr. Feng. „Það er engum vafa undirorpið.“ Mig furðaði stórlega á því, í livaða tón bann mælti, því að liann talaði eins og hann væri viss um þetta -- alveg hárviss. Eg leit á hann. „Þér eruð ekki í neinum vafa um það, að javí er virðist,“ sagði eg. „Eg er alveg hárviss um það,“ sagði hann með einkennilegum álierslum, en af svipnum á andliti lians varð ekkert ráðið frekar venju. En eg gat ekki varist þvi, að hugsa, að hann vissi miklu meira en hann hafði látið uppi. GrUnsemdir míúar i hans garð jukust með hverju andartaki. „Hætlið leitinni, drengur minn,“ sagði hann vinsámlega. „Ef þér hefðuð farið að mínum ráðum í uppphafi, hefði þetta aldrei komið fyrir.“ ■ Og þvi næst bað hann mig um, að eg held í tuttugasta sinni, að lýsa fjrir sér náungan- um frá Bradford. Hvers vegna liann spurði mig um liann livað eftir annað, veit eg ekki. Feng var ekki lögreglumaður og heldur ekki í þjónustu hennar á nokkurn hátt, að því er eg best vissi. Samt talaði hann um þennan mann frá Bradford og reyndi að festa sér í minni útlit lians, eins og hann byggist við að hitta liann daginn eftir og Iiandtaka hann. En uiíi sjálfan niig er þáð að segja, að það var í rauninni áð eins eitt, sem sannfærði mig um, að það var maðurinn frá Bradfbrd, sem reyndi að myrða mig. Það var steinninn í slipsisnælunni, sem eg liafði litið, er eg var að berjast við dauðann, steinninn, sem mér liafði í svip virst virst vera mannlegt auga. En ef nokkur maður, sem eg hafði kvnst, var gerólíkur glæpamanni, var það verslun- arerindrekinn frá Bradford. Hann var gáfu- legur iá svip og fjörlegur, hress, ræðinn, til- búinn að skrafa góðlátlega um alt milli him- ins og jarðar, liann virtist líta með góðvild á alt og alla, í stuttu máli, það var ekki neitt í útliti hans eða framkomu, sem benti til, að liann væri glæpamaður. En slipsisnælan! Það var ekki néitt um að villast þar. Og það var ekki nokkurum minsta vafa undirorpið, að sömu næluna og hann bar . i slipsi sínu,- er við ræddúin saman, sá eg, þegar eg kvaldist mest í rúminu ’í Cross Key’s gistihúsi. En um þetta gat eg ekki við dr. Feng. Enn hafði mér dottið dálítið í hug skyndi- lega, er eg taldi mikils virði. Pearson yngri hafði ekið frá Duddington til þess að finna mig og er við liöfðum talast við, varð mér Ijóst, að það var eklci liann, sem hafði talað við mig í símanum, er eg var heðinn, að koma til Dudd- ington til þess að gera breytingar á erfðaskrá föður hans. En nú varð mér ljóst, að sá, sem hafði beðið mig að koma þangað, var enginn annar en vferslunarerindrekinn frá Bradford. Étí það var fyrst nú, sem mér var orðið þetta ljóst. • ‘ ! ■; Síðdegis dag þann, er Iæknirinn hafði lýst yfir því, að eg væri fær um að ferðast til Lon- don, var eg talsvert á gangi með Thelmu. Við gengum eftir brautinni, sem liggur í áttina til Great Casterton, en vegur þessi er ágætlega lagður, og útsýni af honum hið fegursta. Af veginum fórum við svo götuslóða upp hliðarn- ar og komum í skóg fagran, sem var liluti liins mikla, forna Rockinghamskógar. Þar hvíldumst við á bol álmtrés, sem fallið hafði til jarðar. Sólskin var og fagurt veður og geislar sólar- innar náðu að skína inn á rrtilli hina laufguðu trjágreina, en ilmur af rökum berki og blóm- um skrýddri jörð barst að vitum okkar. Hvergi er fegurra en i skógum Englands að sumarlagi og það var okkur báðum Ijóst, er við sátum þarna. En það var, svo margt, sem við höfðum á- hyggjur- af, og fyrr en varði vorum við farin að tala um þá hluti. Það var Thelma, sem hóf máls á þessu, er hún sagði og horfði i augu mér um leið: „Eg — eg verð að biðja yður að fyrirgefa mér, Mr. Yelverton. Ált, sem gerst hefir, er af- Ieiðing þess, að þér vilduð hjálpa mér. Mér einni er um að kenna.“ „Um að kenna,“ sagði eg og greip hönd hennar. „Við hvað eigið þér? Yður er vissulega ekki um að kenna. Það lítur út fyrir, að einhver f jandmanna minna vilji launmyrða mig, — en hvers vegna veit eg ekki. Eg hefi engum gert neitt ilt, svo eg viti. En að segja, að yður sé um að kenna, er hreinasta vitleysa.“ „Dr. Feng segir, að þér hefðuð átt að taka tillit til aðvarananna, sem mig snertu. Hann heldur líka, að önnur tilraun verði gerð til þess að ráða yður af dögum. Farið þvi varlega!“ „En hvers vegna? Segið mér, livers vegna?“ Hún lyfti höndum eins og hjálparvana og vafði þéttar um sig gulu sumarkápunni, sem hún var í. Hún var fegurri en nokkuru sinni, fanst mér, og nú datt mér í hug, af því að hún var ljósklædd, frá hvirfli til ilja, að ef hún væri sannfærð um, að Stanley væri látinn, mundi hún ekki ganga þannig klædd. „Dr Feng hefir miklar áhyggjur yðar vegna,“ sagði hún. „Hefir hann sagt yður nokkuð, sfem máli skiftir?“ „Nei“ svaraði eg. „Hann virðist æstari en að venju. Hann er annars svo rólegur. Eg botna ekkert i þessu.“ „Það geri eg samiast að segja heldur ekki. Flótti Stanley’s og afleiðingar hans er fyrir ofan minn sldlning, Thelma.“ „Flótli hans,“ sagði hún og það var eins og henni hefði brugðið. „Þér haldið þó ekki, að hann liafi yfirgefið mig af ásettu ráði?“ „Ilvers vegna skrifar hann ýður þá ekki —• eða kemur aftur?“ spurði eg djarflega. Ilún virlist alls ekki hafa reiðst, eins og eg liálfvegis bjóst við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.