Vísir - 15.08.1936, Síða 3

Vísir - 15.08.1936, Síða 3
KEPPENDUR Á OLYMPISKU LEIKUNUM. Fpó Rússlandi. Rauðu greyin hérna eru við og við að tala um það, hvilík einstök sæla það sé. að eiga heima í Rússlandi. Þar sé nú ekki atvinnuleysið og dýrtíðin. Þar liafi allir nóg að gera og allir hiátt kaup. Og þar sé alt ákafíega ódýrt. Einliver munur á vöruverðinu þar, eða t. d. hér ‘á Íándi. — En þetta er víst ekki allskostar rétt hjá rauða dótinu. fremur en annað. — Þess má til dæmis ygeta þvi til sönnunar, að ekki sé þar tiltakanlega „ódýrt að lifa“, að norskur sjómaður, sem kunniigur er í Rússlandi og hef- ir komið þar iðulega að undan- förnu, segir svo nýlega í bréfi til foreldra sinna heima í Nor- egi: „Hér fæst nú ekki nýtt kjöt, hvað sem í boði er. Maður verð- ur að sætta sig við niðursoðið kjöt og þykir það ekki gott. Pelta niðursoðna kjöt er nú líka senn að þrotum komið. Annars er verð á kjöti og grænmeti hér í Rússlandi óhæfilega hátt. Kjötpundið fæst ekki undir 4 rúblum, svo að ef við hér (á skipinu) ætlum að gæða okkur á kjöti einhvern daginn, þá kostar það ekki undir 80—100 krónum. Það er þrisvar eða fjórum sinnum meira en sann- gjamt getur talist. Svona er okrað á fólki. Eg skal nefna annað dæmi: Enginn getur ver- ið án eldspýtna til lengdar. Þetta vita þeir hér eystra ekki síður en aðrir. Riðji eg um eldspýtna- búnt í búðum hér, þá er mér sagt að það kosti 80 aura. Eg er hræddur um, að það þætti dýrt í Noregi.“ Mikið er nú um það talað í erlendum blöðum, að siðleysi og kynferðisglæpir fari vaxandi í Rússlandi. Er það baft eftir ýmsum blöðum Sovjetríkisins, þeim er ekki má senda úr landi. — Þar er því haldið fram, að æskulýðurinn sé látinn kynnast kynférðislífinu mjög snemma — alt of snemma — og afleið- iiigin verði sú, að krakkarnir fari að hugsa um þessa hluti milclu fyr en ella, en það liefni sin grimmilega. Fræðslan um kynferðismálin leiði til þess, að unglingarnir verði mjög snemma lialdnir hættulegum losta-fiðringi og margir hirði ekki um, að leggja nein bönd á forvitni sína í kynferðilegum efnum. Piltar og stúlkur fari að hafa kynferðis-mök saman miklu fyrr en áður hafi tiðkast. Sumum unglingum þyki blátt áfram merkilegt og sómasam- legt, að byrja á þessu sem allra fyrst. Strákur einn, sem staðinn hafði verið að mökum við telpu á sínu reki, var spurður að þvi, livers vegna hann hefði gert þetta. Hann svaraði: „Mér hefir verið kent, að eg ætti að gera skólalærdóm minn arðberandi. Það hefi eg reynt að gera, jafnt í þessu sem öðru.“ —o— Hinir ungu, rússnesku „vík- ingar“ í ástamálum hafa marg- ir hverir verið staðnir að við- bjóðslegum siðferðis-afbrotum. — Almenningur gerir sér Ijóst, að þarna muni mikil og alvar- leg liætta á ferðum. En strákar og stelpur skeyta ekki um slíkt. Unglingarnir liafa hlotið „fræðsluna“ í skólunum og halda því fram, að foreldrarnir, sem kunna þessu illa, sé „garnal- dags“ og engin ástæða til að taka hið allra minsta mark á nöldri þeirra. — Það er nú sagt, að eitthvað sé farið að votta fyrir því, að yfir- vöklin telji sig liafa gefið ung- dóminum of slakan tauminn, i þessum sökum sem mörgum öðrum. En kunnugir telja, að örðugt muni reynast, að upp- ræta kynferðisspillingu þá, sem magnast liefir stórkostlega síð- an skólarnir tóku upp á því, að „vekja börnin“ með „kynferðis- tali“ og öðru slíku. — í kjölfar kynferðis-óranna sigli oft og einatt truflun á liugsanalífinu yfirleitt og geðveiki. Sumir pilt- anna hafi og fyrirfarið sér, er þeir voru orðnir leiðir á þessum Messur á morgun. I dómkirkjunni kl. 11, prest- vigsla. I Iiafnarfjarðarkirkju kl. 5, sira Garðar Þorsteinsson. í Landakoskirkju: Lágmessa kl. 8. Hámessa kl. 10. Engin síð- degisguðsþj ónusta. I spítalakirkjunni í Hafnarfirði: Hámessa kl. 9. Engin síðdegis- guðsþjónusta. „frjálsu ástum“ og liálf-út- brunnin skör, vart fullvaxnir menn. — Veðrið í morgun. í Reykjavik 10 stig, Bolung- arvík 11, Akureyri 13, Skála- nesi 7, Vestmannaeyjum 9, Sandi 10, Iívígindisdal 11, Hest- eyri 15, Gjögri 11, Blönduósi 13, Siglunesi 11, Grímsey 11, Skál- um 10, Fagradal 10, Hólum í Hornafirði 11, Fagurhólsmýri 11, Reykjanesi 12. Mestur hiti hér í gær 13 stig, minstur 6. Sól- skin 7.7 st. Yfirlit: Háþrýsti- svæði yfir Islandi, en lægð við Suður-Grænland á hægri lireyf- ingu austur eftir. Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður, Vestfirðir: Hægviðri og úrkomulaust í dag, en sunnan- gola og dálílil rigning í nótt. Norðurland, norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Hæg suðvestan og sunnanátt. Létt- skýjað. Vísir kemur út á mánudaginn í fyrra lagi. Eru auglýsendur þeir, er aug- lýsa þurfa í mánudagsblaðinu, þvi vinsamlega beðnir að koma auglýsingum sínum til blaðsms sem allra fyrst á mánudags- morgun. Svifflugfélag íslands heldur fund fyrir virka félaga mánudagskveld kl. 20,30 í Odd- féllowhúsinu uppi. Félagsskýr- teini verða afgreidd á fundin- um. Skipafregnir. Gullfoss var á Siglufirði í ínorgun. Goðafoss kemur lil Vestmannaeyja í nótt. Dettifoss er á leið til Iiull frá Vestmanna- eyjum. Brúarfoss fór frá Kaup- mannahöfn í morgun. Lagar- foss fór frá Leith í dag áleiðis til Austfjarða. Selfoss er á leið frá Dunkuerque til Antwerpen. Edda fór í dag til fisktöku á höfnum út um land. Björn Bjarnarson, hreppstjóri i Grafarliolti, varð áttræður í gær. Bjöm er mikill gáfumaður, hneigðiu- til bók- legrar iðju og fræðistarfa og hefir margt ritað um dagana. Hann er búfræðingur að námi og hefir verið áhugasamur urrt málefni landbúnaðarins. Ferðafélag Islands fer auk göngufararinnar á Keili næstk. sunnudagsmorg- un bílferð út á Reykjanes. Ek- ið í bílum um Grindavík alla leið að Reykjanesvita. Á Frásögn Sigurðar dlafssonar urn úrslit o.fl. Sigurður Ölafsson, vélsetjari í 'Félagsprent- smiðjunni, liefir dvalist í Berlín að undanförnu, eða síðan er ólympisku leikarnir hófust. — Hann cr góður og gegn íþróttamaður, áhuga- samur og réttorðúr, manna nákvæmastur í frá- sögnum. t— S. Ó. liefir sent Vísi bréf það, er fer liér á eftir, ritað í Berlín 3.—5. þ. m.: Til að efna hálfgefið loforð ætla eg að skrifa Vísi Iiér með fáeinar línur um leikana, þótt tim- inn sé nauniur. Eg veit að fólkið lieima hefir gaman af að frétta eillhvað af þeirri merkilegu viðureign, sem hér fer fram þessa dagana. Leik- arnir liófust 1. ágúst og voru þar jdir 100 þús. manns saman komnir. Við, eg og félagar mínir, komum út á leikvanginn kl. um 3, en þó var þá næstum orðið fullsetið. Var opnunarathöfn- in afar hátiðleg, enda var mikill fögnuður þarna, sérslaklega meðal Þjóðverja, sem liafa verið um 60—80% af áhorfendunum. íþrótt- irnar hófust ekki fyr en daginn eftir, þ. 2. ágúst. Þann dag var kept til úrslita í 4 greinum og fór það sem hér segir: Kúluvarp. 1. Hans Woellke, Þýskal. (nýtt Ol.met) 16.20 m. 2. Sulo Bárlund, Finnl.............. 16.12 — 3. Gerhard Stöck, Þýskal............15.66 — 4. Samuel Frances, U. S. A.......... 15.45 — 5. Jack Forrance, U. S. A.......... 15.38 — 6. Dimitri Zaitz, U. S. A.......... 15.32 — Kúluvarpið var sem sé einvígi milli Bárlunds og Woellke’s, sem búðir voru yfir 16 metra. Bárlund leiddi kepnina með 16.03 þar til Wo- ellke fór fram úr honum í fimta kasti með 16.20, en Bárlund bætli við sig upp i 16.12 og gat ei betur. Bandaríkjamennirnir voru ekki eins góðir og búist hafði verið við. _____ Hástökk. 1. Cornelius’O. Johnson, U.S.A. (n.Olm.) 2.03 m. 2. David Altritton, U. S. A..........2.00 — 3. Delos Thurber, U. S. A............2.00 — 4. Kalevi Kotkas, Finnl............2.00 — 5. Kimio Yata, Japan .............. 1.97 — 6. Yosliiro Asakumar, Japan; Hiroshi Tanaka, Japan; Gustav Weinkötz, Þýskal. og Lauri Kalima, Finnl. voru allir fjórir jafnir á 1.94 m. Jolinson og Albritton eru báðir negrar. John- son var langbestur og fór altaf yfir í fyrsta slökki, en hinir þrír næstu voru líkir; þó er lík- legt, að Bandaríkjamennirnir liefðu stokkið enn hærra ef veðrið hefði verið hlýrra. Einn ís- lendingur tók þátt í þessari grein. Var þaö Sig- urður Sigurðsson frá Vestmannaeyjum.' Hann stökk 1.80 m., en hafði ekki liærra. Fyrir neðan hann voru 46 keppinautar, sem ekki höfðu fai’ið ylir nema 1.70 m. Sigurður stökk nú með nýju stökklagi, sem hann hafði lært af Ameríkum. 2—3 dögum fyrir kepnina — og má það því tcljast viðunanlegur árangur af lionum, eftir svo stuttan tíma. 100 metra hlaup. 1. James C. Owens, U. S. A..........10.3 sek. 2. Ralph Metcalfe, U. S. A..........10.4 — 3. Martinus Osendarp, Hollandi......10.5 — 4. Frank Wykoff, U. S. A. 5. Erich Borchmayer, Þýskal. 6. Lennart Strandberg, Svíþjóð. Owens hafði í undanrás hlaupið á 10.2 sek., cn í úrslitalilaupinu var veðrið ekki eins hlýtt og þá fór svo, að Owens varð að láta sér nægja að hafa unnið á 10.3 sek. Svíinn Strandberg var afar óheppinn á þessu leikum. Hann liafði unn- ið sinn titil á 10.7 og 1. millihlaup á 10.5. En sama dag og úrslitahlaupið átti að fara fram, meiddist hann talsvert í fæti. Þó varð hann 3. i semifinal og komst i úrslitahlaupið. sem beðið var eftir með mikilli eftirvæntingu. Strand- berg var cnn annar eða þriðji eftir 60-70 metra, en þá þoldi fóturinn ekki lengur áreynsluna og liann varð að slá af ferðinni. — Einn Islending- ur, Sveinn Ingvarsson, var með í þessu hlaupi. Lenti hann í 6. riðli og varð þar fimti á ca. 11.1 sek. Ospidi frá Lichtenstein varð 3.4 metra á eflir honum. Spjótkast (kvenna). 1. TiÍly Fleischer, Þýskal. (n. 01.m.) 45.18Yn. 2. Luise Krúger, Þýskal........... 43.24.—. 3. Marja Kwasnienska, Pólland .... 41.80 — 4. Herrtiine Bauma, Austurríki ... . 41.66 — 5. Sadako Yamamoto, Japan .......... 41.45 — 6. Lydia Eberhart, Þýskal...........41.37 — Þýsku stúlkurnar voru langbestar i þessari iþróttagrein, enda unnu þær stórsigur. 10.000 m. hlaup. 1. Ilmari Salminen, Finnl........30.15.4 mín. 2. Arvo Askola, Finnl............30.15.6 — 3. Volmari Isohollo, Finnl....... 30.20.2 — 4. Kohei Murakoso, Japan ........ 30.25.0 — 5. James A. Burns, Stóra-Bretland 30.58.2 — 6. Juan Zobala, Argentínu........ 31.22.0 — Murakoso hafði forystuna mestalt hlaupið, en þegar eftir voru 3—4 hringir af 25, fóru Finnarnir fram úf honum og hlupu liann af sér. Sleggjukast. 1. Ivarl Hein, Þýskal. (n. Ol.m.) .... 56.49 m. 2. Irwin Blask, Þýskal............ 55.04 — 3. Oscar Warngárd, Svíþjóð........ 54.83 — 4. Alfons Kontanen, Finnl.........51.90 — 5. Wijliam J. Rowe, Bandar. ...... 51.66 — 6. Donald Favour, Bandar..........51.01 — í þessari íþróttagrein varð bardagi milli Þjóð- verjanna og Svíans. Þeir báru allir gersamlega af öðrum keppinautum sínuin, ekki að eins í einu kasti, heldur i öllum. Ameríkumennirnir voru heldur ekki eins góðir í þessari grein eins og við var búist. 100 metra hlaup (kvenna). 1. Helen H. Stephens, U. S. A......11.5 sek. 2. Stanislava Walariewicsovna, Póll. 11.7 — 3. Káthe Krausz, Þýskal............ 11.9 — 4. Marie Dollinger, Þýskal. 5. Annette Roger, U. S. A. 6. Emmy Albus, Þýskal. Slephens bar mjög af keppinautum sínuín, svo að Idrottsbladet í Stokkhólmi leyfði sér að halda því fram, að þaö gæli ekki ált sér stað, að hún væri kvenmaður. Kringlukast (kvenna). 1. Gisela Mauermayer, Þýskal. (nýtl heimsm.) ................ 47.63 m. 2. Jadniga Wajsówa, Pólland........ 46.22 — 3. Paula Mollenhauer, Þýskal....... 39.80 — 4. Ko Nakamura, Japan.............. 38.24 — 5. Hida Míneshíma, Japan .......... 37.35 — 6. Birgit Z. Lundström, Svíþjóð .... 35.92 — Tvær þær fyrstu báru sérstaklega af og þó einkum Mauermeyer. 800 metra hlaup. 1. John Woodruff, U. S. A.... 1 mín. 52.9 sek. 2. Mario Lanzi, Italía......... 1 — 53.3 —- 3. Philip A. Edwards, Canada 1 — 53.6 — 4. Kazimierz Kucharski, Póll. 1 — 53.8 — 5. Cliarles C. Hornlostel, U.S.A. 1 — 54.6 — 6. Harry W. Williamson, U.S.A. 1 — 55.8 — Veðrið var ekki gott, þegar úrsli tahlaupið fór fram, liafði rignt og var þvi kalí; einnig var talsverður vindur. — Wordruff er negri. Hann hafði i millihlaupunum náð 1.52,7 og var þvi búist við betri tima í úrslitahlaupinu. Bardaginn var harður um 4 fyrstu sætin. Frh. Sigurður S. Ólafsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.