Alþýðublaðið - 11.05.1920, Blaðsíða 1
ýðubla
<3S-efið út, mf A.lþýdiifloÍU;l£nmxi.
1920
Þriðjudaginn 11. maí
105. tölubl.
Strieið við Rnssa.
Khöfn, 9. maí.
Nýtt bandalag.
Símað frá jBerlín, að PólJand
og Rúmenía ræði um bandalag í
stríðinu gegn Rússlandi.
Vopnakaup.
Símað frá London, að Denikin
og Judinitsch káupi hergögn handa
Póllandi.
Odessa og Kiew.
Símfregn frá París hermir, að
sagt sé, að Odessa hafi verið
tekin af Ukrainemönnum.
Fregnin um það, að Pólverjar
liafi tekið Kiew, hefir enn ekkí
werið staðfest.
Usiperjar.
Khöfn, g. maí.
Parísarfregn segir að Ungverjar
liafi fengið 5 daga framlenging til
að svara þvf, hvort þeir skrifi
«undir friðarsámningana.
ið ísien^ka garðyrkjufélag.
Vér íslendingar munum sjaldan
haíá fundið það jafnvel og nií,
hversu ilt það er ,fyrir oss að
vera jafnrhikið upp á aðrar þjóðir
komnir um lífsnauðsynjar. En að
ialsverðu leyti er þetta sjálfum
oss að kenna. En þekkingarskortur
og framtaksleysi eru orsakirnar.
Ýmsar þær vörur, er vér nú
kaupum frá útlöndum, ættum Vér
auðvelt með að framleiða meira
af sjálfir, svo sem matjurtir, t. d.
kartöflur, niðursuðuvörur o. fl.
Þær stofnanir og þeir menn,
sem vinna að því að fræða þjóð-
ina um slfkt og hvetja hana til
starfa, eiga því miklar þakkir
skildar. Ein af þeim stofnunum er
„Hið ísl. garðyrkjufélag", sem nú
er ný-endurreist. Um það hefir
Alþbl. átt
Viðtal Tið Einar Helgason
garðrrkjustjóra.
Förust honum þannig orð um
stofnun og starfsemi féiagsins:
„Hið íslenzka garðyrkjufélag var
stofnað árið 1885, af Schierbeck
iandlækni. Stjórnaði hann þvf að
mestu, þangað til hann fór utan
árið 1894. Sfðan studdi hann það
með því að skrifa í ársrit félags-
ins, sem kom út í 7 ár, frá 1895
—1901. Flutti ritið margar mjög
fróðlegar greinar um garðyrkju
og ýmislegt þar að lútandi. Sfðan
hætti það að starfa sem sérstakt
félag 1902, en Búnaðarfélag ís-
lands tók við starfi þess og hafði
það með höndum, þangað til fé-
lagið var endurreiit 1. desember
1918.
Starfsemi félagsins lýtur að því:
1. Að sjá um að félagsmenn
geti fengið keypt gott og nægi-
legt fræ til útsæðis, jurtir og
runna, tilbúin áburðarefni, verk-
færi o. fl„ er að garðyrkju lýtur.
2. Að afla þekkingar á því með
reynzlu, hverjar tegundir og hver
afbrigði þrffist bezt hér á landi,
og hverja aðferð skuli hafa til að
ræktun þeirra megi lánast sem
bezt, og enn fremur sjá um að
þessi þekking útbreiðist meðal
aimennings í ræðu og ritum, eftir
því sem ástæður leyfa.
3. Að glæða áhuga Iandsbúa á
garðyrkju með sýningum, verðlaun-
um o, s. frv.
Forstöðunefndin veitir mönnum
inntöku í félagið. Arstillagið 'er 2
kr. fyrir félagsmenn og 20 kr. í
eitt skiftí fyrir öll\
Hafið þérj lengi verið stárfs-
maður Búnaðarféiagsins?
„Eg hefi verið starfsmaður þess
í 22 ár, ef með er talinn tími sá,
er eg var hjá Búnaðarfélagi Suð-
uramtsins, áður en Búnaðarfélag
tslands var stofnað. Mestan hSuta
þessa tfma hefi eg verið hlaðinn
störfum, og sá eg að eg gat eigi
unnið þau eins vei eins og skyldi.
Réði eg þvf af að fara úr þjón-
ustu Búnaðarfélagsins og sótti um
og fékk garðyrkjustjórastöðuna, er
stofnuð var á sfðasta Alþingi að
tilhlutun Garðyrkjufélagsins. Get
eg nú eingöngu gefið mig við
garðræktarmálum.
Samkvæmt eriadisbréfi mfnu á
það að vera aðalstarf mitt, að
leiðbeina almenningi f garðyrkju,
aðstoða Hið fsl. garðyrkjufélag f
starfsemi þess og veita landsstjórn-
inni aðstoð f garðyrkjumálum, eftic
því sem óskað verður og ástæður
leyfa.
í samráði við Garðyrkjuféiagið
hefir svo verið ákveðið, að eg
bendi fyrst um sinn leiðbeininga-
starfsemi minni tll kauptúnanna*
og þá auðvitað ekki sízt tii fbúa
höfuðstaðarins". t
Eruð þér byrjaður að halda
fyrirlestra?
„Já, eg hefi þegar haldið nokkra
fyrirlestra, enda þótt inflúenzan
hafi tafið ferðalög. Sem einn þátt
í þessari uppfræðslustarfsemi má
einnig telja ársrit félagsins, sem
nú er komið út fyrir árið 1920".
Garðyrkjustjórinn gaf sfðan Af-
þýðubl. að skilnaði eitt eintak af
riti þessu. Eru í því tvær prýðis-
góðar greinar: Önnur um kartöflur,
eftir Hannes Thorsteinsson banka-
stjóra, en hin um vermireiti, eftir
Einar Helgason sjálfan. Auk þess
ýmsar smá leiðbeiningar. Ættu
allir, er hafa nokkurn jarðarblett
til umráða, að ganga í félagið,
því þá fá þeir ritið ókeypis og
gera um leið þárft verk með þvf
að styðja slíka þjóðnytjastarfsemi,
sem starfsemi Hins íslenzka garð-
yrkjufélags er.
Förgöngumena þessa félags-
skapar, og þá sérstaklega Einar
Helgason, eiga miklar þakkír skild-