Alþýðublaðið - 11.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.05.1920, Blaðsíða 2
alþyðublaðið Aígreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Símí 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma I blaðið. ar fyrir þetta starf sitt, og verður þeim bezt goidið með því, að veita félagsskap þessum athygii og aðstoð. X 25 ára minning. í dag eru Iiðin 25 ár frá því að tveir menn komu hingað til lands á »Lauruc gömlu, í þeim erindum að stofna hér og starf- rækja Hjálpræðisherinn. Annar maðurinn var danskur, en hinn íslenzkur. í tilefni af þessu aldarfjórðungs- starfi sínu hér á landi hefir Hjálp- ræðisherinn, meðal annars til minn- ingar um daginn, gefið út minn- ingarrit, sem hefir inni að halda glögt yfirlit yfir stofnun hans og framkvæmdir, auk umsagna nokk- urra ísiendinga utan flokksins um starfsemi hans, ásamt með afmæl- iskveðjum víðsvegar að. Rúmlega 30 myndir eru í bók- inni og frágangur eins og gengur og gerist á bókum, sem prentaðar eru í Gutenberg, sérlega vand- aður. Hún verður seid hjá bók- sölum og verða vafalaust margir, sem vilja eignast hana, því í henni er ýmis fróðleikur um starf- semi Hjálpræðishersins. Ræð eg mönnum eindregið til þess að kaupa bókina og minn- ingarmerkin, sem seld verða í dag, því ágóðanum verður áreið- anlega ekki varið illa. Hann lendir til líknarstarfseminnar kér á landi. /. 7. Fisbisbipin. »Draupnir< kom í gær með um 50 smál. af fiski; hafði fiskað vestur f Jókuldjúpi. »Iho« kom og í gær, með fremur iítinn afla, Alþbl. er blað allrar alþýðu! Spáéémurinn um Sj/ðingaíanó. Stórfeldar vatnsveitingar. Spámennirnir Ezikiel og Zaka- rias (Es. 47. kap. og Zak. 14. kap.) tala í spádómum sínum um þann dag, er vötn muni »renna undir þröskuld hússins (Jerúsalem) til austurs . . . og niður frá hægri hlið hússins, fyrir sunnan altarið*. Þeir segja, að vatn þetta muni renna út f Dauðahafið, sem þá muni verða heilnæmt, svo fiskar geti lifað f því, þá muni gróður breiðast yfir landið, þá muni hvorki verða dagur né nótt, en bjart á kvöldum. Norsltur verkfræðingur, Albert Hjort að nafni, hefir nýlega birt áætlanir ýmsar til stórkostlegra mannvirkja í Gyðingalandi, sem eru í fullkomnu samræmi við spá- dóma þessa, enda leynir hann því ekki, að það hafi verið þeir, sem gáfu honum hugmyndina. Eins og kunnugt er, eru Dauðahafið og Genezaretvatnið miklu lægri en hafflötur Miðjarðarhafsins. Vill verkfræðingnrinn nú láta gera 60 kílómetra Iöng jarðgöng milli Miðjarðarhafsins og Dauðahafsins og veita vatni í gegnum skurðinn, Næst fallhæð mikil á vatni þessu, er það rennur niður Jórdan-dalinn og er áformað að nota þá vatns- orku, er þar kemur fram, til þess að knýja áfram rafvélar, til ljós- og aflgjafar vfðsvegar um landið. Er gert ráð fyrir að hægt muni að framleiða á þennan hátt nær 100 þús. hestöfl. í sambandi við þetta er gert ráð fyrir að komið verði á saltvinslu og stórfeldum vatnsveitum um landið. Enn frem- ur er gert ráð fyrir að hagnýta hin ótæmandi asfaltlög, sem eru sunnanvert við Dauðahafið. En hvernig fer með frárenslið? munu menn spyrja. Jú, sólin á að sjá fyrir því. Vatnið á að gufa upp, þegar því hefir verið veitt yfir landið. Óneitanlega ný að- ferðl (Hkr.). Aíhugavert. Heimskringla skýrir frá því 3. marz síðastl , sem hér fer á eítir: »UngIingspiltur, sem kom yfir með Gullfossi og ætlaði hingað, var settur í hald af innflytjenda- yfirvöldunum á Ellis Island, fyrir ölæði, og verður að iíkindum sendur heim með næstu íslands- ferð. Pilturinn er úr Vestmanna- eyjumc. Er þetta athugavert þeim mönn- um, sem ekki kunna sér hóf, og hugsu sér að ferðast til Amerfku. Og mikil hneisa er það, sem þeir gera þjóð sinni, er svona fara að' ráði sínu. Hvað gerir íslenzka lögreglan við þá útlendinga, sem hér setjast að og hegða 6ér jafn- vel miklu ver, en þessi veslings landi vor? Þeir eru jafnvei látnir vera hér óátalið, þó þeir hafl orðið uppvísir að smyglun eða jafnvel áfengistilbúningi. Hi daginn og Tegina. Yeðrið í dag. Reykjavík .... A, hiti 1,5, ísafjörður .... logn, hiti 3,5. Akureyri .... NNA, -í- i,o. Seyðisfjörður . . logn, -í- 0,2. Grímsstaðir ... NA, 3,0, Vestm.eyjar ... A, hiti 5,2. Þórsh., Færeyjar V, hiti 5,5. Stóru stafirnir merkja áttina. -f- þýðir frost. Loftvog há, hæst fyrir norð- austan land, og alstaðar stígandi, norðaustlæg gola með frosti á Norðurlandi; austan á Suðurl. Nýr togari kom á láugardag- inn frá Englandi. Heitir hann »Ari«, og er eign hlutafélags, er heitir »Ari fróði*. Jón Jóhanns- son er skipstjóri. Saðurland kom í morgun frá AustfjÖrðum. Línuveiðari. í morgun kom nýkeyptur gufubátur, á stærð við norsku síldveiðiskipin. Er eigandi hans Karl Löve o. fl., og mun hann eiga að stunda hér línu- veiðar og síldveiði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.