Vísir - 02.10.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1936, Blaðsíða 2
VÍSIR Azana segir í vidtali við XJníted Press, að hann sé sannfærður nm sigur stjórnarinnar. Ennfremur, að styrjöldin væri löngu um garð hefði eigi fengið frá. London, í morgun. United Press hefir átt viðtal við Azana, forseta spænska lýðveldisins og spurt hann um það, hvort hann teldi enn von til þess, að stjórnin sigraði í viður- gengin, ef uppreistarmenn flugvélar og vopn erlendis eigninni við uppreistar- menn o. s. fi'v. Azana kvaðst þess full- viss, að borgarastyrjöldin væri um garð gengin fyrir löngu, ef erlendar jijóðir liefði ekki stutt uppreistar- „ menn á ýmsan hátt, látið þá Ifá vopn, skotfæri, flugvélar |o. fl. Azana neitaði því með iöllu, að spænska stjórnin iværi „kommúnistisk“, allar iásakanir í því efni væri irakalausar. Hun væri stjórn lliinna róttækari ílokka, sem ihefði fengið það hlutverk lað verja frelsi þjóðarinnar. I Azana endurtók í lok við- Italsins, að hann væri sann- Ifærður um, að stjórnin og iþeir, sem henni fylgja að jmálum, mundu vinna sigur ■ að lokum. (United Press. — FB.). Spænska þjóðþingið kom saman í gær. Þingið samþykti traust á stjórnina. — Allnenn her- væðing í Madríd. London, 1. okt. FÚ. Uppreistarmenn telja sér miða vel áfram í áttina til Mad- rid, en stjórnin segist ekki ein- ungis veita þeim viðnám, held- ur liafi hún tekið aftur smá- þorp eitt, er uppreistarmenn liöfðu náð á sitt vald. Þá segja þeir, að stjórnarflugvélar hafi í dag kastað sprengjum yfir Maqueda og Oviedo, og að í bar_ daga við Huesca liafi uppreist- armenn tapað 100 mönnum. Þjóðþingið kom saman í dag og samþykti traustyfirlýsingu á stjómina og einnig fjár- Samvinna Nopðuplanda, Verkamannaskifti. — Við- skiftamál. Næsti fundur í Helsingfors 1937. Kaupmannahöfn, 1. okt. Einkaskeyti FÚ. Umræðum er nú lokið á fmidi þeim, er Norðurlandanefndim- ar eiga með sér i Oslo jæssa dagana, og hefir þar meðal ann- ars verið tekin ákvörðun um að kjósa einn fulltrúa frá hverju þeirra landa, sem að fundinum standa, til þess að vinna að því, að verkamanna- skifti fari fram á milli land- anna. Einnig að stofna til samn- ings milli þeirra deilda í utan- ríkisráðuneytum þjóðanna, sem fjalla um viðskiftamál. Það var og ákveðið á fundin- um, að vinna að þvi, að ráð- stafanir yrðu gerðar til þess, að auka þekkingu annara þjóða á þýðingu Norðurlanda í heims- viðskiftunum. Rætt var um ríkjandi ástand i viðskiftum Norðurlanda og kosin nefnd til þess að starfa að þeim málum, með tilliti til þess, hve brýn nauðsyn er að samvinna takist um þau. Næsti fundur nefndanna verður haldinn í Helsingfors ár- ið 1937. lögin, en síðan var þingfundi frestað til 1. desember. »í Madrid hefir verið boðað lil alinennrar liervæðingar. — Stjórnin hefir flutt inneignir i þjóðbankanum í Madrid til Cartagena. Uppreistarmenn hafa skip sin enn i dag í Gibraltarsundi, og þeir hafa ennfremur náð járn- ])rautinni milli Algeciras og Ronda, og standa þannig vel að vigi með að geta flutt herlið frá Marokko yfir um sundið og nokkuð áleiðis inn í landið. Færeyingar og danska landsþingið. Kaupmannahöfn, 1. okt. Einkaskeyti FÚ. Sjálfstæðisflokkurinn í Fær- eyjum hefir gefið út yfirlýsingu þess efnis, að ef svo fari, að sjálfstæðismaður verði kosinn fyrir hönd Færeyja á danska Landsþingið, verði hann utan flokka, eða gangi ef til \nll til kosninga með stjórnarflokk- unum. — Sambandsflokkurinn lýsir yfir því, að ef sambands- maður verði valinn, verði liann fylgjandi sambandinu við Dan- mörku, sameiginlegu löggjafar- valdi, rikismáli og ríkisfána. Vænir tvílembingar. Sauðárkróki 1. okt. FÚ. Fréttaritari útvarpsins á Sauðárkróki símar: Tvo tvi- iembinga undan sömu á, lagði Ellert bóndi Jóhannsson frá Holtsmúla inn í haust og vóg hvor kroppur 23V2 kg. og hvor gæra um 4 kg. Hann lagði einnig inn 50 dilka og var með- alþjmgd þeirra I6V2 kg. Fé er nú talið með allra vænsta móti. liinA Berahaifs. Það hafði borið við stundum hér áður, að Bernliarð Stefáns- son alþm. virtist lieldur frjáls- Ivndari en gerist og gengur um framsóknar-þingmenn. Hafði þó einkum borið á þessu á síðkveldum og í kunningjahóp. Mrtist hann þá stundum all- liugrakkur og þóttist ekki upp á það kominn, að hlita leiðsögu Jónasar eða annara. En með morguns-árinu liafði hugrekkið oft verið bilað til muna og frjálslyndið rokið út í veður og vind. Bernharð þessi hefir nú verið sískrifandi í alt sumar og birt afurðirnar i einu hinna rauðu blaða nyrðra. Hafði hann í skrifum þessum einkum reynt að halda uppi vörn af hálfu stjórnarflokkanna út af aðför- um þeirra gegn Búnaðarfélagi íslands. Hafa greinar þessar ver- ið afar-langar og hinn leiðin- legasti samsetningur, svo sem líklegt má þykja. Til móts hefir verið Ólafur Jónsson, fram- kvæmdarstjóri Ræktunarfélags Norðui’lands. Hefir B. St. verið á stöðugum flótta undan Ólafi og hvergi haldist við stundinni lengur, þar er hann hefir hælis leitað á flóttanum. Að síðustu mun hann hafa gefist upp með öllu. — En ]>á rauk hann í það, að fara að skrifa um lýðræði. Og þá tók ekki betra við. Hann reynir að lialda því fram, að stjómarflokkamir hérna sé lýðræðisflokkar. Og hann virðist reisa þær fullyrð- ingar sínar á því ekki hvað síst, að stjórnar-andstæðingar hér á landi hafi töluvert meira frelsi, heldur en andstöðuflokkar vald- hafanna í einræðislöndimum. Hann segir að ekki beri á öðm, en að sjálfstæðismenn og aðrir stjórnarandstæðingar á íslandi „megi afla skoðunum sínum l’ylgis opinberlega.11 En stjóm- arandstæðingar í einræðislönd- unum megi þetta trauðla eða ekki. Geti þvi engum dulist, að að íslendingar eigi við lýðræði að búa! — Svona eru röksemdirnar. Hugsanaferillinn er þessi: Stjórnarandstæðingar liér á landi liafa enn sem komið er skoðanafrelsi, málfrelsi og rit- frelsi. Þeir mega láta hugsanir sinar í ljós opinberlega. Og þeim er ekki bannað að afla skoðunum sínum fylgis. — Það sé því auðsætt, að þessu athug- uðu, að hér sé hið fylsta og fullkomnasta lýðræði! B. St. kvartar undan þvi, að sjálfstæðismenn og aðrir and- slæðingar stjórnarflokkanna hafi reynst ófáanlegir til þess, að „taka á sig hluta ábyrgðar- innar“ með stjórnarliðum! — Og svo er að heyra, sem hon- um þyki það ákaflega illa gert. — Auðvitað eigi stjórnarflokk- amir að ráða, en andstæðing- amir að taka á sig ábyrgðina með þeim! En þrátt fyrir þetta óguðlega framferði, að vilja ekki gerast meðsekir stjómar- liðinu, þá komi það þó stundum fvrir, að stjómar-andstæðingar á þingi, fulltrúar meiri hluta þjóðarinnar, fái að ráða ofur- litlu, „t. d. um fjárveitingar“! Þarna komi lýðræðishugur stjómarflokkanna fram í hinni fegurstu og glæsilegustu mynd. Þama sjái menn, að réttur meiri hluta þjóðarinnar sé þó ekki algerlega fyrir borð bor- inn! Bernliarð dáist mjög að rétt- læti stjórnarflokkanna, t. d. í fjárveitingum. Þar sé alt hnit- miðað og þess stranglega gætt, að réttlætið sitji ávalt i fyrir- rúmi! Engum ívilnað og á eng- um níðst! Þegar líða tekur á skrif Bem- harðs, kernst hann að ]>eirri niðurstöðu, að „við liöfum fyllra lýðræði, heldur en liklega fleslar aðrar þjóðir.“ — Og hann kveðst draga þessa álykt- un af því, að stjómarandstæð- mgum sé látið haklast það uppi, að vera sí og æ að atyrða stjórn- ina! Gerist liann nú all-klökkur og lýsir yfir því, sem „sinni lijartans meiningu“, að fram- sóknarmenn sé ákaflegahneigð- ir fyrir frelsi og lýðræði! Það sé líka alveg áreiðanlegt, segir þessi málsvari einræðisflokk- anna, að þeir „byggi blátt á- fram tilveru sína á Iýðræði.“ Hann lætur þess ógetið, sá góði maður, livort hann búist við því, að lýðræðis-höllin muni hækka eða fegrast við það, að framsóknarmenn ráðist undir áraburð kommúnista, gangi með þeim og socialistum i eina fylkingu og lilíti leiðsögu þeirra framvegis. — Ritfregn. Elínborg Lárusdóttir: Anna frá Heiðarkoti. Reykja- vik 1936. Félagsprent- smiðjan. —- Þau voru fremur eignalítil, hjónin í Heiðarkoti. Samt áttu þau kotið — líklega skuldlaust. — Það er heiðarbýli. Þar eru landkostir góðir, en snjóþungt á vetrum. — Bóndinn lieitir Jón, en Rann- veig húsfreyjan. Þau eiga eina dóttur. Heitir sú Anna og er fegursta stúlka sveitarinnar. — Hún er dálítið feimin, Heiðar- kots-tátan, en strákamir dansa við hana, hvenær sem færi gefst. Þeim þvkir liún svo falleg. Hún er heitbundin einum þeirra — eða svona þvi sem næst. En foreldrum piltsins þjkir liún fátæk og litilmótleg, einkum móður hans. Jón i Heiðarkoti er að koma úr kaupstaðnuin, þegar sagan liefst. Og liann kemur færandi liendi. Rannveig skilur ekkert i þessu. Úttektin er miklu rífari en hún liafði gert sér vonir um og venja var til um þctta leyti árs. Svona var nú hann Jón hennar inn við beinið, blessað- ur karlinn! Það var notaleg til- hugsun, að geta yljað sér „baunasopa á vökunni“. Jón bóndi lék á als oddi. Hann liafði ekki verið aðgerða- laus fyrir sunnan, karl-sauður- inn. Hann hafði selt Heiðarkot- ið. Og nú áttu þau öll að flytj- ast til Reykjavíkur í næstu far- dögum. . Húsfreyjunni leist ekki á blikuna. Og Jón skildi ekkert i vanþakklæti konunnar. Hann hafði svo sem gert meira en það, að selja kotið. Hann hafði fengið loforð um nokkurn veginn fasta atvinnu handa sjálfum sér og telpunni. Það var nú svo! — Hvorki meira né minna en fast loforð um mikla vinnu og liált kaup. — En Jón sá ekki nokkur merki þess, að konan gleddist yfir þeim tíðindum, heldur þvert á móti. Það var engu líkara, en að henni stæði stuggur af því, að eiga að flytjast í alsæluna í ítalir verja 80 miljónum líra til þess aö koma upp nýjum flugvöllum, en áðuí höfðu þeir varið stórfé í sama skyni. London í morgun, Frá Rómaborg berast þær fregnir, að ríkisstjórnin ætli að verja stórkostlega miklum fjár- upphæðum til þess að koma upp flugvöllum á Ítalíu, en áð- ur hefir verið varið feikna f jár- hæðum í þessu skyni. Þykir þetta enn bera vott um, að ítal- ir hafi opin augun fyrir þeim notum, sem verða munu að flugvélum í næstu styrjöld, því að það sem hér er um að ræða, er gert bæði til þess að bæta lendingarskilyrði fyrir flugvél- ar hersins og til þess að efla á- hu,ga manna fyrir flugi yfir- leitt og greiða fyrir þeim, er flug stunda. Viðbótarupphæð sú, sem Italir ætla að verja í þessu skyni nú nemur 80 mil- jónum líra og verða hinar nýju flugstöðvar hingað og þangað um land alt. Um 25.000 verka- menn fá atvinnu við að ganga frá flugvöllum og flugvélaskýl- um. (United Press—FB). Reykjavík úr fannakistunni uppi við fjöllin. Jón bóndi hafði aldrei fundið það glöggar en nú, liversu örð- ugt það getur verið, að gera kvenfólkinu til hæfis. En hér varð engu breytt. Og Jón hugsaði til þess með fögn- uði, að losna úr sveitabaslinu og komast i allsnægtir höfuð- staðarins. En þegar suður kom var enga vinnu að liafa. Loforðin brugð- ust og Jón varð að gangh iðju- laus um sinn. Það lagaðist þó ofurlítið síðar. — Hann komst að einhverju innheimtu-snatti. Það var hetra en ekki neitt. Jóni hafði skilist, að Anna mundi geta fengið nóga fisk- vinnu. En það brást líka. Eng- inn hörgull á stúlkum i fisk- vinnu. Svo fór Anna í vist. — Það gekk ekki sem best. Og ekki leið á löngu, að hún flosnaði upp úr vistinni. Þá var reynt á nýjan leik og fór á sömu leið. Hún toldi ekki i vistum. Hún var komin i slæman félagsskap, slæptist úti fram á nætur og var tekin að drekka. Yeiði-kvensa ein, forhert og ýtin, liafði náð tökuin á henni og leitt hana á glapstigu. Hún hét Ásta, kindin sú, og þótti ekki viðvaningur i ólifnaðinum. Svaf á daginn, en vakti um nætur, dró að sér stelpur og stráka, drakk og duflaði. — Anna kunni hið besta við sig i þessum félagsskap. Þarna var alt frjálst. Hið gráa hversdags- líf breyttist í ljúfasta unað og nætursvallið heillaði fávist og kærulaust sveitabarnið. Stúlkan frá Heiðarkoti var í sjöunda himni. Hún gleymdi sér alveg við kitlur strákanna og kossa- flens, vindlingana og freyðandi áfengið. — Svo fór hún að búa með ein- um þessara örlátu manna. Hann virtist hafa fullar hendur fjár. Þau gengu ekki í hjóna- band. Þau voru svo „frjálslynd“, að þau liirtu ekkert um þess liáttar. Þau ætluðu svo sem ekki að leggja nein óþarfa-bönd á sig eða semja sig að liáttum feðra sinna og mæðra. — Nei. Alt slíkt fólk var dauðans-leiðin- legt, gamalt og gamaldags. Og skoðanir þess voru gersamlega úreltar. En peninga-furstinn hvarf einn góðan veðurdag, er þau liöfðu búið saman um hríð. Hann strauk frá skuldum, „kærustu“ og öllu saman og kvaðst alfarinn. Þá lallaði Anna heim til foreldranna. Þau voru ekki ofgóð til þess, gömlu hjúin, að hirða flakið. Og nú var hún allslaus, vesalingurinn, sjúk og beygð. — En hún lærði fátt af læging sinni eða kynnun- um við svika-greifann og alt það dót. Og nú var hún heima um sinn, en fór því næst að vinna fyrir sér i veitingaliúsi. Hún lijarn- aði óðum og gerðist all-blómleg á ný. Hún liafði augun lijá sér, slúlkan, og náði sér í manns- efni áður en langt um leið. Það var sjómaður, háseti á milli- landaskipi. Hún kom með hann lieim og sýndi pabba og mömmu. Þeim leist vel á mann- inn. Hann var liægur og góðlát- legur. Og foreldrar Önnu von- uðu, að nú væri hún sloppin fram hjá ölluin skerjum. Þau gengu i heilagt hjóna- band, Anna og sjómaðurinn. Hann var löngum á hafinu, en liúsfreyjan átti að annast heim- ilið. Anna drakk og draslaði og vanrækti börn sin. Hún var enn lagleg og liélt sér mjög til, sem kallað er. Og hún var ekki í neinu karlmanna- hraki, þó að bóndinn væri ekki heima. Hún hafði það til, að hlaupa frá börnunum og láta þau ein klukkustundum saman, meðan hún var í drykkjuslangri og karlmanna-stússi. Og börnin voru svöng og köld og klæðlítil. Anna revnist fullkomin órækja og gætir að engu móðurskyldu sinnar. Hana langar til að eignast eitthvað annað en það, sem lnm hefir öðlast. Heimilið veit- ir henni enga ánægju og börnin ekki heldur. Þau eru hlekkur um fót liinnar ungu móður. — Hún er þeirrar skoðunar. að lif- ið hafi gefið sér grát fyrir gleði og steina fyrir brauð. — Hún er vansæl kona og áttavilt, nautnasjúk og eftirlát við sjálfa sig. Helgasta skyldan og jafn- framt hin Ijúfasta, móðurskyld- an, er henni þjáning. — Svo illa er fyrir henni komið. Og þarna skilur höfundurinn við liana. Ef til vill er sögu hennar ekki lokið. Ef til vill réttir liún við siðar, því að alt af eru kraftaverkin að gerast. Bókin hefir boðskap að flytja og á vafalaust erindi til margra. Hún skýrir m. a. frá því, að gá- laus dala-börnin sæki ekki æfin- lega gleði og gæfu i sollinn og margmennið. Og hún skýrir ennfremur frá því, hversu farið geti fyrir þeim, sem gleyma þvi, að þeir bera fulla ábvrgð á at- höfnum sínum og lífi. Frú Elinborgu er bersýnilega létt um að rita. Sumir kaflar sögunnar mega teljast prýðilega sagðir. Aðrir þykja bera Jiess nokkur merki, að höf. hafi hraðað sér um of. Þvi miður er sagan ekki alls- kostar laus við málvillur. En ekki kveður þó mikið að sliku og minna en hjá sumum þeim, sem snjallir þykjast og mál- vísir. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.