Vísir - 02.10.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 02.10.1936, Blaðsíða 3
VÍSIR <wa> wwBiu i wiwmiM iwwmíéib—WMfci/ara>ii<w wwwr Þakkir. --o--- Herra ritstjóri. Þvi miður er mér ekki unt að l>akka persónulega hverjum l>eirra manna, sem sýnt hafa samúð sína við sorg þá, sem Hrakkland hefir orðið fyrir. Mér ber að þakka allri íslensku Þjóðinni, og því leita eg til yð- ar heiðraða blaðs. Fyrst og fremst vil eg flytja þakklæti mitt rikisstjórninni, sem brá við jafnskjótt og fregn- in um strand „Pourqnoi Pas?“ varð kunn og gerði allar þær ráðstafanir, sem í mannlegu valdi stóðu, til þess að hjörg- un mætti takast. Allir opinherir starfsmenn og aðrir einstalding- ar, sem eg þurfti að leita til, létu mér tafarlaust i té hjálp sínia, og mér varð það brátt ljóst, að þeir gerðu það ekki einungis vegna fyrirmæla vfir- boðara sinna, heldur vegna samúðar þeirrar, sem þeir vildu sýna Dr. Charcot og félögum lians, en þeir höfðu liinar mestu mætur á íslandi, landinu, sem l>eir höfðu heimsótt um svo ,mörg undanfarin ár. Eg vil sérstaklega benda á, hve mikla aðdáun vakti hjá mér það liugrekki, sem formað- urinn og skipshöfnin á mótor- bátnum „Ægir“ sýndu, er }>eir voru að reyna að koma við hjörgun. Þeir komu fyrstir á slrandstaðinn og tókst, eftir Reykjavik, 1. október 1936. harðvítuga baráttu við óveður c<g sjógang, að ná sambandi \ið liið strandaða skip. í tvo daga samfleytt liéldu l>eir áfram leit sinni, þangað til öll von var úti, og það var ekki fyr en fullvist var, að hafið mundi ekki skila aftur bráð sinni, að hinir hug- rökku menn héldu aftur til hafnar. Eg þakka hr. Kristjáni S. Þórólfssyni, sem bjargaði hin- um eina Frakka, sem komst lífs af, og eg þakka lika öllu heimafólkinu í Straumfirði. Landa mínum var hjúkrað þar af svo mikilli alúð, að hann lirestist skjótt, enda var farið með hann eins og bróður. Að lokum þakka eg öllum þeim Islendingum, sem færðu sína hinstu kveðju J>eim, sem nú hafa látið lífið fyrir vísindin. Mér er kunnugt um það, hð sumir komu langt að til þess að fylgja kistum þeirra. Ög þegar líkfylgdin fór eftir götum höf- uðborgarinnar vöttaði fólkið samúð sína á svo hjartanlegan og virðulegan hátt, að ekki lið- ur úr minni. í minu landi er mælt, að þeg- ar einhver ratar i ramiir komist hann fyrst að þvi, hverjir séu vinir hans. Við þetta sorglega tækifæri hafa 'allir íslending- ár sýnt, að þeir eru sannir og einlægir vinir Frakklands. Með virðingu A. Zarzecki ræðismaður Frakka á íslandi. Ávapp til sjálfstædismanna í Reykjavík og Hafnarfipöi. Sjálfstæðismenn hafa nú eignast sumarskemtistað, o g engum blandast hugur um hversu mikil nauðsyn er að bæta staðinn til þess að hann geti orðið fullkominn að mann- virkjum, eins og hann er full- kominn frá náttúrunnar hendi. Skemtistaðarmálinu var kvundið af stað fyrst og fremst íyrir áhuga, fórnfýsi og sam- heldni Sjálfstæðismanna. — Á- vaxtanna af þessu nutu þúsund- ir manna á öllum aldri á þessu sumri, sem nú er að kveðja. Sjálfstæðismenn hafa nú fundið þann stað, þar sem þeir munu koma saman í framtið- inni til útiskemtana, þar sem menn geta hvílst og notið heil- næmrar útivistar á sólbjörtum sumardögum. Þeir eru ráðnir í því að gera þeiinan stað svo úr garði, að þar skorti ekkert, sem verða má til að gera stað- inn fullkominn. En til þess þarf áframhaldandi áhuga, fómfýsi og samheldni. Væntanlegar umbætur kosta Seyðisfirði 1. okt. FÚ. Síldarbræðslustöðin á Seyðis- firði er nú fullgerð, og hefir verk- smiðjan unnið úr 40 smálest- Um af karfa. Reyndust vélamar vel og framleiðsla virtist góð. Vélsmiðjan Héðinn i Reykja- v>k reisti stöðina, og hafa eftir- btsmenn verksins lokið lofsorði a verkið. Frystihús síldarbræðslunnar er einnig tekið til starfa og verður komið fyrir í þvi lirað- frystitækjum mjög fljótlega. ^erða þá bræðslustöðin og frystihúsið af fullkomnustu gerð. Mar framlcvæmda þessara mikið fé og verður nú hafist handa að safna þvi meðal flokksmanna. Einn liður i þess- ari söfnun er, að ákveðið liefir verið að halda hlutaveltu til ágóða fyrir skemtistaðinn. Hlutaveltan verður haldin í íþróttahjúsi K. R. n. k. fimtudag 8. þ. m. Næstu daga mun verða leitað til sjálfstæðismanna i Rvík og Hafnarfirði og farið fram á að þeir leggi eitthvað af mörkum eftir getu hvex-s eins. Vonandi þarf ekki að hvetja sjálfstæðis- menn i þessu máli. Einnig mun skrifstofa Varð- arfélagsins taka við gjöfuin og veita allar upplýsingar, sem snerta hlutaveltuna. — Símar skrifstofunnar em 2339 og3315. Skrifstofan mun og sjá um að munir verði sóttir til þeirra, er þess óska. Sjálfstæðismenn, — vinnið aii>r að því, að gera þetta að stærstu veglegustu hluta- veltu ársins. Hlutaveltunefndin. ininst með samsæti siðastliðinn sunnudag. Unnið er nú að þvi að fá tog- ora til aðdrátta. Á Seyðisfirði hefir verið ein- muna góð tíð undanfarna daga. Líkfundur. Eskifirði 1. okt. FÚ. Lík Halldóm Bjamadóttur, sem livarf frá Eskifirði fyrir hálfum mánuði, svo sem áður er getið, fanst í gær i sjónuin við svokallaða Framkaupstað- arljryggju innarlega í kauptún- inu. — Líkskoðun var fram- kvæmd í gærkveldi af héraðs- læknunum á Eskifirði og Fá- skrúðsfirði, en ókunnugt er enn um niðurstöðu hennar. Togarinn Leikoir sokkmn. Gylfi bjargaði skipshöfninni. B.v. Leiknir frá Patreksfirði sökk í nótt er b.v. Gylfi var með hann í eftirdragi á leið til Patreksf jarðar. Hafði komið mikill leki að Leikni, er hann var að veiðum á Halamiðum og bjargaði Gylfi skipshöfninni. barnabók Skipstjóri á Leikni var Gisli Bjarnason, en eigendur synir Ólafs heitins Jóhannessonar konsúls á Patreksfirði. Leiknir var smíðaður í Selby 1920 og var 321 smálest brúttó að stærð. Hann var eign Kárafélagsins í Viðey, áður en Ólafur lieitinn Jóhannesson eignaðist hann, og hét upphaflega Ari. Samkvæmt skevti til F.Ú. var togarinn að veiðuni á Halamið- um, er mikill leki kom að hon- um. Fóru skipsmenn þá í bát- ana og björguðust upp í tog- arann Gylfa, er var að veiðum skamt frá. Var þetta um kl. 11 >/2 í gærkveldi. Tilraunir voru gerðar til þess að koma vírum milli skipanna og liepn- aðist það. Dró Gylfi nú Leikni áleiðis lil lands í 4 klst., eii hann sökk vestanvert við svo- nefnt Nesdýpi á 56 faðma dýpi. Gylfi kom með skipshöfnina til Patreksfjarðar ld. 10 í morg- un. Öllum skipsmönnum leið vel.. I. 0. 0- F. 1= 11810287,= XX Veðrið í morgun. I Reykjavík 12 stig', Bolung- arrvik 8, Akurevri 8, Skálanesi 7, Vestmannaevjum 10, Kvig- indisdal 12, Hesteyri 8, Gjögri 8, Blönduósi 11, Siglunesi 8, Grímsey 7, Raufarliöfn 3, Skál- um 10, Fagradal 9, Papey 9, Hólum í Hornafirði 9, Fagur- hólsmýri 9, Reykjanési 10. — Mestur hiti hér í gær 15 stig, minstur 10. Sólskin 2.8 st. — Yfirlit: Lægðin suðvestur af ís- landi lireyfist hægt aust-norð- austur. — Horfur: Suðvestur- land: Suðaustan og austan átt. Hvass með ströndum fram. Rigning öðru hverju. Faxaflói: Stinningskaldi á austan. Dálítil rigning. Breiðafjörður: Suð- austan og austan kaldi. Úr- komulaust að mestu. Vestfirðir, Norðurland, norðausturland, Austfirðir: Suðaustan gola. Úr- komulaust. Suðausturland: Suðaustan og austan kaldi. Dá- lítil rigning. Farþegar á Dettifossi vestur og norður: Elin Ólafs- dóttir, Kata Gísladóttir, Þor- björg Eiriksdóttir, Þórdis Þor- kelsdóttir, Kristín Gunnarsdótt- ir, Jens Hólmgeirsson og frú, Guðrún Bjarnadóttir, María Bjarnadóttir, Garðar Jóhannes- son, Páll Jónsson, Sigurður Heiðberg, Þorgerður Oddsdótt- ii, Kristrún Níelsdóttir, Stein- unn Þórðardóttir, Jóunn Ár- mannsdóttir, Ragnlieiður Magnúsdóttir, Sigriður Krist- jánsdóttir, Freyja Hallgrims- dóttir, Katrín Guðmundsdóttir, Sigrún Guðbrandsdóttir, Þórey Þórðardóttir, Súsí Guðbjarts, Guðrún Kristjánsdóttir, Mál- friður Árnadóttir, Stella Árna- dóttir og nokkurir útlendingar. Skipafregnir. Gullfoss er væntanlegur til Reykjavíkur í kvöld frá út- ilöndum. Goðafoss er í Ham- borg. Dettifoss fór héðan í gær- kveldi áleiðis vestur og norður. Selfoss fer til Breiðafjarðar og Vestfjarða á morgun. Lagarfoss er á Djúpavopi. Brúarfoss er á Kópaskeri. — Frakknesku skipin voru ófarin i morgun. Skýjafar. Ásmundur skáld Jónsson frá Skúfstöðuni gaf út æskuljóð sin fyrir 14 árum, 1922. Nefndi liann þá hók „Haföldur“. Sið- an hefir hann margt kveðið og birt sumt í blöðum og tíma- ritum. Nú liefir hann safnað saman allmörgum hinna nýrri ljóða sinna og gefið út í bókar- Kátir krakkar eftir Katrínu Árnadóttur, með myndum eftir Tryggva Magnússon. Þetta er mjög snotur bók og kostar að eins kr. 1.50. formi. — Nefnir hann þessa nýju bók sína „Skýjafar“. Upp- lagið er mjög lítið og hvert ein- tak tölusett. Hjónaefni. Nýlega liafa birt trúlofun sina ungfrú Guðríður Helga- dóttir og Ólafur Þórðarson vökumaður. St. Verðandi heldur hlutaveltu á sunnu- daginn kemur. Félagar og aðr- ir þeir, sem viíja stúkunni vel, eru vinsamlega beðnir um að koma munum i G.T.-húsið næstk. laugardag' kl. 3—7 e. h. Nefndin. Sjómannakveðjur. FB. í gær. Erum á útleið. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Otri. Erum á leið til Þýskalands. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Gylli. L. F. K. R. byrjar vetraretarfsemi sína nú um mánaðamótin. Verða bókaútlán hvern mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 4 --6, og mánudags- og mið- vikudagskvöld kl. 8~9 í Tún- götu 5, kjallaranum, gengið inn að austanverðu. Barnales- stofa félagsins tekur til starfa uin miðjan þenna mánuð og verður hún þá frekar auglýst. Lestrarfélag kvenna er nú 25 ára gamalt, stofnað sumarið 1911, en vegna þess hve margar félagskonur voru fjarverandi á sjálfan afmælisdaginn, var á- kveðið að fresta afmælisfagn- aðinum til haustsins, og er nú i ráði að halda hann i byrjun nóvember. Verður félagskonum siðar skýrt nánar frá því. Marg- ar þær konur, sem áttu þátt í stofnun félagsins, eru enn i því, og má eflaust gera ráð fyrir að bæði þeim og liinum, sem seinna bættust i hópinn, þyki vel viðeigandi, að minnast 25 ára starfsemi þess með því að gera sér ofurlitinn tyllidag. Landnám íngólfs. Tvö hefti af ritinu „Landnám Ingólfs (Safn til sögu þess) eru nýlega komin út (I, 2 og II, 1). Áður var eitt hefti út komið og er nú haldið 'áfram „Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu“, eftir Skúla landfógeta Magnús- son. Er ritgerð Skúla öll liin merkilegasta og var sæmd verðlaunum eða höfundur hennar. í síðara heftinu eru þessar ritgerðir: „Landnám Ingólfs“, eftir Guðna magister Jónsson, „Hversu Seltjarnar- nes bygðist“, eftir Ólaf prófess- or Lárusson, og upphaf ritgerð- ar um „Laugarnes og Engey“, eftir dr. Finn heitinn Jónsson, prófessor. — Rits þessa verður væntanlega síðar getið hér i blaðinu. Þeir sem gerast vilja meðlimir fél. „Ingólfur“ gefi sig fram i Steindórsprenti. iSkátafél. „Ernir“. Ylfingar, mætið allir að Æg- isgötu 27 n. k. sunnudag kl. 10 f. li. Afar áríðandi. Hlutavelta K. R. Hin árlega lilutavelta K. R. verður næstkomandi sunnudag i K. R.-húsinu. Söfnunin er nú í fullum gangi og væntir stjórn Iv. R. þess, að kaupsýslumenn séu fúsir nú sem fyr að styrkja hið mikla íþróttastarf félagsins, með því að gefa á lilutaveltuna. Tekið verður á móti gjöfum eftir kl. 1 e. li. á morgun í K.R.- húsinu. Eru þeir sem safna beðnir að koma með drættina á morgun. Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, D.- götu 1. Simi 3951. — Nætur- vörður í Laugavegs apóteki og lngólfs apóteki. Utvarpið í kveld. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljóm- plötur: Ungversk lög. 19,45 Fréttir. 20,15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. Gíslason). 20,30 Upplestur: Úr „Virkum dög- um“ eftir Guðm. Hagalin (frú Guðný Hagalín). 21,00 Kvöld Bandalags ísl. skáta: Ræður og ávörp, samtál, söngur. Við varðeldinn (til kl. 22). ISkriftarkensIa Nýtt námskeið byrjar í næstu viku. Guðrún Geirsdóttir. Sími: 3680. myndirnar eru 22, en vatnslita- mvndir 8. Flestar eru myndim- ar úr nágrenni Reykjavíkur, frá Vestmannaeyjum, Þingvöll- um, úr Borgarfjarðarhéraði og fleiri stöðum. Dálítilli stund til þess að skoða þessar myndir Magnús- ar Jónssonar er vel varið. XX. Málverkasýning Magnúsar prófessors Jónssonar. S. 1. laugardag opnaði Magn- ús háskólakennari Jónsson mál- verkasýningu i Oddfellowhús- inu. Það er kunnugt, að Magnús Jónsson hefir lengi liaft mikla ánægju af að mála og stundað það mikið í fristundum sínum. Nú hefir hann efnt til sérstakr- ar sýningar á málverkum sín- um í Oddfellowhöllinni og eru þar margar myndir og stórar, og margar vel gerðar. M. J. er kunnur maður um land alt fyr- ir gáfur og mælsku, en ekki er ólíklegt, að hann hefði getað orðið kunnur maður fyrir mál- verk sín, -ef hann hefði helgað sig allan málaralistinni. Og sannast að segja held eg, að margir listmálararnir islensku mætti vera ánægðir, ef þeir væri jafnslyngir M. J. Myndimar eru misjafnar — tn það eru verk „meistaranna“ líka — én sumar eru prýðilega gerðar. Eg nefni t. d. „Við Hreðavatnsskála“ (nr. 3), — Vatnsdalur (nr. 6), Flosagjá (nr. 8) og Ilekla úr Skógargili (nr. 9). Ennfremur í Þingvalla- hrauni (nr. }2). Nokkurar myndir hafa þegar selst. Olíu- Utan af landi. Flateyri 30. sept. FÚ. ijík Magnúsar Jóhannessonar, sem eins og áður er getið, týnd- ist af vélbátnum Garðari 26. ágúst, er báturinn lá við br\Tggju á Flateyri fanst sjó- rekið hjá Görðum 26. þ. m. Að lokinni kveðjuathöfn á Flateyri, verður Iíkið flutt til Hrútafjarðar. Vestmaimaeyjar 1. okt. FÚ. Sundmót Vestmannaeyja var háð siðastliðinn sunnudag. Kept var um sundstyttu Vest- mannaeyja i 100 metra bringu- sundi, 100 metra baksundi og 300 metra sundi frjálsri aðferð. Keppendur urðu og að sýna björgunarsund. Styttuna vann Ilaraldur Haraldsson. Þá var einnig kept um saumastokk, frá. Kvenfélaginu Likn og keppa. slúlkur um hann í 50 inetra> sundi með frjálsri aðferð. — iStokkinn vann Erla ísleifsdótt-- ir. — I 50 metra sundi drengjæ með frjálsri aðferð sigraði Jóu Sæmundsson á 37,6 sek. Að lokum vár þess minst að 100 ár eru liðin siðan Jónas Hallgrimsson gaf út sundkver sitt og 45 ár siðan Friðrik Gislason lióf sundkenslu i Vest- mannaeyjum að tilhlutun Sig- urðar Sigfinnssonar hrepp- stjóra. Átján manna flokkur úr K. F. U. M. og K. í. úr Reykjavík dvöldu í Vestmannaeyjum síð- astliðna viku og héldu daglega samkomur við liúsfylli. Fjöldi báta fór á þriðjudaginn frá Vest- mannaeyjum til Eyjafjalla- sands og Landeyja til þess að sækja fé til slátrunar. Danskt seglskip a'ffermir nú efni til tunnuverksmiðju IIar-. alds Loftssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.