Vísir - 08.11.1936, Blaðsíða 5

Vísir - 08.11.1936, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 (OóJcafipuígn Watson Kirkconnell: Cana- dian Overtones. — Winni- peg, 1935. Prófessor Watson Kirkconn- ell við Wesley College í Winni- peg er góðkunnur íslendingum, sérstaklega vestan hafs, fyrir aðdáun hans á íslenskum hók- mentum og rækt hans við að útbreiða þekkingu á þeim í liinum enskumælandi heimi. Fyrsta spor hans í þá átt, og eklœrt smáræði, var hið við- tæka þýðingasafn hans af ís- lenskum ljóðum frá elstu tím- um til vorra daga, The North American Book of Icelandic Verse, er kom úl laust fyrir Al- þingishátíðina. Er það allstór bók, 228 hls. í stóru broti, og hefir inni að halda þýðingar af kvæðum 80 skálda, auk nokk- urra eftir óþekta höfunda, á- samt inngangsorðum um ís- lenskan skáldskap og gagnorð- um lýsingum á skáldunum, þar sem getið er lielstu æviatriða þeirra. Hlaut bók þessi yfirleitt lofsamlega dóma, enda er þar margt góðra, og jafnvel ágætra þýðinga, þó þýðanda bregðisí sumstaðar hogalistin. Stöndum AÚr því í þökk við liann fyrir þetta myndarlega handarvik í þágu hókmenta vorra. En prófessor Kirkconnell hef- ir ekki látið hér við lenda. í jan- úarhefti hins merka tímarits Toronto-háskólans nú í ár (The University of Toronto Quarter- ly) birtist eftir hann allítarleg grein um Stephan G. Stephans- son, „Canada’s Leading Poet, Stephan G. Stephansson (1853 —1927)“, og lýsir mat höfund- arins á skáldinu sér í sjálfri fyrirsögninni, þar sem hann kallar Stephan „höfuðskáld Kanada“. Er hér rakin ævisaga lians í aðal-dráttum, lýst kvæð- um hans, ljóðlist hans og lífs- skoðun, og prentuð nokkur sýnishorn ljóða hans í enskri þýðingu greinarhöfundar. Er ritgerðin svo úr garði gerð, að hún færir vafalaust ýmsum kanadiskum lesendum heim sanninn um það, hversu óvenju- legt skáld, að frumleilc og við- fleygi, IHettafj allaörninn ís- lenski var. Eigi verður hér frekar vikið að ritgerð þessari, þó verðugt væri. En stuttu áður heldur en hún kom á prent, hafði pró- fessor Kirkconnell sent frá sér bók þá, sem hér er sérstaklega gerð að umtalsefni, Canadian Overtones, og snertir oss íslend- inga öðrum þjóðum fremur. Hún er 104 bls. að stærð í litlu broti, en þeim mun drýgri að innihaldi, og liin snotrasta á að líta. Þar er að finna ljóðaþýð- ingar á ensku úr skáldskap Is- lendinga, Svía, Norðmanna, Ungverja, ítala, Grikkja og Ukrain-húa í Kanada, ásamt æviágripum skáldanna og gagn- rýni á verkum þeirra. Þýðand- inn setur íslendinga í öndvegið, og er nærfelt lielmingur bókar- innar, 40 bls., af 104, lielgaður skáldskap íslenskra Ijóðasmiða í Kanada, að meðtöldum inn- gangskaflanum (7 bls.) um ís- lenska Ijóðagerð í landi þar. Var inngangsgrein þessi, að viðbættum kvæðaþýðingum, áð- ur prentuð í tímaritinu The Dalhousie Review, sem einn af kunnustu liáskólum Kanada stendur að. Auðsætt er, að liöf. undurinn er gagnkunnugur vestur-íslenskum bókmentum, og ritar liann um þær af mikl- uin hlýleik og glöggskygni, þó skoðanamunur geti eðlilega orðið um það, hvar hann visar skáldum þessum til rúms á Bragabekk, og eigi síður um liitt, hvern rétt sumir þeir, er liann nefnir, eigi til sliks sætis. Stelian G. Stepliansson skipar auðvitað liásætið lijá honum, og er einkar fróðlegt, að lesa samanburð hans á Stephani og öðrum kanadiskum skáldum; kemst prófessor Kirkconnell að þeirri niðurstöðu, að Stephan sé jafningi hestu skálda Kan- ada, þeirra er ort hafa á ensku eða frönsku, og verði ekki ólík- lega er stundir liða talinn fremslur þeirra allra. Af vest- ur-íslenskum skáldum álítur prófessorinn Guttorm J. Gutt- ormsson ganga næst Stephani, og fer hann þar ekki villur vegar; leggur hann réttilega á- lierslu á frumleik Guttorms, andans þrótt hans og ríka kímnigáfu. En í heild sinni tel- ur höfundur ljóðagerð Islend- inga í Kanada merkasta skerf- inn, sem innfluttir menn þar- lendis hafi lagt til kanadiskra bókmenta. AIls eru hér þýðingar af kvæðum 15 íslenskra skálda i Kanada, stærri og smærri spá- manna; sem kunnir eru meira og minna íslenskum lesendum, einkum vestan hafs, og verða ekki hér taldir. Hefir valið á kvæðunum yfirleití' vel teldst; en um þýðingarnar er það að segja, að þær eru æði misjafn- ar að lipurð og nákvæmni. Þó að þekking þýðanda á íslensku máli sé, þegar alls er gætt, bæði óvenjuleg og ' aðdáunarverð, hefir hann sumstaðar misskilið orðalag frumkvæðanna, eins og t. d. ferskeytlu Sigurbjörns Jó- liannssonar, „Höfundi úthýst“. Virðingarverð er einnig sú alúð lians við íslenskt ljóðform, að snúa hringliendum Kristins Stefánssonar, „Vetur“, á ensku undir sama bragarhætti, þó þýðingin verði nokkuð klung- urkend og ónákvæm að hugsun, nema lokalínur niðurlags-er- indisins, sem snjallar eru. I flestum þýðingunum eru þó á- gætir sprettir, og sumar eru mjög góðar, svo sem þýðingin á afbragðskvæði Guttorms J. Guttormssonar, „Býflugnarækt- in“, og þýðingarnar á „Frost- nótt“ eftir Jón Runólfsson og „Björkin“ eftir Magnús Mark- ússon. Tilgangur prófessors Kirk- connells með þýðingasafni þessu er sá, eins og hann grein- ir frá í formálanmn, að vekja eftirtekt enskumælandi landa sinna í Kanada á hinum merki- lega skerf, sem innfluttir þjóð- flokkar í landi þar hafa lagt til lcanadiskra bókmenta með ljóðagerð á þeirra eigin tungu. En mjög hrestur á, að ensku- mælandi íliúar landsins meti þau verðmæti að verðleikum. Áliugi prófessors Kirkconnells á því, að vekja almennari skiln- ing og sannara mat á menning- arlegu framlagi innfluttra þjóð- flokka í Kanada verðskuldar því þökk allra þeirra, sem ekki láta sér á sama standa um hlut- skifti þjóðsystkina sinna í liinu nýja landnámi þeirra. Og vér íslendingar megum vera þess minnugir, að hann liefir gert sér sérstakt far um það, að kynna enskumælandi samborg- urum sínum vestur-íslenskar bókmentir; að ógleymdri rækt- arsemi hans við bókmentir vor- ar að fornu og nýju lieima fyr- ir eigi siður en vestan liafs. Richard Beck. 38. tafl. Teflt í Svinemiinde 1933. — Iívítt: L. Engels. — Svart: K. Richter. — Budapest-vörn. —, 1. d4, Rfö; 2. c4, e5; 3. dxe5, Re4 (þennan leik notarRichter mik- ið og er hann nú talinn fult eins gó($ur og Rg4, sem áður var mikið notaður); 4. Rd2, Rc5; 5. Rgf3, Rc6; 6. a3, De7; 7. e3, Rx e5; 8. Dc2, gö; 9. b4!, Bg7 (eftir jietta er svartur tapaður. Reyn- andi var RxR-f- og Re6); 10. RxR, BxPi (ef DxR þá Hbl og Bb2); 11. Bh2!, Df6; 12. Re4!, 8 7 6 5 4 3 2 1 l 1 6 t 1 f ' iím ^ íam. 'Æí ■imtPi t "WA ^ W'Æ ■ « » % | má 'Æ m4 'í « ■ ■ ■m 'ám. á / ^ ’mW/. C3 §g|§fj WW/M. íi w1 w&m **■ fí/M 1 A BC DE F GH Dg7 (ef RxR, DxR og f4); 13. Rc3!, Re6; 14. f4, Bf6; 15. 0—0—0, a5; 16. g4, a5xb4; 17. a3xb4, 0—0; 18. g5, Be7; 19. Rd5, f6; 20. Bd3, b5; 21. Hhgl, bxcl; 22. Bxcl, c6; 23. gxf6, IIxf6; 24, Rxf6, BxR; 25. f5!, d5; 26. f5xR, Bxe6 (ekki dxB, vegna Hd8+!); 27. BxB, DxB; 28. Hdfl, De5; 29. Ba2, Dxe3+; 30. Kbl, IIb8; 31. Kal, Bf5 (ekki Hxb4, Hxg6); 32. Db2 (ekld DxB, Dc3+ og I4xb4), De4; 33. Df6,14f8; 34. Dc3,14a8; 35. Hf2, Hai; 36. Hb2, De6; 37. Hel, Be4; 38. Dd4, Ha8; 39. HxB, d5 xe4; 40. Kbl, IIxB; 41. HxB; Db3+; 42. Kal, e3; 43. Ha7 og svartur gaf, loksins. Kristján X. ávarpar Norðurlandaþjóðir í útvarpsræðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.