Vísir - 08.11.1936, Blaðsíða 6

Vísir - 08.11.1936, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Mikið mannvirki 1 síðasta tölublaði Sunnu- dagsblaðs Vísis var l)irt mynd af brú þeirri hinni miklu, sem um alllajngt skeið undanfarið liefir verið í smíðum i Cali- jforniu, yfir flóann milli Oak- land og San Francisco. Brú þessi, San Francisco East Bay Bridge, verður tekin til notk- unar í yfirstandandi mánuði, og af því lilefni fara fram mikil Iiátiðaliöld i fjóra daga sam- fleytt í Oakland og San Franc- isco og raunar víðar i Califoníu. Þjrkir opnun brúarinnar til um- ferðar hinn merkasti viðburður, len það er nú nálega öld síðan er menn fengu þá hugmynd, að byggja brú vfir flóann. Þegar hátíðahöldin byrja, þ. 12. nóv- emb., verður mikill hluti Kyrra- hafsflota Bandaríkjanna í San Franciseo, stórir flugvélaflokk- ar eiga að sveima vfir borginni o. s. frv. Búist er við, að fólk streymi íil San Francisco úr öll- um vesturríkjunum og víðar að, til þess að vera viðstatt, er brú- in verður opnuð til umferðar. 'Samkvæmt áætlunum er talið, að 300.000 manna muni fara yf- ir brúna hátíðardagana. Brú þessi liefir verið um 3 ár í smíðum og er verkfræðilegt þrekvirki. Smíði hennar verður lokið inörgum mánuðuin á und- an áætlun, ]irált fyrir það, að erfiðleikar við smíði brúarinn- arhafa orðið meiri.en i upphafi var gert ráð fyrir. í Oakland byrja hátíðahöldin degi fyr en í San Francisco, eða 11. nóv- ember, í sambandi við hátiða- böld, sem þar fara fram í til- iefni af vopnahlésdeginum. Brúin öll er yfir 8 mílur euskar á lengd, en er í rauninni tvær brýr, því að hún er lögð yfir Yerba Buena eyju í miðj- um San Francisco flóa. Yega- lengdin milli San Francisco og Yeriia Buena Island er um tvær mílur enskar, og eru tveir stöplar eða turnar, sem lialda brúnni uppi á þessum kafla. Gnæfa þeir 519 enslc fet yfir sjávarmál og var borað fyrir þá niður í klöpp á sjávarbotni, eða 235 fet ensk undir sjávar- inál. Stáltaugarnar, sem brúin bangir í, eru 28 þumlungar í þvermál. í þessum taugum eru samvafðir stálþræðir, samtals 80000 enskar mílur á lengd. Við énda brúarinnar við Yerba Bu- ena Bay, eða þess hluta henn- ar, ef lalað er um mannvirki þetta sem eina brú, eins og tíð- ast er gert, fara lestir og bílar gegnum jarðgöng, sem eru 500 fet á léngd, uns komið er út á þann hlutann, sem er milli Yer- ba Buena lsland og Oakland. Sá hluti brúarinnar er fastabrú og hin lengsta slíkrar tegundar í Bandaríkjunum, 1400 fet, en til samanburðar má geta þess, að brúin vfir St. Lawrencefljótið í Canada, sem er samskonar brú, er 1800 fet ensk og brúin yfir Firtb of Fortli er einnig lengri, eða 2528 metrar. Stærslu skip nútímans, t. d. Queen Mary, geta siglt undir San Francisco East Bay Bridge. A brúnni eru 2 hæðir og er efri Iiæðin eingöngu ætluð fyrir bif- reiðaumferð (fólksflutninga) og eru á henni fimm bílabrautir. En á neðri hæðinni eru þrjár brautir fyrir vörubíla og tvær brautir fyrir sporvagna. Kostnaður við brúarsmíðina hefir numið um 78 miljónum dollara. Áætlað er, að 50 milj. farþega fari yfir brúna árlega og um 40 milj. bíla. Brúin verður opnuð i viður- vist æðstu embættismanna rík- isins (Californiu) og fulltrúa sambandsstjórnarinnar í Wash- ington. Undir eins og brúin hef- ir verið lýst- opin til umferðar, verður skotið af fallbyssum allra berskipa Kyrrahafsflotans, en flugvélaflokkar sveima yfir borginni. Margskonar sýningar, kappsiglingar o. m. fi. verður bátíðardagana og seinasta dag- inn hátíðarguðsþjónustur í öll- um kirkjum borgarinnar, og þá \erður brúin öll ljósúm lýst. Yfir Golden Gate í SanFranc- isco er verið að smíða brú, sem verður lengsta hengibrú í heimi, og er ráðgert, að Iiún verði! formlega opnuð lil umferðar snemma árs 1937. Hitt og þetta Þekti skerin. Skipið var á leið í höfn. Skip- stjóri stóð á stjórnpalli og sjó- maður við stýrið. Alt í einu heyrðist hávært sargandi hljóð. Skipstjóri hljóp til mannsins við stýrið og æpti: — Þér sögð- ust þekkja hvert einasta slcer hér á innsiglingunni! Maðurinn við stýrið: Já, það sagði eg. Þetta var eitt af þeim. Neyðarúrræði. , Maður nokkur kom á mark- að í sveitaþorpi og staðnæmd- ist við hringekjuna. Hann sá að lítill og vesaldarlegur maður sat á eiúum af tréhestum liring- ekjunnar. En það þótti lionum einkennilegt, að litli maðurinn fór aldrei af baki, þó að hring- ekjan næmi staðar, en sat kyr jafnt og þélt. Forvitni aðkomumánnsins varð að lolcum svo mikil, að eitthvert sinn þegar liringekjan nam staðar, gekk hann nær og' sagði við riddarann þaulsætna: —- Afsakið forvitni mína. Þykir yður gaman að þessum stöð- ugu hringferðum? Vesalings riddarinn dæsti. —- Nei, það er nú eitthvað annað! — Hversvegna farið þér þá ekki af baki? —- Maðurinn, sem á liring- ekjuna, skuldar mér 10 krónur, og eg fæ þær aldrei nema eg taki þær út á þennan hátt. Heimanmundur símakvenna. Bretar borga árlega allmikið fé í „heimanmund" , talsíma- kvenna, sem liætta störfum og giftast. Nemur þessi „heiman- mundur“ allmikilli fjárliæð úr ríkissjóði árlega, en fer þó heldur lækkandi: Þannig er gert ráð fyrir því, að nú í ár verði hún 2500 sterlingspund- um lægri en árið 1935. Ástæðan er sú, að stúlkurnar giftast yngri nú, ár frá ári, en áður gerðist. Þegar talsímamey giftist, verður hún að hætta störfum og sleppir tilkalli til þess, að fá eflirlaun. Þess í stað fær liún fjárupphæð, sem nemur einum mánaðarlaunuin fyrir hvert ár, sem hún hefir verið í þjónustu talsímans, hafi hún starfað 6 ár minst. Skýrslur póststjórnar herma, að meðal-giftingaraldur síina- meyja sé nú 24 ár. En árið 1926 var meðal-giftingaraldur þeirra 27 ár. Árangurinn er sá, að Iieimanmundurinn lækkar á hverju ári. LANDSKJÁLFTAR Á ÍTALtU. Landskjálftar ollu miklu tjóni á Ítalíu fyrir nokkuru og varð af mikið mann- og eigna- tjón.,— Mvndin hér að ofan sýnir hvernlg umhorfs var i þorpi cinu fvrir ulan Feneyjar eftir landskjálftana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.