Vísir - 19.11.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 19.11.1936, Blaðsíða 2
VÍSIR „AO gefnn tilefni". Nýjap loftíipásir á Madrid. 50 menn blða bana og særast. London, í morgun. Snemma í morgun (fimtudagsmorgun) gerðu uppreistar- menn ioftárás á Madrid og vörpuðu flugmennirnir niður sprengikúlum í miðhluta borgarinnar og þar í grend. Markmið þeirra nú sem og raunar áður virðist hafa verið, að eyðileggja símastöðina. Fjöldi husa í nágrenni stöðvarinnar skemdist og kviknaði í sumum þeirra, en á símastöðinni sjálfri urðu minni skemdir en ætla mætti. Þó brotnuðu rúður í hundraðatali o.s.frv. í nokkurum húsum kviknaði á Granviasvæðinu að afstaðinni loftárás. Um fimtíu menn biðu bana og særöust í loftárásum þessum, að því er giskað er á. Fyrir suðvestan borgina er haldið uppi ógurlegri fallbyssu- skothríð af báðum aðiljum, — (United Press. — FB.). i Þjóðabandalagið dregjð inn í Spánarmálin. Útvarpsstöðin í Yalencia hefir tilkynt, að Caballero-stjórnin hafi sent Þjóðabandalaginu mótmæli út af því, að ítalir og Þjóðverjar hafa viðurkent stjórn Franco’s sem ,hina löglegu stjórn Spánar, — (United Press. — FB.). CALLE DE ALCALA ein af aðalgötunum 1 Madrid. Stórskotalið uppreistaimanna undirbýr nýja sókn. Tímadilkurinn var í vandræð- um með forsíðuna sína um dag- inn og gat þá ekki fundið annað . beíra til uppfyllingar en að birta grein, með gleiðletraðri fyrir- sögn, sem átti að vera rógur um útgerðarmenn og starfsemi þeirra. Blaðið hélt því fram, að innflutningsleyfin fyrir ísfisk til Englands væri ekki notu'ð vegna þess að útgerðarmenn vildu ekki afla gjaldeyris handa ríkisstjórninni, én létu togarana liggja við hafnargarðana. V'ísir upplýsti í málinu, að flestir af þeim togurum, sem inni eru, liggja þar til viðgerðar, eftir langa og erfiða sumarvertíð og einnig til undirbúnings undir „klössun“ hjá erlendu skipaeft- irliti. Það var einnig bent á það, að liöfuðástæðan til þess, að Englandsleyfin væri ekki meira notuð en raun er á, væri sú, að Fiskimálanefnd hefði sett á- kveðið liámarksmagn, sem livert skip mætti flýtja í ferð og því hafði það tafist, að leyfin yrðu notuð. Þetta hámark var sett 1200 vættir i ferð og mátti ekki frá því víkja, þótt bent væri á fyrirsjáanlegan halla af tiltekinni ferð, nema meira magn fengist flutt.Sumarvertíð- in leið og haustið kom og þá vantaði mikið til þess, að við værum. búnir að flytja það magn ísfiskjar til Englands, sem okkur var heimilt. Hér við bættist, að Englendingar gáfu vilyrði fyrir viðbótarinnflutn- ingi, sem þó ekki komst i fram- kvæmd fyrir andstöðu keppi- nauta okkar, Hefði viðbótarinn- flutníngurinn fengist, hefðu takmarkanir Fiskimálanefndar komið útgerðínni enn ver, og er þó nóg sem komið er. Það er ekki fyr en nú fyrir nokkrum dögum, að Fiskimála- nefnd sendir út tilkynningu, þar sem það er tekið fram, „að gefnu tilefni“, að útgerðarmenn megi flytja ótakmarkað magn í ferð, „eins og verið hafi und- anfarna mánuði“. Hvað orðin „undanfarna mánuði“ þýðir i þessu sambandi, er ekki gott að átta sig á. Nefndin virðist ekln leggja venjulegan skilning í þetta orðasamband, eftir fram- komu hennar gagnvart út- gerðarmönnum síðastliðnar vikur. -— f sumar biður h.f. Kveldúlfur um leyfi til flytja 70 tonn í hverri veiðiferð, sem far- in sé til Hull. Út af því skrifar Fiskimálanefnd félaginu bréf í ágúst og birlist liér lcafli úr því: -----„Vér viljum tilkynna 3Tður, að vér sjáum oss ekki fært að veita mismunandi magn eftir því hvar landað er í Englandi og getum lieldur ekki aukið magnið frá þvi, sem nú er ákveðið, en það er hámark 60 tonn eða 1200 vættir í hverri veiðiför. I þessu sambandi viljúm vér vekja athygli yðar á því, að skip yðar Gyllir landaði í Englandi 30. f. m. 1706 vætt- um. Er það 506 vættum meira en til var ætlast, er löndunar- leyfi togara var símað út. Enda þótt það hafi ekki ver- ið skriflega tilkynt, að magn- ( ið mætti ekki fara fram úr 1200 vættum, mun yður þó hafa verið kunnugt um, að löndunarlejdin voru miðuð við þetta magn. Það má ef til vill segja, að ekki þýði að sakast um orð- inn hlut, en vér viljum þó vekja athygli yðar á þessu og benda yður á jafnframt, að framvegis má magn það, er skip yðar landa í Englandi, ekki fara fram úr 1200 vætt- um í ferð. Viljum vér óska staðfestingar yðar á því, að þér gerið ráðstafanir lil þess að eftir þessu verði farið. Verði ^misbrestur á þessu, mun Fiskimálanefndin nejrð- ast til að síma löndunarleyfi fyrir tiltekið magn i hverri ferð, en það er lilutur, sem æskilegt væri að komast lijá í lengstu lög.“ Þessi bréfkafli er birtur hér í heild, til þess að menn geti fengið lækifæri til þess að kynnast „tóninum“ í fyrirskip- unum þessara nefndarherra. í ágúst er það skorinort tekið fram, að framvegis fáist ekki leyfi fyrir meiru en 1200 vætt- um og svo er því bætt við, að verði því ekki hlýtt, neyðist nefndin til þess að gera ráð- stafanir, sem reyndar sé best að komast hjá. Og síðan hefir Jvvedlúlfur ekki fengið neina til- kynningu um að flytja mætti meira magn. Slík er ráðs- menskan, sem sett er yfir ís- lenska útgerðarmenn. Um mánaðamótin sept.—okt. neitaði nefndin einnig h.f. Reykjaborg um að flytja meira magn en tilskilið var. Forráða- menn skipsins bentu nefndinni á, að það væri beint skilyrði fyrir því að ferðin gæti borgað sig, að leyft yrði að flytja meira magn. Skrifstofustjórinn viður- kendi þessar ástæður forstjór- ans, en sagði þó, með góðlátleg- um axlalyftingum, að það væri nú sama — nefndin hefði á- lcveðið þetta og frá því yrði ekki vikið. Útgerðarmenn hér í bænum hafa ekkí fengíð neínar tilkynn- ingar frá Fiskimálanefnd fyr en nú i nóv. um að flytja mætti meira magn ísfiskjar til Eng- lands en verið hefði. Það sýn- ist þó eðlilegt, að félag eins og h.f. Kveldúlfur hefði fengið bréflega tilkynningu um þessa stefnubreytingu nefndarinnar, eftir að forstjórarnirhöfðufeng- ið slíkt bréf frá nefndinni,er hér er birt. Þessi tilkynning nefnd- arinnar fyrir fáum dögum, að „gefnu tilefni“, virðist fram komin til þess eins, að breiða yfir óverjandi starfshætti hjá þessari socialista-nefnd. En svo kemur Tímadilkurinn, vesalingur, og fyllir út forsíð- una sína með rógi um útgerð- armenn, fyrir að hafa ekki veitt upp innflutn ingsleyf in til Eng- lands! Það átti að stafa af óvilja útgerðarmanna til að afla land- inu gjaldeyris! Þetta lieimsku- lega blaður snýst gegn Fiski- málanefnd, sern Tímamenn og socialistar þrengdu upp á is- lenska útgerð, henni til skaða, „skapraunar og ekki ósjaldan til skammar i viðskiftum utan landsins. Útgerðarmenn hafa „að gefnu tilefni“ krafist þess, að nefndin yrði lögð niður og þeim sjálfum fengin forusta sinna eigin mála. Og þeir munu lialda áfram að kreíjast þess, að gefnum nýjum tilefnum frá hinum rauðu nefndarherrum. KvenmanDslík fanst í Örfirisey í rnorgun um kl. 10. Líkið var í nærldæðum einum og var óupplýst, er blað- ið átti tal við lögregluna, um hvaða konu er að ræða. Hún mun hafa verið á fertugs aldri, eftir h’kum að dæma. London í morgun. Uppreistarmenn halda áfram sókn sinni inn í Madrid, úr há- skólahverfinu, enda þótt þeim miði hægt áfram. Stjórnin segir þó eklcert um bardaga á þessu svæði, né lieldur um framsólm uppreistarinanna, en aftur á móti segir hún frá bardögum suðvestan við borgina, þar sem hún vinni á. Þrjátiu flugvélar uppreistar- manna gerðu harðvítuga loftá- rás á borgina kl. 2 í nótt. Nokkr- um klukkustundum áður hafði verið kastað niður flugritui7i, þar sem borgarbúar voru hvatt- ir til þess að leita hælis i norð- vesturhluta borgarinnar, sem mundi verða talinn hlutlaust svæði, en í þessurn borgarhluta er breski sendiherrabústaðurinn og þarhafa einnigmargar sendi- sveitir aðsetur sitt. , Flugvélarnar köstuðu sprengj- um yíir miðbik borgarinnar, og gerði mikinn skaða. FÚ. , Spænskir „uppreistarmenn taka tvö rússnesk skip. Oslo miðvikudag. Spænsk herskip á valdi upp- reistarmanna hafa tekið tvö rússneslc herskip og flutt þau til Comarina-flóa. Rannsókn uppreistarmanna hafði ekki til- ætlaðan árangur, því að ekkert af vopnum eða skotfærum fanst í skipinu, en samt sem áð- ur var farmur þeirra gerður upptækur. Annað skipið var á ileið til Port Said, en hitt til Ratuín. — Rússneska frétta- Berlín i gær. Fréttir frá Toledo herma, að tiltölulega rólegt sé nú vígstöðv- unum við Madrid, en að stór- skotalið uppreistarmanna und- irbúi nýja sókn. Segir þessi fregn, að margar sveitir upp- reis tarhersins liafi komist yfir Manzaneresfljót og liafist nú við liandan við Segoviabrúna. Ilafi skothríð uppreistarmanna kveikl í fangslsisbjrggingunni og Montanahermannaskálanum í norðurliluta borgarinnar. Útvarpsstöð uppreistarmanna í Tetuan segir, að aðstaða upp- reistarhersins á vígstöðvunum við Madrid sé nú mjög góð, og að stórskotalið lians hafi vald- ið miklum skemdum á varnar- virkjum stjórnarhersins við Manzanaresfljót. Margar opin- berar byggingar standi í björtu báli Beitiskip uppreistarmanna hefir skotið í kaf spánskt versl- unarskip við Spánarstrendur. stofan heldur því fram, að til- gangur spænskra uppreistar- manna sé að koma af stað deilumáli, er leiði til alvarlegra árekstra. (NRP—FB). % Útavrpsstöðvarnar í Madrid eyðilagðar. Oslo miðvikudag. Fregnir frá Spáni lierma, að báðar útvarpsstöðvarnar í Mad- rid liafi skemst í loftárásum uppreistarmanna á borgina í nótt er leið. (NRP—FB). Italía og Þýska- land Tiðarkenna stjúrn Franca’s. London i gær. FÚ. ítalia og Þýskaland hafa í dag viðurkennt stjórn Franco liers- liöfðingja sem hina löglegu stjórn Spánar. Tilkynningar þess efnis voru gefnar út að lieita mátti samtímis í Berlín og Róm, (eða milli kl. 4 og 5 síðd. eftir isl. tíma) og voru auk þess samhljóða, eða á þessa leið: „Þar sem Franco hersliöfðingi hefir nú lagt undir sig meiri hluta Spánar, og þar sem at- burðir síðustu viku hafa sýnt, að um ábyrga stjórn er ekki að ræða í öðrum landshlutum, þá hefir þýska stjórnin (ílalska stjórnin) ákveðið að viðurkenna stjórn Franco hershöfðingja sem hina löglegu stjórn Spánar, og skipa fulltrúa til þess að hefja stjórnmálalega samvinnu milli stjórnar hans og þýsku (ítölsku) stjórnarinnar. Nýr þýskur sendiherra fer til Spánar. Berlin, í'morgun. Eftir að liafa viðurkent bráðabil’gðástjórn Francos, sem stjórn Spánar, hefir nú þýska stjórnin skipað nýja sendisveit á Spáni og mun hún bráðlega leggja af stað frá Þýskalandi, en sendisveit sú sem Þjóðverjar liöfðu í Alicante hefir verið kölluð heim. Samtímis hefir ít- alslea stjórnin lýst yfir viður- kenningu sinni á stjórn Franc- os, og skipað nýja sendisveit á Spáni, en kallað hina fyrri heim. London, í morgun. Viðurkenning Itala og Þjóð- verja á stjórn Francos á Spáni hefir ekki valdið neinum æsing- um, og er eina spurningin, sem lögð er fram í þvi sambandi sú, livort þessi riki muni lialda áfram að starfa í hlutleysis- nefndinni. Þýska stjórnin hefir þegar gefið í skyn, að stefna hennar í því sambandi muni haldast óbreytt. í nótt sem leið, á öðrum tím- anum, hvesti skyndilega á sunn- an. Varð veðurliæðin feikna mikil eða 10-—11 vindstig og sumstaðar nærri 12. Feikna úr- lcoma var viða um land, en of- viðrið fór yfir alt Ia'nd. Undir morgun dró lil suðvestan áttar og livesti síðar því austar sem dró. Úrkoman mun hafa verið einna rnest á Fagurhólsmýri undir Öræfum, 76 mm. eftir nóttina. Hiti var í morgun við- ast 5—8 stig. Hætt er við, að miklar skemdir hafi orðið í ofviðri þessu. Hér í bænum urðu nokkrar skemdir, símaþræðir Salengro innanpíkis-* ráðheFFa Frakka fremup sjálfsmopd. London í gær. FÚ. Roger Salengro, innanríkis- ráðherra Frakka, fanst i morg- un örendur, á heimili sínu í Lille, og hafði liann fallið fyrir eigin hendi. Þetta tiltælci ráðherrans er afleiðing af heiftugum árásum sem hann liafði orðið fyrir af hálfu stjórnarandstæðinga, en þeir báru á hámi að hann hefði slrokið úr hernum á stríðsárun- um, og verið dæmdur til dauðá af herrétti, og væri því land- ráðamaður. Stjórnin hafðf skipað nefnd til þess að kynna sér feril Salengro, og hvað hæft væri í þessum áburði, og liafði nefndin lýst því yfir, að hann væri tilhæfulaus uppspuni. Það var í sambandi við sýknun Salengro, sem einri þingmaður liægri flokkanna fleygði fram spurningu um daginn í fulltrúa- deild þingsins, er varð til-þess,. að 50 þingmenn lentu í lianda- lögmáli í þingsalnum. Salengro liafði skilið eftir hréf til Leon Blum forsætisráð- herra, og hljóðaði það á þessa leið: „Þeim tókst ekki að svifta mig ærunpi, en þeir bera á- byrgð á dauða mínum. Eg. er hvorki liðhlaupi né svikari“» Franco lokar siglingaleið- inni til Barcelona. Það þykir eftirtektavert, að tilkynning Francos um að hann ætli sér að loka siglingaleiðinni til Barcelona var gefin út að eins á eftir vfirlýsingu itölsku og þýsku stjórnarinnar og er bent á, að viðurkenning þeirra á stjórn Francos muni veita honum betri aðstöðu frá lög- fræðilegu sjónarmiði, til þess að framkvæma slíkt hafn- bann. Portúgal og Ecuador koma á eftir. Tvö ríki liafa áður viðurkent stjórn Francos, en þau eru Mið- Amerikulýðveldin Guetamala og Salvador. En Portúgal og Ecuador liafa slitið stjórnmála- sambandi við Madridstjórnina, enda þótt þíu hafi ekki viður- kent sljórn Francos. slitnuðu og rafmagnsleiðslur, loftnet rifnuðu og rúður brotn- uðu, m. a. 2 stórar rúður í liúsi Brauns-verslunar, að sunnan- verðu iá annari liæð, þar sem er verslun og verkstæði Yigfúsar Guðbrandssonar, og að norð- anverðu (við Austurstræti) á neðstu hæð, þar sem sjúkra- samlagið hefir skrifstofur sínar. Girðingar brotnuðu allvíða í bænufn. Loftnet loftskeyta- stöðvarinnar bilaði, svo og net stuttbylgjustöðvarinnar, en á hvorugum staðnum var um svo alvarlega bilun að ræða, að liætta yrði skeytasendingum. Á noklcuruin linum liér í bænum Attaka veSi? á sunnan skall á í nóít sem leid, en snerist til suðvestan áttar með morgninum. Veðrið fór yfir alt landið og var veðurhæðin sumstaðar alt upp í 12 stig. » í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.