Vísir - 10.12.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 10.12.1936, Blaðsíða 3
VÍSIR Vid húsvígslu í Höt'num suður. (SíÖastl. laugardagskvöld var vígt í Höfnum nýtt skóla- og samkomu- hús. Var þar viÖstatt fjölmenni. Fréttaritari Vísis í Keflavík, Þorst. Bernharðsson, brá sér þangaÖ suð- ur, og hefir blaðinu borist eftirfar- andi frá honum). Við erum staddir hér, nokkrir Keflvíkingar. Það er verið að vígja hér nýtt samkomu- og skólahús Hafnahrepps, í stað þess húss, sem brann aðfaranótt 14. apríl síðastl. Það er uppi fótur og fit. Enginn hreppsbúi lætur sig vanta, og margt er hér aðkomumanna, manna sem koma til að votta íbúum afskektr- ar sveitar árnaðaróskir sínar með nýja og myndarlega menningarmið- stöð. Dagskrá er að hefjast. Jón Jóns- son oddviti og kennari, í Hvammi, setur samkomuna með ræðu, sem er um leið vígsluræða hins nýja húss. Hinrik ívarsson, bóndi, les upp kvæði, sem hreppsbúum hefir borist í tilefni dagsins. Síra Brynj- ólfur Magnússon flytur stutta en góða ræðu. Alt þetta er um alvar- leg efni. En það verður líka gam- an á ferðum. Leikflokkur U.M.F.K. í Keflavík sýnir hinn bráðfyndna sjónleik „Nei“, með Arinbjörn Þor- varðsson í aðalhlutverkinu. Leikur- Magnús Guðmundsson. Þórbergur Sveinsson. Ragnar Friðriksson. Keflavík: Sigurbjörn Eyjólfsson. Axel Pálsson. Eyjólfur Eyjólfsson. Elintínus Júlíusson. Ólafur Lárusson. Jón Eyjólfsson. Albert Bjarnason. Sverrir Júlíusson. Sigurþór Guðfinnsson. Einar Jónasson. Elías Þorsteinsson. Karvel Ögmundsson. Erlendur Jónsson. Ólafur Bjarnason. Friðmundur Hieronýmusson. Kristinn Jónsson. Rcykjavík: Jón Eiríksson. Ingvar Vilhjálmsson. Jóhannes Jónsson. Jón Sveinsson. Anilíus Jónsson. Magnús Þórarinsson. Þorður Guðmundsson. Guðmundur Magnússon. Önundur Jósefsson. Sigurður Þorsteinsson. inn tekst vel, betur en nokkru sinni fyr hjá þessum flokki. Tjaldið er dregið fyrir, og frá aftur. Helgi Elíasson, fulltrúi fræðslumálastjóra, tekur til máls og vottar með nokkrum orðum eigend- um hússins ánægju sína yfir, hve vel þeim hafi tekist byggingin, og biður þá heila njóta í framtíðinni. Sigurður Guðmundsson frá Þóru- koti i Njarðvík, gamall Hafnabúi, notar og tækifærið til að minnast gamalla stunda og biðja menn heila njóta vistlegra salakynna. Eg hefi heyrt ræður og samtöl manna. Hér er alstaðar sama jiunga- miðjan. Mikið hefir verið í fang færst og vel og drengilega unnið. Og því er það hér, eins og annars staðar, að menn eru glaðir að loknu miklu og vel unnu dagsverki. Eg er ókunnugur hér. En þessi stutta stund hefir gefið mér áhuga fyrir að kynnast betur málum þess- ara manna, sem eg er á meðal, og því að lokinni dagskrá hitti eg að máli Tón oddvita Jónsson og bið hann að segja að nokkru sögu þessa byggingarmáls. Honum segist svo frá: „Þetta hús er, eins og þér vitið, bygt í því augnamiði, að verða skóla og samkomuhús okkar Hafna- hreppsbúa. Það er bygt í tveim álm- um. Önnur, sú stærri, á að vera fundahús hreppsins, samkomusalur hans og leikfimissalur barnaskólans. Utanmál þessarar álmu er I2,40X 6,60 m. Þar er og leiksvið, með tveim búningsherbergjum. Minni álman er skólahúsið. Hún er að utanmáli 7,20X6,60 m. Und- ir skólasalnum er kjallari, og i hon- um miðstöð hússins, salerni og kola og vatnsgeymsla. Meðfram annari hlið skólasalsins er herbergi, sem verður geymsla áhalda og bóka skólans, og væntanlega í framtið- inni bókasafn hreppsins. Hafnahreppur á húsið. Hefir hann notið til byggingar þess venju- legs skólahúsabyggingastyrks, frá hinu opinbera. Hreppsbúar sjálfir hafa mest unnið að byggingu þess og margir þeirra gefið vinnu sína að nokkru leyti. Guðmundur Þorláksson húsa- meistari í Reykjavík teiknaði húsið og gaf okkur margar góðar leið- beiningar um byggingu þess. Yfir- smiður þess var Hinrik ívarsson í Merkinesi, en Haraldur Elíasson i Reykjavík hafði umsjón með allri múrvinnu. Þá eru og lagðar raf- lagnir um húsið alt. Er það von þeirra Hafnabúa, að með timanum verði hreppurinn upplýstur, frá orkustöðvunum við Sogið. Raf- lagnirnar hefir annast Enok Helga- son rafvirki í Hafnarfirði. Mið- stöðvarhitun er í húsinu, og sá um þann útbúnað Ríkharð Eiríksson pípulagningarmaður i Reykjavík. Húsið mun kosta kringum 15 þús. krónur. Nú er það fullbúið, að öðru Kaupmenn! Eftirtaldir framleiðendur vilja minna yður á, að nauðsynlegt er, að þér hafið nú nægar birgðir af* vörum þeirra. Vörur: Nafn: Sími: Kaffi: 0. Johnson ij Kaaber h.l. 1740 Jólatrésskrant: „Einn Ofi átta“ 4755 sæigætisTörur: Konfektg. Freyja h. f. 4014 Kaffibætir: 0. Johnson S Kaabertl.l. 1740 Gosdrykkir: Sanitas 3190 Lakkrísvörnr: Lakkrísgerðin h f. 2870 Pappírsjokar: Pappirspokagerðln h.l. 3015 Leikföng: Garðar Gislason. 1500 leyti en því, að málning þess verð- ur látin biða komandi vors. Jón í Hvammi er kennari Hafna- hrepps, jafnframt því sem hann er oddviti. Eg nota tækifærið og spyr hann, hvort honum þyki ekki urn- skiftin mikil og góð, hvað húsa- kynni skólans snertir. „Þau eru það sannarlega,“ segir hann. „Gamla húsið okkar mun hafa verið lélegasta skólahús í nær- liggjandi stöðum. Nú hefir það kastað ellibelgnum og býst eg við að það sé það vandaðasta í allri Gullbringusýslu.“ Talið berst að -afkomu manna nú og f ramtíðarmöguleikum manna þar syðra. Jón er fáorður um þá hluti, en segir: „Afkoma manna hér bygg- ist fyrst og frernst á sjónum, en hann hefir brugðist, eins og allir vita, tvö undanfarin ár. Landbún- aður er og stundaður talsvert, og er styrkur að honum, sérstaklega garðræktinni. Hún hefir aukist hin siðustu ár og á hér framtíð fyrir höndum. „Hafið þið nokkuð stundað fisk- veiðar síðastl. sumur?" „Hin síðustu sumur hefir sjór- inn lítið verið stundaður. Afli hef- ir verið dálítill á vorin, en að því virðist horfið, strax og dragnóta- veiðar hafa byrjað fyrir utan land- helgislínuna. Við Hafnamenn stönd- um illa að vigi til að keppa um veiði við aðra dragnótabáta; okkar bátar eru litlir og ekki útbúnir nógu góðum tækjum. En flestir, sem þessar veiðar stunda, eru búnir hin- uin hestu tækjum, til að draga fljótt og á miklu dýpi. Okkar skoðun, Hafnamanna, er sú, og hún bygg- ist að því er eg best veit, á reynslu okkar, að dragnótin eyðileggi mögu- leika okkar til að stunda héðan sjó á sumrin. í haust hafa verið hér hinar mestu ógæftir. Þegar gefið hefir, hafa róið héðan 10—12 bát- ar og selt afla sinn jafnóðum á markað til Reykjavíkur. Á vetrar- vertíðunum tveimur síðustu, hafa róið héðan 14 skip, en likur eru til að þau verði nokkru færri í vetur. Og að endingu segir Jón: „Þó að erfitt hafi verið undan- farið, og dimm ský séu enn á lofti, þá vonar maður samt að til rofi áður en langt um líður. Þannig von- ar hver góður íslendingur. Og i þeirri von, að léttara verði fyrir fæti í framtíðinni, höfum við bygt okkur þetta hús, og hörnum okkar, sem siðar taka við hér í Hafna- hreppi.“ Síðar um kvöldið geng eg inn í danssalinn, þangað sem ungir og gamlir svífa um gólfið eftir hljóð- færaslætti „Gula bandsins" frá Keflavík. í kvöld dansa þeir gömlu sjóvíkingarnir eins létt og þeir dönsuðu fyrir 20—30 árum. í nótt eru allir glaðir og alla nóttina er dansað. Það er runninn dagur, þeg- ar við hættum, og í grárri skimu hins heiðríka vetrarmorguns, er ek- ið heim, þreyttur, en þess þó full- viss, að betur hafi verið farið en heima setið. 6. des. ’3Ö. Þ. B. ÍO.O.F.S = 11812108/, = E T 2, 9. 0 Veðrið í morgun. í Reykjavík — 2, Bolungarvík — 2, Akureyri — 1, Skálanesi — o, Vestmannaeyjum — 1, Sandi — 2, Kvigindisdal — o, Hesteyri o, Gjögri o, Blönduósi — 1, Siglu- nesi — 3, Raufarhöfn — 5, Fagra- dal — 1, Hólum í Hornafirði — o, Fagurhólsmýri — 1, Reykjanesi 1. Mestur hiti hér í gær 4 stig, minst- ur — 3. Úrkoma 0,7 mm. Yfirlit: Djúp lægð milli Vestfjarða og Grænlands á hreyfingu austur. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, BreiSafjörSur, Vestfiröir, Norður- land: Suðvestan og vestan átt með hvössum snjóéljum. NorS- austurland, AustfirSir: Allhvass vestan, BjartviSri. SuSausturland: Allhvass suSvestan og vestan. Éljagangur. Skipafregnir. Gullfoss er á leiS til Vestmanna- eyja frá Leith og Goðafoss er á leiS þangað frá Hull. Selfoss er í Reykjavík. Dettifoss fór vestur og norður í gærkveldi. Lagarfoss kom til Leith í gærkveldi. Brúar- foss er í Reykjavík. L.v. SigríSur kom frá Englandi í gær. Farþegar á Dettifossi vestur og norSur: Páll Cristian- sen og frú, Kristján Bjartmars, Einar Sturlaugsson, Hermann Jónsson, Nanna GuSmundsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Anna Magn- úsdóttir, Una GuSmundsdóttir, Örnólfur Valdimarsson, Gísli Bjarnason, SigurSur Ágústsson, Jón Steingrímsson sýslum., Páll Kolka læknir og frú, ungfrú HlíS- ar, Svavá Loftsdóttir, Bjami Stef- ánsson, Ágúst SigurSsosn, Þor- valdur Guðmundsson, Bergmund- ur SigurSsson, Ásta Eggertsdótt- ir, Kristinn Sigurvinsson, Hjalti Einarsson, Einar Thoroddsen og frú, Margrét Jónsdóttir, Elísabet Jónsdóttir, Sveinn Björnsson, Pét- ur Jónatansson, Ingibjörg Magn- úsdóttir, Jónína Kristmundsdóttir, Pétur Vermundsson, GuSjón Val- ' geirsson. Afmælisfagnað halda stúkurnar „Dröfn“ og „Frón“ í kveld kl. 8. Fagnaður- inn hefst meS sameiginlegri kaffi- drykkju. SíSan verSur ýmislegt til skemtunar: söngur, ræSur, upp- lestur, hljóSfærasláttur og dans. Sundfélagið Ægir heldur skemtifund að Hótel SkjaldbreiS annaS kvöld, föstud. 11. þ. m., kl. 8J4 e. h. með sam- eiginlegri kaffidrykkju og dansi. Verðlaunin fyrir innanfélagsmót- iS verða afhent á fundinum. Fé- lagar fjölmenniS og takiS gesti meS. Peningagjafir til Vetrarhjálparinnar: Frá J. O. J., NjarSarg. 27, kr. 10,00, B. O. kr. 5,00, Magnúsi Benjamíns- syni & Co. kr. 100,00, Magnúsi Benjamínssyni úrsm. kr. 50,00, þrem systrum, Fjölnisveg, kr. 4,00, S. í. F. kr. 50,00, Tóbakseinka- salan kr. 50,00. Kærar þakkir. — F. h. Vetrarhjálparinnar, Stefán A. Pálsson. Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Landspítalanum. Sími 1774. Næt- urvörSur í Laugavegs og Ingólfs apóteki. SauOfjárböðun. Samkvæmt fyrirmælum laga nr. 58, 30. nóv. 1914, ber að framkvæma þrifaböðun á öllu sauðfé hér í lög- sagnarumdæminu. Út af þessu ber öllum sauðfjáreig- endum hér i bænum að snúa sér nú þegar til eftirlits- mannsins með sauðf járböðunum, herra lögregluþjóns Sigurðar Gíslasonar. Simar 1166 og 3944. Borgarstjórinn i Reykjavík, 9. des. 1936. Pétur Halldórsson. Húsmæður! Eftirtaldar verslanir vilja benda yður á, aö þær selja flest, sem þér þarfnist til heimilisins og senda yður það heim. Vörur: Nafn: Sími: Matvönr: Liverpool 1135 Brauð: Björnsbakarl 1530 Rjöt: MAiadeiidm 1211 Fisknr: Hafliði Baldvinsson 1456 Kökur: Björnsbakarí 1530 Kol: H.f. Koi & Salt 1120 Bfisáhöld: Liverpool 1135 flreinlætisv. Sðpuhfisið 3155 K. F. U. K. Biblíulestur í kvöld. Hjónaband. Á morgun verða gefin saman í hjónaband í Kaupmannahöfn ung- frú Þorbjörg Ingólfsdóttir (lækn- is í Borgarnesi) og Angelo Holm- Hansen stýrimaður . Utanáskrift þeirra er Jernbanehotellet, Köben- havn. Útvarpið í kvöld. 19,10 Veðurfr. 19,20 Skýrsla um vinninga í happdrætti Hásjcól- ans. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Mannflokkar, IV. (Einar Magn- ússon mentaskólakennari). 20,55 Hljómplötur: Strauss-vaísar. — 21,15 Frá útlöndum. 21,30 Lesin dagskrá næstu viku. 21,45 Út- varpshljómsveitin leikur. 22,15 Hljómplötur: Danslög (til kl. 22,30). Kvikmyndahúsin. Gamla Bíó sýnir kvikmyndina „Leyndardómur spilabankans", spennandi leynilögreglumynd, en Nýja Bíó „Adolf í herþjónustu", skemtilega sænska mynd. — í Gamla Bíó er sýnd aukamynd, sem er gullfalleg og fróðleg aS auki. Er hún frá borginni heimsfrægu Rio de Janeiro, í Brasilíu. — I Nýja Bíó er einnig sýnd skemti- leg og fróöleg aukamynd: Inn- sigling til Stokkhólms. — Þa'S væri vel þegið, ef kvikmyndahús- in vildu sem allra oftast sýna slík- ar myndir meS öSrum myndum. Hafa þau aS vísu talsvert aS því gert, en vel mætti meira aS þessu gera. Vetrarhjálpin. Eins og áSur hefir veriS frá sagt fóru skátar um allan austurbæinn í gærkveldi og söfnuSu fyrir Vetr- arhjálpina. Gengu þeir aS þessu meS sínmn alkunna dugnaSi og létu hríSarveöriS ekki hamla ferS- um sínum og var söfnuninni lokiS um kl. hálf ellefu. Árangurinn af söfnun þeirra varS afbragSs góS- ur. I peningum fengu þeir kr. 619,50, og auk þess gafst mjög mikiS af allskonar fatnaSi og öSr- um vörum. RómuSu skátar mjög hve gjafaþátttaka fólks var al- menn og hversu vel og vinsamlega þeim var hvarvetna tekiS. Er Austurbæingum mikill sómi aS viStökunum og sýna þær lofsam- legan og réttan skilning þeirra á þessu igóSa málefni. 76 ára er í dag Hildur Bergsdóttir,. Laugaveg 53 B. Vesturbæingar og miðbæingan Nú er röSin komin aS ySur. Til ySar ætla skátarnir aS koma ann- aS kvöld kl. 8—11 og reyna rausn ySar. Eru allir þeir, sem eitthvaS ætla að gefa, vinsamlega beönir aS hafa þaS tilbúið á áSurgreind- um tíma, þegar skátamir koma og veita þeir einnig móttöku peninga- gjöfum gegn kvittun. Allir skát- arnir verSa auSkendir meö merki Vetrarhjálparinnar. Er ekki aS efa að skátarnir munu gera góöa ferö. Austurbæingar hafa róiö vel í barkann og miö- og vesturbaö- ingar munu ekki láta skutinn eftir liggja. V. H áskólafyrirlestur Mr. Turville-Petre í dag fellur niöur. v Happdrætti Háskólans. 10. dráttur fer fram í dag og á morgun. Skýrsla um fyrstu 500 vinningana birtist í blaöinu í dag. 76 ára er í dag Hildur Bergsdóttir,. Laugaveg 53 B. Dansleik heldur Kvennadeild Slysavarna- félags Islands í Oddfellowhúsinu laugardaginn 12. des. kl. 9 síöd. Hljómsveit Aage Lorange leikur undir dansinum. Ný bók. „Rökkursögur", 4. hefti er ný- komið út. Er þaö góð barnabók. Bréfaskifti á ensku. Enskur maöur hefir skrifað Vísi og óskað eftir bréfaskiftum viö einhverja lesendur hans, pilta eöa stúlkur. Hann hefir hug á, að kynnast íslandi og safnar líka frí- merkjum. Þeir, sem vildu fræöast um Bretland og skrifast á viö hann fá hér nafn hans og heim- ilisfang: Mr. Norman D. Arkin-. stall, 20 Darnton Road, Ashton under Lyne, Lancasbire, England. Reykvíkingar! Eftirtaldar verslanir vilja benda yður á, að þær hafa til flest, sem þér þarfnist. Vörur: Tðbaksrfirnr: Nafn: í „London“ 3ími: 1818 Bækur, ritföng: BúkaversLÞðr. B.Þorl. 3359 Klæðskeri: Andrés Andrfisson 3169 Skúfatnaður: Stefán Gnnnarsson 3351 VefnaBarvörur: Tersl. Egill Jacobsen 1116 Leikfðng: Edinborg 3303 Sælgæti: .,London“ 1818 Járnvörnr: Björn & Marinfi 4128 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.