Vísir - 08.01.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 08.01.1937, Blaðsíða 3
VÍSIR Yerslwnar" stéttin op fátæii fðlkiö. Terslnnarmannafélag Beykjafiknr bjtíur um 500 fátækum körnum á jðlatrésskemtun. Sá þáttur er verslunarstéttin í Reykjavík á í því, að styrkja og gleðja fátæka alþýðu þessa bæjar, beint og óbeint, er orð- inn nieiri en menn ahnent gera sér grein fyrir. Undanfarna vetur liefir verið starfrækt hér skipulögð hjálpar- starfsexni til handa bágstöddum bæjarbúum, eða hin svokallaða „Vetrarhjálp“. Árangurinn af þessari slarfsemi hefir orðið mikill og þó fyrst og fremst, að öðru jöfnu, vegna mjög góðra undirtekta og skilnings af hálfu verslunarstéttarinnar í þessum bæ. Sífeldum árásum og miskun- arlausri kúgun af liendi þeirra manna, er kalla sig verndara lítilmagnans, svarar verslunar- stéttin í Reykjvik með því að miðla hinum bágstöddu af litl- um og stöðugt minkandi efn- um. i Undanfarin 40 ár liefir Versl- unarmannafélag Reykjavíkur baldið árlega jólatrésskemtun, þar sem það býður fleiri hundr- uðurn fátækra barna. í gær bauð félagið hátt á fimta huridr- að börnum til jólatrésfagnaðar að Hótel Borg, þar sem þeim var veitt rikulega, og var það ánægjuleg sjón, að sjá hin bros- liýru andlit barnanna, sem frjáls og óþvinguð fyltu lrina stóru sali á Hótel Borg. Það er svo með verslunar- stéttina, að hennar góðverk eru flest gerð persónulega og eigi í hámæli höfð; en þess er vert að geta, sem gert er. , Verslunarmannafél. Reykja- víkur á þakkir skilið fyrir á- gæta forgöngu í þvi að gleðja hin mörgu börn, sem ef til vill annars hefðu farið á mis við hina mestu gleði barnanna — jólatrésskemtun. h. Glappaskot síldarfit- Tegsnefodar Iijálpar Norðmönnnm á rnss- nesknm markaðl. Kaupmannahöfn, 7. jan. (Einkaskeyti). 1 tilefni af ákvörðun þeirri sem norska síldarmálanefndin hefir teldð upp. að auglýsa norska síld í rússneskum blöð- um, segir Joharinessen verslun- arráðunautur í viðtali við Nor- egs Handeís- og Sjöfartstid- ende: „Mér virðist svo, sem Sovét-Rússland muni nú líta nokkuð öðrum augum á versl- unarsamband sitt við Noreg svo að möguleilcar séu nú fyrir auk- inni sölu til Sovét-Rússlands á árinu 1937, einkum síldarsölu. eftir þau mistök sem urðu á síldarkaupunum frá íslandi.“ En þá hefir þó ekki verið sam- ið um nein kaup af þessu tægi. (FO.). Arabar vinna ad því, ad koma upp arabisku stórveldi. Þeir vinna enn að áformum sínum á friðsamlegan hátt, en óeirðirnar í Palestina voru þó af þeim rót- um runnar, að Arabar þar telja sér hættu búna af ótakmörkuðum innflutningi Gyðinga þangað, sem því næst gæti orðið Þrándur í Götu fyrir hinum miklu áformum þeirra um stofnun stórs, arabisks ríkis. Kunnur Bandaríkjamaður, sem dvalist hefir um langt skeið í Palestina, dr. McCowon, held- ur því fram, að fyrir Aröbum vaki að slofna stórt voldugt arabiskt ríki. Hann segir, að þeir óttist, að innflutningur Gyð- inga í Palestina leiði til þess, að erfiðara verði að vinna að þessu óformi, og það sé ein höfuðor- sök óeirðánna, sem þar urðu í haust og vetur. Dr. McCowon var í Pale- stina uppreistarárin 1921 og 1929 og loks í fyrra. Hann er yfirmaður kunnrar mentastofn- unar í Paleslina (Pacific School of Religion) og forseti American School of Oriental Research í Palestina. „Menn verða að gera sér ljóst,“ sagði hann við komu sína til Bandaríkjanna fyrir nokk- uru,“ að augu 70 miljóna Ar- aba og 250 miljóna Múliamm- eðstrúarmanna mæna á Jerúsal- em. Hún er í þeirra augum lielgasta borg veraldarinnar, næst Mekka. Aröbum í Palestina hefir verið lijálpað á marga lund af Aröbum í öðrum lönd- um. Næst, þegar Arabar í Pale- stina gera uppreist, verða sam- tökin sterkari og hjálpin annar- staðar frá meiri. „Menn hafa ekki gert sér skiljanlegt í Evrópu og Ame- ríku,“ sagði dr. McCowon enn- fremur,“ að i Irak er samskon- ar hreyfing og í Palestina. í stuttu máli er það svo, að í næstu löndum er uppi hreyfing meðal Araba, sem fer í þá átt, að koma upp svo öflugu veldi, að stórveldi geti talist, — nýju, voldugu arabisku ríki, sem geti farið sínu fram, án þess að liirða um vilja stórveldanna í Ev- rópu.“ Dr. McCowon hrósar Bretum fyrir stjórn þeirra á Palestina sem þeir hafa umráðarétt yfir og hann telur skipulagninguna ó innflutningi Gyðinga hafa far- ið vel úr hendi, en því megi ekki gleyma, að Arabar hafi mikið til síns máls, því að sann- leikurinn sé sá, að með sívax- andi innflutningi Gyðinga yrði þeim algerlega bolað á burt frá Palestina, og það myndi Arabar annarstaðar aldrei þola. Ef það gerðist, risi allur hinn arabiski heimur upp til varnar Aröbum í Palestina og þá yrði hafin um leið baráttan fyrir nýju, ara- bisku ríki. „Arabar í Palestina,“ segir dr. McCowon, „viðurkenna, að þeir geti ekki kept við Gyðinga í iðnaði og verslun, en krefjast þess, að þeir fái að starfa í land- inu eins og þeir hafi áður gert. Réttur þeirra til landsins er eldri en réttur Gyðinga til þess, sem að eins hafi ráðið yfir land- inu í 5 eða 6 aldir, en Arabar hafi átt þar heima í 12 aldir. Frjósömustu og bestu hlutai landsins eru þegar komnir í hendur Gyðinga og Arabar eru sárgramir, þótt þeir hafi orðið að beygja sig i bili.“ En það eiga nrilril tíðindi eft- ir að gerast þarna eystra, segir dr. McCowon, þegar Arabar hefja baráttuna fyrir hinu nýja, arabiska ríki með fullum krafti. a. Rádning liinna nýju lögregln— þj óna. Lögreglustjóri sendi borgar- sljóra Reykjavíkur eftirfarandi bréf i gærmorgun um ráðningu 20 nýrra lögregluþjóna i Reykjavík: Samkvæmt þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra, að lögreglu- þjónum í Reykjavík skuli fjölg- að úr 40, sem þeir nú eru upp í 60, vil eg hér með leggja það til, að eftirtaldir umsækjendur um þessar lögregluþjónastöður verði ráðnir lögregluþjónar: Auðunn Sigurðsson, Leifs- igötu 23, Rvík. Guðmundur Jónsson, Garða- vegi 2, Hafnarfirði. , Guðni Jónsson, Nönnugötu 4, Rvík. Hafsteinn Hjartarson, Njáls- götu 35, Rvík. Hallgrímur Jónsson, Óðinsg. 23, Rvík. , Haraldur Jerisson, Vitastíg 8A, Rvik. ! Hermundur Valdemar Tóm- asson, Njálsgötu 49, Rvík. Hjörtur Eyvindsson Guð- mundsson, Sólvallag. 14, Rvík. Ingólfur Sveinsson, Granda- veg 37, Rvík. Jakob Jónsson, Ránargötu 12, Rvík. Jóhann Óskar Ólafsson, Ei- rílcsgötu 23, Rvik. Lárus Axel Helgason, Þórs- liöfn. Magnús Pétursson, Suður- götu 20, Rvik. Ólafur Guðmundsson, Laug- arvatni. Ólafur Jón Símonarson, Nönnugötu 1, Hafnarfirði. Pétur Kristinsson, Fjölnisveg 9, Rvik. Steinþór Ásgeirsson, Tungu, Rvík. Þórarinn Hallgrímsson, Lauf- ásvegi 57, Rvik. Þórður S. Ásgeirsson, Akra- nesi. Þórður Benediktsson, Óðins- götu 23, Rvik. Þeir Auðunn Sigurðsson og Haraldur Jensson hafa nú á annað ár, Auðunn síðan 1. júlí 1935, og Haraldur síðan 1. júní s. á. gegnt lögregluþjónsstörf- um hér í Reykjavík, sem auka- menn, og reynst starfi sínu á- gætlega vaxnir. Legg eg þvi til að þeir verði nú þegar skipaðir lögregluþjónar. Hina umsækjenduma, sem að framan greinir legg eg til að séu settir í stöðurnar til reynslu, og mun eg síðar, er þeir hafa verið nægan reynslutíma í starf- inu, gera tillögur um skipun þeirra, er eg tel hafa sýnt sig starfinu vaxna. Umsóknir fyrgreindra lög- regluþjónaefna ásamt vottorð- um um læknisskoðun á þeim, læt eg fylgja hér með. Til borgarstjórans í Reykjavik. (sleoskl sjálfstæði. 1 æviminningu, sem eg las einhversstaðar ekki alls fyrir löngu, stendur að N. N. hafi andast á heimili dóttur hans. Hvers? verður lesandanum að spyrja fyrst, því að enginn mað- ur er þarna tilnefndur, sem þetta „hans“ geti átt við. En brátt kemur í Ijós, að það var á lieimili dóttur sinnar, sem maðurinn andaðist, og að þarna er þvi um mjög hroðalega mál- villu að ræða. Því nriður er þessi ferlega vitleysa í meðferð fornafna farin að verða nokk- uð algeng, og má furðu gegna, að enginn skuli hafa orð á þvi gert, hver þörf er á, að slikum ósóma í ritmáli sé útrýmt. önn- ur óhæfa, sem ástæða er til að benda á, er það, hversu ljúft eigi allfáum virðist vera, að nota danska orðið stemning. Slíkt orð er í fullkomnu ósam- ræmi við íslenskan hugsunar- liátt og styðst ekki við neina merkingu sagnarinnar að stemma. Menn þyrftu að hug- leiða meir en gert er, hversu óholl áhrif það hefir á andlegt sjálfstæði vort, að meta útlend orð og málvenjur meir en það sem íslenskt er, og hversu ná- tengt ætlunarverk íslensku þjóðarinnar er því, að henni hefir betur teldst en öðrum þjóðum af sama ættstofni, að varðveita samhengið í norrænu máli. 1. des. | Helgi Pjeturss. Leiðrétting. f greininni „Yinsemd við Ný- ál“ liafði nrisprentast óefni fyr- ir áhrif, og fallið úr orðið lifa (fullkonmara lifi). H. P. Niðurstöður hins nýja kaup- samnings milli Bókbindarafé- lags Reykjavíkur og Félags Bókbandsiðnrekenda. Samkomulag hefir náðst um nýja kaupsamninga milli Bók- bindarafélags Reykjavíkur og Félags Bókbandsiðnrekenda. Bókbindarafélagið sagði upp sanmingum 1. október siðast- liðin og krafðist kauphækkunar og ýmissa annara kjarabóta. Helstu atriðin sem félagið hefir fengið í hinn nýja samning sinn eru: 1. Vinnutimi er frá kl. 8—5 þar frá dregst kaffitími 10 mín. fyrir og eftir hádegi sem greið- ist með fullu kaupi. 2. Kaup sveina hækki um kr. 4.50 á viku. 3. Kaup stúlkna hækki um kr. 3.25 á viku. 4. Aukavinna greiðist hér eftir með viðbótinni 35% á fyrstu 4 stundir eftir vinnu- hættun og til hádegis á sunnu- dögum, en síðan með viðbót- inni 50%. 5. 1. maí sé frídagur frá liá- degi. 6. Greitt sé hálft kaup fyrir alt að 12 veikindadögum á ári. 7. Eigi mega vera fleiri en 4 námssveinar á bókbandi á samningatímabilinu. 8. Samningurinn er gerður til 3 iára en kaup hækkar eftir vísitölu Hagstofunnar að % hlutum en lækkar að %. Auk þess skal tekið tillit til gengis- lækkunar nemi hún meiru en 15%. Norðmenn óttast ef ls- lesdlngar fella krónuna. Kaupmannahöfn, 7. jan. (Einkaskeyti). Tidens Tegn skýrir frá því, að Sölusamlag islenskra fisk- framleiðenda liafi skorað á Al- þirigi og ríkisstjórn að fella is- lensku krónuna. Segir í blaðinu, að verðfelling islensku krónunn- ar mundi koma sér mjög illa fyrir Norðmenn, þar sem ís- lendingar gætu þá selt saltfisk og aðrar afurðir fyrir lægra verð en Norðmönum væi'i deyft og væri þó samkepnin >egar orðin nægilega harðvítug. (FÚ.). Fdrust 3 enskir togarar t Noröor- sjónum um daginn? Osló, 7. jan. Frá Ona er símað, að rekið lafi brot ór legubekksbaki o. fl. úr breska togaranum Colling- wood, sem saknað hefir verið frá því fyrir áramót. Er talið liklegt, að skipið hafi fengið á sig svo stórlcostlega sjói i rúm- sjó, að það hafi brotnað og sokkið, og öll áhöfnin, 17 manns, druknað. Frá Ilaugasundi er símað, að hafnarstjóranum þar hafi verið tilkynt, að við Föyna liafi rekið á land brot úr skut tveggja báta, sem að líkindum liafi verið á enskum togurum. — Sam- kvæmt Haugasunds Avis óttast merin, að þrir enskir togarar liafi farist í ofviðri því, er sein- ast fór yfir Norðursjó. (NRP. — FB.). Skipafregnir. Gullfoss er á leið til Kaup- mannahafnar frá Leith. GoSafoss er í Hamborg. Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn í morgun áleiöis til Leith. Dettifoss og Lagarfoss eru í Kaupmannahöfn. Selfoss er i London. Brimir er á útleiö með bátafisk að vestan. Baldur fór á veiðar í gær. Brúðkaup Júlíönu Hollands- prinsessit fór fram í gæp. London, í gær„ Brúðkaup Júliönu Hollands- prinsessu og Bemliards prins, sem nú liefir verið gerður að prinsi í Niðurlöndum fór fram í morgun. Fvrst vorti þau gefin saman i borgaralegt lijónaband og fór sú athöfn fram í ráðhúsinu í Haag, en ekki í höllinni, eins og áður hefir tíðkast við konunglegar giftingar i Hollandi. Þvi næst óku hjónin til Groote Kerk (en sú kirkja var bygð á 15. og 16. öld) og þar fór fram hin kirkju- lega athöfn. Brúðurin var klædd í hvítan gljá-silkikjól með grísku sniði, og 6 metra löngum slóða, en hafði sveig úr gull- aldinablómum á höfði og mitt- isband úr samskonar blómum. I dag er nrikil veisla í höll- ínni og mun hún standa fram undir morgun. Brúðhjónin gera ráð fvrir að eyða hveitibrauðs- dögum sínum í Tyrol. Áður en sól kom upp, voru göturnar sem liggja frá höllinni að ráðhúsinu í Haag og þaðan að Groote Iierk, orðnar troð- fullar af fólki sem safnast liafði þar fyrir til þess að sjá brúð- hjónin og drotninguna. Brúð- hjónin óku í gyltum vagni, en drotningin í krystalvagni þeim, sem hollenska þjóðin hafði gef- ið henni i brúðargjöf, er hún gekk að eiga Henri hertoga af Mecklenberg-Schwerin fvrir 35 árum. Júliana, einkabarn drotning- arinnar og ríkiserfingi, heitir fullu nafni Júlíana Lovisa Emma María Willielmina, og er fædd 30. apríl 1909 og er þvi á 28. árinu, en Bernliard Leopold prins er fæddur 29. júni 1911 og er því tveim árum og tveim mánuðum vngri en kona hans. (FÚ.). K.F.U. — A. D.-fundur í kvöld kl. 8V2. — Síra Friðrik Friðriks- son talar. Félagskonur, fjöl- mennið! Til auglýsenda. Auglýsendur eru vinsamlegast beðnir að skila aug- lýsingum til blaðsins ekki síðar en kl. 10.30 árdegis þann dag sem þær eiga að birtast. Auglýsingar sém, koma eftir þann tima verða að bíða næsta dags. Húsmæður! Eftirtaldar verslanir vilja benda yður á, að þær selja flest, sem þér þarfnist til heimilisins og senda yður það heim. Vörur: Nafn: Sími: Matvðrnr: Liverpool 1135 Branð,kðknr:ÚIi Þðr KiaPParSt. «. 3292 Kjðt: Búrfell 1505 Fisknr: Fiskbnð Baldnrsg. 39 2307 Eöl: g IfHr Kol & Satt 1120 oass" j^; ■ r', Bníáhðldí Liverpool 1135 Breinlætisv. Sápnbúðin Lau,av. 3e 3131

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.