Vísir


Vísir - 11.01.1937, Qupperneq 2

Vísir - 11.01.1937, Qupperneq 2
VÍSIR London, í morgun. Breska stjórnin hefir að því er United Press liefir fregnað, sent ræðismanni sínum í Tetuan í spænska Marokko fyrirskipanir um að láta athuga, hvort Þjóð- verjar starfi að vígbúnaði þar í landi eða aðstoði við slíkar framkvæmdir. Undanfarið hafa borist fregnir um að margmennar þýskar liðsveitir séu komnar til Marokko og starfi að því að vígbúa nýlenduna. Á sum- um höfnum hefir verið sagt að þýsk skip lægi við Iand- festar og væru þau að vernda þýskt lið, sem estt hefði verið á land. — Ræðismanninum í Tetúan hefir verið skipað að athuga sérstaklega hvort nokkur fótur sé fyrir þeim fregnum, að allmargir þýskir verkfræðingar séu komnir til spænska Marokkó og þá hvort þeir séu raunverulegir venjulegir verkfræðingar eða hernaðar- verkfræðingar, eins og margir telja. Mótmæli Þjóðverja. Kort af Spáni. Strykaða svæðið sýnir landshlutann sem. uppreistarmenn náða yfir og Maroklcó-nýlenduna. Yfipheyrslur í banka- málunum eftir hádegi. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I Ansturstraeti 12. og afgr. J S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Ríki í ríkinu. Tilraunir rikisstjórnarinnar i þá átt að koma innflutnings- verslun landsins i hendur kaup- félaganna, færast stöðugt í auk- ana. Fjármálaráðherra markar þá stefnu sem úthlutun inn- flutningsins fer eftir. Hún er sú að gefa SÍS aðstöðu til að fá bróðurpart þess innfutnings sem lieimilaður verður ár livert. Þótt nú séu ýmsar raddir uppi um það í mörgum löndum, að nauðsyn sé að losa um hinar illræmdu innflutningshömlur,er engi vafi á, að hér verður þeim haldið svo lengi sem þess er nokkur kostur. Þvi lengur sem þær standa því meiri líkur eru fyrir sambands-kaupfélögin með aðstoð ríkisvaldsins að ná undir sig mestu af innflutn- ingsversluninni, sem félögunum gat ekki tekist í frjálsri sam- kepni. Það er hinn mesti misskiln- ingur hjá framsóknarmönnum, að verslunarstéttin eða sjálf- stæðismenn yfirleitt, vilji f jand- skapast við starfsemi kaupfé- laga. Slíku fer fjarri. En for- ingjar Framsóknarflokksins liafa gert alla starfsemi kaup- félaganna pólitíska og dregið þau inn i straum stjórnmál- anna. Nú eru þau mergur og kjarni flokksins. Því sterkari sem kaupfélögin verða — því öflugri aðstaða Framsóknar- flokksins. Á þennan hátt hafa kaupfélögin verið gerð að póli- tískum aðila. Ef þau hefði feng- ið að starfa iárgrundvelli ópóli- tískrar verslunar og afurðasölu fyrir bændur, mundi engin deila né rígur vera á milli kaupfélaga ogi annara verslunarfyrirtækja í landinu. En framsóknarstjórnin hefir tekið þann kostinn sem ver gegnir. Hún ætlar sér í gegn um starfsemi gjaldeyrisnefndar að kúga verslunina úr höndum kaupmanna og fá hana i hend- ur keppinautum þeirra kaupfé- lögunum. Samband íslenskra samvinnufélaga á að verða ríki í ríkinu. Það á að verða að stór- veldi í landinu og í skjóli þess á Framsóknarflokkurinn að ná varanlegri aðstöðu til þess að fara með völd í ladinu. Þetta á að gerast á þann hátt, að SÍS sé úthlutað innflutningi eftir svokallaðri höfðatölu. Það er þann veg, að kaupfélögin eiga að fá úthlutun fyrir félagsmenn sína og alla sem þeim eru á- hangandi. í hlutfalli við lölu landsmanna og fjárhæð áætlaðs innflutnings. SlS hefir gefið upp að það hafi þriðjung allra iandsmanna á framfæri sínu og þess vegna beri því 30% af öllum innflutningi. En þar með er ekki þessu lokið. Eftir þvi sem „höfðatala“ samhandsins vex, verður aukinn innflutning- ur þess, en innflutningur ann- ara minkar að sama skapi. Þvi lengur sem núverandi ástand varir því f leiri af landsmönnum verða að liverfa til kaupfélag- anna. Þar verða vörurnar fáan- legar, en innflutningurinn verður tekinn jafnt og þétt af öðrum innflytjendum. Af þeim, sem við innflutning fást, eru allir réttlausir nema kaup- félögin og neytendafélög. Þetta er stefna núverandi stjórnar og, er ekki farið með hana í laun- kofa. Þetta er viðurkent. Af- skifti stjórnarvaldanna. sem nú eru talin nauðsynleg í verslun þjóðarinnar. eru notuð til að út- rýma sjálfstæðri lcaupmanna- stétt í landinu. Aldrei hefir slíkt tækifæri gefist kaldrifjuðum stjórnmálamönnum til þess að skapa flokki sínum aðstöðu, sem það, er nú er notað í sam- bandi við innflutningshömlurn- ar. Þetta tækifæri á að nota til þess að meginstoð Framsóknar- flokksins, Samhandið, geti náð fullkomnum yfirtökum i fjá- málum þjóðainnar. En margt mun gerast áður en það verk verður fullkomnað. ERLEND VÍÐSJÁ. Spænska gullið. Þótt Spánverjar hafi haft lítinn erlendan gjaldeyri áSur en borg- arastyrjöldin hófst, var það vitan- legt, ah spanski ríkisbankinn hafSi yfir að ráða miklum gull- sjóðum. Spánn var um eitt skeið, eða næstu aldir eftir fund Amer- íku eitthvert mesta gullland heims- ins. En á síðari tímum hefir auð- ur Spánverja mjög gengið til þurð- ar. Síðustu leyfar þessa mikla auðs voru til ’fekamms tíma fólgnar í neðanjarðarhvelfingum ríkisbank- sns í Madrid. En nú hefir borgarastyrjöldin orðið til þess að fæla þessar síð- ustu gull-leyfar úr landi. Þegar uppreistarmenn hófu herferð sína til höfuðborgarinnar, tók stjórnin þann kost að koma gullinu undan, svo að það félli ekki í héndur upp- reistarmönnum. Er sagt að gullið hafi verið sent óvátrygt í fiski- skipum frá Barcelona til Frakk- lands og sett þar í marga banka undir ýmsum nöfnum. Milli jóla og nýárs kom til Par- ísar Senor Juan Ventosa, fyrver- andi fjármálaráðherra Spánar og formaður spanska ríkisbankans. Var hann sendur af stjórn upp- reistarmanna, til þess að heimta aftur gullið sem sent hafði verið til Frakklands. Heldur hann því fram að fjárhæð gullsins sé um þrjú þúsund miljónir króna, svo að hér er ekki um neina smáræðis- fúlgu að ræða. Er það svipuð fjár- hæð og gullforði Englandsbanka nam í langan tíma eftir að Bret- land hvarf frá gullmyntinni. Spánska stjórnin getur keypt ó- grynnin öll af vopnum og skotfær- um fyrir þenna mikla auð. En þá hefir gullforði Spánverja farið forgörðum og það mun kosta þjóðina erfiði og þrengingar að koma sér upp aftur slíkum vara- sjóði. Uppreistarmenn gera nú alt sem í þeirra valdi stendur til þess að kyrsetja gullið í Frakklandi en bú- ist er við að stjórn alþýðufylking- arinnar frönsku verði ekki mjög talhlýðin um þetta efni. Er því hætt við að nú hverfi hinar síð- ustu leyfar þess gulls er um eitt skeið gerði Spán að stórveldi. London, 9. janúar. Hin fyrsta oþinbera mótbára gegn því, að þýskar hersveitir hafi verið'sendar til Spánska Marokkó, er birt í dag í til- kynningu þýsku fréttastofunn- ar. Þar segir, að viðvíkjandi fréttum þeim, sem birtar hafi verið erlendis um undirróðurs- og hernaðarstarfsemi Þjóð- verja í Spánska Marokkó, liafi fréttastofunni verið heimilað að taka fram, að það séu eng- ar þýskar liersveitir í Spánska Marokkó. Þá sé sagan um þýskar her- sveitir í Marokkó af sama toga spunnin, og til þess eins ætluð, að draga Breta inn í ófriðinn vegna hagsmuna þeirra, sem þeir liafa að gæta í Miðjarðar- liafi. Orðsending Frakka til Þjóðverja og Franco. Það var tilkynt í París í gær- kveldi, að franska stjórnin hefði tilkynt bæði þýsku stjórn inni og bráðabirgðastjóm Francos, að hún myndi ekki láta viðgangast, að þýskum hersveitum yrði leyft að hald- ast við í Marokkó, og vitna Frakkar i spánsk-franska samninginn frá 1912 í þessu sambandi. Frakkar skoða þetta atriði sem óviðkomandi borg- arastyrjöldinni á Spáni. Frönsk yfirvöld, og franska þjóðin yf- irleitt, er bæði undrándi og óttaslegin yfir því, að Þjóð- verjar skuli bera afdráttar- laust á móti því, að þýskar her- sveitir hafi verið settar á land i Marokkó, gegn öllum þeim sönnunum, sem Frakkar telja sig hafa fyrir þvi gagnstæða. (F.Ú.). Ummæli Mdm. Tabois. Madame Tabouis ritar í „L’Oeuvre“, að í gærdag hafi 300 Þjóðverjar verið settir á land í Marokkó í viðbót við þá, sem fyrir voru, og að undan- farið liafi verið unnið að því, að víggirða Ceuta, og það verk farið fram undir stjórn þýskrá sgyfræðinga. Pertinax ritar í „Echo de Paris“, að hernaðar- leg starfsemi Þjóðverja í Spánska Marokkó eigi rót sína að rekja til samninga, sem Þjóðverjar hafi gert við spánska fascista í fyrravor eða áður en borgarastyrjöldin var hafin, og að siðan borgarp- styrjöldin liófst, hafi Þjóðverj- ar lagt fram bæði fé og vinnu til eflingar atvinnuvegum í Spánska Marokkó og nýtingar á auðlindum nýlendunnar. — (F.Ú.). Tiímæli frá Breíum út af sjálfboðaliðum. London í morgun. Breska stjórnin hefir sent öðrum stjórnum, er standa að lilutleysissamningnum orðsend ingu, þar sem hún leggur til, að bann gegn þátttöku sjálf- boðaliða i borgarastyrjöldinni á Spáni verði bætt við ákvæði hlutleysissamningsins, þar sem allir meðlimir hlutleysisnefnd- arinnar séu samþykkir tillög- unni, í öllum grundvallaratrið- um, og mælist breska stjórnin til, að slíkt bann sé lögleitt nú þegar. Iiún mælir með því, að eftirlitið, sem ráðgert er að stofna til með innflutningi á hergögnum til Spánar verði Iátið ná til innflutnings á sjálf- boðaliðum. Tíðindalaust á vígstöðvunum. London, í morgun. 1 gær var íítið barist á vígstöðvunum og má telja að yfirleitt hafi þar alt ver- ið með kvrrum kjörum. Að eins einstöku skot rauf þögnina, en það stóð að eins stutt, vígstöðvarnar urðu aftur þöglar. Nú virðist svo sem aug- ljóst sé að framsókn upp- reistarmanna sé stöðvuð eftir töku Majadahonda, Pozuelo og E1 Plantino á föstudaginn. (United Press). Norsku socialistapnip auka víg— biinaðiim. Einkaskeyti frá Khöfn í morgun. Norska stórþingið kemur saman á morgun. Er meðal annars búist við því, að stjórn- in muni bera fram frumvarp um mikla aukingu á útgjöld- um til landvarna með tilliti til þess ískyggilega ástands, sem nú er í heiminum. (F.Ú.). Yiðtal við Mr. R. P. Yeal. Vísir átti í gær viðtal við enska leynilögreglumanninn Mr. R. P. Veal. Hann var, eins og áður hefir verið getið hér í blað- inu, fenginn hingað, til lands, til þess að inna af hendi athuganir i sambandi við peninghvörfin í Landsbankanum, og kom hing- að til Reykjavíkur þeirra erinda laust fyrir miðjan desember síð- astliðinn. Mun alment hafa ver- ið litið svo á, að hann væri starfsmaður Scotland Yard í London, enda a. m. k. eitt blað kallað hann starfsmann þessar- ar heimsfrægu lögreglustofu. „Þetta er á misskilningi byjgt“ sagði Mr. Veal við tíðindamann blaðsins. „Eg er ekki starfsmað- ur Scotland Yard, enda ætti það að liggja í augum uppi, að Scot- land Yard sendir ekki starfs- menn sína til annara landa, nema til þess að reka erindi ensku lögreglunnar.“ „Það, sem um þetta hefir ver- ið sa,gt, er þannig á algerðum misskilningi bygt?“ „Já, algerlega. Yfirmaður minn er Charles A. Cooper, sem er einn af fimm aðaltilsjónar- mönnum New Scotland Yard, (one of the Big Five original super-intendents of New Scot- land Yard), en þar fyrir er eg ekki starfsmaður Scotland Yard. Þetta hefir nokkurum mönnum vepið kunnugt um hér og má vera, að það kunni að hafa leitt til þess, að aðrir hafi skilið það svo, að eg væri starfsmaður Scotland Yard, og misskilning- urinn sé þannig til kominn.“ Neinar upplýsingar í sam- bandi við rannsóknina getur Mr. R. PfeVeal vitanlega ekki gefið að svo stöddu. Hann hefir starfað að ýmis- konar leynilögreglustarfsemi í Englandi og einnig unnið að bankarannsóknum á megin- landi Evrópu. Mr. Veal líst vel á sig hér á landi, enda þótt hann hafi dval- ist hér í svartasta skammdeginu og kvað sér mundi verða það mikið ánægjuefni, ef hann gæti komið því við, að sjá landið í sumarskrúða sínum. Yfirheyrslur - stóðu yfir í bankamálunum á laugardag, en voru feldar niður í gær. Yf- irheyrslur hófust aftur eftir hádegi í dag og er búist við að þær standi lengi yfir. Hanfltaka A.J. Johnson’s A. J. Johnson, sparisjóðs-* gjaldkeri, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á laugardaginn kl. 5. Hvarfið úr kassa Johnsons. Um kvöldið 27. janúar af- henti A. J. Jolinson kassa sinn nokkru eftir lokunartíma bankans, frk. Ingibjörgu Þórð- ardóttur bankaritara, sem síð- ar aflienti liann Sigurði Sig- urðssyni, en Sigurður fór með kassann niður í geymsluskáp- inn, sem kassarnir voru geymd ir í og var kassi Johnsons þar um nóttina. Um morguninn tilkynnir Johnson, að hann hafi orðið þess var, er hann taldi upp úr kassanum, að það væri 2000 kr. minna í honum en þegar hann aflienti hann, og var það þegar tilkynt lögreglunni. Þegar farið var að reyna lykla þeirra manna, sem með kassann höfðu farið, kom það í ljós, eftir nokkrar tilraunir, að lykill, sem Sigurður hafði undir höndum, gekk að kassa Johnsons. Enginn annar lykill en sá, sem Sigurður hafði und- ir höndum, reyndist að ganga að kassanum. Út af þessu máli var Sig.- Sigurðsson settur í gæsluvarð- hald og var þar nokkurn tima. Síðar var hann látinn laus, án þess nokkuð sannaðist á hann og var hann eftir sem áður starfsmaður í bankanum. Alþýðnblaðtð og Jðn Halldðrsson. Ekki var fyr búið að úrskurða Jón Halldórsson skrifstofu- stjóra í gæsluvarðhald en blað socialista, Alþýðublaðið, gerir þessa ráðstöfun að umtalsefni á þann hátt, að mjög óviðeigandi verður að teljast meðan málið , stendur svo, sem það gerir. Jón Halldórsson er úrskurð- aður í gæsluvarðhald umdd. 11 f. li., iá föstud. en rétt eftir liá- degi kemur Alþýðubl. út og birt- ir þá þegar margra dálka frá- sagnir, sem mest allar snúast um Jón Halldórsson og af- stöðu lians til bankamálanna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.