Vísir - 16.01.1937, Side 2

Vísir - 16.01.1937, Side 2
VÍSIR Bretar óttast stríð óvakíu Vilja Þjódverjar koma þar af stað byltingu? Hættulegur undLii»F6diii% Einkaskeyti til Vísis. London, í morgun. Breskir stjórnmálamenn óttast nú mjög, að næsti or- ustuvöllur álfunnar verði Tékkóslóvakía — þar berjist kommúnistar annarsvegar og fasistar og nasistar hins- vegar, með þeirri afleiðingu að alt fari í bál og brand í álfunni, ef það fer þá ekki svo, að Spánarstyrjöldin leiði til Evrópustyrjatdar. Ásakanir þær, sem þýsk blöð birta nú daglega á hend- ur Tékkóslóvökum um að þeir komi upp flugvöllum og flugskýlum til notkunar handa rússneska flughernum í næstu Evrópustyrjöld, hafa haft mjög ill áhrif og þykja líklegar til þess aðspilla mjög sambúð Þjóðverja og Tékkóslóvaka. Auk þess, sem þýsku blöðin halda því fram, sem að framan greinir, fullyrða sum þeirra, að rússneskt herlið sé komið til Tékkóslóvakíu. Sem svar við þessum ásökunum hefir stjórnin í Prag boðið bresku stjórninni að senda þangað hermálasér- fræðinga til þess að kynna sér, hvort ásakanir Þjóðverja hafi við nokkuð að styðjast. Ríkisstjórnin bfeska hefir þegið þetta boð. Morning Post segir, að endurnýjun ásakana Þjóð- verja í garð Tékkó-SIóvaka, geti haft hinar alvarlegustu afleiðingar, og valdi þær miklum áhyggjum bæði í Par- ís og London, einkum vegna þess, að þýsku blöðin hófu svipaða árásarstarfsemi rétt áður en Þjóðverjar hófu stuðningsstarfsemi sína við spænsku uppreistarmenn- ina. Er því haldið fram að þeir Þjóðverjar, sem lengst vilja fara í þessa átt, geri sér vonir um að liægt verði að hrinda af stað byltingu í Tékkóslóvakíu, en afleið- ingin af því gæti orðið sú, að Tékkóslóvakía yrði, eins og Spánn, nýr orustuvöllur nasista og kommúnista. — (United Press). Hertoginn hefir dvalið í Wien sem gestur Rotschild baróns síðan hann lét af konungdómi. Uppreistarmenn hefja harða árás i háslólahverfmii. semja lög um baxm vid föp sfálfboöaliða" VtSIR DAGBLAÐ Útgefandi: RLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa 1 Austurstræti 12. og afgr, I a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Kærleiks- heimitið Þjóðin hefir nú haft tækifæri til í tvö ár, að fylgjast með sambúð Framsóknar og jafn- aðarmanna. Höfðu margir spáð illa um sambúðina þegar í byrj- un, en ekki hafa þær spár ræsl að öðru leyti en því, að hinir friðsömu og rólyndu framsókn- armenn mundu jafnan vægja frekar en að rjúfa heimilisfrið- inn. Lengi framan af heyrðist pkki stygðaryrði á heimilinu og ekki lét þar orðinu hærra. En fullyrðingar um gagnkvæmt og órjúfandi vinfengi hafa jafnan verið á hraðbergi og bestu penn- ar heimilisins hafa kepst um að halda því á lofti að flest sé sam- eiginlegt um hagsmuni bænda í sveitum og alþýðu við sjávar- siðuna. Sambýiingarnir hafa gert sér far um að gera hvorum öðrum sem mest til þægðar. Einkanlega hefir þeim lekist vel í því að halda að heimilis- mönnum sínum öllum bitling- um og stöðum, sem fært hefir verið að veita. Jafnaðarmenn hafa jafnvel gengið svo langt að leggja tolia á nauðsynjar alþýð- urinar til þess að framsóknar- menn gæti reist nokkur nýbýli. En áður höfðu jafnaðarmenn barið sér á brjóst og sagt að tollar væri fundnir upp af auð- valdinu til þess að kúga alþýð- una. Má af þessu sjá hversu jafnaðarmenn hafa langt geng- ið til samkomulags. Ekld virð- ast framsóknarmenn hafa verið ófúsir til að halda friði og sátt á heimilinu, þvi að þeir hafa látið í hverju máli undan síga, ef þess var krafist. Brutu þeir svo mjög odd af oflæti sínu, að mörgum fanst nærri ganga full- kominni auðmýkt og niðurlæg- ingu. En hina síðustu daga hafa gerst þau alvarlegu tiðindi á þessu kærleiksheimili, að skó- sveinn jafnaðarmanna, Rútur að nafni, sem jafnan hefir frek- ar óhreinleg verk með höndum, réðist með strákslegum hætti á formann Framsóknar og bar honum á brýn ósannsögli. Meiri svívirðingu er vart hægt að gera orðvöndum og sannleikselsk- andi mánni, sem ekki má vamm sitl vita, enda reiddist hann mjög, sem vonlegt var. Varð af þessu háreisti mikil á kærleiks- heimilinu, og enn þungt liugs- andi margir, sem eiga afkomu sína undir því að friðurinn haldist. Skósveinn jafnaðar- manna gljúpnaði mjög þegar formaður framsóknarmanna byrsti sig og er nú mjög af hon- um dregið enda er ekki barna- meðfæri að bregða formanni framsóknár um ósannsögli. Eins og kunnugt er hefir kær- leiksheimilið tekið sér yfirráð tveggja aðal bankastofnana landsins. Hefir bróðurlega verið slcift valdinu yfir þessum tveim- ur stofnunum þannig, að fram- sókn liefir lagt til æðsta mann- inn í aðra stofnunina en jafnað- armenn í hina. Nú hafa þau vandræði steðjað að báðum þessum hönkum undir yfir- stjórn framsóknar og jafnaðar- manna, að fé hefir liorfið eða starfsmenn hafa orðið herir að óreiðu. Engum kom til hugar að kenna kærleiksheimilinu um þessar misfellur, þótt æðstu rnenn hvorrar stofnunar ætti þar heíma. En hér sannast liið fornkveðna, án er ilt gengi nema heiman hafi. Rútur, sem vanur er orðinn moldarverkun- um, fyltist vandlæting og ætlaði að láta á sér bera með því að hera fram dylgjur á hendur framsóknarmönnum fyrir stjórn þeirra í stofnuninni. Þetta þoldi formaðurinn illa sem vonlegt var og bað skó- sveininn líta sér nær, þvi hafi óreiða verið í stofnun þeirri sem framsókn ræður yfir þá sé hún ekki minni í þeirri sem er undir yfirráðum jafnaðar- manna. Þetta minnir dálítið á það er einn strákur segir frá óknyttum annars. Þjóðin hlustar á og hrosir. Hún veit að á þessu fyrirmynd- ar kærleiksheimili hennar verður húið, þrátt fyrir stóru orðin, að semja frið fyrir 15. febrúar. — ERLEND VlÐSJÁ. Síðasti sáttmálinn. Hinn margræddi Miöjaröarhafs- sáttmáli Breta og ítala hefir ver- iS. birtur og hljó'Sar hann svo í orSréttri þýSingu: „Ríkisstjórn hans hátignar kon- ungs Breta og ríkisstjórn Italíu, sem hafa longun. til, í þágu friöar og öryggis, aö bæta samkomulag sín á milli og milli allra Miöjarð- arhafs-ríkja, hverra rétt og hags- muni þær virða: VIÐURKENNA aö frjálsar siglingar út og inn og um MiS- jarðarhaf er höfuönauösyn hinum ýmsu ríkjum Bretaveldis svo og Italiu, og aö þessir hagsmunir hvors ríkis koma hvergi í bága hvorir viö aíSra; SKULDBINDA sig til aö virða réttindi og hagsmuni hvors um sig á nefndu svæði; SAMÞYKKJA aö nota áhrif sín til að kveða niður hverskonar starfsemi er miðar til þess aS sundra þeirri ’samvinnu sem yfir- lýsingu þessari er ætlaö aö grund- valla. Yfirlýsing þessi er gerö i þágu friöarins og er ekki beint gegn neinu ri,ki“. I sambandi viö yfirlýsingu þessa gaf Mussolini Bretum yfirlýsingu um þaö, að af hálfu ítala skyldi ekkert veröa gert til þess að breyta núverandi landamæraskipun Spán- ar né spænskra nýlendna. Þótt undarlegt megi viröast, er sáttmáli þessi aö miklu leyti aö þakka hinum heimsfræga frétta- ritara Lundúnablaösins „Daily Mail“, Mr. G. Ward Price. Hann átti tal vi’ö Mussolini í Rómaborg hinn 4. nóvember síöastliöinn. I því samtali tók Mussolini fram, aö hann óskaði gjarnan aö gera „gentleman agreement“ viö Breta um réttindi og hagsmuni hvors um -sig í Miðjaröarhafinu. Samtal þetta vakti almenna athygli í Bret- landi og háværar raddir komu Aðvöran tll almennlngs. Af sérstökum ástæðum vill Barnaverndamefnd Reykjavík- ur aðvara almenning um eftir- fylgjandi atriði: 1. Að láta livorki lykla að hús- um eða hirslum, né heldur pen- inga liggja á glámbekk þannig, að óviðkomandi hafi aðgang að þeim eða freistist til að taka þá að ófrjálsu. 2. Að gæta þess svo vel sem unt er, að hafa sem minst við- skifti við þau börn og unglinga, er ekki geta gert grein fyrir sér eða þekkjast ekki og sem ástæða gæti verið til að tortryggja um heimildir að munum þeim eða peningum, sem þau liafa með- ferðis. 3. Að láta ekki börn, innan 10 ára aldurs, sem ekki hafa fengið blaða- og bókasöluleyfi, selja blöð eða bækur á götum úti án leyfis nefndarinnar. (Sbr. lög nr. 43, 23. júní 1934). 4. Að láta ekki böm, innan 12 ára aldurs, hafast við á götum úti eftir kl. 10 að kvöldinu til, án þess að fullorðnir séu í fylgd með þeim. (Shr. Lögreglusam- þykt Reykjavíkur, 19. gr.). Barnaverndarnéfnd Reykjavíkur. fram um þaö, aö Bretar yrði að taka upp a.ftur sitt forna vinfengi viö ítalíu og knýta aftur þau viö- skiftabönd sem sundruðust þegar refsiaögeröirnar komu til sögunn- ar. iBretar hafa að vísu ekki enn viðurkent yfiráð ítala í Abessiniu. En Miðjarðarhafssáttmálinn er fyrsta skrefið í þá átt. Þegar Bret- ar viðurkenna opinberlega hið nýja landnám ítala þá gleymir heimur- inn fljótt að Abessinia hafi nokk- urn tíma verið sjálfstætt ríki. til aðstodap Mr. Veal. Meðal farþega á Brúarfossi er enskur leynilögreglumaður, sem verður Mr. Veal til aðstoðar við athuganir í sambandi við pen- ingahvörfin í Landsbankanum. Yfirlieyrslur fóru ekki fram í gær og í dag verða engar yfir- heyrslur. Eins og getið var í blaðinu í gær kom A. J. Johnson að starfi sínu í bankanum í fyrradag. Jón Halldórsson hefir ekki tek- ið við sínum störfum aftur, en það er vegna þess. að hann ósk- aði eftir nokkurra daga fríi og var það leyft. Farþegar á Brúarfossi frá útlöndum: Síra Sigurður Einarsson og frú, Dr. Jón H. Sig- urðsson og frú, Dr. Jón Steffen- sen, Mr. Bert Jack, Mr. Ward, Mrs. G. S. Watson, Þorsteinn Ei- ríksson, Jón Björnsson, Njáll And- ersen, Óskar Sólberg, Siguröur Guömundsson, Benjamín Eiríkss- son, Ingunn Hoffmann, Klara Friðfinnsdóttir, Guðrún Sigurðar- dóttir, Edith Rasmussen, Mr. og Mrs. Moonshine. Hjúskapur. I dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Þórunn Kjaran, dótt- ir Magnúsar Kjarans stórkaup- manns, og Pétur Ólafsson blaða- maður, sonur Ólafs heitins Björns- sonar ritstjóra. London i morgun. í gærkveldi gerðu uppreistar- menn stórfelda gagnárás í há- skólahverfi Madridborgar, og var barist grimmilega í nokkr- ar klukkustundir, en síðan fjar- aði hardaginn smám saman út. Um úrslit hans er ekki getið. Spánska stjórnin hefir tilkynt að hún geti ekki fallist á það, að yfiráð gullforða þess sem hún liefir látið flytja til útlanda verði á nokkurn hátt tekin úr hendi hennar, en ítalska stjóm- in hafði lagt til að hlutleysis- nefndin sæi um að spánska stjórnin notaði hann ekki til h ergagnakaupa. Þjóiiverjar og Rússar sklftast á orðnm Ræðup Kalimin’s og Himmlers. London í morgun. Þegar framkvæmdaráð So- vét-Rússlands kom saman i gær til þess að staðfesta hina nýju stjórnarskrá, flutti Kalinin framsöguræðuna, og var hún aðallega árás á fascisma og naz- isma. Hann sagði að allar stéttir þjóðfélagsins í Þýskalandi hefðu verið blektar af nazism- anum. ( í Þýskalandi réðist Himler, yfirforingi leynilögreglunnar þýsku aftur á móti á kommún- ismann, og sagði, að aðalhlut- verk leynilögreglunnar væri, að svifta alla óvini hins þýska rík- is öllu framlcvæmdavaldi. Þeir, sem gerðu tilraunir til þess að útbreiða ln'nar skaðvænlegu kenningar frá Moskva, yrðu Heimildarlög frönsku stjórn- arinnar um bann við því að franskir þegnar gefi sig fram til herþjónustu á Spáni voru sam- þykt móíatkvæðalaust í full- trúadeild franska þingsins í gærkveldi. -Lögin veita stjórn- inni heimild, ekki einungis til þess að hanna liðsöfnun vegna spönsku styrjaldarinnar, heldur einnig til þess að hefta för sjálf- boðaliða úr landinu. Breytingartillaga við frum- varpið, þess eðlis, að þeir sjálf- boðaliðar, sem þegar eru farn- ir til Spánar, væru sviftir frönskum borgararéttindum, var feld með miklum meiri- hluta. , Dr. Skúll Buðjónsson yfirlæknir félck í haust gullmed- alíu frá háskólanum í Oslo fyrir rannsóknir sínar á iðjusjúkdómum og þá sérstaklega Lilikose eða steinryki því er postulínsgerðar- menn fá í lungun. Dr. Skúli flyt- ur þ. 21. jan. gullmedalíufyrirlest- ur um Lilikose og þjóðfélagslega þýðingu þess í hátíðasal háskól- ans í Oslo. 22. jan. flytur hann sérstakan fyrirlestur um Lilikose fyrir vísindamenn í Ulleval sjúkra- húsi í Oslo. miskunnarlaust ofsóttir. Þýska stjórnin hefir nú skipulagt söfnun á hverskonar rusli sem hægt er að hagnýta til iðnaðar, og verður farið í hús úr húsi til þess að safna göml- um fötum, iám-, stál- og kopar- rusli, gömlum daghlöðum, flöskum o. s. frv. Meðlimir „Hitler æskunnar“ eiga að safna blýhylkjum (túbum), blý-þynnum o. s. frv. ,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.