Vísir - 09.02.1937, Page 2

Vísir - 09.02.1937, Page 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ títgefandi: BLAÐAtJTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I ^usturstræti 12, og afgr. | S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. „Löginígildi“ BlaS forsætis- og dómsmála- ráðherrans skýrir svo frá, að ráðherra þess liafi „nýlega skrifað lögreglustjóranum í Reykjavík og öllum bæjarfóget- um og sýslumönnum í landinu“ og lagt fyrir þá að innheimta framvegis meiðyrðasektir. Hefir blaðið svo mikið við, að það birtir bréf það, sem ráðherrann hefir látið frá sér fara um þetta, „orði til orðs“. I bréfinu segir, að ráðuneytið hafi „veitt því athygli“, að það muni vera orðin venja, „að full- næga ekki nema að litlu leyti refsidómum fyrir brot“ á meið- yrðalöggjöfinni. Svo er mál með vexti, að þess var getið nýlega í blaði hér í bænum, að það væri ekki venja að innheimta meiðyrðasektir. Og vafalaust hefir það einmitt orðið lil þess, að ráðlierrann hefir nú „veitt því athygli11. Hefði því vel mátt standa í bréf- inu, að ráðuneytið hefði „ný- lega“ veitt þessu athygli. Og það hefði ekkert verið um það að athuga, ef þessi „venja“, sen? um er rætt i bréfinu, væri ný eða nýleg. En hún er nú orðin að minsta kosti alt að þvi 30 ára gömul. Og ráðlierranum hefði þvi átt að vera orðið kunn- ugt um þessa venju, fyrir all- löngu, m. a. fyrir þá sök, að hann hefir verið einn í hópi þeirra embættismanna, sem hafa fylgt henni, og liann hefir nú ámint um að „bæta ráð sitt“. Og einn þessara embættis- manna, sem blað ráðherrans skýrir frá, að muni hafa fengið þessa ámniningu frá honum, er gampll fulltrúi ráðherrans, frá lögreglustjóratíð hans hér í Reykjavík, og liefir numið af honum. En þrátt fyrir embættisþjón- ustu sína áður en hann varð dómsmálaráðherra, og þrátt fyrir tveggja og hálfs árs setu i dómsmálaráðherraembættinu, hefir ráðherrann ekki „veitt því athygli“ fyrr en nú, að sú venja eða óvenja hefir skapast, að inn- heimta ekki meiðyrðasektir. Og til þess að hann veitti því at- hygli nú, þurfti þess við, að það væri gert opinberlega að um- talsefni í blöðunum. En tilefnið til þess, að um þetta var getið i blöðum, var það, að um miðjan s. 1. mánuð voru kveðnir upp sex meiðyrðadómar yfir einu af andstæðipgablöðum ráðherrans! Og nærri má geta, hvort ráð- herranum muni ekki hafa sárn- að það, að sektirnar skyldu ekki verða innheimtar. En ef til vill hefir hann með fyrirskipun sinni getað komið því til leiðar, að það yrði gert. Blað ráðherrans segir, að það þurfi ekki að efa, að þessi rögg- semi hans muni mælast vel fyrir einkum ef hún fengi því áork- að, að blaðadeilur yrðu fram- vegis „sem mest rökræður um framkvæmdir og málefni, en ekki ósæmilegt nart og eltinga- leikur eftir æru vissra manna“! Það er nú kunnugt, að ívaf og uppistaða allra ádeilugreina, sem birst liafa fyrr og síðar i blöðum þeim, sem ráðherrann styðja, hefir einmitt verið níð um einstaka menn og „eltinga- leikur eftir æru“ þeirra. Og ef svo væri, að þessi fyrirmæli ráð- lierrans um innheimtu meið- yrðasekla, væri fram komin vegna einlægs vilja hans til þess að bæta úr þessu, og það væri tilgangur hans fyrst og fremst að halda refsivendi laganna þannig reiddum yfir blöðum sínum, ekki síður en öðru, þá væri það þakkar vert. En það er að vonum, að menn séu van- trúaðir á það, að sá sé tilgang- urinn. Miklu liklegri eru ráð- herrar framsóknarflokksins til þess, að misbeita þessu í fram- kvæmdinni, svo að hin stranga fullnæging meiðyrðadóma verði látin bitna á andstæðingunum einum, en flokksmennirnir „náðaðir“, eins og dæmi er til að gert hefir verið áður, og það þrátt fyrir þessa gömlu venju, að innheimta ekki sektirnar, hvort sem til þess hefir verið gripið af því að ráðherranum hafi ekki þá frekar en nú verið kunnugt um þá venju, eða af því að allur varinn hafi þótt góður, ef þess skyldi verða kraf- ist, að sektin yrði innheimt! ERLEND VlÐSJÁ. Morðtilraun við Stalin. Ýmsar fregnir hafa borist. síö- ustu daga um óeiröir í Rússlandi. Plafa *fréttirnar borist bæöi frá Englandi og" Þýskalandi, en veriö bornar til baka af rússneskum yf- irvöldum. En þrátt fyrir mótmæli Rússa er þaö þó alment álitiö aö mikil óánægja ríki nú meöal all margra út af aftökunum1 og málaferlunum síöustu, Öánægjan er þó tvennskonar. Sumir, og þá einkum borgarskríll- inn, sem æstur haföi veriö upp, vildu láta drepa alla hina ákæruð og ekki sleppa neinum. Þetta fólk sækir ekki hvað sist réttarsalinn, þegar kveða á upp líflátsdóma1, enda var það svo um daginn, að múgurinn var hljóður þegar það var kveðið upp, að Radek og 3 aðrir skyldu halda lífi. Svo erú aðrir, sem una ekki ofsóknum Stal- ins gegn hinum gömlu kommún- istum og það eru þessir menn, sem talið er að ali nú á óánægju með stjórn Stalins. Fyrir nokkurum dögum birtist fregn í þýska blaðinu Der Angriff um, að næturvörður, Shapiro, að nafni, hefði handtekið tvo raf- virkja, sem hefðu verið að koma sprengjum fyrir í herhergi við hliðina á skrifstofu Stalins. Það fylgdi með að Shapiro hefði ver- ið sæmdur æðsta heiðursmerki Rússa, rauðu stjörnunni. Sama daga og fréttin í Der An- • griff birtist, var það tilkynt í Moskva, að maður að nafni B. F. Piro hefði verið sæmdur rauðu stjörnunni í viðurkenningarskyni íyrir sérstaklega mikilsvert starf, sem kann ihefði unnið „í baráttunni við gagnbyltingarstarfsemina". — Nánar var ekkert tekið fram um verkið. Þessar tvær fréttir frá Berlín og Moskva hafa vakið athygli, og er ekki fjarri lagi að þarna sé um atburð að ræða, sem fáar sagnir Malaga-búar fagna komu Francos, íbúarnir ganga í fylkingu um göturnar. Raudi herinli hafði tekid þúsundir manna af Aifi EINKASKEYTI TIL V'ÍSIS. London, í morgun. TTppreístarmenn hafa nú algerlega náð Malaga á sitt ^ vald og er það viðurkent í opinberri tilkynningu frá stjórninni í Valencia. Fall borgarinnar er fyrsti stórsigurinn, sem uppreist- armenn hafa unnið um all-langt skeið og er uppgjöf Malaga mikill hnekkir stjórnarsinnum. Árásin á borg- ina var vel undirbúin. Uppreistarmenn sóttu að borg- inni á landi frá þremur stöðum aðallega, en herskip uppreistarmanna aðstoðuðu einnig og sigldu þau inn á Malagahöfn um það bil og borgin var að falla í hendur uppreistarmanna. Bardagar urðu allmiklir í úthverfum borgarinnar og við borgarhliðin og urðu þar einkum skemdir á húsum og öðrum mannvirkjum, en einnig eyðilögðust margar byggingar við aðalgöturnar. Þegar séð varð hvað verða vildi í Malaga og stjórnar- sinnar mistu þar stjórn á öllu, hófust rán og gripdeild- ir víða í bænum. Fólkið, sem hafði svelt heilu og hálfu hungri lengi, æddi inn í búðir og önnur hús og tók það, sem það gat í náð. Hundruðum saman höf ðu menn leit- að hælis í dómkirkjunni sem gnæfir hátt yfir önnur hús borgarinnar. Kirkjan var nálega eyðilögð í skothríðinni á borgina. Það er giskað á, samkvæmt upplýsingum frá upplýs- ingastöð hers uppreistarmanna, að 4000—5000 manns hafi verið teknir af lífi í Malaga undangengið missiri. Seinustu aftökurnar fóru fram s. 1. laugardag, en eigi er kunnugt hversu margir voru þá teknir af lífi. Fjölda margir pólitískir fangar voru látnir lausir. Höfðu flestir þeirra verið handteknir fyrir grun um undirróður gegn stjórninni. A. m. k. 200 pólitískir fang- ar voru látnir lausir í gær og tóku þeir þátt í -f a^naðar- látum íbúanna við komu hersveita þeirra. Gengu íbú- arnir í fylkingum um göturnar. Þegar fyrstu herdeild- irnar frá Marabella komu inn í borgina æddi fólkið út á göturnar, þar sem herdeildirnar fóru um, hvetjandi, syngjandi. Sumt af því kysti flagg uppreistarmanna. Marg-ir úr liði stjórnarinnar komust undan á flótta, þeir sem lögðu á flótta landleið- is í tæka tíð, en þeir sem, ætl- uðu að komast á brott sjóleiðis, urðu að hverfa aftur til borgar- innar, því að herskip uppreistar- manna voru þá komin inn á höfnina. Gáfust stjórnarsinnar upp pg voru handteknir af upp- reistarmönnum. Þrír dómstólar hafa verið settir á stofn til þess að rann- saka aftökurnar undanfarna mánuði. Dómaramir verða 33 talsins. Matarskortur var mikill í borginni er uppreistarmenn komu. Brauðmatur hafði enginn verið í borginni um tíma, uns uppreistarmenn fluttu þangað matarbirgðir. 1 útvarpsfregnum frá Sala- manca í dag er tilkynt, að alt hafi verið í uppnámi, er upp- reistarmenn tóku borgina, en við komu hersveita þeirra hafi fólkið verið gripið nærri ó- stjómlegum fögnuði. (United Press). fari um, en hafi þó raunverulega átt sér stað innan múranna hjá eí nvaldsherranum. Ef til vill eru mikil tíðindi í nánd á Rússlandi. Surnir spá því aLð stjórnin muni innan skamms þurfa að grípa til þess að verja sig. En herinn, best klæddu og best fæddu mennirnir í Rússlandi, stendur sennilega með Stalin gegn óánægju flokksbræöra hans. S j álf stæðismenn, útbreiðið yðar eigin blöð. Deilan við General Motors dútkljáð. Yfirljsing forstjðra YerksmiSjannar. ÉINKASKEYTI TIL VlSIS. London, í morgu^i. Fregn frá Detroit í morgun hermir, að General Motors hafi neitað að fallast á nokkurt sam- komulag þess efnis, að viður- kendur yrði réttur verkamann- anna til þess að vera í félögum í verkalýðssamböndum. Hins- vegar væri félagið fúst til sam- komulagsumleitana á öðrum grundvelli, ef telja mætti, að nokkurs árangurs væri að vænta. (United Press). Aflasölur. Geir seldi 1492 vættir af ísfiski í gær fyrir 958 stpd. — Gyllir seldi á sama staö 1819 vættir fyrir 875 stpd. « Farþegar á Goðafossi til útlanda: Dr. Helgi Tómas- son, Páll ísólfsson og frú, Krist- ján Ó. Skagfjörö, Kristján Bergs- son, Þorsteinn Hreggviösson, Magnús Magnússon og nokkrir útlendingar. Tvö sönglög. Nýlega eru komin út tvö söng- lQg eftir _ Sigvalda Kaldalóns við texta eftir DavíiS Stefánsson frá Fagraskógi. Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal, D-götu 1. Sími 3951. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og lyfjabúö- Hann kemup fram á svalirnar á að- seturstað sínum og er hyltur af borgarbúum. / v :• n V P' - EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. Fögnuður lýðsins í Malaga náði hámarki er Franco kom fram á svalirnar á húsi því, sem foringjaráð uppreistarmanna tók sér aðsetur í. Svaraði hann fagnaðarkveðjuro mannf jöldans með því að heilsa að sið fas- ista og konungssinna. Franco futti ræðu og sagði, að sigurinn væri að þakka ágætri samvinnu fasista og konungssinna til þess að ná því marki, að koma á varanlegum friði, svo að unnið yrði að framförum og velmegun í landinu, í þjóðlegum, spænsk- um anda, en það mundi ekki takast, fyrr en kommúnisminn væri algerlega bældur niður. Franco yfirhershöfðingi kallaði til mannfjöldans að heilsa að sið fasista og þar næst að sið Carlista. Var það gert af miklum fögnuði. Talið er af mörgum, að Franco stefni nú að því, að sameina fasista og Carlista í einn öflugan þjóðernisflokk. — (United Press.). Ný kenning um Deildar- tunguveikina. Franco. Álit Sigurðar E. Hlíðar dýra- læknis. Sigurður E. Hlíðar dýralækn- ir á Akureyri hefir nýlega ritað grein í blaðið íslending um Deildartunguveikina. Telur dýralæknirinn að veik- in sé ekki nýr sjúkdómur í fénaði hér, heldur sé þetta að eins gamalt umgangs-lungna- drep á háu stigi. Farast honum m. a. svo orð: „Áður en eg náði í upplýsing- ar próf. Dungals um sýki þessa, hafði eg að visu fengið ýmsar óljósar upplýsingar um liana, en sem varla var treystandi að hyggja dóm á, er gæti staðið. Samt sem áður þóttist eg geta ráðið af þeim, að þessi Deildar- tunguveiki væri undarlega lík í öílum aðaldnáttum lungnadrep- inu, sem eg hefi átt í höggi við i ótal myndum um fjölmörg ár. En nú fer málið að skýrast að mun og eg sannfærist betur og betur um það, að Deildartungu- veikin er lungnadrep. Lungnadrep hefir á síðasta aldarf jórðungi stungið sér niður hér og þar um alt land, meira og minna, en einnig geisað sem farsótt, eða með því sniði í nokkurum héruðum norðan- lands, fyrir sunnan og austan-< lands.Nú mun liún geisavíða um Suður-, Vestur- og Norðurland. Hefi eg haft nóg tækifæri til þess að sjá hana, skoða og fylgja gangi hennar í ýmsum mynd- um um bygðir Eyjafjarðar. — — Eg er sannfærður um að sýkla þá sem sýkinni valda megi oftast finna í þörmum og öndunarfærum saúðfjárins, þar lifa þeir sem svo margir aðrir gerlar óbrotnu sníkjulifi, þar til þeir koma fram og geta sýnt sýkingarmátt sinn og eru því orðnir sýklar, en til þess þurfa sauðkindurnar að verða fyrir einhverri veiklun, t. d. eftir hað- anir, hrakviðri, slæmum liúsa- kynnum o. s. frv. Hefi eg ótal dæmi þessu til sönnunar.“ Frá skákþlngi ísieadinga á Aknreyri. Akureyri 7. febr. FÚ, í sjöttu umferð skákþings ís- lendinga á Akureyri urðu úrslit þau í fyrsta flokki, að Engels vann Júhus, Kristján Guðhjart, Snæbjöm Unnstein og Guð- mundur vann Jón. í öðrum flokki vann Guðmundur Mar- geir, Friðjón Steinþór, Amljót- ur Jóhann og Ólafur Adolf. 1 sjöundu og síðustu umferð urðu þau úrslit í fyrsta flokki, að Engels vann Guðmund, Guð- hjartur Snæbjörn, Júlíus Iírist- ján og Unnsteinn vann Jón. I öðrum flokki vanh Arnljótur Margeir, Jóhann Adolf, Guð- mundur Steinþór og Ólafur Friðjón. Úrslit biðskáka urðu þau, að Guðmundur og Kristján gerðu jafntefli, og Júlíus vann Jón og Guðmund, og Jón vaim Snæbjörn. 1 fyrsta flokk vann Júlíus Rogason 4% skák af 6, Unn- steinn Stefánsson og Guðbjart- ur Vigfússon 4 skákir, Kristján Theodórsson 3%, Guðmundur Guðlaugsson 2]/2, Snæbjörn Sig- urðsson 1% og Jón Ingimarsson 1. Ludvig Engels tefldi með 1. flolíki og vann 6 skákir af 7, en töfl Engels eru ekki talin til úr- slita í floknum. I öðrum flokki unnu Guðmundur Eiðsson, Arn- ljótur Ólafsson og Jóhann Snorrason 6 skákir hver af 7 tefldum, Ólafur Einarsson 3%, Margeir Steingrímsson 2%, Ad- olf Ingimarsson og Friðjón Ax- fjörð iy2 hvor og Steinþór Kristjánsson eina.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.