Vísir - 12.02.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 12.02.1937, Blaðsíða 2
VÍSIR uppreistarmexm loka. leidini&i xnilli • Walexieia Hairid. Lítil mótspyrna af hálftt stj órnarsiima. EINKASIŒYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregn frá Avila hermir, að uppreistarmenn hafi aftur náð á sitt vald nokkurum hluta þjóðvegarins milli Valencia og Madrid. Komust hersveitir uppreist- armanna yfir Jarama-fljót. Að afstaðinni nokkurra klukkustunda fallbyssuskothríð þeysti riddaralið upp- reistarmanna yfir ána og neyddi varnarsveitir stjórn- arinnar til þess að hörfa undan. Hélt riddaraliðið á- fram sókn sinni alt að skotgröfum stjórnarinnar, en að svo búnu hófu fótgönguliðssveitir uppreistarmanna áhíaup. Varð því talsvert ágengt og má þakka það því að miklu leyti, að riddaraliðsáhlaupið kom stjórnar- hernum á óvart og ruddi brautina fyrir fótgönguliðið. Það er tilkynt, að uppreistarmenn hafi nokkurn hluta vegarins alveg á sínu valdi og allstórt svæði hinu- megin við hann. En hversu langt þeir komust norður fyrir hann er eigi kunnugt. Uppreistarmenn voru mjög undrandi yfir því, að stjórnarsinnar skyldi eigi veita öflugra viðnám þarna, þar sem varnarstöðvar þeirra þarna voru mjög mikil- vægar. Gera uppreistarmenn sér nú vonir um, að geta stöðvað alla flutninga milli Valencia og Madrid þessa leið. (United Press). XJtlendixigum Páðlagt að fapa þegax* burt ús* Madpid* Stópopusta í vændum. EINKASKEYTI TIL VlSIS. Londno í morgun. Samkvæmt opinberri tilkynningu, sem birt er í blöðun- um í morgun, er útlendingum ráðlagt að hverfa frá Madrid. Verða þeir aðstoðaðir til þess að komast á brott hið fyrsta. Áköf fallbyssuskothríð í gærkveldi í háskólahverfinu og vest- urgarðinum bendir til að stórorusta sé í aðsígi. Auk þess er ákaft barist með vélbyssum og handsprengjum. Ókunnugt er hvor herinn hóf sóknina. (United Press). Uppreistarmenn vígja fána. Þegar uppreistarmenn liafa mist fána er nýr fáni vígður með miklu tilhaldi. Hermenn og íbúar héraðsins sverja lioll- ustueiða og kona les upp eiðsformálann, eins og sést á mynd- inni. Amelia Earhardt leggur í hnattflug. Ráðgerir að vera hálfan mátnu.d á leiðimtni. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I Austurstræti 12. og afgr. | / S ím a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Samræmi. Allir samfylkingarflokkarnir, kommúnistar, soeialistar og framsóknarmenn, virðast vera sammála um það, að það sé nú landsfólkinu nauðsynlegast af öllu, að stærstu atvinnufyrir- tækin í landinu, sem veitt hafa mesta og arðbærasta atvinnu, verði liið bráðasta að velli lögð, og „gerð upp“. Þau séu „búin að mergsjúga þjóðina nær til bana“ og enginn vilji eða þori að mæla þeim bót, eins og eitt þessara blaða kemst að orði. En Iivað á svo að taka við, þegar þessari miklu nauðyn al- ])jóðar hefir verið fullnægt, og þessar meinvættir fá eldd leng- ur „sogið merginn“ ur þjóð- inni? Það virðist því miður vera nokkuð á huldu. Það á að taka togarana af þeim, sem nú hafa útgerð þeirra með liöndum. En liver á ávo að reka útgerðina? „Nú erum það við verkamenn og allir frjálslyndir menn“, sem verðum að Ieggja atvinnufyrir- tækin að velli, segja hinir sjálf- kjörnu forráðamenn alþýðunn- ar í landinu. En „erum það við verkamenn“, sem þá eiga að taka við stjórn og starfrækslu útgerðarinnar? „Á undanförnum árum, þeg- ar auðvaldið hefir bundið fiski- fiotann við hafnargarðinn mest- an hluta ársins, þá liafa sjó- menn verið að slá sér saman, taka skip og gpra út“, segir biað- ið, sem vitnað var í hér að framan. En er þetta þá hjálp- ræðið, sem öilu á að bjarga, Hvernig hefir þeim farnast, sjó- ínönnunum, sem liafa „slegið sér saman“ og gert út skipin? Um það segir hlaðið: „Þá liafa bankarnir heimtað takmarkalausa ábyrgð og sjó- menn hafa þurft að veðsetja hvert „pút og plagg“ ... . “ og niðurstaðan hefir orðið sú, að „náttúrlega hefir þetta æfinlega endað þannig, að bankinn hefir hirt þetta alt, þegar sjómenn hafa verið búnir að þræla kaup- laust á skipunum yfir lengri tima“! Þetta er nú svipaðast því að fara úr „öskunni í eldinn“. Jafnvel þó að bankinn hefði nú ekki heimtað veðsetningu á hverju „púti og plaggi“ og ekk- ert „tekið“, en „lánað“ skipin fyrir ekkert, þá virðist afkomu sjómannanna litlu hetur borg- ið, með því, ef þeir þurfa að „þræla kauplaust á skipunum“ og hafa ekkert annað upp úr því. Það mætti jafnvel ætla, að þeir hefðu ekki verið ver settir með því að láta skipin liggja óhreyfð, bundin við hafnargarð- ana, eins og „auðvaldið". En ef þetta er nú svona, að ekki sé viðlit að gera skipin út, jafnvel þó að unnið sé „kaup- laust“ á þeim, hvað gagnar það þá að taka þau af útgerðar- mönnunum? Iiver á að standa siraum af útgerðarkostnaðin- um ? 1 Þó að útgerðin liafi gengið erfiðlega í höndum útgerðar- manna, þá liafa sjómenn þó alt- af fengið greitt kaup fyrir vinnu sína. Og hjá stærstu útgerðar- fvrirtækjunum, sem nú er mest kappið lagt á að kollvarpa, liafa sjömennirnir að öllum jafnaði horið mest úr býtum. Og ef það er svo, að sjómenn verði að vinna kauplaust á skipunum, ef þeir „slá sér saman“ um að gera þau út, fer það þá ekki að verða skiljanlegt, að útgerðar- fyrirtækin liljóti að hafa tapað á útgerðinni, með því að borga þeim fullt kaup? ERLEND VlÐSJÁ. Bresk-amerískur viðskiftasamningur Mr. Runciman, breski verslun- arráöherrann, var fyrir skömmu í Washington, og ræddi þar vio Roosevelt forseta um ýms vanda- mál, fjárhagsleg og pólitisk. Á- rangurinn af viöræöum þessum er sá, aö lagöur var grundvöllur a'ö vi'ðskiftasamningi. Kemur nú til kasta amerískra og breskra stjórn- ar-sérfræöinga aö gera uppkast aö slíkum samningi, á þeim grund- velli, sem lagöur var af Mr. Runci- man og Roosevelt forseta, er þeir ræddust viö í Washington. Ensk blöð, m. a. Manchester Guardian, telja aö Mr. Runciman hafi valið réttarí tíma til þess aö eiga þessar viðræður viö Roose- velt. í fyrsta lagi sé aöstaöa Roosevelts sterkari en nokkuru sinni áöur, vegna kosningasigurs- ins mikla í haust sem leiö, en í ööru lagi hafi stjórn hans hinn mesta áhuga fyrir því aö efla viö- skifti þjóöa milli, meö því að vinna aö því aö draga úr þeim hömlum, sem um mörg undangengin ár hafa lamaö öl 1 viðskifti þjóöa milli. Taki Bretar og Bandaríkja- menn sameiginlega forgönguna í aö liöka alþjóöa viðskifti mun þaö hafa víötæk áhrif. „Bretland er mjög mikilvægur markaður fyrir Bandaríkin“, segir Manchester Guardian, „og enda þótt vér selj- um minna til Bandaríkjanna en vér kaupúm þaðan mætti auðveldlega auka útflutning vorn þangaö. í Ottawasamningunum er ekkert, sem brýtur í bág við slíkan samn- ing“. Blaöiö bendir á, aö meiri ástæða sé til aö ætla, aö erfiðleika væri aö vænta vegna samninga Breta við þjóðir, er þeir hafa gert viðskiftasamninga viö og er heit- iö „bestu kjörum“. En væntanleg'a takist sérfræöingunum að koma í veg fyrir, að steytt verði á neinu slíku skeri. Skandinaviskir sjálfboðaliðar á leið til Spánar. Oslo, 11. febrúar. Frá Dunquerque er símað, að danska skipið A. P. Bernstorf sé þangað komið. Á því voru 39 farþegar, þar af 31 sjálfboða- liðar, sem ætla til Spánar, danskir, sænskir og norskir. Þeir fóru með fyrstu járnbraut- arlest til Parísarborgar. (NRP. — FB.). Til friðarmálanna. Oslo, 11. febrúar. Nohelsverðlaunanefndin hef- ir gefið 2000 sterlingspund í sjóð þann, sem alþjóðanefnd safnar i um heim allan í þágu friðarmálanna. (NRP. — FB.). Fisksala Norðmanna árið sem leið. 11. febr. FÚ. Fréttaritari útvarpsins í Kaupmannahöfn hefir sam- kvæmt beiðni fréttastofunnar aflað sér eftirfarandi upplýs- inga um fiskútflutning Norð- manna á árinu sem leið: Af skýrslum þeim sem fyrir liggja i verslunarmálaráðuneyt- inu norska kemur í ljós, að fisk- útflutningur Norðmanna nam á árinu 1936 77 miljónum króna, en 75 miljónum 1935, og 70 miljónum 1934. Saltsíldarút- flutningurinn jókst á árinu að verðmæti um 54,5 af liundraði miðað við fyrra ár, útflutningur nýs fiskjar um 10,7 af hundraði, nýrrar síldar um 4 af hundraði, saltfiskjar 3 af hundraði. Hins- vegar hefir útflutningur á sölt- uðum fiski í kössum minkað um 45 af hundraði miðað við fyrra ár, og harðfiski um 10,1 af hundraði. Innflutningur nýs fiskjar til Englands hélst nálega óbreytt- ur árið sem leið, en óx til muna til Þýskalands. Svíþjóð keypti nokkru meira en árið áður, Finnland nokkru minna. Á Þýskor sendiherra hjá Franco. EINKASKBYTI TIL VÍSIS. Berlín i morgun. Sú fregn hefir verið staðfest, að Fiauple Will hafi verið skip- aður sendiherra Þjóðverja í þeim hluta Spánar, sem Franco hefir á sínu valdi. (United Press). Ítalíu seldu Norðmenn 3,830 smálestir af harðfiski, miðað við 6,250 smálestir 1935. Af norskum saltfiski keypli Port- úgal 16,725 smálestir á árinu 1936, en 10,502 smálestir árið 1935. Saltfisksalan til Spánar féll aftur á móti úr 12,215 smá- lestum árið 1935 niður í 8,850 smálestir 1936. Útflutningurinn til Argentínu féll úr 3,930 smá- lestum árið 1935 niður í 2,262 smálestir, og útflutningurinn til Kúba féll einnig, úr 3,940 smálestum niður í 2669. Hins- vegar óx útflutningurinn til Brasilíu örlítið, úr 1,665 smá- lestum upp í 1,719 smálestir. London í morgun. Fregn frá New York í morg- un hermir, að Amelia Earhardt, flugmærin heimsfræga, ætli í linattflug, samtals 27.000 e. m„ með viðkomu á 8 stöðum. Hún leggur af stað frá Oakland í Kaliforniu, fer þaðan til Hono- lulu, Howard-eyju, Lea á Nýju Gineu, Darwin og Oakar og Fjárlðg norskn stjúrn- arinnar. HvaRsyrt Baprýnl hægrl manna. Oslo, 11. febrúar. Fjárlaganefnd Stórþingsins hefir skilað álitum um fjárlaga- frumvarpið. — Hægrimenn í nefndinni gagnrýna livasslega tillögur ríkisstjórnarinnar og hafa boðað, að þeir muni leggja til, að frumvarpið verði endur- sent rikisstjórninni til íhugun- ar á ný. Hægrimenn lcrefjast þess að söluskatturinn verði af- numinn, svo og rentuskatturinn. Ennfremur krefjast þeir þess, að ríkisstjórnin geri ítarlegri grein fyrir afstöðu sinni til landvarnarmálanna. — Bænda- flokksmenn í nefndinni eru á- nægðir með tillögur ríkisstjórn- arinnar um framlög ríkisins til verklegra fyrirtækja, nýbýla- stofnunar og nýræktar o. s^frv. Bændaflokksmennimir leggja áherslu á, að nauðsynlegt sé, að vextir verði Iækkaðir og að því þaðan . um .Miami .eða Nýja Mexico-ríkin í Bandaríkjunum tii Oakland. Harry Manning, sem til skamms tíma var stýri- maður á Ss. American Banker, verður með Amelíu Earhardt £ flugferðinni. Hún segir, að þetta sé tilraunaflugferð, og verði engin tilraun gerð til þess að setja met. Hún ráðgerir, að hnattflugið standi yfir í hálfan mánuð. (United Press). Inflnensan rénar i Mor- eyi og Danmörku. Færist í vöxt í Svíjþjóð. Kaupmannahöfn, 11. febr. Inflúensan færist í vöxt í Sví- þjóð. Um 30 ný tilfelli koma daglega fyrir í Stokkhólmi. En liún er í rénum bæði í Noregi og í Danmörku, en þar sýktist 103.000 manns í desembermán- uði. Einkaskeyti. FÚ. er landvarnamálin snertir gera þeir ráð fyrir því, að ríkisstjórn- in heri fram sérstakar tilögur landvörnunum til styrktar. — Vinstrimenn telja of djarft stefnt í útgjaldaáttina og að það ætti að vera auðið að lælcka bæði beina og óbeina skatta. — Alþýðuflokksþingmennirnir í nefndinni eru í öllu fylgjandi frumvarpi stjórnarinnar. (NRP. — FB.). I f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.