Vísir - 02.03.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 02.03.1937, Blaðsíða 2
VÍSIR / VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I Austurstræti 12. og afgr. J S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. í öfuga átt. Fyrir nokkuruni dögum var forystugrein hér í blaðinu sem nefnd var „Ný stefna“. Var þar bent á þá þjóðarnauðsyn, að breytt væri um fjármálastefnu bér á landi og ný stefna tekin í þessum málum, er bygð væri á viti, víðsýni og hagnýlri þekk- ingu. Stefnubreyting í opinber- um fjármálum er óhjákvæmi- Leg ef atvinnulíf þjóðarinnar á ekki að brynja í rústir á fáum árum. Hinn misvitri guðfræðingur Alþýðúblaðsins hefir gert ofan- nefnda grein að umræðuefni. Honum er nú eins farið og öðr- um sósíalistum, sem sjá fasisma og nasisma i hverju horni. Hræðsla Jæirra við þessar stefn- ur er svo mögnuð, að jafnvel saklausar setningar um óskyld efni verða í þeirra óttaslegnu augum, grímuklædd morðvopn gegn lýðræðinu. Þeir eru eins og menn með vonda samvisku. Setningin sem gerði guðfræð- inginn skelkaðan er svona: „Sjaldan Iiefir þörfin verið meiri en nú. Þess vegna verður þjóðin sjálf að taka í taumana. Nú stoða ekki góðar bænir lield- ur kaldur og eindreginn veru- leiki framkvæmdanna“. t aug- um guðfræðingsins er ekki hægt að skilja setningu þessa á annan veg en þann, að hér sé verið að hvetja þjóðina til upp- reistar gegn ríkisvaldinu. Það sannast hér, að án er ills gengi nema heiman liafi. Jafnaðarmenn geta sofið ró- lega í rúmum sínum fyrir því, að sjálfstæðismenn munu aldrei misbjóða lýðræði. þjóðarinnar. En þeir munu láta Iandsmenn hrinda af höndum sér þeirri óstjórn, sem um nokkurt skeið hefir verið liér undir forustu soeialista. Þeir munu láta lands- menn hrinda af sér spillingunni, ranglætinu og óhófinu með þeim vopnum, sem hver lýðræð- isþjóð hefir. Eitt ár er ekki lang- ur tími í æfi þjóðarinnar. Sjálf- stæðismenn geta heðið þangað til á miðju sumri næsta ár. En þá er það landsfólkið sem með „köldum og eindregnum veru- leika framkvæmdanna“ mun kveða upp við kjörborðið dóm sinn yfir eyðslu og óheilindum þeirra manna sem setja flokks- hagsmuni ofar þjóðarhagsmun- um. Landsmönnum hefir aldrei verið eins nauðsynlegt og nú að gera sér ljósa þá staðreynd, að hvarvetna sem sósíalistar hafa stjórnað og verið einráðir, hefir f járhagurinn komist í hið mesta óefni. Þeir marka nú fjármála- stefnu vors reynslulausa fjúr- málaráðherra, sém krefst vax- andi tekna fyrir ríkissjóðinn ár frá ári, vegna þess að eyðslan er dygð i augum sósíalistanna. Þeir marka nú þá stefnu, að slyrkveitingar í stórum stil og ýmsum myndum koma í stað heilbrigðs og vaxandi atvinnu- lifs. Þeir marka nú þá skatta- stefnu sem gerir engu atvinnu- fyrirtæki fært að safna sjóðum til tryggingar rekstrinum né lil að endurnýja tæki sín. Þeir marka stefnu liinna síhækkandi tolla til þess að standa straum af eyðslunni. Aldrci var því um Alftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar. Fjármálastefna sósíalista getur aldrei leitt þjóðina til hagsæld- ar, heldur setur alt atvinnu- og viðskiftalíf hennar úr jafnvægi. Það er sagt að þegar menn eru hættir að rata og orðnir viltir, þá finst þeim órnar renna upp í nióti. Eitthvað líkt er nú komið fyrir ríkisstjórn ís- lenskú sósíalistanna. Hún er hætt að átla sig á hvert straum- urinn stefnir. Hún beinir nú fjármálum landsins í þveröfuga átt við það sem alt lögmál at- vinnulífs og viðskifta telur rétt. Hún gengur drjúgt fram í dul. Slík stefna blessast ekki til lengdar. Það getur heldur ekki blessast til lengdar hjá neinni þjóð, að hafa rangláta ríkis- stjórn. ERLEND VÍÐSJÁ. Balbo. Þaö hefir veriS tiltölulega hljótt um Balbo marskálk síSan hann fór hinar miklu flugferSir sínar og kom þá m. a. við hér í Reykja- vik. Það flaug fyrir að Mussolini hefði þótt nóg um' lýðhylli Balbos heimafyrir og þess vegna hefði hann verið gerður að Iandstjóra í Afrikunýlendum ítala. Siðan hefir Balbo setið þar sem höfðingi yfir miklurn eyðimörkum með nokkrar borgir við ströndina. iBlaðamaður frá „Berliner Tage- blatt“ heimsótti Balbo í s. 1. mán- uði og lýsir þannig komu sinni í aðseturshöll Balbos í Tripolis: — „Það var ekki tími til að athuga neitt gaumgæfilega. Heiðursvörð- urinn les upp nöfnin, sem standa í heimsókna-bókinni, — báðar hin- ar geysistóru vængjahurðir, sem eg kom inn um, lokast og aðeins stutt stund líður, þar til eg kem inn í hið allrahelgasta í höllinni — Sala de Orfeo — Orfeus-salinn. Landstjórinn situr þar við feikna- stórt marmara-borð, sem hvílir á tveimur gildum súlum. Hvíti ein- kennisbúningurinn með gyltum axlarskúfum og brúnt og harðgert andlitið með hinu kunna höku- skeggi kemurmjög greinilega fram við gamla og dýrmæta tígulsteins- mynd, sem er í baksýn, og grafin hefir verið upp úr Pompeje Afríku, Leptis Magna. Hann er að athuga embættisskjal, sem liggur fyrir framan hann á borðinu. Hann sýn- ist vera mjög niðursokkinn — en í næsta augnabliki stendur fyrir framan mig einhver sá glæsilegasti og framkomuliprasti maður, sem eg nokkru sinni hefi hitt.“ Síðan hefst samtalið. Balbo fræðir blaðamanninn um Tripolis, þar Sem nú séu hallir og blómleg bygð, þar sem fyr var auðn. Um ferðamannastrauminn og gistihús 700 kílómetra inni í eyðimörkinni. Um vegina, sem lagðir hafi verið og hallirnar, sem séu nú bygðar. Næsta ár á að halda kaupstefnu í Tripolis og þangað kemur Musso- lini. Þá verður vegakerfið orðið svo gott, að hægt er að aka í bif- reið meðfram strandlengju hérum- bil allrar Norður-Afriku — segir Balbo. Hvar sem farið er nú um auðnina, á ferðamaðurinn völ á fullkomnu öryggi, þar eru ágæt gistihús og bifreiðar með þráðlaus- um símatækjum, heldur hann á- fram. Samtalið snýst um fram- o EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. T T ppreistarmenn hófu mikla sókn á Madridvígstöðv- unum kl. 10.15 í gærkveldi. Hófu þeir sóknina samtímis á öllum vígstöðvum við borgina með ógur- legri fallbyssuskothríð og er talið þess vegna, að þeir muni nú gera snarpari hríð að stjórnarsinnum en nokkuru sinni fyr, á þessum vígstöðvum. í borginni hefir orðið hver sprengingin á fætur annari, en nánari fregnir vantar um það. Líklegt er þó talið að spreng- ingarnar hafi orðið er loftárás var gerð, því að það er kunnugt, að flugvélar uppreistarmanna flugu yfir borgina kl. 11 í gærkveldi. Slökkviliðið var stöðugt á ferðinni, því að ekki var fyrr búið að slökkva á einum staðnum, en eldur var kominn upp annarstaðar. Stjórnarheririn sækir fram við Almeria. MUSSOLINI. Stórri fascista riir ðliðial. Vináttan milli ítala og Breta fer kólnandi EINKASKEYTI TIL YlSIS. von RIBBENTROP. Ribbentrop talar um nýlendu- kröfur Þjóðverja. London í morgun. Ribbentrop, sendiherra ÞjóS- verja í London, hélt ræöu í gær, i sambandi við opnun kaupstefn- unnar í Leipzig. í sambandi við. nýlendukröfur Þýskalands sag'ði: bann að friöurinn yrði efldur me5 því að Þjóverjum yrðu veittar ný- lendur þær, sem þeir teldu sig eiga tilkall til, því að það lægi í aug- um uppi að ánægð þjóð forðaðist ófrið. Ribbentrop ávítaði þá, sem sí og æ voru að1 fetta fingur út í víg- búnaðarstarfsemi I'jóðverja. Ekki skiftu Þjóðverjar sér af því, sagði bsnn, þótt aðrar þjóðir gerðu end- urbætur í landvörnum sínum. Þrátt fyrir það væru Þjóðverjar andvígir takmarkalausri vigbún- aðarsamkepni. í lok ræðu sinnar vék Ribben- trop að viðskiftamálum. Heims- viðskiftin myndu aldrei þrífast nema Þjóðverjar skipuðu þar sinn eðlilega sess, sagði hann, en eðli- leg og varandi heimsverslun væri besta tryggingin gegn heimsófriði. FÚ. London í morgun. Frá Yalencia er símað, að fregnir frá Almeriavígstöðvun- um hermi, að stjórnarsinnar lialdi áfram sókn sinni í áttina til þorpanna Orjiva og Las Canas. Stórskotalið stjórnarinnar hefir haldið uppi ákafri skot- hríð á varnarstöðvar uppreistarmanna í Orjiva og, að því er fullyrt er, eyðilagt víggirðingarnar. Mannfall var ógurlegt í liði uppreistarmanna. (United Press). HLUTLEYSISNEFNDIN RÆÐIR VIÐ SIGLINGAÞJÓÐIR. Oslo, 1. mars. Hlutleysisnefndin í Loftdon hefir skipað undirnefnd, sem kemur saman á fund miðvikudag næstkomandi (3. mars) með fulltrúum frá helstu siglingaþjóðum heims, til þess að ræða ýms „teknisk“ atriði viðvíkjandi framkvæmd eftirlits með siglingum og flutningum til Spánar, en samkomulag hefir þeg- ar náðst um slíkt eftirlit í höfuðatriðum. (NRP. — FB.). EFTIRLIT Á LANDAMÆRUM PORTUGAL OG SPÁNAR. London, í morgun. Breskum sjóliðsforingja, að nafni Mac Donald, hefir verið falið að hafa umsjón með gæslustarfinu á landamærum Portúgals og Spánar. Mun hann fara til Portúgals í þessari viku. Gæslustarfið hefst um miðnætti á láugardaginn kemur. Þeir 130 menn sem taka þátt í því með honum eru flestir fyrverandi sjóliðsforingjar og fyrverandi tollgæslumenn. Undirnef nd hlu tleysisnef nd- arinnar kom saman á fund í dag til þess að ganga frá ýmsum atriðum í sambandi við gæslu- starfið. kvæmdir ítala í nýlendunum, en a5 því loknu kveður blaðamaður- inn og ekur í bifreiS, sem tilheyrir landstjóranum, til gistihúss síns. Balbo hefir lagt mörg lönd undir fót. Hann hefir flogið um hnöttinn alí norðan frá heimskautsbaug og Iangt suSur, og öSlaSist heims- frægS.' Og nú situr hann sem höfSingi yfir eySimörkum ítala í NorSur- Afrjku. EDEN SVARAR FYRIR- SPURNUM. í neðri málstofu hreska þings- ins var utanríkisráðherrann í dag spurður margra spurninga um starf hlutleysisnefndarinn- ar og framkvæmd lilutleysis- sáttmálans. M. a. var hann spurður að því, livort stöðvaður hefði verið straumur sjálfhoða- liða yfir frönsku landamærin til Spánar. Hann svaraði því, að franska stjórnin hefði þegar gert ráðstafanir í þessa átt, og hefði hann enga ástæðu til þess að halda, að hún sæi ekki um að reglugerðir þær, sem hún hefði sett, væru haldnar. Per Wendelbo látinn. Oslo, 27. febrúar. Per Wendelbo, forstjóri Norsk Telegrambyraa, varð hráðkvaddur 1 gær. Hann var staddur í Stórþingsbyggingunni, er hann hneig niður vegna lijartabilunar. —• Wendelbo var um sjötugt. (NRP. — FB.). London í morgun. Stórráð fascistaflokksins it- alska kom saman á fund í gær- kveldi, til þess að ræða alþjóða- Iiorfur, áætlun Breta um auk- inn víghúnað o. fl. ítalir hafa verið mjög gramir Bretum að undanförnu, síðan er tilkynt var, að Abessiniulceisara værii i boðið að vera viðstaddur krýn- ingu Georgs VI. Bretakonungs, en þegar bresk-ítalska yfirlýs- ingin var birt í vetur, var talið, að vinátta Breta og ítala væri aftur komin á alltraustan grundvöll, en eins og kunnugt er hafði losnað mjög um öll vináttubönd þeirra milíi út af Abessiniumálunum. Nú gætir mikillar andúð- ar í garð Breta í ítölskum blöðum og kemur jafnvet fram, að ítalir telji Breta auka vígbúnað sinn með- fram til þess að koma í veg fyrir, að önnur þjóð eða aðrar þjóðir verði þeim yf- irsterkari á Miðjarðarhafi. Fundur stórráðsins ræddi þessi inál ítarlega. Hófst liann kl. 10 í gærkveldi og var ekki Iokið fyrr en kl. 3 í nótt. Gert var ráð fyrir, að opinber til- kynning yrði hirt í dag. (Uni- ted Press). London í morgun. ítalir líta svo á, að öll von sé uti um það, að samkomulag ná- ist um afvopnunarmálin, og á- kveða því, að byggja upp her sinn og flota, í samræmi viö öryggis- kröfur þjóðarinnar. Þetta er aðal innihald hinnar opinberu tilkynningar, sem gefin var út í morgun, að loknum fundi stórráðs fascista í Róm. Fundin- um lauk ekki fyr en kl. 3 i morg- un og var honum þá frestað þar til annað kvöld. Frh. á 4. síðu. Stefnuskrá hans fyrir kjörtímabilid. KALLIO. Osló, í gær. — FC. Kallio, hinn nýkjörni forseti Finntands lók við embætti sínu í dag. Athöfnin fór fram í dag í þinghúsinu í Helsingfors og voru viðstaddir sendiherrar er- lendra ríkja. Athöfnin byrjaði á Jiví, að forseti þingsins þakkaði Svinhufvud, fyrverandi forseta fyrir velunnið starf og skýrði þvi næst frá því, að hér með tæki hinii nýi forseti við starfi sínu. Ivallio flutti síðan ræðu, sem atmennt er talin nokkurs- konar stefnuskrárræða fyrir kjörtimabil hans. Hann sagði meðal annars, að Finnar vildu vinna að þvi, af öllum inætti að styðja Þjóðabandalagið og að þeir vildu eiga vináttu við allar sínar nágrannaþjóðir. Þá sagði liann að Finnar vildu i'ylgja þeirri þróun í félagsmátum, sem orðið hefir ríkjandi á Norður- löndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.