Vísir - 19.03.1937, Síða 3
V í S I R
Jðfnun mjólkuFverðsins í nærsýsinm
Reykjavíkur
T gær var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu
•*- á mjólkurlögunum, sem er flutt af þingmönnum
Árnesinga og Bjarna Ásgeirssyni.
Frumvarpið fer í þá átt, að sama verð og áður skuli greitt
fyrir mjólk á verðjöfnunarsvæði Reykjavíkur og Hafnarf jarðar.
En þetta heggur svo nærri bændum á félagssvæði Mjólkurfé-
lags Reykjavíkur, að það er Ijóst, að þeir geta ekki undir því
risið.
ALLIR SKULU FÁ
JAFNT VERÐ.
Frv. ákveður svo að verð-
jöfnunargjaldið skuli miðað við
að
„allir mjólkurframleiðend-
ur á verðjöfnunarsvæðinu
fái sama verð fyrir mjólk
sína komna á sölustað verð-
jöfnunarsvæðisins, unna
eða óunna — —“
Við verðjöfnunina skal þess
]jó gætt, að verð fyrir mjólk,
sem framleidd er í ijæjarlönd-
um Reykjavikur og Hafnar-
fjarðar verði liið sama til fram-
leiðenda og á árinu 1936.
Ákvæðið um að verðið skuli
allstaðar vera jafnt á verðjöfn-
unarsvæðinu er afleiðing þess,
að með hinu nýja frumvarpi er
hámark verðjöfnunargjaldsins
afnumið en einungis horft á, að
nú skuli bændur hvar sem þeir
búa á svæðinu fá sama verð
fyrir mjólkina. Þeir bændur,
sem hafa búið hér í nánd við
Reykjavíkurmarkaðinn, hafa
hagað framkvæmdum sínum á
jörðunum með tilliti til þess, að
þeir sætu að hinum góða mark-
aði og gætu einir hagnýtt hann.
Enda er það svo, að þessir
bændur eru þeir einu, sem full-
nægt geta þessum markaði alt
árið um kring. Sökum sam-
gangna við fjarlægari sveitir að
vetrinum, kemur ekki til mála
að bændur þar geti boðið við-
unandi vöru á markaðinum hér
í bænum.
BÆNDUR HAFA TREYST
Á BETRI AÐSTÖÐU.
Bændur hér nærlendis hafa
trevst á þennan markað, og á
undanförnum árum hafa þeir
lagt í stórfelda ræktun og
mannvirki til að geta fullnægt
Reykjavíkur-markaðinum og
notað hann sem best. Þelta liafa
þeir eingöngu gert í því trausti
að þeir gætu setið að þessum
markaði og fengið þar betra
verð.
Með mjólkurlögunum sem
gengu í gildi 1935 voru þessir
bændur raunverulega skatt-
lagðir um það sem svarar 8% af
útsöluverði mjólkur og rjóma,
og það fé látið renna til þeirra
sem lakari höfðu aðstöðuna og
urðu að láta vinna úr mjólkinni
afurðir, er minna verð fæst fyr-
ir en nýmjólk, sem selstáReykj-
avíkurmarkaðinum. En nú er
sporið stig’ið svo langt, að þetta
8% hámark, sem í þeim lögum
var, er afnumið og bændur þeir
sem það gjald greiddu, skyldað-
ir til að láta af hendi ótakmark-
að fé til verðjöfnunar við hina
bændurna.
Þetta þýðir það, að betri legu-
og markaðsskilyrði eru strikuð
burt og þar með kippt burtu
undirstöðunum undan þeim
framkvæmdum, sem þessir
bændur hafa látið fara fram á
jörðum sínum.
Þeir bafa einungis ráðist í
það, sem þeir liafa kostað til,
vegna þess að þeir töldu sig
liafa bolmagn til þess fyrir betri
markað, en þegar sú ágóðavon
er tekin af þeim, standa nú
margir þeirra uppi með dýrar
framkvæmdir og mikinn kostn-
að, sem þeim veitist örðugt að
risa undir.
KOSNINGABOMBA?
Það er ekki að undra þótt.
ýmsum verði á að spyrja, er þeir
sjá þetta frv., hvort hér muni
ekki einungis vera að ræða urn
kosningabombu, sem þeir þing-
menn Árnesinga nú varpa fram
til fylgis sér hjá bændurn fyrir
austan fjall? Það er óneitanlega
margt sem til þess bendir, því
varla er trúlegt að nokkrum
valdhöfum með ábyrgðartil-
finningu gag'nvarl þegnunum
detti í alvöru i hug að fremja
slíkt tilræði, sem þetta við af-
komu hundraða hænda í stóru
og þéttbýlu héraði.
Þeir Jörundur cjg Bjarni
munu ekki þykjast of öruggir
um fylgi sitt í Árnessýslu við
kosningar, sem nú færu í hönd.
Þess vegna hyggjast þeir nú að
ginna bændur austan Ilellis-
líeiðar til fylgis við sig með því
að skattleggja bændur sunnan
Iieiðarinnar lil ágóða fyrir þá.
Það versta við þetta er þó, að
það er nú vitað að hve mikið
sem á bændur sunnan Hellis-
heiðar verður lagt á þenna hátt
kemur það ekki að haldi.
VERÐJÖFNUNARKERFIÐ
ER ÐAUÐADÆMT.
Rás viðburðanna hefir liagað
því svo til, að verðjöfnunar-
skipulagning mjólkurlaganna,
sem nær hámarki sinu í þessu
frv., er dauðadæmd lagasetning.
Á það hefir verið bent af Eyj-
ólfi Jóhannssyni frkvstj. Mjólk-
urfélags Reykjavíkur, að sú
röskun, sem hefir orðið á fram-
leiðslu og sölu mjólkur síðan
v erðjöfnunarákvæðin voru fyrst
sett, valdi því að þau geti ekki
len,gur talist framkvæmanleg.
Verðjöfnunargjald má, eins og
áður er sagt, nema alt að 8%
af útsöluverði mjólkur og
rjójna, en það fer til að bæta
upp verðið á þeirri mjólk sem
fer lil osta og smjörframleiðslu.
1935 er lögin komu til fram-
kvæmda, seldisl í Reykjavílc og |
1 iafnarfirði nýmjólk, skyr og I
rjömi um það bil % hlutar þess |
mjólkurmagns, sem framleitt j
var á verðjöfnunarsvæði
Reykjavikur og Hafnarfjarðar.
Nú er svo komið, að álíka
mikið af mjóllc fer til fram-
leiðslu cjsta og smjörs eins og
tii sölu á Reykjavíkurmarkað-
inum. Ef framleiðslan heldur
áfram á líkri bráut og undan-
farið, verður útk'oman sú eftir
stutlan tíma að einungis Va
híuti mjólkur á verðjöfnunar-
svæðinu fari til sölu nýmjólkur
og rjóma en % til osta og
smjörgerðar. Yrði verðjöfnun-
argjaldið þá að verða 32% eða
12 aurar á hvern pott mjólkur,
o,g útsöluverðið að hækka um
9 aura á pott ef uppbótin á
mjólkina, sem unnið er úr, á
ekki að lækka frá því sem er!
Eyjólfur Jóhannsson hefir
einnig komið fram með merki-
legar tillögur til úrlausnar þessu
vandamáli og fela i sér algert
afnám þess verðjöfnunarkerfis,
sem nú er í gildi.
Tillögur þingmanna Árnes-
inga ganga alveg í berliögg við
þá þróun í mjólkurframleiðsl-
uiini, sem framkvæmdarstjóri
Mjólkurfélagsins hefir sýnt
fram á og liér hefir verið lýst.
En þeir munu telja að þessar
tillögur um jöfnun muni vera
vænlegar til fylgis hjá bændum
austan fjalls.
En ef svo er, sem alt bendir
til, að hér sé um lvosninga-
bombu að ræða, þá fer ekki illa
ú þvi, að Framsóknarmenn
skuli beita sér fyrir slíkri
kommúnistiskri jöfnun, eins og
hér er farið fram á, við hinar
v æn tanlegu samf ylkingarkosn-
ingar.
„Bomban“ er því í réttu sam-
ræmi við þann samfylkingar-
anda, sem í þeim kosningum
mun ríkja.
Skriftarkensla
Síðasta námskeið.
Guðrún Geirsdóttir.
Sími 3680.
aðeins Loftur.
XXálxu-
stráid.
Vísir hefir hingað til látið
afskiftalaust alt tal Alþýðu-
i hlaðsins um H.f. Sindra og sam-
i anburð blaðsins á fjárhag ]æssa
! íelags cjg Kveldúlfs. Getur það
-hvcjrki lalist sanngjarnt né við-
eigandi að reynt sé að draga
fleiri fyrirtæki inn i þá svívirði-
legu pólitísku deilu, sem Al- .
þýðuflokkurinn hefir hafið á
hendur stærsla atvinnufyrir-
tækinu i landinu. En af þvi að
Alþýðublaðið virðist hafa fengið
mjög eindreginn stuðning frá
fvrv. framkvæmdarstjóra
Sindra, Ilafsteini Bergþórssyni,
til að sýna fram á réttmæti
árásanna á Landsbankann og
Kveldúlf, með samanburði á
rekstri og fjárhag beggja at-
vinnufyrirtækjanna, virðist rétt
að almenningur fái að vita
hversu haldgott hálmstráið er
sem framkvstj. Sindra hefir
blaðinu.
í lok síðasta árs skuldaði
Sindri Landsbankanum 161 þús.
kr. auk ábyrgðar er nam 4400
kr. Upp í þessa skuld átti félag-
ið ekkert nema gamlan togara,
Sindra, sem seldur var fyrir 10
árum á 105 þús. kr.. Er liklegt
að togarinn sé ekki meira virði
nú en 60—70 þús. kr. Var skuld
félagsins nálægl liundrað þús-
und fram vfir raunverulegar
eignir þess. Hluthöfunum var
géfinn köstur á að halda út-
gerðinni áfram, ef þeir vildu
tryggja nýtt rekstrarlán. Það
vildu þeir ekki. Þess miá geta,
að í skuldinni við bankann er
innifalið 31 þús. kr. gömul fisk-
veðssluild, sem ekki hefir feng-
ist greidd.
Alþýðublaðið liefir því verið
æði seinheppið í fimbulfambi
sínu um þetta mál og ásökunum
sinum á hendur stjórnar Lands-
bankans, sem ekki hafa við
nein rök að styðjast. För þess í
smiðju til „Sindrá“ og Haf-
steins Bergþórssonar hefir orð-
ið því til lítillar sæmdar.
Fiskmarkaðurinn í Grimsbý
fimludag 18. mars: Besti sól-
koli 76 sh. pr. box, rauðspetta
62 sh. pr. box, stór ýsa 28 sh. pr.
box, miðlungs ýsa 26 sh. pr.
bolc, frálagður þorsltur 18 sh.
pr. 20 stk„ slór þorskur 6 sli. pr.
hox og smáþorskur 5/6 sh. pr.
box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd
— FB.).
Merkt amerískt blað liefir
fyrir nokkuru birt allítarlega
frásögn um hina miklu fólks-
flutninga sem átt hafa sér stað
á undanförnum árum frá Rúss-
landi austur á bóginn, til Ural-
héraðanna og Sibiríu. Fróðlegar
tölur um ]>etta liefir blaðið
fengið frá rússnesku liagstof-
unni og sýna tölurnar, að árin
1926—1936 hefir tala sex land-
svæða (regions) í Úral og Sibir-
íu aukist úr 2.652.100 í 7.406.700
Mest var aukningin á þremur
iðnaðarsvæðum, Ural-Sverd-
lovsk, Clielyabinsk og Omsk.
íbúatala þessara þriggja borga
og héraðanna í kring var 1926
1.551.200, en var 1936 4.153.800.
Þrjú landsvæði í Sibiriu höfðu
1.100.000 ibúa 1926, en höfðu
1936 2.553.000 íbúa.
Tölurnar leiða skýrt i ljós, að
það er vegna aukins iðnaðar,
sem ibúunum hefir fjölgað svo
mjög, en ekki vegna þess að
fleira fólk lifi nú á jarðrækt en
áður á þessum slóðum. Nitján
borgir, sem nú liafa samtals
1.061.400 íbúa höfðu 785.700
íbúa 1926. Ein þessara borga er
Magnitogorsk, sem ekki var til
fyrir átta árum, en liefir nú
223.600 ibúa, Stalinsk, sem 1926
hafði 3900 íbúa, hefir nú
216.700 ib'úa (1936). Ibúatala
Sverdlovsk hefir aukist á 10 ár-
um úr 136.400 í 445.600, Novo-
sibirsk úr 120.100 í 351.900 og
Irkutsk úr 98.800 i 218.000.
Á þessu svæði voru 30 borgir
1926, en nú 102, auk um 50
verkamanna-bækistöðva eða
liverfa, sem þotið hafa upp
kringum ný iðnfyrirtæki og er
ibúatala flestra þeirra um 10.000
I sumum þessara borga skortir
enn öll nútímaþægindi, en í öðr-
um eru nýtísku liús, rafmagn,
vatnsleiðslur o. s. frv.
Flestir þeirra, sem flutst liafa
til þessara borga og héraða þar
eystra liafa gert það fyrir hvatn-
ingu frá ríkisstjórninni og
marga liefir orðið að knýja til
að fara, einkum bændur, sem
öðrum störfum en iðnaðarstörf-
um eru vanir. Árin 1928—1932
voru íbúar heilla borga í Volga-
dalnum, Ukraine og Kúsakka-
héruðunum fluttir gegn vilja
sínum til nýrra heimkynna þar
eystra. Þúsundir bænda, sem
mótfallnir voru sameignar-bú-
skaparfyrirkomulaginu, voru
neyddir til þess að flytja til
nýrra heimkynna i Sibiriu. Með
nokkurri aðstoð frá ríkinu
bygðu þeir sér ný þorp og hafa
komist allsæmilega áfram á
sameignarbúgörðum, en aðrir
voru látnir vinna í verksmiðj-
um.
Þegar unnið var að því að
koma upp hinum mikla iðnaði
i Sibiríu, þurfti lika að knýja
menn til þess að flytjast austur
þangað til þess að vinna í verk-
smipjunum, þvi að nægilega
margir buðu sig ekki fram af
frjálsum vilja. Ungir kommún-
istar i þúsundatali buðu sig þó
fram. En svo voru margir, sem
gerðir voru útlægir og fluttir til
Sibiríu — af pólitískum ástæð-
um.
Aðbúnaðarskilyrði eru sögð
hafa batnað svo, að þeir, sem
lokið hafa prófum i æðri skól-
um fara þangað af fúsum vilja.
Skólum, leikhúsum og klúbb-
húsum hefir verið komið upp
og jafnvel háskólum og meira
menningarsnið er að komast á
alt en áður var. Verkafólks-
skortur er víða mikill.
Náttúruauðæfi og iðnaðarskil-
j?rði eru talin enn meiri í Sibir-
iu en búist var við, landbúnað-
arskilyrði eru víða góð, og
margra álit er, að Sibiria eigi
eins mikla framtíð fyrir sér og
vesturliluti Bandaríkjanna er
hann tók að byggjast.
Norskir sjómenn vilja láta
senda herskip til Bretlands
í vor.
Osló, 18. mars.
Oslo Sjömandsforening sam-
þykti á fundi sínum í gær álykt-
un þess efnis, að félaginu þætti
miður, að ekki verður sent
norskt herskip til ]>átttöku í
flotasýningunni sem lialdin
verður í sambandi vi'ð krýning-
arhátíðahöldin í Bretlandi í maí.
(NRP. - FB.).
Á undanförnum mánuðum hafa miklir fólksflutningar átt sér stað
til Sibiríu — fyrir atbeina sovétstjómarinnar. — Hafa risið upp
fjölda margar iðnaðarborgir þar eystra og hafa flutst þangað um
fjórar miljónir manna frá Rússlandi. Eru þetta einhverjir hinir
inestu fólksflutningar, sem sögur fara af á síðari tímum, og er helst
líkt við fólksflutningana í Vesturálfu, þegar vesturhluti álfunnar
tók að byggjast. En sá er munurinn, að þá tóku menn sig upp og
leituðu nýrra heimkynna af frjálsum vilja og oft af mikili æfintýra-
löngun, en í Rússlandi eru menn a. m. k. oft og tíðum neyddir til
þess að flytja til Síbiríu, þegar þörf er fyrir aukinn vinnukraft. —
ALÞINGI.
Béðiim !ét fresta frv-
sðslalista mit uppjjar
Kreldálfs.
Svo hafði verið ákveðið, aS
j?rv. sósialista um skiftameð-
ferð á Kveldúlfi skyldi koma
fyrir í dag á Alþingi.
Forseti hafði tekið málið á
dagskrá, en þá kernur Héðinnt
Vaklimarsson, fyrsti flutnings-
ínaður frv., til skjalanna og ósk-
ar eftir að fx-estað sé að taka
málið fyrir fyr en á mánudag.
Sennilega er hér um það að
ræða, að verið sé að semja og
eigi að nota helgina til þess.
Allmiklar umi'æður urðu í
Neðri deild í gær úl af frv.
Gunnars Thoroddsens um opin-
heran ákæranda.
G. Tli. rakli í mjög snjallri
ræðu hneykslismól siðustu ára
í sambandi við misbeitingu á-
kæruvaldsins og varð fátt um
varnir af hendi Hermanns Jón-
assonar. Gat hann ekki mót-
mælt neinu af þeim atriðum,
sem G. Th. tók fram, um mis-
fellur á framkvæmd ákæru-
valdsins.
Bergur Jónsson afsakaði með
nokkrum orðum þann drátt,
sem orðið hefði á endurskoðun
löggjafar uni opinber mál, en
sljórnai-flokkamir þykjast liafa
slíka löggjöf í undirbúningi.
Umræðu var ekki lokið og
margir á mælendaskrá.
í éfri deild kom frv. Jónasar
frá Hrifln um breytingu á rekt-
orsemhættinu við Háskólann til
1. umr. Frv. er borið fram í
þeim tilgangi að bola próf. Niels
Dungal úr þessari stöðu og hélt
.T. .T. ræðu út af xnálinu sem
fyllilega opinl>eraði þann til-
gang.
------ - -----------------
I. O. O. F. i. Eeginn fundur.
Veðrið í morgun. — í Reykjavík
— 5 stig- Bolungarvík — o, Ak-
ureyri — 5, Skálanesi — 2, Vest-
mannaeyjum — o, Sandi — 4,
Kvígindisdal — 4, Hesteyri — 1,
Gjögri — 1, Blönduósi — 9, Siglu-
nesi — 2, Raufarhöfn — 2, Skál-
um — 2, Papey — 1, Hólum í
Hornafirði — 1, Fagurhólsmýri 2,
Reykjanesi — 6 st. Mest frost hér
í gær 7 stig, mestur hiti 1 stig.
Sólskin 9,9 st. Yfirlit: Kyrrstæð
lægð um Bretlandseyjar. Hæð yf-
ir norðaustur-Grænlandi. Horfur:
SuSvesturland, Faxaflói, BreiSa-
fjörSur: Austan 0g norSaustan
gola. SumstaSar dálítil snjóél. SuS-
austurland: NorSan kaldi. Bjart-
viSri.
SAGAN AF
SHIRLEY TEMPLE
er besta gjöfin, sem hsegt er
að gefa góðu barni.