Vísir - 05.04.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 05.04.1937, Blaðsíða 2
VlSIR VtSIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I ^usturstræti 12. og afgr. | S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. • Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Erfiðleikar. Stórnarflokkunum er aö sjálfsögðu talsvert mikill vandi á höndum, er þeir nú eiga að fara að gera grein fyrir því, frammi fyrir kjósendum sin- um, hver nauður hafi rekið þá til að slíta samvinnunni um stjórn landsins og sleppa um leið sameiginlegum yfirráðum yfir „kjötkötlum ríkisins“ Það hefir atvikast svo, að það hlýtur að verða lilutverk sósíal- ista, að ráða fram úr þeim vanda, hverju eigi að gefa sök á þessu. Og það er sýnt, að þeir munu vera sér þess fyllilega meðvitandi, hve mikil ábyrgð er lögð þeim á herðar með því, og að þeim muni þykja ,.fátt of vandlega hugað“ í því sam- bandi, og miklu varða að vera sem seinþreyttastir til vand- ræðanna og þó „sem vitrastir“. í Alþýðublaðinu á laugardag- inn er því lýst mjög átakan- lega, live margvíslega og lirak- lega framsóknarflokkurinn hafi afbrotið við alþýðuflokkinn, og þó kemst blaðið að þeirri niður- stöðu, að enginn „formleg ástæða liggi enn sem komið er fyrir til þess að samvinna stjórnarflokkanna sé úr sög- unni“. En með „samvinnu sinni við íhaldið í Kveldúlfsmálinu, neitun sinni um að vinna með alþýðuflokknum að lausn hinna mest aðkallandi nauðsynja- mála sjávarútvegsins, ákvörð- un sinni um að fella bráða- birgðalög stjórnarinnar um stjórn sildarverksmiðja ríkis- ins, sem feli í sér beina van- traustsyfirlýsingu á atvinnu- málaráðherra, og nú síðast frumvörpunum um vinnulög- gjöf,“ segir blaðið hinsvegar, að framsóknarflokkurinn hafi i raun og veru „svift þeim grund- velli undan samvinnu núver- andi stjórnarflokka, sem kjós- endur landsins lögðu við kosn- ingarnar 1934“. Eftir orðalagi og anda þess- arar lýsingar blaðsins á mis- gerðum framsóknarflokksins, mætti ætla að það teldi að „það hálfa væri nóg“, til þess að of- bjóða langlundargeði alþýðu- flokksins. Til þess virðist jafn- vel að átt hefði að nægja hin „beina vantraustsyfirlýsing“ á atvinnumálaréðherra, fulltrúa sósíalista í ríkisstjórninni, sem blaðið segir að framsóknar- flokkurinn hafi tekið ákvörðun um að koma fram. En þrátt fyr- ir það kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að „enn sem komið er“ sé engin ástæða til þess að slíta samvinnu stjórnarflokk- anna! , Það hafði nú verið búist við því, að frumvörp framsóknar- flokksins til vinnulöggjafar mundu eiga að verða sá ásteyt- ingarsleinn er nota ætti sem „formlega ástæðu“ til að slíta samvinnu stjórnarflokkanna. Og það er enginn vafi á því, að það er beinlínis gert sósíalistuni til þægðar, að bera þessi frum- vörp fram nú. Sósíalistum er ljóst, að „Kveldúlfsmáfið“ verð- ur þeim ekki til annars en skaða og skammar í kosninga- baráltunni Sjálfir munu jjeir mjög vantrúaðir á það undir niðri, að verkalýðurinn láti sér skiljast það, að allslierjargjald- þrot útgerðarinnar geti orðið honum til bjargar. Þess vegna er nú gripið til vinnulöggjafar- innar, sem síðasta haldreipis í kosningabaráttu þeirri, sem framundan er. Þessi kák-frum- vörp framsóknarflokksins eru þannig borin fram að eins í því skyni að gera vinnulöggjöfina að deilumáli í kosningunum fyrst og fremst í þeirri von, að hún verði til þess að sameina sósíalista og kommúnista. Hinsvegar varð þó að gæta þess, að framsóknarflokkurinn hefir skuldbundið sig til þess að koma fram vinnulöggjöf, en af því að samvinna er náðin milli stjórn- arflokkanna efiir kosningar, ef þeir þá verða í meiri hluta, verður hann að haga þeirri lög- gjöf þannig, að sósíalistar geti fallist á hana, og með hliðsjón af því liafa frumvörpin, sem lögð hafa verið fyrir þingið, ver- ið samin. Þau eru því ekki sem best fallin til þess að verða nú að svo miklu ágreiningsefni milli stjórnarflokkanna, að þeir verði að slíta samvinnunni út af þeim. Það gæti valdið óþægileg- um vafningum siðar. En þó að alt virðist þannig í óvissu um það „enn sem kom- ið er“, eins og Alþýðulaðið kemst að orði, hvað hin „form- lega ástæða“ til samvinnuslit- anan verður látin heita, þá er þess að vænta, að fram úr þeim vanda verði ráðið áður en drált- ur á því verður að verulegum baga. ERLEND VlÐSJÁ. Ráðherra- laun. Þa8 hefir jafnan veriíS svo í Englandi, að ráSherrar hafa haft mjög lítil laun og svo lítil, að allir hafa þeir þurft að leggja með sér stórfé. Þa'S hefir því ekki veriS nema á efnaðra manna færi, að setjast í síkar stöSur eSa yfirleitt aS fást viS stjórnmál og takast á hendur ýmsar cpinberar stöSur, vegna launakjaranna. Nú vill í- haldsstjórnin enska ráSa nokkra bót á þessu og rökstySur launa- hækkanir sínar meS því, aS em- bættin séu altaf aS verSa fjárfrek- ari og ekki hægt aS ætlast til aS menn geti staSiS undir þeim út- gjöldum af eigir. ramleik. Laun forsætisráSherrans eiga að hækka um 5000 sterlingspund á ári, úr 5000 og upp í 10.000 stpd. ASrir ráSherrar fá 5000 stpd. á ári en höfSu áSur 2000. Eitt nýmæli er í þessum lögum, sem athygli hefir vakiS og þaS er aS í hinum nýju lögum íhaldsstjórnar er for- manni stjórnaranastæSinga á þingi ætluS 2000 stpd. laun á ári. Nú- verandi formaSur stjórnarandstöS- unnar er Mr. Clement Richard Attlee úr flokki jafnaSarmanna. Þetta nýmæli er rökstutt meö því, aS gagnrýni á ríkjandi stjórn sé svo nauSsynlegur þáttur í þing- ræSiskerfinu, að þaS beri aS launa þá, sem þar standa í fararbroddi. Ensku blöSin telja launahækkan- irnar allar mjög.eSlilegar 0g sjálf- V ■0 Margip bæir í riistum EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í inorgun. Þegar Mijaja hershöfðingi stjórnarhersins hóf hina miklu skyndiárás á dögunum með flugliði og skriðdrekum, til þess að stemma stigu fyrir framrás uppreistarmanna, sem sóttu fram, með ítalskar hersveitir í íararbroddi, var því spáð af mörgum, að þetta yrði endur- tekið, því að þarna kom greini- lega í ljós hvernig hægt var að gera her er fram sækir, erfið- ast fyrir, enda hefir sigurinn á Guadalajaravígstöðvunum, er herdeildir ítala tvístruðust, vafalaust haft þrennskonar á- hrif. I fyrsta lagi var framsókn uppreistarmanna til Madrid á þessum vígstöðvum stöðvuð, liði uppreistarmanna tvístrað og birgðir eyðilagðar, í öðru lagi hresti sigurinn mjög við stjórn- arherinn og verður eigi of lítið úr því gert, er trúin á að sigur vinnist glæðist, og í þriðja la,gi tékk Mijaja og menn hans þarna reynslu fyrir því hvernig hægt væri að gera mestan usla í liði óvinanna, þ. e. að tvístra liði þeirra og eyðileggja birgða- stöðvar þeirra,' áður en þeir fá tíma til undirbúnings sókninni. Nú, eftir ósigurinn á Guadala- jaravígstöðvunum nýlega, og eftir að framsókn stjórnarhers- ins er veitti þeim eftirför stöðv- aðist, var það kunnugt, að upp- reistarmenn voru að. undirbúa sókn á nýjan leik. Til þess að koma í veg fyrir, sð ný sókn hepnaðist, lék Mij- aja svipaðan leik og á dögunum. Hann lét í gær flugvélar í tuga- tali fljúga yfir allar helstu bæki- stöðvar uppreistarmanna, þar sem liðsafnaður fer fram, og varð feiknalegt tjón af loftárás- inni. Eins og á dögunum fóru hinar miklu árásarflugvélar fyrir, en á eftir þeim komu hraðfleygari flugvélar, til þess að verja árásarflugvélarnar fyr- ir þeim flugvélum, sem upp- reistarmenn sendu í loft upp til þess að ráðast á árásarflugvél- arnar. Loftárásirnar voru gerðar á Guadalajara-víjgstöðvunum og Cordoba-vígstöðvunum. Varpað, var niður tugum smálesta af sprengikúlum, en úr minni flug- vélum var haldið víða uppi vél- byssuskothríð á bækistöðvar uppreistarmanna, stundum til þess að koma í veg fyrir, að, þeir gæti hafist handa um að ná til flugvéla sinna. Mest tjón er talið að hafi orð- ið af loftárásunum á Talavera De la Reina í Toledohéraði, Av- sagðar. Daily Express birtir lista yfir há laun hjá mönnum, sem starfa fyrir hið opinbera og svo leikurum við leikhús og kvik- myndir. ForsætisráSherra Bret- lands fær 10.000 stpd. á ári en Gracie Fields kvikmyndaleikkona 100.000 stpd. á ári. Samgöngu- málastjóri Lundúna fær um 50.000 stpd. á ári og eru þaS hæstu op- iuberu laun. Kvikmyndaleikkonan Mae West fær þó um helmingí meiri laun, eSa 96.000 stpd. Þann- ig heldur listinn áfram. TrúSar og leikarar hafa um helmingi hærri laun en þeir sem starfa fyrir hið opinbera og bera alla þá ábyrgð, sem slíkum störfum fylgir. ila við Adajafljót í samnefndu héraði, á Somo Sierra svæðinu o. s. frv. í sumum borgunum stendur víða ekki steinn yfir steini. Um manntjón er ekki vitað. Ein af bor(gunum, sem gerð var loftá- rás á, er algerlega í rústum. — (United Press). Flugvélar sem fljúga beint yflr Atlantshaf. EINKASKEYTI TIL VÍSÍS. London í morgun. Frá Wasliington er símað, að Glenn Martin félagið í Balti- more liafi tilkynt, að það ætli að smíða 40 farþegaflugvélar tií flugferða yfir Atlantsliaf. Flug- vélarnar eiga að geta flogið 5000 mílur enskar án þess að bæta við sig eldneytisforða og farið með 175 enskra mílna liraða á klukkustund. Talið er, að þær muni geta flogið austur yfir At • lantshaf á 18 klst. og vestur yfir á 21 að jafnaði. (United Press). Tveir menn drukna í Þorláksli öf n. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. Eyrarbakki 1 gær. Það slys vildi til í Þorláks- höfn í dag að tveir menn sem voru á smábát druknuðu. Bát- urinn var 40 til 50 faðma frá landi. Annar mannanna, sem var syndur, komst nærri því í land, en druknað áður en hann náði landi. Hann fanst nærri strax, en var örendur, en hinn er ófundinn 'enn. Læknir var sóttur í skyndi, en fékk ekkert að gert. Mennirnir voru Harald- ur Hafsteinn Jónsson og Pálmi Þorbjörnsson, báðir 17 ára gamlir, frá Hafnarfirði. Kristján. Veðrið í morgun. Horfur: Suðvesturland: Austanátt. Allhvast undir Eyjafjöllum. Dálít- il rigning. Faxaflói: Austan kaldi. Úrkomulaust að mestu.Breiðafjörð- ur, Vestfirðir, Norðurland, norð- austurland : Hægviðri. Víðast létt- skýjað. Austfirðir: Hægviðri. Sum- staðar dálítil rigning eða þoka. Suð- austurland: Suðaustan kaldi. Dálít- il rigning. Lausn frá embætti. Ari Arnalds, sýslumaður í Norð- urmúlasýslu og bæjarfógeti á Seyð- isfirði, hefir sótt um lausn frá em- bætti, sakir langvarandi heilsuleysis. Ari er nú nær 65 ára að aldri og hefir gegnt sýslumanns- og bæjar- fógetaembættum í 23 ár, og jafnan verið í flokki hinna reglusömustu og grandvörustu embættismanna. M. A.-kvartettinn söng í gær í Keflavík, við mikla aðsókn og góðar viðtökur. Næturlæknir er í nótt Jón Norland, Banka- stræti xi. Frakkneski sendikennarinn, M. Naert flytur í kvöld kl. 8 fyrirlestur í háskólanum um Th. de Banville, L. Ménard, L. Dierx og Sully Prudhomme. Glímufélagið Ármann heldur fund annað kvöld (þriðju- dag) kl. 9 síðd. í Baðstofu Iðnað- armanna. Fjörutíu ára afmæli Hins íslenska prentarafélags. I gær, þann 4. apríl, átti Hið íslenska prentarafélag f jörutíu ára afmæli. Var afmælisins mins með veglegu samsæti að Hótel Borg í fyrrakveld. f tilefni af afmæl- inu voru 5 aí stoínendunum, sem allir eru búsettir hér i bænum, k jörnir heiðursfélagar, þei.r Friðfinnur Guð- .jónsson, Jón Arnason, Aðalb.jörn Stefánsson, Guðjón Einarsson og Einar Kr. Auðunsson, og tveir, sem nú eru búsettir í Kaupmannahöfn o" hafa starfað þar að prentiðn um mörg ár, þeir Stefán Magnússon og Davíð Heilmann. Þá hefir félagið gefið út myndarlega bók, sem inniheldur yfirlit yfir sögu félagsins frá stofnun þess. Hið íslenska prentarafélag var stofnað 4. apríl 1897 og voru stofnendurnir tólf, þeir ASalbjörn Stefánsson, Benedikt Pálsson, Bergþór Bergþórsson, Davíð Heil- mann, Einar Kr. Auðunsson, Frið- finnur Guðjónsson, Guðjón Ein- arsson, Hafliöi Bjarnason, Jón Árnason, Stefán Magnússon, Þórður Sigurðsson og Þorvarður Þorvarðsson. Prentarastéttin íslenska hefir alla tið átt ágætum mönnum á að skipa, sem hafa látið mjög til sín taka, ekki aðeins til þess að vinna að hagsmunum og velgengni stétt- arinnar, heldur og á öðrurn svið- um, og urðu sumir þeirra þjóð- kunnir menn, forvígis- og fram- faramenn á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Og gengi sitt frá upp hafi á félagið vafalaust það mest því að þakka, að það hefir ávalt átt framsýnum og félagslyndum mönnum á að slcipa, mönnum, sem skildu til hlítar, að með því að vinna saman yrði settu marki náð. Prentararnir skipulögðu félag sitt vel og hafa staðið vel sarnan í bar- áttunni fyrir bættum kjörum, enda er félagið fyrir löngu orðið eitr hið best skipulagða 0g öflugasta stéttarfélag landsins. Ahersla hefir ávalt verið lögð á það, að bæta skilyrðin til aukinnar mentunar, svo að með vaxandi kröfum yrði prentarar ávalt færir um að standa vel í sinni stöðu, sem þeir að allra dómi hafa ávalt gert. Það, sem vert er að halda á loft, frekar öllu öðru, þegar um þetta er rætt, er þó ef til vill það, hversu prentararnir hafa lagt mik- ið að sér, til þess að bæta kjör sín. Innan félagsins eru nokkurir sjóðir, sem prer.tararnir greiða í „Systirin frá Prag“ hefir nú veriÖ leikin þrisvar við ágæta aÖsókn og teki'Ö með miklum fögnu'Öi af áheyrendum. Óperan verður sýnd aðeins örfá skifti, hér eftir með venjulegu leikhúsverði. Næst verður leikið annað kveld. Skipafregnir. Gullfoss kom til Leith siðdegis i gær. Goðafoss er á leið til Vest- mannaeyja. Dettifoss fór í fyrra- kvöld áleiðis til útlanda. Brúarfoss var á Akureyri í morgun. Lagar- foss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið til Antwerpen frá Oslo. Esja kom úr strandferð í gær, og Laxfoss úr Breiðafjarðarför. La Atlantique, frakkneskur botnvörp- ungur, kom í gær. Færeysk skonn- orta kom í gær með menn veika af lungnabólgu. Náitúrufræðisfélagið hefir samkomu mánud. 5. þ. m. kl. 8)4 e. h. i náttúrusögubekk Mentaskólans. i Flestir bátar ) reru í Keflavík í gær, en komu aftur með lítinn afla. Afli er yfir- , leitt tregur, en Færeyskur kútter j kom í gær og tók vatn, og hafði hann meðferðis 10 smál. fiskjar. . útvarpið í kveld. j Kl. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Létt lög. 19.30 Þing- fréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Efnisheimurinn, VIII. (Steinþór Sigurðsson magister). 20.55 Ein- I söngur (Einar Markan). 21.20 Um daginn og veginn. 21.35 Útvarps- hljómsveitin leikur alþýðulög. 22.00 Hljómplötur: Kvartett í G-dúr, Op. 161, eftij. Schubert (til kl. 22.30). hluta af launurn sínum vikulega, og rnunu þessar greiöslur nema liðlega hálfu ööru hundraði króna árlega. Sjóðir þessir eru ellistyrktar- sjóður, atvinnuleysis- og verkfalls- sjóður, húsbyggingasjóður, dag- peninga- og útfararsjóður og fé- lagssjóður. Voru eignir allra sjóð- anna um siöastli'Öin áramót kr* 161.3zj2.99. Á undanförnum 40 ár- um hafa greiðslur úr sjóðmium til félagsmanna numiS um 230.000 kr. Prentarar hafa heiðurinn af því, að hafa stofnað fyrsta sjúkra- samlag landsins, Sjiikrasatnlag prentara, 0g var þaS ÞorvarSur heit. ÞorvarSsson prentsmiSju- stjóri, sern skömrnu eftir aS félag- iS hóf starfsemi sína, hóf máls á nauSsyn stofnunar slíks samlags. Voru undirtektir góöar og var samlagiö stofnaS 18. ágúst sama ár (1897) og hefir félagsmönnum orSiö ómetanlegt gagn að því. SamlagiS starfaSi til s.l. áramóta, er nýju sjúkratryggingariögin komu til framlcvæmda, en á nú aS starfa áfram sem dagpeninga- og útfarastyrktarsjóöur og greiSa all- ir prentarar í félaginu, sem bú- settir eru í Reykjavík, 55 aura á' viku í sjóöinn, en hann greiSir meSlimum sínurn 5 kr. á dag þar til þeir njóta dagpeninga frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. 500 kr. útfararstyrk greiöir sjóSurinn vegna fráfalls félaga síns. Margt fleira úr sögu félagsins væri vert aS minna á, þótt rúm leyfi eigi hér, og verður aS vísast til hins myndaxdega afmælisblaSs, „Prentarans", sem félagiö gaf út í tilefni af afmæli sínu. Núverandi stjórn félagsins skipa þeir Magnús H. Jónsson, formaS- ur, GuSm. Halldórsson, ritari, Jó- hannes Jóhannesson, gjaldkeri, og meðstjórnendur Jón H. GuSinunds- son og Samúel Jóhannsson. Um þaS þarf eigi aS fjölyröa, hversu mikilvægt þaS er, aS störf prentara sé vel af hendi leyst og eigi síSur, aS samvinnan þeirra milli og allra, sem viö prentsmiðj- urnar skifta, sé hin besta. En um hvorttveggja þetta má óhikaS segja, aS meS ágætum sé. Og þaö munu þeir menn, sem mest hafa saman viö prentara aö sælda í þessum efnum, bókaútgefendur, rithöfundar og blaSamenn, fúslega viðurkenna, aS þeir hafi ekki nema gott eitt af prenturum aS segja. Þykir byrjendum í þeirn greinum, sem aS framan voru nefndar, oft gott ráS aS sækja til hinna reynd- ari manna prentarastéttarinnar, og er eg, sem þessar línur rita þess minnugur, aS er mín samvinna viS prentara hófst fyrir liölega tveimur tugum ára, þótti mér gott ráð að sækja til ýmissa góðra rnanna í Gutenberg, ÞorvarSs heitins prentsmiðjustjóra, sem nú er lát- inn, Hallbjarnar Halldórssonar, Einars Hennannssonar o. f 1., en mörg undangengin ár hefi eg að staðaldri unniS meS prenturum, enda eru blaSamennirnir og prent- ararnir í rauninni starfsfélagar. Vil eg á þessum degi þakka þess- um samstarfsmönnum mínum fyrr og síSar góSa samvinnu og óska félagi þeirra allra heilla í framtíð- inni. 4. apríl. A. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.