Vísir - 18.05.1937, Blaðsíða 3

Vísir - 18.05.1937, Blaðsíða 3
VISIR Nægilegt vatn til að hægt sé að byrja framkvæmdir fæst bráðlega. TT ndanfarið hefir verið unnið að því að gera full- komna áætlun um lagningu hitaveitu um allan Reykjavíkurbæ. Síðustu mánuðina hefir verið borað eftir vatni með nýj- um jarðnafri og er gert ráð fyrir, að með þeim borunum verði fengið nægilegt vatn til að hita upp bæinn. Nýr jarðnafar, til aö nota við boranir eftir vatni, kom fyrir ára- mótin. Helgi Sigurðsson verkfræS- ingur hefir tjáS Vísi, að enn væri ekki fullkomlega séS, hvernig tæk- ist me‘ö þá borun, sem nýi nafar- inn hefir veriS notaSur við. En eftir reynslunni væri þaS víst, aS vatnsmagnið ykist hlutfallslega viS holufjöldann, og borinn, sem nú er notaSúr, er 8 þumlunga gildur, eða helmingi gildari en sá nafar, sem fyr var notaður. Helgi taldi að nægilegt vatn mundi bráölega fást til að hægt væri að byrja á framkvæmd hita- veitunnar. LEITIN AÐ HEITA VATNINU. Það var á miðju árinu 1928 að byrjað var að bora eftir heitu vatni inn hjá Þvottalauguin. Til þess var þá notaður bor sá, sem „Gull- leitarfélagið" átti og finna átti með gullið í Vatnsmýrinni forðum daga. Var nú reynt til þrautar hvert ekki mætti fá nægilega mik- ið af heitu vatni nærri bænum, áð- ur en leitað yrði til fjarlægari staða. Boranirnar hér í grend leiddu það i ljós, að naumast mundi hægt að fá nægilegt vatn á þessum stöð- um, en hinsvegar var þó talið rétt að taka vatnið frá laugunum til notkunar sérstaklega og var það gert. Með því að taka Lauga-vatn- ið var hægt að fá nokkra reynslu um, hvernig hitaveita gæfist og veitt ýmsar leiðbeiningar um fram- kvæmd hennar. Hitaveitan frá Laugunum var opnuð seint á árinu 1930 og fæst nú hiti þaðan í 58 hús, og eru þar á meðal stórbyggingar svo sem Austurbæjarskólinn, Landspi- talinn, Laugarnesskólinn og Sund- höllin. En er séð varð áð vatnið í grend Reykjavíkur yrði eltki nægilegt, var leitað lengra austur á bóginn, og að öllu athuguðu þótti Reykja- og Reykjahvolslönd í Mosfells- sveit álitlegust og festi bærinn kaup á hitaréttindum þar. Síðan 1932 hefir verið haldið á- fram að bora þar eftir vatni og nú er búið að fá þar 115 lítra á sek- úndu af vatni. Til samanburðar má geta þess að það vatn, sem notað er úr Laugunum er aðeins 15 litrar á sekúndu. TAFSAMT VERK. Leitin að heita vatninu hefir verið tafsamt verk og örðugt á marga lund. Það verður að að- gæta það, að hitaveita eins og sú, sem hér er um að ræða, er alger nýlunda og ekki hægt að styðjast við reynslu annarsstaðar frá. Hita- veitan er einstök í sinni röð. ís- lenskir verkfræðingar eru hér að brjóta nýjar brautir, og slílc byrj- un hlýtur að vera tafsöm og kref j- ast mikillar gætni hjá þeim, sem eiga að framkvæma hana. Það er ekki eingöngu sjálf leitin að vatn- inu, sem er örðug viðureignar. Spurningin um einangrun leiðsl- urinar á langri vegalengd til bæj- arins hefir verið all-erfið en nú má segja, að hún sé leyst. En ofan á þá mörgu örðugleika, sem hlutu að vera bundnir við þessa nýbyrjun, bættist annað, og það var óvild yfirvalda og ráða- manna í garð hitaveitunnar. RAUÐA LIÐIÐ HEFIR TAFIÐ EITAVEITUNA UM MEIRA EN ÁR. Þegar vissa þótti fengin fyrir því, að nauðsyn væri að fá gildari bor, var hafist handa um útveg- un hans. En þá rak bærinn sig á örðugleika, sem leiddu til alvar- legrar tafar fyrir framgang þessa mikla nauðsynjamáls. Bærinn sendi leyfisbeiðni til gjaldeyrisnefndar um innflutning á j jarðbor og var fyrsta beiðnin send j 9. ágúst 1935. Beðið var um að fá j að flytja borinn inn frá Svíþjóð, því þar væru til fuUsmíðáðir bor- ar, sem þóttu hentugir að gerð til þess að leita með þeim eftir vatn- inu hér. Það tók marga mánuði fyrir nefndina, að afgreiða leyfið, og er það loks kom um vorið árið eftir, þá var ekki leyft að flytja borinn inn frá Svíþjóð, eins og beðið hafði verið um og hentugast var, heldur skyldi borinn keyptur í Þýskalandi. Rauðliða-meirihlutinn í nefnd- inni tók það á sig að segja verk- fræðingúm bæjarins fyrir um það hvar best væri að kaupa borinn og bættist því þessi meðferð á lcyfinu ofan á þá margra mánaða töf, sem orðin var. Nú var leitað til Þýskalands 0g var þá enginn bor þar til, sem bægt var að nota hér og tók það undir hálft ár að fá bor smíðaðan, aí þeirri gerð, sem hér var hægt ' að nota. Sú töf, sem varð á verkinu fyr- ii þessar aðgerðir rauðliðanna, varð meira en eitt ár. í lok s.l. árs var borinn síðan tekinn til notkunar og mun með honum vera hægt að fá fljótlega nægilegt vatn til að hægt sé að ráðast í að leiða það í bæinn. Þessi árs töf hefir haft mikla þýðingu fyrir hitaveituna. Alt efni til hennar hækkar sífelt i verði og ef svo færi, sem margir spá, að ófriður geti skollið yfir, þá er fyr- irsjáanlegt að stöðvun hlýtur að verða á þessu nauðsynjamáli. 1 SPREN GITILR AUNIR. Rauðliðar hafa einnig gert ým- islegt annað til að spilla fyrir hita- veitunni. Þeir hafa reynt að skapa óeiningu og ófrið í kringum hana líkt og þeir hafa gert í kringum Sogsvirkjunina og Sundhöllina. Eitt sinn komu rauðliðar upp með áætlun um hitun frá Henglin- um og töldu að hún mundi koll- varpa öllu því, sem „íhaldið" hefði talið að rétt væri að gera. Sprengi- tilraun þessi var þó kveðin niður og hefir ekki síðan verið á þessa áætlun þeirra minst. Það hefir kornið fram i stóru og smáu, að rauðliðar vildu tefja sem rnest fyrir þessu máli, sem sjálf- stæðismenn hafa haft forgöngu i. Þeir hafa í einu og öðru sýnt því óvild og tortrygni. Atvinnu- málaráðherrann, Haraldur Guð- mundsson, neitaði eitt sinn að sam- þykkja fjárhagsáætlun bæjarins, nema lagðar væru fyrir hann á- kveðnar upplýsingar um áætlanir til hitaveitunnar. Ráðherrann treystist þó ekki í þetta skifti til að stöðva framkvæmdir bæjarins. FRAMKVÆMD HITAVEIT- UNNAR ER UNDIR ÞVÍ KOM- IN, AÐ SJÁLFSTÆÐISMENN SÉU VIÐ VÖLD. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjavíkur hafa frá upphafi ver- ið forgöngumenn hitaveitumálsins. Skilyrðin fyrir hitaveitunni hafa verið rannsökuð gaumgæfilega og markvíst og nú má segja að sá grundvöllur sé lagður, sem byggja megi á. Reykjavík er einnig svo vel fjárhagslega stæð, að hún mun hafa bolmagn til að hrinda hita- veitunni í framkvæmd að loknum öllum undirbúningi. En það er ekki öðrum en sjálfstæðismönnum að þakka, að Reykjavík er svo vel stæður bær, sem hún er. En hitt er víst, að næði óstjórn rauðliða í f jármálum að ná völdum í Reykjavíkurbæ, þá væri ekki lengi verið að eyðileggja mögu- leika bæjarins til að hrinda stór- málum, eins og hitaveitunni í fram- kvæmd. í kjölfar rauðliðanna hefir siglt fátækt og getuleysi og það mundi einnig koma niður á þessum fram- kvæmdum, ef óstjórn þeirra kæm- ist að. Áframhaldandi völd rauðliða í landsstjórn þýða tafir á hitaveit- unni, eins og hingað til hefir verið. Þeir sem því vilja stuðla að því að mestu framfaramál Reykjavík- ur nái fram að ganga, fylkja sér einhuga um Sjálfstæðisflokkinn við kosningarnar 20. júní. Með yf- irráðum þeirra er mestu nauð- synjamálum bæjarins best borgið. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefir opnað kosningaskrifstofu í Strandgötu 39 (á'ður útbú Lands banka íslands). Skrifstofan er opin alla daga, og þangað ættu menn að snúa sér viðvíkjandi Alþingiskosn ingunum. Kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins er í Varðarhúsinu. Skrifstofan er opin allan dag- inn. Þar (geta menn fengið allar upplýsingar kosningunum við- víkjandi. Símar skrifstofunnar eru 2339 og 2907. Sjálfstæðismenn, sem vita af flokksmönnum er dvelja erlend- is, eru beðnir að gefa upplýs- ingar um það á kosningaskrif- stofu Sjálfstæðisflokksins Varðarhúsinu. Símar 2339 og 2907. Silfurbrúðkaupsdag eiga í dag frú Guörún og Ólafur Blöndal, verslunarmaður, Holts- götu 31. IRADDIR FRÁ LESENDUNUM Pistill úr sveit Laugardal, í apríl 1937. Hér í uppsveitum Árnessýslu hefir veturinn orðið allstrang- ur; haustið var kalt og úrfella- samt og lagði því fénaður fljótt af. Um mánaðamótin nóv. og des. lögðust að hin verslu harð- indi með hagleysum og illviðr- um. Komust allar skepnur þá á fasta gjöf. Héldust þau harð- indi nær óslitin í 17 vikur, eða til marsmánaðarloka. Menn voru yfirleitt frekar vel húnir að heyjum undir vetur- inn. Heyskapur var dágóður sið- astliðið sumar og heyfyrningar almennar eftir hinn ágæta vet- ur í fyrra. Varð því afkoma hænda með hey í vetur fremur góð. Fóðurbætir, aðallega síld- armjöl, var talsvert gefið í vet- ur; einnig voru nokkrir bilar af lieyi keyptir niður í Flóa og fluttir hér uppeftir, og var það meira gert til vara, en af brýnni þörf. Síldarmjölið telja menn hér ágætan fóðurbæti, bæði hvað fóðrun og heilsu sauðfjár- ins snertir. Upp úr páskum brá til þíð- viðra og austanáttar, sem síðan hefir haldist; er nú jörð örísa og víðast búið að sleppa sauðfé hér í Laugardalnum, og mun það vera vel undan vetri geng- ið hér um slóðir. Fénaðarhöld hafa verið ágæt hér í vetur og lieilbrigði sauð- fjár í besta lagi. Síðan farið var að gefa fé inn á haustin orma- lyf dr. Dungals verður varla nokkursstaðar vart við maga- eða meltingarkvilla i sauðfé, sem áður voru hér algengir. Á einstöku stað liefir bólað hér á lungnaveiki og ein og ein kind drepist á bæ, og hefir það verið svo mörg undanfarin ár, að fráteknum tveim síðustu ár- um, en ótti og uggur manna við þessa veiki er nú miklu meiri en áður, vegna jiinnajr hörmulegu reynslu af veikinni í Borgarfjarðarsýslu og víðar. Væri óskandi að takast mætti að stemma stigu fyrir veikinni, áður en hún fer yfir fleiri héruð en orðið er. I Grimsnesi er sagt að fé muni eitthvað lasið á stöku bæ. Hefir verið talað um, að koma þar upp girðingu fyrir grunað fé. 1 þá girðingu verður svo ef til vill tekið fé af grunuð- um bæjum utan sveitar. T. d. liefir verið talað um að reka þangað alla gemlinga frá Stíflis- dal í Þingvallasveit, en þar hefir að minsta kosti ein kind tekið veikina (lamb í haust). Verður sjálfsagt bráðlega afráðið um áðurnefnda girðingu. Heilsufar fólks hefir verið gott í vetur fram að þessu, en nú er influensan komin víða hér um og má kallast væg; fæst af fólki sem liggur í henni, en margt hálflumpið 3—4 daga. Við eldri menn hér til sveit- anna sem hvorki erum gæddir skipulagsgáfu né höfum hrifn- ingu eða áliuga fyrir þjóðnýt- ingu, en fáum öðru hverju að lieyra óminn frá Alþingi i út- varpinu, getum varla varist þeirri hugsun, að svona eigi Al- þingi ekki að vera. Eg, sem þessar línur rita, hefi nokkuð fylgst með störfum þingsins um 50 ára skeið, og við nána athugun get eg ekki fund- ið, að neitt þing hafi verið háð á þeim árum jafn ómerkilegt og þing það, sem nú liefir verið frestað. Frumvörp voru bor- in fram, eitt af öðru, sem voru fyrirfram ráðin af dögum, þingið sat viku eftir viku, 'án Fimleika- mót íslands • \ hófst í gær í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsssonar, með sýningu flokks pilta úr héraðsskólanum í Reykholti, undir stjórn Þorgils iGuðmundssonar íþróttakennara. Mótið átti að fara fram á íþrótta- vellinum, en veðurs vegna gat það ekki orðiðl, en flokkur sá, sem sýndi í gær, þurfti að fara úr bæn- um í dag. Forseti í. S. í., B. G. Wáge, setti mótið. Að sýningunni lokinni afhenti hann hverjum keppanda heiðursskjal til minning- ar um þátttöku sina i mótinu, en auk þess var kennaranum og flokknum i heild afhent minning- arskjal. Mótið heldur áfram í kveld kl. 8J/2 í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar, og sýna þá þessir flokkar: Kvennaflokkur' Ármanns, Drengjaflokkur Austurbæjar- barnaskólans, Úrvalsflokkur telpna úr K. R. og Úrvalsflokkur drengja úr Ármanni. — Sýning piltanna úr Reykholtskóla tókst prýðilega og var flokknum fagnað vel og þakk- að með lófataki. Sérstaka athgyli vöktu synir kennarans, 9 og 12 ára. Hjúskapur. Síðastliðinn laugardag voru gef- in saman í hjónaband, af síra Bjarna Jónssyni, ungfrú Guðríður Bjarnadóttir frá Hörgsdal á Síðu og Nikulás Jónsson frá Vorsabæ í Ölfusi. Heimili þeirra verður á Reykjavíkúrveg í, Hafriárfirði. ;; ‘ ■ Hjuskapur. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Arna Sigurðssyni ung- frú Aldís Brynjólfsdóttir og Björg- vin Schram fulltrúi. Heimili þeirra verður á iBlómvallagötu 11. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, sími 2234. — Næturv. í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Revykonungurinn Ziegfeld, heitir mynd, sem Gamla Bíó hóf að sýna í gær. Myndin styðst að nokkru leyti við sannsögulega per- sónu, Florence Zigefield, er eitt sinn var einn af aðalmönnunum í skemtilifi New York-borgar. — Myndin er afar skrautleg svo varla munu hafa sést hér á mynd feg- urri skrautsýningar. William Po- well leikur i myndinni og er fynd- inn eins og venjulega. Ziegfield- myndin er skemtileg, létt og fjör- ug og kemur öllum í gott skap, sem á hana horfa. þess að koma neinu fram, sem til gagns má verða, vitandi vits, að með þingrofi og nýjum kosn- ingum, verða störf þess nú að mestu til ónýtis. Til þess að minnast á eitt af mörgu, get eg ekki stilt mig að nefna síðustu útvarpsumræður frá þinginu. Þar fengu tilheyr- endur ágæta mynd af tilhögun og hagsýni stjórnarflokkanna í þjóðmólunum. Á þingi í fyrra flytja þeir sjálfstæðismennirnir Garðar Þorsteinsson og Thor Thors frumvarp til laga unt vinnu- deilur og gerðardóma í þeim málum; frumvarpið var samið með hliðsjón af löggjöf Norð- urlandaþjóðanna um þau mál og vandað til þess á allan hátt. Flutningsmennirnir bjóða jafn- framt að taka vel öllum miðl- unartillögum sem fram kynnu að koma frá öðrum flokkum þingsins við frumvarpið, og for- sætisráðherrann lýsir lieldur velþólcnun sinni á frumvarpinu. Yitanlega var frumvarpið svæft i þinginu, svo sem flest það, er sjálfstæðismenn hafa með höndum. í stað þess að sinna liinu framkomna frv. skipar stjórnin 5 manna milliþinga- nefnd til að rannsaka löggjöf annara þjóða i slikum málum. Að sjálfsögðu voru sósíalistar Frh. á 4. siðu. I.O.O.F.=obl-1195188* 1/4=xx Veðrið í morgun. í Reykjavík 7 stig, Bolung'arvík 5, Akureyri 6, Skálanesi 9, Vestm.~ eyjum 6, Hellissandi 4, Kvigindis- dal 5, Hesteyri 6, Kjörvogi 4, Blönduósi 7, Siglunesi 4, Grimsey 5, Raufarhöfn 7, Skálum 5, Fagra- dal 6, Papey 6, Hólum i Hornafirði 6, Fagurhólsmýri 6, Reykjanesi 7. — Mestur hiti hér í gær 9 stigv minstur 2. Úrkoma 5.0 mm. Sól- skin 5,4 stg.— Yfirlit: Lægð slcamt suðvestur af Islandi, á hreyfingu austnorðaustur. — Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói: Breytileg átt og rigning í dag, en léttir til með norðanátt i nótt. Breiðafjörður, Vestfirðir: Allhvass austan og norðaustan. Dálítil rigning. Norð- urland : Stinningskaldi á suöaustan og síðan austan. Dálítil rigning. Norðausturland, Austfirðir, suð- austurland: Stinningskaldi á suð- austan og siðan austan. Rigning. Skipafregnir. Gullfoss fer til útlanda í kveld kl. 8. Goðafoss er væntanlegur til Vestm.eyja kl. 10 e. h. Dettifoss er í Hamborg. Selfoss var í Aberdeen s.l. laugardag. Brúarfoss er í Leith. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. — Reykjaborg fór á veiSar aftur á laugardag. HafSi aflaS um 70 tn. Af vei'Sunr komu á laugardag Kári og Skallagrímur meS um 60 föt. Enskur togari kom inn í gær vegna bilunar. E/s Lyra kom í gærkveldi. Bragi kom af veiSum. í morgun meS 96 tn. Eldsvoði. Kl. 1.45 í nótt, var slökkviliðið' kvatt inn að bakhúsinu við Vatns- stíg 3. Það er langt tveggja hæða hús, og þverbygging við annan end- ann, og var eldur í aðalanddyrinu. er slökkvilið kom á vettvang. Eld- urinr. komst upp á efri hæðirnar og brann þar nokkuð, en mest varð þó tjónið af vatninu. 1 húsinu eru þrjú trésmíðaverkstæði og ein kaffi brensla. — Lögreglan tók til rann- sóknar i morgun, með hverjum hætti eldurinn kom upp. Bústaðaskifti. Lesendur bláðsins, sem höfðu bústaðaskifti 14. maí, eru beðnir að tilkynna það í síma 3400, til þess að komist verði hjá vanskil- um á blaðinu. Þjófnaður. Réttarhöld halda áfrain í dag yfir þremur mönnum, sem handteknir voru aðfaranótt síðastl. laugardags, fyrir að stela peningaveski af utan- bæjarmanni, en í veskinu voru 2700 kr., þar af 3 peningabréf með rúm- um 2000 krónum. Utanbæjarmaður sá, sem hér er um að ræða, hafði dvalist hjá kunn- ingja sínum fram eftir nóttu. Skildi hann við hann kl. um 4 og ætlaði að Hótel Borg, en þar hafði hann leigt sér herbergi. Er hann var á leið þangað, hitti hann menn á Hverfisgötu. Voru þeir undir áhrif- um víns, og eins utanbæjarmaður- inn. Buðu þeir honum með sér, og fóru þeir í hús nokkurt og settust að drykkju. Þegar víníð þraut, gerði einn mannanna sig liklegan til að slá utanbæjarmanninn, en eigi varð, þó af því, og hurfu þeir nú burt úr herberginu. En er utanbæjar- maðurinn var einn eftir, þótti hon- um framferði mannanna grunsam- legt, og saknaði nú peningaveskis síns. Hljóp hann þá út og leitaði lögreglu, en lögreglujrjónn hafði þá fundið tvo menn inni í porti, og þótti framferði þeirra grunsamlegt. Náði utanbæjarm. sambandi við lögregluþjón þenna, og kom nú í ljós, að mennirnir, sem lögreglu- þjónninn var rneð, voru 2 þeirra, sem setið höfðu að drykkju með utanbæjarmanninum. Höfðu þeir á sér uni 200 kr., en veskið sögðust þeir hafa falið. Hafði lögreglu- þjónninn upp á því. Mennirnir, sem sátu að drykkju með utanbæjarmanninum, voru Jón Vídalín Markússon, Erlendur Jón Erlendsson og Mons Olsen. Það er upplýst, að það var Jón Vídalín Markússon, sem tók veskið, Útvarpið í kveld: 19.10 Veðurfr. i9.2oHljómplöt- ur: Létt lög. 19.40 Garðyrkjutími, 20.00 Fréttir. 20.30 Kveld Kven- réttindafélags Islands: Ávörp og ræður, upplestur, söngur, hljóð- færaleikur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.