Vísir - 20.05.1937, Qupperneq 2
VlSIR
VÍSIR
DAGBLAÖ
Útgefandi:
BLAÐAtJTGÁFAN
VlSIR H.F.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Skrifstofa I ^us^urs^ræ^j 12.
og afgr. I
S í m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Verð 2 kr. á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
Hey í
harðindum
Það vakti talsverða athygli
og ekki síður undrun manna, er
einn af bæjarfulltrúum social-
ista, algerlega ótilknúður og af
fúsum og frjálsum vilja, að þvi
er virtist, tókst það á hendur, á
bæjarstjórnarfundi i vetur, að
sýna fram á það, hve ómetan-
legt gagn ríkisstjórnin og stjóm-
arflokkarnir hefðu unnið landi
og þjóð með hmflutningshöft-
unum og þeirri verðhækkun á
ýmsum nauðsynjavörum al-
mennings? sem af þeim stafaði.
Gat ræðumaður þessi ekki nóg-
samlega varað menn við þeirri
hættu, sem liann taldi yfirvof-
andi, ef l>eir menn kæmust til
valda í landmu, sem líklegir
vær til l>ess að vilja afnema
höftin og leiða yfir þjóðina þá
skelfilegu verðlækkun á nauð-
þurftum almennings, sem það
mundi hafa í för með sér.
Þótti þessi ræða bæjarfulltrú-
ans að öllu hin furðulegasta,
jafnvel fiokksmönnum hans
sem andstæðingum. Fóru og
aðrir fulltrúar socialista mjög
hjá sér, meðan á flulningi ræð-
unnar stóð, og ekki virtist blað
þeirra telja sér eða málstað
flokksins neinn feng að lienni
og lét það hennar að litlu getið
í frásögn sinni af fundinum. En
socialistar liafa tii skamms
tíma verið mjög andvígir öllum
innflutningshöftum, og gert
þess þá grein, að þau lilytu að
auka á dýrtiðina i landinu og
alla erfiðleika almennings, og
mætti því ekki grípa til shkra
óyndisúrræða nema í ítrustu
neyð. En þessu sneri nú bæjar-
fulltrúi þeirra, sá, sem fram
fyrir skjöldu gekk á bæjar-
stjórnarfundinum, öllu i villu
fyrir þeim, er hann kvað upp
þann dóm sinn um innflutnings-
höftin, að höfuðannmarkarn-
ir, sem á þeim hefðu verið
fundnir, væru þeirra höfuðkosl-
ir.
Og þessi bæjarfulltrúi social-
ista hefir nú reynst að vera það,
sem fágætt er talið, „spámaður
í sínu föðurlandi“, því að nú
hcfir blað socialista, fyrir hönd
flokksins, tekið upp kenningu
hans sem sína kenningu, og lagt
blessun sina yfir þáð, sem i upp-
hafi var að eins „einstaklings-
framtak bæjarfulltrúans“. (
Stjórnarhlöðin tvö, málgögn
framsóknarmanna og socialista,
keppast um það þessa dagana,
hvort þeirra geti eignað sínum
flokki meiri „heiðurinn“ fyrir
það að hafa komið innflutnings-
höftunum á og haldið þeim
uppi. Lýsir það þó litlu bræðra-
þeli af hálfu socialista, að vera
þannig að ásælast þetta „ein-
asta lamb“ fátæklinganna i
Framsóknarflokknum. En í
annan stað staðfesta þeir með
þvi hið fornkveðna, að „alt er
hey í harðindum“. Og sú var
tíðin, að aðþrengdir atvinnuleys-
ingjarnir i landinu mundu liafa
vænst annara hjargráða sér til
lianda af liálfu socialista, en að
þeir hefði úti allar klær til þess
að sprengja upp verðlagið á
lífsnauðsynjum þeirra.
En svo aðþrengdir sem at-
vinnuleysingjamir eru i lífsbar-
áttunni, eftir síðustu þriggja
ára óstjórn og áþján ríkisstjórn-
ar hinna „vinnandi stétta“, þá
virðast socialistar þó hljóta að
vera enn aðþrengdari í sinni
pólitisku lífsbaráttu, ef þeir
þykjast nú ekki geta talið sér
annað meira til ágætis, en að
þeir séu líklegastir allra stjórn-
málaflokkanna til þess að við-
halda og auka dýrtíðina í land-
inu, enda muni þeir einskis láta
ófreistað til þess að koma í veg
fyrir það, að verð lækki á þurft-
arvörum almennings, jafnvel
ekki beinna þvingunarráðstaf-
ana, þó að þeirra væri engin
þörf af öðrum ástæðum. En það
virðist nú vera orðin sameigin-
leg krafa socialista og fram-
sóknarmanna, að haldið verði
fast við innflutningshöftin fyrst
og fremst til þess að halda við
dýrtíðinni í landinu.
•----................
ERLEND VÍÐSJÁ:
Rússneskir
fascistar.
Þaö hljómar næstum ennþá ó-
kunnuglegar, ef talað er um rúss-
neska fascista, heldur en þó minst
sé á þýska kommúnista.
BæSi þýskir kommúnistar og
rússneskir fascistar eiga þaS sam-
eiginlegt, aS þeir eru dauSadæmd-
ir. ef þeir finnast innan viS landa-
mætin, en hafa félög í öSrum
löndum og síðan leynistarfsemi í
föðurlandinu
Rússneski fascistaflokkurinn er
fámennur hópur, sem nefnir sig V.
F. P. — en það þýöir: „Foscista-
flokkur allra Rússa,,. Flokkurinn
rekur starfsemi sina aSallega meS-
ai landflótta manna frá Rússlandi
og er fjöldi þeirra meSlimir flokks-
ins.
V. F. P. flokkurinn hefir tekiS
þaS eftir andstæSingum sínum, að
geraj áætlun. Sú áætlun var til
fjögra ára og var um þaS, hverju
flokkurinn skyldi afreka í barátt-
unni fyrir þjóSernisvakningu í
Rússlandi. FormaSur flokksins,
Rodzalovsky, hefir sagt í blaSa-
grein, aS sú ætlun væri til lykta
leidd meS góSum árangri. Hann
endar grein sína á þessa leiS:
„Vér erum á réttri leiS. Fjand-
menn vorir urSu fyrir tjóni og láta
ótta í ljósi. Stefnan er í áttina
fram á viS og þaS þarf aS stefna
enn hraSara aS markinu.“
G. P. U. hefir oft gert mikinn
usla í liSi V. F. P. flokksins. Laun-
sendlar flokksins hafa veriS hand-
teknir og skotnir vægSarlaust. En
flokkurinn heldur starfi sínu á-
fram, þótt sennilegt sé aS sú hreyf-
ing, sem aS lokum steypir blóS-
stjórn Stalins, komi ekki aS utan,
heldur skapist í landinu sjálfu.
Norski aðalræðismaðurinn
lieimsótti þ. 15. maí, sain-
kvæmt fyrirmælum þar að lút-
andi, forsætisráðherra íslands
og bar fram, fyrir hönd norsku
ríkisstjórnarinnar, hjartanleg-
ustu hamingjuóskir í tilefni af
25 ára rílcisstjórnarafmæli kon-
ungs Islands og Danmerkur. —
(Tilk. frá Norsku aðalræðis-
mannsskrifstofunni. — FB).
Ræða Eden’s í gærkveldi.
„Hættur vofa yftr álfunni,
sem geta tiaft alvaplegap
afleiðiiigap66,
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Stjórnmálaritstjórar blaðanna gera mjög að
umtalsefni ræðu, sem Anthony Eden utan-
ríkismálaráðherra hélt í gærkveldi, í viðurvist
fulltrúa albresku ráðstefnunnar, en í þessari ræðu gerði
hann utanríkismálahorfur að umtalsefni.
I ræðu sinni komst hann svo að orði, að í einum
fjórða hluta álfunnar væri mjög miklar hættur á ferð-
um, sem gæti þá og þegar haft hinar alvarlegustu af-
leiðingar.
Morning Post gerir ræðu
Edens að umtalsefni og
skýrir þessi ummæli hans á
þann veg, að hætturnar, sem
hann hefði átt við væri
stefnur í þá átt, að þ jóðirn-
ar skiftust í tvo flokka, fas-
istiska og kommúnistiska,
m afleiðingin af þvi
hlyti að verða sú, að til
árekstra kæmi, er kynni að
hleypa öllu í bál og brand í
álfunni, því að eins og nú
stefndi væri þjóðirnar að
eyða þreki sínu til vígbún-
aðar, í stað þess að vinna að
atvinnu- og viðskiftamál-
um, velgengni og friði. —
United Press.
Krisniboðsfélag kvenna
heldur fund í Betaníu kl. 4)4 í
dag.
Togararnir.
Snorri goði kom af veiöum í
gær meö 53 tn. lifrar. Reykjaborg-
in fór héöan í gær áleiöis til Eng-
lands meö saltfisksfarm.
Næturlæknir
er í nótt Bergsveinn Ólafsson,
Hávallagötu 47. Sími 4985. Næt-
urvörður í Reykjavíkur apóteki og
Lyfjabúöinni Iðunni.
Borgarnesför Heimdallar.
Athygli skal vakin á því, að
sökum þess, hve illa stendur á sjó,
ver'Sur ekki hægt aÖ leggja af staÖ
jupp í Borgarnes fyr en kl. 10.
Útvarpið í kvöld.
19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómplöt-
ur: Létt lög. 19,30 Erindi Búnað-
arfélagsins: Um hænsnarækt, II.
(Stefán Þorsteinsson). 20,00 Frétt-
ir. 20,30 Upplestur: Flug Lind-
bergs yfir Atlantshaf (Þórarinn
Guðniundsson stud. med.). 20,55
Einleikur á píanó (Emil Thorodd-
sen). 21,15 Frá útlöndum. 21,30
Útvarpshljómsveitin leikur (til kl.
22).
Hallgrímssamkoma
verður í fríkirkjunni í Hafnar-
firði næstkomandi sunnudag kl. 5.
Ný yfipliepstjópii
skipuð.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
itt hið fyrsta verk hinn-
ar nýju stjórnar,
segir í simfregn frá
Valencia, var að skipa Vi-
! cente Rojo herdeildarfor-
i ingja forseta herráðsins.
Hefir verið gefin út opin-
ber tilkynning um þetta.
Vicente Rojo hefir vakið á
sér mikla athygli fyrir
áhuga og dugnað við að
skipuleggja varnir Madrid-
borgar.
í
Mijaja hefir verið falið að
hafa með höndum og halda uppi
lögum og reglum á öllum þeim
svæðum um miðbik Spánar, er
stjórnin hefir á sínu valdi.
Mijaja átti í gær langar við-
ræður við Negrin og hina ráð-
herrana, Meðal annars ræddust
þeir við Mijaja og Prieto land-
varnaráðherra. Prieto hefir þeg-
ar hafist handa um að koma
stjórn hersins á þann grundvöll,
að allar skipanir hennar verði
framkvæmdar fljótt og án af-
skifta annara. Prieto kveðst
munu leggja mikla áherslu á, að
herða sóknina gegn uppreistar-
mönnum eins fljótt og auðið
verður. — United Press.
Eyðllegging Amore Vieta
London, í gær.
Aðstaða herjanna á Baskavíg-
stöðvunum hefir engum breyt-
ingum tekið frá því í gær. Upp-
reistarmenn hafa enn ekki sest
að í Amore Vieta, sökum þess
að stór liluti borgarinnar brenn-
ur enn þá.
Uppreistarmenn hafa birt
sömu staðhæfingar um Amore
Vieta og um Aiva, Guernica og
Durango, sem sé, að Baskar eigi
sjiálfir sök á eyðileggingu þeirra,
og hafi sjálfir kveikt í þeira.
Segja þeir, að blaðamenn geti
borið vitni um það, að því er
Amore Vieta snerti.
Uppreistarmenn buðu fjórum
erlendum blaðamömium til
bæjarins, til þess að þeir gætu
fullvissað sig um að í honum
hefði verið kveikt af Böskum
Nýtt Zeppelins'
loftfar í smtðnin.
Berlín í morgun.
Hið nýja Zeppelins-loftfar,
L.Z. 130, sem nú er í smíðum
í flugstöðinni Friedrichsliafen
i Suður-Þýskalandi, hefir und-
anfarna daga verið til sýnis al-
menningi, og liafa tugir þús-
unda skoðað það. Loftfarið er
nú að verða fullsmiðað, og er
þegar búið að þekja talsverð-
an liluta grindarinnar.—FÚ.
sjálfum. Fylgdi þeim hervörður
uppreistarmanna, en þeir gátu
ekki farið inn í sjálfan bæinn,
vegna eldsins sem þar logaði. —
FÚ.
SÓKNIN TIL BILBAO
HELDUR ÁFRAM.
Berlin í morgun.
Fréttir frá uppreistarmönn-
um á Spáni herma, að þeir
haldi stöðugt áfram framsókn
sinni til Bilbao og hafi náð á
vald sitt staðnum Itsuria. Segj-
ast þeir nú vera komnir á móts
við E1 Cayo línuna. Á Madrid-
vígstöðvunum segjast upp-
reistarmenn hafa varpað
sprengjum yfir Aravaca.—FÚ.
HÓTUN MOLA
HERSHÖFÐINGJA.
London í morgun.
Baskastjórnin hefir sent
lilutleysisnefndinni orðsend-
ingu, þar sem liún dregur at-
hygli nefndarinnar að hótun-
um Mola liershöfðingja, um að
liann skuli gera Baskahéruðin
að einum grafreit. Baskastjórn-
in hendir á, að uppreistarmenn
liafi þegar gjöreyðilagt 5 borg-
ir, og virðist af því mega ráða,
að Mola ætli ekki að láta sitja
við orðin tóm.
Baskaherinn hefir liörfað
skamt undan fyrir uppreistar-
mönnum við Gondra fjall.
Uppreistarmenn náðu því á
vald sitt í gær, eftir að hafa
gert stórfelda loftárás á her-
sveitir Baskanna.
Molivia(?) má nú heita lögð
í rústir, eftir loftárás uppreist-
armanna í gær.
Uppreistarmenn segjast nú
eiga eftir aðeins 3 mílur til
Plenfia, en það er hafnarbær
skamt frá Bilbao, og hafa þeir
sótt þangað meðfram strönd-
inni.—FÚ.
ÍRAR TAKA EKKI ÞÁTT
I BRESKU ALRÍKISRÁÐ-
STEFNUNNI.
1 ræðu, sem De Valera flutti
í þingi Irska fríríkisins í gær,
færði hann fram vörn fyrir þvi,
að Fríríkisstjórnin tekur ekki
þátt i alrikisráðstefnunni í
London. Hann sagði, að stjórn-
in hefði ekki viljað þola aftur
þær móðganir, sem hún varð
að sæta á Ottawa-ráðstefnunni
1932, þegar tilraun hefði verið
gerð til að sýna fram á, að
henni væri ekki treystandi til
þess að standa við loforð sín.
Ennfremur hefði breska stjórn-
in þá notað sér fjarveru írskra
stjórnmálamanna til þess að
leggja aukatoll á landbúnaðar-
afurðir, sem fluttar voru úr
Frírikinu til Bretlands. „Vér
hefðum gengið burt af ráð-
stefnunni,“ sagði De Valera,
„ef vér hefðum ekki verið
staddir þar sem gestir Kanada-
stjórnar.“
l. 0.0.F.5 =1195208V2=9 II.
Veðríð í morgun.
í Reykjavík 10 stig, Bolungar-
vík 6, Akureyri 9, Skálanesi 4,
Vestmannaeyjum 8, Sandi 6, Kvíg-
indisdal 9, Hesteyri 5, Gjögri 4,
Blönduósi xo, Siglunesi 4, iGríms-
ey 4, Raufarhöfn 4, Fagradal 6,
Hólum í Hornafir'ði 8, Fagurhóls-
mýri 7, Reykjanesi 8. — lYfirlit:
Kyrrstæð lægð fyrir sunnan ís-
land;. Horfur: Suðvesturland:
Austan átt. Hvass undir Eyjafjöll-
um. Dálítil rigning. Faxaflói,
Breiðafjörður: Austan kaldi. Víð-
ast úrkomulaust. Vestfirðir, Norð-
urland: Austan átt. Sumstaðar all-
hvass í dag, en hægari í nótt. Dá-
lítil rigning útsveitum. Norð-
austurland, Austfirðir, suðaustur-
land: Austan átt. Sumstaðar all-
hvass. Rigning öðru hverju.
Skipafregnir.
Gullfoss er á útleið. Goðafoss er
í Reykjavík. Brúarfoss er á leið
til Vestmannaeyja. Væntanlegur
þangað urn hádegi á morgun. Detti-
foss er í Hamborg. Lagarfoss er i
Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið
til Antwerpen frá Grimsby.
Fimtugur
er í dag Jóhann P. Jónsson
skipherra.
Dánarfregn.
1 fyrradag andaðist hér í bæn-
um frú Guðrún Skaftadóttir, kona
Davíðs Jóhannessonar, eftir all-
lainga legu. H'ún var trygglynd
kona og vinföst og vel látin.
Nýja Bíó
sýnir þessi kveldin mikilfeng-
lega þýska talmynd, sem nefnist
„Svartar rósir“. Gerist hún í Finn-
landi eftir aldamótin seinustu, er
Finnar voru kúgaðir af Rússum
á marga lund. Um þessar rnundir
reyndu ungir Finnar með öllu móti
að vinna gegn kúgurunum og
höfðu Ungfinnarnir svo kölluðu
með sér víðtækan, öflugan leyni-
félagsskap, en allir, sem á sann-
aðist samtök gegn Rússurn, voru
vægðarlaust dæmdir í útlegð til
Sibiríu eða skotnir. Sagan, sem
kvikmyndin byggist á, er áhrifa-
mikil. Einn af leiÖtogum finsku
frelsissinnanna kemst í kynni við
rússneska dansmær, sem höfuðs-
rnaður rússneska setuliðsins reynir
að korna sér í mjúkinn hjá. Takast
ástir með Finnlendingnum og
rússnesku dansmærinni og er saga
þeirra hin örlagaríkasta. Aðalhlut-
verkin leika þau af snild Lilian
Harvey og Willy Fritch. a.
Harpan
heitir rit, sem nýlega hóf göngu
sína. Er það barna- og unglinga-
blað og er eigandi og útgefandi
Drengjakór Reykjavikur. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður er Marteinn
Magnússon. Ritið er prýtt rnörg-
urn myndum og er fjölbreytt að
efni og líklegt til vinsælda.
K. F. U. K.
A. D. Aðalfundur annað kveld
ld. 8)4. Félagskonur beðnar að
fjölmenna á fundinn .
„Aldan“.
Skipstjórafélagið Aldan heldur
fund i K. R. húsinu uppi kl. 8)4
í kveld. Sjá augl.
óttast um vélbát.
Vélbáturinn „Högni“ fór s. 1.
mánudagskveld í róður frá Súða-
vík í Álftafirði. Óttuðust menn um
bátinn, enda var veður slæmt fyrir
Vestfjörðum s. 1. þriðjudag, og
voru skip beðin að svipast eftir
bátnurn og veita honum aðstoð,
ef þörf krefði. Báturinn er 10 smá-
lestir. Fjögurra manna áhöfn er á
bátnurn. — Um hádegi hafði Slysa-
varnarfél. engar fregnir borist af
þátnum.
Tímarit iðnaðarmanna
kom út nýlega, 1. h. 10. árg. —
Hefst það á grein, senx heitir „Iðn-
aðarmannafélagið í Reykjavík 70
ára“. Þá er „Drápa til iðnaðar-
mannafélagsins í Reykjavík, flutt
á 70 ára afrnæli þess 3. febrúar
T937“- Drápan er orkt af iðnaðar-
manni. Af öðru efni ber að nefna:
Minni Iðnaðarmannafélagsins, eft-
ir formann þess, Einar Erlendsson,
grein urn Matthías Matthíasson í
Holti, heiðursfélaga félagsins o.
m. fl.