Vísir - 29.05.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 29.05.1937, Blaðsíða 2
VlSIR ■ TiIIögup Breta nm vopna' lilé á Spáni verda að engu. -o- Rússar telja vopnalilé ótímabært EINKASKEYTl TIL VÍSIS. London í morgun. Tillögum Breta um vopnahlé á Spáni, meðan ver- ið væri að koma á brott þaðan öllum sjálf- boðaliðum og öðrum, sem berjast í herjum uppreistarmanna og stjórnarsinna, hefir verið þannig tekið, að mjög slæmar horfur eru nú á, að þær nái fram að ganga. liis. Sídpsbi hi il Fær ekki sama rétt og aðrar hert o g afrú r. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Að því er United Press hefir fregnað er í vændum opinber til- skipan varðandi titil Mrs. Simpson, eftir að hún hefir gifst hertoganum af Wind- sor. Mun Mrs. Simpson ekki verða aðnjótandi réttinda, sem enskar hertogafrúr njóta, og er þetta brot á gömlum venjum, því að konur sem giftast breskum hertogum fá rétt til að bera samskonar titil og menn þeirra, sé þeir æðri stéttar. Kona hertogans af Wind- sor verður því einni óheimilt, af konum þeim, sem gifst hafa breskum hertogum, að nota hertogafrúartitilinn. Á- kvörðun þessi mun hafa ver- ið tekin að aflokinni ráð- stefnu hjá konungi. — Senni- legt er, að Mrs. Simpsoa verði sömu réttinda aðnjót- andi og aðalsmeyjar. United Press. G oodtemplararegian á Akranesi fimtugf i dag*. M ikil hátíðahöld á Akranesi á morgun. Slúkurn- ar í Reykjavík, Hafnarfirði og Borgarnesi sækja heim stúkurnar á Akranesi. m i i rnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmi VÍSIR ÐAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa I ^usturstræti 12. og afgr. | S í m a r: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Vel að verið. Daginn sem útsvarsskráin nýja kom út, „sannaði“ Alþýðu- blaðið, að því er það sjálft sagði, að útsvörin í Reykjavík væri nú orðin 143 kr. á mann, þar með talin börn i reifum og karlæg gamalmenni. Eyddi blaðið tals- verðu máli að þvi að færa „sönn- ur“ á þetta, en hljóp þó svo iá tölunum, sem það notaði til þess, að nokkur vafi virtist leika á þvi, að niðurstaðan gæti verið rétt, og var að því vikið liér i blaðinu á dögunum. Nú hefir Alþýðublaðið sjálft sýnt fram á það, að því muni hafa orðið nokkuð á í útreikningum sínum, og jafnvel skotið mjög yfir markið eða sannað of mikið, eins og það er kallað. I gær birtir blaðið „kafla úr fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1937“, og kveðst gera það af því, að „menn sem lítið hugsa um opinber mál“ kynnu „vegna fáfræði“ að glæpast á einhverjum „lygasögum“ um út- svörin. Birtir blaðið þennan kafla úr fjárliagsáætluninni eins og það segir að hann liafi verið „samþyktur af meirihluta bæjarstjórnar í desember 1936, gegn atkvæðum Alþýðuflokks- manna í bæjarstjórninni“, og vekur síðan skilmerkilega at- hygli á því, að samkvæmt hon- um hafi útsvörin verið „áætluð kr. 3847970.00, en þau verði alt að 10% hærri eða rúml. 4 milj. og 200 þús. kr. Nú eru um 35 þús. manns í bænum, og með því að deila 35 í 4200 fæst krónutala úlsvaranna á mann, og er lmn 120. Útsvörin eru þannig 120 kr. á mann, en ekki 143, eins og Alþýðublaðið liafði haldið fram. Hefir blaðinu þannig tekist að hnekkja ræki- lega þeirri lygasögu, og þarf þá enginn að glæpast á henni framar, jafnvel þó að liún sé endurtekin í þessari grein blaðs- ins, og elcki einu sinni þeir, „sem lílið hugsa um opinber mál“ og leggja það í vana sinn að lesa Alþýðublaðið. En þó að útsvörin séu þannig talsvert lægri „á- mann“ en Alþbl. hefir haldið fram, þá eru þau eigi að síður þungur baggi, og mjög að vonum, að bæjar- búar vildu mikið til vinna, að þau gæti lækkað. Annað mál er það, livort þeir vilja vinna það til, að fá sorialistum völdin í liendur, og treysta því í algerðri blindni, að þá mundu þau læklca. Hinsvegar er nú séð fyr- ir því í þessu sama tölublaði Alþýðublaðsins, að menn þurfi ekki að ganga blindandi að neinu i því efni. Á þriðju síðu blaðsins eru tvær greinar, um stjórn bæjar- mála, önnur um óstjórn sjálf- stæðismanna á Reykjavík og bin um afburðastjórn socialista á Neskaupstað. I fyrri grein- inni er fastlega skorað á alla al- þýðu í bænum, að sameinast um það, að hrinda af sér ánauð „íhaldsins“, því að „öllmn liugs- andi mönnum“ sé það ljóst, og allir „sjáandi sjái“, að nú verði að „hverfa af þeim brautum til- viljana og fálms“ sem gengnar liafi verið og til dæmis „dugi ekki það fádæma fálm“, sem rikt hafi í framfærslu þurfa- manna. Þar þurfi „skipulagn- ingar“ við, og einliverra annara ráða en að jafna sifelt hærri og liærri úlsvörum niður á borgar- búa. I síðari greininni er svo gerð grein fyrir binu glæsilega fordæmi, sem socialistar liafi gefið með stjórn sinni á Nes- kaupstað í Norðfirði. Segir þar frá þvi, að socialistar hafi haft meirihluta í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar síðan í ársbyrjun 1929, og á þeim tima hafi þessi kaupstaður ráðist í meiri fram- kvæmdir en nokkurt annað bæjarfélag. Þar hafi verið bygt barnaskólaliús og rafstöð, sem að visu er nú ekki einsdæmi, jafnvel án þess að aðstoðar rík- issjóðs njóti við. Þar hafi verið keypt stór fiskgeymsluhús og bryggja, fiskmjölsverksmiðja og loks togarinn Brimir árið 1936. Og hver er svo hinn glæsi- legi árangur af þessu öllu? Árið 1930 segir blaðið að fá- tækraframfærið í Neskaupstað hafi verið 20 þús. krónur, en ár- ið 1936, þegar Brimir var keypt- ur var það orðið 52 þús. „eða meira en öll niðurjöfnuð og innheimtanleg útsvör í bæn- um“! Þannig hefir þá fátækrafram- færið í Neskaupstað meira en 21/2 faldast á þessari blómaöld socialismans og skipulagningar- innar, og er orðið svo mikið, að bæjarstjórnin hefir gefist upp við að afla tekna til þess að full- nægja því. Nú er 52 þús. kr. fátækraframfæri í Neskaupstað, miðað við fólksfjölda, að visu ef til vill ekki meira en fátækra- framfærið í Reykjavík, en áreið- anlega miklu ineira miðað við gjaldgetu og alla aðstöðu. Og verður því að álykta af þessu, að það væri að fara úr „öskunni í eldinn“, að fela socialistum forsjá Reykjavikur. Enda er það alkunnugt, að svo liefir farið alstaðar þar sem socialist- ar liafa komist til valda, að all- ur atvinnurekstur einstaklinga liefir Iagst í kaldakol, ýmist vegna þess að hann liefir sligast undir álögunum, eða af því að athafnamennirnir hafa flúið. Hinsvegar hefir skipulagningar- fálm socialista og hæjarrekstur verið þess alls ómegnugur að koma í staðinn, og smátt og smált veslast upp í skuldadík- inu. ERLEND VÍÐSJÁ: Sjáífböðalið ar á Spáni. í einkaskeyti til Vísis er í dag rætt um afstöðu rússnesku stjórn- arinnar til tillaga bresku stjórn- arinnar, um vopnahlé á Spáni, meSan veriS væri aö kveöja það- an alla hermenn erlendra þjóöa og sjálfboöali'Sa, úr herjum uppreist- armanna og stjórnarinnar. Svar rússnesku stjórnarinnar er ekki í þá átt, aS vonir manna auk- ist um að tillögurnar nái fram aS ganga. ÞjóSverjar og ítalir hafa heldur ekki neinn áhuga, síSur en svo, fyrir aS fallast á heimílutn- ing hermanna sinna. Þær þrjár þjóSir, sem veitt hafa mestan hernaSarlegan stuSning á Spáni eru þannig ekki hlyntar tillögun- Nú herma fregnir frá Moskva ,að Potemkin hafi afhent undir-sendiherra Breta í Moskva svar rúss- nesku stjórnarinnar við fyrirspurnum Breta við- vík jandi vopnahléi á Spáni. í svari sínu segir rússneska stjórnin, að það sé ótíma- bært að gera tilraun til þess að koma á vopnahléi, því að eins og sakir standa virðist ekki unt að sjá um, að fyr- irmælum um slíkan brott- flutning yrði fylgt. Auk þess hefði þær þjóðir, sem sent hefði herlið til Spánar, ekki fallist á tillögurnar, og uppreistarmönnum væri alls ekki treystandi til þess að halda vopnahlé. United Press. Kæra Spáoverja á henflur Itðlnm. LRP., 28. maí. Kæra spænsku stjórnarinnar á hendur ítölsku stjórninni var tekin til umræðu á fundi Þjóða- bandalagsráðsins í kvöld. Eden sagði í ræðu er hann flutti um málið, að stjórnir Evrópuríkj- anna gætu ekki talið tilgangi hlutleysissáttmálans náð fyr en hver einasti útlendingur, sem herðist á spænskri grund, væri fluttur þaðan á brott, og Spán- verjar fengju tækifæri til þess, að ráða sjálfir sinni eigin fram- tið. En um þetta mál væru nú hinar ýmsu stjórnir í Evrópu að ráðgast. Eden kvaðst gera sér vonir um, að takast mætti að miðla málum milli hinna tveggja si>önsku aðila horgara- styrjaldarinnar, en engin spor hefði verið stigin i þá átt, enda væri ekkert unt að gera i þá átt, fyr en að allri erlendri íhlutun um borgarastyrjöldina væri lokið, og bráðabirgðarvopnaldé samið. En allar slíkar málaleit- anir hefðu mætt ákveðinni mót- stöðu beggja aðila. Del Yayo sagði, að ef Þjóða- bandalagið vildi eiga von um nokkra framtíð, þá yrði það að taka þetta mál föstum tökum. Spánverjar, sagði liann, berð- um og styrjaldaraöilarnir sjálfir eru þeim og mótfallnir. Það horfir því ekki vænlega um þessi mál, sem nú eru rædd á fundi Þjóöabandalagsins í Genf. Friður á Spáni á að líkindum langt í land, ef tillögurnar um vopnahlé ná ekki fram að ganga, sem nú eru litlar líkur til. Anthony Eden sagði í ræðu sinni í Genf í gær, að skilyrðið til þess að málamiölunartilraun á Spáni hepnaðist, væri að sam- komulag næðist um stöðvun allrar erlendrar íhlutunar og brottflutn- ing erlendra hemanna. ust ekki eingöngu fyrir sínu eigin sjálfstæði, heldur fyrir frelsi allra þjóða, sem ekki vildu verða harðstjórn einræðisins að bráð. Miklar breyting- ar á ráöuneyti Baldwin’s. J^JEVILLE Chamberlain hefir myndað nýja stjórn í Bret- landi. Hann fór á fund konungs í morgun skömmu eftir að Stanley Baldwin fór þaðan, og fól konungur honum þá stjóm- armyndun. Síðar í dag lagði hann ráðherralista sinn fyrir konung, og samþykti konungur listann. Nokkrir ráðherrar halda fyrri emhættum sínum, þ. á. m. ut- anríkisráðherrann, Mr. Eden. Þessar eru helstu breytingarn- ar: Sir John Simon tekur við f jrrra emhætti Neville Chamber- lains sem fjármálaráðherra, Halifax lávarður verður forseti einkaráðs konungs í stað Mac Donald. Sir Samuel Hoare verð- ur innanríkisráðherra í stað Sir John Simon, en Duff-Cooper kemur í hans stað sem flota- málaráðlierra. Ilore Belisha, áður samgöngumálaráðherra, verður hermálaráðherra. Runci- man gengur úr ráðuneytinu og er gerður að lávarði, en Oliver Stanley tekur við embætti versl- unarmálaráðherra. Fyrsta verk hins nýja ráðu- neytis var að mæla með því við konung, að Stanley Baldwin yrði sæmdur jarstign, og var þegar gert. Mrs. Baldwin var sæmd stórkrossi British Empire orðunnar. í dag voru liðin 14 ár síðan Baldwin tók i fyrsta skifti við embætti sem forsætisráðherra Bretlands. FÚ. St ítalir sigra. Oslo, 28. maí. Knattspyrnukepni fór fram í Oslo , gær milli ítala og Norð- manna. Italir sigruðu og voru vel að sigrinum komnir. Skor- uðu þeir þrjá mörk, þar af tvö í fyrri hálfleik, en Norðmenn 1, í síðari hálfleik. ítalir léku af miklu meiri liraða, svo mikl- um, að vörn Norðmauna bilaði. Þeir skoruðu mark sitt þegar 30 mínútur voru af síðari hálf- leik. Áhorfendur voru 25.000— 30.000. (NRP—FB.) E-LISTINN ER LISTI SJÁLF- STÆÐISMANNA! Fyrsta Góðtemplarafélagið á i Akranesi, stúkan Vorblómiö nr. 3, J var stofnað 29. maí 1887. Fyrir stofnun stúkunnar gekst Gestur Pálsson skáld, að tilhlutun stúk- unnar Verðandi nr. 9. Stofnend- ur voru 23, þar á meöal ein kona, Kristrún Hallgrímsdóttir á Bjargi. Af þessum frumherjum Gó'Ö- templarareglunnar á Akranesi eru nú að eins tveir á lífi. Er annar þeirra Ásmundur Þóröarson, út- vegsbóndi í Háteigi. Var hann langa ævi forma'öur, en er nú mjög hniginn aö aldri (86 ára). Er hann þó ern vel. Hinn er Erlendur, son- ur Tómasar ,og Kristrúnár á J Bjargi. Stundaöi hann sjómensku i lengst af, og er nú kominn yfir sjötugt og hættur sæförum. Áriö 1898 var stofnuö önnur stúka á Akranesi, stúkan Akurlilj- an nr. 41. Voru stofnendur 64 og var helstur forgöngumaöur máls- ins Kristmann Tómasson fiski- matsmaöur i Lambhúsum, sem ver- ið hefir jafnan einn af forvígis- mönnum Reglunnar á Akranesi. Stúkur þessar unnu nú ótrauð- ar aö hugöarmálum Reglunnar og öörum velferðarmálum bygöar- innar, og var þeirra starf hiö merkilegasta. Þar kom, að menn töldu heppilegra, aö steypa sam- an stúkunum', og var það gert 1903. Nú starfar á Alcranesi stúk- an Akurblómiö nr. 3, og var hún stofnuð 17. nóv. 1910. Er starfsemi hennar hin glæsilegasta, félagatal- an er 146. í 'stúkunni vinna og ýmsir merkustu menn kauptúns- ins. Má nefna fyrstan æöstatempl- ar stúkunnar, Níels Kristmanns- son, hinn mætasta mann. Gæslu- maöur ungtemplara er Jón Sig- mundsson, eljumaöur mesti og vinsæll. Enn ber aö geta Ólafs B. Björnssonar, umboðsmanns stór- templars, sem þjóðkunnur er orö- inn af bindindisstarfseminni í landinu og af starfsemi til efl- ingar kristnihaldi og öðrum merkum þjóðmálum. Þá má eigi gleyma Pétri Ottesen, einum helsta manni Reglunnar hér á landi, sem jafnan er boöinn og búinn til að berjast fyrir málefn- um hennar innan þings og utan. Marga mætti fleiri telja, þótt rúm leyfi eigi að sinni. Fyrsta barnastúkan á Akranest var stofnuð 18. des. 1888. Nú starf- ar þar barnastúkan Stjarnan nr. 103. Eru félagsmenn 130 og mjög áhugasamir um málefni Reglunn- ar. — Það yröi of langt mál, aö rekja hér starfsemi Góötemplarafélag- anna á Akranesi. Verður aö nægja að geta þess, að flest velferðarmál bygöarlagsins hafa þau látið til sín taka, og hefir oft munaö drjúgum um þau til liðs slíkum málefnum. Hafa stúkurnar átt heilladrjúgan þátt í öllum helstu framfaramálum kauptúnsins og héraösins, heil- hrigðismálum, siðgæðismálum og öðrum menningarmálum. Nægir sem dæmi að minna á Sjúkrasam- lagið og leikstarfsemi félaganna. Stúkur í Reykjavík, Hafnarfirði og Borgarnesi heimsækja stúkum- ar á Akranesi á morgun, til þess að minnast með þeim þessa hátíð- isdags. Gengst stúkan Frón nr. 227 fyrir förinni. Vísir árnar heilla og blessunar Góðtemplarafélögunum á Akranesi á þessum tyllidegi þeirra. Madur hrapar í Ólafsvík. Ólafsvík, 28. maí. í morgun kl. 9 hrapaði Rand- ver Kristjánsson í Ólafsvík úr klettum og dró það liann til dauða. — Hann var á leið upp í fjall til þess að taka upp mó, ásamt bróður sínum Alfons Kristjánssyni. Þegar upp í hlið- ina kom, gelck Randver upp i svonefnda Arnarverpi-kletta til þess að leita að fýlunga-eggj- um, og hrapaði hann úr klettun- um. Þegar að var komið hafði liann góða rænu og liélt sig ekki vera mikið meiddan. Var liann borinn heim í þorpið, og andaðist hann litlu síðar eða kl. 9.30. — FÚ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.