Vísir - 16.06.1937, Page 1

Vísir - 16.06.1937, Page 1
27. ár. 138. A tbl. Reykjavík, miðvikudaginn 16. júní 1937. Valdaferill núverandi ríkisstjórn- ar hefir verið með þeim endemum, að óliklegt er að henni eða útsend- urum hennar takist að blekkja þjóðina öðru sinni. Þeim mönnum, sem nú fara með völdin i landinu, tókst fyrir sið- ustu kosningar, með fádæma ó- skammfeilni, blekkingum og slægð, að telja nokkrum hluta þjóðarinn- ar trú um, að þeir væru hinir einu, i nútið og framtið, sem færir væru um að vera leiðtogar hennar. — Og þeir fengu völdin og urðu leið- togarnir!!! Sem betur fer, er nú fólk það — mikill hluti þess — sem þessum grímuklæddu illvættum tókst að heilla um stund, að vakna til með- vitundar um, hve smánarlega það hefir verið afvegaleitt og blekt. Fólkið, sem trúði mönnunum, er hrópuðu til þess með klökkri röddu: „Vesalings, ógæfusömu og hartleiknu bræður og systur! Nú getum við ekki lengur horft á þær hörmungar og neyð, sem þetta ill- ræmda „íhald“ hefir skapað. Nú skuluð þið fá að sjá hina marg- þráðu upprennandi sól velmegunar og alsælu! Ef þið aðeins styðjið okkur til valda og felið okkur mál- efni ykkar og áhyggjur, þá skal hin „langa þraut vera á enda.“! I þessurn og þvílíkum tón öskr- uðu „leiðtogarnir" rauðu. En fólk- ið, sem þessu trúði, hefir nú kom- ist að þeim sorglega sannleika, að það var ekki það, ekki fólkið, ekki þjóðarheildin, sem þeir báru fyrir brjósti; nei, það voru þeir sjálfir, og eingöngu þeir sjálfir, sem þeir hugsuðu um. * Hefir atvinnan aukist? — Hvað hafa leiðtogarnir gert til þess að auka atvinnuna og með þvi bæta afkomumöguleika fólksins? Hvern- ig ætlaði ráðherra „hinna vinnandi" að fara með síldarverksmiðjubygg- ingu Kveldúlfs á Hjalteyri? Var það af umhyggju fyrir fólkinu, sem hann er ráðherra fyrir, að hann ætlaði að stöðva það þjóðþrifafyr- irtæki ? Hefir tollum verið aflétt? — Eg er hræddur um, að landsmönnum finnist annað, þvi nú er alt, ætt og óætt, nauðsynjar og óþarfi, marg- tollað. Hafa skattarnir lækkað? — Já, þeir hafa lækkað á alþýðuburgeis- unum, en þeir hafa hcekkað á öll- um almenningi. Vinna handa öllum, aflétting tolla og lækkun skatta, — þetta voru aðal-loforðin i 4 ára áætlun- inni frægu, fyrir síðustu kosningar, og þetta voru þau loforðin, sem all- ur landslýður þráði og vonaði, að fengjust efndir á. Hvílík gleði, að losna nú loks- ins undan hendi ihaldsins, hugsuðu sumir, og komast undir verndar- væng þessara kærleiksriku manna, alþýðuleiðtoganna. Hvílík gleði! Vinna handa öllum, hátt kaup, eng- ir tollar, engir eða þá sáralitlir skattar! Fólkið trúði. Þeir fengu völdin, sósíalistar, þeir fengu öllu að ráða! ¥ Og hvað hefir svo unnist? Nú er komið að kosningum aftur og nú spyrja menn: Hvar er vinnan? Hvar er skattalækkunin ? Hvar er alt, sem lofað var? Og menn sjá ekkert, ekkert annað en eymd, hvert sem litið er. Atvinnuvegirn- ir til lands og sjávar i rústum og þjóðin sokkin i óbotnandi skuldir. Hefir þá ekkert unnist? Jú, það sem til var ætlast. Rauðu leiðtog- 1 arnir eru orðnir stórrikir. Þeir lifa J i allsnægtum, búa i sínum eigin „luxus-villum“ og aka i sinum eig- in „luxus-bílum“, þótt skjólstæð- ingurinn, fólkið, sem trúði þessurn hræsnurum, svelti heilu og hálfu hungri. Þetta er sorgleg staðreynd, sem ætti að verða til varnaðar. Nú, þegar þessir lýðskrumarar eru svo óskammfeilnir, að voga sér að koma fram fyrir þjóðina öðru sinni og biðja hana, með mörgum og fögrum loforðum, að fela sér áfram völdin i landinu, þá ætti hið vinnandi fólk, sem þeir sérstaklega þykjast vera að bera fyrir brjósti, að lita í kringum sig, bera efnd- irnar saman við loforðin, og gera svo upp reikningana við leiðtogana. * Það er öllum landsmönnum þeg- ar ljóst, að sú stjórn, sem nú und- anfarin ár hefir haft málefni þjóð- arinnar með höndum, er ekki þeim vanda vaxin. Til þess skortir hana bæði vit og manndóm. Sósíalistar hafa verið að reyna að klóra yfir sín eigin afglöp og svik, með því að ala á úlfúð og hatri hjá fólkinu til þeirra manna, sem hingað til hafa haldið uppi þj óðarbúskapnum. Atorku- og framkvæmdasömu dugnaarmennina, sem ráðist hafa í atvinnufyrirtækin, sem brauðfætt hafa þjóðina um áratugi, kalla þeir: arðrœningja, blóðsugur, stórþjófa og glœpamenn, og atvinnufyrirtæk- in, sem fólkið vinnur við og á alla sína afkomumöguleika undir, kalla þeir glœfrafyrirtæki. * En manni verður á að spyrja: Hvað eru hinir svokölluðu verka- lýðsleiðtogar ? Hvað eru þeir menn kallaðir, sem fara með svik og tál? Hvað eru þeir menn kallaðir, sem ganga ljúgandi manna á milli, til þess að hagnast af því sjálfir? Haldið þið, verkamenn í Keykjavík, að hið vonsvikna fólk á ísafirSi ætti aS kalla mann eins og Finn Jónsson? Hefir hann verið hinn fórfúsi og óeigin- gjarni leiðtogi sjómanna og verka- manna þar? Hefir Finnur Jónsson látið hagsmuni verkafólksins, til lands og sjávar, sitja fyrir sínum eigin hagsmunum? Hvernig fór með samvinnubátaútgerðina ? Og hvernig er hag Isafjarðarkaupstað- ar komið? Er þar næg vinna og alt í blóma? Nei, það er nú öðru nær. En ríkisstjórnin launaði Finni verknaðinn með þvi að henda í hann fáeinum beinum. Þá hefir Jónas á Norðfirði ekki legið á liði sínu! Og hvaða nafn verðskuldar hann? Hann lofaði Norðfirðingum gulli og grænum skógum, en hefir ekki tekist betur en þaS aS fátækra- framfæri, sem var 20 þús. kr. 1930, er nú orðið 52 þúsund! Haldið þið að Jónas sé einn af þurfalingun- um ? Eg er hræddur um ekki! Árs- tekjur hans munu um eða yfir 20 þúsund krónur. Þá konium við að þriðja postul- anum og velgerðarmanni hinna vinnandi, Emil Jónssyni í Hafnar- firði. Og hvernig hefir honum tek- ist? Þrátt fyrir hina marglofuðu og dásömuðu bæjarútgerð, og þrátt fyrir það, að eigendum einkaútgerð- arinnar (8 togara) er ætlað að greiða 95.600.00 krónur i útsvar, þegar 20 togarar í Reykjavík greiða ekki nema 41.400.00 krónur, þá er Hafnarfjarðarbær svo illa stæður, að hann hefir ekki getað int af hendi smágreiðslur og er nú alveg að þrotum kominn. Enda segja menn, sem hafa verið góðir flokks- menn Emils, að annað eins neyð- arástand hafi ekki verið í Hafnar- firSi í manna minnum. En Emil skreið úr feni sínu og krækti sér i hálaunað embætti i Reykjavik. Hvað á að kalla svona alþýðu- leiðtoga ? Ekki má gleyma Eskifirði. Þar hafa sósíalistar ráðið, með þeim ár- angri, að Eskifjörður hefir verið á ríkisframfæri undanfarin ár. * Svona mætti lengi spyrja, og al- staSar þar, sem hinir svokölluSu leiðtogar „hinna vinnandi stétta“, hafa verið að verki, er sama svar- ið að fá: Loforð, svik og neyð. Alstaðar gægist úlfurinn undan i sauðargærunni. Verkalýðsleiðtogunum hefir leg- iö viS sturlun af vandlætingu yfir rekstri togaraútgerðarinnar hér í Reykjavík, og heimtað lögfestan á Alþingi rétt til þess, að gera bæði félög og einstaklinga, sem togara- útgerð stunda,, gjaldþrota, ef hægt sé. — Þegar nú þess er gætt, að á meðal þessara gasprara eru menn, eins og Finnur á Isafirði, með sam- vinnubátaútgerðina á samviskumii, Jónas á Norðfirði með Brimi og fátækraframfærið, og Emil í Hafn- arfirði með bæjarútgerðina, gulu seðlana og algert hrun Hafnar- fjarðar í eftirdragi, þá er engin furSa þótt riienn lari að efast um ágæti þessara manna og þess boðskapar, er þeir prédika. * En eins og áður er að vikið, hef- ir þessum ófyrirleitnu loddurum tekist, um stund, að blekkja fólkið til fylgis við sig, og í þeirri von, að það sé enn svo blint, að það kunni ekki að gera greinarmun á svörtu og hvítu, þá hrópa þeir: Látið okkur halda völdunum! Og svo kemur mikil loforðaruna. Alt á að gera fyrir hinar „vinnandi stéttir". Sömu loforð og áður og fyrir fram ákveðið að svikja öll loforð, eins og fyrri daginn. Dettur nú nokkrum hugsandi manni í hug, eftir það, sem á und- an er gengið, að taka marka á þess- um mönnum? Halda þessir góðu herrar, að þjóðin sé ekki farin að sjá i gegn um lyga- og blekkingavefinn ? * Hvað segja kjósendurnir í Reyk- javík, bæði menn og konur, Hafa kjósenduniir nokkurn tíma heyrt talað um atvinnufyrirtæki þeirra verkalýðsleiðtoganna ? Nei. Héfir verkafólk í Reykjavík getað frarn- fleytt sér og sínum á þeirri vinnu, sem það hefir haft hjá „leiðtog- um“ sósíalista? — Enginn veit til þess. Hvers vegna hafa þeir alþýðu- vinirnir: Jón Bald., Héðinn, Stefán Jóhann, Sigfús, Vilmundur og hvað þeir nú heita allir þessir alþýðubur- geisar, ekki stofnað útgerðarfélag? Allir vita, að það hefði þeir haft efni á að gera, því að nóga hafa þeir peningana. Já, hvers vegna hafa þeir eldci keypt togara og gert þá út? Áreiðanlega hefði hinn stóri hóp- ur atvinnulausra sjómanna og verkamanna hér í Reykjavik fagn- að því, ef þessir menn hefðu sýnt það i verkinu, að þeir meintu eitt- hvað með öllu gasprinu um vinnu handa öllum, með háu kaupi! Þeir gerðu það ekki. Þeir hætta ekld sínu fé i útgerð eða annað, sem fólkinu verður að gagni. Og þeim er sama þó að alþýðan svelti. í stað þess að stuðla að aukinni atvinnu og útgerð hér i bænum, hafa sósialistar gert alt sem i þeirra valdi hefir staðið og notað ýms miður heiðarleg vopn — til þess að koma á kné þeim útgerðarfyrir- tækjum, sem hér hafa starfað, á sama tíma og nágrannaþjóðir okk- og keppinautar styrkja sina útgerð- armenn með miljónum króna. ¥ Einn stærsti þyrnir í augum þess- ara viðbjóðslegu lýðskrumara, er útgerðarfélagið Kveldúlfur. Alt það fé, sem það útgerðarfélag hef- ir notað til útgerðar sinnar þessi 25 ár, sein það hefir starfað, segja þeir fólkinu að sé stohð fé!! Spari- sjóðsfé landsmanna hafi Kveldúlf- ur stolið!! Þarna er nú ekki verið að klipa utan af þvi. Á þessum 25 árum hefir Kveld- úlfur þó greitt i vinnulaun viðs- vegar á landinu (og mest hér i Reykjavik) 50—60 milljónir króna, í skatta til ríkis og bæja p miljónir og 100 þúsund krónur og i vexti 4—5 milj. kr., svo einhverju hef- ir verið skilað aftur af þýfinu!! * Eins og hér hefir verið sýnt fram á, er valdaferill núverandi stjórn- arflokka í landi voru með þeim en- demum, að sliks eru ekki dæmi í nokkru siðuðu landi. Svikin loforð, hvar sem litið er innanlands. Og traust þjóðarinnar horfið utanlands. Æðsti maður laga og réttar hleypur eins og argasta kjaftakerl- ing um landið með allskonar upp- spuna og ósannindum urn andstæS- inga sína, æðstimaður fjármálanna segir landsmönnum ósatt um hinn raunverulega verslunarjöfnuð, og æðsti maður atvinnumálanna ætlar með lagasetningu að leggja stærsta atvinnufyrirtæki landsins i rústir og svifta þar með mörg hundruð manna atvinnu. Hvílíkir þjóðhöfð- ingjar] , , ■ . , * Góðir Reykvikingar! — íhugið vandlega þessa dagana, hvernig stjórnarflokkarnir, þessir haturs- menn bæjarfélags ykkar, hafa leik- ið ykkur þessi árin, sem þeir hafa, illu heilli, haft völdin í landinu. Nú er svo kornið, að þeim mönnum, sem hér eru bornir 0g hér hafa starfað allan sinn aldur, er svo í- þyngt með sköttum og álögum, að þeir rísa ekki undir því. Siðan framfærslulögunum var breytt, hef- ir safnast saman hér i Reykjavík stór hópur manna með alt sitt skyldulið, sem einhverra orsaka vegna ekki gat framfleytt sér og sínum, þar sem þeir áður voru. Og þar sem ekki er næg vinna handa öllum þessum hóp og ekki hægt að vísa þeim burt, varð að hækka gjöldin á bæjarbúum, svo þessir menn geti lifað. Enda er fátækra- framfæri Reykjavíkur orðið stór- kostlegur baggi. Þetta, ásamt fleira, hafa fram- sóknarmenn og sósíalistar í samein- ingu gert, til þess að koma Reykja- vik á kné. Þeir hata Reykjavík og þeim hefir sárnað, að henni er stjórnað af drengskap og viti. Hamingjan gefi, að sú óhamingja hendi aldrei þennan bæ, sem okk- Þegar skráð er saga einhverrar þjóöar, er þaö venjulegt, að kenna ýms tímabil eða árafjölda í sögu hennar við það sem mest hefir ver- ið áberandi eða einkennandi fyrir það tímabil, við eitthvert sérstakt nafn eða fyrirsögn, sem best hefir þótt við eiga, og svo hefir það verið í okkar sögu. Þegar skráð verður saga þjóð- arinnar frá síðustu aldamótum til yfirstandandi tíma, yrði það sjálf- sögð fyrirsögn eða heiti á tíma- bilinu frá því fyrir 1920 og til þessa tíma — að kalla það rógstímabilið. Því aldrei hefir gengið yfir þjóðina annað eins moldviðri blekkinga, stéttahaturs, rógs, lyga og allskonar mann- skemda, eins og á þessu tímabili, og má það í fljótu bragði virðast undarlegt að nokkrum mann- skepnum með þesskonar eðlisfari, skuli hafa tekist að komast til æðstu metorða og valda, eins og raun hefir þó borið vitni, um tíu ára skeið. En orsakir liggja til alls. Þjóðin var yfirleitt hrekk- laus og vönduð til orða og athafna framan úr öldum. Þar að auki hafði hún vanist því og mátt treysta, að helstu menn hennar, og þeir, sem ætluðu sér að verða leið- togar hennar, segðu henni nokk- urn veginn rétt og satt um almenn málefni, eða sem hana varðaði miklu, að hún mætti treysta, því á því átti líka almenningur fulla heimtingu, og á enn í dag. En hitt kunni hún ekki að varast, að það voru komnir fram á stjórn- málasviðið pólitískir loddarar, sem til einskis voru færir, nema til að villa mönnum sýn, í eigin- hagsmunaskyni. Þess vegna er nú lcomið sem komið er. Þjóðargjald- þrot blasir við og sjálfstjórnartap aftur, og mætti þá segja, að betra hefði verið heima setið, en farið. ef ekki verður nú þegar undinn bráður bugur til gagngerðrar breytingar. Um 1927, eftir að íhaldsflokk- urinn, sem þá kallaði sig, hafði farið með völd, um eitt kjörtíma- bil, og tekið við af fyrri fram- sóknarmönnum, sem voru búnir að korna fjárhag landsins í það öngþveiti, sem þeir sjálfir botn- uðu ekkert í, samanber orð fjár- málaráðherra þeirra þá, að skuldir ríkissjóðs mundu vera einhvers- staðar milli 5 eða 8 miljónir, eftir ur innfæddum Reykvíkingum þyk- ir svo vænt um, að sósíalistar fái tækifæri til þess að leggja hann í rústir. * íslenska þjóðin hefir áður hrist af sér ánauð, einokun og ófrelsi, og hún gerir það enn. Á sunnudaginn kemur, 20. júní, hristir hún af sér þessi skaðsömu sníkjudýr,þessar sannkölluðublóð- sugur, hvort sem þeir heita sósíal- istar, kommúnistar eða framsókn- armenn. Reykvískir kjósendur, verkamenn og konur, og allir þið, sem unnið frelsi og vinnufriði ,og velgengni þessa bæjarfélags, fylkjum okkur fast um lista sjálfstæðismanna. Kjósum sjálfstœðismenn á þing. Vilh. Stefánsson. þv^, hvaðfa tölur væru notaðar. En þær reyndust hvorki vera 5 eða 8 miljónir eða þar á milli, heldur 18 miljónir. Þá tók íhalds- flokurinn við og hélt þannig á, til 1927, að skuldir ríkissjóðs stór- lækkuðu, eða ofan í n miljónir, og þó aldrei eins mikið lagt til verklegra framkvæmda, eins og á þessu tímabili, eða velmegun at- vinnufyrirtækja og alls almenn- ings staðið með meiri blóma að kjörtímabilinu loknu, eða um kosn- ingar 1927. Það hefði nú mátt fyllilega vænta þess, við kosningarnar 1927, að þjóðin hefði kunnað að meta svona ráðsmensku, og treyst að- stöðu þessarar stjórnar og stjórn- arflokks, eins og lika hver sæmi- lega stjórnmálaþroskuð þjóð hefði gert. En hvað skeður? Þessari stjórn er gefið spark við kosning- arnar. En hinir teknir til forustu, úr þeim flokki, sem áður voru þó búnir að sýna, að þeir voru ekki til þess hæfir, og ekki að eins þeir, sem einhverja reynslu höfðu, held- ur þeir, sem aUs enga reynslu höfðu. Það sýnist því dálítið bog- iö við þetta, og sýnir afskaplega lítinn stjórnmálaþroska almenn- ings, ef alt hefði verið sjálfrátt, en svo var auðvitað ekki, og er það eina afsökunin, sem þjóðin hefir, eins og minst mun verða á. Annars væru svona búhyggindi líkt og ef bóndi ræki burt þann ráðsmann, sem hann væri búinn • að reyna að dygð og trúmensku og fjánnálahyggindum, en tæki einhvern lítt þektan „landshorna- sirkil“ og lýðskrumara, með lé- legu mannorði, í staðinn. Eins og áður er getið, hefir ís- lenska þjóðin til skamms tíma ver- iö vönduð bændaþjóð, dreifð um stórt landflæmi. En það er vitað, að vönduð manneskja á verst með að varast hrekki og svik annara. En svo einkennilega ólánlega vill líka til, að einmitt í kringum 1920, þegar þjóðin er nýbúin að fá fullt sjálfstæði, og henni ríður hvað mest á að gætilega sé farið, bæði i fjármálum og atvinnumálum, og stjórnin sé í höndum reyndra og samviskusamra manna, þá kemur frarn á stjórnmálasviðið sá mesti óheilindamaður og rógberi, sem sögur fara af hér á landi, sem einskis svifist í blekkingum, falsi og mannskemdarstarfi gagnvart andstæðingunum, lymskulegri um- vendun sannleikans í hverju máli. Aðeins til aö koma sér og þeirri klíku, sem um hann hafði mynd- ast, til valda, án þess að virða að nokkru þjóðarhagsmuni, nema í falslegu blekkingaskvaldri og öf- undsjúkri stéttatogstreitu, sjálfrátt eða ásjálfrátt. Hlutverkið er hlut- verk heiðadrauganna, sem sagt er frá að væru á kreiki í vondurn veðrum, á heiðum uppi og viltu mönnum sýn, til að hrekja þá of- an í gljúfrin. Sá veldur mestu, sem upphafinu veldur, segir máltækið. Nú er svo komið, að það eru heilir hópar manna, sem liafa lært þessar mannskemdalistir og nota þær ó- spart í eiginhagsmunaskyni, eins og greinilega sést bæði í ræðum og riturn þeirra, ekki síst í blöð- um hinna blóðlituðu flokka með

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.