Vísir - 17.06.1937, Blaðsíða 2
VlSIR
VtSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN
VlSIR H.F.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Skrifstofa I . . . 10
. > Austurstræti 12.
og afgr. |
S f m a r :
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Anglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Verð 2 kr. á mánuði.
Lansasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
Þjóðin
vill ekki -
Þjóðin vill ekki lengur
búa við það úrræða-
lausa og óheila
stjórnarfar, sem hér hefir
verið undanfarin þrjú ár.
Landsmenn eru orðnir
þreyttir á glamuryrðum
stjórnarflokkanna um að
hér fljóti alt í mjólk og hun-
angi, meðan staðreyndirnar
benda á hið gagnstæða,
meðan erfiðleikarnir steðja
að á allar hliðar.
Þjóðin vill ekki lengur
fljóta að feigðarósi
dauðadæmdrar fjár-
málaóstjórnar stjórnar-
flokkanna. Sú stefna er lof-
söngur eyðslunnar. Þarleið-
ir blindur blindan. Sjálfs-
blekking þeirra er svo úr
hófi, að þeir þykjast alt best
vita og sjá ekki það fall-
andaforað, sem bíður
þeirra. Fjármálaóstjórnin
hefir leitt af sér öngþveiti
fyrir bankana, vandræði
fyrir bæjar- og sveitarfélög,
niðurdrep aðalatvinnuveg-
ar landsins. Fjármála-
óst jórnin hefir stimplað Is-
lendinga erlendis sem ó-
reiðuþjóð, þjóð sem tekur
út vín og tóbak í nafni rík-
ÍSStjórnarinnar en endur-
sendir svo víxlana og segist
ekki geta greitt þá. Þetta
er vanmáttur stjórnar-
flokkanna, sem hafa meiri
hæfileika til að mæla frairi
með sjálfum sér og syngja
sitt eigið lof en að vinna
þjóðinni gagn.
Þjóðin vill ekki lengur
hafa óreyndan ung-
ling sem fjármála-
ráðherra, einmitt á því
tímabili þegar mest er þörf-
in fyrir að það embætti
skipi rnaður með reynslu,
hyggindi og framsýni. Sá
maður hefir að miklu Ieyti
örlagaþræði landsmanna i
hendi sér. Heill og gengi
þjóðarinnar er of mikils
virði til þess að því sé teflt
í hendur unglinga, sem eru
nýstaðnir upp frá sam-
vinnuskólaborðinu.
Þjóðin vill ekki lenguí
bíða eftir því að lof-
orð stjórnarflokk-
anna um bætt atvinnuskil-
yrði verði uppfylt. Þau lof-
orð hafa verið marggefin
og margsvikin. Landsmenn
eru orðnir þreyttir á að
trúa þeim flokkum sem vit-
andi vits reyna að villa þeim
sýn í þeim málum sem
mestu varða hag almenn-
ings í landinu. Atvinnuleys-
ið hefir ekki minkað. Það
hefir vaxið. Stjórnarflokk-
arnir eru algerlega ómegn-
ugir að bæta úr atvinnu-
skortinum. Þeir hafa lofað
því og þjóðin liefir beðið
eftir því í þrjú ár. En það
hefir reynst að eins orð —
innantóm orð.
Þjóðin vill ekki lengur
sætta sig við þetta
vansæmandi stjórn-
arfar. Hún verður að fá
nýja menn með nýja
stefnu, sem geta tekið á
málunum með nýjum dug,
sem geta leitt þjóðina út úr
lognmollu og úrræðaleysi
núverandi valdhafa. Þjóðin
vill ekki lengur steina fyrir
brauð.
Stjórn sósíalista hefir
setið of lengi að völdum í
þessu landi. Þjóðin veit að
nú verður hún að skifta um
stafnbúana.
ERLEND VÍÐSJÁ:
Hvíti dauði.
í öllum menningarlöndum er
haldiö uppi látlausri baráttu viö
hvíta dauöann — berklaveikina.
Og í ýmsum löndum er að veröa
aö miklum mun meira ágengt en
varö lengi vel. Svo er t. d. í Bret-
landi og Bandaríkjunum. Um
horfur í þessum efnum í Bretlandi
liefir áöur verið rætt hér í blað-
inu.
Nýlega var haldið í Milwaukee í
Bandaríkjunum ársþing berkla-
varnafélagsins ameríska (National
Tuberculosis Association), hið 33.
í röðinni, og stóö þaö yfir frá 31.
maí til 3. þ. m. 1500 læknar, vís-
indamenn, hjúkrunarkonur o. m.
fl. tóku þátt í ársþinginu, en höf-
uöverkefnið var, að ræða hvað
gera mætti -frekara í baráttunni
gegn berklaveikinni, en í Banda-
ríkjunum eru nú 600.000 berkla-
sjúklingar. Nærri 70.000 menn
deyja árlega í Bandaríkjunum af
berklaveiki, samkvæmt skýrslum,
sem lesnar voru upp á ársþinginu.
Dauðsföllin hafa lækkað úr 201 á
10.000 íbúa 1904 í 55 á 10.000
1935. Tjón þjóðarinnar af berkla-
veikinni í Bandaríkjunum er talið
750 miljónir dollara árlega. —
Heilsuhælasambandiö amer-
íska (The American Sanatorium
Association), sem 1200 heilsuhæli
standa að, hélt fund um sama
leyti. Á ársþinginu var mjög rætt
um nauðsynina á því, að auka
þekkingu almennings á berkla-
veiki og berklavörnum. Það telja
þeir, sem ársþingið sóttu, einna
mikilvægast i baráttunni viö
hvíta dauðann.
Togaramir
Reykjaborg og Hilmir fóru héð-
an í gær áleiöis norður til síld-
veiöa.
ii ast a Bi bao
Er franskur herforingi
liði stjórnarinnar ?
Þrjár herfylkingar Francos eru nú komnar
fast að Bilbao. Þær ætla þó ekki að ráð-
ast inn í borgina, að því er uppreistarmenn
herma, en bíða eftir þeim, sem enn eru ó-
komnar. Þetta ber vott um, að framlína uppreistar-
hersins er ekki óslitin, enda ver Baska-herinn enn
hæðirnar fyrir sunnan borgina, og ennþá er barist í
Santa Domingo, Santa Marina og í þorpunum norð-
austan við bæinn. Erlendir fréttaritarar segja,að Bask-
ar verjist af mikilli hreysti, og muni það dragast
lengur en Franco ugði, að hann Ieggi undir sig borg-
ina.
Bilkn 89 im-
hmfi hnnar.
Til Santarider eru komn-
ar þúsundir borgara frá Bil-
bao, og hefir þeim verið
komið fyrir í kvikmynda-
húsum, skólum og öllum
byggingum, sem hægt var
að nota. Ástandið meðal
þeirra, sem enn eru eftir í
Bilbao, er sagt mjög liörmu-
legt. Enn er lialdið áfram
að flytja fólk á burt úr
borginni, með járnbraut-
um, bifreiðum og bátum,
og 'er farið sjóleiðina með
flesta.
Uppreistarmenn halda
þvi fram, að það sé fransk-
ur lierforingi, sem stjórn-
ar vörn Bilbao, og gangi
hann undir fölsku nafni.
Þeir segja, að almenningur
sé rekinn áfram af mönn-
um stjórnarinnar, og heim-
ili manna og lönd sprengd
upp, til þess að tef ja fyrir
framsókn uppreistarhers-
ins.
Sendiherra Spánverja í Lond-
on sa,gði í dag við Eden, að þótt
Bilbao félli, þá hefði það enga
úrslita-þýðingu. Það yrði aðeins
einn sorglegur þáttur borgara-
styrjaldarinnar. FÚ.
ÓGURLEGT ÁSTAND
I BILBAO.
Oslo 16. júní.
Búist er við, að hersveitir
Francos, sem nú eru aðeins í
tveggja hundruð metra fjar-
lægð frá Bilbao, fái skipun um
að ráðast inn i borgina þá og
þegar. /Ógurlegar fregnir berast
frá Bilbao. Sjónarvottar greina
frá því, að flugvélar uppreist-
armanna fljúgi yfir götur borg-
arinnar og varpi sprengikúlum
niður á fólkið, sem hefir beðið
bana og særst í hundraða tali.
Einnig hafa flugvélamar flogið
yfir þröngar götur, þar sem
mannmargt var, og flugmenn-
irnir skotið á fólkið af vélbyss-
um. Er mikil angist meðal
fólksins. Einnig er haldið uppi
skothríð á borgina af stórskota-
liði uppreistarmanna frá liæð-
unum umhverfis hana. (NRP
—EB). 1
ITALIR OG ÞJÓÐVERJAR
TAKA AFTUR UPP
GÆSLUSTARF.
London í gær.
Italía og Þýskaland ætla þeg-
ar að taka upp aftur gæslustarf
við strendur Spánar, en bíða
ekki eftir svari spönsku stjóm-
arinnar eða Franco við fyrir-
spurnum þeim er breska stjórn-
in gerði til þeirra fyrir hönd
þjóðanna, er gæslustarfið ann-
ast, um tryggingar til öryggis
eftirbtsskipum.
Eden lýsti þessu yfir í dag í
neðri málstofu breska þingsins.
Hann sagði ennfremur, að hlut-
leysisnefndin myndi nú taka til
starfa á ný, og beita sér fyrir
l
í
ð iistll stuið.
London í gær.
AÐ var ræða Leon Blums,
er á síðustu stundu kom
kommúnistum til þess að greiða
atkvæði með, því, að stjóminni
yrði veiít tilskipunarvald um
ráðstafanir til viðreisnar fjár-
hajg ríkisins. — Umræðum um
frumvarp stjórnarinnar um
heimild til að setja lög með til-
skipunum um ákveðinn tíma,
liélt áfram í alla nótt, og fór at-
kvæðagreiðslan loks fram kl.
6,15 í morgun eftir Parísartíma.
Var þá frumvarpið samþykt
með 99 atkvæða meirihluta.
Fram til síðustu stundar var
óvíst livemig atkvæðagreiðslan
myndi fara. Kommúnistar
höfðu á fundi sínum í gær á-
kveðið, að styðja Blum aðeins
að því tilskildu, að Iiann lofaði
því, að ekki yrði hækkaðir ó-
beinir skattar. Blum kvaðst
ekki geta lofað því.
Blum sagði í ræðu sinni, að
böfuðorsökin til erfiðleika
þeirra, sem stjómin ætti við að
etja á fjármálasviðinu stafaði
af því, að f() hefði verið sent úr
landi. Stjórnin hefði gert til-
raunir til þess, að heimta þetta
peningamagn heim aftur, en
með litlum árangrí.
Með því valdi, sem stjóminni
yrði veitt, ef frumvarpið næði
fram að ganga, sagði Blum,
myndi enn verða gerð tilraun
til þess að binda enda á þenna
undandrátt á fjármagni þjóð-
arinnar. Eina loforðið sem
Blum gaf var það, að ekki
skyldi verða lagðir skattar á
nauðsynj avörur.
Stjórnmálamenn telja, að
vafasamt sé, að efri málstofa
þingsins samþykki framvarpið.
Umræður um það hefjast í efri
málstofunni á föstudaginn kem-
ur. FÚ.
því, að fluttir væru á burt frá
Spáni útlendingar er þar berj-
ast.
Eden var spurður að því, hvorl
útlendir kafbátar ættu rétt á sér
innan spánskrar landhelgi. —
líann sagði, að þeir ættu það
ekki, og væri það tekið fram í
einum lið hlutleysissáttmálans.
FÚ.
Stormnr hamlar
Síldveidum
nordanlands.
Sigluf. í gær. Einkaskeyti.
Allur síldveiðaflotinn liggur
nú við Grímsey vegna storms.
Undanfarið hefir verið hvast
fyrir Norðurlandi og hefir það
hamlað síldveiðunum í gær og
í dag. j
Minnie kom inn i dag með
300—400 mál, og Huginn I með
svipaðan afla. — Sólskin og Jiiti
í dag, og stormur, en fer lægj-
andi. Veðurhorfur batnandi.
Fjöldamörg skip fara á veiðar
á morgun.
FÚ. í gær.
Til Siglufjarðar komu tvö
veiðiskip í nótt, með 500 og
300 mál, og í dag kom eitt skip
með 150 mál. í gær var öll síld-
in veidd á Grímseyjarsundi.
Flest veiðiskipin lágu í dag aust-
anundir Grímsey. Allmikil síld
er talin í Grímseyjarsundi og
veiðivon í hagstæðu veðri.
Er þar mikil áta. Nokkur veiði-
skip hafa leitað síldar austur
við Langanes, en ekkert séð eða
fengið á þeim slóðum.
Frá ísafirði eru allflestir sild-
veiðabátar lagðir af stað til
Norðurlands.
Frá Akureyri fara á síldveið-
ar 22 skip, með 16—18 manna
áhöfn livert. Nokkur em ófarin
enn.
Huginn II og Huginn III, frá
ísafirði, hafa lagt á land í
Krossanesi 4132 mál sildar.
EFTIRLIT MEÐ GÆÐUM
FISKAFURÐA.
Oslo 16. júní.
Óðalsþingið samþykti ein-
róma í gær að afstöðnum löng-
um umræðum, að stofnað
skyldi til aukins eftirlits af
hálfu hins opinbera með gæð-
um fisks og fiskafurða. ,NRP
—FB).
London í gær.
Tveir háttsettir emhæittis-
rnenn í Sovét-Rússlandi hafa
verið teknir höndum. Er annar
þeirra formaður framkvæmda-
ráðs í austurhluta Síbiríu, en
hinn gegndi svipuðu embætti í
Rostov. Þeir eru báðir sakaðir
um að liafa staðið illa í stöðu
sinni. FÚ.
STÝRIMANNADEILAN
NORSKA.
Oslo 16. júní.
, Að^ afstöðnum fundi Torps
ráðherra og sáttasemjara rílds-
ins var ákveðið, að kalla full-
trúa aðila í stýrimanna deilunni
á fund í dag. Líklegt er, að
verkfallið verði víðtækara, ef
samkomulag næst ekki bráð-
lega. (NRP—FB).
Hversu má það vera?
Haraldur GuSmundsson ráð-
herra skýrði frá því í útvarpsræðu
í fyrrakveld, aS hann hefði komið
því til leiðar, að síldarlýsi og aðr-
ar síldarafurðir hefði hækkað
stórkostlega í verði á heimsmark-
aðinum. Og hann vildi láta kjósa
sig og aöra rauöliða m. a. vegna
þessa afreks. Hversu má þa’S nú
vera, að Haraldur GuSmundsson
geti nokkru um það ráðiö, hvem-
ig verðlag hinna ýmsu vöruteg-
unda er á heimsmarkaðinum þetta
árið eða hitt? Kjósendur eiga bágt
með að trúa því, aS Haraldur þessi
sé svo voldugur, að hann ráði því
sem honum sýnist á heimsmark-
aðinum!
Svar
frá frú Guðrúnu Lárusdóttur við
árásargrein ungfrú Laufeyjar
Valdimarsdóttur í Alþýðublaðinu
í gær, birtist hér í blaðinu á morg-
un.